Lögberg - 30.06.1938, Blaðsíða 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINlS 30. JÚNÍ, 1938.
7
Sérá Björn B. Jönsson,
D. D.
AÖ kvöldi föstudagsins 13. mai
barst út sú fregn að Dr. Björn
hefði andast kl. 7.30 e. h. Ekki var
þessi frétt óvænt þeim, sem kunn-
ugir voru, því heilsu hans hafði
lengi farið síhnignandi þó hann léti
ekki af starfi til fulls fyr en í marz-
mánuði síðastliðnum. Nokkrar
vikurnar síðustu var hann rúm-
fastur.
Dr. Bjorn hefði átt sitt fertug-
asta og fimta prestskapar afmæli í
sambandi við kirkjuþing vort í næsta
mánuði. Aílla þá tíð var hann þjón-
andi prestur meðal Vestur-íslend-
inga. Er það lengsta starfskeið
sem nokkur prestur hefir átt hér
vestra í óslitinni þjónustu meðal
fólks vors. Hann átti ávalt áhrifa-
mikinn sess í vestur-íslenzkri kristni
bæði vegna þess að hann skipaði
þær stöður er gáfu honum sérstakt
svigrúm til að beita sér og vegna
yfirburða hans sem kennimanns og
leiðtoga. Enginn, sem nú er á lífi,
hefir átt ákveðnari hlut að máli á
sviði kirkjumála vorra en hann, auk
þess að láta til sín taka mjög rögg-
samllega í sambandi við helztú mál
Vestur-íslendinga og menningarlega
afstöðu þeirra hér í álfu. Starfstíð
hans nær yfir mikinn og merkan
hluta sögu vorrar. Verður hún aldrei
réttilega skráð nema þannig að Dr.
Björns verði þar til margs getið.
Hið islenzka þjóðarbrot í Ame-
riku hefir átt andlegt heimili í
tvennum þjóðmenningum. Ekki hef-
ir ætið verið jafnvægi þar á milli.
Framan af voru flestir alíslenzkir,
en lítið amerískir. En frá því hefir
verið horfið nteir og meir þar til
hlutföllin eru nú orðin öfug við það
sem áður var. Dr. Björn var glæsi-
legt dæmi þess sem næst verður kom
ist því að jafnvægi sé á milli í þess-
ari ntenningarlegu tvískiftingu. Með
afbrigðum íslenzkur sjálfur og með
það vald yfir málinu, sent átti rætur
í víðtækri þekkingu á íslenzkum
bókmentum og ljóðilist, stóð hann
einnig föstum fótum í hérlendri
menningu, var hugfanginn Banda-
rikjamaður og Canadamaður, án á-
reksturs, og stóð að engu leyti að
baki innfæddum mentamönnum í
meðferð á ensku máli og í að hefja
hugsjónir Ameríku. Hann unni Is-
landi og íslenzkri þjóðmenningu, en
haifði enga trú á því að íslenzkt mál
gæti átt neina verulega framtíð hér
vestra nema hjá einstöku fræði-
mönnum, er legðu það sérstaklega
fyrir sig. Þessvegna hafði hann
litla trú á venjulegri þjóðræknisvið-
leitni í þá átt að halda við málinu
meðal almennings, en taldi hitt mik-
ilsvert að íslenzka kæmist að sem
fræðigrein við hérlenda háskóla.
Það hefði þýðingu fýrir sérfræði í
enskunámi og það mundi greiða veg
áframhaldandi straumum, frá ís-
lenzkri menningu inn í amerískt
þjóðlíf, svipað og áhrif grísk-róm-
verskrar menningar hafa gegnsýrt
mentalífið í því liðna fyrir áhrif
fræðimanna á þeim sviðum. Þessi
skoðun hans var skýlaus og frain-
fylgdi hann henni með þeirri ein-
beitni, sem honum var lagin, þótt
hann vissi að þetta yrði gjarnan
misskilið þannig, að hann legði lítið
upp úr íslenzkri menningu. Þjóð-
ernislegar öfgar vildi hann forðast i
hvívetna.
Aðalstarf Dr. Björns var helgað
kirkju og kristni. Tuttugu og
þriggja ára gamall var hann vígður
til prests. Hann vakti athygli á sér
snemma fyrir glæsimensku og orð-
snild. Að starfi sínu gekk hann
með áhuga og elju. Eins og flestir,
sem næmir eru fyrir andlegum á-
hrifum, átti hann allmerkilega
þroskasögu í sambandi við guðfræði-
legar og kirkjulegar stefnur. Fram-
an af var hann ihaldssamur rujög í
guðfræðilegum skoðunum. Með ár-
um og reynslu greindust betur að
aukaatriði og aðalatriði. Andi hans
var viðfeðmur og skáldlegur, og
slikum mönnum er nákvæmt sam-
ræmi í skoðunum óeiginlegt. Ef
ekki er lesið ofan í kjölinn, kann að
virðast sem skoðanalega haf i líf hans
gengið í bylgjum milli íhaldssemi og
róttækrar byltingahneigðar, og það
svo að stundum skiftist þetta á með
.skjótum blæbrigðum. Er þetta ekki
ótítt í lífi mikilhæfra manna. En
þegar maður þekti hann til hlýtar,
fann maður að þetta var ekki fyrir
neinn skort á fótfestu, skoðanalega.
Hann vissi á hvern hann hafði sett
traust sitt. Hann var kriststrúar
maður ekki einungis í þeirri merking
að hann væri hugfanginn af lífspeki
Krists heldur þannig að veruleiki
guðdómsins blasti við honum í
Kristi og bauð honum tfl samiélags.
Að vera höndlaður af Kristi var
honum eina lífsakkeri mannlegs lífs.
Hann vildi leggja á hverja skoðun
þann mælikvarða, hvort hún styrkti
þetta akkeri eða veikti. Þó hann i
bili horfði inn á nýja leið og virtist
í aðsigi að halda þangað, var hann
skjótur að snúa við, ef honum
fanst þar mundi skyggja á Krist.
í ljósi þessa finst mér unt að gera
sér grein fyrir flestum skoðana blæ-
brigðum í lífi hans.
Stjórnsemi í kirkjulegu starfi var
eitt aðaleinkenni Dr. Björns. Hann
lagði ráð sín vandlega og framfylfjdi
þeim ósleitilega. Á safnaðarfund-
um, kirkjuþingum og i nefndarstarfi
lét hann mikið til sín taka. Sem
fundarstjóri átti hann fáa sína lika,
var þaulkunnugur fundarsköpum og
beitti þeim með sanngirni samfara
röggsemi.
Þrautseigju átti hann óvenjulega
í því að framfylgja áhugamálum
sínum unz hann kom þeim í fram-
kvæmd, eða í að berjast gegn því er
hann vildi feigt. Hann var sterkur
flokksmaður og gjarn á að beita
flokksaga. Sterkt miðstjórnarfyrir-
komulag í kirkjulegu starfi fanst
honum heppilegra en að eiga á hættu
lýðstjórnar gönuskeið. Þjóðernis-
lega var hann andvígur því að Is-
lendingar einangruðu sig, þó kirkju-
lega væri hann á seinni árum mót-
fallinn því að kirkjufélag vort stæði
i lífrænu sambandi við nokkra inn-
lenda kirkjudeild. En persónulega
átti hann meiri mök við innlent
kirkjulíf og leiðtoga en flestir aðrir.
Ber það vott um fylgi hans og
dugnað, að í flestum þessum efn-
um var ráðum hans fýlgt.
En tilþrifamikill eins og dr. Björn
var sem kennimaður og kirkjulegur
höfðingi og áhrifamikill eins og
hann var fyrir opinbera framkomu
sína og ritverk, þá var þó mikið
undanskilið ef menn áttu ekki kost
á því að kynnast honum persónu-
lega. Hann var fjörugur og fynd-
inn i samræðmn, góður heim að
sækja, hrókur alls fagnaðar í sam-
kvæmum og hvers manns hugljúfi er
hann naut sín bezt. En hann þekti
líka þunga dagsins og gat vegna þess
fundið til þvi betur með þeim, sem
eru í skugga lifsins. Víðfeðmj til-
finninga hans var mikið, svo ekkert
mannlegt var utan vébanda hygðar
hans. — En einkis minnist sá er
þetta ritar, sem honum er dýrmæt-
ara frá þrjátíu og fimm ára náinni
samvinnu við dr. Björn, en þeirra
mörgu stunda er við áttum saman í
samræðu tveir einir. I slíku sam-
tali þegar alt umstang og erjur, sem
stundum kemur róti á yfirborð lifs-
ins, hvarf til siðu, var hægt fylli-
lega að njóta þess andlega innsæis,
sem honum var gefið í svo rikum
mæli. Hann átti næmleik fyrir öllu,
sem hreyfði sig í samtíðinni, glögg-
an skilning á mönnum og málefnum
og óvenjulega skarpskygni i að sjá
fram í tímann. Þetta blasti við út
frá djúpri lífsreynslu og itarlegri
hugsun. Þá komu líka fram í full-
um mæli ylur og ástúð hans innilegu
samhygðar. Það hentj okkur báða
að vera óvægnir hvor í annars garð
opinberlega þegar sitt sýndist hvor-
um, en augliti til auglitis var engin
fyrirstaða á því að þetta ekki þyrfti
að hagga margreyndri vináttu.
Trygð er hann hafði bundist var
ekki auðveldlega rofin.
Dr. Björn B. Jónsson var fæddur
að Ási í Kelduhverfi í Norður-
Þingeyjarsýslu, 19. júní 1870. For-
eldrar hans voru Björn Jónsson,
bróðir Kristjáns skálds, og Þorbjörg
Björnsdóttir. Fluttist hann með
þeim til Ameríku 1876. I Nýja ís-
landj þar til 1881, þá til Winnipeg
og síðan til Argyle. Annað veifið
einnig hjá systur sinni í Dakota.
Stúndaði nám við Gustavus Adol-
phus Collece í St. Peter í Minnesota
1889-91. Svo guðfræðinemi í Ghi-
cago þar til að hann tóg vígslu 1893.
Fyrst trúboðsprestur, var fastur
prestur í Minneota frá 1894—19x4.
Eftimaður dr. Jóns Bjarnasonar í
Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg 1914
—1938. Kvæntist Sigurbjörgu
Gunnarson 1893. Hún dó 1905.
Fjögur börn þeirra á lífi: Emil í
Chicago, Mrs. W. Grant Beaton,
Mrs. Ronald Stewart og Mrs. Ed-
ward Pitblado, allar í Winnipeg.
Kvæntist seinni konu sinni Ingiríði
Johnson 1908, er nú lifir mann sinn
ásamt þremur börnum þeirra: Ralph,
Mariu og Lilian. Tvö systkini Dr.
Björns erau á lífi: Jón B. Jónsson
og Sigurbjörg Jónsson.
Auk þess að þjóna sem prestur i
tveimur af helztu prestaköllum
kirkjufélags vors, var dr. Björn si-
felt hlaðinn ábyrgðarmiklu starfi í
þarfir heildarinnar. Hann var um
langt skeið skrifari kirkjufélagsins,
svo forseti frá 1908—1921, og við
ritstjórn Sameiningarinnar 1907—
1932. Á stríðsárunum hlaut hann
þann heiður að vera kjörinn til að
veita forystu starfi lútersku kirkju-
deildanna allra í Ganada í þarfir
hermannanna. Þannig var hann
einnig tvívegis forseti i prestafélagi
Winnipegborgar. Meðan hann var
i Minneota var hann um eitt bil
þingprestur ( Chiaplain) í efri deild
ríkisþingsins. Árið 1921 var hann
kjörinn heiðurs-doktor i guðfæði af
Luther Seminary í St. Paul. En
1927 hlaut liann heiðursmerki Fálka-
orðunnar frá konungi íslands og
Danmerkur. Hvar sem leíjS hans lá
var hann framarlega í fylkingu og
kjörinn til forystu. Hann naut álits
og virðingar engu síður meðal liér-
lendra manna en íslendinga.
Aðeins hefir verið vikið að rit-
störfum dr. Björns. Hann var rið-
inn við útgáfu Kennarans og Vin-
lands meðan hann starfaði í Minne-
ota. Nutu bæði blöðin mikilla vin-
sælda og álits. Einnig á þeim árum
stóð hann fyrir útgáfu af ljóðum
Kristjáns Jónssonar, föðurbróður
síns. Á seinni árum var gefið út
prédikanasafn eftir hann, Guðsríki,
og stóð Prestafélag Islands fyrir út-
gáfunni. Svo Hggur eftir hann mik-
ið af ritgerðum, prédikunum og
fyrirlestrtim, sem prentað befir ver-
ið víðsvegar. Ritstjóri Áramóta var
hann meðan þau komu út. — Hann
ritaði sérkennilegan og frumlegan
stíl og skáldlegur blær og andagift
hvíldi yfir mörgu sem hann ritaði.
Kirkjufélagið hefir mist sinn
helzta foringja og Fyrsti lúterski
söfnuður í Winnipeg sinn atkvæða-
mikla prest og sálusorgara. En sízt
má gleyma heimili hans og missi
þess. Frú Ingiríður studdi mann
sinn ætíð með ráði og dáð í starfi
hans og þakti yfir velferð hans með
vaxandi nærgætni því meir sem
kraftar lians þrutu. Munu allir
kunnugir hafa fundið til þess hvern-
ig þessi ágæta kona óx sífelt við
striðið og gerði bjart um dánarbeð
manns sins. Hún, börnin og ást-
vinir aðrir eiga vora hjartfólgnustu
samhygð og hluttekningu.
Útförin fór fram þriðjudaginn
17. maí. Var athöfnin öll sniðin
mjög eftir því sem hinum látna leið-
toga hafði verið kært. Húskveðju-
athöfn stýrði séra Rúnólfur Mar-
teinsson, en í kirkjuathöfninni tóku
þátt séra Valdimar J. Eylands og
séra K. K. Ólafson. Hinn síðar-
nefndi stóð fyrir hinni síðustu þjón-
ustu í Brookside grafreit. Helgi og
tign hvíldi yfir hinum einföldu at-
höfnum.
K. K. 6.
Vilborg Árnadóttir
Thorsteinsson
8. júlí 1854
21. júni 1938
Fyrra þriðjudag, 21. júní andað-
ist að heimili sinu 505 Beverley St„
merkiskonan Vilborg Árnadóttir
Thorsteinsson. Hún var fædd í
Suðurkosti i Brunnastaðahverfi á
Vatnsleysuströnd 8. júli 1854. For-
eldrar hennar voru hjónin Árni
Þorgeirsson og Anna Jónsdóttir, er
um eitt skeið bjuggu í Suðurkoti
Hún ólst upp hjá foreldrum sínum
á Vatnsleysuströndinni til fulltíða
aldurs,. að hún giftist fyrra manni
sinum, Jóni Sigurðssyni, er hún
misti eftir nokkurra ára sambúð.
Þau eignuðust 3 börn, Önnu, gift
kona og býr í Selkirk, Sigurð Lárus
og Jón. Eru þeir báðir dánir fyrir
mörgum áruim, en þrjú börn Sig-
urðar eru á lífi, Vilborg, gift kona í
Reykjavík og Jón og Ólafur er báðir
búa í Hafnarfirði.
Nokkru eftir lát manns síns giftist
Vilborg 'heitin annað sinn, Guðna
Þorsteinssyni, er ættaður er af
Rangárvöllum, barnakennara, fróð-
leiks og gáfumanni og núverandi
póstafgreiðslumanni á Gimli. Fór
hjónavígslan fram á Gimli sumarið
1885, skömmu eftir að þau komu
-hingað til lands. Voru þau gefin
saman af séra Jóni heitn. Bjarna-
syni. — Settust þau að á Gimli og
stundaði Vilborg heitin ljósmóður-
störf í Nýja Islandi.
Með Guðna, seinni manni sínum,
eignaðist Vilborg heitin 6 börn er
svo hétu, en eru nú öll dáin: Jónína
María, Lára, Fanney, Franklin,
Óskar Franklin, og Karl Júlíus.
Tvö þeirra náðu fullorðins aldri,
Óskar Franklin, bankaritari, hinn
mesti efnismaður (innritaðist 1,
marz 1916 í 209. hersveitina í Sas-
katchewan, var færður, er á orustu-
völl kom á Frakklandi, í 10. hersveit
og andaðist þar af eiturgasi að lok-
inni orustu 13. marz 1918), og
Fanney er bjó með móður sinni hér
í bæ og var hennar ellistoð meðan
heilsunnar naut við.
Arið 1903 skildu leiðir með þeim
Vilborgu og Guðna. Fluttist
þá með Önnu dóttur sinni upp til
Selkirk og bjó þar um þriggja ára
tíma, en þaðan flutti 'hún til Win-
nipeg að 505 Beverley St., þar sem
hún hefir búið síðan. Um það leyti
er Fanney dóttir hennar veiktist og
andaðist, fluttist til hennar dóttur-
dóttir hennar Clara, dóttir Önnu
elztu dótturinnar, pg hefir hún
stundað ömmu sina með hinni mestu
alúÖ og sæmd öll þessi síðari ár.
Þrjár systur á Vilborg heitin á
lífi: Margrétu Árnadóttur til heim-j
ilis á Gimli; Mrs. Arnfriði Magnús-
dóttur Thórðarson, og Mrs. Ingiriði
Magnúsdóttur Goodman; eru þær
hálfsystur hennar og búa báðar i
Selkirk( Voru feður þeirra, Árni
faðir Vilborgar og Magnús faðir
Arnfríðar og Ingiríðar bræður.
Þrettán barnabörn á Vilborg
heitin á lífi, þrjú áðurnefnd á ís-
landi, en tíu hér í álfu er svo heita:
Vilbert, Clara (Mrs. Finnson), Jón,
Guðrún (Mrs. Olson í Seattle,
Wash.), Lárus, Ingimar, Finney,
Alexander, Franklin og June. Þess
utan lifa hana 15 barna-barna börn,
tvö á íslandi og 13 hér í landi.
Vilborg heitin andaðist sem fyr
segir þriðjudagsmorguninn 21. þ. m.
Útför hennar fór fram frá útfarar-
stofu Bardals fimtudaginn næstan
eftir 23. þ. m. Séra Rögnv. Péturs-
son jarðsöng.
Öllum þeim, er sýndu henni alúð
og hluttekningu hin síðari ár og
sæmdu útför hennar með blómagjöf-
um votta aðstandendur og ættingjaf
sitt innilegasta þakklæti.
Vilborg heitin var sæmdar kona í
hvívetna, staðföst og trygglynd, og
þrátt fyrir ýmiskonar andstreymi og
raunir, hélt hún glaðlyndi sinu fram
til hins síðasta. Öllum sem kyntust
henni, og þeir voru margir á fyrri
árum, varð vel til hennar; aldrei var
öðru að mæta en góðvild og hjálp-
fýsi hver sem átti í hlut.
Reykjavikurblöðin eru vinsamleg-
ast beðin að minnast andláts hennar.
R. P.
TiL SÉRA N. STEINGRIMS
THORLAKSSONAR OG ERIKU
KONU HANS
í tilcfni af 50 ára hjúskaparafmœli
þeirra, sem minst var með tilhlýði-
legum hátíðahóldum í Selkirk, Man.,
21. maí 1938.
Hálfa öld í heiðursblóma
hafið leiðst með trygð og sóma.
Margar raddir hátt það hljóma,—
hrakið burtu neyða og stríð.
Velkomin til okkar eruð,
einnig líka 'hjá oss verið ;
manndómsljóma bjartan berið
og blessun Guðs um æfitíð.
Nú er þrotinn neyðarhagur
—nýr upp runninn gleðidagur;
geislastraumur glóir fagur
gegnum allan Selkirk-bæ.
Ykkar skín hér ást og sóminn,
ykkur krýnir sigurljóminn,
á hárri linu heiðursblóminn,
hér á fögrum lífsins sæ.
Vor er ósk að lifið lengi,
líka hljótið frægð og gengi
hér á fögru friðarvengi,
felið Drottni líf og önd.
Þegar endar æfidagur,
eilífs náðar friðarhagur
ykkur gefist geislafagur,
gulli fegri á Edens strpnd.
Margrét J. Sigurðson.
Þriggja alda minning
hins fyrsta landnáms
Svía í Ameríku
(Framh. frá bls. 3)
vísu er það ekki rétt, að vér fengj-
uii) engan kirkjdlegan styrk frá Is-
landi. Vér fengum eitthvað af
kristnum leiðtogum þaðan, þótt vér
ekki fengjum fjárstyrk frá kirkju
eða stjórn Islands. Var þetta ásig-
komulag oss til góðs ?
Nokkurn styrk eignuðumst vér,
lúterskir Vestur-íslendingar, af því
að vera án hjálpar frá föðurlandi
voru. Menn hér sáu það furðu
fljótt, að þeir yrðu að treysta á Guð
og sjálfa sig til að reisa vestur-is-
Snemma á tið sann-
færðist séra Jón Bjarnason um það,
að presta vora yrðum vér að fá af
eigin kynstofni vorum hér i landi.
Að einhveju leyti mun þetta hafa
skapað hjá oss rétta sjálfstæðis-
hugsun.
Á hinn bóginn hygg eg það muni
eins rétt vera að ef vér hefðum
fengið beinan styrk frá Islandi og
vér kunnað að fara hyggilega með
hann, hefðu sum málefni vor getað
verið betur þroskuð en þau nú eru.
Englendingar, t. d., í þessu landi,
hafa fengið mikinn styrk fyrir
kirkju sína frá Englandi og það
orðið starfinu hér til mjög mikils
góðs. Hið sama hefði getað verið
hlutskifti vort.
Eg var að leita að orsökum þess,
að lútersk kirkja hvarf meðal af-
komenda Svíanna í Delaware. Eitt
atriði í áttina til svars hefir þegar
verið nefnt: Þeir voru of mikið upp
á Svíþjóð komnir. Ráðandi hugs-
unin hjá þeim var sú að byggja upp
kirkju eins og í S.víþjóð í stað þess
að byggja upp kirkju fyrir Ameríku.
Eins og hér að framan er minst á,
beittu sænsku yfirvöldin Delaware-
Svíana of miklu ráðríki í því að taka
burt frá þeim merkasta prestinn
þeirra, mann, sem jafnvel var byrj-
aður á því að búa memi undir kenni-
mannlega stöðu, og einnig með því
að neita fólkinu um vald til að ráða
sér prest.
Að öllu athuguðu finst mér því,
að í þessu kirkjustarfi hafi verið
skortur á tvennu:
(1) Skilningi á nauðsyn þess að
stofna sjálfstæða, ameriska, lúterska
kirkju;
(2) Samtökum við aðra lúterska
menn um að varðveita og efla þann
dýrmæta f jársjóð sem þeir áttu allir
sameiginlega.
Eigum vór lúterskir Vestur-Is-
lendingar að sundrast og deyja út
sem kirkja, eða eigum vér að sam-
einast trúbræðrum vorum í þessu
landi og þessari heimsálfu og leggja
hönd á það verk að láta sterka, göf-
uga, lúterska kirkju lifa?
Helgar taugar tengja oss við Is-
land; helgari taugar tengja oss við
lúterska kirkju. Samvinna bræðr-
anna er henni lífsskilyrði.
“Sameinaðir stöndum vér;
sundraðir föllum vér.”
INNKÖLLUNAR-MGNN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man....................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash................Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man. ....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.............O. Anderson
Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man..................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man.................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.............John Norman
Husavick, Man.................F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandahar, Sask............. J. G. Stephanson
Langruth, Man..........................John Valdimarson
Leslie, Sask...................Jón Ólafsson
Lundar, Man..................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld
Oakview, Man. ...............Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man................Árni Paulson
Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. ................J. J. Middal
Selkirk, Man............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, M.an.............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man.........................Jón Valdimarssor.
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarssot;
Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson
hún
| lenzka kirkja.