Lögberg - 14.07.1938, Síða 2
9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLl, 1938
Gíslason gaular í
Heimskringlu
í Heimskringlu frá 29. júní, er
löng prédikan frá Mr. Hjálmari
Gislasyni til mín og S. SigurÖssonar
i Calgary. Eg ætla mér að gjöra
nokkrar athugasemdii' við þaS, sem
hann beinir til mín, i þessari grein
sinni.
Eg ætla aÖ taka það fram strax,
að mér kemur ekki til 'hugar að fara
í neitt persónulegt skítkast við Mr.
Gislason. Eg finn engan sannfær-
ingarkraft í því, að kalla mótstöðu-
mann minn lúalegum nönfnum eða
bregÖa þeim um heimsku og skiln-
ingsleysi, þó þeir líti ekki sömu aug-
um á alt, eins og eg gjöri. Eg hefi
ávalt litiÖ svo á það, að þegar ein-
hver fer að lítillækka sjálfan sig
með því að nota þannig lagaðan rit-
hátt, þá sé það af því að hann hafi
ekki neinu veglegra vopni að beita.
Hánn sé nefnilega “stuck.”
Það kemur fljótt i ljós, hvað það
eiginlega er, sem kotnið hefir Mr.
Gislason i þann ilskuham, sem hann
er í, er hann skrifar þessa grein
sína. Það eru ummæli mín um
kosningaúrslitin í Saskatchewan.
Hann er veikur þar fyrir. Honum
þykir eg gjöra of mikið úr þeim
hrakförum, sem Social Credit sinnar
urðu þar fyrir. Hann gjörir stórt
númer úr því, að þeir hafi þó fengið
62,292 atkvæði, og skilur þar við
málefnið, þó sú saga sé aðeins hálf-
sögð. Svo eg ætla að bæta því við
þessa sögu, sefm Mr. Gislason
gleymdi, svo sagan sé öll. Þessi
62,292 atkvæði er aðeins 15% af
atkvæðum sem greidd voru í Sas-
katchewan, þegar tekið er til greina
allur sá liðsöfnuður sem Mr. Aber-
hart fór með frá Alberta, um fimtiu
manns, og svo sjálfboðaliðið frá
Manitoba, sem Mr. Gíslason var for-
ingi fyrir og sem gekk í lið með
Fasistunum frá Alberta, til að leggja
undir sig Saskatchewanfylkið.
Svo þegar Aberhart gaf öllum
þesum hófslausan tau'minn, þá óðu
þeir eins og berserkir fram og aftur
um alt fylkið og skýrðu fólki frá
velliðan almennings í Alberta, undir
stjórn Aberharts. Svo vortt nú
aðrir þar frá Alberta, sem sögðu
söguna þaðan nokkuð öðruvísi en
Social Credit sinnar gjörðu, og
færðu nokkur rök máli sinu til sönn-
unar, svo það fóru að koma snurður
á þráðinn hjá Social Credit sinnum.
Allir fundir Social Credit sinna
voru mikið f jölsóttari en hjá hinum
flokkunum, svo ekki er hægt fyrir
þá að segja, að þeir hafi ekki haft
nóg tækifæri til að flytja almenn-
ingi sitt Social Credit evangelium.
Enda taldi Aberhart sér sigurinn
vísan, og var farinn að líta eftir
forsætisráðherra fyrir Saskatchewan
og var sá útvaldi einn úr ráðuneyti
hans í Alberta. Sagði hann þeim, að
þeir þyrftu að fá útlærðan Social
Credit “expert” eins og þeir hefðu
í Alberta.
Mr. Aberhart, Gíslason & Co.,
gerðu sér ekki grein fyrir þvi, að
fólkið fjöhnenti svo á fundi þeirra
af einskærri forvitni, eins og fólk
þyrpist inn á “circus” til að sjá
apaketti, skrípþleikara og loddara
fans, en ekki til að láta þessa aðkomu
loddara leiða sig út í neinar gönur.
Að þetta sé rétt ályktan, kom ber-
Jega í ljós við atkvæðagreiðsluna.
Þegar tekin er til greina þessi
margmenna árás, sem gjörð var á
Saskatchewan, þá er ekki hægt að
kalla þessi 15% atkvæða, sem þeir
fengu neinn sigur. Heldur var það
stórkostlegur ósigur. Þeir höfðu
41 þingmann í vali, tveir af öllum
þeim fjölda náðu kosningu, 39 féllu
í valinn, 17 af þeim töpuðu veðfé
sínu. AJt þetta gleymdi Mr. Gísla-
son að geta um, í sambandi við sig-
urinn sem hann segir þeir hafi unn-
ið í þessifm kosningum.
Þegar Mr. Gíslason fer að lýsa
því yfir, að hann sé vel áægður
NUGA-TONE STYRKIR
LIFFÆRIN
Sfu llífæri yðar 'rimuð, eða þér kenn-
ið til elli, ættuð þér að íá yður NUGA-
TONE. pað hefir hjálpað mljónum
manna og kvenna I slðastliðin 45 ár.
NUGA-TONE er verulegur heilsu-
gjafi, er styrkir öll líffærin.
Alt lasburða fðlk ætti að nota NUGA-
TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl-
ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
með þessar hrakfarir í Saskatche-
wan þá er hann að gjöra sig hlægi-
legan. Hvaða helibigð sál getur
gjört sig ánægða með aðrar eins
hrakfarir eða “kjaftshögg” eins og
S. Sigurðsson kallar það i grein
sinni. Slíkt getur ekki átt sér stað.
Svo tekur Mr. Gíslason til yfir-
vegunar ummæli mín urri C.C.F., og
segir, að þó þeir hafi unnið 5 þing-
sæti, þá geti það ekki kallast, að
þeim flokki hafi vaxið fiskur um
hrygg, í þessum kosningum, þvi þeir
hafi tapað miklu atkvæðamagni.
Þarna fellur hann í annað sinn í
feistni i þessari ritgerð sinni, og
hallar, af ásettu ráði, réttu máli. Eg
efast ekkert um það að Mr. Gisla-
son veit ástæðuna fyrir þessu at-
kvæðatapi, að það stafi af þvi, að
C.C.F. hafði miklu færri menn í vali
í þetta sinn, en árið 1934, svo það
voru mörg kjördæmi þar sem eng-
inn C.C.F. var i kjöri, svo öll þau
C.C.F. atkvæði, sem voru í þessum
kjördæmum skiftust á milli hinna
flokkanna. Ástæðan fyrir því, að
færri C.C.F. voru nú útnefndir en
1934, var að kenna peningaskorti.
Þeir höfðu enga $100,000.00 af al-
menningfé, eins og sendisveitin frá
Alberta. Þessi atkvæði eru ekki
töpuð flokknum; þau koma öll til
skila aftur í næstu kosningum.
Mr. Gíslason lýsir velþóknan sinni
yfir því að flokknum hafi aukist
þingfylgi. Get eg vel skilið það,
þó skilningssljór sé. Eg veit hann
var um langt skeið hlyntur C.C.F.
og vann þeim þá margt til gagns.
Var það áður en Social Credit
maurinn komst undir hörundið á
honum. Hann talar um það að um-
bótaflokkarnir C.C.F., Social Credit
og kommúnistar ættu að vinnr.
saman, “til þess að meira jafnvægi
náist milli atkvæðamagnsins sem
þeir hafa og því þingfylgi sem þeir
„ ' 99
na.
Eg hefi ekkert út á þessa tillögu
að setja. Eg vil geta þess, að um
sa'mvinnu milli Social Credit og
C.C.F. í Alberta er ekki að ræða.
Mr. Aberhart hefir skotið loku
fyrir það. — Það skeði þannig:
Nokkru fyrir kosningarnar í
Saskatchewan, sendi C.C.F. flokk-
urinn þar einn af sínum leiðandi
mönnum, Mr. Andrew McCauley til
Edmonton, til að koma á slíkri sam -
vinnu milli C.C.F. og Social Credit
flokkanna í Saskatchewan kosning-
unum. Sat hann á fundi með Mr.
Aberhart og nokkrum af ráðherr-
um hans. Tjáði Mr. McCauley
þeim erindi sitt, og benti á hvað sú
samvinna gæti verið affarasæl fyrir
báða flokkana, ef hún gæti komist
á. Varð Mr, Aberhart til að svara
Mr. McCauley; sagðist hann engin
mök vilja hafa við sósíalista; sagð-
ist hvorki hafa trú né traust á þeim,
og vita það, að Canada vildi ekki
neitt hafa með þá að gjöra. Ef
hann ætti að velja um með hverjum
flokknum hann vildi greiða atkvæði
sitt, þá yrði það eflaust með
liberölum. Líka sagði hann Mr.
McCauley að hann þyrfti ekki á
þeirra samvinnu að halda, því Social
Credit mundi vinna frægari sigur í
Saskatchewan en þeir hefðu gjört í
Alberta. Svo fór með sjóferð þá.
Eg er ekki í efa um það, að hefði
þessi samvinnutillaga verið boriri
undir Social Credit sinna yfirleitt, í
Alberta, þá hefði henni verið tekið
vel af þeim, því fjöldi af þeim er
hlyntur C.C.F. En undir Fasista-
stjórn Mr. Aberharts, er ekkert
skeytt um vilja almennings. Hann
einn verður að ráða.
Meira síðar, ef þess gjörist þörf.
S. Guðmundson.
Arsskýrsla forseta 1938
flutt á kirkjuþingi í Argyle
(Framh.)
Séra B. Theodore Sigurðsson hvarf frá prestsstarfi'með
öllu í fyrra sumar. Lauk þjónustu hjá Selkirksöfnuði í júlí
og starfaði svo að Lundar einn mánuð fyrir söfnuðinn þar.
Fæst síðan við bankastörf í Minneapolis.
Engar breytingar aðrar hafa orðið á með skipun presta.
Séra N. S. Thorláksson, sem er okkar Nestor, nýtur farsællrar
elli við góða heilsu. Á síðasta þingi og síðar bæði að Moun-
tain og í Minneota, var 50 ára prestskaparafmælis hans minst
mjög virðulega. Nú á þessu vori hafa þau frú Erika og hann
átt gullbrúðkaup. Hafa þau hlotið mikla sæmd og viður-
kenning að verðleikum. Þau hafa notið þeirrar sérstöku
gleði að geta haft öll börn sin hjá sér við þetta tækifæri.
Trúboðinn, séra Octavíus, fekk sérstakt heimfararleyfi ári
fyr en en annars hefði orðið, til að geta verið með í hópnum.
Eru kona hans og börn einnig með honum hér í Ameríku.
4* 4' 4*
Þá er að víkja að helztu starfsmálum vorum.
Heimatrúboö.—Að undanteknu sjálfboðastarfi, sem rek-
ið hefir verið af einstökum prestum upp á eigin býti, og kvöð-
um til einstakra presta að veita ákveðna þjónustu eða leysa
af hendi sérstök prestsverk, hefir heimatrúboðsstarf kirkju-
félagsins verið rekið af forseta sainkvæmt ráðstöfun fram-
kvæmdarnefndar. Frá þvi um kirkjuþing og fram til
nóvemberloka starfaði eg á ýmsum sviðum hér eystra. Einnig
frá byrjun maí og fram að þessu þingi í vor. Eg hefi farið
þrjár ferðir til bygðanna í Siglunessveit austanvert við Mani-
tobavatn og einnig til bygðanna vestan vatnsins á þeim
sjóðum. Varið tveimur mánuðum í Vatnabygðunum í Sas-
katchewan. Þjónaði hjá Melanktonssöfnuði í Upham rúman
mánuð. Þjónaði heima í Seattle yfir veturinn og flutti
nokkrar guðsþjónustur í Vnacouver. Einnig eina guðsþjón-
ustu að Pt. Roberts og aðra í Blaine í fjarveru séra Valdimars.
Starfið á árinu hefir aðallega og þvínær einvörðungu gengið
til þess að veita hinum prestslausu svæðum þá þjónustu er
ástæður leyfðu. Að koma á fastri prestsþjónustu í Vatna-
bygðunum í Saskatchewan og Lundar og í hinum bygðunum
við Manitobavatn, hefir ekki verið unt að þessu. Erfiðleik-
arnir eru á báða bóga. Annarsvegar að geta boðið viðunan-
leg kjör og hinsvegar að finna þóknaniega menn og fáanlega
til starfsins. Það sverfur að með hvorttveggja. Ekki virð-
ast önnur ráð en að halda í horfinu og gera ítrekaðar til-
raunir. Eins og nú stendur er þörf á þremur prestum að
minsta kosti til íastrar þjónustu hér eystra: í Selkirk, Lundar
og Vatnabygðunum. Ætti viðleitni framkvæmdarnefndar að
vera að aðstoða þessi pláss tij að fá þá beztu úrlausn sem
ástæður leyfa.
Á Kyrrahafsströndinni hefir orðið breyting við burtför
séra Valdimars. Þeir söfnuðir, er hann þjónaði þurfa að
sjá sér fyrir annari þjónustu. í Seattle hefir söfnuðurinn á
síðustu mánuðum leigt kirkju sína til afnota öðrum söfnuði,
án þess að það komi í bága við guðsþjónustur og starf safn-
aðarins sjálfs. Haldi þetta áfram eins og allar horfur virðast
á, verður söfnuðinum unt að ljúka skuldinni á kirkjunni
á rúmum tveggja ára tíma eða því sem næst. Er þetta hin
mesta uppörfun starfinu.
Útvarp.—Á þessu ári réðist framkvæmdarnefnd kirkjufé-
lagsins í það að koma á útvarpi á islenzku á virkum dögum
í nafni kirkjufélagsins, frá CJRC stöðinni í Winnipeg. Fjór-
urn stuttum guðsþjónustum hefir verið útvarpað. Ræðu-
menn hafa verið auk forseta þeir séra Sigurður ólafsson,
séra Haraldur Sigmar og séra Egill H. Fáfnis. Hefir þetta
fyrirtæki gefist mjög vel og notið mikilla vinsælda. Hefir
verið fleytt með frjálsum gjöfum frá almenningi og félögum.
Eru nú í sjóði um fimtíu dollarar til þess augnamiðs og verð-
ur útvarpi haldið áfram að sjálfsögðu eftir því sem frjáls
tillög leyfa.
Erlent trúboö.—Trúboðinn séra O. S. Thorláksson er
með oss á þessu þingi og má vænta vekjandi áhrifa frá hon-
um í sambandi við þetta mál, eins og mjög er þörf á. Tillög
hafa minkað til þessa starfs síðan kreppan byrjaði, en þó
ekki hjutfallslega eins mikið og til heimatrúboðs, fram að
þessu ári. Valda þessu að nokkru leyti fjárhagsörðguleikar
en lika fáleiki gagnvart málunum. Skýrsla féhirðis sýnir
greinilega hvemig gengið hefir þetta ár. Hætti kirkjan að
vera slíapandi afl, sem gegnsýrir með áhrifum snum útávið,
hefir hún tapað sinum lifsþrótti.
Bctel.—Heimili þetta er á hverju ári heimsótt af fjölda
fólks úr öllum bygðum vorum þvínær. Þvi fleiri sem kynn-
ast heimilinu, því meira vex hróður þess sem fyrirmyndar
stofnunar. Heimilið er hin þarfasta stofnun einstæðings gam-
almennum. Aðrir ættu ekki að þurfa þangað að sækja. Það
hefir borið gæfu til að njóta hinnar ágætustu forystu og
stjórnar, og að ávinna sér heill og kærleika almennings. Það
þarfnast ávalt gjafa og greiðvikni fólks. Skýrsla Betel-
nefndar gerir fulla grein fyrir hag og horfum.
Sameiningin og útgáfumál.—Sameiningin hefir enn á
þessu ári verið gefin út í haþa fjárhagslega. Skýrslurnar
sýna það greinilega og nákvæmt. Er þetta þrátt fyrir ötula
frammistöðu Mrs. Floru Benson, sem er féhirðir fyrirtæk-
isins. Ýmsar bendingar hafa komið fram um breytingar, svo
sem að gera hana að ársfjórðun^sriti. Ef til vill kemur til-
laga frá framkvæmdanefndinni. Eitt virðist auðsætt; Sam-
einingin verður að halda áfram í einhverri mynd.
Tillaga um útgáfu gjörðabókar mun einnig koma frá
framkvæmdanefndinni. Nýtt upplag af sálmabókinni kemur
út bráðlega. Hefir hún verið uppseld í nokkra mánuði.
Athygli er einnig vakin á öðrum ritum frá því liðna, sem eru
mjög eiguleg og fást nú með mjög vægu verði.
Ungmennastarf og kristileg uppfræðsla.—Ungmennafé-
lagasambandið innan kirkjuféjagsins hefir starfað allmikið
á árinu. Aðal fyrirtækið, sem það hefir hrundið af stað, er
að gefa út mánaðarblað á ensku sem málgagn félaganna.
Heitir blaðið The Endeavour og hóf göngu sína með septem-
ber síðastliðið haust. Þá var einnig ungmennaþing haldið í
Árborg fyrir skömmu, og var það vel sótt. Eitt kvöld á þessu
þingi er einnig helgað unginennamóti. Hefir séra Egill H.
Fáfnis og ungmennamálsnefnd sú, er hann veitir forstöðu,
verið ráðanautar frá vorri hálfu við ungmennastarfið. Er
það mikils um vert að hið unga fólk vort leggi sig fram til
starfs. Byrjun er fengin, og áframhaldið þarf að verða þann-
ig að það geti beitt sér sem allra bezt að ákveðnum kristileg-
um hlutverkum. Hefir séra Egill skorað mjög eindregið á
alla söfnuði og presta að sinna þessu starfi.
Fræðslustarf í kristilegum efnum hefir ekki hlotið neinn
sérstakan stuðning frá viðleitni þessarar nefndar, svo mér sé
kunnugt. Tel eg heppilegra að þingið aðgreini þessi mál.
Undir kristilega fræðslu heyrir sunnudagaskólastarf vort.
undribúningur undir fermingu og önnur viðleitni að auka
kristilega fræðslu og þekkingu hjá yngri eða eldri. Fyrir-
lestrar og fróðleg erindi um siðferðileg og andleg mál heyra
hér til. Hefi eg persónulega reynslu af því hve vel þetta er
viða þegið og gefur prestinum gott tækifæri að komast nær
fólkinu. Hver liður slíkrar starfsemi er mjög áríðandi.
Heimilin þurfa að leggja grundvöllinn. Þar þarf að kenna
kristin fræði og iðka kristilega trúrækni á heppilegan hátt.
Sunnudagaskólarnir þurfa að styðja þessa viðleitni og glæða.
Til þeirra þarf að vanda eftir því sem framast má. Upp-
fræðslan sérstaka undir fermingu er prestsins bezta tækifæri
að ná sem ákveðnast til hinna ungu. Hver prestur gerir vel
i þvi að leggja í þetta eins mikið verk og áhuga og honum er
unt. — Að helga sérstaka fundi í félögum innan safnaðanna
fræðsluerindum er áhræra hið kristilega svið og samtali um
efnið, er mjög heppilegt. Almennings uppfræðsla í kristi-
legu tilliti þarf að eiga stöðugt áfrmahald ef vel á að fara.
alveg eins og menn nú eru að gera sér grein fyrir að hins
sama er mjög þörf hvað veraldlega menning snertir.
Bandalag túterskra kvenna.-—Þetta bandalag undir ötulli
forystu frú Ingibjargar Ójafsson hefir haldið áfram sínu góða
starfi á árinu. Bandalagið gefur út ársrit er nefnist Árdís.
Ársþing félagsins eru fjölbreytt og aðlaðandi. Kunnugt er
mér um að stjórnarnefnd félagsins hefir haft til meðferðar
fyrirhugað námsskeið fyrir sunnudagaskólakennara. Væri
það hið þarfasta fyrirtæki ef hægt væri að koma því að á
hentugum tima og fá aðsókn. Má vænta hins bezta af þessu
bandalagi framvegis eins og hingað til. Er það stuðningur
allri viðleitni kirkjufélagsins og verðskuldar þakkir vorar og
árnaðaróskir, sem hvorttveggja er mjög fúslega tjáð.
Mannfélagsmál og kirkjan.—Þetta eru í raun réttri
kristjleg siðferðismál, sem snerta ekki einungis eiiistaklings
siðferði, heldur lika sameiginlegt siðferði. Mönnum hefir
ætið skilist að kristindómurinn innrætti þeim að iðrast per-
sónulegra misgjörða og bæta fyrir þær. Nú er mönnum
einnig að smá skiljast að þörfin er engu síður að iðrast sam-
eiginlegra synda og bæta fyrir þær. Þetta opnar leið að hinni
beinu siðferðislegu hlið allra velferðarmála mannanna. Að
þjóna mannlegri velferð í viðtækustu og kristilegustu merk-
ingu, verður þá hið andlegasta hlutverk lífsins. Ávextir
kristilegra áhrifa tilheyra þessu lífi, og af ávöxtunum eiga
lærisveinar Krists að þekkjast. Ekkert er undanþegið. Bind-
indi, réttlæti á öllum sviðum lífsins, mannúð, miskunnsemi,
bróðurhugur til allra manna og fl. eru hugtök, sem þurfa
að útþýðast í lífinu í ákveðnum, kristilegum myndum. Að
kirkjan með boðskap sínum eigi að vekja samvizkur mann-
anna til sífelt meiri viðkvæmni fyrir öllu sem áhrærir líf og
breytni, ætti að vera gefin sök. Það er eitthvað öfugt ef for-
ysta j þessum efnum verður annarsstaðar frekar en hjá
kirkjunnar mönnum. Það gleður mig að geta sagt að viða
meðal fólks vort er mjög vakandi hugur í þessu efni, ,þó enn
sé langt í land að skijningur og viðleitni nái eins lapgt í
þörf er á.
Samvinna.—Eg hefi áður gert grein fyrir því hvernig eg
lit á samvinnu og sambræðslu milli Sambandskirkjufélagsins
og vors eigin kirkjufqlags. Voru ummæli min samþykt at
kirkjuþingi sein réttmæt greinarger& á afstöðu vorri. En
vegna þess að einhver misskilningur'virðist ráða hjá nokkr-
um utan kirkjufélags vors sérstaklega, vil eg enn á ný fara
um málið nokkrum orðum. Aðal þröskuldur í vegi þess að
samband eða almenn samvinna geti átt sér stað milli félag-
anna, er frá mínu sjónarmiði það að Sambandskirkjufélagið
er partur af stærri félagsheild, sem samkvæmt stefnu sinni
ekki viðurkennir Krist sem Guð og frelsara, til að nota orð
þeirra sem standa að myndun alheims bandalags kristinna
kirkna. Eg veit að margir í Sambandskirkjufélaginu eiga
ekki samleið með únítörum í þessu efni, en þeir skipa sér
þar undir merki. Það mundi kirkjufélag vort aldrei geta
gert. Hefi eg látið í ljós við að minsta kosti tvo leiðtoga í
Sambandskirkjufélaginu að það spor er eg teldi jiklegast til
að færa kirkjufélögin nær hvort öðru væri það að þeir sæu
sér fært að segja skilið við Ameriean Unitarian Association,
og standa sem óháð íslenzkt kirkjufélag. Þá stæði líkt á
fyrir þeim og okkur. Mér vitanlega hefir þetta engan byr
fengið. Þetta þarf hvorki eða á að vera nokkuð áskorunar-
efni á eina hlið eða aðra. Hvorir fyrir sig eiga fullan rétt á
skoðun sinni. En það er mikilsvert að skilja hvorir aðra.
Það hefir verið bent á að kærleiksboðið og hin gullna regla
séu kjarninn í boðskap Krists. Enginn Kriststrúar maður
mun rýra gildi þeirra, en eftir vorum skilningi eru það áhrif
samfélagsins við hinn lifandi Krist sjálfan, sem leggja til
hvötina og þróttinn til að breyta eftir dæmi Krists og kenn-
ing. Það er ekki fánýtt að skilja hvers annars afstöðu. Það
verður oft til að færa menn nær hver öðrum.
+ + +
I slíku yfirliti er einungis hægt að höggva á viðfangsefn-
unum. Eg býst við að ákveðnar tillögur komi fram frá
framkvæmdarnefndinni í flestum málum. Þá eru verkefni
þingsins lögð fyrir ykkur til meðferðar að þér farið með þau
til heilla málefni Guðs og til velferðar kirkju hans í því að
ryðja braut ríki hans á þessari jörð. Drottinn blessi ykkur
og varðveiti í þeirri viðleitni, Drottinn láti sína ásjónu lýsa
yfir ykkur og veri ykkur náðugur við starfið, Drottinn upp-
jyfti sínu augliti yfir ykkur og gefi ykkur frið.—Amen.
K. K. ólafson,
forseti Kirkjufélagsins.