Lögberg - 14.07.1938, Síða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLÍ, 1938
7
Fiðluleikar
Pearl Pálmason
Tveir atburÖir hafa gerst aíS kalla
samtímis sem þýSingu eiga aÖ geta
haft fyrir frændrækni íslendinga
vestan hafs og austan.—
Alþingi hefir i fyr^ta sinn heiðr-
aÖ Vestur-íslending meÖ skálda-
styrk. Og. hér er i heimsókn ung,
íslenzk kona, sem býr yfir ótvirætS-
um listamannshæfileikum, en kem-
ur hingaÖ og dvelur hér um stund,
sakir ættartengsla viÖ land og |>jóð.
Nú hefir ungfrúin sem enr. stund-
ar nám í listgrein sinni, efnt til fiðlu-
hljómleika á vegum Tónlistarfélgas-
ins hér i Reykjavík.
Leyndi það sér ekki á 'hljómleik-
um þessum, að Pearl Pálmason býr
yfir mikilli gáfu, stórbrotnu skap-
ferli, og að hún hefir þegar öðlast
mjög mikla kunnáttu. Sjálf vekur
hún samúð. Framkoman einörð og
prúð.
Þegar tekið er tillit til æsku lista-
konunnar, lék hún stórfurðulega
hinn erfiða Concert Paganinis í D-
dur. Annars voru viðfangsefnin
yfirleitt stórbrotin. Siðasti kaflinn
voru smálög, yndislega leikin, og
þurfti ungfrúin að endurtaka þau
unz leigutími húsnæðisins leyfði
eigi lengur.
1 einu orði má segja, að ungfrú
Pearl Pálmason hafi sigrað áheyr
endur sína og hrifust þeir þvi meir,
sem á leið.
Árni Kristjánsson aðstoðaði með
píanóundirleik, og var samleikur
þeirra góður, enda þakkaði ungfrúin
Árna fallega hlutdeild hans í þessum
sigri sínumi frammi fyrir áheyrend-
um. •— Blómunum rigndi yfir hinn
unga, heppna landnema, sem orðið
hefir nú aðilji í því að skapa gagn-
kvæman borgararétt á sviði skáld-
skapar og lista meðal Austur- og
Vestur-íslendinga.
xx.
Nýja dagbl. 18. júní.
Rósa Lilja Jónsdóttir
Markússon
Fædd 25. sept. 1870
Dáin 9. júní 1938
Hún var fædd að Öxnafelli i
Eyjafirði, dóttir hjónanna Jóns
Einarssonar og Soffíu Evertsdótt-
ur; á unga aldri, misti Rósa móður
sína, og 8 ára gömul fluttist hún
með föður sínum vestur í Skaga-
fjörð til séra Jóns i Glaumbæ. Það-
an, frá Reynistað, giftist Rósa fyrri
manni sínuiu, Jóni Þorbergssyni sem
var ættaður frá Reykjum á Reykja-
strönd, árið 1892. Búskap sinn
byrjuðu þau i Vik í Skagafirði.
Stutt varð samvera þeirra, því Jón
Þorbergsson dó á sóttarsæng, eftir
eitt ár frá giftingu þeirra. Hélt
Rósa búi sinu í tvö ár með hjálp
góðra manna, og á þvi tímabili hafði
hún alið barn eftir mann sinn, sem
var piltur. 1895 giftist Rósa í ann-
að sinn, núlifandi manni sínum,
Þorsteini Markússyni frá Holts-
múla, dugnaðarmanni, komnum af
velmegandi og góðu fólki. Bjuggu
Þorsteinn og Rósa á Islandi í 4 ár
og farnaðist vel, þó hart væri í ári.
Um þetta leytr voru miklir út-
flutningar úr Skagafirði til Ame-
riku. Tók Þorsteinn sig þá upp
með konu sina og tvö piltbörn, árið
i899-
Komu þau til Þingvalla nýlend-
unnar í Saskatchewan það ár, og
settust þar að fyrst um sinn. En þá
um það leyti stóðu ofþurkar í Vest-
urlandinu og fluttu nokkrir landar
frá Þingvalla, vestur fyrir Yorkton
bæ, sem var þá endastöð járnbraut-
arinnar. Um 80 mílur vegar vestur
að vatni því er nefnist Fishing I.,ake.
Þangað fluttu þau Þorsteinn og
Rósa árið 1900 og tóku sér heim-
ilisrétt 2 mílur norður af bænum
Foam Lake, sem nú er (en fyrstu
árin var Yorkton eini kaupstaður-
inn) 80 mílur í burtu. Þau komu
þangað félaus eins og flestir, með 4
börn, og mikið þrek ög nógan vilja-
kaft. Geta má nærri um ' þraut-
segju og þol, er konur á þeim árum
þurftu á að halda. Rósa var hetja
hin mesta. Trúfastur vinur, dáð-
rik og drenglunduð, og meðan heils-
an entist stjórnaði hún með manni
sínum blómlegu búi. Árið 1920
varð Rósa fyrir mikilli heilsubilun.
en fékk þó bata að mestu.
Svo fyrir nálega sjö árum fékk
hún slag og varð þá ósjálfbjarga
Lifði hún þannig við góða hjúkrun
í heima'húsum, þjáningalitið og glöð
eins og barn, treysti á sælli tíma
annars lífs, og ásútðlega samfundi
vina og ættingja. Hún leið út af
að virðast mátti þjáningalaust.
fimtudaginn 9. júni, og var jarð-
sungin af séra Jakobi Jónssyni i
Wynyard þann 11. júní, að við-
stöddu miklu fjölmenni. Einnig
talaði enskur prestur nokkur orð
Rósa sál. var tíu barna móðir. Tveir
piltar dóu í æsku, sem hétu Hjörtur
og Albert. En hin sehr lifa eru
þessi: Það fyrsta, Þorbergur, eftir
fyrri manninn, giftur og búsettur
norður af Foam Lake bæ. Jón og
Hjörtur, báðir heima og annast búið
með föður sínum. Gísli dvelur lang-
tíðum með föður sinum en er þó
sjálfs sins maður. Aðalsteinn, gift-
ur, og býr í Winnipeg. Soffía, gift
norskum manni, Carl Hiansson, bú-
sett að Brock, Sask. Steinunn, gift
Anton Stefund af norskum ættum,
búa að Archerville, Sask. Sigríður,
gift Eric Eikland, norskum manni,
búa í Arborfield, Sask.
Mæt er minning þín, látna vina;
þú elskaðir okkur öll, samferðafó'.k-
ið, sem enn stöndum á ströndinr.i,
horfandi fram á hafið, sem al'ir
þrá að komast vfir á land ódauð-
legra.
Likaminn var lagður í grafreit
íslendinga norður af Foam Lake bæ
Ástvinir, eiginmaður og elskandi
börn þeirrar látnu, minnast hen-.ar
með hlýhug og góðum endurminn-
ingum.
Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
Kvittun
Sá maður, sem villist af vegi
skynseminnar, mun brátt
hvílast í söfnuði framliðinna.
—O. S. D.
“Og óhreinkast tók nú hið ásrunna
blóð
í Ynglinga goðbornu niðjum
er Ólafur Tryggvason öndverður
stóð
i andskota flokkinum miðjum.”
Þ. E.
Herra Hjál'mar Gíslason er ekki
seinn á sér að svara grein minni í
Lögbergi hér á dögunum, og má
segja að þar sé þunt móðureyrað
þar sem hann tekur upp þykkjuna
fyrir Aberhart og fylkifiska hans i
Alberta. Ef til vill hefir hann á-
stæðu til þess, þar sem einn anginn
af Social Credit meinsemdinni hefir
nú þegar fest rætur í Manitoba.
En sjálfir ráða þeir gjörðum sin-
um þar austur frá, og því læt eg
einkamál þeirra liggja á milli hluta.
Eftirþanka sína byrjar H. Gisla-
son með því að ráðast á herra
Sveinbjörn Gudmundson i Edtnon-
ton, og það eins og fyr, að hann
hafi litinn skilning á þvi sem hann
er að tafa um, og honutn þykir ilt
til þess að vita að íslendingur skuli
vera svo andlega alvesæll, að hann
reyni að auka alin við hæð sína,
með þvi að hlaða slíku upptýnings-
rusli á höfuð sér. Þetta fær nú
Svein'björn fyrir það eitt að segja
sannleikann af Social Credit farg-
aninu í Alberta og sem hver heið-
virður maður hefir rétt á að vita.
Þar næst tæmir hann bikarinn yfir
meinlausa Lögbergs grein mína,
líka fyrir það eitt að segja það sem
hver maður hefir heimting á að vita
um Aberhart og legáta hans í Al-
berta. í fyrri grein minni i Lög-
bergi setti eg þessar tvær hendingar
niður eftir Þ. E., í sambandi við
Aberhart:
“Ó, mannlega hörmung hvað fer þér
það vel,
að kúgarans fótum að krjúpa.”
En af óaðgætni minni setti eg orðið
hvaðt en átti að vera hve, eins og
stendur í kvæðinu, en Hjálmar gríp-
ur þarna tækifærið til að skýra les-
endum Heimskringlu frá því að eg
skilji ekki skáldskap, og geti þess-
vegna ekki farið með óhjagað er-
indi. En mikið hlýtur Hjálmar að
vera andlega fátækur maður, þar
sem hann reynir, ef hægt væri, að
auðga sjálfan sig með þessu eina
orði.
En ekki er því að leyna, að Sig-
urði (það er eg) hefir ávalt verið
mjög áfátt með að skilja skáldskap,
og flest annað, sem að andlegri
mentun lýtur, en hverju má búast
við af þeim, sem aldrei hefir inn-
fyrir skóladyr komið, og varla að
hægt sé að segja að hafi verið kent
að draga til stafs. Þvi er fífl, að
fátt er kent. En það hefir mér
jafnan skilist að við verðum sjálfir
að vinna fyrir daglegu brauði, en
ekki að biða þess að Aberhart i Ed-
monton eða nokkur annar Aberhart,
fari að seðja hungur vort með mat-
ar- eða peninga-gjöfum. Því að, i
sveita þíns andlitis skalt þú brauðs
þíns neyta.
Og sárlega kenni eg i brjósti um
þá vesalinga, sem í allri auðmýkt og
andlegri fátækt sinni trúa því, að
AJberta-stjórnin i Edmonton, eða
nokkur önnur stjórn í hvaða landi
sem er, fari að miðla fólki pening-
um eða hverju öðru sem nokkurt
verðmæti hefir, án þess að heimta
fyrir það fullar bætur.
Með kosningabraski Aberharts í
Saskatchewan sást bezt hvað hann
ætlaði sér, þar sem þeir með heila
hersveit eða um fimmtíu manns
stökkva frá vinnu sinni i Alberta og
hlaupa allar götur inn i Saskatche-
wan með það eitt fyrir augum, að
troða þar eins og viltir kálfar á ann-
ara manna rétti. Tvo snáða fékk
Aberhart með naumindum kosna i
Saskatchewan eftir alt umstangið.
En kosningarnar i Saskatchewan
sanna það, að Canada er enn ekki
heillum horfin, því hefði þær gengið
í vil syndaselnum frá Alberta, mundi
Aberhart óðara hafa hlaupið á
hreifunum inn í Manitoba og ekki
lint látutn fyr en hann var klæddur
biskupsskrúðanum í Ottawa.
“Að enda sem biskup eg einsetti
mér
og útbýta himneskum fræðum,
og leiða svo kristnina í landinu hér,
að lifenda eilífum gæðum,
en steinrota gjörvallan helvítis her
með hugvekjum, bænum og ræðum,
og akra á jarðríki og éta þar smér,
en jórtra því síðan á hæðum.
Þ. E.
Af þvi að Sociál Credit farganið
í Alberta er i eðli sínu hið mesta
endemi, er það vafasöm trúmenska
við landið, sem hefir fætt okkur og
klætt í öll þessi ár, að hlaupa i lið
með öðrum eins vandræðamönnum.
Og af þvi eg veit að herra Iljálm-
ár Gíslason er vænn og góður dreng-
ur, þá fellur mér illa að sjá hann
beita áhrifum sínum til stuðnings
illu málefni, sem lítið vit er í, og
sama sem ekkert menningargildi
hefir að bjóða, og að viturra
manna dómi getur ekki leitt til ann-
ars en ógæfu fyrir land og þjóð.
Eg vil heldur sjá hann nota afl
sitt og átök í þarfir góðs og göfugs
málefnis, sem mætti verða landi og
lýð til heilla og hamingju og hor.
um sjálfum til sóma.
102—4th Street, N.E.
Calgary, Alta.
Á. Sigurðsson.
íslendingadaguriiin að
Gimli 1. Ágúst
íslendingadagur Winnipeg Islend-
inga að Gimli er nú í nánd. Hefir
eftir föngum verið vandað til “dags-
ins” og ýmsar umbætur gerðar á
garðinum frá því í fyrra.
Iþróttirnar hafa nú verið færðar
inn í “parkið” og fara þær fram i
norðvestur horni þess. Hefir þar
verið útbúinn skemtilegur staður
fyrir iþróttirnar svo áhorfendur
geta setið, legið og staðið á milli
trjánna í skjóli fyrir ofbirtu og hita
sólarinnar og notið skemtunar kapp-
leikjanna mikið betur en meðan þeir
voru á bersvæði niður við vatns-
bakkann.
Auk þess hefir nefndin . látið
smíða sæti í skemtigarðinn fyrir rúm
sex hundruð manns, til viðbótar við
það sem. áður var og er af sætum,
svo fólk þarf ekki að óttast sæta-
leysi i sumar.—
Til skemtiskrárinnar hefir verið
vandað vel, svo fólki gefst þar að
heyra'margt fallegt og vel sagt í
bundnu og óbundnu máli, frá ræðu-
mönnum, skáldum og gestum “dags-
ins.”
Áður en aðal skemtiskráin hefst,
fara íþróttirnar fram og byrja
klukkan hálf ellefu.—
Klukkan um tvö verður skrúð-
ganga út í skemtigarðinn með fjall-
konuna í fararbroddi. Verður stað-
næst við landnema minnisvarðann
meðan fjallkonan leggur á hann
blómsveig og karlakórinn syngur
eitt eða tvö lög.
Stundvíslega klukkan hálf þrjú
hefst aðal skemtiskráin í garðinum
og þurfa þá allir sem njóta vilja
góðrar skemtunar að vera komnir á
staðinn.
Fjallkona dagsins verður ein af
okkar glæsilej^u íslenzku konum,
frú Halldóra Jakobsson í Winnipeg,
kona Steindórs Jakobssonar kaup-
manns, en dóttir Lárusar Guð-
mundssonar og systir frú Láru
Salverson skáldkonu. Með fjall-
konunni verða hirðmeyjar og er ætl-
ast til að önnur tákni Bandaríkin en
hin Canada.
Ræðumenn “dagsins” verða pró-
fessor Richard Beck, kennari við
Grand Forks University, North
Dakota, minni íslands, og Stefán
Hanson, B.A., mælir fyrir minni
Vesturheims.
Skáld “dagsins” verða: Dr.
Sveinn E. Bíjörnsson frá Árborg,
minni íslands og Jóhannes J. Hún-
fjörð, minni -Vesturheims.
Þar verður einnig góður gestur
að heiman, sem margan mun langa
til að sjá, heilsa og heyra til, og er
það Jónas Jónsson fyrverandi dóms-
málaráðherra, einn af áhrifaríkustu
og athafnamestu mönnum þjóðar
vorrar á menningarbrautinni og
stjórnmálasviðinu.
Hinn vinsæli karlakór íslendinga
i Winnipeg syngur þar marga ætt-
jarðarsöngva og kvæði, sem hann
hefir æft sérstaklega fyrir þetta
tækifæri, lög, sem allir Islendingar
kunna og unna.
Þá verður þar glæsilegur hópur
gullafmælisbarna, þó ef til vill að
þau verði þar ekki öll, sem fengið
hafa borðann fyrir þetta ár því þau
eru sum langt í burtu og nær því úr
öllum fylkjum álfunnar og mikið
á annað hundrað alls, þetta ár.—
Eftir að skemtiskráin er afstað-
in verður eins og hálfs (ij4) til
tveggj a klukkutíma hlé, og getur þá
fólk fengið sér hressingu og rætt
við kunningja og vini þar til “Com-
munity” söngurinn hefst um klukk-
an sjö, — íslenzkir og enskir al-
þýðusöngvar, sem allir kunna og all-
ir syngja.
Að honutn loknum hefst dansinn
og stendur fram á nótt.
I m ferðir milli Gimli og Winni
peg verður getið á öðrum stað hér
í blaðinu og er fólk vinsamlega beð-
ið að setja vel á sig áætlun “Bus”-
anna að “deginum” svo engin mistök
verði þar á.
Fargjaldið fram og til baka frá
Winnipeg verður $1.25 fvrir full-
orðna og 50C fyrir börn.
Aðgangur í skemtigarðinn verður
25C fyrir fullorðna og tiu cent fyrir
börn innan tólf ára.
Davíð Björnsson. ritari ísl.d.n.
Lusitanía kallar!
(Framh. frá bls. 3)
unda við rofið, hvernig heljar fclær
þessar “rífa langan fisk úr roði,”
með brestum og braki, þegar stál-
plötunum er svift af skipsbolnum.
Og ef unt er munum vér koma
hreyfimyndavélum svo fyrir þarna
niðri, að á sjáaldur þeirra stimplist
sjálf sprengingin, án þess þó auð-
vitað að myndasmiðurinn sé þar við
“aftökuna.”
“Þegar stálplöturnar eru úr vegi,
göngum vér i “hauginn” gegnum hið
dimrna op og litumst um hversu á
horfist með framkvæmdir að námi
auðæfa þeirra er “haugbúinn” hefir
geymt þar og haldið vörð um i hart-
nær fjórðung aldar.
“Niðurstigning í skipið verður að
gerast með mestu varfærni, því
skriðki kafaranum fótur, gæti hann
hrapað 90 fet (en slík er breidd
skipsins, sem liggur á hliðinni) ef
rotnaðir timburveggir að stoftinum
þar niðri kynni að láta undan. Hin
skyndilega breyting á loftþrýstingi
myndi merja lifið úr þeim er niður
félli, því blóðæðar heilans þyldu
ekki hina miklu breytingu, og verða
undan að láta.
“Eftir að vér höfum sVo að lok-
um komist að öryggisskápunum.
verður framhald björgunarstarfsins
tiltölulega auðsótt. Með acetylene-
funa krafti þræða kafararnir op í
stálveggina, á þann hátt að reka
snoppu funapípunnar að stálveggn-
um og kveikja acetylene-bálið með
rafniagni; oxygen straumurinn
þrýstir vatninu til hliðar, og eftir
tvær-þrjár mínútur hefir funinn
brætt gat á vegginn, sem vikka má á
sama hátt eftir þörfum.
“Nálægt stálklefunum hyggjum
vér að öryggisskáparnir séu; þá
þarf aðeins að los úr tengslum við
gólfið, krækja um þá risaklónum og
hefja þá með stálvírskaðli í heilu
lagi upp á þiljur björgunarskipsins.
Á sama hátt verður gullið, ef nokk
urt er, dregið upp úr stálklefunum.
Alt ljós, sem þarf til að gera verk-
bjart þarna niðri í húminu á sjáv-
arbotni, er framleitt uppi á björg-
unarskipinu og rafstraumurinn send-
ur niður eftir vírum, sem vafðir
eru vatnsheldum umbúðum.
“Allan útbúnað vorn höfum vér
látið gera sem léttastan og umfangs -
minstan. Bergmáls útbúnaðurinn
(sound recording) í sambandi við
kvikmynda útvarpið, er eins smá-
vaxinn og tekist hefir að setja sam-
an alt til þessa. Myndavélar vorar
hafa oft verið notaðar neðansjávar.
“Að útvarpa þessum neðansjávar
athöfnum vorum verður erfiðast.
Eigi prógrammið að ná til Banda-
ríkjanna klukkan 9 að kvöldi dags,
verður að útvarpa því frá Lúsitaníu
á sjávarbotni klukkan 2 að morgni.
Allar-hljómbylgjur sendast með út-
varpinu — en ekki með síma — upp
á björgunar-skipið; þar verða þær
magnaðar og svo sendar um útvarp-
ið til móttökustöðvar i landinu, og
þaðan aftur endursendar á bylgjum
loftsins um víða veröld.”
Rannsóknarför þessi ætti að leiða
í ljós hvort þetta fórnarlamb styri-
aldarheiftarinnar, Lúsitanía, hefir
að geyrná tvær til fimtán miljónir
dala í gullstöngum og þrjú hundruð
þúsundir í peningum, eins og sagt
hefir verið. Þá leysist og sú ráð-
gáta um annan flutning er skipið á
að hafa haft meðferðis og verið
hafi ein aðal orsök þess að kafbát-
ur Þjóðverja sökti þvi með vítis-
vél, og sú staðhæfing þeirra er ó-
bótaverkinu voru valdandi, að skipið
hafi verið vigbúið og haft innan-
borðs hergagna- og skotfærabirgðir.
Þjóðverjar bera það blákalt fram,
en eigendur skipsins neita að svo
hafi verið.
En nú mun rannsóknarförin leysa
ráðgátuna gegnum útvarpið, er
Lúsitanía kallar úr feigðardjúpinu.
—(Lauslega þýtt úr Winnipeg
Tribune).—Aðsent.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdjd
Baldur, Man....................O. Andersón
Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash...........................Arni Símonarson
Bredenbury, Sask. ...............S. Loptson
Brown, Man. .....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.......................O. Anderson
Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota....... .Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man...................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhanriesson
Hecla, Man......‘.........Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota......................John Norman
Husavick, Man.................F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jcrnes
Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson
Langruth, Man..........................jöhn Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man.............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask............J- J- Sveinbjörnsson
Oak Point, Man................A. J. Skagfeld
Oakview, Man. ...............Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash...................J. j. Middal
Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor.
Winnípegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson
%