Lögberg - 21.07.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.07.1938, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLí, 1938 Er trúin hégómi? Markúsarguðspjall skýrir svo frá, aÖ Jesús hafi eitt sinn sagt þessi djörfu orÖ: “Sá getur alt, sem trúna hefir.’’ Mörg önnur orÖ Krists ganga í sömu átt og sýna það svo ljóslega að ekki verður um vilst, að Jesús hefir litið á trúna sem eitt af allra dýrustu verðmætum manns- andans. Hann er ekki aðeins sann- færður um, að trúin veiti mönnun- um kraft og styrk í starfi þeirra og stríði, heldur sé trúin einnig megn- ug þess, að hrinda af stað undur- samlegum lækningum líkamlegra meina, ef hún er heil og sterk, og að með hennar tilstyrk megi jafnvel gera undur og kraftaverk. Þessi ummæli Krists um trúna eru nú orðin nær 19 alda gömul, og margt hefir breyzt síðan þau voru sögð. Tímarnir hafa breyzt. Menningin hefir beyzt. Og menn- irnir hafa breyzt líka að ýmsu leyti. Ýmsir telja sig nú vita miklu meira og betur um þessi mál heldur en Kristur, og segja að kenning hans um mátt og ágæti trúarinnar sé nú orðin úrelt og barnaleg. Slikir menn halda því nú fram, að trúin sé i raun og veru ekki ann- að en meinlaus vitleysa, ef vitleys- an er þá nokkurn tima meinlaus, sem að visu einstaka gamalt fólk efast klárlega um, vitleysa, sem að vísu einstaka gamalt fólk og taugaveikl- aðar konur séu ennþá að burðast með, en sem brátt nnini þó hverfa mðe öllu, og dagar trúarinnar verða taldir. Þeir telja trúna ekki vera annað en einskonar nautnameðal, sem fáeinir volaðir vesalingar gleypi i sig sér til tjóns, líkt og ópíum eða þá tóbak og brennivín, svo að maður noti orð eins hinna nýju spámanna. Þessvegna beri að útrýma trúnni og vernda fólkið gegn áhrifum henn- ar. Hér er nú um tvær svo andstæð- ar skoðanir á trúnni að ræða, að ekki virðist ástæðulaust, að menn athugi þær með gætni og stillingu, ef verða mætti til þess, að menn fyrir þá athugun gætu nálgast rétt- látt og skynsamáegt mat á trúnni. Þegar hugsað er um þessi mál, þá liggur það strax í augum uppi, að önnurhvor þessi skoðun á trúnni hlýtur að vera röng. Ekki getur trúin verið hvorttveggja i senn æðsta hnossið og aumasti hégóminn. Báðar þessar skoðanir gætu líka verið rangar og sannleikurinn legið einhvers staðar á milli öfganna. En það er ekki aðeins að það sé full ástæða til að reyna að gera sér rétta grein fyrir gildi trúainnar. Það er ófvíræð s'kylda. Ef trúin er ein- hver hégómi og vitleysa, þá á ekki að viðhalda henni með þjóðinni. Og þá er það algjörlega óforsvaranlegt, að rikið styðji trúarlega starfsemi í landinu á nokkurn hátt. Þjóðin hef- ir áreiðanlega ekki efni á þvi að verja árlega tugum og jafnvel hundruðum þúsunda til þess eins að viðhalda og efla vitleysuna í land- inu, jafnvel þó vér gengjum svo langt, að nefna þá vitleysu “mein- lausa,” eins og andstæðingar trúar- innar hafa gert. En ef trúin aftur á móti er andlegur kraftur, ein ör- uggasta hjálpin í lífsbaráttunni, eitt dýrasta verðmætið, sem mannsand- inn geymir, þá ber oss einnig og ekki síður skylda til að vernda hana og efla, styrkja hana og glæða í hvers manns sál. Mat vort á trúnni hlýtur því að skapa viðhorf vort til hennar. Rétt mat trúar er því grundvöllurinn að réttu viðhorfi til hennar. En til þess að geta fram- kvæmt slík^ mat er fyrsta skilyrðið það, að gera sér vel og rækilega Ijóst, hvað raunverulega felst í orð- inu trú. Hvað er trú? Það þurf- um vér fyrst að vita ákveðið og greinilega, ef vér eigum að geta orð- ið hæf til þess að mynda oss rök- studda skoðun um ágæti hennar eða fánýti. Eg hefi nokkura ástæðu til að ætla, að mikið vanti enn á það, að öllum þorra manna sé fyllilega ljóst, hvað trú í raun og veru er. Og mér hefir virzt þetta oft koma á- þreifanlega i ljós í deilum manna og umtali um þessi mál. Það er held- ur ekki laust við, að málvenjan sjálf villi hér sýn og rugli fyrir mönn- um því, sem raunverulega er fólgið i orðinu trú. Venjulega þegar tal- að er um trú, þá er í rauninni alls ekki verið að ræða um trúna sjálfa, heldur um það sem trúað er, trúar- kenningarnar, trúarlærdómana, trú- arsannindin. Það er þetta, sem svo oft í daglegu tali er ranglega nefnt trú. I þessum ranga skilningi töl- um vér um margskonar trú og nefn- um ihana ýmsum nöfnum, kristna trú, Bramatrú, Búddatrú eða Mú- hameðstrú, svo nefnt sé það allra algengasta og eigum þá æfinlega við, ekki trúna sjálfa, heldur það sem trúað er, þau trúfræðikerfi og þær kenningar, sem einkenna hvert þess- ara trúarbragða um sig. Og af því að trúarlærdómarnir eru mismun- andi og ólikir, jafnvel hver öðrúm gagnstæðir að ýmgu leyti, þá leiðir hinn rangi skilningur á orðinu trú einnig til þess, að vér förum að tala um rétta trú eða ranga, eftir því hVernig oss falla lærdómarnir i geð. Þegar Búddatrúarmaðurinn ' til dæmis telur kristindóminn ranga trú, þá eru það trúarkenningarnar, sem hann á við en ekki trúin sjálf. Á sama hátt telja kristnir menn Múhameðstrú ranga trú af því, að trúarkenningar hennar eru öðruvisi og aðrar yn kenningar kristninnar Trúarkenningar og trú eru alveg sitt hvað, og má því aldrei rugla því saman. Trúarkenningarnar eru þau sannindi eða lærdómur, sem hinn trúaði maður trúir eða treystir á, og þær kenningar eru misjafnar í hin- um einstöku trúarbrögðum. En trúin er hæfileiki eða hneigð í mannsbrjóstinu sjálfu. Til þess að skýra þetta nánar getum vér tekið aðra tilfinningu eða hneigð náskylda trúnni. Það er ástin. Ástin er ekki það sama og það sem elskað er. Jafnvel þó vér i daglegu tali rugluni þessu tvennu oft- saman. “Sofðu unga ástin min” lætur Jóhann Sig- urjónsson Höllu í Fjalla-Eyvindi syngja við barnið sitt. Og mörgum manninum verður það, að nefna konuna sem hann ann ástina sina eða elskuna. En ástin sjálf, hún er hvorki konan sem vér unnum eða barnið sem vér elskum, fremur en trúin er trúarkenningarnar, heldur er ástin tilfinning í brjósti vor sjálfra. En eins og ástin beinist jafnan að einhverju sérstöku, hvort heldur það eru aðrir menn, ættland og óðal eða hugsjónir og hugðarefni, þannig beinist einnig trúin í vissar áttir, verður trú á eitthvað, trú á sjálfa oss á mátt vorn og megin trú á aðra menn eða málefni og trú á æðri verur guði eða Guð. Nú geta verið mjög skiftar skoð- anir manna um það, hvers virði það raunverulega sé, sem oss þykir vænt um. Það, sem eg elska heitast. kann þér að standa gjörsamlega á sama um. Og ekki eru siður skift- ar skoðanir um hitt, hvers virði þær trúarkenningar séu, sem menn trúa á og hafa trúað á á hinum ýmsu tímum. Um þær kenningar má lengi deila og hefir löngum verið deilt. Það, sem eg trúi heitast á og treysti bezt, kann þér að virðast hé- gómi og fjarstæða. En trú og ást verða aldrei réttilega metnar eftir því, hvað menn elska eða hverju þeir trúa. Það er ekki hægt að tala um rétta ást og rétta trú, eða ranga ást og ranga trú. Nei, vér verðum að nota á þetta annan mæli- kvarða og aðra vog. Vér verðum að meta trúna eins og aðrar tilfinn- ingar vorar eftir magni Jiennar og styrkleika. Trúin er þá ýmist mikil eða lítií, veik eða sterk. Þannig dæmdi líka Kristur um trúna. Hann talaði aldrei um rétta trú eða ranga. en hann talaði oft um mikla eða litla trú. Af því, sem eg hefi nú tekið fram, vildi eg að öllum yður mætti verða það ljóst, að trúin og trúarkenn- ingarnar eru alveg sitt hvað, og að þessu tvennu má ekki blanda saman. Trúin er á sama hátt og ástin til- finning mannshjartans, hneigð, sem þó ávailt beinist að einhverju sér- stöku, því sem vér elskum, eða því sem vér trúum á. í raun og veru eru trú og ást ná- skyldar og fylgjast oft og iðulega að. Þeim, sem vér elskum, treyst- um vér einnig, trúum á þá að meira eða minna leyti. En kjarni allrar PROFESSOR LAMBERTI Professor Lamberti is a new face and a new idea for outside shows. His appearance at the Winnipeg Summer Fair marks his first appear- ance in this particular branch of the amusement world, after having toured Europe on eight oc- casions. He is recognized as the greatest of all pantomime comedians, and has headlined every large theatre programme in the United States for the last seven years, besides having been the outstanding fea- ture in over twenty musical comedy productions. Lamberti is only one of the many dozen attrac- tions at the Winnipeg Summer Fair, which will be held at beautiful Polo Park during the entire week x>f August 8. trúar er traustið, og það traust er venjulega ofið og styrkt af ást vorri og lotningu fyrir því, sem vér trú- um á. Eg hygg nú, að um það munið þér öll geta orðið sammála, að ástin, kærleikurinn sé svo áhrifa- og af- drifaríkur þáttur i lífi voru og breytni, að ef hafin yrði nú öflug herferð gegn honum og hann upp- rættur úr mannshjartanu, þá myndi nú lifið gerast harla dapurlegt og snautt. Og eg býst satt að segja ekki við, að mörg yðar mundu vilja taka þátt í slíkri herferð á móti kærleikanum. Hitt mun sqpnu nær, að mörg yðar mundu vilja taka undir með skáldinu sem segir: Án kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgund föl og himinn likt og líkhústjöld og lífið — eintóm kvöl. Svo mikið finst oss til um gildi kæleikans. Svo mikill yrði tóm- leikinn og kuldinn, ef vér yrðum honum sviftir. En hvernig er þá með trúna, þessa sýstifrtilfinnin'ju kærleikans? Er hún oss síður nauðsynleg? Getum vér upprætt hana, slitið hana með rótum úr hjarta voru án þess að bíða við það skaða og tjón? Og eg bið yður að muna, að eg tala hér um trúarkenningarnar. Og nú ætla eg trúarkenningarnar. íOg nú ætla eg að koma hér fram með fullyrðingu, sem yður kann að furða á í bili, og finnast vera fjarstæða og öfgar, en eg vona nú samt að geta síðar fært að henni fullnægjandi rök. En full- yrðingin er þessi: Það getur bók- staflega enginn maður starfað neitt, ekki framkvæmt neitt vitandi vits nokkurn skapaðan hlut. án trúar. Svo sterkur þáttur, svo máttugt afl er trúin i lífi vor allra, ef að er gáð. Sumir yðar kunna að brosa ofurlítið góðlátlega að svona fullyrðingu, sem þér enn íeggið engan trúnað á. En nú skulum vér hugsa oss, að á þessu augnabliki komi fyrir yður öll mjög einkennilegt atvik. Eg vona, að það komi aldrei fyrir yður í raun og sannleika. Vér skulum hugsa oss, að þér mistuð alt í einu trú yðar á það, að þér gætuð staðið á fætur Hver yrði afleiðingin ? Sú, að eng- inn yðar mundi svo mikið sem gera tilraun til þess að standa upp. Og þetta kemur af því, að alt vort starf, hið smæsta sem hið stærsta byggist á trú, trú á það að vér getum fram- kvæmt það. Vér getum aldrei haft fyrirfram neina óyggjandi vissu um, að vér getum þetta eða hitt. Vér höfum ekki einu sinni vissu fyrir að lifa næsta augnablik. Vér verð- um að trúa því eins og öllu öðru, sem heyrir framtíðinni til. Því sterkari og heilli sem trúin er á það, að eitthvert starf hepnist fyrir oss, þvi ótrauðari og örugg- ari leggjum vér fram krafta vora til þess. Því veikari sem trúin er, þvi meiri verður hálfvelgjan og hikið. Og vanti trúna með öllu, verður starfið heldur aldrei hafið. Þannig verður þá trú vor jafnvel í þessum allra hversdagslegustu efnum oss meginhjálpin í störfum og fram- kvæmdum. Það er trúin, sem vekur viljann til átaka, það er hún, sem leysir úr læðingi orkuna í sjálfum oss, og beinir henni í eina átt, að einu marki þangað, sem trúin vísar. Vanti trúna, þá vantar líka viljann og máttinn, eða réttara sagt mátt- urinn og orkan eru að vísu til, en þeim er ekki hægt að beita af því að trúna vantar. Leitið þér nú bara sjálf í hugum yðar og reynið að muna eftir þvi, hvort þér hafið nokkurn tíma á æfinni ótilneydd hafið það starf, sem þér höfðuð ekki minsta snefil af trú á, að mundi hepnast fyrir yður? En úr því vér erurn nú farin að tala um þetta, þá langar mig til að spyrja yður að einu. Hafið þér nokkurn tima séð móðursjúkan sjúkling? Líkami hans virðist vera alveg heilbrigður. En þó fæst sjúklingurinn ekki til þess að klæða sig. Hann getur ekk- ert vik gert, og naumast hreyft sig í rúminu. Hvernig stendur á þessu? Hvað er að ? Það er bara þetta, að trú hans, þessi frumstæða trú á eigin mátt og megin, hún er lömuð. Hann hefir ekki framar neina trú á, að hann geti klætt sig eða yfirleitt gert nokkurt vik. Þessvegna liggur hann í rúminu. Eg býst nú við, þegar þér farið að hugsa um það, sem eg nú hefi sagt, þá fari yður að skiljast betur gildi trúarinnar og að hún er enginn hégómi, skiljast, að jafnvel þessi frumstæða ófull- komna og takmarkaða trú á eigin rnátt og megin er ekki aðeins grund- völlurinn og undirstaðan að dagleg- um störfum vorum og framkvæmd- um, sem án hennar væru gjörómögu- leg, heldur býst eg einnig við því, að þér hafið oft mjög greinilega fund- ið hjálp og mátt þeirrar trúar við hin ýmsu störf. Hafið þér til dæmis ekki fundið, hve mikil hjálp og styrkur er í því, þegar þér eruð að læra eitthvað, hvort heldur er bók- legt eða verklegt, ef þér hafið þeg- ar i byrjun getað öðlast sterka trú á, að námið mundi takast fyrir yð- ur ? Þá leysir trúin viljann úr bönd- um, vekur áhugann á náminu og beinir athyglinni óskertri að verk- efninu. Varla er hægt að velja sér ógæfu- samlegri förunaut í nokkurum skóla en vantrúna, vantrúna á eigin mátt og getu, sem sífelt hvíslar að nem- andanum:: Þetta hepnast aldrei fyrir þér. Þetta getur þú aldrei lært. En þessi trú á sjálfan sig, trúin á mátt sinn og megin, eins og for- feður vorir orðuðu það, hún er að- eins trú í þrengsta og ófullkomnasta skilningi þess orðs. Og af því að hæfileikar vorir og geta eru ávalt harla takmörkuð, þá getur trúin á oss sjálf auðveldlega orðið að of- trú, að heimskulegu sjálfstrausti og hlægilegu gorti, eins og hjá Birni úr Mörk, er Njála segir oss svo snildarlega frá. En sé þeirri trú haldið innan skynsamlegra tak- marka, er hún þó ihverjum manni geysileg hjálp i lífsbaráttunni. Hún vekur viljann og áræðið og knýr oss til að leggja fram krafta vora og orku alla og óskifta. Og vanti oss þá trú með öllu, þá erum vér orðnir veiklaðir menn og ósjálfbjarga vesalingar. Annað stig trúarinnar og nokk- uru viðtækara er trúin eða traustið á aðra menn. Sú trú er svo langt frá þvi að vera hégómi, að á henni byggist hvorki meira né rninna en öll samskifti og samfélag manna á þessari jörð. Orð og loforð annara manna fá gildi sitt frá þeirri trú, sem vér höfurn á þeim og því tausti, sem vér berum i brjósti til þeirra. Og þessi trú, trúin á mennina, hún hefir tvent i för með sér. Hún leys- ir bundna krafta í oss sjálfum, sem svo koma fram í félagslegu starfi og samstiltum átökum og hún opnar sálir vorar fyrir innstreymi hugsana og krafta og oft og tíðum ómetan- legrar hjálpar og huggunar frá öðr- um mönnum. Flestir munu sam- mála um það, að það sé ekki aðeins æskilegt, að sjúkur maður hafi traust á lækni sinum, heldur sé það bein nauðsyn. Og vart mun sá mað- ur geta veitt þér mikla huggun eða styrk í andstreymi og raunum, sem þú treystir í engu og hefir enga trú á. Eða hvernig stendur á því, að ókunnur maður getur ekki huggað grátandi barn, þó hann hafi einlæg- an vilja á því og leggi sig fram til þess, en um leið og móðirin tekur barnið í fang sitt, hættir það að gráta? Það er af því, að barnið trúir og treystir móðurinni, en ekki ókunnuga manninum. Trúin er því skilyrðið fyrir því, að hægt sé að hugga það. Og trú vor á mennina verður altaf skilyrðið fyrir því, að vér getum öðlast mikilsverðustu hjálpina, sem þeir vilja og geta látið oss í té. Eg get ekki séð möguleika fyrir neinum félagsskap, vináttu, eða samstarfi án trúar, án trausts á aðra menn. Og því er það, að ef við glötum algerlega þeirri trú, trúnni á mennina, þá erum vér áreiðanlega ver farin eftir €n áður, þá eru um leið öll vináttu og félagsbönd rof- in, og grundvellinum undir mann- legu samstarfi í burtu kipt. ‘Hrörn- ar þöll, sú es stendr þorpi á, hlýr at henni börkr né barr,” segir i Hávamálum. Og þeim verður lifið áreiðanlega ömurlegt og snautt, sem engum trúir og engum treystir. Það tnunu menn sanna og það hafa þeir sannað. En trúin á aðra menn, ekki siður en .trúin á eigin mátt og megin, get- ur orðið viðsjárverð ef skynsamlegs hófs er ekki gætt. Oftrú á aðra menn getur leitt margan í gönur og valdið sárum vonbrigðum, vegna þess að ýmsir menn eru svo ófull- komnir og gallaðir, að þeir verð- skulda eigi fullkomið traust. Þeir misnota traustið eða bregðast því, jafnvel þegar mest reynir á. En engu að síður, er trúin á mennina oss nauðsynleg í skynsamlegu hófi. Og alger vöntun áslíkri trú er bein- linir veiklun, sálarleg veiklun, á sama hátt og trúleysi manna á sjálfa sig er veiklun, sem gerir menn að lítt sjálfbjarga vesalingum. Þá kem eg að þriðja og víðtæk- asta stigi trúarinnar, trúnni á æðri verur, trúnni á Guð. Enda þótt trúin á mátt sinn ög megin og trúin á mennina sé oss öllum harla mikils- verð hjálp, þá er slíkri trú ávalt þröngur stakkur skorinn og henni oft harla ömurleg takmörk sett. Þessvegna hafa menn heldur aldrei getað látið sér nægja slika trú ein- göngu, að minsta kosti ekki til lengdar. .Þeir hafa stefnt hærra Þeir hafa trúað á tilgang og tak- mark í tilverunni og mannlífinu. Þeir hafa trúað á æðri mátt en þann, sem bjó í þeim sjálfum. Þeir hafa trúað á eilifðina og GuÖ. Og þá er að spyrja: Er slik trú hégómi ? Er hún vitleysa eða veiklun, sem á að vinna gegn og uppræta ? Eða er hún það dýra hnoss, sem oss öllum ber tn untin, f s, etvice INCLUDES not merely a fine and correct mechanical equip- ment. It means also the willing co-operation of a trained and experienced staff, whose wide experience goes far towards satisfying the exacting demands of those customers who are particular about the appearance of their office stationery and their business announcements. Over Forty Years of Printing — Publishing — Engraving is the record of the COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG TELEPHONES 86 327-8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.