Lögberg - 21.07.1938, Page 3

Lögberg - 21.07.1938, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938 3 að efla og hlúa að? En nú kynni eitthvert yðar aÖ vilja koma fram með óþægilega athugasemd og segja viÖ mig eitthvað á þessa kið: Heyrðu, prestur góður! Viltu ekki byrja á því að sanna, að til sé al- góður Guð og þá skal eg trúa á hann, en ef þú getur ekki sannað þetta, er þá ekki guðstrú þin í raun og veru hégóði ? Þessu svara eg með nýrri spurningu, og alveg sams- konar tilmælum í þinn garð: Sanna þú mér, að sá maður, sem þú trúir og treystir bezt, muni aldrei bregð- ast hvorki mér eða þér, og þá skai eg trúa honum, en ef þú getur ekki sannað mér þetta, er þá ekki trú þín á þinn bezta vin einber hégómi? Auðvitað er þetta fjarstæða, og þú getur ekkert sannað mér í þessu efni. En samt treystir þú vini þín- um og trúir á hann, og þú gerir rétt. Af þessu-ætti oss að geta orðið það Ijóst, að trú vor liggur einmitt á því sviði, þar sem fullar sannanir skort- ir. Annars væri hún ekki trú, held- ur fullvissa um staðreyndir. Þegar því á að dæma um gildi trúarinnar, hvort heldur það er trú á mátt og megin, mennina eða Guð, þá er það ekki meginatriðið, hvílíkir þeir menn eru, sem vér treystum, þeir eru sjálfsagt misjafnir eins og geng- ur, ekki heldur er það höfuðatriðið, hverir séu eiginleikar þess Guðs, sem vér trúum á. Um það efni eru líka skoðanirnar skiftar í hinum ýmsu trúarbrögðum. Nei, meginatriðið er þetta: Er trúin, trúin sjálf til gagns eða ógagns? Er hún verðmæti eða hégómi ? Til þess að svara þessu, að því er guðstrúna snertir, verðum vér eðli- lega að leita til þeirra, sem guðs-v trúna hafa átt og eiga, og i öðru lagi til venjulegrar heilbrigðrar skynsemi. Og hvað segja þá trú- mennirnir um þessi efni? Þeir segjast finna áhrif guðstrúarinnar einkum á tvennan háitt. Trúin leys- ir bundna orku í þeim sjálfum, svo að þeir finna aukið hugrekki, djörf- ung, þrek og gleði í starfi og bar- áttu, erfiðleikum og sorg, og aukna siðferðilega festu. En þeir finna einnig meira. Þeir finna þann Guð, sem þeir trúa á og treysta. Þeir segjast komast í undursamlegt sam- félag við hann. Þeir finna streyma til sín frá honum nýja krafta, hugg- un og frið. Þessi er þá trúarreynsla þúsunda manna enn í dag. Þessi á- hrif hefir guðstrúin á menn, ef hún á annað borð er heil og siterk. Er nú þetta veiklun? Hvað virðist yður ? Er það veiklun að finna lífs- þróttinn magnast, lífsgleðina vaxa og viljann stælast til starfs og átaka ? Er það ekki þvert á móti veiklun, þegar þrótturinn minkar, lífsgleðin þver og viljinn slappast? Nei, trú- in er áreiðanlega ekki veiklun, held- ur er það trúleysið, sem er veiklun og ber vott um sjúkt sálarlíf. Það er ekki heilbrigður maður sem al- gerlega skortir trúna á sjálfan sig. Hann er óstarfhæfur sjúklingur. Það er ekki heldur iheilbrigður mað- ur, sem á engan hátt trúir eða treyst- ir öðrum mönnum. Vér mundum sennilega nefna hann sinnisveikan eða geðveikan. En allra sízt getur sá anaður talist heilbrigður á sál, sem á engan tilgang trúir í tilverunni, engin æðri öfl, engan Guð, heldur lítur á líf sitt og annara, sem þá lönguviitleysu, þar sem aðeins ræð- ur blind hending og miskunnarlaus tilviljun. Eins og eg hefi þegar -tekið fram, þá lýsa trúaðir rnenn reynslu sinni þannig, að guðstrúin leysi hjá þeim bundna orku, stæli viljann og stvrki þróttinn. Þetta er ekkert sérkenni guðstrúarinnar. Þetta gerir öll trú. Að þessu leyti er því trúin ótvírætt verðmæti, sem vér megurn ekki missa. Lamaðri trú fylgir lamaður vilji, lamað þrek. En þetta er ekki nema önnur hlið trúarreynslunnar, eins og eg hefi þegar tekið fram. Eftir er hin hlið- in, sú, að trúaðir menn á æðri öfl, stjórn og handleiðslu halda því fram, að þeir komist í beint samfélag við slíka veru eða verur, og fái frá þeim beina hjálp, kraft og huggun. En hvernig komumst vér yfirleitt í samfélag við aðra menn? Eg á við andlegt eða sálrænt satnfélag. Verður það samifélag ekki æfinlega að byggjast á trausti og trú og ást? Getur þú komist í samfélag við nokkurn mann, sent þú hvorki elskar eða treystir? Er ekki ástin og trú- in brúin á milli ntannanna hér á jörð ? Eða munduð þér nokkuru sinni reyna að leita hugugnar hjá þeint, sem þér hvorki berið til hlýj- an hug né treystið í neinu? Það hefir verið sagt, að ekki væri hægt að hjálpa þeim, sem ekki vill hjálpa sér sjálfur. En eg vil bæta því við: Það er ekki hægt, það er bókstaf- lega ómögulegt að hjálpa þeim manni, semi ekki trúir, ekki treystir í neinu þeim, s-em hjálpa vill og hjálp- að getur. Þó eg væri allur af vilja gerður, þá get eg ekki hjálpað þeim, sem ekki treystir mér og ekki vill þiggja hjálp mína. Eg-get ef til vill hjálpað líkama hans, en eg get ekki hjálpað sál hans. Trúin, traustið, er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir slíkri hjálp. Ef nú eru til æðri verur, þrosk- aðri, vitrari og betri en vér menn- irnir, og það er óvit að halda annað, og ennþá meira óvit að neita því, og ef algóður Guð er til — og það er fleira en guðstrúin ein sem á það bendir að svo sé — ef þetta er svona, segi eg, geta þá þessar verur nokk- urn tíma komist í samfélag við þig, hjáipað þér, huggað þig, þegar mest reynir á, ef þú sjálfur trúir ekki á þær, trúir ekki einu sinni að þær ( séu til? Vantrú þín hefir þá rofið sambandsmöguleikana við þær. Eins og vér útilokum sjálfa oss j frá sálrænu samfélagi við aðra menn, með því að hætta að trúa á þá og treysta þeim, þannig má svo einn- ig fara, að vér útilokum sjálfa oss frá kærleiksáhrifum, krafti og hjálp æðri vera og æðri máttarvalda, með því að trúa ekki á þetta, með því að vanrækja að leggja 'brú trúarinnar milli þeirra og vor. Eg fæ ekki skilið, að sá rnaður geti, eða sé það mögulegt að finna hjálp og huggun hins góða Guðs, ef hann algerlega skortir guðstrúna, ef ihann hvorki elskar Guð, treystir honum né trú-1 ir því yfirleitt, að hann sé til. Það sem eg hefi verið að sýna yður fram á og færa rök að er þá í stuttu máli þetta: Að trúin er að sínu leyti eins og ástin, hæfileiki eða tilfinning í mannshjartanu sjálfu, sem hefir fýlgt mönnunum frá elztu tíð, sem menn hafa sögur af. Að trúin birtist sérstaklega á þennan hátt, sem trú á sjálfa oss, mátt vorn og megin, trú á aðra menn og málefni og trú á æðri verur og veröld, trú á Guð. Að trúin er svo langt frá því að vera veiklun, að hún þvert á móti stælir viljann, efl- ir þróttinn og knýr oss til átaka og starfa, enda án hennar öll fram- kvæmd gersamlega lömuð. Og, að lóks er það trúin, sem gerir mögulegt samband og ‘samfélag milli vor og þeirra sem vér trúum á, hvort sem það eru aðrir menn eða æðri verur, og að fyrir trúna getunr vér sótt til þeirra bæði huggun og kraft. Virðist þvi ekki netna tvent til fyrir oss, ef vér viljum meta gildi trúarinnar rétt, og það vona eg að við viljum öll, annaðhvort að hnekkja með skynsamlegum rökum því, sem eg hefi hér að framan sagt um trúna, eða að öðrum kosti við- urkenna, að trúin sé ekki hégómi— viðurkenna verðmæti liennar og gildi. Ef það er rétt, sem trúarmenn- irnir ihalda fram sem reynslu sinni, og hverir ættu að vita betur urn þessi efni en einmitt þeir, ef það er rétt að trúin sé brúin á milli vor og þess, sem vér trúum á — farveg- urinn, sem huldir kraftar streyma um til vor sjálfra, er þá hægt að loka þeim farvegi og brjóta þá brú, nema bíða við það tjón á sálu sinni. ý)g ef til eru umhverfis oss æðri verur og ósýnileg máttarvöld, ef til er kærleikans og máttarins Guð, sem vill hjálpa oss og styrkja oss, órar yður þá fyrir þeim krafti og þeirri dýrð, sem til vor gæti streymt frá honurn, ef vér sjálf leggjum oss fram til þess að halda farveginum opnum — byggjum sterka brú trú- arinnar milli vor og hans. Það var á sannfæringunni um möguleikana til að öðlast þann kraft — kraftinn af hæðurn, sem orð Jesú voru reist, þau sem eg gat um i upphafi: Sá getur alt sem trúna hefir. En eins og trúin á eigin mátt og megin getur lent út í þær öfgar, eins og eg hefi þegar drepið á, að verða að heimskulegri framlilevpni og hlægilegu gorti, eins og trúin á aðra menn getur, er hún fjarlægist heilbrigða skynsemi og dómgreind, orðið að háskalegri oftrú eða of- trausti, er seinna getur valdið oss sárri kvöl, sorgdegum vonbrigðum og djúpum sárum, þannig getur eiijnig trúin í æðsta skilningi þess orðs, guðstrúin sjálf, leitt inn í þá myrkviðu þröngsýnis og ofstækis, þar sem sólargeiislar heilbrigðrar hugsunar eða vísindalegrar þekking- ar ná ekki til. Þar í liggur sá háski fyrir vora andlegu heilbrigði, sem þjóðin jafnan þarf og jafnan á að varast. Með þeirri ósk og von, að ís- lenzka þjóðin megi jafnan geyma i brjósti örugga og sterka, bjarta og heila, en þó skynsamlega og öfga- lausa trú á mátt sinn og megin, á land sitt og samborgara, en þó um fram alt á eilífðareðli mannanna og alkærleikans Guð, með þeirri ósk bið eg þann Guð, sem eg tigna og vil þjóna, að gefa, að þér öll í nú- tíð og framtíð megið finna og reyna þann óendanlega styrk og þá tniklu djörfung, sem trúin veitir þeim, sem á hana, svo að þér fyrir eigin reynd komist að raun um, að trúin er ekki hégómi, heldur Ihnossið æðsta og bezta, fjársjóðurinn sem aldrei má glatast. Sveinn Víkingur. —Kirkjuritið, júní 1938. Skýringar yfir trog og boga Eftir S. Baldvinsson. Nú hefi eg efnt heit mitt við Magnús á Storð, og varð fyrir von- brigðum, því eg hélt að þetta væri gildur garpur, og hafði í hyggju að hasla honunt og Sveini völl í sumar á Iðavelli, en þá er þetta áttræður öldungur, sjóndapur og heyrnar- sljór, eftir margra ára erfið lífs- kjör. Hann tók mér alúðlega, og rædd- um við sainan litla hríð um daginn og veginn, en aðallega um ættfræði, sem hann fæst dálítið við, en sem er ærið erfið hér í landi, því aldrei var tekið manntal á íslandi, eða neinstaðar i heimi þar sem sögur fara af, fyr en 1703. Svo ekki er liægt að telja neinar ættir lengra, nerna ihöfðingja íslands og presta, en þeir voru býsna varkárir að blanda eigi blóði við alþýðuna, svo hægt er að rekja ættir þeirra margra til Landnámsmanna. En Magnúsi er illa við “trogið” og undrar mig það, því trog og tryglar hafa alltíð verið þörfustu búsáhöld á Norðurlöndum frarnan úr grárri fornöld. Þegar Víkingur jarl sendi sonu sína Þorstein og Þóri til Halfdánar í Vogum var þeim borinn ntatur í trogi, og kveðið um: Þegar enduð vakan var og vífa togi, kaldur grautur kom í trogi, og krubbuspænir tveir á vogi. Auðvitað var trogið brúkað við sláturgjörð i tröllasögum, en trogin voru lika notuð til að setja í alla mjólk, áður en skilvindur komu í heiminn — rjómatrog. Og ekki má gleyma brauðtroginu. Mér er minnistætt hvað fimlega henni móð- ur minni fórst að búa til flatbrauð- ið í föðurgarði, og það smakkaðist vel, glóðarbakað með nýju smjöri, svo við þrifumst nærri eins vel á þvi eins og alikálfarnir í Ameríku, sem nú þykja bezitir i heimi, og ættu að vera, eftir ástæðum. Svo mun Magnús hafa fengið sitt fyrsta og þarfasta bað í Laugatrog- inu, og það var einmitt trogið, sem eg vildi leggja þá báða niður við, því mér fansit þeir varla vera heil- brigðir á likama og sál, eftir rit- hætti þeirra að dæma. En þeir hafa báðir misskilið mig, Sveinn og Magnús, og stara báðii á lilóðtrog. Nú hefi eg skýrt þetta svo vel fyrir þeim, að það ætti að vera útrætt mál. Svo kemur Sveinn til sögunnar; hann skrifar sig ýmist Árnason, eða Svein gamla, Skapta, eða Skotta, þó held eg þetta sé eitt og hið sarna spendýrið (mennirnir tilheyra þeim flokki dýra), þó þykir mér vissast að nefna hann Svein í Selkirk. Og honum er illa við bogann, og sér aðeins skotboga, sem nú eru að mestu gengnir úr móð, nema sem leikfang en, en þar sem eg sagði í vor, að eg byggist ekki við að fleiri refir múndu fást í boga minn á þessu vori, meinti eg dýraboga, sem lagðir eru á jörðu og flestum dýr- um verður hverft við, ef þau festa skottið í þeim. Þetta ætti ekki að þurfa meiri skýringar við. Manntaíl hefir ætíð verið mín bezta skemtun, en eg get ekki leikið við Svein í Selkirk; hann kann eigi annað en refskák. —Ritað á Lundar, Frelsisdag Randaríkjanna 1938. N. B. Merkileg nýjung í húsagerð Við vegamót Hafnarfjarðarvegar og nýbýlavegarins að sunnan í Foss- vogi er verið að smíða íbúðarhús af nýrri gerð. Eigendur hússins eru feðgarnir Jón Einarsson og Þorkell Jónsson frá Leynimýri. Húsið smíðar Kristján Gunnars- son Húsasmiður á ÞverVegi 14 i Skerjafirði og er hann höfundur að lrúsgerðinni. Múrsmíði annast Er- íendur Einarsson múrarameistari í Reykjavík. I gær var blaðamönnum boðið að skoða húsið. Til að sjá litur það út eins og steinhús, en þegar inn kemur, þar sem verið er að siníða, sér maður að svo er ekki. Hús- grindin er úr timbri. Stoðir 4x2 þm. með 45—50 cm. millibili með láréttum bindingum á milli, 3 í vegg- hæðinni. Utan og innan á grindina er þanið vanalegt stórriðið girðing- arnet og veggirnir síðan þaktir utan og innan með 5 cm. þykkum reið- ingstorfum. Veggirnir eru að utan þaktir tjörupappa, sem ér þéttnegld- ur í borðrenninga, sem negldir eru utan á stoðirnar, síðan eru veggirn- ir múrhúðaðir utan á venjulegan hátt. Innra borð veggjanna er og múrhúðað. Einangrun útveggjanna eru því 2 torflög 5 cm. þykk og lofthólf í milli þeirra um 10 cm. áð þvermáli. Er þetta óvanalega góð einangrun, þegar litið er á, að 11 cm. torflag einangjar svipað og 25 cm. þykk vikurplata. Skilrúmsveggirnir eru af sömu gerð og útveggir nema að í þeim er ekkert loft bil heldur torfið felt inn í grindina, en torf- lagið þó tvöfalt milli ibúða og að útigangi. Skilrúmin eru múrhúðuð. Þak er af svipaðri gerð og ytra borð útveggja. Stórriðið girðingarnet þanið ofan á sperrurnar, torfið lagt ofan á það milli renninga, sem negldir eru á sperrurnar siðan þakið með tjörupappa og múrhúðað yfir hann. Þar ofan á þaninn strigi, sem límdur er í múrhúðina með 8—10 mm. þykku jarðbikslagi, í það má svo strá ýmislega litum sandi. Loft- ið í húsinu er steinsteypuhella 3ý4 cm. þykk, sem steypt er í grófriðið girðingarnet, sem fest er upp í bit- ana og eru þeir þéttir en grannir úr jánbentri steypu. Veður því húsið fullgert stein- klætt innan í hólf og gólf. Glugga karmarnir eru steyptir í 10 cm. þykka járnbenta steinsteypugerð og á henni steinsteypt vatnsbretti neðan við gluggana. Steinsteypt járnbent þakbrún er utan um þakið og í henni þakrenna. Húsið er i 1 hæð með valmaþaki og steinsteypukjallari undir 2/3 þess. Stærðin er 9x11)4 m. Á stofu- hæð eru 5 herbergi og 2 eldhús, 2 gangar, baðherbergi og salerni. “Hvað kostar þetta hús fullgert?” spyrjum vér Kristján. “14—15 þúsund krónur með raf- lögn og öðrurn þægindum,” segir hann. “En mundi kosta kr. 25,- 000,00 úr tinnbri, járnvarið og kr. 27,000.00 bygt úr steini eftir vana- legum smíðaútreikningi hér í Reykjavík.” “1 hverju liggur sá stóri verð- munur?” spyrjutn vér. “Aðallega i sparnaði á erlendu efni,” svarar Kristján, t. d. kostar þessi stein- steypuplata neðan á loftinu með öllu, um kr. 450.00, en timburklæðing með múrhúðun um kr. 800.00. Efn- ið í þakið telst mér til að rnuni kosta kr. 600.00, en væri það járnvarið timburþak, mundi efnið í það kosta um kr. 1200.00.” “Hvar fenguð þér reiðingstorf- ið?” "Frá Kaupfélagi Eyfirðinga, það var ekki til annarsstaðar þurt og svona skorið í vetur, þegar byrjað var að byggja húsið. Annars mun reiðingstorf vera nægilegt í flestum sveitum landsins.” “Hvenær hugkvæmdist yður að byggja á þennan hátt?” “Langt er siðan eg fór að hugsa unr að taka upp torfið til hlýinda i húsum1, en aðallega hefir þessi hug- mynd mín þróast seinustu 3 árin, sem nú birtist hér í veruleikanum. Og þótt fyrsta tilraunin sé gerð hér við Reykjavík ihet'ir altaf vakað fyrir mér að þetta byggingarlag verði einkum notað i sveitum.” "Hafið þér sýnt byggingarfróð- um mönnum húsið?” “Já, og skýrt hugmyndir mínar fyrir þeim. Hefi eg hér umsagnir nokkurra þeirra um þessa húsa- gerð.” Vér lesum þessi meðmæli og eru þau yfirleitt mjög lofsamleg. T. d. segir Þorlákur Ófeigsson bygginga- meistari: . . . “Mér virðist veggja- gerð þessi hafa margt til síns ágætis og lízt mér yfirleitt mjög vel á þessa hugmynd. Eitt er víst: Húsin verða ákaflega hlý og er það ómetanlegur kostur, þar sem upphitun er af skornum skamti, eins og víðast er í sveitum,” . . . Ragnar Þórarinsson húsasmíðameistari segir: . . . “Það DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. ROBERT BLACK SérfrœíSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofustmi — 2 2 261 Heimill — 401 9»1 Dr. S. J. Johannesson Viótalstlmi 3-5 e. h. 21» SHERBURN ST. Slmi 30 877 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur löofrœOincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Liindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STKEET PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver A.S.BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr Allur útbúnaCur sft. bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrlfstofu talsími: 86 607 Helmllis talslml: 601 562 sem eg tel sérstaklega kosti, er í fyrsta lagi það, hvað vel er séð fyrir því að gera húsið hlýtt og rakalaust, en það er höfuðkostur íbúðarhúsa, ekki einungis séð frá því.sjónarmiði, hvað það er mikill eldiviðarsparnað- ur, heldur og einnig frá sjónarmiði heilsufræðinnar eins og allir vita. Annar kostur er það að mér virðist þessi húsagerð tiltölulega ódýr, all- mikið ódýrari en til dæmis sæmilega vel gerð járnvarin timburhús, end- ingargildi tel eg og sambærilegt vel gerðra timburhúsa að minsta kosti, en þar sem gjört er ráð fyrir að húsið sé múrað utan og innan er augljós mikið minni eldhætta en í timburhúsum.” “Hafið þér sótt um einkaleyfi á þessari byggingaraðferð yðar?” "Já, það er á döfinni ásamt sér- stakri aðferð til þess að einangra steinhús með torfi.” "Hvað hugsið þér yður að taka fyrir leyfi til að byggja svona?” “Víst gjald á teningsmeter í hús- inu, sem verður lítill hluti af því sem sparast í efni við þessa húsa- gerð. Eg vona líka að menn fái það gjald margendurgoldið i eldi- viðarspamaði.” Vér kveðjum nú Kristján Gunn- arsson og þökkum honum fyrir að hafa sýnt okkur þetta merkilega hús, sem ef til vill er vísir að stór- kostlegum endurbótum á húsagerð í landinu, spara miljónir í erlendu byggingarefni og skapa mönnum aukna möguleika til þess að byggja yfir sig hlý og ódýr hús. Þeir, sem stjórna byggingarmál- um í sveitum landsins ættu að at- huga þessa húsagerð, því vera má að hér sé lausn á byggingarmálum sveitanna, sem svo mikið hefir verið um rætt og ritað. —Nýja dagbl. 23. júní. DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG J. T. THORSON, K.C. islenzkur XöofrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arllngton SlMI 35 550 Finnl oas I sambandi við lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl. J. J. SWANSON & CO. LIMITED «01 PARIS BLDG., WINNIPEO Faatelgnas&lar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldsftbyrgO af öllu tægl. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPBO pasoileour 00 róleour bústaOur < miObiki boroarinnar. Herbergi «2.00 og þ&r yflr; m*S baBklefa «3.00 og þar yflr. Agætar m&ltlölr 40c—«0c Free Parkino for Quests 55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553 Business and Professional Cards

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.