Lögberg - 21.07.1938, Page 4

Lögberg - 21.07.1938, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938 ----------------------- Högfcerg Gefí8 út hvern flmtudag af T H X COLTJMBIA PREBB LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritHtjórans: EDITOR LiÖQBERO, 6*5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð »1.00 um árið — Borpist /yrir/ram The "LAgberg” ls printed and published by The Celumbia Preee, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Varhugaverð afátaða Síðan hengilás-lögin illraemdu voru inn- leidd í Quebec í fyrra, hefir meira verið talað um Fasisma í Canada en nokkru sinni fyr, og fer það að vonum; þóttu lög þessi sverfa svo að einstaklingsfrelsi fólks í Quebec, að miklu fremur minti á einræðislöndin Italíu og Þýzkaland en lýðfrjálsa, canadiska þjóð. Raddir komu fram um það, að hér væri ein- ungis um sérmál Quebec-fylkis að ræða og þar af leiðandi væri ástæðulaust fyrir hin fylkin að óttast um afleiðingarnar. Nú var það þegar sýnt, að hér hlyti að vera um hina örgustu kórvillu að ræða, með því að engin nýstefna er þannig úr garði ger, eða þess eðlis, að víst sé að henni verði haslaður völl- ur innan vébanda eins einstaks fylkis; enda er það nú vitað, og komið á daginn, að form- ]eg samtök Fasista hafa verið stofnuð í land- inu, hvort sem þeim verð'ur langra lífdaga auðið eða ekki; slíkt verður einvörðungu komið undir trúmensku þjóðarinnar við hug- sjónir lýðræðis og mannréttinda, eða þá þeirri vesalmen-sku, sem lætur bjóða sér alt og kyssir auðsveip á vöndinn. Hinn nýstofnaði Fasistaflokkur hélt fyr- ir skömmu hið fyrsta allsherjarþing sitt í Toronto; var foringi flokksins, Adrien Arcand, auðsjáanlega á báðum buxunum og talaði digurbarkalega um sigurför stefnu sinnar. Og þó flokksþing þetta væri fremur fásótt, duldist það þó engu að síður, að á ferðinni væri næsta harðsnúin fylking, sem þjóðinni bæri að gjalda varhuga við, bæri hún óskerta virðingu fyrir andlegu ojg efna- legu freléi sínu. Eins og nú horfir við, sýnist Quebec-fylki vera ákjósanleg tilraunastöð fyrir kúgunarstefnu þeirra Mussolini og Hitlers, hvernig sem hjólin kunna að snúast þegar fram í sækir. Vitað er það, að sambandsstjórn skarst í leikinn ekki alis fyrir löngu, og úrskurðaði ógild hin og þessi löggjafarnýmæli, er fylkis- þingið í Alberta afgreiddi í vetur sem leið; sum lögin voru borin undir hæztarétt Canada til úrskurðar, og voru á þeim vettvangi vegin og léttvæg fundin, með því að þau bryti í bága við stjórnskipulög landsins, og væri þjóðareiningunni alt annað en hliðholl; þessi sömu lög og enn önnur, voru lögð fyrir hæzta- rétt Breta og sættu þar sömu útreið. Ekki hefir sambandsstjórn, svo vitað sé, sætt* neinum verulegum ákúrum vegna meðferðar- inflar á þeim málum, nema éf vera skyldi af hálfu hlutaðeigandi stjórnarvalda í Alberta. Og með þetta fyrir augum, mun þjóðin hafa gert sér nokkrar vonir um að á sínum tíma biði sömu örlög hengiláslaganna í Quebec, en lsér fór á aðra leið, og getur því ekki hjá því farið, að íbúar þessa lands verði fyrir bitrum vonbrigðum. Svo að segja rétt í þinglokin lýsir dómsmálaráðherrann, Mr. Lapointe, yfir því, að stjómin sjái ekki ástæðu til að blanda sér inn í sérmál Quebec-fylkis viðvíkj- andi téðri löggjöf, né heldur muni hún leggja það til, að málið verði falið hæztarétti til úr- skurðar. Svo fór um sjóferð þá. Ekki verður það umflúið, að svo verði litið á, er tekið er tillit til synjunarinnar á framkvæmd Alberta-laganna, sem hér kenni alvarlegs ósamræmis í gerðum sambands- stjórnarinnar; ósamræmis, sem torveldlega verði afsakað. Enda verður íæpast annað séð, en að stjórnarfylgið í Quebec hafi í aug- um stjórnarinnar orðið þyngra á metunum, en sú vandræða-stefna, sem til grandvallar liggur fyrir þes-sum illræmdu hengiláslögum; stefna, sem henni bar að minsta kosti engu síður að kveða niður, en hin pólitísku hálm- strá Aberhart-stjóraarinnar í Alberta. Frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er, verður af- staða sambandsstjórnar til kúgunarlaga Quebec-sjtórnarinnar, að teljast næsta var- hugaværð ; með hliðsjón af pólitískum augna- bliks hagsmunum, má ef til vill bera eitthvað í bætiflákann fyrir stjórnina og niðurstöðu hennar í málinu; á öðrum grundvelli verður það ekki gert. Og mikið má það vera, komi henni ekki fyr en síðar kjarkleysi sitt í þessu efni, óþægilega í koll. Setur met í hraðflugi Mr. Howard Hughes, amerískur miljóna- mæringur, setti met í hraðflugi með því að fljúga yfir yfirborð hnattarins á rúmum fjórum dögum. Ýmsir aðrir gera meira úr þessu afreki en Mr. Hughes sjálfur, sem læt- ur lítt yfir sér, og kveðst á engan hátt hafa “numið ný lönd” á sviði fluglistarinnar eins og fyrirrennarar sínir hafi gert; þó verður ekki um það deilt, að æfintýri hans sé mikil- vægt og veki heimsathygli. Fram að þessum tíma hefir enginn komist eins nálægt því að fljúga umhverfis hnöttinn og Miss Amelia Earhart gerði, og átti hún þó ekki annari eins flugvél á að skipa og Mr. Hughes notaði. Mr. Hughes flaug umhverfis yfirborð jarðar á því sem næst helmingi styttri tíma en Mr. Wiley Post; hinn síðarnefndi þreytti flug sitt aleinn. Mr. Hughes hafði með sér fjóra sér- fræðinga á ferðalaginu, auk þess sem flugfar hans skaraði langt fram úr að orku og ný- tízku útbúnaði. Fimm ár eru liðin frá því er Wiley Post fór hinn fræga flugleiðangur sinn, og hefir flestu, sem að flugi og flug- búnaði lýtur, skilað hraðfara áfram síðan. Mr. Wiley Post var í vissum skilningi hinn mikli frömuður, er grundvöllinn lagði að ör- uggum flugleiðum milli Norður-Ameríku og Norðurálfunnar; hafa Rússar fært sér vel í nyt uppgötvanir hans og flogið þrásinnis um sömu vegu. Mr. Hughes hefir með flugafreki sínu fetað trúlega í fótspor hans, en sett met í hraðflugi vegna þeirra geysilegu framfara, sem flugvélar og flugbúnaður hefir tekið seinustu fimm árin. Ungfrú Pearl Pálmason Eins og þegar hefir verið vikið að hér í blaðinu, dvelur ungfrú Pearl Pálmason á Is- landi um þessar mundir; hún hefir stundað framhaldsnám í London síðan í fyrrahaust, hjá einum hinna frægustu fiðlukennara, er nú lifa, Carl Flesch; áður hafð hún um nokk- urra ára skeið notið kenslu við hljómlistar- skólann í Toronto við framúrskarandi orð- stír, og hlotið hvern námsstyrkinn á fætur öðrum; undirstöðuna að námi sínu fékk ung- frú Pálmason hjá Pálma bróður .sínum hér í borginni. Nokkrir vinir ungfrú Pálmason, er höfðu óbifanlegt traust á hæfileikum hennar.og viljafestu, gerðu henni það að nokkru leyti kleift, að fara til London og stunda þar fram- haldsnám; þeir hafa ekki orðið fyrir von- brigðum, því svo hefir henni skilað áfram, að vel má ætla að hámarksdraumurinn rætist. Ungfrú Pálmason hefir efnt til hljóm- leika í höfuðstað Islands við afar mikla að- sókn og hlotið aðdáanlega dóma hinna hæf- ustu tónlistarmanna; hún kom, sá, sigraði. Lögberg birti í fyrri viku ágætan ritdóm um hljómleika ungfrú Pálmason í Reykjavík; stóðu þau umrnæli í Nýja Dagblaðinu. Dag- inn eftir hljómleikana, þann 17. júní, flutti Morgunblaðið eftirgreind ummæli um ung- frú Pálmason og list hennar, eftir allra víð- frægasta hljómlistarsnilling íslenzku þjóðar- innar, hr. Pól Isólfsson, þar sem komist er þannig að orði: “ Sjöundu og síðustu tónleikar Tónlistar- félagsins voru haldnir í Gamla Bíó í fyrra- kvöld. Ungfrú Pearl Pálmason fiðluleikari frá W7nnipeg annaðist þá, með aðstoð Arna Krstjánssonar. Ungfrúin er enn mjög ung að aldri, en á þegar langt og mikið nám að baki hjá ágætum kennurum, nú síðast hjá Carl Flesch í Lundúnum. Kunnátta hennar er geysimikil orðin, skapið stórt, en með- fæddar músíkgáfur mjög miklar, smekkvísin örugg. Fyrsta verkið var “La Folia,” eftir Corelli, endursamið af Kreisler — og ekki al- staðar til bóta. Þrátt fyrir ofurlítinn óstyrk í byrjun, leysti hún þetta vandasama (og í hinum nýja búningi afar er»fiða) hlutverk afburðavel af hendi. Hið sama er að segja um c-moll sónötu Beethovens, sem þau Arni Kristjánsson túlkuðu bæði skínandi vel. I D-dúr konsert Paganinis gafst. ungfrúnni tækifæri til að sýna, hversu alhliða og leik-’ undi tækni hún hefir náð og að hún er vel á veg komin með að ná alveg fullkomnu valdi yfir fiðlunni. Að lokum lék hún fjögur smærri verk. Var allur leikur hennar mynd- ugur og víða töfrandi fagur og heillandi. Arai Kristjánsson lék undir með festu og af mikilli smekkvísi. Húsið var troðfult og fagnaðarviðtök- urnar miklar og hjartanlegar. Var ungfrúin margsinnis kölluð fram og lék aukalög.” Öhjákvœmileg þjóðræknisskylda ■Islenzku vikublöðin vestan hafs hafa verið og eru veiga- mesta tengitaugin, er gert hafa kleif mannfélagssamtök meðal Vestur-íslendinga; án þeirra hefði félagsmál vor verið fyrir löngu komn í kaldakol. Sér- hver sá, er í fullri einlægni læt- ur sér hugarhaldið um íslenzka tungu og íslenzkar menningar- erfðir í þessari miklu heim^- álfu, og það eru vonandi flest- ir, hlýtur jafnframt að láta sér ant um það, að blöðin megi þrífast sem allra bezt; þau hafa alla jafna átt á brattann að sækja í f járhagslegum skilningi og eiga það vitaskuld enn. Það veltur því að sjálfsögðu afar- mikl á að þau séu borguð skil- víslega. Nú er farið að síga á seinni hluta árs, og enn eiga allmarg- ir ógoldin áskriftargjöld siín. Úr þessu verður að bæta. Þeir, sem að útgáfu Lögbergs standa vilja með línum þessum vin- samlega mælast til þess, að þeir, sem enn hafa eigi gert full skil geri það nú hið bráðasta. Það ey alvarleg þjóðræknis- skylda, að standa í skilum við blöðin og styðja þau af fremsta megni. Aðvörunar og hugsjóna kenningar Herra ritstjóri Lögbergs:— Mér ber að þakka þér fráganginn á Áramótavísunum, sem út komu i Lögbergi 7. apríl 1938. Eg sé þaÖ nú bezt hvaÖ þú og stílsetjarinn þinn hafið verið mér velviljaðir, þegar eg fer að bera handritiÖ sam- an við blaðiÖ. Því blaÖið skarar sumstaÖar franr úr handritinu, en sérstaklega þó í einni ágætri prent- villu. Er þar þó bara um tölustaf aÖ ræða, en ekki bókstaf — og veit eg ekki ástæðuna fyrir því að þessir 10 töJustafir, sem til eru (Rómverja tala undanskilin) fái ekki að heita bókstafir eins og hinir, þar sem þeir eru æfinlega allir í öllum bókum, sem hafa 10 blaðsíður eða fleiri? Þessi tölustafur sem hér er um að ræða, er enginn aukastafur — eða stafur á röngum stað, og ekki er hann stór eða hár stafur, heldur bara meinleysinginn 2 í tölu, i stað- inn fyrir vesailinginn 1 í tölu. Svo • undir öllum náttúrlegum kringum- stæðum þá hefði bara átt að muna einum? En það fór eins með þessa 2 í tölu og stundum fer með stjórn- málamenn, ritstjóra og skáld og aðra fyrirliða og forseta, sem standa fyr- ir framan þjóðfélagsnúllin — að það er undir núllunum komið hvað fyrirliðinn er látinn þýða — jafnvel þó hann í sjálfum sér tákni bara 1 eða 2 eftir ástæðum — og núllin ekki neitt án hans? Ekki get eg fundið Eddu-kenn- ingu í þessari prentvillu? En eg sá strax að hér er um spádómskenningu að ræða? Eða hugsjónakenningu, sem getur breyst í lífsspeki eða staðreyndar kenningu? Svo annar- hvor ykkar eða báðir (þú og stílar- inn) hljótið að búa yfir spásagnar- anda, og vera þar að auki hugsjóna- menn og lífsspeki og staðreynda vitringar ? Eru nú færð rök fyrir því sem áður var ritað í “Ritvillu-kenning- um”: Að það eru bara sumar prent- og ritvillur Eddukenningar? í for- málanum fyrir Áramótavisu útgáf- unni var eg að geta þess til að vin- um og kunningjum fyndist vísurn- ar vera farnar að láta sig eða dofna, fyrir áramótin 1937 og 8? Og þar kemur spádóms-kenningin til sögu, með þessa áðurnefndu 2 fyrir framan 937, — og lætur visurnar halda sínum upprunalega krafti i 1000 ár ! — og er þetta sú stórvægi- legasta viðurkenning, sem enn hefir verið gefin syndugum manni i þess- ari jörðu fyrir 'heilagar uppfvnd- ingar? Að eg nefni ekki leirburð — eða moldargraut — og þaðan af léJegri skáldskap? Eennimenn og hugsjónaspekingar tuttugustu ald- arinnar þurfa nú ekki lengur að líta 100 ár um öxl? Nú er hægt að horfa 1000 ár fram, og sjá hina hjóllærðu fræðimenn og fyrirliða hinnar norrænu kynslóðar lesa með einlægum farisea og hræsnara svip Áramótavísurnar mínar — eins og goðmagnað Hávamál — á meðan verið er að sarga líftóruna úr nýti- legustu framsóknarmönnum sam- tíðarinnar — á öllum sviðum? Eg er “sto-ltur” yfir þessari viðurkenn- ingu! Þið eigið eftir að sjá framan í mig! Eg þarf að taka í vina hendur í Winnipeg og þakka þessa þúsund ára komplimenteringu. Til athugunar vil eg nú geta þess hér, að þessa umræddu þúsund ára hug- sjóna-kenningu er að finna í for- málanum fyrir Áramóta-vísu-útgáf- unni. Um aðrar prentvillu-kenn- ingar er ekki að ræða þar, ritvillu stafamunur á stöku stað, og þó hann bneyti hvergi hugsun eða skemmi vísurnar að neinum mun, vil eg þó tilfæra ihann, og eina kenningu hefi eg fundið. En hún er hvorki rit- villu- eða prentvillu-kenning, heldur tiilfærslu-kenning, sem verður að aðvörunar-kenningu, og geri eg má- ,ske grein fyrir því siðar. Fyrir- sagnir “Áramóta-vísnanna” eru rétt- ar að öðru en því, að J-ið hefir fallið (út i loftið) af nafni J. Magnúsar Bjarnasonar, en komið þó til baka eins og dúfan, haft hamaskiíti á túrnum:, orðið að t-i, og sest í nafn Ben. B. Bjarnasonar bróður míns. í vísu Guttorms í efstu hendingu þar sem “er” stend- ur, á að standa “eg.” Nú erum við komnir að vísu skáldkonunnar G. H. Finnsdóttur. I annari hendingu hafa tvö villulaus tveggja atkvæða orð rokkerað— svo að rímið fer út um þúfur —en meiningin heldur sér. —Þetta kalla eg tilfærslu eða aðvörunar-kenningu. Og kom hún mér ekki á óvart. Þetta var eina vísan, sem eg hafði tíma til að verða óánægður með, áður en eg sendi handritið frá mér. Og hefði eg ekki þurft að ihafa þann hraða við? Nú þegar eg fer að athuga þessar “Ára- mótavísur" frá vísindalegu sjónar- miði, þá er eg óánægður með þær allar, og hefi því hugsað mér að yrkja þær upp að nýju við tækifæri. En í bráðina ætla eg að hafa vísu skáldkonunnar G. H. Finnsdóttur svona: Eg mun huga altaf að öllum sögum þinum, Skyldi Gísla gruna það— Af gömlu skónum mínum? Stúlku-visan er “há-rétt” að öðru leyti en því að þú, eða þið, hafið sett setu í hana á einum stað. — Þú hefir ekki vitað að mér er illa við og eg skrifa aldrei setu nema óvilj- andi — því þá tapa eg um leið skáldskapargáfunni, því setan minn- ir mig á “niðursetning”, sem situr í hugsjóna-lausri þöyn. Eg veit að þú hefir ekki gert þetta í þeim til- gangi að svifta mig skáldskapar- gáfunni? Svo hafa spurningar- merkin við þessa vísu breyst í “högg” og “slög” — og þótti mér það verra, því eg ætlaðist til að fá svar frá stúlkunni.— I vísunni “Til hinna,” sem byrj- ar svona: “Það er kjánaskapur að kyssa mig”—Eg vil breyta einu orði í þessari hendingu og hafa hana svona: Það er kjána-skapur að kyssa þig! o. s. frv. Þá erum við .komnir að “Jarð- hrapinu.” Það var ljóta hrapið? Þar hefi eg gleymt að skrifa 50% af fyrra atkvæði fyrsta orðs í fyrstu línu fyrra erindis — fyrstu jarð- hrapsvísu sem kveðin hefir verið á þessari jörðu? — Eg tek þessa gleymsku mína sem aðvórunar- kenningu: því það er ekkert vit í því að skrifa “Áið” þegar bráð- nauðsynlegt var að skrifað Arið? eins og í þessu tilfelli var. Eða hvert átti jörðin að hrapa annað en gamla-árið “einu sinni enn á ný” — eins og hún hefir gert að undan- förnu — úr því hún forgekk ekki á nýárinu? Það var engin von að R. P.*) vissi hvenær hún hefði byrjað á þessu hringsóh — eða hve- nær hún myndi ihætta þvi? F.n úr því eg tek þetta sem aðvörunar- *)Sjá nýársræðu R. P. í Heims- kringlu 5. janúar 1938. kcnningu, þá ætla eg að breyta þriðja orði í seinustu hendingu þessarar vísu og setja vill í staðinn fyrir “mun.” Eg vil taka það fram hér, þeim til leiðbeiningar, sem ókunnir eru stjörnufræði, að það var ekki eg, sem “hratt” jörðinni út í þetta hringsól í kringum sólina, þó eg nefndi það “jarðhrap” og héldi því fram í visunum, að nýja árið, sem svo er nefnt, væri og hefði verið endurtekning hins gamla Eða með öðrum orðum: að jörðin hrapaði bara gamla árið, upp aftur og aftur, og hvert hrap væri aukahringur í kringum sólina. Og ekki á R. P. neina sök á þessu “jarðhfapd,” þó hann hinsvegar upplýsti menn um það: að svona mældi jörðin tímann með sjálfri sér og sólunni. Það er ekki ýkja langt síðan að jörðin komst á þessa hreyf- ingu í hugskoti kristinna manna. En að hún sé altaf að hrapa, dettur manni sjaldan í hug, enda er það ónotalegur hugarburður, ef hún skyldi reka sig á eða detta ofan í ? Kóperníkusi er kent um þetta strákapar. ^ Og jörðin er ekki búin að hrapa nema 395 hringi umhverfis sólina síðan ihann (Kópernikus) ýtti svo við henni (jörðinni) að hún fór að hreyfast i hugskoti kristinna manna. Garnlar þjóðsögur halda því fram að Grikkir hafi eitthvað verið búnir að loka um jörðina, þá fyrir löngu. Og Indverjar og Kínverjar á undan þeim. Jósúa “stríðsstólpi’ ’ Jafa og ísraelsmanna tók mestu ferðina af sólinni, á meðan hann var að yfir- vinna óvini hans og þeirra, þó fáir hafi kunnað að meta það og skilja fram á. þennan dag; Og er það þó fyrir löngu á daginn komið, þó ekki haldi hún kyrru fyrir heldur. Vinsamlegast, Jak. J. Norman. Hátíð í Markerville 29. júni var merkisdagur í sögu islenzku bygðarinnar við Marker- viLle, Alberta. Héldu bygðarbúar þann dag fimtugs afmæli bygðar- innar. Oft hefir það komið fyrir áður, að votviðri og þar af leiðandi slæmir vegir, hafa skemt fyrir há- tiðahöldum þar. Dagurinn rann upp bjartur og sólríkur, ekkert ský á lofti, og allir akvegir upp á það bezta, svo allir voru glaðir og vongóðir, að nú fengi þeir hagstætt veður fyrir hátíðar- haldið. Alllra vegir láu til Marker- ville þennan dag. Laust fyrir rniðjan dag byrjaði hátíðarhaldið, með því að öllum sem til staðar voru var boðið til miðdags- verðar í “glitfögrum laufgrænum lundi,” rétt sunnan við þorpið. Höfðu þar verið sett upp mörg langborð og bekkir; voru borðin þakin með snjóhvítum dúkum og skreytt með blómum. Var það kvenþjóðin sem auðsjáanlega hafði þann vanda á hendi að sjá urn það, Þegar fólk var sezt undir borð, kom regnskúr; enginn virtist gefa því gaurn, þvi fyrir framan þá voru borðin þakin af óteljandi réttum, sem þeim kom ekki til hugar að flýja frá, hvað sem á gengi, fyr en allir hefðu gért því góð skil. Til allrar lukku varð þetta aðeins dálítiLl skúr. Á miðju háborðinu vari stór afmæliskaka, og er allir höfðu matast, stóð upp Mrs. Thor- björg Jónsson ( kona Bjarna Jóns- sonar frá Auðnum) og skar hún af- mæliskökuna, svo allir fengi að smakka hana. Var Mrs. Jónsson kjörin til að inna þetta verk af hendi, því hún er eina konan sem er á lífi, af þeim konum, sem komu i fyrsta hópnum, sem kom og stofn- aði bygðina. Er allir höfðu matast, stóð upp forseti dagsins, Mr. Ófeigur Sig- urðsson, sem stýrði öllu hátíðahald- inu með sinni velþektu röggsemi. Skemtiskráin var sem fylgir: 1. Ávarp forseta—- Ófeigur Sigurðsson. 2. Sungið — O Canada 3. Ræða— John Johnson frá Edmonton. 4. Sungið — Hvað er svo glatt. 5. Ræða— Dr. C. Marker frá Edmonton.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.