Lögberg - 21.07.1938, Qupperneq 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938
5
6. Sungið — Ó GuÖ vors lands.
7. Ræða—Dan. Monkenberg,
Markerville.
8. SungiÖ—Þótt þú langförull.
9. RæÖa—T. L. Gaetes, Red Deer
10. SungiÖ—
Fánýtt var um fæÖing hans
11. RæÖa—Séra Pétur Hjálmsson,
Markerville.
12. Stutt ávarp til yngri kynslóÖar,
S. Guðmundson, Edmonton.
13. Ræða—Jóhann Björnsson,
Innisfail.
14. RæÖa og upplestur—
Bjarni Jónsson frá Auðnum.
15. Sungið—Maple Leaf for Ever.
Einar P. Jónsson sendi bygðar-
búum kvæði í tilefni af afmælis-
fagnaðinum.
Vrar John Johnson frá Edmonton
aðalræðumaður dagsins. Hann var
einn af fyrstu landnámsmönnum í
þessari bygÖ, og er hann því per-
sónulega kunnugur öllu þvi sem
dreif á dagana á þeim tíma, og var
þar um mikinn, sögulegan fróðleik
að ræða. Var það augljóst að Mr.
Johnson á þar ítök í minni margra
þar, frá þeim tíma sem hann átti
heima þar i bygðinni. Hann talaði
á íslenzku, og þeir séra Pétur
Hjálmsson, Jóhann Björnsson og
Bjarni Jónsson. Höfðu allar ræður
þessara manna mikinn sögulegan
fróðleik að innilhalda, frá frumbýl-
ingsárunum; en þar sem þeir allir
töluðu blaðalaust, nenia Jóhann
Björnsson, þá er ekki líklegt að neitt
af þeim verði birt i blöðunum. Mjög
líklegt er að Jóhann Bjömson sendi
sína ræðu til íslenzku blaðanna, þar
sem hann hefir uppkast að henni.
Bjarni Jónsson frá Auðnum las
upp kvæði eftir St. G., sem aldrei
hefir komið á prent. Flutti skáld-
ið þetta kvæði í samkvæmi, sem
haldið var eitt vorið, þegar barna-
skólanum var sagt upp. Var það
snemma á tíma, þegar Jón Guð-
mundson, sem nú býr i Calgary, var
þar skólakennari. Má sjálfsagt telja
þetta kvæði sem eitt af listaverkum
Stefáns. Stakk eg upp á því við
Bjarna Jónsson, að hann sendi ís-
lenzku blöðunum afskrift af þessu
kvæði, yrði það þá betur varðVeitt
fyrir framtíðina. Eg vona hann
gjöri það. . •
Inni-íþróttir fóru fram eftir mið-
daginn, og fjölsóttur dans um
kvöldið.
Söngflokkur Markervil'le-búa er
fámennur, en þar er söngfólk, sem
hefir mikla sönghæfileika, enda létu
íslenzku ilögin vel í eyrum okkar
landanna. W. S. Johnson verzlun-
armaður í Markerville er söng-
stjórinn. Mrs. W. S. Johnson er
kona af canadiskum ættum', en hún
tiltheyrir þessum íslenzka söng-
flokk, og syngur íslenzku lögin full-
um fetum.
Það má með sanni segja, að þetta
hátíðahald var hið skemtilegasta og
ánægjulegasta í alla staði, og nefnd-
inni sem fyrir því stóð til heiðurs
og sóma. Var þar margt fólk sam-
an komið og nokkrir frá Calgary,
Edmonton, Red Deer og Sylvan
Lake. Veðrið var hið ákjósanleg-
asta og öll náttúran, hvert sem mað-
ur leit, í sínum skrautlegasta sum-
arskrúða. Fólkið alt glaðvært og
alúðlegt, margir gamlir kunningjar
og vinir frá yngri árunum hittust
þar aftur, sem ekki höfðu sézt í
fimtíu ár, þó flestir af frumherj-
unum gömlu hvíli nú undir grænni
torfu, þá eru samt nokkrir þeirra
enn á lífi. “Ekki hefði eg þekt þig
aftur,” var oftast viðkvæðið, er
unglingarnir frá 1888 mættust þar,
sem flestir höfðu þá átt 'heima við
Mountain, N. Dak. Það er gleði-
efni fyrir alla þá, sem nokkuð
þekkja hér til, að þeir líta allir vel
út, glaðir og ánægðir, þó nornin
“Elli” hafi breytt útliti þeirra og
öllum hreyfingum, frá því sem var á
æskuárunum.
Markerville-bygðin er fögur og
frjóvænleg á þessum tíma ársins
Akrar og engi hafa víst sjaldan litið
eins vel út og nú. Tallsvert er þar
stunduð griparækt og sauðf járrækt,
því viða var að líta ihópa af naut-
gripum og sauðfé á beit. Ekki er
mér kunnugt um í hvað stórum stil
það er. Einn bóndinn þar, Mr.
Öfeigur Sigurðson á 125 ær og 160
lömb. Mun það vera stærsti fjár-
hópurinn, sem einn bóndi á þar i
bygðinni.
V. Guðmundson.
Hví grætur barnið
Eftir Pétur Sigurðsson
Börn gráta, er þau týna barna-
gullunum ’sínum eða brjóta þau. —
Gráta ekki æskumenn og aldraðir
líka þetta mikla tap? Jú, en þeir
gráta öðruvísi. iíörnin gráta frekast
með augunum, en unglingar og full-
orðnir gráta með hjartanu.
“Hvað er sárast að syrgja?” spyr
Jóhann Gunnar Sigurðsson, og
svarar: — “Sakleysi horfið.”
Sjálfsagt grætur margur maður-
inn ihorfið sakleysi — grætur í
leyni, grætur með hjartanu. Annað
hygg eg að hjörtu manna gráti nú
almennara:
Traustið.—
Traustið er barnsins mikla auð-
legð, en barnagullin brotna og týn-
ast. Með áriinum kemur lífs-
reynslan, og lífsreynsfan kennir
flestum það, að ekki er alt eins
traust og örugt, eins og barnið
heldur.
Æskan - er jafnan umtalsefni
manna. — “Cnga fólkið,”* segja
menn. “Hvað finst þér um æsku-
lýðinn ?” — Þegar mönnum líður
illa eða gengur illa, þá kenna þeir
jafnan einhverju um. Óánægð og
klaufsk kynslóð kvartar jafnan um
afturför hjá uppvaxandi kynslóð.
Ef uppeldið hefir tekist illa, verður
að kenna einhverju um. — Og er
ekki barnið óþægt ? Er þar ekki
altaf átylla?
Eg geri stundum athugasemdir
við æskulýðinn, en eg hefi iíka tek-
ið málstað hans. Eg hefi stundum
sagt betra um hann, en hann ef til
vill á skilið, en stundum sennilega
haft hann fyrir rangri sök.
Mér lizt vel á æskumenn en þar
hefir margur týnt dýrmætasta
barnagullinu ^sínu — traustinu. Ætti
eg að benda á veilur i lifi ungra
manna þá mundi eg segja: — Skort-
ur á lífsgleði og vinnugleði finst
inér vera þar áberandi. — Hvi ekki ?
Æskumenn hafa mist traustið á
samtið sinni:: á stjórnum og
stjórnmálaflokkum, á stefnum og
einstökum mönnum, á verzlun, við-
skiftum og atvinnufyrirtækjum:
mist traustið á þjóðskipulaginu,
traustið á framtíðinni, traustið á
þessum heimi, og að mestu leyti
traustið á öðrum heimi.
25 o*. 12.15
40 o*. ... $3.25
G&W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GCXJDERHAM & WORTS, LIMITED
Btofnsett 1832
Elzta. fcíengrisgerB I Canad*
Mikið hefir verið gert til þess að
veikja traust æskumanna á Guði og
mönnum, á öllu og öllurn. Alt er
véfengt, alt er vægðarlaust gagn-
rýnt, öllu velt um og bylt, sem hægt
er að steypa af stóli, og óreyndri
æsku sýnt lífið í hinum mislitu gler-
augum og spéspeglum stjórnmála-
öfganna.
Með traustinu hefir svo tapast
vinnugleðin og lífsgleðin, að mikl-
um mun. Engin furða þótt hjörtu
æskumanna gráti brotin og týnd
barnaguilin sín, því þau eru dýr-
mætari en alt tískuglingur fullorðins
áranna, og turnaborgir svikullar
samkepnis-menningar.
Skortur á lífsgleði og vinnugleði
fæðir af sér áhugaleysi og tómleika.
Tómleikinn og vöntunin gerir aftur
æskumanninn opinn fyrir hinu freka
og áleitna, og f'ljótan til að hlaupa á
eftir þeim, sem .hæst kallar og mestu
lofar, hvort heldur er.á sviði stjórn-
málanna eða nautna og skemtana.
Þannig lendir mörg góð sál í rán-
dýraklóm.
“Hættu að gráta, hringagná,
heyrðu ræðu mína. Eg skal gefa
þér gull í tá, þótt Grímur taki
þina.” — Þannig talar huggandi
andi lifsins.
Það er ekki ástæðulaust að menn
gráta brotin og týnd barnagull sín.
Það er ekki ástæðulaust, að traust
manna fer forgörðum. Vonirnar
bregðast, og margt er það, sem
svíkur. Einu er þó altaf hægt að
treysta:
Næstu mjiljónir ájra mun sólin
halda áfram að koma upp yfir
f jallsbrúnina i austri og hella
geislaflóði sínu yfir alla jörð, kyssa
döggvota blórníð, grátin augu barn-
anna og kveikja nýjar vonir í ung-
um hjörtum, sem ihljóðlega gráta
týndu barnagullin sin. Þannig mun
halda áfram að rísa nýr og dýrð-
legur dagur, nieð nýjum og glæsi-
legum tækifærum.
Hví þá ekki að hlakka til næsta
dags og láta sér þykja gaman að
lifa? Næsti dagur gefur efni í ný
gull, því er altaf hægt að treysta,
þótt margt bregðist í dag.
—Visir 26. júní.
Ríkiserfingi Englands
Eldri dóttir brezku konungshjón-
anna er nú 12 ára að aldri. Hún á
enga bræður, og er því ríkiserfingi
Bretlands. Siðan faðir hennar tók
við ríkjum hefir hún fengið nafn-
bótina “yðar konunglega tign.” Enn
sem komið er hefir hún samt ekki
öðlast þau konunglegu réttindi, að
slíta samtali, þegar hana lystir.
í barnaherberginu, á efstu hæð
Bluckingham hallarinnar, ber þó
harla lítið á valdi hennar. Þar ríkir
Arla barnfóstra, harðri hendi. Vilja
hennar verður hin unga konungs-
dóttir að hlita.
Þegar Arla gamla kemur inn í
dagstofuna á kvöldin og segir í sín-
um skipunarróm : “Elisabet og Mar-
grét, komið þið strax! Það er kom-
inn iháttatími!” Þá þýðir ekki fyrir
hina “konunglegu tign” að mótmæla
þessu boði.
Elísabet konungsdóttur þykir lof
gott, og það á alveg sérstaklega ve!
við hana að koma opinberlega fram
með foreldrum sínum og vera hylt
af miklum mannfjölda.
Einkakennarar annast um fræðslu
hennar, og það er lagt mikið kapp
á að hún sér þar fremri jafnöldrum
,sinumi. Hún er dugleg í sögu, landa-
fræði og málum, skrifar vel, en
reikningurinn, hann er nú svona og
svona!
Hún kann vel við sig á hestbaki
og situr hesta mijög vel eftir aldri.
"Að verða stór,” sem allra fyrst, er
draumur hennar. Og að verða að
ganga eins klædd og Margrét litla
systir hennar er henni ekki að skapi.
—Báðar systurnar eru skátar og
fyrir starfsemi þeirra í skátamálum
hafa þær fengið tækifæri til þess að
kynnast jafnöldrum sfnum.
Þegar Elísabet verður 21 árs,
fær hún 170 þúsund krónur i lófana
á ári, en ennþá fær hún enga pen-
inga, ekki svo mikið sem vasaskild-
inga. Uppeldi hennar er strangt og
henni er kent að fara vel með tím-
ann.
Á fætur fer hún klukkan 7.30 að
morgni og klæðir sig sjálf. Hún
er mjög morgungóð, og oft hefir
hún gengið góðan spöl mieð föður
sínum áður en fjölskyldan neytir
morgunverðar.
Klukkan 10 byrja kenslustundir,
sem standa yfir til 4, að öðru leyti
en þvi, að Elísabet neytir matar einu
sinni á þessu timabili.
Klukkan að ganga fimm drekkur
fjölskyldan te, og eru þá oft gestir
til borðs. Þetta er skemtilegasta
gtund dagsins finst Elísabet. Frá
5 til 7 eru systurnar með rnóður
sinni. Klukkan sjö er miðdagur
framreiddur. — En varla hafa þær
systurnar fyr kingt matnum en Arla
barnfóstra kemur inn í gættina:
'Háttatimi.” Og það þýðir ekki að
setja upp “súran svip” jafnvel ekki
fyrir hennar “konunglegu tign.”
—Fálkinn 2. júlí.
Robert Schumann
Eitt tilfinninganæmasta tónskáld-
ið, sem uppi hefir verið Robert
Schumann fæddist í þennan heim 8.
júní 1810 í bænum Zwickau i Sax-
landi, en þar var faðir hans bóka-
útgefandi. Bar fljótt á tónlistar-
hneigðinni hjá Robert og fór hann
snemima að læra á píanó, og gat ekki
um annað hugsað en hljóðfærið, svo
að móður hans var hugraun að því,
því að Robert var undrabarn og
þau eru sjaldan vön að lifa lengi.
Þegar hann var tíu ára gamall stofn-
aði hann hljómsveit með félögum
sínum í skólanum og stjórnaði
henni sjálfur. Hann fór jafnfraipt
að semja tónsmíðar og útsetti þær
jafnharðan fyrir hljóðfærin, sem
kunningjar hans í hljómsveitinni
léku á. Þannig liðu bernskuárin.
En Rp'bert varð snemma fyrir þvi
óhappi að eyðileggja á sér fingur,
svo að hann varð að hætta við að
verða píanósnillingur, eins og hann
hafði ætlað sér, en helgaði sig nú
allan tónsmiðum vog hljómsveitar-
stjórn.
Foreldrar hans voru vel efnuð og
höfðu ekki fyrirhugað syni sínum
hina erfiðu og brauðlausu braut
listamannsins. Þau ætluðu að gera
úr honum lögfræðing og í þvi skyni
var ihann sendur i háskólann í Leip
zig. Það fyrsta sem Robert Schu-
mann gerði er þangað kom var að
leigja sér fallega ibúð — og píanó
Og 'hann leitaði uppi bezta hljóm-
listarkennarann sem til var í borg-
inni, Wieck, og sótti tíma hjá hon-
um| af miklu kappi og áður en mán-
uður var liðinn af veru hans i Leip
zig hafði hann stofnað þar hjjóm-
sveit, sem ihann stýrði sjálfur. For-
eldrar hans borguðu stórfé fyrir
laganámið en Schumann gleymdi
alveg að sækja kenslustundirnar.
Tók móðir hans sér þetta mjög
nærri.
Hann tifði listamannalífi í Leip-
zig. Á kvöldin safnaði hann að sér
kunningjum pinum og ræddu þeir
um hljómlist og yfirleitt alt milli
himiins og jarðar nema lögfræði,
langt fram á nætur. Þeir vildu efla
listirnar í Saxlandi og lyfta þeim
úr því fásinni, sem þeim fanst þær
vera í og Schumann var fremstur í
flokki. Varð þessi klúbbur til þess
að stofna nýtt tónlistartímarit, sem
var merk nýjung i listarlífi þeirra
ára og þótti ærið byltingasinnaður.
Schunrann var útgefandi blaðsins og
ritstjóri og skrifaði rnest í það. Rit-
ið hét “Neue Zeitschrift fur Musik”
og gekk í skrokk á ítölsku óperunni
og frönsku “salonmúsíkinni,” sem
þá réð hugumi manna í tónlistarlíf-
inu. Útgáfa ritsins varð til þess að
dýpka skilning Schumanns sjálfs á
því hlutverki, sem honurn var ætlað
sem brautryðjanda í tónlistarlífinu.
Schumann gerði rnargar tónsmið-
ar á þessurn árum, og nær eingöngu
fyrir pianó. En nú bar það við, að
hann varð ástfanginn af dóttur
kennara síns, Clöru Wieck. \rar
hún mjög listgefin og elskaði Schu-
mann. En föður ihennar leist ekki
á blikuna. Hann var frægur mað-
ur og leit stórt á sig og hafði fyrir-
hugað dóttur sinni annan ráðahag
en að binda bagga sinum þessum ó-
ráðsetta “tónatyrðil.” Þó gæti þftta
komið til mála ef Schumann tæki
aftur upp laganámið.. Og Schu-1
mann, sem vildi alt vinna til kon-
unnar, fór að sökkva sér ofan í lög-
fræðina. En ást hans til Cloru
hafði þau áhrif á hann meðal ann-
ars, að nu for hann að semja söng-
lög. Árið 1840 komu út 150 söng-
lög eftir hann, þar á meðal ýmsir
gimsteinar, þar sem honunu þykir
jafnvel takast betur en sjálfum
meistaranum Schubert. Árið eftir
gaf hann út þrjár hljómkviður.
Þau Clara giftust nú þrátt fyrir
að Schumann tæki ekki lagaprófið,
og varð hann nú kennari við hinn
nýja tónlistarskóla í Leipzig í fáein
ár. En þaðan fluttust þau til Dres-
den. Schumann var nú orðinn fræg-
ur sem tónskáld og hafði franska
tónskáldið Berlioz borið hróður
hans til Frakklands. I Dresden
varð vegur hans mestur. Hann
stofnaði söngflokka og stýrði þeim
Og hann gerði kynstrin öll af tón-
smíðurn, þar á meðal óperu eina.
Líka bjó hann til lög við ljóðin í
Faust Goethes. Á árinu 1849 samdi
hann um 30 stórar tónsmíðar. Hann
gat ort alstaðar, á götunni, veitinga-
húsinu og innan um hávaðasama
krakkahópa.
Árið 1850 var hann ráðinn hljóm-
listarstjóri í Dusseldorff. En nú
fór honum að hnigna, þó ekki væri
liann nenta fertugur. Hann hafði
fengið heilasjúkdóm rúmlega tvi-
tugur og nú tók þessi sjúkdómur
sig upp og ágerðist svo að Schu-
mann varð vitskertur. Reyndi hann
til að fyrirfara sér í Rín en náðist
og var fluttur á geðveikrahæli og
dó þar, árið 1856.
—Fálkinn 25. júní.
sakir árið 1930, hafi verið 35 ára,
þegar hún kvaddi heiminn. Þess
er einnig getið, að danska læðan hafi
eignast ketlinga þremur árum áður
en henni var lógað. — Tommy
verður því að teljast barn að aldri
ennþá, með allri virðingu fyrir hans
23 árum, segir danskt blað nýlega.
Einu sinni sem oftar voru þeir
Kristján Danakonungur og Gústaf
Svíakonungur samtimis staddir suð-
ur við Miðjarðarhaf. Amerískur
blaðaljósmyndari óskaði eftir að
ljósmynda Kristján og fékk sam-
þykki hans til þess. Þegar mynda-
takan skyldi fara fram, bað ljós-
myndarinn mann einn, er þar var
i grendinni, að aðstoða sig ofurlítið
við myndatökuna. Maðurinn gerði
það fúslega. Þegar búið var að
mynda Kristján konung, sagði “að-
stoðarmaðurinn” :
—Þér hefðuð nú gjarna getaÖ
myndað mig, því að eg er lika kon-
ungur.
Síðan var það gert og aðstoðaði
Kristján við þá myndatöku.
♦’
TIL ATHUGUNAK:
Kona óskar ekki fyrst og fremst
eftir að vera kyst vegna kossins
sjálfs, heldur miklu fremur vegna
vitundarinnar um það, að karlmenn
girnist að kyssa haná.—Elizabeth
Hyatt-Woolf.
—Nýja dagbl. 30. júm.
Molar
Dæturnar feta ekki síður i fótspor
’feðranna en synirnir. Sonja, dóttir j
sænska sósíalistans Hjalmar Brant-
ing, flutti ræðu á 1. maí hátíðahöld-
unum í Stokkhölmi í vor. Maeg,
dóttir Lloyd George, hefir tekið
virkan þátt í stjórnmálum um lengri
tima. Dóttir MacDonalds á sæti
á þingi. Dóttir Mussolini lætur sig
stjórnmál miklu skifta, enda er hún
gift utaiyríkisráðherra föður síns,
Ciano. Koo Chu Chen, tuttugu og
eins árs gömul dóttir hins þekta
kinverska stjórnmálamanns Well-
ington Koo, semi nú er kínverskur
sendiherra í París, er einnig farin
að taka þátt í opinberum málum.
Fyrir skömmu síðan hélt hún ræðu
á fundi í London til þess að tala
máli þjóðar sinnar. Hvatti hún
Englendinga til að kaupa ekki jap-
anskar vörur.
♦
Þegar skáldsaga Björnsons, “Á
guðsvegum,” í islenzkri þýðingu,
var uppseld i Reykjavík, fékk einn
bóksalinn þar símskeyti frá umboðs-
manni sínurn á Vestf jörðum, um að
senda tafarlaust nokkur eintök bók-
arinnar. Bóksalinn sendi svohljóð-
andi simskeyti aftur umi hæl:
“Enginn á guðsvegum eftir í
Reykjavik. Reynið Akureyri.”
’ 4-
Amerikumenn vilja ávalt hafa
metið. Nú halda þeir þvi fram, að
23 ára gamall amerískur köttur, sem
Tommy heitir, sé elzti köttur i
heimi. Danir telja hinsvegar, að
hér sé ekki um met að ræða, þvi
dönsk læða, semi var lógað fyrir elli
Walch ctylat
changa tool
A
LIBERAL
ALLOWANCE
For Yowr
OLD I
watch!
TRADE IT IN
foe a N EW
17 (awalc
*29™
■9//e
THORLAKSO’N and BALDWIN
Watchmakers and Jcioellers
699 SARGENT AVE.
WINNIPEG