Lögberg - 21.07.1938, Side 6
ö LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938
Qlfllftí'INN
j Eftir GEORGE ( OWEN , 11 BAXIER |
Benn Plummer svaraði (*kki með öðru
en {>ví, að hann fnæsti; svo hlupu þeir hlið .
við hlið inn á skrifstofu Shriners..
Varðmennirnir tveir, sem stóðu þar, viku
til hliðar, er þeir sáu þá koma. A gólfinu lá
sheriffinn. Hann hafði getað velt sér þannig,
að nú lá hann í miðju herberginu, og komið
sér þannig fyrir, að hann studdi baki upp að
skrifborðinu. I þessum stelling-um starði
liann á flóttamennina með reiðibólgnu and-
litinu. Var það að þakka vasaklútnum, sem
var vel troðið upp í hann.
Benn Plummer stundi. Hann var sár-
gramur af að sjá þessa þrjá menn svona ná-
lægt sér og geta ekki hefnt sín á þeim. Því
Tom ýtti á eftir honum með skammbyssuna
á lofti. Með reiðiöskri þaut Plummtu í gegn-
um litla anddvrið og út á dyraþrepin.
Með að líta einu sinni niður eftir göt-
unni sá Tom, að nú var hver sekúndan dýr-
mæt. Fólkið hljóp fram og aftur. Frá veit-
ingahúsinu kom })að hlaupandi í áttina til
lians. Hann sá einnig, að þar var kominn
gestur hinum megin við götuna, beint á móti
fangelsinu. Af forvitni hafði hann stokkið
af baki til að vita, hverju þetta sætti. Hest-
urinn var grár, háfættur og allur fallegur að
sjá, en eigandinn skálmaði inn í búðina með
byssuna í hendinni.
Tom var sem fyr fljótur að ákveða sig.
Því stökk hann í einu kasti niður þrepin. Það
fyrsta var að koma Benn á bak Captain. Svo
varð hann að ná þeim gráa hinum megin göt-
unnar.
“Farðu á bak þessum hesti,” skipaði
liann Benn.
“Hamingjan góða,” sagði Benn og greip
andann á lofti. “Captain- Svo . . . svo þú
ert . .
“Skugginn, ef það getur komið þér af
stað. Flýttu þér á bak og út úr básnum, skil-
urðu það?”
Bldfljótt augnatillit, fult af aðdáun og
virðingu, var svarið, sem Tom fékk frá Benn,
því tíminn var naumur. Hann veifaði hend-
inni til merkis um, að hann væri tilbúinn að
ríða gegnum helvíti. ef Skugginn skipaði
lionum það og stökk á bak Captain.
Þegar Tom kom niður á götuna, sneri
hann sér við og sá Benn steita hnefann í átt-
ina til veitingahússins. Svo hljóp hann yfir
götuna, hann sá gestinn og kaupmanninn
miða á sig byssum í gegnum gluggann. Ilann
skaut í efstu rúðuna, og brotin voru ekki öll
dottin, er þeir beygðu sig niður. Þá langaði
ekki til að vera skotmark Skuggans.
Það heyrðust skothvellir niðri á götunni,
það var skotið úr gluggum og dyrum, enda
sendi Tom þeim nokkur skot á móti. Hann
miðaði hátt til að láta þá vita, að hann væri
með skammbyssu, og réttast væri fyrir þá
að gæta að sér. (
Ömeiddur náð'i hatnn Grána. Á næstu
sekúndu sat hann í hnakknum. Um leið
kváðu við böllxenir innan frá búðinni, þar
sem að gesturinn sá, að hann fengi að súpa
seyðið af þessu.
Hann hefði ekki brugðið svona við, ef
hesturinn hefði ekki verið jafn góður og hann
leit út fyrir að vera — eða jafnvel betri.
Tom snéri hestinum við og þaut eins og
ör niður götuna, og skotin hvinu alt í kring-
um hann.
Einungis var það heppnin og flýtirinn,
sem höfðu bjargað Tom frá morðkúlum þess-
um. Þetta skeði alt á nokkrum sekúndum.
Varla hafði maðurinn, sem var að leita að
Joe Shriner, byrjað að kalla uppreisnina,
þegar Tom og Benn lögðu af stað út úr þorp-
inu.
Þegar þeir beygðu fyrir götuhornið, voru
þeir komnir í hlé fyrir kúlunum. Tom sá nú,
að Benn beið eftir honum í stað þess að
bjarga sjálfum sér. Tom gat ekki annað en
virt það við hann, og þetta var fyrsta vina-
lega tilfinningin, sem hann fann til gagnvart
þessum manni, sem hann hafði hætt lífi sínu
fyrir.
1 fyrsta skifti sá Tom Captain á ferðinni.
Skepnan var jafn undursamleg að sjá og vera
á baki hennar, og þó hann hefði meira en nóg
að hugsa þessa stundina, varð hann að láta
eftir sér að dáðst að hans langteygða, svíf-
andi valhoppi, honum fanst eins og það væri
skuggi, sem svifi áfram, en ekki líkamningur.
Gráni var ekki jafn sveigjanlegur, þó hélt
hann alveg taktinum við Captain.
Það var ekki-að undra, þótt Skugginn á
þessum hesti hefði getað hæðst að þeim, sem
voru að elta hann sí og æ.
í þorpinu hafði alt komist á hingulreið.
Hófatakið og köllin heyrðust á bak við þá.
Þeir voru komnir út á autt svæði og voru á
hann, en Skugginn liafði á tdfinningunni, að
fyrstu hæðinni, þegar þeir sáu reykjarmökk
í götu endanum. Það bar vott um, að eltinga-
leikurinn var hafinn.
Þrátt fyrir hina löngni reið um nóttina,
mundu þeir aldrei ná í Captain. Tom áleit
sér sæmilgea borgið á Grána, hann var fjor-
ugur og óþreyttur. Einhver stríðnislöngun
fékk Tom til ða hægja á sér og líta við. Við
hliðina á honum var Benn náfölur, þótt- hann
væri freknóttur. Það var samt auðséð, að
það var ekki fölvi, sem kom af hræðslu, held-
ur af hrifningu yfir gerðu hreystiverki.
Aug-u hans glömpuðu. Hann vogaði sér
ekki að yrða á jafn mikinn mann og Skugg-
ann, fyr en hann sjálfur yrti á hann — það
sást greinilega — að hann brann af eftir-
væntingu.
Tom rétti út höndina og dró riffil úr
hylki, sem var við hnakkinn á Captain. Það
var riffill Skuggans, og þegar Tom tók hann
og reyndi jafnvægið, gat hann ekki að því
gert að láta í ljósi aðdáun sína og undrun.
Riffillinn var eins og smíðaður til að hafa
á hestbaki. Ef honum var haldið með báðum
höndum, virtist hann ekki þyngri en skamm-
byssa í annari hendinni.
Tom miðaði.
“I þessa átt? ” sagði Benn Plummer og
greip andann á lofti. Hn rifilskotið stöðvaði
hann.
“Einn — tveir — þrír hvellir. Fyrir
framan hópinn, sem elti þá, sáust nú þrír
mekkir af kúlum. Þeir stöðvuðu því hesta
sína, örvinglaðir við þessari aðvörun, meðan
skothvellirnir bergmáluðu milli fjallanna.
“Þetta hefði eg svarið við himin og
jörð, að þér gætuð skotið svona, þó eg vissi
að þér væruð góð skytta.”
Tom hló glaðlega um leið og hann setti
aftur rifflinn á sinn stað. Þetta mundi fá þá
til að hugsa sig um, áður en þeir kæmu of
nærri. Þeir mundu gefa honum svolítið svig-
rúm, og það var einmitt það, sem hann þurfti
með í héraði, sem hann var jafn ókunnugur,
og á hesti, sem hann þekti ekki.
Ilann gaf honum lausan tauminn, og svo
riðu þeir niður fyrir hæðina. Og mennirnir
bak við þá héldu nú áfram að elta þá. En
Tom eyddi ekki miklum hugsunum á þá. Við-
burðirnir í Carlton mörkuðu margar myndir
í huga hans, en upp úr þessu öllu kom ein
mynd í ljós, sem hafði brent sig í sálu hans.
Það var myndin af ungu stúlkunni á
silfurgráa hestinum. Það var hennar vegna,
sem hann hafði lagt alt þetta á sig, og sem
mundi koma öllu í uppnám um alt héraðið.
Hann hafði yfirunnið hinar gífurlegustu
hættur, og nú gat hann líka fært henni að
gjöf uppfylling heitustu óskar hennar.
XX
Sylvía fær fáheyrða fregn.
Sama dag sat Sylvía alein í herbergi sínu
og hugsaði um Skuggann og afbrot hans.
Jess Shermans-morðið hafði haft feikna
mikil áhrf á hana, ekki það í sjálfu sér, hvað
það var mikil óþokkaskapur, heldur af því að
maðurinn hafðl hagað sér svo dýrslega. Um
leið og hann hafði verð búinn að hefná sín,
hafði hann komið til hennar og viljað bindast
henni að eilífu. Það fór um hana hrollur, er
henni datt í hug morðingjahendur hans, og
hún hugsaði með ótta og skelfingu til þess
loforðs, sem hún hafði gefið honum: Loforð
um að hún skyldi verða hans og fylgja honum,
ef hann næði Benn út úr fangelsinu. Eins og
hún óskaði þess innilega, að fósturforeldrar
hennar fengju soninn aftur, eins var hún
hrædd að hugsa til þess, sem hún átti að borga
fyrir.
Dauft blísturshljóð heyrðist langt í burtu
í kvöldkyrðinni. Það var þetta langdregna
hljóð frá einmana uglu — einmanalegasta
hljóð, sem til var í náttúrunni. En þegar
ugluvælið endurtók sig, stökk hún upp og
rauk með það sama út í gluggann.
Henni datt alt í einu í hug, hvernig Benn
Plummer fyrir langa löngu hafði æft sig í að
væla eins og ugla og verið að reyna að kenna
henni það líka. En hún hafði aldrei orðið
jafn fær í þeirri list og hann.
Hún smeygði sér út í gluggann. Enn
heyrðist hljóðið langdregið og blítt.
Nei, það var ekki eins langt frá og hún
liafði haldið fyrst. Líklegast ekki lengra en
ofan frá hæðinni, og það var eitthvað í hljóð-
inu, sem kom henni til að halda, að það hlyti
a vera Benn Plummer. Það var ekki alveg
eins vonleysislegt og annars, auðvitað af því
að hann vantaði æfinguna núna.
En ef þetta var Benn, því kom hann þá
ekki nær? Fanst honum ástæða að vera að
spauga fyrst? En svo mundi hún það, að
hann varð að leynast einhversstaðar. Hefðu
þeir brotist út úr fangelsinu, mnndi verða
leitað að honum, og þá auðvitað fyrst og
fremst á heimili hans.
Gat það annars virkilega verið liann?
Var }>að mögulegt, að Jim, þrátt fyrir alt,
hefði rðið til Carlton og brotist inn í fang-
elsið til að frelsa Tom? Iljartað stöðvaðist
næstum í brjósti hennar við tilhugsunina. Hið
hræðilega loforð, sem hún liafði gefið Skugg-
anum, fylti hana skelfingu.
Nú heyrðist ugluvælið í þriðja sinn. Nú
var hún alveg viss. Hann hætti í miðju kafi.
Hann hafði ætlað að herma eftir uglunni, en
mishepnaðist algjörlega. Þetta var Benn að
kalla á liana.
Það hlaut að vera hann, livað sem skyn-
semin tautaði. Skynsemin sagði henni, að
liann væri langt í burtu, sæti í Carlton-fang-
elsi. En kannske var hann — já, liversu un-
aðsleg tilhug.sun — kannske hafði hann brot-
ist út upp á eigin spýtur.
Nú sá hún til ferða Benn. Hann var alveg
að komast að húsinu. Hún fyltist fögnuði við
að sjá uppeldisbróður sinn frjálsan á nýjan
leik. Hún hlakkaði til að sjá gleði fóstur-
foreldranna, þegar þau fréttu, að sonur
þeirra væri laus úr prísundinni.
Uppeldissystkinin heilsuðust í flýti, og
strax eftir fyrstu kveðjuorðin spurði Sylvía:
“Hvernig slapstu út, Benn?”
“Skugginn bjargaði mér út. Hann kom
aleinn inn í fangelsið, yfirbugaði Shriner og
alla hans menn, tók af þeim lyklana og hleypti
mér út. Þú hefðir bara átt að sjá, hvað þeir
voru hræddir við hann.”
Benn var auðsjáanlega yfir sig hrifinn
af afreksverki Skuggans. En Sylvía var ekki
eins gagntekin af lirifningunni. Hún hafði
gefið Skugganum ákveðið loforð, ef hann
ynni þetta verk fyrir hana. Hann hafði nú
staðið við sinn hluta samningsins. Hvernig
átti hún þá að geta veigrað sér við að standa
við hann af sinni hálfu?
, Þungbúin á svip spurði hún:
“Hvað drap hann marga ? Hvað marga,
Benn?”
“Ekki einn einasta,” sagði ungi maður-
inn. “Ekki svo mikið sem einn. Hann vildi
ekki einu sinni leyfa mér að gera eins og eg
vildi. Hann þorði ekki að trúa mér fyrir
skammbyssu, af því að hann var hræddur um,
að eg myndi nota hana. ”
Sylvía vissi ekki, hvað hún átti að lialda
um þetta. Það var ekki líkt Skugganum, sam-
kvæmt þeim sögum, sem um hann gengu, að
þyrma lífi fjandmanna sinna. En ef til vill
voru þessar sögur allar helber uppspuni, ef
til vill hafði ást hans á henni yfirunnið
grimd hans. Hvernig svo sem í þessu kynni
að liggja, ákvað hún að standa við loforð
sitt.
“Eg kem með þér, Benn,” sagði hún ein-
beittnislega.
Hún skrifaði kveðjuorð til fósturfor-
eldra sinna, þar sem hún bað þá fyrirgefn-
ingar á þeirri sorg, sem hún kynni að hafa
valdið þeim. “En nú er Benn frjáls, og þess-
vegna verð eg að fara.” Þannig endaði hún
bréf sitt.
Síðan læddust uppeldssystkinin á brott.
Um leið og þau fóru á bak hestunum, heyrðu
l>au hófadyn í fjarska.
“Það eru einhverjir að koma,” sagði
unga stúlkan. ,
“Það eru margir. Heil hersing. ”
Hin glöggu eyru Benns höfðu heyrt, að
hófdynurinn var frá fjölmörg-um hestum.
Ifann lyfti hendinni til að vara hana við að
segja nokurt orð, og sneri hesti sínum gegn
vindinum, sem blés úr þeirri átt, sem reið-
mennimir komu úr.
“Þeir koma þjóðveginn, lield eg,” hvísl-
aði liann. Hann hinkraði við eina mínútu.
“Nú hafa þeir snúið inn á hliðarveginn. Þeir
eru alveg komnir upp að húsinu.”
Þau þurftu ekki að hlusta lengur til að
fylgjast með stefnu reiðmannanna. Frá hæð-
inni gátu þau séð f jölda marga reiðmenn, sem
þeystu heim að býli Plummers.
“Það er eg, sem þeir eru að leita að,”
sagði Benn Plummer. “Flýttu þér heim,
Sylvía. Eg fer einn. ’ ’
Áður en hann hafði talað út, staðnæmdist
reiðmannahópurinn fyrir framan húsið með
miklum hávaða og köllum, sem orsökuðu, að
Plummer opnaði gluggann augnabliki síðar
til að spyrja um, livað væri á sevði.
XXII.
Skugginn aftur.
Því meir sem Jim Co'chrane velti fyrir
sér þeim möguleika, að Sylvía Rann mundi
hitta Tom Oonverse, því órólegra varð hon-
um innanbrjósts. Hann þekti ungu stúlkuna
nógu vel til að hafa vitneskju um hið róman-
tíska skaplyndi hennar, sem komið hafði
henni til að taka málstað hans sjálfs. Ein-
göngu vegna þess að allir hötuðu hann og
óttuðust, hafði hún tekið upp hanskann fyrir
hann af blindri þrákelkni. Hún hafði að vísu
aldrei nefnt neitt í þá átt, að hún elskaði
það væri atriði, sem komið var undir hreinni
og skærri tilviljun.
Nii inundi hún hitta alt annan maim,
mann, sem svikinn hafði verð á hinn lúaleg-
ast ahátt og lífi hans stofnað í hættu af þeim
manni, sem hún fram til þessa hafði borið
traust til. Það var sjálfsagður hlutur, að
hún mundi trúa því, sem frelsari bróður lienn-
ar mundi segja henni. Og hvaða áhrif mundi
það hafa á hana ?
Þetta hafði alt farið á aðra lund en
Skugginn hafði áætlað. Tom Converse hafði
gert hvert þrekvirkið öðru meira, svo að þau
skygðu alveg á djörfustu afrek Skuggans
sjálfs. Skugginn gat ekki annað en undrast
fífldirfsku hans.
En bak við undrunina fólst ótti. Var það
ekki merkilegt, að maðurinn, sem hann hafði
fest við nafn sitt og orðstír, skyldi búa yfir
eiginleikum, sem sköpuðu meiri styr um nafn
lians en nokkru sinni áður ? Nafn Skuggans,
hestur lians og frægð hafði skyndilega færst
yfir á annan mann.
Og livað nú — eftir að Tom Converse
hafði gert ungu stúlkunpi, sem Skugginn
elskaði, svona stórkostlegan greiða? Hver
mundi árangurinn af því verða ?
Það var ekki nema um einn kost að velja
— aðeins einn: Að koma í veg fyrir, að hún
liitti Tom Converse. Og um það varð Skugg-
inn sjálfur að sjá. En í fyrsta lagi var Tom
Converse liættulegur andstæðingur, og í öðru
lagði hafði hann Benn Plummer auðvitað á
sínu bandi, og sá maður, sem gerði Benn
mein, skyldi ekki voga sér að láta Sylvíu sjá
sig. Miklu hyggilegra væri að láta hina lög-
legu réttvísi útkljá málið. Hjákátleikinn í að-
ferðinni féll honum vel. Glæpamaðurinn
notaði arm laganna í þjónustu sína !
Hann hélt rakleiðis til Carlton-borgar-
innar.
Eins og hann hafði búist við voru á kreiki
allskyns sögur um þenna ótrúlega atburð, sem
gerst hafði. En það, sem undraði hann mest
og særði liann um leið, var það, að nú lieyrði
hann löghlýðna borgara í fyrsta skiftið tala
um Skuggann með nokkurri hluttekningu.
“Hann hefði getað myrt Shriner og þrjá
af mönnum lians,” var sagt. “Iiann liefði
getað opnað livern einasta klefa í fangelsinu.
1 því voru þrjátíu glæpamenn af hinni allra
verstu tegund. Þeim hefði hann getað slept
á Carlton-borg, látið þá ræna og rupla og
sleppa inn á milli fjallanna með fenginn.”
En ekkert af þessu hafði Skugginn gert-
Hann liatði í rauninn ekki gert annað en að
taka ein kyndil úr bálinu. Benn Plummer var
aðeins álitinn barn, sem fremur bæri að hlæja
að en meðliöndla sem glæpamann. Það var
ekki auðvelt að skilja, hvað gengið hafði að
manninum. Hann var annars ekki vanur að
koma vel fram eða láta nokkurt tækifæri
ónotað til að gera öðrum mönnum mein.
Hinn raunverulegi Skuggi lilustaði 'og
skildi. Fyrsta þrekvirkið, sem Tom Converse
gerði í nafni hans, undirstrykaði mismuninn
á æfintýramanninum og glæpamanniimm.
Við athugun á hinum drengilegu aðferðum
Tom Converse sá hann sín eigin afbrot eins
og þau voru, í öllum þeirra blóðuga and-
styggilegleika — og liann liataði Tom Con-
verse og allan heiminn miklu meira en áður.
“Ætli þeir nái í hann ?” spurði Skugg-
inn einn af þeim, sem nálægt voru.
“Nái í hann ? Það veit eg ekki. Það
hefir fyr verið sagt, að ekki væri hægt að
höndla Skuggann, en úr því að tekist hefir
að sjá framan í hann, ætti það ekki að vera
eins erfitt. Að minsta kosti hafa þeir spor-
liundar, sem elt liafa liann hingað til, aldrei
jafnast á við þá, sem nú ern að verki.”
“Ekki það ?”
“Nei. Algie Thomas hefir tekið for-
ustuna, og Joe Shriner reið burt frá Carlton
strax og liann var laus. Hann fór beina leið
til Algie Thomas. Hann sagði ekki margt,
heldur krafðst aðeins að fá að vinna undir
forustu lians sem einskonar aðstoðarmaður.
Og nú er Algie hérna hæstráðandi. ”
“Vill Shriner fara eftir skipunum ann-
ara?”
“Þótt undarlegt megi virðast, þá gerir
hann það. Shriner er alveg utan við sig af
því sem gerst hefir. Þetta er í fyrsta skiftið,
skal eg segja þór, sem illa hefir farið fyrir
honum, þetta er í fyrs.ta skiftið, að manni
hefir tekist að sleppa úr fangelsinu síðan
liann varð sheriffi, og þetta er í fyrsta skiftið,
sem nokkur maður hefir leikið hann svona
grátt. Hann hefir ekki eirð í sínum beinum
fyr en hann nær í Skuggann dauðan eða lif-
andi. ’ ’
“Eru þeir að safna liði?”
“Já. Og þeir eru vandlátir. Þeir hafa
aðeins menn, sem hafa fráa hesta, og það eiga
að vera menn, sem ekki eru hræddir og kunna
að fara með riffil og skammbyssu. Ef þú
ætlar þér að komast í liðið, verðurðu að flýta
þér að segja til þín.”