Lögberg


Lögberg - 21.07.1938, Qupperneq 7

Lögberg - 21.07.1938, Qupperneq 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938 7 Fáein orð um ljóðmæii Einars H. Kvaran Eftir Guðmund Friðjónsson ipuv£ puj Á útfarardegi Einars H. Kvaran reikaði hugurinn víða um þau lönd. eða álfur, sem andi skáldsins ferð- aðist um, árdegis og á síðkvöldum. Eg hefi heyrt fótatak hans og and- ardrátt í hálfa öld og væri margs að minnast, ef eg tæki það ráð, að “sgeja söguna alla.” En það geri eg eigi. En eg ætla að nefna tvö dæmi úr ljóðagerð hans sem endurmnning mín bar fyr- ir brjósti daginn sem hann var kvaddur í dagblöðum, kirkju og út- varpi. Kvæðið Konungurinn. í Svörtu- eyjunutn varð til á þeim tíma, þegar Einar Hjörleifsson var blaðamaður, hneptur í fjötra þess umstangs og annríkis, sem þeirri stöðu fylgir. Hugur skáldsin vill vera frjáls og laus við dægurþrasið, en er bundinn við að vinna fyrir þörfum lífsins. Þá fæðist þetta andvarp — þessi þunga stuna. Ein saga mér vöku oft valdið gat: Það var fyrir mörgum öldum — að fylkir í skrúðanum fastur sat með fætur úr marmara köldum. Fylkir — konungur! Hann er hneptur í þessa heljarfjötra. Kon- ungar eru á ýmsum stöðum, þ. e. a. s. konungshugur — úti á hafi við veiðiskap, bæði við öldustokkinn og í lyftingunni, í skrifstofu og úti á engi, bundnir við það að vinna sér til lífs. Þorsteinn Erlingsson segir um Bólu-Hjálmar: “Og vittu, þó heimskingjar hræki’ á þann svörð, þar Hjálmar i Bólu var grafinn í jörð, að konungur Hggur þar liðinn.” Einar segir um konunginn í Svörtu eyjunum1:: Til frægðar og sigurs hann fæddur var, sá frækinn og göfugur sjóli og ægishjálm yfir öllum bar á öflugum veldisstóli. Svo er sagt um Sigurð Fáfnis- bana, að hann hefði haft ægishjálm i augum. Þetta er tákn yfirburða- mannsins og í öndverðu komið frá hjálmi sem geislaði af gulli, en var þó mikilfenglegur i sjón og raun. Til eldlheitra faðmlaga elskandi vifs á enni sér réttinn bar hann— til fagnaðarauka frjálsborins lífs. því fagur sem engill var hann. En konungssonurinn situr í miðri borg, sem er öll helstorknuð í mar- mara. Dauðakyrðin drúpir yfjr kulnuðu lifi. Þar verður vitund komumannsins (skáldsins sem sög- una segir og hins skáldsins, sem kvæðið yrkir) — í heljargreipum. Hann átti að ljóma sem landsins sól á lávarða dýrðlegum þingum. Og þó er svo kyrlátt um Þorgils stól, sem þögnin ein læðist hann kringum. Þarna eru andstæðurnar svo glöggar sem verið geta, milli þess sem vera skyldi og raun varð á, málaðar í fáum, reyndar tveim dráttum. Þá er listin heima hjá sjálfri sér, þegar hún er jafnvíg báðum höndum, eða jafn hög á hendurnar báðar, þá vinstri sem hægri. Af örvænting knýtast æðarnar á öðling, er sundur er kraminn, og kappinn til frægðar sem fæddur var af flagðkonu er svipum laminn. Þessi kona er sögð í sögunni (i iooi nótt) eiginkona konungsins. (Eg get ekki nefnt hana drotningu). En í rauninni er þarna að verki örlaganornin sjálf, sú sem er fylgja ntannsins, einkanlega þeirra manna, sem eru mikillar náttúru — kyn- bornir atgerfismenn, gæfulitlir ménn en gæddir hæfileikum. Það er eigi undarlegt að slíkur fangi finni til. Og hjartað er logandi af hatri og þrá og hrellingum gömlum og ungum. Þeim getur hann aldregi flúið frá með fætur úr marmara þungum. Þ. e. a. s. hann örvæntir um lausn sina — þó að úr rættist, vegna þess að kraftaverk hvítra töfra kom honum til viðreisnar, að tilstuðlan frábærrar konu. í vorum sögum komast skáldin svo að orði, að menn í álögum komist úr dýrsham vegna þess að konur brenna hann í eldi. Marmarinn er austrænni bergteg- und. Og hver þjóð eða einstakling- ar hennar grípa til þeirra líkinga í skáldskap, sem eru hendi næstar. Nú kemur síðasta vísan í kvæð- inu og þar með heimfærslan : Fyrir þúsundum alda austur frá, á æfintýranna vegi, hún gerðist sagan, er greini eg frá. Hún gerist á hverjum degi. Það er örðugt að yrkja upp skáld- sögu eða æfintýr. En þarna er það gert svo vel, að þó að ekkert kvæði væri til eftir höf. annað en þetta, væri hann samt tvímælalaust ljóð- skáld. Ejöldamargir menn yrkja laglega. En i ótal þess háttar kvæði vantar þann herslumun, sem er merkilinan milli hagmælsku og skáldskapar. Eg fer eigi lengra út í þá sálma að þessu sinni, enda eigi löggiltur dómari um þessi mál. Svo má að orði kveða, að Einar Hjörleifsson hafi verið niðurlútur, þegar hann kvað um konunginn í svörtu eyjunum. Nú stekk eg yfir langt tímabil og hitti Einar H. Kvaran þar sem hann yrkir um drenginn litla sejji dó” og hefir með höndum þá fögru skáldskaparperlu, sem glitrar eins og gimsteinn i dögg- falli sorgar og vonar. Þá lyftir hann höfði og litur til himins. Tónskáld hefir gefið því ljóði vængi. Og það hefir flogið svo vitt, sem íslenzk tungu nær. Eg þarf eigi að endurtaka það hér, það væri að bera í bakkafullan læk. En það verð eg að segja, að i því kvæði grætur föðurtregi og móðursorg með öðru auganu en brosir með hinu — í samræmi við tungutakið. sem ber kvæðið. Annar klerkurinn, sem talaði yfir lokrekkju E. H. K., hafði yfir þrjár visur, sem skáldið gerði á bana- sænginni. Mér virtist sem í þeim væri samskonar andvari, sem er í kvæðinu um “Drenginn litla sem dó.” Eg hálf-öfunda Einar H. Kvaran af þvi að geta kvatt svona vel og fagurlega þenna blóðuga heim, sem vér búum í — svo frið- samlega og skáldlega. Þetta litla (þ. e. a. s. stutta) ljóð veldur þvi, að eg tók mig til að skrifa þessa grein (i morgunsárinu). Ljóðabók- in hans var mér auðvitað til stuðn- ings — þó að eg kynni kvæðið um konunginn í svörtu eyjúnum, eins og faðirvorið, og sömuleiðis kvæðið um systkinin. En nú þegar E. H. K. er fallinn í valinn og ritstörf hans gaumgæfð. blaðamenska og sagnagerð — má eigi gleyma ljóðagerðinni hans, sem litla bókin geymir. Þar dregur hann andann svo hlýtt og þýtt, og þar má sjá inn i hugskot hans á einni kvöldvöku, án þess að kosta til miklum tima eða fé, að enginn ætti að neita sér um þá sálubót, sem vill hirða um innri mann sinn — vitsmuni og göfgi. 31. mai 1938. Guðm. Friðjónsson. —Morgunbl. imikið grætt andlega við að kynnast rækilega bókmentum og andlegri starfsemi enska heimsins. Aftur á móti telja mikilsmetandi enskir mentamenn sig græða mikið á að kynnast íslenzkum fornbókmentum, og er það í sjálfu sér heiður og mikið hrós fyrir þjóð vora, svo smá sem hún er á heimslegan mæli- kvarða. — — Já, sem hefur enga hermenn og engin drápstæki. En . . er það menning eða menningarleg framþróun að drepa menn? Það er sérstaklega eitt tímarit heiman að, sem mér hefir fyrir nokkru borist í 'hendur, að eg vildi vekja athygli á; það er tímaritið “Gangleri.” Nú rétt fyrir skömmu hefir mér borist ellefti árgangur þess, og er það prýðilega úr garði gert í alla staði. Því miður hefi eg ekki haft tækifæri til að fylgjast með hollustu straumum “Ganglera” á undanförnum árum. Mér er að- eins kunnugt unr að ágætismenn og konur hafa að ritstjórninni staðið. Til dæmis var um eitt skeið ritstjóri “Ganglera” séra Jakob Kristinsson, sem um nokkurn tíma var prestur hér vestra, vinsæll og rómaður fyrir gáfur og prúðmensku. Um nokk- urn tíma var frú Kristín .Matthías- son ritstjóri “Ganglera” afburða skýr og vel mentuð kona, núverandi ritstjóri er hið snjalla ljóðksáld Grétar Fells. I fyrra hefti ellefta árgangs er ritgjörð ein, sem kölluð er “\Hð jmlinn og rekuna." Sú ræða er eitt af því allra hagnýtasta og um leið hógværasta, sem eg hefi lengi séð á pólitísku sviði. í hinu siðara hefti vildi eg benda á bind- indisræðu eftir ritsjtórann, mjög fróleg ritgerð. ' Stingur þar í stúf við hið venjulega, þar er ekkert æsingaglamur, grunntónn ritgerð- arinnar þrunginn kærleiksríkum samúðaanda. Nokkuð af því máli er í ljóðum og set eg hér eitt er- indið: Þú ert einn af þeim sem illa þola lífsins svipuhögg, Vonirnar á tá sér tylla til þess eins að glepja og vilfe. Verður mörgum vín að hylla vanti aðra gróðrardögg. Alt innihald “Ganglera” er skrif- að af heilbrigðu viti, hógværð og stillingu. Enginn efi er á að það rit hefir svo mikið af andlegum verð- mætum til brunns að bera að það verðskuldar að fá mikla útbreiðslu hjá oss Vestujr-Islendingum, og ekki get eg hugsað mér að nokkur sæmi- lega skynsamur maður eða kona, geti lesið “Ganglera” án þess að verða fyrir betrandi áhrifum að ein- hverju leyti. Og vildi eg óska að sem flestum mætti auðnast að ná í ritið sér til andlegrar heilsnbótar. M. Ingimarsson. Gott og nytsamt tímarit Það er að minsta kosti sumum af oss hér vestra kunnugt, að landar vorir heima á ættjörðinni, gefa út árlega geysimikið af bókum, blöðum og tímaritum og er þar vitanlega ritað og rætt um flest, sem við ber eða á sér stað milli himins og jarð- ar. Hver sá sem nokkuð er kunn ur andlegum áhugamálum og and- Íegri starfsemi hjá miljónaþjóðun- urn, hlýtur að furða sig á hve afat mikil ritframleiðsla er hjá íslend- ingum með tilliti til fólksfjölda og fjárhags. Að þessi mikla ritfram- leiðsla hjá islenzku þjóðinni sé mis- jofn að gæðum, er alls ekkert til- tökumál. Það mun vera misjafn sauður í mörgu fé, á því sviði hjá flestum þjóðum jarðar vorrar. En ekki dylst það, að Islendingar hafa Bændaförin För sunnlenzku bændanna til Norðurlands er nú lokið. Ferða- fólkið kom á Þingvöll, um KaldadaJ, um ellefu-leytið í fyrrakvöld. Þar var dvalið við borðhald og ræðu- flutning til kl. 4 f. h. í gærmorgun, en þá skildu þátttakendur og hver hélt heim til sín. Nýja dagblaðið hefir snúið sér til fararstjórans, Steingrims Stein- þórssonar búnaðarmálastjóra og spurt hann tiðinda úr förinni. —Ferðin gekk mjög vel,.byrjar Steingrímur frásögn sína. .Enginn óhöpp komu fyrir. Fngin slys, engin veikindi meðal þátttakenda og ekki teljandi bilun á bílum. —En veðrið ? —Það er misjafnt, eins og vænta mátti. Fyrsta daginn hreptum við rigningu og nutum því ekki rrtsýnis fyrir Hvalfjörð og að Hvanneyri. En næstu þrjá daga, á leið okkar um Húnavatnssýslu, Skagafjörð og að Akuryeri, fengum við gott og yfirleitt bjart veður. Daginn, sem við dvöldum á Akureyri, var rign- ing, og austan Vaðlaheiðar skiftist á bjart veður og rigning. Þannig fengum við allgott veður í \ agla- skógi, rigningu í Mývatnssveit, en glaða sólskin í Ásbyrgi og Norður- Þingeyjarsýslu. ___Hvað vorit þátttakendur marg- ir ? NUGA-TONE ENDURNVJAK HEILSUNA NUGA-TONE styrkír hin einstöku lfffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellfðan. Hefir oft hjúlpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. —Um 140. Auk þess voru bíl- stjórar og aðrir starfsmenn um 10 talsins, svo að alls voru í förinni urn 150 manns. —I förinni hefir auðvitað mest borið á fullorðnum og ráðsettúm bændum' ? —Þar gaf að líta fólk á öllum aldrið karla og konur, því að meðal þátttakenda voru um 30 konur. Þarna var ungt fólk, miðaldra fólk og menn á áttræðisaldri. Elzti þátt- takandinn var formaður Búnaðar- sambands Suðurlands, Guðmundur Þorbjarnarson að Stóra-Hofi. Hann er 75 ára að aldri. —Þið hafið fylgt ferðaáætluninni nákvæmlega ? —Já, að öðru leyti en því, að ekki var farið að Dettifossi. —Hverjir tóku á móti ykkur á hinum ýmsu stöðum ? —Það gerðu aðallega Búnaðar- samböndin og samvinnufélögin. —Telur þú að ferðin hafi náð tilgangi sinum? —Já, það vil eg hiklaust fullyrða. Fyrir Búnaðarsambandi Suðurlands og þátttakendum vakti það tvent með þessari ferð, að auka þekkingu sína á landi og þjóð, og skemta sér. Hvað kynninguna snerti, þá voru skilyrði hin beztu til þess að hún yrði góð. Heimamenn í þeim hér- uðum, sem við ferðuðumst um, komu jafnan fjöknennir til móts við okkur og lögðu síðan til kunnuga leiðsögumenn til næsta héraðs. —Og skemtunin? —Fólkið virtist vera mjög ánægt með ferðina. Fjör og glaðværð var ávalt ríkjandi í hópnum, og því meiri, sem lengur leið. —Þið munið hafa séð ýmislegt á ferðalaginu, sem vakið hefir athygli ykkar ? —Tvímælalaust gerðum við það. Trjágarðinn á Akureyri, Vaglaskóg og Ásbyrgi mun þó þátttakendum yfirleitt hafa fundist mest til um. —Sáuð þið mikið af búnaðar- framkvæmdum ? —Okkur gafst ekki timi til að skoða verulega mikið af því tagi. Við kyntumst allýtarlega búrekstri bændaskólanna að Hvanneyri og Hólum, skoðuðum tilraunastöð Ræktunarfél. Norðurlands á Akur- eyri og ræktun og búnaðarhætti á einstökum bændabýlum eftir því, sem við varð komið. — Auk þess skoðuðum við fyrirtæki og verk- smiðjur Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. —Hvernig voru móttökurnar? —Þær voru allsstaðar hinar beztu, og verður ekki gert upp á milli hinna einstöku staða i því efni. Yfirleitt var alt gert til þess að gera okkur förina sem ánægjuleg- asta, segir Steingrímur að lokum. Og eg er þess fullviss að J>átttak- endur munu minnast allra þeirra, sem við kyntumst á ferðalaginu, með hlýhug og þakklæti. —Nýja dagbl. 26. júní. Eimskipafél. undirbýr endurnýjun skipastólsins Aðalfuudur Eimskipafélags ís- lands var haldinn í gær í kaup- þingssalnum. Afkoma félagsins síðastliðið ár var mjög góð, eða yfir 435 þús. krónum betri en árið áður. Tekju- afgangur nam 405 þús. kr. og var þá þúið að afskrifa fasteignir og skip um nál. 592 þús. kr. Formaður félagsstjórnarinnar, • Eggert Claessetn hrm., setti fund- inn og mintist Ólafs G. Eyjólfsson- ar, sem lézt s.l; vetur, en hann hafði verið endurskoðandi félagsins frá stofnun þess. Fundarmenn mintust i hans með því að rísa úr sætum. Fundarstjóri var kjörinn Jóhann- es Jóhannesson fyrv. bæjarfógeti, ritari Tómas Jónsson borgarritari. Atkvæðum hafði verið útbýtt fyrir fundinn þannig. Ríkissjóður fyrir 100 þús. kr. hlutafé, aðrir hluthafar kr. 519,575 hlutafé. En alt hlutafá félagsins er kr. 1,680,750. Voru því á fundinum atkvæði fyrir 36.9% hlutafjárins. Hlubhafar eru yfir 14 þús. talsins. Formaður skýrði frá því, að Torfi Jóhannsson fulltrúi færi með atkvæði ríkissjóðs og Ásm. P. Jó- hannson atkvæði Vestur-íslendinga. Formaður bauð þá Emil Nielsen framkvæmdarstjóra og Ásm. P. Jó- hannsson velkomna. á fundinn. Þessu næst gaf formaður yfirlit um-hag félagsins og framkvæmdir á liðnu starfsári. Studdist hann þar við prentaða skýrslu, sem útbýtt var á fundinum. Útdráttur úr skýrslunni birtist á öðrum stað í blaðinu. Gjaldkeri félagsins, Halldór Kr. Þorsteinsson skýrði reikningana. Sigurjón Jónsson fyrv. barrkastjóri mintist á nokkur atriði í sambandi við reikningana, en þeir voru síðan samþyktir í einu hljóði. Mintist Sigurjón m. a. á nauðsyn þess, að féfegið kæmi sér upp fleiri sjóð- um; nefndi í því sambandi á endur- nýjunarsjóð og arðjöfnunarsjóð. Fékk þetta góðar undirtektir. Another example of self-control is the case of the man who can afford to buy a new car every year but doesn’t. -f Father: “Isn’t it time you were entertaining the prospect of matri- mony?” s Daughter: “Not quite, dad. He won’t be here till eight o’clock.” -f Young Husband (breáthless): “I got your phone message at the of- fice and came at once. What’s hap- pened?” Young Wife: “You’re too late. Baby had his toes in his mouth and he looked so pretty.” + She: “We were at the art gallery this afternoon and Fred explained a modernistic picture to me.” He: “Did you learn anything from his explanation?” She: “Yes, I realized that things are not as bad as they are sometimes painted.” 4% arður. Félagsstjórnin lagði til, að hlut- höfum verði greiddur 4% arður af hlutafénu og var það samþ. í einu hljóði. Emil Nielsen framkv.stj. ávarpaði fundinn nokkrum orðuim, þar sem hann fagnaði velgengni félagsins. Flutti hann fundinum kveðju frá Sveini Björnssyni sendiherra. Loks árnaði hann félaginu og þjóðinni heilla og blessunar í framtíðinni. Stjórn arkosnin g í stjórn voru kosnir Eggert Claessen með 11,000 atkv., Richard Thors með 10,606 atkv. og Guðm. Ásbjörnsson með 10,970 atkv., allir endurkosnir. Ásm. P. Jóhannsson var og endurkosinn í stjórnina af hálfu Vestur-ilsltendinga með 13,- 330 atkv. Endurskoðandi var kjör- inn Guðm. Böðvarsson. Til vara: Sigurjón Jónsson. Stjórn félagsins flutti svohljóð- andi tillögu: “Jafnframt þvi, sem fundurinn endurnýjar heimild þá, sem félags- stjórninni var veitt á aðalfundi 1936 til þess að láta smíða skip, sem sé stærra og hraðskreiðara en skip þau, sem félagið á nú og veitir félags- stjórninni heimild til þess að kaupa slíkt skip, þá heimilast féfegsstjóm- inni einnig að kaupa eða láta smiða eitt eða tvö flutningaskip, og selja eitt eða tvö af skipum félagsins.” Nokkrar umræður urðu um til- löguna, en hún var siðan samþykt með samhljóða atkvæðum. Þá flutti stjórn félagsins -tvær tillögur aðrar. Önnur var um að leita viðurkenningar Tryggingar- stofnunar rikisins á starfsemi eftir- launasjóðs félagsins. Hin var við- víkjandi verkfalli stýrimanna og eftirlaunarétti þeirra; var farið fram á að fundurinn samþykti, að allar sakir á hendur stýrimönnum mættu niður falla. Báðar tillögurn- ar voru samþyktar. Ásmundur P. Jóhannsson flutti fundinum kveðju hluthafa í Vestur- heimi og sérstaka kveðju frá Árna Eggertssyni. —Mbl. 19. júní. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.............Ami Simonarson Blaine, Wash. .............Arni Slmonarson Bredenbury, Sask................ S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gérald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota(............John Norman Husavick, Man.................F. O. Lyngda! Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man...........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta........................O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. ..........J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man................A. J. Skagfeld Oakview, Man.................Búi Thorlacius Otto, Man...................-Jón Halldórsson Point Roberts, Wash..............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man............Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask. ... J Kr. Tohnson & |A Upham, N. Dakota . Viðir. Man ... .Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man ...Magnús Tóhannesson £ Westbourne, Man. . I Winnipegosis, Man.. . .Finnbogi Hjálmarssor Winnipeg Beach • F. O. Lyngdal | I Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.