Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Lfot A U**5U Service and Satisfaction 61. ÁRG-AN6UR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1938 NÚMER 31 Cringum 6,000 manns sækir Islendingadagana að Gimli og Hnausum islendingadagurinn mhhmm m, im-.. ~~ Ávarp tll Islendinga Islendingadagurinn á Gimli ■- vestan hafs á Hnausum bnnn » nmíet eöfnnrSnst telpnrl- VLd iÍOI' 1«. »■>. 2-áÉill 1 allmönr síðastliðin ár hafa Is- íslendingadagurinn á Gimli Þann i. ágúst söfnuðust Islend- ingar saman á Gimli, til að minnast og heiðra ættjörðina kæru, handan hafsins, eins og venja hefir verið til meðal þeirra í síðastliðin f jörutíu og níu ár. Dagurinn var hinn ákjósanlegasti, glaða sólskin og logn, og var þvi hið bezta tækifæri fyrir hinn mikla mannfjölda, að njóta hinna mörgu og góðu skemtana, er þar buðust. Aðsókn var hin bezta, mun þar hafa .verið saman komið hátt á fjórða þúsund íslendingar frá Win- nipeg, úr bygðum Nýja íslands, sunnan úr Bandaríkjum, og víðar að. Skemtigarðurinn var smekklega prýddur að vanda. Skemtiskrá dagsins var hin vand- aðasta, og hinir hæfustu og listfeng- ustu ræðumenn og söngmenn höfðu verið fengnir tli að skemta fólki, sem ásamt veðrinu, umhverfinu og skóg- ardýrðinni gjörði daginn ógleym- anlegan. Fjallkona dagsins (Mrs. Halldóra Jaköbson) — táknmynd Islands — og meyjar hennar, sem önnur tákn- aði Canada (Miss Ruth Benson), en hin Bandaríkin, (Miss Laura Thorleifsson), voru prýðilegar og framkoma þeirra hin skörulegasta. Eitt með öðru, sem gjörði þennan þjóðminningardag sérstaklega á- nægjulegan og eftirminnilegan, var, að hinn velþekti stjórnmálamaður og menningarfrömuður íslands, hr. Jónas Jónsson, alþingismaður, var gestur dagsins og flutti hugðnæmt og velvildarþrungið kveðjuerindi frá fósturjörðinni, til íslendinga vestanhafs. Tvær aðalræður voru fluttar; tal- aði Dr. Richard Beck fyrir minni ættjarðarinnar, af skörungsskap miklum og mælsku, eins og honum er titt. Hin ræðan var fyrir minni vestur-isknzkrar æsku; flutti hana hr. Stefán Hansen; var það öllum sönnum Islendingum óblandin á- nægja, að hlusta á þennan unga mentamann, ihér fæddan og uppalinn, tala móðurmál sitt (ástkæra ylhýra málið) með hreinum, íslenzkum hljómblæ. Hr. Hansen er efni í snjallán og einarðan ræðumann. Skáld dagsins voru: Dr. Sveinn Björnsson, er flutti kvæði fyrir minni íslands, en fyrir minni Vest- urheims flutti hr. Jóhannes H. Hún- fjörð kvæði. Auk þess ávörpuðu daginn, frá ræðustólnum, margir velþektir mælsku- og mentamenn vorir. Karlakór Islendinga í Winnipeg skemti , með ágætum söng, undir stjórn hins áhugasama og ötula söng- stjóra flokksins, hr. Ragnars H. Ragnars. Þá var og til skemtunar íþrótta- samkepni fyrir þá, er höfðu hneigð til að taka þátt í því. Þar á meðal íslenzk glima. Að kvöldinu og fram á nótt, skemti fólkið sér við söng og dans. Hr. J. J. Sámson, fyrrum lög- reglumaður í Winnipeg, stýrði sam- komunni með skörungsskap. Dagurinn var í alla staði hinn á- nægjulegasti, og mun liafa vakið margar kærar, en ef til vill hálf- máðar endúrminningar frá ættland- inu kæra, í hugum þeirra, sem hér hafa dvalið mikinn part æfinnar. íslendingadagurinn heldur áfram að vera haldinn á hverju ári, meðan menn og konur af íslenzku ætterni muna til uppruna síns og æsku- stöðva. G. E. Eyford. Frá íslendingadeginum að Gimli—Frá vinstri til hægri: Miss Canada (Miss Ruth Benson, Winnipeg) ; Fjallkonan (Mrs. Halldóra Jakobsson, Winnipeg) ; og Miss America (Miss Laura Thorleifsson, Gardar, N.D.). Ávarp til Islendinga vestan hafs Nú eruð liðin um 70 ár síðan hinir fyrstu landnámsmenn tóku að festa-bygð að nýju í þeirri álfu, sem Leifur Eiríksson hafði. fundið mörgum öldum fyr. í hinu nýja landnámi \ Kanada og Bandaríkjunum hefir vaxið íslenzkt menningar ríki, sem er tengt sterkum andlegum böndum við sitt gainla ættarland. Sumir menn hafa ótlast að hið andlega, íslenzka riki í Vesturheimi gæti ekki til lengdar staðið óhaggað i straum- hviku yfirstandandi tíma. En þetta er óþörf bölsýni. íslenzka þjóðin í heimalandinu hefir á siðustu 70 árunum endur- skapað hið frjálsa þjóðlíf fornaldarinnar. Á sama tíma hafa íslendingarnir í Vesturheimi jafnan verið í freinstu röð i öllu skapandi starfi í hinu nýja ættlandi, jafnframt þvi að þeir hafa ætíð, þegar með hefir þurft, staðið við hlið landa sinna austan hafs við hin þýðingarmestu átök. Saga íslendinga fyr og síðar er glæsileg, og húm hefir aldrei verið með meiri glæsibrag en nú. Miðsumar hátíðahöld fslendinga vestan hafs, þau sem nú standa yfir eru ný sókn í þessu efni. íslendingar sækja fram báðuin megin Atlauts- hafs, og haldast í hendur. Þannig mun framtíð þeirra vera Aðstaða íslendinga til starfs og samstarfs hefir aldrei verið betri en nú. Lifið heilir allir landar vestan hafs! Jónas Jónsson frá Hriflu. —Courtesy Winnipeg Tribune. Ávarp Fjallkonunnar að Gimli 1. ágúst 1938 (Mrs. Halldóra Jakobsson) Herra forseti, heiðruðu íslendingar! ísland heilsar yður á þessari há- tíðar stund, og flytur yður af fölskvalausum huga móður árnað sinn, og að frægðar orði, “særir yður við sól og báru'’ að gleyma hvorki ætt yðar né uppruna, en minnugir vera þeirrar speki og skyn- semdar er foreldri yðar, að fornu og nýju, öðlast ihöfðu og yður hafa að erfðum eftir látið. Verið minnugir hins forna kyn- stofns, er göfgastur hefir borinn verið um Norðurheim. Minnist raunsæis hans og skapgerðar, trygð- ar hans og drenglundar, hugdirfðar hans og siðferðisfestu, frelsis'holl- ustu og aðalmensku. Varðveitið minningar sögunnar og mælið manna heilastir á norræna tungu. Látið ekkert á það skyggja á nóttu eða degi, í fámenni eða í fjöl- menni, í orku ?raun eða házka eða hverjum öðrum vanda er yður ber að höndum, að “rnóður átti faðir þinn menjum göfga---------- Öll þótti ætt sú með yfir-mönnum.” Þér fóruð yfir hafið. Fylgi um aldur heill og gæfa þeirri för! Þér eigi thér í baráttu við að missa ekki af samihengi æfinnar, að missa ekki af sjálfum yður, í fortíðarlausu og framandi landi. Fylgi sigur þeirri baráttu! Þér fóruð ekki til þessa lands til þess að glata lífinu, heldur til þess að finna það. Berið gæfu til þess og guða hylli! Vitið að helgustu minningarnar eru knýttar við liðin ár, þær sem varðveita þekkingar-auð þúsunda ára. Að gleyma þeim við aðkall- andi störf, er að glata lífinu. Vitið og munið það, að hvort sem þér eruð heima-menn eða framandi, við hvað sem þér eigið að búa, eigið þér föðurland samt, jafnt sem aðrir menn, er nært hefir anda yðar, auðgað imyndunarafl yðar, lyft huga yðar, veitt yður frændur og vini og deilt með yður daglega brauði erfiðisins — lífsins brauði, — er veitir yður styrk og þrek til að horfa fagnandi við lífinu. Og þetta föðurland yðar er bæði á himni og jörðu; og hvar sem þér eruð saman komnir til þess að minn- ast þess og ættar yðar, þá eruð þér á því staddir. Því; “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera ihugur og hjarta samt þíns heimalands mót.” Aðgreiningin kynni þá aðeins að vera sú, eftir staðháttum, að á ein- um staðnum en ekki hinum eru: Blómgróin björgin sérhver bald-jökull hlýr. Berið ætt yðar vitni. Sýnið hvers anda þér eruð. Leggið yður alla fram í hinni örlagaþrungnu framtið til þess að vernda frelsi og mann- réttindi — frelsi einstaklingsins — og þá mun yður vel farnast, land yðar hið nýja hljóta blessun af kon- um yðar, og þér njóta sæmdar og virðingar í ættir fram. “Móður orð Ber þú mögur héðan Ok lát þér í brjósti búa; Iðgnóga heill Skalt of aldr hafa meðan þú mín orð of mant.” (Grógaldur). R. P. MR. og MRS. EINAR P. JÓNSSON Á föstudaginn var voru þau hr. Einar P. Jónsson, ritstjóri “Lögbergs” og ungfrú Ingibjörg Sigurgeirsson, kenslukona, dóttir heiðurshjónanna Mr. og Mrs. Vilhjálmur Sigurgeirsson, Hecla, Man., gefin saman í hjónaband af séra E. Fáfnis, að 906 Banning St., heimili Gísla Johnson, prentsmiðjustjóra, bróður brúðgumans. Á undan giftingarathöfninni og meðan á henni stóð, lék hr. Ragnar H. Ragnar, píanókennari, á slagjhörpu, en Miss Ragna Johnson söng Grieg’s “I Love Thee” að athöfninni lokinni. Mrs. Val Valgardsson, Moose Jaw, Sask., systir brúðarinnar, var brúðarmær, en Gisli prentsmiðjustjóri var svaramaður bróð- ur síns. Að giftingarathöfninni lokinni var vegleg veizla haldin að heimili þeirra Mr. og Mrs. Gísli Johnson. Framtíðarheimili þeirra Mr. og Mrs. E. P. Jónsson, verður í Ste. 12 Acadia Apts., Victor Street, Winnípeg. Ávarp Fjallkonunnar á Iðavelli 30. júlí 1938 (Mrs. G. J. Guttormsson) (Áður en Fjallkonan flutti ávarp sitt, las hún kvæði St. G. Stephans- sonar “Þó þú langförull legðir.”) Eg kveð mér hljóðs und grænum skógargreinum, Sem griðland eiga á þessum helga stað. Við sumaryt og birtu af himni hreinum Þær hafa borið lauf, og margfaldað. Eg gleðst í dag af heilum huga mínum Er hljómar íslenzk rödd á vörum manns. Vínland hið góða í fríðum faðmi þínum Er framtíð sonar míns, og vonir hans. Eg. veit þú skilur vonir barna minna Og viljann til að bæta lífsins hag. “Ó, gef þau megi í framtið allri finna Þann f rið í sál, er breytir nótt í dag! Mitt lif er tengt við fjöll og djúpa dali, Við dagsins önn og ljúfan nætur- frið. Minn andi býr í lækja og linda hjali, I löðri brims og sterkum fossanið. Hann vakir yfir öllum ársins tíðurn Og andar létt á barnsins veiku sál. Við blómin smá, er gróa í grænum hlíðum Iiann gleðst og skilur þeirra tungu- mál. Hvert orð eg mæli af insta hjartans grunni Á ykkar móðurtungu, börn mín góð, Til ættingjanna út í dreifingunni Eg ástarkveðju ber frá landi og þjóð. Hið fagra og sanna er hugann til sín hrífur Alt hreint og göfugt vaki yfir þér! Hinn mikli andi er yfir djúpin svífur Og eilífðina les á fingrum sér. Á. E. Bjömsson. Islendingadagurinn á Hnausum I allmörg síðastliðin ár hafa Is- lendingar í norðanverðu Nýja ís- landi haldið hátíðlegan íslendinga- dag sinn á Iðavöllum að Hnausum, og hefir hann jafnan verið -vel sótt- ur, enda drjúgum vandað til alls undirbúnings og skemtiskrár. Islendingadagurinn á þessum stað í ár mun hinn f jölmennasti, sem þar hefir haldinn verið, því að eittlivað 2000 manns var þar saman komið, eigi aðeins úr Nýja Islandi, heldur einnig frá Winnipeg og miklu víðar að. Bæði er það, að samkomustaður- inn er prýðilega i sveit settur og einnig hitt, að i þetta sinn var hið mesta blíðviðri á hátíðisdaginn, svo að engnn þurfti veðurteptur heima að sitja. En aðal aðdráttaraflið að þessu sinni var vitanlega hinn kær- komni og ágæti gestur frá íslandi, hr. alþingismaður Jónas Jónsson, sem þar lét íslendinga vestur hér heyra til sin úr ræðustól fyrsta sinni. Flutti hann iturhugsaða ræðu um ísland og íslenzka menningu, sem prentuð er á öðrum stað hér í blað- inu. Dr. Rögnvaldur Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins, kynti hinn góða komumann heiman að, en hann er gestur félagsins meðan hann dvelur hér. Annar ræðumaður dagsins var séra Sigurður Ólafsson, er flutti fagra ræðu fyrir minni Kanada. J. T. Tlhorson, þingmaður, flutti einnig stutta en snjalla ræðu. Kvæði fluttu þeir Jóhhnnes J. Húnf jörð og G. O. Einarsson, hinn fyrnefndi fyrir minni íslands og hinn síðarnefndi fyrir minni Canada. Fjallkona dagsins (Mrs. G. J. Guttormsson) og Miss Canada (Miss Snjólaug Sigurðsson) sómdu sér báðar hið bezta og fluttu ávörp sin vel og áheyrilega. Karlakór Islendinga í Winnipeg, undir stjórn hr. Ragnar H. Ragnars píanókennara, söng fjölda íslenzkra laga, prýðisvel að vanda. Hr. Sveinn Thorvaldsson, M.B.E., stýrði þessari fjölsóttu og eftir- minnilegu hátið skörulega eins og hans er venja, Mun íslendingadagur þessi, sem um alt var hinn prýðilegasti, lengi lifa i minningu hinna mörgu, er hann sóttu. KOMINN HEIM Dr. E. J. Skafel, B.A., M.D.. Minnedosa, Man., kom nýlega heim úr ferð til Englands þar sem hann stundaði framlhaldsnám í skurð- lækningum síðastliðinn vetur og vor. Kveður haim dvölina þar hafa verið bæði ánægjulega og ávaxtaríka. Hann er nú aftur tekinn við störfum sínum í Minnedosa. Alþingismaður Jónas Jónsson lagður afátað í fyrirleátra- ferð sína Hr. alþingismaður Jónas Jónsson, fyrrum dómsmála- og kenslumála- ráðherra Islands, er nú dvelur vestan hafs sem gestur Þjóðræknis- félagsins, lagði af stað í fyrirlestra- ferð sína út um bygðir íslendinga í Vesturlandinu á miðvikudagskveld- ið. Hann flytur aðalræðuna á Islend- ingadegi Wynyardbúa á föstudag- inn núna í vikunni, og heldur þaðan til Alberta og siðan vestur að hafi. Þau Dr. Rögnvaldur Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins, og frú hans fóru með Jónasi alþingismanni til Wjynyard. Hugheilar óskir allra Islendinga hérlendis fylgja hinum góða gesti á ferðum hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.