Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. AGCST, 1938 ---SKUGGINN— Eftir GEORGE OWEN BAXTER XXIV. Tom Converse kemur til hjálpar. Þegar hinar tvær erfiðustu girðingar voru yfirunnar, fór Bláfótur að komast í gott skap. Hann flaug yfir hverja girð'inguna á fætur annari; það var altaf sama kappið í Iionum þangað til hann var kominn niður fyrir hæðina, sem Skugginn sá þau hverfa fyrir, þá var eins og kappið hyrfi á ný, og hann fór að naga mólin. Benn Plummer var utan við sig af hrifningu. “Gamli Bláfótur . . . gamli félagi!” hróp- að'i hann slag í slag. “Hann flýgur eins og fugl . . . alveg eins og fugl!” Bláfótur setti annað eyrað aftur, eins og hann vildi segja: “ Já, ungi maður, þú þekk- ir mig ekki rétt. ” Sylvíu fór að líða betur, þegar þau fóru að hægja á sér. Aður þegar þau höfðu henst yfir limgirð'ingarnar, hafði hún alveg verið með lífið í lúkunum, og er þau þeystu upp brattann yfir stokka og steina, hafði hún, eins og hesturinn, staðið á öndinni. Það var held- ur ekki við því að búast, að Captain léti ekk- ert á sjá eftir tvær ferðir hvor annari hættu- legri. Af næstu hæðabrún sáu þau yfir lands- lag, þar sem skógurinn breiddist út yfir land- ið. Þau hleyptu því af stað yfir hið auða svæði og inn í skóginn. Þá kom það að góðu haldi fyrir þau, að Benn var vel kunnugur í héraðinu. Hann sneri til hægri um leið og þau voru komin úr augsýn þeirra, er eltu. Þar lá örmjór .stígur, er þau gátu þrætt. Bláfótur fór á undan, því gatan var svo mjó, að eigi komst nema einn í einu, og oft urðu þau að beygja sig niður til að reka sig ekki á trjágreinarnar. Gatan var góð, með föstum jarðvegi, svo kannske miðaði þeim betur áfram en þeim, er á eftir voru. Captain andaði mjög ótt, en þó léttilega, svo Benn gat* sér ekki til, að hann vær eins þreyttur og hann var í raun og veru. “Captain er farinn að þreytast,” hvísl- aði Benn eins hátt og hann þorði. “Nú verð- um við að halda beint til Skuggans. Hann er sá einasti, sem getur frelsað okkur, ef það er mögulegt.” “Er hann langt í burtuf ” spurði Sylvía. “Nei, guði sé lof!” Þau héldu áfram nokkra kílómetra. Þá heyrðu þau aftur í þeim, sem á eftir voru. Benn Plummer þreif skammbyssuna og skaut þrisvar upp í loftið. •Bak við þau heyrðust hrópin og köllin. Hófadynurinn færðist einnig nær. “Þeir vita, að þetta er merki!” hrópaði Sylvía. ‘ ‘ Þeir taka okkur, Benn! ’ ’ Hann svaraði með því að' skjóta þrisvar aftur og byrjaði svo að hlaða skammbyssuna úr skotfærabeltinu. Svo sneri hann eér við í hnakknum og litaðist um á milli trjábolanna. Þá þurfti Sylvía ekki að spyrja lengur. Nú sá hún. hvað hann ætlaði að gera. “Ef Skugginn kemur ekki á næstu mín- útum, fer eg að lofa þeim að sjá eld. Þann fyrsta, sem eg eygði, skýt eg niður og næsta með-------” “Nei, nei, Benn!” tók hún fram í fyrir honum dauðskelkuð. “Það máttu ekkii. Það er morð — —” “Skift þú þér ekki að því,” svaraði hann stuttur í spuna. “Nú er það eg, sem ræð.” Hann tók þéttar í taumaua og hafð'i byss- una tilbúna. Hún beið þess full örvæntingar, að þeir byrjuðu að skjóta. Hún efaðist ekki um alvöruna í orðum hans, og áreiðanlega mundi hann reyna að hitta. Ein sekúnda leið og önnur, og enginn hvellur kom. Þau komust út í annað rjóður, og þegar hún leit um öxl, sá hún þá fyrstu koma á milli trjánna. Hún sá líka, að Benn hafði snúið sér við í hnakknum og lyfti upp byssunni til að skjóta. En í því heyrðist riffilskot nokkuð frá þeim, eitt með þessum hörðu málmhljóðs- drunum, gerólíkt hinu dimma gelti skamm- byssunnar. Nú sá hún hendina á Benn síga niður. Þegar hún leit aftur fram fyrir sig, sá hún mann koma þeysandi á gráum hesti fram úr skógarþykninu. “Vertu rólegur, Benn!” kallaði hann. “Rólegur!” Þetta var ekki sú rödd, sem hún hafði búist við að heyra, en það gat ekki verið neitt vafamál, — þetta hlaut að vera Skugginn. Hann flaug fram hjá eins og þar væri á ferð- inni valur í vígahug, og hún gat ekki annað ne dáðst að þessu hugrekki, að ríða fram fyrir margar tylftir alvopnaðra manna, sem allir óskuðu hann dauðan. Hún heyrði aftur drunurnar í rifflinum, þá keyrði liún sporana í hestinn og hlej'pti af stað í gagnstæða átt við rjóðrið. Hún reyndi að flýta sér sem mest hún mátti, þar til hún heyrði Benn kalla. “Stöðvaðu hestinn, Sylvia . . . stoppaðu, stoppaðu!” Hún hlýddi undrandi, og augnabliki síð- ar nam hinn mæddi og þreytti Captain stað- ar við hlið hennar. Benn stökk af baki og tók að spretta af. Hún starði á hann alger- lega forviða. Hann fleygði hnakknum á jörðina. “Ertu genginn af göflunum, Beiin?” “Eg vona, að svo sé ekki. En Captain getur ekki meir. Með engu móti vil eg hætta á, að neitt hendi hann eða hann skaðist á einn eða annan hátt, þótt það kosti mitt líf — eða hinna.” “Já, en Benn, þetta er vitleysa. Hvað eigum við . . .?” “Við getum ekki gert annað en beðið iiér og vonað, að Skugganum takist að leiða þá frá okkur. Hann er þegar byrjaður. Heyr- irðu ?•” Þau hevrðú riffilskotin skera úr hinum mörgu dimmu skammbyssuskotum. Hvað, skyldu margir menn falla núna fyrir Skugganum? Sylvia draup höfði, og það fór hrollur um hana. Og þó — þvílíkt hugrekki, þvílíkur dugnaður af einum manni, að mæta svo mörgum. “Hvað ætlast hann fvrir ?” spurði liún. “Það veit eg ekki,” sagði Benn frá sér numinn af hrifningu. “Hlustaðu bara! Heyrirðu, hvernig skotin færast lengra í norður. Þeir elta hann. Þeir skjóta á hann og hestinn hajns. Etn þesáir hundar, þeir hitta hann aldrei. Þeir héldu, að eg væri Skugginn, en þeir sáu, að þeim hafði skjátl- ast, þegar sá rétti kom.” Lengra og lengra í burtu færðust skotin, og loks heyrðist aðeins ómurinn. “Maður getur látið sér detta í hug, að þeir séu að skjóta skóginn niður. Þú getur reitt þig á, að þeir eru hvítglóandi, ” sagði Benn og hló við'. XXV. / birtu eldspýtnaljóssins. Sylvia var steinhissa — og ekki að á- stæðulausu. Benn hafði ekki verið í þvi skapi, að gera að gamni sínu meðan á flótt- anum stóð. Núna var hann svo rólegur og hugsanir hans í fullu jafnvægi. Alveg eins og hann hefði bjargast upp á einn skýjabólst- urinn, og gæti svo setið þar og hent gaman að heimsku-verkum mannanna. Hann hélt á- fram að nudda Captain með mikilli um- hyggjusemi. Þessi dásamlega skepna teygði höfuðið fram og andaði djúpt. “Þetta er voð'alegt, Benn,” hvíslaði hún. “Þetta er hræðlegt!” “Þetta með Captain? ó-nei, það er ekk- ert hættulegt. Hann fær nú hvíldina, hann gat ekki haldið lengra áfram, og það gengur alt vel. Skugginn fullyrti, að menn mundu veigra sér við að skjóta á hestinn hans, og það lield eg líka. Sjáðu til, nú er hann að jafna sig, hann reísir höfuðið. Þú ert af- bragð, Captain.” “Það er ekki hesturinn, sem eg er að hugsa um, Benn. Það eru mennirnir. Hvað heldur þú, að Skugginn hafi drepið marga. Það er ekki að ástæðulausu, að menn hræðast hann.” “Bíðum bara róleg, þar til þetta er búið. Ef þeir eru hræddir við að fá sín snotru and- lit skrámuð, þá geta þeir haldið sig frá þeim stöðum, sem Skugginn helzt dvelur á. Hann er ekki neitt rádýr, sem hægt er að veiða í skóginum, þegai^ dimma teki^r. Ileyrirðu, hlustaðu — hann er nú þegar sloppinn frá þeim.” Skothvellirnir höfðu ekki einungis fjar- lægst, heldur heyrðust þeir á því og dreif, þar til þeir hættu alveg. “Eða þeir hafa drepið hann,” sagði unga stúlkan. Henni fanst eins og fróun í því, að kann- ske væri hann dauður. Hvernig átti hún að taka á móti honum, þegar hann kæmi sem sig- urvegari? “Því trúi eg ekki,” sagði Benn Plummer hægt. “Þeim veitir áreðánlega ekki af, að hafa dagsljósíð til að geta hitt hann. — Hlustaðu!” En ekkert heyrðist, og Benn hélt áfram við hestinn. “Ef þeir koma nú aftur, þá finna þeir okkur hér, ” sagði Sylvia með angistarróm. “Ekki á meðan Skugginn heldur lífi og limum,” svaraði Benn. Hann var svo örugg- ur, að hann leit ekki upp úr því, sem hann var að gera. “Skugginn mun áreiðanlega leiða þá á villigötur. Þú heyrðir áðan, að þ.eir voru farnir að ruglast. Þeir hafa sjálf- sagt haldið, að við værum á undan honum, en ekki látið sér detta í hug, að við hefðum lialdið í aðra átt. Þú skalt bara vera róleg, og þú mátt reiða þig á það, að hann kemur bráðum ríðandi á móti okkur, rólegur, eins og ekkert hefði í skorist.” Hann þagnaði skyndilega. “Heyrirðu!” sagði hann. 0g nú heyrðu þau blístur innan úr skóg- inum. Sylvia starð hissa á fósturbróður sinn. “Það getur ekki verið hann?” ‘i Jú, einmitt, þetta er hann,” sagði Benn Plummer. “Ef þú ekki trúir því, þá líttu bara á hestinn, hann þekkir blístrið.” Er þetta daufa blístur heyrðist, lyfti Captain strax upp liöfðinu og hneggjaði lágt. Aður en Sylvia var búin að jafna sig, eftir undrun sína, sá hún eitthvað hreyfast á milli trjánna, og sá óðar, að það var maður, sem reið fetið í áttina til þeirra. “Halló,” sagði hann með röddu, sem var bæði hljómmeiri og þýðari en Skuggans. “Hvað á þetta að þýða, Benn? Hvers vegna hefir þú haft stúlkuna með þér. hingað?” “Það var ekki með mínum vilja. En liún heimtaði, að eg tæki sig með. Eg gat ekki lagt bann við því. Þeir sáu okkur og eltu okkur, þegar við fórum að heiman.” “Þú veist þó,” ságði Sylvía reiðilega, “að þú fékst mig til að lofa því að koma, ef þú bjargaðir Benn úr fangelsinu. Þú veizt það ósköp vel, að þú þröngvaðir mér til að lofa þessu. Hvað á þessi leikaraskapur að þýða, hvers vegna þykist þú vera hissa?” Benn Plummer hrópaði upp yfir sig. “Hamingjan góða, var það þess vegna, sem eg var frelsaður úr fangelsinu? Og þess vegna krafðisu þess, Sylvia, að koma með mér hingað?” “Bíðið við,” sagði Tom Converse, “það er dálítill misskilningur hér á ferðum.” Hann kom nær þeim, kveikti á eldspýtu og lét birtuna af henni skína á andlit sitt. Það var alt annað andlit en Sylvia hafði bú- st við að sjá. Og nú sá hún líka, að sá, sem reið gráa hestinum, var hærri og herðabreið arí en Skugginn. “Benn,” sagði hún skjálf- andi af hræðslu, “þetta er — þetta er ekki Jim Cochrane. Það er einhver af sveitung- um okkar.” “Hvað meinarðu, Sylvía — hverslags þvæla er þetta!” sagði Benn aigerlega for- viða á þessu öllu saman. “Það var þessi maður, sem bjargaði mér úr fangelsinu. Þetta er Skugginn. Hvað gengur eiginlega að þér, Sylvía? “Eg skil ekkert í þessu.” “Lofið' mér að skýra samhengið í mál- inu,” sagði Tom Converse. “Eg mundi hafa sagt Benn það fyrir löngu, liefði mér dottið í hug, að þér munduð fylgja honum hingað.” Hann sagði þeim svo í fáum dráttum, hvernig hann hefði komið til þorpsins og hafði hitt manninn með föla andlitið, hvernig hann hefði svo komist í hvert æfintýrið á fæt- ur öðru, og hvernig hann hefði fengið bréfið frá henni, sem fékk hann til að reyna að brjótast inn í Carlton-fangelsi og frelsa Benn. Þau hlustuðu forviða á þessa merkilegu frásögn, og Benn Plummer varð meir og meir hissa við' að sjá þenna hræðilega Skugga, breytast í löghlýðinn borgara. “Ástæðan fyrir því, að eg sagði ekki Benn frá þéssu strax,” hélt Tom Converse áfram, “var, að eg var hræddur um, að hann vissi, að eg' væri ekki Skugginn. Helzt hefði ég viljað fara með hann af landi burt, eitt- hvað, þar sem hann gæti verið í ró og friði. En nú eruð þér komin, ungfrú Rann, og eg hefi tekið grímuna ofan og verð að viður- kenna, að eg er einungis Tom Converse, er bara eins og fólk gerist og gengur og hefi aldréi gerst lögbrjótur fyr en um daginn, er eg náði Benn út úr Carlton-fangelsi.” “Og alt þetta hafið þér gert,” sagði Sylvía, ‘ ‘ fyrir stúlku, sem þér ekki þektuð,’ og sem þér hélduð að elskaði morðingja?” “Vinur!” hrópað'i Benn Plummer alt í einu. ‘ ‘ Þú ert meiri maður en Skugginn mun nokkurn tíma verða. ” “Ungfrú,” sagði Tom Converse, “eg má til að segja yður allan sannleikann. Það var bréfið yðar, sem kom mér til að brjótast inn í Carlton, og eg verð að viðurkenna það, að það var spennandi að leika Skuggann. Og nú sé eg það einnig, að hægt er að brjótast inn í fangelsi og leiða hóp af blóðþyrstum sporhundum á villugötur, án þess að einum einasta dropa af .mannsblóði væri úthelt. — Hvað þá heldur að mannslífi væri fórnað.” “Hefir enginn verið drepinn eða særður í nótt?” spurði Sylvía steinhissa. “Ekki einn einasti. Þeir héldu, að eg riði á eftir yður og Benn. Þess vegna eltu þeir. Eg gerði ekki annað en smjúga inn á milli trjánna og skjóta upp í loftið öðruhvoru. Það var svo mikið' myrkur, að þeir gátu alls ekki hitt mig, þeir hefðu ekki séð, þótt það hefði staðið hvítkalka hús í skógarþykkninu. Þeir sáu hestinum bregða fyrir öðru hvom, en hér erum við nú báðir komnir heilu og höldnu.” . Sylvía fyltist ósegjanlegri gleði, og hjarta hennar fyltist takmarkalausri þakk- lætistilfinningu. “Það er himininn, sem hefir sent yður,” sagði hún að lokum. “Drottinn hefir sent yður okkur til hjálpar. Nú ætla eg að ríða til baka og segja þeim sannleikann. ’ ’ “Þeir trúa yður ekki.” “ Jú, þeir gera það. Þeir skulu trúa mér. Eg er sá einasti, sem þeir geta trúað. Því enginn hefir séð andlit Skuggans — morð- ingjans — nema eg.” Hræðslan, sem var í röddinni, fékk Tom til að koma nær. “Haldið þér, að hann sé það?” spurði hann. “Morðingi?” sagði hún. “Já, eg veit það nú betur en nokkru sinni áður. Eg veit líka, að hann hefði ekki þorað að leggja í það, sem þér hafið unnið. Eg spurði liann að því, og eg bað hann um að reyna, en hann vildi ekki segja neitt ákveðið. En á meðan hafði annar maður ákveðið sig og þeyst til Carlton og unnið það, sem Jim Cochrane hik- aði við að gera — maður, sem aldrei hafði séð mig.” “Heyrið þér,” sagði Tom í mótmælandi róm. “Skugginn hefir ef til vill verið for- fallaður. Hann hefði kannske gert þetta seinna. ” Hún hristi höfuðið'. “Eg þekki hann of vel. Nú held eg að minsta kosti, að eg þekki hann. Hann hefði aldrei leikið þetta, Con- verse. Þér hafið uunið gott verk með að hjálpa Benn út og einnig með að opna augu mín, svo eg sjái, hverslags maður hann er. Eg mun hvorugu gleyma, og það minsta, sem eg get gert, er að fara til baka og segja mönn- unum, hver þér eruð'.” Benn Plummer var alveg á sama máli og Sylvía, en Converse hélt áfram að efast. Hann sagði, að þeir mundu ekki trúa henni. Að þeir mundu halda, að Skugginn væri bara að leika á þá, svo að þeir hættu að leita. Það einasta, sem mundi gera þá ánægða, væri að sjá lík hans fyrir fótum sér. En Sylvía sat við sinn keip. Það brann í henni að geta gert eittlivað, sem sýndi þakklæti hennar fyrir alt það, sem hann liafði gert, og á meðan hann var að mótmæla, sneri hún hesti sínum. Tom Converse fylgdi henni á leið. “Það er dálítið skrítið,” sagði hann, “að liugsa til þess, að þér skuluð nú hverfa, án þess eg hafi einu sinni séð vel framan í yðar. Jú,” sagði hann svo, “eg hefi einu sinni séð yður,” röddin (titrað'i ofur: lítið. “Það var efst uppi á Mount Samson, þegar þér írelsuðuð líf mitt. Verið þér sælar ung- frú Rann, við sjáumst aftur.” Hún sneri sér við í hnakknum og rétti honum höndina í kveð'juskyni. “Elftir eina klukkustund er eg komin til þeirra,” sagði hún og var auðsjáanlega mik- ið niðri fýrir, “og svo kem eg aftur með góð- ar fréttir til yðar. Bíðið hérna, og þér megið treysta því, að þetta gengur alt ágætlega. Mennirnir geta ekki annað ep. trúað því, sem eg segi.” Hún beygði sig ofurlítið áfram, og augnabliki síðar var hún horfin inn í skógar- þyknið. XXVI. Frásögn Sylvíu. Stuttu eftir að Tom Converse var horfinu eltingamönnunum, skipaði Algie Thomas sheriff mönnum sínum að nema staðar. Hann fór með þá í dálítið rjóður, og þar kveiktu þeir eld. Sitjandi umhverfis eldinn hvíldu þeir sig nú eftir áreynsluna og spjölluðu um, hvað þeir gætu gert. Joe Shriner lagði til, að þeir liéldu áfram veiðinni gegnum skóginn, og látu skot sín ríða á alt lifandi, sem þeir kæmu auga á. En meirihlutinn var sammála Algie Thomas um, að þeir hefðu notað nægilega mikið' af púðri og höglum; og að það væri heimska að halda áfram þessum skollaleik. Skugginn var genginn þeim úr greipum, og það var ekki annað að gera en bíða rólegir til dögunar. Þá gætu þeir aftur gert alvar- lega tilraun til að komast á snoðir um, hvar hann væri. “Hann hefir farið kænlega að,” sagði Algie Thomas gamli. “Enda þótt svo dimt væri, að hann sæi ekkert, fór hann að skjóta, til að fá okkur til að gera það líka. Þá vissi hann hvar við vorum, og hávaðinn af vopnun- um gerði honum mögulegt að hverfa, án þess að við yrðum þess varir. Aiinars hefðum við lieyrt, í hvaða átt hann fór. Takið eftir, hér er svo mikil kyrð, að maður gæti jafnvel bú- ist við að geta heyrt mann draga andann, í mílu fjarlægð.” Þarna ríkti sannarlega his djúpa þögn, sem aðeins þektist í skóginum. Það hafði rignt alveg nýlega, og í bjarmanum frá eld- inum sáust næstu tr jástofnarnir votir og gljá- andi á baktjaldi hins mikla myrkurs. And- litin umhverfis eldinn voru álút og lilustandi; þau voru einkennileg og forynjuleg, í liinum öflugu andstæðum ljóss og skugga. Allstaðar voru áköf, leiftrandi augu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.