Lögberg - 06.10.1938, Qupperneq 1
M.ARÖANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER, 1938
NÚMER 40
FRÉTTIR
Fjórar aukakosningar
til sambandsþings
Mr. King, forsætisráÖherra gerði
þaÖ heyrinkunnugt í vikunni sem
leið, að aukakosningar í fjórum
kjördæmum fari fram þann 14.
nóvember næstkomandi; þessi kjör-
dæmi eru Brandon, Waterloo South,
London og Montreal-Cartier; öll
losnuðu þessi kjördæmi við dauða
þingmanna sinna, er kosnir voru í
almennum kosningum 1935. Mr.
King lét þess getið, að sá væri ein-
drægur vilji sinn, að hinn nýkjörni
leiðtogi ihaldsflokksins, Dr. Man-
ion, hlyti kosningu gagnsóknarlaust
ef hann skyldi ákveða að bjóða sig
fram í einhverju þessara fjögra
kjördæma; mun nokkurn veginn
mega telja það víst, að hann leiti
kosningar í London kjördæminu.
♦♦♦♦♦
Tuttwgu og fimm
ára afmæli
Málgagn frjálslynda flokksins í
Canada, The Canadian Liberal
Monthly, átti tuttugu og fimnKára
afimæli í síðastliðnum september-
mánuði- Fyrsti ritstjóri þessa vin-
sæla og fróðlega mánaðarrits, var
núverandi forsætisráðherra cana-
disku þjóðarinnar, Rt. Hon. W. L.
Mackenzie King. I formála
að hinu fyrsta eintaki mánaðarrits-
i'ns, fórust Mr. King orð á þessa
leið:
1
“Tilgangur þessa mánaðarrits er
og verður alla jafna sá, að sam-
eina í órjúfandi brjóstfylkingu þau
öfl, er í frjálslyndisáttina stefna,
og miða að andlegum og efnalegum
þroska óskiftrar þjóðheildar.”
Rit þetta hefir frá upphafi vega
sinna verið prýðilega úr garði gert
og átt ágætum mönnum á að skipa.
Núverandi ritstjóri þess er Walter
B. Hubert, B-A., sem um nokkurt
skeið var búsettur í Winnipég og
veitti forstöðu floksskrifstofu
frj álslyndu stjórnmálasamtakanna.
♦♦♦♦♦
fírgnni þörf veltufjár
en fólks
Landbúnaðarráðherra sambands-
stjórnarinnar, Hon. James G. Gar-
diner, er nýkominn til Ottawa úr
ferðalagi um Vesturlandið. I sam-
tali við blaðamenn lét hann þannig
ummælt, er heim kom:: “Eins og
til hagar í Sléttufylkjunum um þess-
ar mundir, er þar auðsjáanlega
hrýnni þörf á auknu veltufé en fjeira
fólki.”
Setja mann til höfuðs
Dr. Manion
Símað er frá London, Ont., þann
30. f. m-, að C.C.F. flokkurinn hafi
ákveðið að útnefna þingmannsefni
til þess að keppa við Dr. Manion,
foringja íhaldsflokksins við auka-
kosningu þá til sambandsþings, sem
fram fer í London-kjördæmi þann
14. nóvember næstkomandi. Fram-
bjóðandinn verður E. O. Hall. Mr.
Woodsworth, leiðtogi C C.F. flokks-
ins segist ekki hafa verið spurður
ráða í þessu tilliti; kjósendur ráði
þar einir um; svo eigi það líka að
vera.
♦♦♦♦♦
Aðdáandi Adolf Ilitlers
Bandaríkja senatorinn Edward R.
Burke, Demokrat frá Nebraska, er
nýkominn heim úr ferðalagi um
Mið-Evrópu; hann staðliæfir að
innlimun Sudetenlands í Þýzkaland
hafi margt og mikið til síns ágæfis;
hann kveðst hvergi hafa orðið var
við óánægju á Þýzkalandi; um at-
vinnuleysi sé þar naumast að ræða;
Hitler hafi útilokað það; enda se
TVEIR FRÆ.GIR ENSKIR LEIKARAR
r ' ' .....
—-f—- •' -
Sir Cedric Hardwicke
Charles Wkirburton
Canadian Broadcasting Corporation hefir hlutast til um það, að
leiknir verði yfir útvarpið 11 Shakespeare leikir á næstunni.
Fyrsti leikurinn hefst þann 9. þ. m,, frá 9—10 e. h. Eastern
Standard Tirne; er það “The Merchant of Venice.” Sir Cedric
Hardwicke hefir með höndum hlutverk Shylocks, en Charles
Warburton leikur hertogann af Venice.—
ekki um það að villast, að hann sé
meiri maður en Bismarck, jafnt i
afskiftum utanrikismála sem innan-
landsmálum.
♦♦♦♦♦
Skýlaus réttur
til hlutleysis
Mr. Georges H. Heon, K.C., sam-
bandsþingmaður frá Montreal, flutti
ræðu á fundi iðnráðs Winnipeg-
borgar á fimtudaginn i vikunni sem
leið. Mr- Heon er i tölu hinna allra
yngstu sambandsþingmanna; hann
fylgir íhaldsflokknum að málum.
“Vér, fransk-canadiskir menn, lít-
um þannig á, að Canada sé ekki
framar ensk nýlenda, heldur full-
veðja N’orður-Ameríku þjóð, sem
fulla ábyrgð beri á meðferð utan-
ríkismála sinna; þar af leiðandi geti
hiún samkvpemt stjórnskipulegum
rétti lýst yíir hlutleysi sinu þó Bret-
ar lendi í stríði,” sagði Mr, Heon.
♦♦♦♦♦
Rússar óánægðir
Fregnir frá Moscow láta þess
getið, að rússnesk stjórnarvöld séu
næsta óánægð út af fjórveldafund-
inum í Munich og niðurstöðu hans i
sambandi við Sudetendeiluna; eru
þau þeirrar skoðunar, að Hitler
hafi verið þar aðal sigurvegarinn og
að með undirskrift þessa samnings
hafi bolmagn hans í Mið-Evrópu
verið styrkt til muna á kostnað lýð-
ræðisþjóðanna. Megin málgagn
rússnesku stjórnarinnar, dagblaðið
Izvestia, fer lofsamleguni orðurri
um tilraunir Roosevelts forseta i
áttina til málamiðlunar og uppá-
stungu hans um það, að kvatt yrði til
alþjóðaráðstefnu viðvíkjandi fram-
tíðarafstöðu Czechoslóvakíu.
♦♦♦♦♦
Páfinn ávarpár
þjóðir heims
Þann 29. f. m- flutti páfinn ræðu,
sqm útvarpað var til allra þjóða
heims; lét hann meðal annars þann-
ig ummælt: “Með það fyrir aug-
um, að afstýra yfirvofandi stríðs-
hættu, vil eg skora á þjóðir heims,
að leita styrks í hinu ósýnilega afli
bænarinnar, sem eitt er líklegt til
blessunarríkrar úrlausnar á vanda-
málum mannkynsins.”
♦♦♦♦♦
Alit Runcimans lávarÖar '
Eins og þegar er vitað, dvajdi
Runciman lávarður um hrið í Prag
til þess að reyna að miðla málum
vegna Sudetendeilunnar; um árang-
urinn er þegar kunnugt. 1 álitsskjali
sínu til hinnar brezku stjórnar, fór-
ust honum meðal annars þannig orð :
“Þáð er alla jafna hart aðgöngu, að
láta óskyldan þjóðflokk ráða yfir
sér; þetta nær engu síður til Sudeten
Þjóðverja, en annara þjóðbrota, sem
líkt er ástatt með: Skoðun mín er
sú, af þeirri viðkynningu, sem eg
hefi haft af Sudetum í Czechosló-
vakiu, að þó ekki verði réttilega
sagt, að þeir hafi verið beittir veru-
legri harðstjórn, þá verði á hinn
bóginn ekki um það vilst, að stjórn-
ina hafi oft og einatt skort háttlægni
í sambúðinni við þá og afstöðunni
til hugðarmála þeirra. Hagsmuna-
leg afkoma Sudeta var harla bág-
borin, og þegar þeir fóru að virða
fyrir sér uppgang þýzku þjóðar-
innar, fanst þeim það lítt viðunandi,
að verða Um aldur og æfi eftirbátar
hennar.”
Frá Islandi
ISLENZU ...
HLJÓMLEIKARNIR
á norrænu tónlistarhátíðinni í Kaup-
mannahöfn hafa vakið mikla athygli.
Fara dönsk blöð yfirleitt viðurkenn-
ingarorðum um þá, þótt eigi séu þau
á einu máli. Bezta dóma hinna ís-
lenzku tónskálda fær Páll ísólfsson.
Eru blöðin yfirleitt á einu máli utn
að telja hann eftirtektarverðagta
tónskáldið, er komi fram á hátiðinni
fyrir hönd íslendinga. Tónverk Jóns
Leifs eru allmjög gagnrýnd af blöð-
unum. Þó talar “Berlingske Tid-
en'de” 'ttm “áhrifamikið hugarflug”
i tónverkum hans og telur hann
sjálfan “fjörmikinn hljómsveitar-
stjórnanda.” Annars finst þessu
blaði mest til um þjóðlög Sigfúsar
Einarssonar, útsett af Felumb.
María Markan fær einnig góða
dóma.
—Nýja dagbl. 6. sept
♦ ♦ ♦
FANNKOMA A
NORDA USTURLANDI
Veður hefir verið mjög hryss-
ingslegt á Norðausturlandinu tvo
síðustu daga. í gær var þar hríðar-
veður af austri og gerði alhvíta jörð
niður til sjávar í Þistilfirði, á Langa-
nesi og í Vopnafirði.
Hefir snjóað i þessum bygðar-
lögum í öllum mánuðum ársins, þótt
eigi hafi kveðið jafn mikið að því í
júní og júlí sem nú.
—Nýja dagbl. 30. ág.
♦ ♦ ♦ •
SA UÐFJARSLATR UN
HAFIN
Sauðfjárslátrun var hafin í gær
i Reykjavik, Hafnarfirði, Siglufirði,
á Akureyri, Eyrarbakka og við
Ölfusárbrú. Er það nokkuru siðar
heldur en verið hefir undanfarin
sumur.
Verðið á dilkakjötinu hefir hér í
Reykjavík verið ákveðið kl. 1.80 í
heildsölu, en kr. 2.10 hvert kg. i
smásölu.
Jafnframt lækkar verð á frystu
kjöti og verður það selt á kr. 1.20
hvert kg. í heildsölu, en kr.. 1.40 í
smásölu.
Verð á nýju kjöti er því hið sama
og um þetta leyti í fyrra.
—Nýja dagbl. 30. ág.
0r borg og bygð
Veitið athygli auglýsingunni um
þakkarhátíðar skemtunina, sem
Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar
efnir til í kirkjunni. Er skemti-
skráin hin vandaðásta, og þarf því
ekki að efa að hún verði næsta f jöl-
sótt.
♦ ♦ ♦
Til borgarinnar komu úr íslands-
för á sunnudagsmorguninn, hr. 4s-
mundur P. Jóhannsson bygginga-
meistari ásamt frú sinni; Guttorm-
ur J. Guttormsson skáld frá River-
ton og frú Hólmfríður Danielsson
frá Árborg. Þau Ásmundur og frú
höfðu verið fimm mánuði að heim-
an og dvalið lengst af á Islandi.
Guttormur fór heim í vor sem gest-
ur islenzku þjóðarinnar, og leit ís-
land augurn hið fyrsta sinn í þess-
ari för. Þetta var einnig fyrsta
heimsókn frú Hólmfríðar til ætt-
jarðarinnar. Auðséð var á öllu, að
vel hafði ísland fóstrað þessi óska-
börn sín i sumar; enda létu þau öll
lofsamlega af dvölinni heima.
♦ ♦
Laugardagskveldið 24. sept. lézt
á heimili sinu vestur af Garðar einn
af hinum eldri bændum sveitarinn-
ar, Björn Þórðarson, 82 ára að aldri.
Björn sál. var fæddur 16. sept. 1856
á Neðri Torfastöðum í Staðarbakka-
sókn í Húnavatnssýlu. Foreldrar
hans voru Þórður Narfason oif
Guðrún Árnadóttir. Fyrir 58 árum
giftist hann Guðrúnu Teitsdóttur.
Settust þau að i Garðarbygð um
1885. Eignuðust þau tvær dætur
og fjóra syni og af þeim lifa nú
ein dóttir og tveir synir.
Björn sáh var merkismaður, dug-
legur og starfsamur, bókhneigður
og fróður. Jarðarför hans fór fram
frá heimilinu og Garðarkirkju
fimtudaginn 29. sept. Fylgdu hon-
um margir til grafar. Séra H. Sig-
mar jarðsöng.
♦ ♦ ♦
Mrs. Þórey Erlendsson, 82. ára
gömul ekkja Guðmundar heitins Er-
lendssonar, er lézt að Gimli sumarið
1935, andaðist á Almenna spitalan-
um hér í borginni þ. 18. sept. -.1.
Var ættuð úr Árnessýslu, fædd að
Þórustöðum í Grimsnesi þ. 18. júlí
1856. Foreldrar hennar Sveinn
bóndi Jónsson og Halldóra kona
hans Sigurðardóttir. Bræður Þór-
eyjar voru þeir Einar gullsmiður og
Sigurður múrari, er lengi bjuggu á
Gimli. Báðir látnir þar fyrir nokk-
urum árum. Þriðji bróðirmn, hér
vestra, er Eyjólfur simiður Sveins-
son hér í borg. — Þórey var tví-
gift. Fyrri maður hennar, Sigur-
jón Ketilsson, andaðist á íslandi
fyrir mörgum árum. Börn hennar
eru tvö á lifi, Sigríður, Mrs. Paul
Robertson, að Steep Rock hér
fylki og sonur er Sveinn heitir og
á heima í Borgarnesi á íslandi. Hin
látna kona lá langa legu í innvortis
krabbameinsemd. Skyldfólk henn-
ar, dóttir hennar og Eyjólfur bróðir
hennar, og fólk þeirra, sýndu henni
alla ræktarsemi og ástríki sem þau
gátu. Sömuleiðis Sigriður mág-
kona hennar og Mrs. Sigríður Gísla-
son á Gimli. Útförin, undir um-
sjón Bardals, fór fram frá kirkju
Gimlisafnaðar þ. 20. sept. Séra B.
A. Rjarnason jarðsöng. Við útför-
ina töluðu þau Miss Sigríður Jóns-
son frá Lundar og séra Jóhann
Bjarnason. Mrs. Þórey Erlendsson
var þrekkona og dugnaðar og var
komin af myndarfólki í báðar ættir.
♦ ♦ ♦
Síðastliðinn laugardag voru gefin
saman í hjónaband í Fyrstu lútersku
kirkju, þau Miss Agustina Jóhanna
Hördal og Mr. S. W. Gatehouse.
Séra Valdimar J. Eylands fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Brúðurin
Norðurálfu styrjöld afstýrt
um elleftu stundu
Fjórveldasamningur undirskrifaður í
í Munich á föstudagsmorguninn.. Að
samningnum átóðu, og átaðfeátu
hann með undirskrift sinni, Cham-
berlain, Hitler, Daladier ogMussolini.
Með Munich samningnum, var
yfirvofandi Norðurálfustríði ha*il-
að um elleftu stundu. Hitler
hefir fengið Sudetenland á frið-
samlegan hátt og h@.ldið hátiðlega
innreið sína í landið. Pólverjar
hafa fengið þann hluta Czhechosló-
vakiu ,er þeir gerðu tilkall til, og nú
er verið að semja um hliðstæðar
kröfur af hálfu hinnar ungversku
stjórnar. Þeir Chamberlain og
Hitler hafa gefið út yfirlýsingu um
það, að þjóðir þeirra skuli aldrei
framar berast á banaspjótum.
Daladier forsætisráðherra Frakka,
fékk í gær traustsyfirlýsingu í þing-
inu með feikna afli atkvæða, vegna
Munich samningsins, jafnframt ó-
takmarkaðri heimild til þess að f ram.
kvæma sérhverjar þær fyrirætlanir,
er hann teldi nauðsynlegar fjárhag
þjóðarinnar til tryggingar.
Snarpar umræður standa yfir í
brezka þinginu út af Munich-samn-
ingnum og afkvistun Czechosló-
vakíu; búist við að umræðum ljúki
í dag. Talið víst, að Chamberlain
gangi sigrandi af hólmi, þó flokkur
hans verði eitthvað klofinn.
Stjórn Breta hefir heitið Czecho-
slóvakíu stjórn $50,000,000 láni til
þess að koma þjóðinni á kjöl eftir
afkvistunina.
er dóttir Mr. Jóns Hördal frá.
Lundar, en brúðguminn ættaður úr
W innipegborg.—
Af utanbæjarfólki, auk föður
brúðarinnar og Sigríðar dóttur hans,
var viðstödd Mrs. Gunnar B. Björn-
son frá Minneapolis, Minn., ásamt
börnum sínum f jórum, þeim Valdi-
mar, Birni, Helgu og Stefaníu. —
Ungu hjónin fóru þegar að aflok-
inni vígsluathöfn i brúðkupsferð til
Chicago. Framtíðarheimili þeirra
verður í Winnipeg.
♦ ♦ ♦
VERZLUN ARMENTUN
Svo að segja á öllum sviðum
viðskiftalífsins, kemur verzl-
unarmentun að góðu haldi;
enda er hennar nú alment kraf-
ist af þeim, sem reka verzlun
og iðnaðarfyrirtæki. Þeir, sem
atvinnu leita, eru venjulegast
fyrst spurðir um það, hvort
þeir hafi verzlunarskóla próf.
Lög-berg selur námsskeið við
fullkomnustu verzlunarskóla
Vesturlandsins. Spyrjist fyrir
um skilmála; það verður yður
til drjúgra hagsmuna.
KARLAKLÚBBUR FYRSTA
LÚTERSKA SAFNAÐAR
Fundur klúbbsins á miðvikudgs-
kveldið í vikunni sem leið var fjöl-
sóttur og ánægjulqgur mjög. For-
sæti skipaði Mr. Eggert S. Feld-
sted. Aðalræðumaður var séra O.
S, Thorláksson og fjallaði erindi
hans um utanríkismái, og laut eink-
um að viðskiftum og viðureign
Japana og Kína; var erindið fróð-
legt á margan hátt. Mr. Jóhann G-
Jóhannsson kynti fundarmönnum
ræðumann, en séra Valdimar J.
Eylands þakkaði séra Octavíusi er-
indi hans.—
Tveggja mætra og merkra lát-
inna félagsbræðra, þeirra Dr. Björns
B. Jónssonar og Alberts C. John-
son, ræðismanns, nrintust þeir Dr.
A. Blöndal og Mr. J. J. Swanson.
1 virðingarskyni við minningu þess-
ara tveggja merku manna, risu fund-
armenn úr sætum.
Auk séra Octaviusar var Jónas
Jónsson alþingismaður gestur fund-
arins þetta kveld, og flutti við þetta
tækifæri ítarlega ræðu. Dr. B. J.
Brandson kynti hinn góða gest að
heiman meðlimum karlaklúbbsins
með snjallri og íturhugsaðri tölu.
Þetta var fyrsti fundur klúbbsins
eftir sumarfríið; hin mikla aðsókn,
og andi sá, er á fundinum ríkti,
spáir góðu um starfsferil klúbbsins
á nýbyrjuðu starfstímabili.
Nýja skipið
Pálmd Loftsson forstjóri Skipaút-
gerðar ríkisins kom til landsins í
gærmorgun. Nýja dagblaðið hafði
tal af Pálma og spurði hann frétta
úr förinni.
—Eg hefi gengið frá samningum
um sölu Esju, eins og ykkur er
kunnugt, segir Pálmi. Ríkisjárn-
brautirnar í Chile keyptu hana, á-
samt öðru skipi frá Bornholmsfé-
laginu.
—Hvenær fer Eesja héðan?
—Skipshöfnin, sem á að sigla
henni til Chile, er lögð á stað þaðan
og mun verða komin hingað eftir
tæpan mánuð.
—Verður Esjan afhent eins og
hún er?
—Fyrst fer fram á henni botn-
skoðun. Að öðru leyti hafa kaup-
endurnir skoðað hana í Englandi.
—Hefir verið gengið frá samn-
ingum um smíði nýja skipsins?
—Ekki til fullnustu. Álitlegustu
tilboðin í smíði þess komu frá Sví-
þjóð og Danmörku. Vaxtakjörin á
eftirstöðvum byggingarkostnaðar
eru öllu hagstæðari í Svíþjóð, en
danska tilboðið hinsvegar heldur
lægra, sem stafar af lægra gengi
dönsku krónunnar en þeirrar
sænsku. Sendiráðið í Kaupmanna-
höfn mun ganga frá samningunum
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en frá
þeim er gengið að öðru en því, að
ósamið er um vaxtakjör.
—Hvenær verður nýja skipið til-
búið ?
—Verði gengið frá samningum
«um smíði þess nú þegar, getur það
orðið tilbúið seint í júlí næsta ár.
—Hvað er nýja skipið ætlað fyr-
ir marga farþega?
—Það getur flutt 160 farþega á
farrými sem hægt er að hafa sem
eitt farrými eða skifta niður í 1. og
2. farrými. Tilheyrandi farrýminu
eru stórir salir.
—Hver verður hraði skipsins ?
—Skipasmíðastöðin ábyrgist 15
milna hraða. Getur það því farið
milli Glasgow og Reykjavíkur á ca.
2j4 sólarhring.
—Hvað er að segja um þetta skip
með tilliti til strandferða?
—Það er mjög vel hæft til strand-
ferða, betur en nokkurt annað skip,
sem þær hefir stundað. Auk þess
að vera þetta hraðsekreiðara en t. d.
Esju, hefir það 5000 teningsmetra
kælirúm, rúm fyrir skepnur o. s.
frv. Er hér í stuttu máli sagt, um
fullkomlega nýtizku skip að ræða.
—Nýja dagbl. 6. sept.