Lögberg - 06.10.1938, Side 6

Lögberg - 06.10.1938, Side 6
o LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER, 1938 —-SKUGGINN--------------------------1 Eftir GEORGE OWEN BAXTER | XLII. Svældur út. Tom Converse stóð í útjaðri skógarins og horfði á eftir Sylvíu, sem sneri sér við í söðlinum og veifaði til hans með hendinni. Þegar hún var horfin niður fyrir bakkann, sneri hann við og gekk inn á milli trjánna. H'onum fanst eins og þungum steini væri létt af sér. Eftir nokkra daga myndi þetta alt vera búið. Ef þeir myndu veita henni þenna tveggja daga frest, þá væri hann sloppinn, því að þeim tíma liðnum myndi hún verða komin aftur með nægaí sannanir fyrir því hver hann var. Nú, þegar hann hafði séð hana og talað við hana, fanst honum það vera ómögulegt, að hann ætti bráðum að deyja. Nei, lífið var altof dýrmætt ifyrir hann og Sylvíu Rann. Hve blátt áfram og einlæg hún hafði verið gagnvárt honum. Hún elskaði hann og hann elskaði hana, þau höfðu talað út um það mál. Nú var það frelsi hans, sem mest reið á að fengist, og þó fanst honum það vera lítils virði samanborið við það að Sylvía elskaði hann. Hann hélt áfram inn í skóginn, það var ekki lengur nauðsynlegt að vera eins var um sig og áður. Ótvinir hans myndu ekki halda áfram að elta hann, heldur láta sér nægja að gæta þess, að hann slyppi ekki burt. Hann þrengdi mittisólina til þess að reyna að kæfa sultinn, sem farinn var að kvelja hann. Síðan bjó hann sér til bæli úr þurru laufi og lagðist niður og starði út í myrkrið unz hann sofnaði. Hann vaknaði við óp og læti í mörgu fólki, sem var einhvers staðar í námunda við hann. Að -vitum hans barst sætkendur eimur af brennandi trjám. Þegar hann var farinn að átta sig, tók hann eftir því, að það var al- bjart í kringum hann. Hann stökk af stað. Hann varð að flýja vfir sig? Var sólin virkilegg komin upp? Meðan hann stóð þarna ráðalaus, sá hann þokumökk berast með vindinum út úr trján- um og stefna beint á sig. Mökkurinn var svo þéttur, að hann huldi trén og alt, sem bak við var. Nú luktist mökkurinn útan um hann sjálfan. En hvað var þettaf Hann byrjaði að hósta og svíða í augun. Þetta var þá ekki þoka eins og hann hafði haldið, heldur reyk- ur, og öll þessi birta í kringum hann var eldur. Kjarrið var að brenna alt í kringum hann. Hannstökk af stað. Hann varð að flýja frá þessum hræðilega dauðdaga, sem beið hans þarna. Skógurinn logaði. En hver hafði kveikt í honum? Það hafði reyndar oft verið gert, þegar verið var að elta illræmda glæpamenn. En hann skildi þetta ekki. Þeir, sem eltu hann, höfðu fyrir stundu síðan lofað Sylvíu að gefa honum tveggja daga frest. Hið glaðlega vfirðragð hennar, þegar hún veifaði til hans, hafði fært honum heim sanninn um það, að hún hafði sigrað. Hann hafði einnig heyrt drynjandi “já, ” sem þeir svöruðu beiðni hennar með. En nú ? Nú brann alt í kringum hann og reykskýin, sem hlóðust utan um hann, höfðu aðeins eina skýringu — dauðann. Hann vissi, að um leið og hann kæmi á bersvæði, væri honum dauðinn vís. Því þeir mvndu ekki láta hannsleppa burt, þegar hann kæmi svona beint í fang þeim, þeir höfðu að- eins lofast að ráðast ekki á hann þessa tvo daga — og meðal þeirra vorn>ínargir, sem mist höfðu bróður, frænda eða góðan vin, sökum hinnar djöfullegu morðfýsnar Skugg- ans. Hann vissi, að á sama augnabliki og þeir sæju hann, myndu þeir lyfta rifflunum og skjóta hann. Hann vissi að hann hafði aðeins hálfan tíma til að búa sig undir dauðann. Hann vissi að hann gat ekki vænst neinnar misk- unnar hjá mönnunum, sem biðu hans þarna fyrir utan, en hann vissi líka, að sú hönd, sem kveikt, hafði í skóginum, var sú sama, sem á svo örlagaríkan hátt hafði gripið inn í líf hans daginn, sem hann hafði komið til námabæjarins. Þetta var alt Skuggans verk. En hann vildi ekki deyja. Hann mátti ekki deyja. Hann ætlaði að nota þá litlu krafta, sem hann átti eftir til að reyna að komast hjá því óhjákvæmilega. Hann braust í gegnum kjarrið, unz hann sá ána, og á bakkanum hinum megin við ána höfðu óvinir hans safnast saman. Hann sá morfóf'ýsnina slcína út úr andlitum þeirra, þegar bjarminn frá bálinu féll á þá. Hann vissi að þessir menn áttu enga ósk heitari en að fylla líkama hans með blýkúlum. Hann varð gripinn af ofsareiði, og otaði kreptum hnefanum í áttina til þeirra. Hvaða rétt höfðu þeir til að elta hann svona og yfir- vinna hann á þennan ómannlega hátt. Brenna hann inni eins og ref í greni. Hitinn varð óþolandi, hann greip báðum höndum um hálmstráið. Þetta var síðasta vonin. Hann braut langa, beina grein af tré, sem stóð þar rétt hjá, tálgaði hana til, unz hún varð sex til sjö þumlunga löng. Síðan sneri liann henni á milli handa sinna á ýmsa vegu, þangað til hann gat dregið tréð innan úr berkinum, og nú hafði hann holt barkarrör í hendi sér. Síðan fór hann úr jakkanum ,lagði frá sér riffilinn og skammbyssuna, læddist því næst gegnum kjarrið og út á trjáflotann, <eins langt og hann þorði, en reykurinn og smá- kjarr huldi hann sjónum óvina hans. Hann hafði barkarrörið í munni sér og stakk sér síðan hljóðlega niður í vatnið. Hann fann, að hann gat dregið andann gegnum rörið, en hann varð að hugsa um að lialda sér undir vatninu og láta sig berast með straumnum. Þetta gekk nú betur en hann hafði þorað að vona. Hann blés frá sér loftinu gegnum nefið, en dró það að sér gegnum rörið. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði borist svona með straumnum. Ef til vill aðeins eina mínútu eða heila klukkustund, tn alt í einu rakst rörið af miklu afli inn í munn hans, hann hafði nærri því mist það, hann reyndi að anda að sér, en það kom ekk- ert loft. Hann vissi strax, hvers kyns var. Rörið hafði rekist á trjábút, sem flaut á vatn- inu. Það var ekki um annað að gera 'en að kafa og synda undir vatninu meðan nokkur kraftur var eftir, því nú var um lífið að tefla. — flann synti og synti. Hann logsveið í iungun af vöntun á súrefni, — hann gat ekki meira. Þegar hann kom upp, sá hann, að hann var kominn fram hjá trjáflotanum. Hann sá höfuð við höfuð á fljótsbakkanum, allir störðu þeir upp eftir straumnum. Ef liann nú aðeins gæti blásið frá sér án þess að þeir heyrðu. En það var nú ekki svo. Hið innibyrgða loft braust út með áköfum há- vaða, og síðan dró hann að sér loftið eins og kafnandi maður. Hann sá, að allir snéru sér við á augabragði. “Skugginn!” æptu þeir. Hann sá þá lyfta rifflunum. Hann stakk sér aftur, en af ákafanum að komast sem dýpst undir vatnið, sló hann fótunum upp úr þ,ví. Engin kúlan hitti hann, en utan um ann- an fótinn fann hann eitthvað hart, síðan var hann dreginn að bakkanum. Þeir höfðu veitt hann með slönguvaði. Ótal hedur gripu í hann og héldu honum íostum. Hann sá fyrir sér hóp af andlitum, samanbitnum og ógnandi. “Bindið þið þetta kvikindi, og hlustið ekki á, hvað hann segir/' hrópaði einn. Tom Converse leit upp og sá Joe Shriner á meðal þeirra. Nei, hér var engrar mis- kunnar að vænta, ef það var þessi maður, sem átti að fella úrslitadóminn. Það fjölgaði altaf. Fólkið kom úr öllum áttum og þyrptist utan iftn Tom. Þeir bundu hann rækilega, lyftu honum upp og köstuðu honum yfir hnakkinn á hesti einum, og reiddu hann upp á bakk^nn. Þar stóð Algie Thomas sheriffi og beið. Tom létti við að sjá hið gamla og hrukk- ótta andlit hans, en vonin hvarf, þegar Algie ávarpaði hann. “Tom,,? sagði hann, “ef það er.þitt rétta nafn. Mér þykir leitt að sjá þig svona þræl- bundinn, en þó er eg sánægður meþ, að þetta verk mitt skuli hafa fengið svona góðan enda.” Allir, sem viðstaddir voru, rifu af sér húfurnar og sveifluðu þeim og hrópuðu fer- falt húrra fyrir Algie Thomas. Það var ekkert að furða, þótt þeir væru glaðir yfir að veTa nú loksins búnir að yfir- vinna þenna erkióvin sinn, sem þeir voru búnir að eiga í höggi við svo árum skifti. Aldrei framar myndu þeir á fáförnum vegum þurfa að óttast illgjaman, grímu- klaiddan þorpara, sem einskis sveifst. Baráttunni milli laga og lögbrjótsins var lokið. Réttvísin hafði sigrað. XLIII. Dómsuppkvaðningin. Himininn var þakinn gráum skýjum, sem kaldur austanvindurinn hrakti til og fráí Upp frá hinu brennandi kjarri stigu heit, grá reykský. Eyðilegri staður gat varla hugsast heldur en sá, sem nú upplýstist í hinni gráu morgunskímu. Maður gæti vel hugsað sér, að þannig væri umhorfs á þeim stað, þar sem hinar fordæmdu sálir dvelja. Þar sem menn varpa frá sér allri von. Fólk var að hópast að úr öllum áttum. Það kom hlaupandi niður hæðardrögin. Allir stefndu að sama stað — þangað sem fang- inn lá. Sumir höfðu ljósker með sér, og hinn daufi bjarmi þeirra kastaði flöktandi birtu á hið örvæntingarfulla andlit hans. Hann mintist með skelfingu þeirrar stundar, er hann sá fangelsið í Carlton fyrir sér, sú hugs- un lá á honum eins og þungt bjarg. Það var ekki hugsunin um dauðann, sem lamaði hann iiú, það var vitneskjan um, að liann ætti bráð- um að deyja án þess að fá að berjast hinni síð- ustu baráttu fyrir lífinu. Hann leit á hin ógnandi, sigri hrósandi andlit í kringum sig. Hann vissi, að ekkert orð honum til varnar eða skýringar á máli hans myndi komast gegnum hinn þykka múr af hatri og hefndar- þrá, sem þeir höfðu hlaðið milli hans og sín. En hvert voru þeir nú að fara. Þeir höfðu aftur lyft honum upp og lögðu af stað niður hæðina. Hópur manna gekk á undan. Þeir voru svo margir, að þeir huldu bjarm- ann af eldinum fyrir sjónum hans. Hann heyrði hróp og læti í kringum sig. “Berið hann að hæsta trénu, sem þið finnið, hann skal hengjast svo hátt, að allir geti séð, hvað við höfum gert við hann. Fólk skal ía að sjá, hvernig þorparar eins og Skugginn enda líf sitt.” Hópurinn stanzaði ekki fyr en þeir komu að háu tré, sem stóð eitt sér, þar sem eldur- inn ekki gat náð í það. Tom Converse leit upp. Honum virtist tréð svo hátt, eins og það næði beint upp í himininn, og upp yfir höfði hans teygði vold- ug grein sig út í lof’tið eins og ógnandi hand- leggur. * Það var enginn efi á því, hvað þeir ætl- uðu að gera. Þeir ætluðu að hengja hann á þessa grein. Hann sá, að þeir voru nú þegar búnir að sveifla nokkrum snörum utan um greinina, og hundrað hendur voru reiðubúnar að kippa í reipið, sem átti að hengja Skugg- ann í. Á þessu augnabliki flugu hugsanir lians til Sylvíu, sem hann vissi, að var að berjast áfram ásamt Captain til að sækja sannanir fyrir sakl»ysi hans. Ef hún vissi hvað hér var að gerast ? 1 hinni vonlausu örvæntingu var hann forlögunum þakklátur fyrir, að liún var ekki viðstödd. Hann vissi líka, að ein ástæðan fyrir því, að þeir vildu flý’ta sér að hengja hann, var sú, að þeir vildu vera búnir að því áður en Sylvía kæmi til baka. Og hún myndi koma með sannanir fyrir því, að þeir höfðu hengt saklausan mann! Þegar hann leit yfir þessi járnhörðu andlit, kom hann auga á Skuggann. Hann stóð einn sér og strauk hökuna og — brosti. Tom leit til jarðar. Hvílíkur djöfull var þessi maður, sem stóð þarna og lagði hendina á öxlina á Chuck Parker, úr fleiri hundruð manna hafði hann valið Chuck Parker, og sýnt honum alúð, og verið vingjarnlegur við hann í viðmóti. Þetta var gleggsta sönnunin fyrir því, að æfi Chucks Parkers myndi brátt vera lokið, og þá myndi Skugginn hafa fullnægt þeirri hefnd, sem hann hafði svarið þeim þremur. Gamli sheriffinn tók til máls: “Félagar,” sagði hann. “Ef ykkur finst eg hafa leyst þetta verk sæmilega af hendi, þá vil eg spyrja ykkur alla, hvort þið viljið veita mér þá ósk, að bíða með að hengja þennan unga mann, þangað til að þeim tveim dögum liðnum, sem við höfum lofað ungfrú Rann.” Hfeitug mótmæli frá öllum var svarið. “Er það ekki kvenmanni, sem við höfum gefið þetta loforð?” spurði sheriffinn fyrst- ur. “Og hvað haldið þið að fólk mundi yfir- ieitt segja, þegar það fretti að við írá námu- bænum Carlton og Curtin höfum svikið það loforð, er við gáfum ungri stúlku?” Þetta var svo öflug röksemd, að hún hlaut jafnvel að hafa áhrif á þá, sem ákaf- astir voru að ljúka þessu af. Jafnvel Joe Shriner sheriff kærði sig ekki um að verða minst sem þess manns, sem gerðist málsvari þeirra svika, gagnvart konu. Það var aðeins einn maður í öllum hópn- um, sem var nægilega samvizkulaus til að æsa og skerpa hefndarandann. Þessi maður gekk nú fram, og allra augu beindust að hinu gulgráa andliti Jim Cochranes. Hann hafði mist konuna, sem hann elskaði. Hann hafði mist vopnin, sem höfðu verið hans öruggu áhöld, hann hafði mist sinn ómetanlega hest — hann hafði mist alt í viðureign sinni við Tom Converse. Það eina, sem hann átti eftir fyrir þessar fórnir var það, að hann gæti ráð- ið niðurlögum þess manns, er hafði verið hon- um svo dýr óvinur. Og Skugginn hafði tekið þá ákvörðun, að hvað svo sem það kostaði hann, þá skyldi Tom Converse gjalda það með lífi sínu. “Félagar, eg hefi enga löngun til að koma með mótmæli í þessu máli. Eg vil að- eins spyrja um eitt: Hvar eigum við að hafa hann þessa tvo daga? Eg á við, hvaða staður er nægilega öruggur, nema gálginn þama?” Ilann benti á tréð, þar sem kaðallinn dinglaði. ‘ ‘ Látið mig taka liann, ’ ’ ságði Joe Shrin er, ‘ ‘ eg hefi klefa, sem hann skal ekki sleppa út úr.” “Hefir þú? Hve vel dugaði klefinn síðast? Gekk hann ekki inn í hann og út aftur eins og það væri vindlabúð?” Við þessari athugasemd gat Joe Shriner ckkert sagt. Nú létu nokkrir eldri menn í hópnum álit sitt í ljósi. I “Algie,” sögðu þeir við gamla sheriff- ann, “við berum mestu virðingu fyrir þér og því, sem þú álítur rétt. Þú ert ávalt vanur að hafa rétt fyrir þér. En nú spyrjum við þig: Mundi það ekki vera hreinasta fjarstæða að gefa þessu ógeðslega kvikindi möguleika á *því að sleppa frá okkur aftur? Er nokkur hér, sem ekki vildi heldur missa liandlegginn, en missa af því að sjá Skuggann hengdan? Höfum við ekki beðið nógu lengi eftir þeirri sjón? Hefir liann ekki verið okkur nægilega dýr? Það er svo sem nógu fallegt, sem þú segir, að við eigum að halda loforðið, sem við gáfum ungu stúlkunni — en það er vafamál, hvort við á nokkurn hátt svíkjum loforð okk- ar,- þótt við bindum enda á þetta nú. Það er ckki okkar sök að kviknaði í skóginum. Við höfum ekki rekið hann úr skóginum á þann hátt, það var tilviljunin, sem færði oþkur hann uppf í hendurnar, einmitt þegar hann var á góðum vegi með að sleppa frá okkur, er það ekki rétt?” Sheriffinn virtist efablandinn og hinir litu einnig út fyrir að vera á báðum áttum. Þá gekk Skugginn enn fram og sagði það, sem reið baggamuninn. “Eg skal hvorki vera með né móti,” byrjaði hann gætnislega, þar sem hann mint- ist þess, hvernig ákafi hans fyr hafði eyðilagt áform hans. “En sérhverjum okkar ber skylda til að segja skoðun sína á málinu. Eg vil því aðeins spyrja um þetta: Mundi Billy Tompkins ekki hafa verið ánægður, ef Skugg- inn hefði gefið honum tveggja tíma frest áður en dóninn skar hann niður? Og hvernig var það með hann bróður þinn, Steve Mac- Intosh — voru honum gefnir tveir dagar? Og þú, Chalmers, manst þú eftir þegar Skugg- inn leitaði í vösum þínum og fann aðeins fimm dollara og hann skaut þig í báðar fætur, af því að þú hafðir ekki meira? Ef eg sé rétt, þá gengur þú hálf álappalega síðan.” Þessi upptalning af ógeðslegum verkum, sem Skugginn sjálfur hafði framið — vakti óhemju æsingu hjá áheyrendunum. Þeir hnöppuðu sér saman. Frámkoma þeirra var svo ógnandi, að gamli Algie Thomas sá ekki annað úrræði en að láta undan. Hann hafði raunverulega gert alt, sem í hans valdi stóð fyrir vesalings stúlkuna. Það var kanske betra að þetta væri alt búið, þegar hún kæmi. Algie Thomas dró sig í hlé og vafði sér vindling. Uppi * hallanum stóð hópur af kven- fólki, fölt ásýndum. Heldur ekki hjá því var neina meðaukun að sjá. Það beið aðeins eft- ir, að mennirnir létu til skarar skríða. Það beið eftir dauða Skuggans og krafðist hans. Hvílíka óhemju frekju átti þessi maður til! Rödd Tom Converse náði eyrum h^ns með vonlausum róm. “Ef þið liengið mig, mun Skugginn far- inn að elta ykkur áður en vikan er liðin! Hlustið þið á mig, hlustið þið á mig. Eg segi ykkur satt, að Chuck Parker verður sá fyrsti, er fellur fyrir liendi hans! Munið eftir, hvað eg hefi sagt. Hvar er Parker?” Þeir næstu viku lítið eitt til hliðar, og Tom Oonverse kom auga á Chuck Parker. Hann stóð við hliðina á hinum raunverulega Skugga, sem studdi handleggnum á öxl hans. Maðurinn, sem stendur við hliðina á þér, Parker,” hrópaði Tom Converse, mun áður en langt um líður skjóta kúlu í gegnum ennið á þér! Þegar að því kemur, þá minstu mín. Aheyrendur,” bætti hann við, og leit í kring- um sig; “er nokkur ykkar, sem vill bera Sylvíu Rann kveðju mína, þegar hún kemur hingað^ aftur og finnur mig dauðann?” “Já, já!” hrópuðu margir í einu, “það skulum við gera. Hvað eigum við að segja, en flýttu þér!” * “Segið henni, að eg viti, að hún sé hug- rakkasta stúlkaní heiminum. Segið henni, að eg þakki henni fyrir alt„ sem hún hefir gert fyrir mig og að eg viti, að hún muni ekki gleyma mér fyrst um sinn! En gleymið ekki að segja henni eitt enn. Segið, að eg viti, að hún sé svo ágæt og hugrökk stúlka, að hún láti ekki bugast, þótt það hafi skeð, sem nú skeður. Eg hefi aðeins séð hana þrisvar sinnum á æfinni, en eg mun sjá hana í anda á síðasta augnabliki lífs míns. Guð fyrirgefi ykkur það, sem þið nú gerið! Farið svo vel, hér er eg!”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.