Lögberg - 27.10.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.10.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR Viglundur A. Daviðsson Síðastliðinn föstudag lézt á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borginni Víglundur A. DavíÖsson, fésýslu- maður og stórhýsaeigandi, tæpra 54. ára að aldri, fæddur í Reykja- vík þann 10. dag nóvembermánað- ar áriS 1884; banamein hans var lungnabólga. Foreldrar Víglundar voru þau Andrés Daviðsson og Steinunn Jónsdóttir. Andrés er enn á lifi hniginn allmjög að aldri, búsettur á Gimli, en Steinunn lézt fyrir nokkrum árum á heimili Vig- lundar, þar sem hún hafði dvalið um hríð við ástriki mikið, að 328 Oak Street í Winnipegborg. Víg- lundur heitinn fluttist til þessa lands 1903, og lagði snemma fyrir sig húsamálningu ; tók hann J?ví næst að byggja stórhýsi fyrir eigin reikn- >ng °g farnaðist hið bezta; var orð- inn sterkefnaður maður og þótti jafnan hinn ábyggilegasti í viðskift- um. Foreldrar hans fluttust vestur um haf 1904. Fyrir allmörgum árum varð Víg- lundur heitinn fyrir því slysi að falla ofan af húsi við vinnu sína; varð hann aldreí samur maður að heilsu eftir það; mátti lítt á sig lík- amlega reyna, þó slíkt léti hann sjaldan uppi; hann var fáskiftinn yfirleitt um f jöldans hag, en reynd- ist vinum sínum og vandamönnum einlægur og hollráður; hann var gleðimaður að eðlisfari og góður heim að sækja; ljóðrænn vel og kunni glögg skil á vísum. Víglundur A. Davíðsson var ó- kvæntur alla æfi; auk föður síns lætur hann eftir sig tvær systur bú- settar í Winnipeg, Sigríði (Mrs. M. J. Thorarinson) og Guðrúnu (Mrs. Hans Sveinsson); bróðir hans, Trausti, búsettur á Gimli, er látinn fyrir nokkrum árum. Víglundur heitinn var með öllu sjálfmentaður maður, lífið sjálft var aðal skóli hans, og þar lauk hann prófi með sæmd. Útför Víglundar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudag- inn þann 25. október, að viðstöddu fjölmenni. Þeir séra Rúnólfur Marteinsson og séra Valdimar J. Eylands fluttu þar kveðjumál hvor um sig, en Ólafur N. Kárdal söng sálminn “Kallið er komið.” Jarð- sett var i Brookside undir umsjón Bardals. fregnir af iieljarslóð JAPANA OG KINVERJA Samkvæmt nýjustu fregnum hafa japanskar hersveitir magnað innrás sína í Suður-Kína, og náð á vald sitt Canton-borg, sem mælt er að þeir hafi í einu sínu fyrsta áhlaupi kveikt í svo nú standi borgin í raun og veru i ljósum loga; auk þess eru þeir sagðir að hafa fært sig svo upp á skaftið, að þeir eigi ekki eftir ó- farnar nema 20 niílur til Hankow, sem er bráðabirgða aðsetur kín- versku stjórnarinnar. Síðustu fregn- ir láta þess getið, að tilraunir séu í aðsigi, er í þá átt lúti, að Bretar rejmi til þess að miðla málum og binda enda á stríðið milli Japana og Kínverja. Pearl Pálmason FiðluHljómleikqr í Ga>nla Bíó 4- 4- Þessi ungi vestur-íslenzki fiðlari, sem hélt hljómleik hér í vor við ágætan orðstír, sannfærði menn nú enn á ný um það, að hún er lista- kona, sem á sér fraintíð fyrir hönd- um. Við erum annars vanir því hér — og höfum ef til vill ástæðu til — að líta 'heldur niður á tónlistar- iðkanir Vestur-íslendinga, en ef þeir eiga marga listamenn eða lista- mannaefni á borð við Pearl Pálma- son, verður sú skoðun að breytast. Það er ekki nema bæði eðlilegt og lofsvert, að ungir, framgjarnir lista- menn færist mikið i fang, og þess- vegna var gaman að því að heyra Pearl Pálmason leika Chaconne Bach’s enda þótt það sé verkefni, sem liggur að nokkru leyti fyrir ofan hennar þroskastig. En hún sýndi engu að síður í því, hve ágæt tök hún hefir á fiðlunni, og það gefur loforð um að fegurðin og hin yfirvegandi ró í verki Bach’s, sem nú varð sumstaðar að víkja fyrir ofsa æskunnar, birtist siðar í skær- ara ljósi. Annað aðalverkið á skránni var sónata Cesar Frank’s, þar sýndi Miss Pálmason til fullnustu yfir hve miklum lýriskum hæfileikum hún býr, enda ekki hægt að kjósa á betri stuðning, en þann sem Árni Kristjánsson veitti 'henni við píanó- ið. Húsið var vel skipað og fögnuðu áheyrendur hinum unga fiðluleik- ara hið bezta. E. Th. —MorgunbF2. okt. DOKTORSRITGERÐ Séra Eiríkur Albertsson á Hesti hefir samið bók um guðfræðinginn sérkennilega, Magnús Eiríksson. Hefir hann sent ritgerð þessa til há- skólans hér og hefir guðfræðideild- in ákveðið hana hæfa til doktors- varnar. Ekki er það víst enn, hvenær doktorsvörn fer fram, en það verð- ur líklega í janúar. Séra Eiríkur verður fyrsti maður, sem gengur undir doktorspróf við guðfræðideild Háskólans. Hefir hann unnið að rannsóknum þessum og ritverki í mörg ár. Bókin er 24 arkir. Eftir að Magnús varð stúdent var hann tvö ár ritari Krigers stift- amtmanns, er síðan kostaði nám hans í Höfn. Eftir að hann lauk þar guðfræðinámi 1837 kom hann aðeins einu sinni snöggvast heim á því ári. Næstu 9 árin var hann “manu- duktör” við Hafnarháskóla og fékk mikið orð á sér sem góður kennari. En hann lenti í deilum við Marten- sen prófessor, er síðar varð biskup, og var flæmdur frá kenslu. Alla æfina eftir það lifði hann við hin mestu bágindakjör. Samt tókst honum, með afburða eljusemi, að gefa út mikið af guðfræðiritum. Kenningar hans í guðfræðinni, er hann barðist fyrir með þrotlausri elju, voru i aðalatriðum þessar: Að mikið af ritum nýja testa- mentisiss væri ekki hinn uppruna- legi ómengaði kristindómur, erfi- kenningar hafi fljótt aflagað frum- sannindi kristindómsins og því væri ný siðabót nauðsynleg. Fyrir þessum kenningum barðist hann i áratugi, og gaf út hvert ritið af öðru, öll á dönsku. 1 Danmörku fékk hann mjög litla á'heyrn. En í Svíþjóð hlaut hann mikla frægð, og í Þýzkalandi vöktu rit hans eftir- tekt. Enda voru kenningar hans að vissu leyti sumar frá frjálslyndri þýzkri guðfræði, sem lagði mikla áherzlu á “hinn sannsögulega” Krist. Frá því hann varð að láta af undirbúningskenslu guðfræðistú- WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER, 1938 NÚMER 43 SÉRA KRISTINN K. ÓLAFSON forseti Kirkjufélagsins, sem flytur guðs|þ;jónustu i Fyrstu lútersku kirkju kl. 11 á sunnudaginn kemur, í tilefni af demantsafmæli safnað- arins. Séra VALDIMAR J. EYLANDS prestur Fyrsta lúterska safnaðar, er stýrir báðum hátíðarguðsþjónustum í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn kemur. S£RA R. MARTEINSSÖN ' Við kveldguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn keim ur, flytur séra Rúnólfur prédikun. helgaða demantsafmæli safnaðarins. denta árið 1847 °S fram til dauða- dags, lifði Magnús við mjög þröng kjör í Höfn, aflaði sér nauðsynleg- ustu tekna á ýmiskonar snöpum. En áhugi hans á guðfræðinni sloknaði ekki. Ritstörfum og útgáfustarf- semi hélt hann áfram meðan hann átti nokkurn eyri. Hann dó árið 1881. í bók sinni lýsir séra Eiríkur þessum sérstæða manni, sem af mörgum hefir verið og verður talinn mikilhæfur guðfræðingur, jafnvel brautryðjandi á sínu sviði, þó æfi hans væri að því er ytri aðbúnað snerti, ömurleg. —Morgunbl. 5. okt. Þjóðverjinn: Það gleður mig að heyra að þér talið mitt fagra móð- urmál. Frakkinn: : Yðar fagra móður- mál? Yður skjátlast. Það er eg sem tala yðar andstyggilega mál fallega. | Islenzkt útvarp írá Winnipeg á Fullveldisdag þjóðarinnar, 1. desember næstkomandi Mœðiveikin komin á Reykjanesskaga Nú fer það að koma í ljós hvern- ig tekist hefir með mœðiveikivarnir á þessu sumri. Átti blaðið tal við Hákon Bjarnason snöggvast í gær. um það efni. Hann sagði, að enn væri vitan- lega ekki hægt að segja neitt með vissu um útbreiðslu veikinnar, því fjallskil eru svo stutt komin enn- R Búið er að rétta í Gránunesi. Þar kom engin kind fram frá Norður- landi, svo varslan við Seyðisá á Kili hefir reynst haldgóð. En í Úthlið í Biskupstungum kom veikin upp í sumar einmitt þegar maður var farinn að gera sér vonir um, að Biskupstungur væru lausar við veikina, enda þótt hún kæmi þar upp á tveim bæjum í fyrra. Féð þaðan var einangrað, og síðan hald- ið uppi vórslu við Brúará, og girð- ingar settar þar til styrktar. Girt var yfir þveran Reykjanes- skaga í vor, til þess að reyna að halda pestinni þaðan. Var það svo- nefnd “styrk”-girðing, þ. e. ríkis- sjóður lagði fram sem svaraði 50 aurum á kind sem verja skyldi með girðingunni. Nam styrkurinn'um 6 þús. kr. En girðingin kostaði um 30 þús., og var kostuð af héraðs- búum að frádregnum ríkisstyrkn- urn. Nú 'hefir pestin komið frarn vest- an girðingar þessarar, i Straumi og að Óttarsstöðum, svo Skaginn er smitaður. Voru það 4 kindur, er fundust veikar í Krýsuvik í smala- mensku. Er nú að vita hvort eins fer með girðingu yfir þvert Snæfellsnes, er gerð var í vor milli Skógarness og Álftafjarðar. Á grunaða svæðinu vestan girðingarinnar, sem gerð var fyrst fyrir nesið þvert, er veikin ekki enn kunn nema á einum bæ — og þykir vel sloppið. Milli Blöndu og Héraðsvatna hef- ir i haust frézt um veikina á þess- um stöðum, á einurn 4 bæjum ná- lægt Blönduósi og að Marbæli í Skagafirði. Grunur leikur á, að veikin hafi gert vart við sig á Páfa- stöðum. —Morgunbl. 23. sept. Enginn löglega kosinn biskup I gær voru talin atkvæði við biskupskosninguna og hlaut enginn nægilega atkvæðatölu til þess að vera rétt kosinn biskup. 107 at- kvæði komu frarn, en 1.08 höfðu at- kvæðisrétt. Flest atkvæði fengu: Sigurgeir Sigurðsson,’ ísafirði 602/3, Bjarni Jónsson vigslubiskup 59 2/3 og Þorsteinn Briein 26 atkvæði. Kirkjustjórnin hefir frjálst val milli þessara þriggja, sem flest fengu atkvæðin. 1 Önnur atkvæði féllu þannig: Magnús Jónsson prófessor 15, Björn Magnússon 13 2/3, Ásmund- ur Guðmundsson 12 2/3, Friðrik Rafnar 10, Guðm. Einarsson 4 2/3, Sveinbjörn Högnason 2 1/3, Friðrik Hallgrímsson 2, Halldór Kolbeins 1 2/3, Guðbrandur Björnsson, Við- vik 1 1/3/ Brynjólfur Magnússon, Grindavík og Eiríkur Albertsson 2/3- Loks fengu 1/3 út atkvæði eftir- taldir prestar: Erlendur Þórðarson, Odda ; Helgi Konráðson, Sauðárkróki; Hermann Hjartarson, Skútustöðum; Böðvar Bjarnason, Rafnseyri, Jón Þor- varðsson, Vik; Jón Ólafsson, Holti, Önf.; Páll Sigurðsson, Bolunga- vík, Sig. Einarsson dósent og Sig- urður Z. Gíslason. —Alþýðubl. 5. okt. Svo hefir skipast til, að á Fullveldisdag íslands, þann 1. desember næistkomandi verður útvarpað frá Winnipeg til ís- lands alíslenzkri skemtiskrá, sem jafnframt heyrist um allar nýbygðir Islendinga í Véstur- álfu. Skemtiskráin stendur yfir í hálfan klukkutíma, frá kl. 5 til 5.30 e. h. Fer þar fram karlakórsöngur, einsöngur, iþrjár örstuttar ræður eða kveðjuávörp, auk stutts kvæðis. ÓVENJU FJÖLSÓTTUR FRÓNSFUNDUR Sundur sá, er þjóðræknisdeildin Frón hélt á mánudagskveldið í Goodtemplarahúsinu var afarfjöl- mennur og hinn ánægj ulegasti í alla staði. Veigamesta atriðið á skemti- skránni var ræða í þremur liðum um islenzk þjóðræknismál, er séra Valdimar J. Eylands flutti, itur- hugsuð mjög og flutt af eldlegri mælsku; fjallaði ræðan um fortíð, samtíð og framtíð Islendinga í Vesturvegi. Til annara skemtana ber að telja einsöng hr. Gúðmundar A. Stefánssonar, Miss Lóu David- son og fiðluspil hr. Pálma Pálma- sonar. — Ragnar H. Ragnar stýrði fundi og flutti jafnframt ihyglis- verða uppörvunarræðu um söngmál og bókmentir. Landsbókasafninu gefnir 100,000 frankar Landsbókasafn Islands hefir fyrir skömmu fengið höfðinglega gjöf frá dönskum manni, hr. George Jorck, ræðismanni Danmerkur og íslands í Monaco. Gjöfin er xoo,- ooo frankar (12,700 kr.) til þess að kaupa ýmis stór vísindarit og handbækur, sem oss eru nauðsynleg- ar, en safnið hefir hingað til ekki haft efni á að kaupa. Landsbókavörður hefir valið bæk- urnar, og eru þeirra þegar kornn- ar á lestrarsal Landsbókasafnsins, þar á meðal Abderhalden: Hand- buch der biologischen Arbeitsmeth- oden í nálega 100 bindutn. Mun Morgunblaðið gera nánari grein fyrir gjöfinni, þegar öll ritin eru Efftirfarandi greinargerð segir ntákvæmlega fyrir um stöðvar og bylkjulengdir:— CJRM, Regina, Sa.sk., 540 Kilocycles (Long Wave) CJRC, Winnipeg, Man., 610 Kilocycles (Long Wave) CJGX, Yorkton, Sask., 1390 Kilocycles (Long W.) CJRO, Winnipeg, Man., 6150 Kilocycles (Short W.) CJRX, Winnipeg, Man., 11720 Kilocycles (Short W.) Skemtiskráin verður síð'ar auglýst lið fyrir lið. ATHYGLISVERÐ NÝJUNG Heimsfrægur blaðamaður, sem ferðast hefir svo að segja um allan hinn mentaða heirn í erindum fyrir blaðið Wlinnipeg Free Press, Mr. Francis Stevens, lagði leið sína til íslands að áliðnu sumri og dvaldi þar fram á haust; hann hefir, að því er oss er frá skýrt, orðið næsta snortinn af landi voru og þjóðhátt- um, gestrisni og menningu islenzku þjóðarinnar yfirleitt. Nú hefir Mr. Stevens samið nokkura greinakafla um ísland og dvöl sína þar. Fyrsti kaflinn birtist í Winnipeg Free Press á föstudaginn þann 28. október. Um landið og þjóðina kemst Mr. Stevens meðal annars þannig að orði, um leið og hann þakkar stjórn Islands fyrir góðvild og aðstoð við ferða- lagið: “Landið alt milli fjalls og fjöru, er fagurmálað hátignarlegum lit- brigðum, og eg held að þar búi drenglundaðasta og góðviljaðasta fólkið, sem eg hefi kynst á æfinni.” Ekki þarf að efa að mörgum landanum hér vestra verði forvitni á að kynnast ritgerðum Mr. Stevens um heimaþjóðina og landið. A KROSSGÖTUM Eins og kunnugt er keypti dansk- ur verkfræðingur, Kirk, jörðina Haukadal í Biskupstungum í sumar, í því skyni að friða skógarleifarnar þar og gefa síðan íslenzku þjóðinni. Skógarkjarrið þar er einkum í hlíð- inni vestan við bæinn. Gróðurinn hefir sætt þungum: ágangi hin síðari ár af völdum sandfoks og niður við Geysi var oft illverandi í norðan- veðrum vegna sandbylja. — I sumar hefir Haukadalur verið girtur og er girðing sú um 14 km. löng og mjög vönduð. Var verkinu l»kið komin. —Morgunbl. 23. sept. nú um siðustu helgi. —Tíminn 4. okt. COL. H. J. RILEY, K.C. COL. R. L. DENISON Þessir tveir menn hafa með höndum forustu i fjársöfnun fyrir hönd Líknarsamlags Winnipegborgar í ár. Sú upphæð, sem farið er fram á að þessu sinni, nemur $336,000.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.