Lögberg - 27.10.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.10.1938, Blaðsíða 4
t lUjgtierg QefiO út hvern fimtudag af I BK C O LU M BIA PRE88 LIMIT E D 695 Bargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 6*5 SARGENT AVE, WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð *J.OO um árið — Borgi&t fyrirfram Tbe ■'Lðgberg'’ is printed and published by The Columbi* Preas, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Sínum augum lítur hver á silfrið Mr. Joseph T. Thorson, K.C., sambands- þinjímaður fyrir Selkirk kjördæmið, og einn af erindrekum canadisku stjórnarinnar á ný- afstaðinni ráðstefnu Þjóðbandalagsins í Geneva, flutti fyrir miklu margmenni ræðu í háskólabyggingunni á Broadway hér í borg- inni síðastliðið föstudagskveld; ræðan gekk undir nafninu “Canada at Geneva,” og fjall- aði að mestu um ófriðarhorfurnar í Mið- Evrópu vegna Sudetendeilunnar, athafnir Mr. Chamberlains og fjórveldasamninginn í Munich. Og þó öllum bæri saman um það, að úr vöpdu væri að ráða, eru skoðanir þó á hinn bóginn næsta skiftar, engu síður á Bret- landi en annarsstaðar, um það hvort ekki geti auðveldlega þá og þegar svo farið, að sjálf- dæmi það, sem Adolf Hitler í rauninni var veitt, geti ef til vill hefnt sín grimmilega; hvort honum hafi að þessu sinni fremur verið trúandi til orðheldni en endrarnær, auk þess sem menn greinir mjög á um hvort hann, er til alvöru kæmi hefði nokkru sinni vogað að senda hersveitir sínar inn í Czechoslóvakíu og taka Sudetenland herskildi; alt þetta er ó- sannað mál; hitt er engu að síður vitað og viðurkent, að Hitler kom frá samningaborð- inu í Munioh með pálmann í höndlmum á kostnað lýðstjórnarríkjanna, hvort sem þau bíða þess nokkru sinni bætur eða ekki. Hvor stefnan á að verða ofan á? Hjartalaus, ham- stola hnefaréttarstefna, eins og hún persónu- gerfist í Hitler, eða lýðfrelsishugsjónin, sem grundvölluð er á jafnrétti og ákvörðun ein- staklingsins til sjálfsþroskunar! Séu per- sónuréttindi eintaklingsins, eins og þau bezt hafa þróast í skjóli lýðræðisins, það mikilvæg, að þau teljist allra hluta eftirsóknarverðust á jarðríki, hlýtur verndun þeirra að vera verð hinna stórkostlegustu fórna, baráttu og blóðs, sé ekki >um ann^ð að tefla. Og mikið má það vera, ef ekki hljótast fyr en síðar cútmálanleg vandræði af öllum þeim tilslök- unum, sem nú eru orðnar þess valdandi, að Hitler er orðinn svo að segja alvaldur yfir- herra í Mið-Elvrópu. 1 ræðu sinni á föstudagskveldið dáði Mr. Thorson þá skapgerðarfestu, er komið hefði í ljós hjá Mr. Ohamberlain í tilraunum hans við að afstýra Norðurálfustyrjöld; til þess hefði þurft frábæran viljakraft og andlegt þrek; ræðumaður kvaðst hafa orðið þess var, að ýmsir væru þeirrar skoðtmar, að stjórnir * Breta og Frakka hefu átt að setja Hitler stól- inn fyrir dyrnar, og tilkynna honum afdrátt- arlaust, að svo fremi að hann réðist inn á Sudetenland þann 1. október, eins og hann þegar hafði gert heyrinkunnugt, ætti hann herskörum beggja þjóða að mæta á vígvelli, og það alveg tafarlaust; því væri ennfremur lialdið fram, að í því falli væri það engan veginn ólíklegt að Hitler hefði gugnað'; ef til þess hefði komið, að Hitler framfylgdi hót- unum sínum um innrás í Czehoslóvakíu, kvaðst Mr. Thorson telja víst, að slíkt hefði leitt til Norðurálfustríðs. “Var það eigandi á hættu með allsherjar menninguna í veði,” spurði Mr. Thorson; hann kvaðst aðhyllast stefnu Mr. Chamberlains og samverkamanna hans af þeirri ástæðu, að slíkur óvinafagnað- ur hefði verið útilokaður, því stríð gerðu í raun og veru aldrei út um neitt; í kjölfar þeirra sigldi einungis tap og tortíming. “Ekki sýnist það úr vegi,” spurði Mr. Thor- son,” að menn geri sér þess ljósa grein ef til stríðs kom, um hvað væri í rauninni barist.” Sumir héldi því fram, að það yrði til aðstoð- ar Czechoslóvakíu vegna Sudetenlands; hann sagðist hafa vegið á báða bóga kröfur og þær gagnkröfur, er sú deila hefði grundvallast á, og sannfærst um það, að kröfur Sudeten- Þjóðverja væri í meginatriðum réttmætar, og þar af leiðandi teldi hann það rangt ef Bretar og Frakkar hefðu teflt í hættu miljónum mannslífa vegna slíks ágreinings. Mr. Thor- son sagði að því væri haldið fram, að það væri nauðsynlegt, að vernda sameinaða og óskifta Czechoslóvakíu; skoðanir manna á LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBEB, 1938 því væri samt sem áður næsta skiftar; þjóð- ernisleg greining landsins væri slík, að ein- ungis liðlega fimmtíu af hundraði væri Czechoslóvakar; hinn helmingurinn eða þvi sem næst, samanstæði af Þjóðverjum, Pólverj- um, Ungverjum og Úkraníumönnum. Czecho- slóvakía hefði verið klipt út úr hinu forna austurríska og ungverska keisaradæmi sem einskonar ímyndað varnarvirki; landamerkja- línur voru dregnar án tillits til þjóðernislegr- ar aðgreiningar, sagði Mr. Thorson, áð lok- inni styrjöldinni miklu; ekki var þetta gert með hliðsjón af hagfræðilegri afstöðu, iieldur, að því er Mr. Thorson sagðist frá, jafnvel þvert á móti; af þessari ástæð'u hefði aðrar þjóðir litið þannig á, að stofnun Czechoslóvakíu væri háskaleg Norðurálfu- friði, að því er Þýzkalandi viðkom á eina hlið og Rússlandi á hina. Eftir að hafa kynt sér eftir föngum málavöxtu í Geneva, kvaðst Mr. Thorson hafa sannfærst um það með sjálfum sér, að eigi myndi ófriðast í alþjóðalegum skilningi vegna Czechoslóvakíu og deilunnar út af Sudeten- landi. “Ef til þess hefði komið,” sagði Mr. Thorson, “að þeir Chamberlain og Daladier hefði hleypt þjóðum sínum í stríð vegna Sudetendeilunnar, hefði þeir, að minni hyggju, orðið sekir um sið'ferðilegan glæp gagnvart mannfélagsheildinni og staðið röngu megin í baráttunni. Svo ákveðin og sterk vffr sannfæring mín í þessu efni, að eg hefði talið' það ófrávíkjanlega skyldu mína, ef þjóðþingi Canada hefði verið stefnt til funda í tilefni af deilu þeirri, sem fyrir lá, að mótmæla því stranglega að hin canadiska þjóð tæki nokkurn þátt í henni eð'a inti af hendi nokkrar blóðfórnir; slíkt hefði ekki með nokkrum hætti orðið réttlætanlegt.’’ Mr. Thorson sagðist aðhyllast afstöðu þeirra Chamberlains og Daladiers skilyrðis- iausi, vegna þess, að það væri fyrst og síðast alheilög skylda forustumanna stórþjóða, að vernda heimsfrið'inn; og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst frið sinna eigin ríkisborgara. Bretar og Frakk^r, það er að segja allur al- menningur þjóðanna beggja, væri þakklátur foringjum sínum fyrir það, að hafa komið í veg fyrir alþjóða stríð.— Ef til stríðs hefði komið, sagði Mr. Thor- son, myndi það óumflýjanlega hafa orðið næsta langvint; það myndi ekki einvörðungu hafa háð orðið á orustuvellinum; það' hefði snúist um brauð og aðrar vistir; snúist um það, hverjir orðið hefði úthaldsbeztir í þeim skilningi. , Mr. Thorson kvaðst fyrir margt löngu hafa tekið ástfóstri við Þjóðbandalagið og þær hugsjónir, er það hefði grundvallast á; hann taldi skoðun sína öldungis óbreytta við- víkjandi samþjóðlegu öryggi (Collective Security), og hann kvaðst treysta því í fylztu alvöru, að þjóðir heims skipuðu sér á ný undir fána þess, og veittu því allan hugsan- legan styrk í baráttu þess fyrir alþjóða- friði.— Sínum augum lítur hver á silfrið. Þó Mr. Thorson hafi eitt og annað harla mikilvægt til síns máls, verða þeir þó allmarg- ir, að vorri hyggju, er ekki sjá auga til auga við hann með tilliti til ráðstafana þeirra Chamberlains og Daladiers; þeir verða marg- ir, er hafa það skýrt á meðvitundinni, að það hafi verið annað og meira en Czechoslóvakía ein, sem í húfi var, þó það út af fyrir sig væri í rauninni alvarlegt íhugunarefni fyrir menn, sem lýðræði unna. Um þetta mál fórust Mr. Winston Churchill meðal annars þannig orð: “ Czechoslóvakía var hvorki meira né minna en fyrirmynd af dálitlu lýðríki í Mið- Ejvórpu, þar sem hagsmuna minnihlutans var betur og réttlátar gætt en á nokkrum öðrum stað í víðri veröld. ” Og það var þetta ríki, sem Þjóðbandalagið, Frakkar og Rússar, höfðu heitið stjórnskipulegu og þjóðfélags- legu öryggi, og lagt drengskap sinn við; þetta alt varð að innantómum orðum jafnskjótt og Hitler hótaði innrásinni í Sudetenland með fylktu liði. Vegna hvers? Eins og þegar hefir verið vikið að, stend- ur Adolf Hitler með pálmann í höndunum. Rínarhéruðin endurheimti hann þegjandi og ijljóðalaust. Austurríki innlimaði hann í þýsika veldið þegjándi og hljóðalaust; nú hefir hann afkvistað Czechoslóvakíu, ef ekki alveg hljóðalaust, þá að minsta kosti fyrir- hafnarlaust að öðru leyti. “Mikil er trú þín, kona,” stendur þar; og blindaðir trúmenn hljóta þeir að vera, sem nú þykjast ásáttir um það, að nú muni Adolf Hitler sætta sig við status quo, eftir alt, sem á undan.er gengið. Er það hugsanlegt að það verði í'"asism- inn með Adolf Hitler í broddi fylkingar, er mannkynið, reikult í ráði og með vafasama forustu af hálfu lýðræðisþjóðanna eins og við horfir í svipinn, fái bygt framtíðarvonir sínar á? Trúi því hver sem vill. En mikið má það vera, ef þeir, sem í blindni sinni líta Jiannig á málin í dag, vakna ekki upp við vondan draum á morgunn. “Paa Spekulant” á Austfjörðum 1895 Eftir Emil Nielsen. Eg ætla mér að heimsækja ísland á hverju ári, meðan líf og heilsa endist. Sumarið er mér glatað, ef eg stíg ekki fæti á íslenzka jörð, þegar nótt er björt heima á Fróni, sagði Emil Nielsen framkvæmdar- stjóri á dögunum, er Samtíðin hitti hann að máli í skrifstofu Eimskipa- félags íslands í Kaupmannahöfn. Og enginn, sem þekkir Nielsen, mun láta sér til hugar koma, að þetta séu innantóm faguryrði. Maðurinn er óvsikinn, og hann gæti sjálfsagt mörgum fremur tekið undir með skáldinu og sagt af heilum hug: Svo traust við Island mig ’ tengja bönd, að trúrri ei binda son við móður. Hvert mannsbarn á Islandi kann- ast við Emil Nielsen, vegna þess að hann var framkvæmdarstjóri Eim- skpiafélags Islands frá upphafi fé- lagsins og fram til ársbyrjunar 1930. Gat hann sér hinn bezta orðstír í þessu vandasama starfi, enda rækti hann það með fádæma atorku og samvizkusemi. En allir hljóta að skilja, hvílikt trúnaðarstarf það vai að stjórna Eimskipafélaginu milli skers og báru á hinum örðugu byrj- unarárum þess, þegar heimsstyrj- öldin skapaði ótal hættur og vanda- mál. Nielsen er fæddur i Rudkjöbing á Langalandi 26. janúar 1871. Lauk hann þar gagnfræðaprófi 15 vetra gamall, en hóf síðan siglingar. Var hann fyrst um sinn á þýzku skipi frá Hamfoorg, og sigldi það einkum til Suður-Ameriku. Síðar var hann á öðrum skipum, bæði þýzkum og dönskum. En 18 ára gamall tók Nielsen stýrimannspróf, inti að því loknu af hendi landvarnarskyldu sína, en fór árið 1890 í langferða- siglingar á ný. Var hann þá fyrst háseti, en gerðist seinna stýrimaður. Árið 1894 fórst skip það, er Nielsen var á, við Suður-Ameriku. Varð sá atburður til þess, að hann hvarf heim til Danmerkur og tók því næst að sigla til Islands. Gefum vér Emil Nielsen hér með orðið, og mun hann í eftirfarandi grein skýra les- endum Samtíðarinnar frá fyrstu kynnum sinum af íslandi, er jafn- framt varpa ljósi yfir hina frum- stæðu verzlunarhætti, sem áttu sér stað hér á landi fyrir síðustu alda- mót. -t- + Árið 1895 gerðist eg skipstjóri á seglskipinu “Mercur,” sem verzlun- arfyrirtækið Örum & Wulff hafði tekið á leigu og sendi hlaðið vörum til íslands. Við sigldum beint til Djúpavogs, og þar steig eg fyrst á íslenzka jörð á sumardaginn fyrsta 1895. Eg man það enn, hve við- brigðin voru mikil, eftir grænkuna og sléttlendið í Danmörku, að sjá hin tignarlegu, snæviþöktu fjöll Is- lands rísa úr hafi, að eg nú ekki nefni, hve blærinn var svalur, miðað við hitabeltisloftslagið, sem eg hafði lifað í undanfarin ^r. En eftir því sem nær dró landinu, gerðist það hlýlegra ásýndum, og þegar eg var stiginn á land og fór að kynnast Is- lendingum, kunni eg undir eins framúrskarandi vel við mig. Eg sannfærðist þegar um það, að hér byggi gott fólk, með hjartað á rétt- um stað, fólk, sem að menningu og hugarfari væri gerólíkt megininu af þeim mönnum, er eg hafði einkum kynst í hafnarborgum hitabeltisland- anna. Síðan hefir mér altaf þótt fjarska vænt um ísland og Islend- inga. Um þessar mundir var skipkoma til Islands talinn allmikill viðburður þar. Sá maður, er fyrstur sá verzl- unarskip koma siglandi af hafi, fékk 5 króna peningaverðlaun hjá verzl- un þeirri, sem átti von á skipinu. Það varð ekki lítill ys ogþys í kaup- túninu, er einhver, sem verið hafði uppi í fjalli, kom þjótandi niður hlíðina og hrópaði, að skipið væri að koma. Mig furðaði mikið á þvi, að hafn- sögumaðurinn, sem kom til móts við okkur út á fjörðinn, sagðist vera trésmiður. En honum fataðist ekki stjórnin á skipinu. Hann stýrði því •öruggur milli skers og báru til hafn- ar á Djúpavogi. Þegar við vorum lagstir þar að trébryggju, var tekið að skipa upp vörunum, sem við komum með. Var því starfi ekki létt, fyr en allar vör- urtiar voru komnar á land. En því næst hófst nú heldur en ekki at- hyglisverð starfsemi, sem mér kom satt að segja furðulega fyrir sjón- b. Það var tekið til óspiltra málannij við að demba sandi ofan i skipið, þar til fengin var nægileg kjölfesta. Ofan á hana voru því næst lögð borð. Við það myndaðist þarna sæmilegt gólf í lest skipsins. Og þar var nú í skyndi komið fyrir heilli verzlunarbúð með skúffum, hillum og öðru tilheyrandi. Lestiri var tjölduð striga, til þess að hún yrði vistlegri, og eftir skamma stund var skipið orðið að fljótandi verzlunarbúð. Við tókum með okk- ur búðarmann á Djúpavogi og sigldum því næst til Breiðdalsvíkur, en þar var' þá ekkert verzlunarhús. Þetta var kallað að sigla “paa ,Spe- kulant.” Þegar til Breiðdalsvíkur kom, vörpuðum við akkerum skamt frá landi, því að þar var engin bryggja. Við festum skilti við opin á lest skipsins, og gat þar að lesa, auð- vitað á dönsku: Hvít ull 90 aura. Mislit ull 45 aura. 1 flaska af brennivíni 1 krána. Eg skal taka það fram, að ullar- verðið var auðvitað miðað við pund, og að annað en þetta var alls ekki auglýst við opin á búðinni okkar í lest skipsins. Skömmu eftir að skipið var lagst við festar á Breiðdalsvík, tóku við- skiftamenn að streyma að. Sveita- fólkið kom ríðandi með mismunandi langar lestir af áburðarhestum. Bændur færðu okkur ull, sem var aðalsöluvara þeirra, en auk þess smjör og osta. Sjávarbændur komu enn fremur með saltfisk. Stýrimað- ur okkar hafði bækistöð sína í fram- lest skipsins. Þar veitti hann af- urðum bænda móttöku og vó þær, en afgreiddi jafnfrámt alla þá þungavöru, sem við höfðum til sölu. Starf hans samsvaraði þessvegna starfi utanbúðarmanna eða pakk- húsmanna ,i kauptúnunum. En í sjálfri verzlunarbúðinni stóðum við á þönum, verzlunarmaðurinn frá Dj úpavogi og eg, og afgreiddum álnavöru, smávöru og matvöru i smærri stíl. Við unnum dag og nótt, enda þurfa. ungir menn ekki mikinn svefn í íslenzka bjartnætt- inu á vorin! Mesta erfiðið var auðvitað í því fólgið, að skilja is- lenzkuna og gera sig skiljanlegan. Einkum man eg, hve örðugt eg átti með að segja tuttugu og þrír o. s. frv., þvi að íslendingar telja alt öðru vísi en Danir. En lipurð og ástúð viðskiftavinanna létti mér starfið, og alt gekk þetta eins og í sögu. Þarna komu bændur ásamt kon- um sínum, börnum og vinnufólki á öllum tímum sólarhringsins. Og þegar fólkið kom til strandar, kall- aði það: —Merkúr, ohojf Var þá báti tafarlaust skotið í Iand og fólki og íslenzkum afurð- um því næst róið út í verzlunar- skipið, Jafnskjótt og fólkið var komið um borð, gæddum við því á kaffi og hagldabrauði, því að altaf var heitt á katlinum hjá okkur. Þegar fólkið var búið að hressa sig á kaffinu, fór það tafarlaust að verzla. I höfuðbók okkar voru nöfn allra bænda, sem áttu verzlunar- sókn til Breiðdalsvíkur, og áttum við að bíða þess, að þeir kæmu til skips allir með tölu. Úttekt og innlegg hvers einasta viðskiftavinar var nú færð vendilega inn í höfuðbókina. Þegar úttekt bóndans var lokið, fékk hann að. vita, hvernig sakir hans stæðu við verzlunina. Venju- lega fór þetta fram með þeim hætti, að bóndi spurði; “Hvað á eg nú eftir í peningum?” Ef hann átti t. d. 16 krónur hjá verzluninni og spurði, hvort hann gæti fengið þær borgaðar, var vanaviðkvæðið hjá okkur; “Nei, slíkt kemur ekki til nokkurra mála; þú verður að kaupa meira!” — Þá leit bóndi í kringum sig og bað konu sína að athuga með sér, hvort þau þyrftu ekki á fleira að halda. Keyptu þau síðan fyrir 4 krónur. Nú vildi bóndi fá þessar 12 krónur, sem hann átti hjá verzl- uninni, greiddar í peningum, en vterzlunarmaðurinn frá Djúpavogi sat við sinn keip og sagði: “Helzt ekki; geturðu ekki keypt fyrir 4 krónur enn?” Og enn leit bóndinn í kringum sig til þess að athuga, hvað væri minst- ur óþarfi að kaupa, og er hann hafði enn á ný sóað 4 dýrmætum krónum af sinni litlu peningaeign í vörslum verzlunarinnar, voru honum að lok- umi greiddar 8 krónur í skíru silfri. Lét hann þær í snýtuklút sinn og hnýtti að, en þegar heim kom, voru peningarnir látnir i kistuhandrað- ann og geymdir þar vendilega, eins og glóandi gull. Þá var ekki siður ^ð ávaxta fé sitt í banka á Aust- fjörðum, enda var lítið um reiðufé í þá daga og hinn nýstofnaði Lands- banki víðs fjarri í Reykjavík. Bændur keyptu einkum þunga- vöru, en konur þeirra og dætur álna- vöru. Þegar 'þetta fólk hafði lokið úttekt sinni, kom röðin að vinnu- stúlkum þess. Þær komu með ullar- lagðinn sinn innan í tveim saman- bundnum svuntum. Ullarhárið var kaup vinnukonunnar, og gætti hún þess vendilega, að við vægjum' það rétt. Hún varð að taka vörur út á ullina sína, en fékk enga peninga! Vinnukonan keypti álnavöru, efni í peysuföt, svuntu og slifsi. Fyrir Looking for Radio and Klectrical BarKainN? For anything from a dial to a lighingr plant—look in this catalogue. Below we’ve listed just a very, very few of the sort of com- pelling values that make this grand littie book a real gold-mine for Radio Fan and Service Man alike. Get your copy now! Mantel Models? Look at this knockout value, just as an example! Imagine only 29.95 for a five-tube Viking Battery-operat- ed Radio. And this is complete with all hatteries! How do we do it? Console? ?re’s one expressly deslgned for rd-boiled bargain-hunters — a jrthern Blectric 1938 five-tube nsole Radio with tubes—ordin- ily priced at 77.50—Eaton’s Radio .talogue—38.75. Automatic __Jrí Tuning? 1 Sure we have it — the very latest — a Battery- operated Radlo Minerva 6-tube — just press the button and get any 6 of your favorite stations in- stantly. And Just 50.95 with all tubes and batteries! Wind Chargers? Oh yes! — we can get that Free Klectricity from the wind for you too! But Viking 32-voIt Windchargersare low- er in price, so investigate this line before buying, you’ll find the saving worthwhile. Other popular six-volt types are also listed, along with the well-known gasoline driven. plants in 6 or 3^-volt type. EATON C?M,Tto WINNIPEG CANADA I \ f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.