Lögberg - 27.10.1938, Blaðsíða 5
LÖGBzCRG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER, 1938
5
Bœndafélag
United Grain Growers félagið er stofnað
af bændum. Bæði hlutir bænda í félag-
inu og viðskifti þeirra við það, hafa gert
það að verkum, að félagið hefir vaxið
upp í stofnun, sem orðið hefir bændum í
Vestur-Canada að ómetanlegu liði.
SENDÍÐ KORN YÐÁR TIL
United Grain Growers Ltd.
afganginn, ef nokkur var, keypti
hún i—iþý pund af gráfíkjum.
Slíkt þótti alveg sjálfsagt. Þessar
gráfíkjur samsvöruðu krónunum,
sem bóndinn fékk aS lokinni úttekt
sinni. En vel urðu menn að gæta
þess, að gleyma ekki að kaupa nein-
ar lífsnauðsynjar, því að ekki var
von á fleiri verzlunarskipum til
Breiðdalsvíkur það árið. Menn
urðu því að birgja sig upp til heils
árs. En ef skortur varð í búi, urðu
þessir bændur að fara eftir nauð-
synjum sinum alla leið til Djúpa-
vogs.
Frá Breiðdalsvík sigldum við til
Stöðvarfjarðar og verzluðum þar
einnig “paa Spekulant.” En þetta
ár var Karl Guðmundsson kaup-
maður, sem áður hafði verið verzl-
unarstjóri hjá Örum & Wulff á Fá-
skrúðsfirði, að reisa þar verzlunar-
hús. Árið eftir var einnig reist
verztunarfhlúsnefna á Breiðdalsvik,
og færðum við þessum verzlunum
eftir það vörur, sem þær seldu
bændum.
Eg sigldi “Mercur” til íslands um
f jögra ára skeið, eða til 1897. En
árið eftir gerðist eg skipstjóri hjá
Gránufélaginu og gegndi því starfi
fram til 1902. Sigldi eg á þeim
árum frá Danmörku, Englandi og
Skotlandi til Seyðisfjarðar, Akur-
eyrar, Siglufjarðar, Haganesvíkur,
Hofsóss, Kolkuóss og Sauðárkróks.
Síðar var eg ráðunautur Þórarins
Tuliniusar, er hann stofnaði Thore-
félagið og sá um smíði eða kaup á
skipum félagsins eftir ástæðum.
Var eg skipstjóri á skipum þessa fé-
lags, þar til eg réðst framkvæmdar-
stjóri til hins nýstofnaða Eimskipa-
félags íslands 1. apríl 1914.
Mig langar til að segja lesendum
Samtiðarinnar eitt að lokum, segir
Nielsen, alvarlegur á svipinn. —
Mér varð það þegar ljóst, er eg hóf
siglingar til íslands, að bæði sigl-
ingamál og verzlunarhættir Islend-
inga væri í hinu mesta ólagi, einkum
á afskektum smáhöfnum. Mér rann
til rifja árið 1895 að hugsa til þess
að jafngott fólk og Austfirðingar
skyldu verða að búa við ámóta
skrælingjalega verzlunarhætti og
“spekulant” verzlunina úti í skonn-
ortunni á Breiðdalsvík og Stöðvar-
firði, og eg leit þannig á, að íslend-
ingar ættu tafarlaust að taka sigl-
ingamálin í sínar hendur. Annað
árið, sem eg kom til íslands varð
mér gengið upp í fjallshlíðina ofan
við verzlunarstaðinn á Djúpavogi,
ásamt Páli H. Gíslasyni, heimilis-
kennara hjá Stefáni Guðmundssyni
verzlunarstjóra. Páll gerðist seinna
kaupmaður í Reykjavík og var oft
kendur við hús sitt og kallaður Páll
í Kaupangi.
Við Páll settumst i grasbrekku í
hlíðinni og ræddum um þann fram-
tíðardraum að Islendingar eignuð-
ust sjálfir verzlunarflota. Þó að eg
segi sjálfur frá, hefd eg, að þarna
uppi í fjallshlíðinni hafi hugmyndin
að stofnun Eimskipafélags Islands
fæðst. Eg vann síðar að því með
Birni Jónssyni ráðherra, að íslend-
ingar stofnuðu Eimskipafélagið. En
þegar Björn andaðist, tók Sveinn
sonur hans, nú sendiherra íslands
í Khöfn, upp stefnu föður síns í
þessu stórmáli. Og árið 1915 kom
fyrsta eimskip Islendinga, óskabarn-
ið ‘Uullfoss” í fyrsta sinn siglandi
að íslandsströnd.
—Samtíðin.
Island tekur þátt í
samvinnu Norðurlanda
um ferðamannamál
Mikill og vaxandi á'hugi er á öll-
um Norðurlöndum fyrir ferðalögum
til íslands. Og á næsta sumri og
sumarið 1940 munu koma hingað
stórir hópar ferðamanna frá Norð-
urlöndum. Samvinna milli Norð-
urlandanna er og m'jög vaxandi og
nýtur ísland mikils stuðnings af
þessari samvinnu, sem það nú tekur
þátt i í fyrsta sinn.
Ragnar E. Kvaran landkynnir er
nýkominn heim eftir ferðalag um i
Norðurlönd og England, sem hann
fór í vegna ferðamannamála. Al-
þýðublaðið hafði tal af honum í gær- í
kveldi um fór hans og sagði hann
meðal annars:
“Island gerðist á s.l. ári meðlim-
ur í Nordisk Turist Trafik komité,”
en þetta er samvinnunefnd Norður-
landabúa um ferðamannamál. I
fyrra bauð nefndin íslandi þátttöku
í fundum sínum og mætti Tryggvi
Sveinbjörnsson sendiherraritari fyr-
ir þess hönd. — Með þessu gerðist
Island virkur þátttakandi í nefnd-
inni. I henni eiga sæti fulltrúar frá
ýmsum stofnunum, sem lúta að
ferðamannamálum, ríkisjárnbraut-
um, ferðafélögum, skipafélögum
o. s. frv. 20. ágúst hófst fyrri
fundur nefndarinnar og sátu hann
ritarar hverrar deildar. Var hann
til undirbúnings aðalfundi nefndar-
innar, sem haldinn var í Oslo 8. og
9. sept.
Aukin samvinna Norðurlandabúa
á flestum sviðum hefir nú einnig
náð inn á þetta svið, enda er þar
mikið verkefni fyrir sameiginleg
átök Norðurlandabúa . Ástandið í
heiminum er þannig, að ferðamanna-
straumurinn virðist beinast æ meir
til Norðurlanda. Mönnum þykir
ekki fýsilegt að fara til Mið-Evrópu
eða Miðjarðarhafslandanna, en frá
Norðurlöndum berast þær fregnir
út um heiminn, að þar ríki friður
og eindrægni, stórkostlegar umbæt-
ur á þjóðlífinu og há menning með-
al allra stétta. Þetta er mikils virði
fyrir ferðamannamál Norðurland-
anna.
Bók um Norðurlönd á frönsku
Á þeim tveimur fundum, sem eg
sat, voru gerðar ítarlegar ráðstafanir
um sameiginlega auglýsingastarf-
semi út um veröldina, sem okkur
Islendingum er mikill hagur að.
Frændþjóðir okkar hafa skilið það,
að sjálfsagt gætum við ekki lagt
fram fé að jöfnu við þær, en þó
hafa þær fallist á að allsstaðar, þar
sem því "verður við komið, skuli ís-
land fá sinn hluta til jafns við þær.
T. d. verður gefin út ferðabók á
frönsku um Norðurlönd og verður
hlutur íslands í bókinni því nær 1/5
hluti hennar, þó að við leggjum að
vísu tiltölulega örlítið fram af kostn-
aðinum á móts við hinar þjóðirnar
Þá verður ennfremur næsta sum-
ar lögð sérstök áherzla á að auglýsa
sameiginlegar ferðir um öll Norður-
lönd og fær ísland þar mjög góða
aðstöðu til að auglýsa sig í því sam-
bandi, án endurgjalds. Ennfremur
verða gefin út vegakort af öllum
Norðurlöndum og verður ísland þar
einnig með, án þess að taka þátt í
kostnaði.
Island nýtur fyrir þsesa samvinnu,
sem nú er hafin, margra annara
hlunninda, sem hér verða ekki talin.
Þrjút stór þing á ncestu tveimur
sumrum.
Það er mjög áberandi, þegar mað-
ur ferðast um Norðurlönd, að á-
hugi er vaxandi fyrir Islandi og
ferðuip til íslands. I þessu sam-
bandi má geta þess að það er í ráði
að halda hér næsta sumar þing
hjúkrunarkvenna og er búist við
5—600 þátttakendum af Norður-
'öndum. Árið 1940 er og von á 800
iögfræðingum og sama sumar um
250 verkfræðingum. Þingmanna-
fundur Nor’ðurlanda mun og fara
fram hér 1940. Þá er í ráði að
fleiri hópar komi hingað, en um það
er enn ekkert fastákveðið.
Skortur á farþegaskipum
Þess er ekki að dyljast, að miklir
örðugleikar eru á því að fá farkost
hingað fyrir stóra ferðamannahópa.
Þegar eg kom til Stokkhólms höfðu
hjúkrunarkonurnar þvi nær gefisl
upp við að fá skip, en hjúkrunar-
deildinni i Stokkhólmi hafði sérstak-
lega verið ætlað að ráða fram úr
skipamálinu. Það varð úr að eg var
beðinn um að reyna að ráða fram
úr málinu fyrir þær. Tilraunir
mínar til að fá skip frá Norður-
löndum, en skipi frá Norðurlöndum
böfðu hjúkrunarkonurnar sérstak-
lega óskað eftir, reyndust ekki bera
áragur, en eg held að mér hafi tekist
að ráða fram úr málinu i London,
svo að hlutaðeigendur geti vel við
unað. Verkfræðingarnir, sem koma
hingað 1940, fóru einnig fram á að-
stoð héðan með að fá f^rkost og er
það mál þegar á góðum rekspöl.
Hinsvegar höfðu lögfræðingarnir
verið svo hepnir að geta trygt sér
hið glæsilega skip sænsku Ameríku-
línunnar, Gripsholm.
Það virðist svo, sem mikill skort-
ur sé á farþegaskipum á heims-
markaðinum, en reynist sá þröskuld-
ur ekki óyfirstíganlegur, þá ættum
við á hverju sumri að geta fengið
hingað stóra ferðamannahópa til
þinga og fundahalda.
Það er því öllum mikið gleðiefni,
að nú er ákveðið að auka mjög okk-
ar eigin skipaflota.
—Alþýðubl. 5. okt.
LJÖSMYNDIR
handa
vmum
heima
fyrir jólin
og í
minningaskyni
Eatons ljósmyndastofan býður yður þessi kostakjör á
fögrum myndum af yður, með úrvals verði.
6 ljósmyndir í fallegum spjöldum
og ein stór mynd í leðurlíkingar
umgjörð--------allar fyrir.........
»5.00
Prufur sendar * Ánægja ábyrgst
Portrait Studio, Fifth Floor, Portage
^T. EATON C9
MfTCD
Úr bréfakörfunni
Regnboginn.
Regnboginn (oft nefndur friðar-
bogi) er þannig til orðinn, að við
skin sólar eða geislan hennar á hina
fallandi regndropa og rigningarúða,
skiftast hinir upprunalegu litir ljóss-
ins i sundur. Rigningarúðinn fram-
leiðir þannig, að eðli til, sömu lita-
skiftingu og þristrent gler.
Stundum sézt tvöfaldur regnbogi
eða þrefaldur. Bogarnir virðast
tveir eða þrír, þegar skin sólar nær
gegnum regnmistur og mikinn raka
í lofti. En að þeir sýnast fleiri en
einn kemur af því að vatnsdroparn-
ir brjóta að nokkru og endurkasta
geislunum, en það verður á mismun-
andi hátt, af þeirri ástæðu, að sjón-
arviðhorf manna er eins margvís-
legt og mennirnir eru margir.
Sá fyrsti, eða aðalregnboginn, er
ætíð skýrastur og því fallegastur,
því hann hefir alla skærustu liti lit-
sjár go ljósbrota, er fagurrauður
yzt, en fjólublár inst. Hliðarbog-
inn, sem oft sézt hjá aðalboganum,
er oft stærri en fölari, og litir hans
í öfugri röð við liti hins.
I raun og veru er himininn afar
víða með regnbogum, þegar veður-
far fellur hann veg, en maður sér
ekki nema í mesta lagi tvo eða þrjá
af þeim. En færi maður sig úr
FID
Gefið—og
fagnið yfir
að geta það!
gcT.31
TO
N0V.5
WINNIPEC
COMNUNITY CHEST
stað og horfi frá nýrri sjónarhæð,
virðist fyrir auganu sem regnbog-
inn hafi tekið breytingum. '
Amerísk hreinskilni.
Mjög ráðvandur maður og hrein-
skilinn bað sér ungrar stúlku og
segir um leið:
—Eg finn mér skylt að segja yð-
ur eins og er, að eg kemst reyndar
vel af, en er þó engan veginn neitt
efnaður, og að einn föðurbróðir
minn hefir verið hengdur fyrir glæp.
Stúlkan brosir og svarar:
—Eg á ekkert til og hefi ekki
einu sinni neitt á að lifa, og þó að
enginn nákominn ættingi minn hafi
verið hengdur fyrir glæp, þá ættu
þeir það skilið margir.
4-f-f-f-f
T rygð.
Vitur maður og glöggskygn for-
tekur, að konur séu trygglyndari en
karlmenn. Hann sannar sitt mál á
þessa leip:
—Vitum vér eigi mörg dæmi þess,
að karlmenn halda trygð við gamalt
og úrelt höfuðfat, hatt eða húfu,
og vilja með engu móti fá sér nýjan
hatt í staðinn; en hef ir nokkur mað-
ur heyrt þess getið um konur ?
Ferðamaður:—Farast margir hér
í ánni? ♦
Ferjumaður: — Nei, við finnum
þá þegar þeir eru búnir að liggja í
1—2 daga í henni.
-f-f-f-f-f
Gleymska.
Stórbóndi nokkur hafði keypt
gufuketil í borginni. Næsta dag
sendi hann vinnumann sinn af stað
til að sækja ketilinn. Þú verður,
segir bóndi, að spenna brúna klár-
inn fyrir stærsta vagninn, þvi að
ketillinn er mjög þungur.
Þegar húsfreyjan heyrði, að
vinnumaðurinn ætlaði til borgar-
innar, bað hún hann að kaupa fyrir
sig nálabréf.
Um kvöldið kom vinnumaðurinn
heim og afhenti húsfreyju nálabréf-
ið; en þegar bóndinn sá, að ekkert
var á vagninum, spurði hann vinnu-
manninn hvar gufuketillinn væri,
sem hann hefði átt að sækja.
—Ja, hver f jandinn! hrópaði
vinnumaðurinn. — Hefi eg þá ekki
gleymt bölvuðum katlinum! Mér
fanst á leiðinni til baka, sem eg
mundi hafa einhverju gleymt, en
^t ekki munað livað það var.
-f-f-f-f-f
Fátækur sveitabóndi misti einu
kúna, sem hann átti, sama daginn
sem kona hans átti 7. barnið. Þá
kvað hann vísu:
Bág mér þykir breytni sú
af buðlung sólarranna,
að fá mér ungbarn fyrir kú,
fátækustum manna.
-f-f-f-f-f
Presturinn hitti seint á kvöldi
einn af verstu syndaselum safnaðar-
ins þéttkendan. Prestur vildi í þessu
tilfelli vera hinn miskunnsami Sam-
verji og tók að drösla fylliraftinum
heim til sín. Er þangað kom, og
prestur ætlaði að skilja við hann,
bað hinn drukni fyrir sér á þessa
leið:
—Góði prestur, komið þér inn
með mér svo að konan sjái með
hverjum eg hefi verið .
-f-f-f-f-f
Það hafði brunnið húsið hans
Jóns Jónssonar. Brunatrygginga-
félagið neitaði að bæta skaðann
vegna grunsamlegrar upptöku elds-
ins. Jón fór í mál við félagið. Svo
kom að því að hann var kraíinn
eiðs. Eftir nokkra umhugsun sagði
Jón:
—Eg skal slá helmingnum af upp-
hæðinni, ef eg slepp við að sverja.
Edward III. Englandskonungur
iðkaði fiðluleik í frístundum sínum.
Kennari hans, sem var mjög fræg-
ur, sagði eitt sinn við konunginn:
—Eg skifti fiðluleikurum i þrjá
flokka. I fyrsta flokki eru þeir, sem
ekkert kunna, í öðrum þeir sem spila
illa og hinum þriðja þeir, sem spila
vel. Yðar hátign eruð þegar komn-
ir upp í annan flokk. —Alþýðubl.
A
LIBERAL
ALLOWANCE
ForYour
>14 *
Wateh styUs
changa tool
WATCH
TRADE IT IN
(ot* a N E W
II Itwtll
*297*
5/L Sfr
THORLAKSON and BALDWIN
Watchmakers and Jewellers
699 SARGENT AVE.
WINNIPEG
V