Lögberg - 17.11.1938, Page 1
PHONE 8G311
Seven Lines
,#
^ A>
&
•y „#
a'or
Better
I»ry Clennins
and Launtlry
51. ARGANOUR_________LÖGBERO, FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER, 1938 ______________NÚMER 46
Karlaklúbbur Fyráta lúterska safnaðar
MR. PRANCIS H. STF.VENS
Karluklúbburinn heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtu-
dagskveldiS þann 24. þ. m. Verður þar venju samkvæmt fram-
reiddur kveldveröur og sest að borðum stundvislega kl. 6.15.
Ræðumaður klúbbsins að þessu sinni verður Mr. Francis H.
Stevens hinn víðförli, er meðal annars vitjaði Islands að áliðnu
síðasta hausti, og skrifað hefir um land og þjóð margar ritgerðir
hverja annari skemtilegri, er birtsti hafa í dagblaðinu Winnipeg
Free Press. Mun Mr. Stevens skýra í ræðu sinni frá einu og
öðu næsta nýstárlegu, er fyrir augu og eyru bar á íslandi, sem
honum hefir hvorki unnist tími né rúm til þess að flétta inn i
ritgerðir sínar. Þarna gefst okkar ungu mönnum sjaldgæft tæki-
færi til fræðslu um land feðra sinna og mæðra; þeir ættu því að
fjölmenna.
Annars má vænta þess að þetta verði einn allra fjölsóttasti
fundur K'arlaklúbbsins.
FRÉTTIR
SÆMD BÖKMENTA-
VERÐLA UNUM NOBELS
Ameríski rithöfundurinn, frú
Pearl Buck, hefir hlotið bókmenta-
verðlaun Nobels fyrir yfirstandandi
ár; er þetta einkum fyrir bók henn-
ar “Good Earth,” sem út kom fyrir
sjö árum. Frú Buck er að mestu
uppalin og mentuð í Kína, þar sem
foreldrar hennar störfuðu að trú-
boði; hún er fædd árið 1892, og er
tvígift; skildi við fyrri mann sinn.
Er hún önnur í röð þeirra ame-
rískra rithöfunda, sem unnið hafa
Nobels verðlaunin; hinn fyrri var
Sinclair Lewis.
♦
VIDSKIFT ASAMNÍNGAR
VIÐ BANDARIKIN
Forsætisráðherra Canada, Mr.
King, sem nýkominn er til Ottawa
úr mánaðarferðalagi sér til heilsu-
bótar, hefir lýst yfir þvi, að við-
skiftasamningar milli Canada og
Bandaríkjanna verði undirskrifaðir
einhvern hinna næstu daga. Nú
gildandi samningar milli þessara
tveggja þjóða falla úr gildi þann 1.
desember næstkomandi. Liklegt
þykir að hinir væntanlegu samning-
ar gangi canadisku þjóðinni mjög í
hag.
-f
FRÁ BANDARIKJA-
KOSNINGUNUM
Fullnaðarúrslit þjóðþingskosn-
inganna í Bandaríkjunum, sem
fram fóru þann 8. þ. m., eru nú
orðin kunn, og féllu.á þann veg, er
Lögberg vék að í síðustu viku, þó
eigi væri þá nema óljósar fregnir
við hendina. Flokki Republikana
jókst allmjög þingfylgi; bætti við
sig 81 sæti í neðri málstofunni, en
8 í öldungadeild. Þó nýtur stjórn
Roosevelts eftir sem áður yfirgnæf-
andi meirihluta i báðum deildum
þings. I Minnesotaríki gengu Re-
publikanar sigrandi af hólmi; fengu
kjörinn til ríkisstjóra Harold Stas-
sen, frækilegan lögmann nýjan af
nálinni, rúmlega þrítugan að aldri.
t North Dakota, náði frambjóðandi
Demokrata, John Moses, lögfræð-
ingur, ríkisstjórakosningu, jafn-
framt því sem senator Nye var
endurkosinn með allmiklu afli at-
kvæða umfram fráfarandi ríkis-
stjóra, William Langer .
Meðal sögulegustu atburða, er
þessar nýafstöðnu kosningar leiddu
fram á sjónarvsiðið, má hiklaust
telja ófarir LaFollette í Wisconsin
og Bensons samábyrgðarinnar í
Minnesota.
-f
STÓRVELDIADOLF
HITLERS
Fréttaritari Winnipeg Free Press
í London, Mr. Grant Dexter, komst
nýverið þannig að orði í einni af
ritgerðum sínum um Evrópumálin,
að afstöðnum fjórveldasamningn-
um í Munich:
“Skoðanir manna eru margar og
mismunandi um það, hvaða áhrif
Munich-samningurinn hafi á fram-
tíð brezka veldisins. Um eitt atriði
sýnast þó flestir vera sammála;
þeim kemur saman um það, að nú
sé Þýzkaland orðið að stórveldi,
margfalt umfangsmeira en því, sem
Vilhjálmur keisari réði yfir. Þjóð
Hitlers telur nú 80 miljónir íbúa,
auk þess sem hún býr við aukið
landrými og auknar auðsuppsprett-
ur; hún ræður svo að segja lofum
og lögum í Mið- og Suðaustur-
Evrópu. Við slíkt hafði Bretland
aldrei áður sætt sig, að nokkur ein
þjóð yrði henni ofjarl í Mið-
Evrópu.”
-f
FÆRIR SIG UPP Á
SKAFTIÐ
Símað et' frá Prag þann 14. þ.
m., að Adolf Hitler krefjist enn á
ný all áiitlegrar sneiðar af Czecho-
slóvakíu, þó ekkert þýzkra manna
búi á því landsvæði. Ekki er enn
vitað hvaða undirtektir krafa þessi
fær.
-f
ÞORSTEINN GÍSLASON
SKÁLD LÁTINN
Samkvæmt nýkomnum Islands-
blöðum lézt Þorsteinn skáld Gísla-
son að heimili sínu í Reykjavík
þann 20. október síðastliðinn tæpra
72 ára að aldri. í fyrra lá hann á
sjúkrahúsi um nokkurt skeið, hrest-
ist þar nokkuð og komst á fætur,
þó ávalt kendi hann sama sjúk-
dómsins upp frá því. Þorsteinn var
vinsælt ljóðskáld og einn af áhrifa-
mestu blaðamönnum íslenzku þjóð-
arinnar. Meðal systkina hans er
Hjálmar rithöfundur í Winnipeg.
Mr. og Mrs. L- C. Parmenter of
Newport, Vermont, are visiting
Mrs. Parmenter’s sister, Mrs. Fred
Thordarson, 996 Dominion St.
Mrs. Parmeter was formerly Jónína
Thorbergson of this city.
Ur borg og bygð
Dr. Richard Beck, prófessor við
ríkisháskólann i North Dakota, kom
til borgarinnar á föstudaginn og
dvaldi hér fram á sunnudag. Hann
kom til þess að sitja fund fram-
kvæmdarnefndar Þ jóðræknisfé-
lagsins.
-f -f
Gefin saman í hjónaband þ. 9.
nóv. s.l., voru þau Mr. Vilhjálmur
Thomas Fedor Thórðarson frá
Hecla og Miss Caroline Clementine
Stevenson frá Matlock Beach. Séra
Jóhann Bjarnason gifti og fór
hjónavígslan fram^að heimili hans
á Dorchester Ave., í Selkirk. —
Heimili hinna ungu hjóna verður í
Mikley.—
-f -f
Ungur maður, Helgi Christo-
pherson frá Baldur, Man., lézt í
Carman á fimtudaginn í vikunni
sem leið af völdum bílslyss; hann
var sonur þeirra Péturs Christo-
pherssonar og konu hans Sigur-
veigar, systur Gísla heitins Ólafs-
sonar kaupmanns hér í borginni.
Fjórir menn aðrir voru í bílnum og
meiddust eitthvað, en eru sagðir úr
hættu.
-f -f
Frézt hefir að eftirgreindir ís-
lendingar hafi hlotið kosningu í op-
inberar sýslanir í Pembina County
við ksoningarnar, sem fram fóru
þann 8. þ. m.:
State Attorney: Fred Snowfield.
County Commissioner: Freeman
Einarson.
Sheriff: Stone Hillman.
Maður hverfur
Þorleifur Jónatansson að Hömr-
um í Eyrarsveit á Snæfellsnesi
hvarf heiman að frá sér síðastlið-
inn miðvikudag.
Undanfarna daga — einkum
fimtudag, föstudag og laugardag —
hafa margir menn leitað hans, en
einskis orðið vísari um hvarf hans.
Milli 30 og 40 manns tóku þátt í
leitinni þegar flest var.
Bærinn Hamar stendur á sjávar-
bakka og ætla sumir að Þorleifur
kunni að hafa fallið í sjóinn, en
strumar eru þar miklir með landi
fram.—Morgunbl. 18. okt.
Miss May Morris
látin
Ungfrú May Morris andaðist
síðastliðinn sunnudag á heimili sínu
Kelmscott Manor á Englandi og
mun hafa verið komin nokkuð yfir
sjötugt.
Faðir hennar var stórskáldið Wil-
liam Morris, maður, sem mjög
kynti nafn íslands á meðal erlendra
þjóða. Ást hans til íslands tók
dóttir hans í arf. Hún unni mjög
íslandi og reyndist hún ágætlega
þeim íslendingum, sem í einhverj-
um efnum leituðu liðsinnis hennar.
Hún nam íslenzku til þeirrar hlýt-
ar, að hún las islenzkar bækur, en
ekki mun hafa mátt segja, að hún
talaði málið. Hún ferðaðist tvisvar
hér á landi og leitaði þá einkum til
þeirra staða, sem faðir hennar
hafði heimsótt. A þessum ferða-
lögum var með henni aldavinkona
hennar ungfrú Lobb.
Ungfrú Morris gaf út af mikilli
prýði rit föður síns nokkru fyrir
ófriðinn mikla. Er útgáfan í 24
bindum stórum með forspjallsrit-
gerðum eftir Miss Morris. Tvö
viðaukabindi samstæð gaf hún svo
út fyrir tveimur árum og er þar
í meðal annars þýðing Morris á
Egils sögu, sem ekki hafði áður
birst og ekki var fullger þegar þýð-
arinn lézt. (3. okt. 1936).
Fimm þúsund króna
gjöf
D a n s k Ligbrændingsforening
liefir gefið Bálfarafélagi íslands
fimm þúsund krónur til byggingar
bálstofu í Reykjavík og er tilkynn-
ing um þessa rausnarlegu gjöf kom-
in frá próf. dr. Knud Secher, sem
er formaður félagsins.
Dansk Ligbrændingsforening hefir
frá öndverðu liðsint íslenzka félag-
inu með ýmsu móti.
Þessi kærkomna gjöf er snotur
vottur um vinarþel ýmsra danskra
manna í okkar garð.
—Morgunbl. 20. okt.
HOMER S. CUMMINGS
dómsmálaráðherra, B a n d a r í kja-
stjórnar hefir látið af embætti, og
ráðgerir að gefa sig við mála-
færslustörfum i framtíðinni fyrir
eigin reikning.
Mrs. J. B. Skaptason vann hina
fögru ábreiðu, sem dregið var um á
samkomunni, sem haldin var í Sam-
bandskirkjunni þann 8. þ. m. til
arðs fyrir sumarheimili barna.
Happanúmerið var 108.
Nýja kirkjan á
Akureyri
Séra Friðrik Rafnar vígslubisk-
up kom snöggvást inn á skrifstofu
blaðsins í gær. Kirkjubygingin á
Akureyri barst í tal.
I haust verður gengið frá grunni
og kjallara kirkjunnar, segir hann.
Kirkjan á að standa uppi á höfð-
anum beint upp af Torfunefinu.
Guðjón Samúelsson hefir gert upp-
drætti hennar. Hún á að snúa dyr-
um í austur, út að firðinum og
verður hún tvíturna.
Hvað búist þið við að hún kosti ?
Það bá gera ráð fyrir að hún
kosti 160—200 þús. kr. En nú
vantar fé til þess að halda bygging-
unni áfram. Akureyrarkirkja er
lénskirkja. En söfnuðurinn hefir
boðist til þess að taka hana að sér.
Hefir kirkjuráð mælt með því við
ríkisstjórnina, að söfnuðinum yrði
afhent kirkjan með 30 þús. kr. til-
lagi úr ríkissjóði, en söfnuðurinn
hefir boðist til að taka hana með
50 þús. kr. álagi. Kirkjan átti um
45 þús. kr. í sjóði, og Akureyring-
ar hafa safnað 15 þús. kr. til bygg-
ingarinnar. Svo handbærar voru
60 þús. kr. þegar byrjað var á
byggingunni.
Til hvers er kjallarinn ætlaður
undir kirkjunni?
Þar á að vera salur fyrir ung-
lingafræðslu og önnur prestsverk,
svo og ræstingarherbergi o. fl.
—Morgunbl. 20. okt.
Nýja fjárpestin
Það stóð til að Rannsóknarstofa
Háskólans fengi sendar hingað lif-
andi kindur frá Hólum í Hjaltadal,
til þess að fá úr þvi skorið hvort
þar væri um að ræða hina sömu
fjárpest og fundist hefir í fé í
Breiðdal og Hæli í Hreppum.
En samkvæmt upplýsingum sem
prófessor Niels Dungal gaf Morg-
unblaðinu í gær verður ekki hægt
að koma því við, að fá hingað lif-
andi kindur frá Hólum. Verður
því að láta sér nægja að fá hingað
innýfli kinda, sem sjúkar eru og
eru þau væntanleg bráðlega. Fæst
þá væntanlega úr því skorið hvort
um sama sjúkdóm sé að ræða.
—Morgunbl. 18. okt.
Hljómboðar, I. og II.
Nýkomið er heiman af íslandi II.
hefti af sönglögum Þórarins Jóns-
sonar. Bókin er af sömu stærð og
blaðsíðufjölda og fyrsta héftið. 1
þessu hefti eru 26 lög — sum að
mun lengri en í fyrr heftinu, öll
eru lögin frumleg og hljómþýð og
standa framar flestu, sem nú er út
gefið á íslenzku af sama tæi. Bæði
heftin hafa hlotið einróma lof
heima á föðurlandinu. Aðeins ör-
fá eintök hafa borist hingað vestur.
Þeir, sem keyptu fyrra heftið, geta
fengið það síðara fyrir 1 dollar.
En þeir sem vildu eignast bæði
heftin í einu ,fá þau fyrir $3.00 —
alls 66 lög.— Er það innan við 5
cent lagið — sjálfsagt ódýrasta
fyrsta útgáfa, sem nokkursstaðar
hefir verið gefin út.
Söluna hafa með höndum:
E. P. Johnson, ritstj. Lögbergs og
Gísli Johnson, 906 Banning Street,
Winnipeg.