Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.11.1938, Blaðsíða 2
9 LÖGrBEMx, FIMTUDAOINN 17. N6VEMBER, 1938 Fjárrekstur um Kaldadal fyrir 30 árum Eftir Jón Pálsson í Fljótstungu Fjárrekstrar á haustin voru fyrr- um miklu erfiöari en nú vegna þess hve langar voru leiöir i kaup- staö og oft yfir fjallvegu aö fara. Komust menn þá oft í hann krapp- an, í ófærö og hríðum. í þessari grein segir Jón bóndi Pálsson í Fljótstungu í Hvítársíðu frá því er hann fór með fjárrekstur fyrir 30 árum ofan úr Borgafiröi, yfir Kaldadal til Revkjavíkur. Hafði íshúsfélagiö viö Faxaflóa, sem Jó- hannes Nordal stjórnaði þá, keypt féð. 4 Féð var keypt á fæti eftir átaki og útliti upp um sveitirnar og verð- lagt þar af þar til kjörnum trúnað- armönnum, rekið svo til Reykjavik- ur og útborgað þar við móttöku í Sláturhúsirju. Einn af þessum trúnaðarmönnum félagsins var Jó- hann bóndi Eyjólfsson, þá í Sveina- tungu. Hann útvegaði rekstrarmenn og gerði áætlanir um þær ferðir, svo að sem minstir yrðu árekstrar í Sláturhúsinu. Það var nær miðjum október 1907, sem hann kom til mín og bað mig um að taka stjórn á rekstri suður; sagði að í honum mundi verða 600, flest dilkar, og væri hann búinn að ráða 3 menn, og sagðist vonast til að eg yrði sá fjórði. Eg var tregur til að taka að mér þenna vanda og mér fanst það þung ábyrgð svona seint á husti, yfir langan fjallveg, og menn alt of fáir. Vildi eg hafa mann með hverjum hundrað kindum, og fremur fyrir það, að þetta voru flest lömb. Menn þeir, sem hann hafði ráðið, voru þessir: Jóhannes bóndi á Hallkelsstöðum, og var eg strax á- nægður með hann, þekti eg hann að greind og gætni. Hinir voru Markús Jónsson, gamall Borgfirð- ingur og þá kendur við Þorvads- staði, og Davíð Sigurðsson, austan úr Árnessýslu. Hafði hann verið kaupamaður hér í Hvítársíðunni um sumarið. Með okkur átti að vera stúlka frá Gilsbakka, Svan- borg Guðmundsdóttir. Ætlaði hún til vetrardvalar í Reykjavík. ♦ Snemma morguns 15. október var lagt upp með reksturinn, sem geymdur hafði verið í hraunhelli hjá Hallkelsstöðum um nóttina, og var nú áformað að fara fyrir Ok. Var nú strax nokkur töf að kom- ast yfir brú á Hvítá á Barnafossi, eins og vænta mátti með svo stóran rekstur; komumst þó að Augastöð- um um hádegi. Var þá farið að dimma í lofti og innan stundar far- ið að hvessa allmikið af suðri og skall á með aftaka rigningu. Fékk eg þar til fylgdar suður á fjallið Nikulás hreppstjóra Gíslason og fór hann með okkur suður í Skurði suðvestur af Okinu. Þar hafði þá fyrir nokkrum árum dagað uppi fjárrekstrarmenn úr Reykholtsdal í aftaka norðanbyl og fenti þar alt féð og drapst flest. Þeirra víti vildi eg fyrir hvern mun varast, og reyndi með mestu herkjum að kom- ast súður í Brunna. Var nú dag- ur að kvöldi kominn og sama úr- fellisrigningin, þar til komið var að Leirá, sein upptökin hefir suðvest- ur af Okinu og fellur í Reyðarvatn fyrir innan Lundareykjadal. Dettur þá at í einu á dúnalogn og fer að hlaða niður snjó. Náðum þó dimmu á efsta grasbalann í Brunnum. Tjölduðum þar í flýti og heftum þar hestana. Þarna var þó næsta óvistlegt, komið allmikið snjókrap, svo ekki var viðlit að leggjast þar fyrir til svefns og hvíldar, hold- votir urðum við því að sitja i hnökkunum alla nóttina og stúlkan í söðlinum. Sama moksturs fannkoman hélst alla nóttina, þar til bjart var orðið af degi. Fremur var nú ömurlegt út að líta. Hestarnir stóðu í sömu sporum í kviðsnjó við tjaldið og engin sást kindin, en hornabreiðan upp úr á balanum hjá tjaldinu. Nú var úr vöndu að ráða og komu fram 3 tillögur. Ein var það að biða þarna byrjar, og var hún feld með meiri hluta atkvæða. Önnur var sú, frá Davíð og Mark- úsi, að reyna að komast Uxahryggi ofan í Lundareykjadal. Að vísu höfðu þeir báðir átt heima þar i dalnum fyrir nokkrum árum En þeim gátum við ekki treyst til að rata, og var nú afráðið að fara sem næst veginum ofan í Þingvalla- sveit. En sá var nú gallinn á, að hvergi sást til vegar. Tók eg nú það ráð að reyna að halda vegi, tók saman alla hestana, sem voru 8 að tölu, teymdi þá samsíða, svo brautin yrði breiðari, og svo áttu hinir að reka féð á eftir. 4- Nú kom það að góðu liði, að nokkrar ær voru þarna með, sem runnu stanzlaust í brautina og svo lömbin hægt og seint á eftir, og var sú lest ærið löng. Mér tókst að halda veginum alla leið niður á Tröllaháls og vorum við nú öll komin þar heilu og höldnu. Þá alt í einu eins og hendi væri veifað rýkur á með norðanbyl og herðir frostið. Var nú kominn byr ofan af hálsinum og gekk nú ofurlítið betur, þar til við komum að sælu- húskvíslinni, yfir hana þurftum við að fara. Hún var orðin uppbólgin af krapi og alvöknaði féð, og þá fyrst kastaði nú tólfunum, því 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) UOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfenglsgerð í Canada This aiivertisement is not Jssued by the (lovernment Liquor Control Com- mlssion. The Commlsslon is not responsible for statements made as to quality or products advertised. ZIG'ZAG 5 Drvals pappír í úrvals bók C 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n 1 vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLÁ KÁPA “Egyptien’’ úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmiSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover snjórinn hlóðst svo í lagðinn, að lá, en í öllum lautum djúpir skafl- féð dró stóra snjókekki, sem við urðum að skera burt með vasahníf- unum okkar og máttum ekki sleppa þeim úr hendinni, og var nú hægt farið, og loks þegar komið var að klaufinni fyrir sunnan Meyjarsæti, sem liggur ofan á Hofmannaflöt, var hún orðin svo full af snjó, að við vorum 2 klukkustundir að kom- ast ofan á flötina. Var nú farinn að lifna vonar- neisti um að komast til mannabygða. Var nú veðrið ofurlítið farið að lægja, skall þó á með allsnörpum vindhviðum ofan af Ármannsfelli. Bundum við nú upp taumana á hest- unum og átti Svanborg að fylgja þeim eftir, og þótti sjálfsagt, að þeir mundu halda veginum, sem þeir margir höfðu oft farið. Eftir svo sem 5 mínútur förum við að heyra neyðaróp suður í hrauni, og vissum þá strax að hestana mundi hafa hrakið út af veginum, og geng eg á hljóðið, þar til eg sé hestana og stidkuna sitjandi á hestbaki. Hestarnir höfðu stanzað við gjá og var nú stúikan, sem alt til þessa hafði verið örugg og ókvíðin, búin að missa svo kjark- inn, að hú bað mig að reyna að koma sér til mannabygða sem allra fyrst. Eg bað nú Jóhannes að taka nú að sér þann vanda og mátti segja þrekraun, að reyna að koma fénu ofan í réttina hjá Bolaklifi, og var ákveðið að gista í Hraun- túni. Komum við Svanborg þang- að í rökkurbyrjun eftir 12 tíma ferð úr Brunnum. Var þá harð- viðris norðanbylur, og svo voru frosin vosklæði okkar, að við urð- um að setjast á hlóðarsteinana í eldhúsinu til þess að komast úr þeim órifnum. Þarna var okkur tekið með frá- bærri gestrisni og velvild. Þar bjó þá Jónas hreppstjóri Halldórsson og vas eg honum áður vel kunn- ugur. -f Um 2 klst. síðar um kvöldið komu þangað einnig rekstrarmennirnir og höfðu komið fénu niður í rétt. Sami harðviðrisbylurinn hélzt alla nóttina og til hádegis næsta dag. Fór þá að rofa til og varð ratljóst í bygð. Lögðum við nú upp frá réttinni um hádegi og rák- ifm niður hraun fyrir sunnan Al- mannagjá og stóðum yfir fénu neðst í hrauninu fyrir ofan vellina. Þar hafði skafið af hæstu bungpim, svo féð náði þar í lyng og skógar- brum. 1 Hrauntúni fékk eg vinnu- mann Jónasar alla leið til Reykja- víkur, og var bað okkur ómetanleg- ur greiði. Hafði hann ágætan hund, sá eini, sem við liöfðum að heiman, var orðinn þreyttur og okkur ó- nógur. Um kvöldið fórum við svo að Kárastöðum til góðvinar míns Hall- dórs Einarssonar og konu hans Jó- hönnu Magnúsdóttur. Var okkur þar tekið forkunnar vel, eins og svo oft áður. Morguninn næsta var nú komið eins og sæmilegt þorraveður, frost allmikið og bjart í lofti. En færðin var þannig, að rifið var af veginunt þar sem hæzt ar, og því fremur seinfarið. Kom- um við þó í björtu um kvöldið að Miðdal og gistum hjá Gísla bónda Björnssyni, sem mér var áður aö öllu góðu kunnur, og lánaði hann mér vinnumann sinn, Einar Jónsson til viðbótar með reksturinn alla leið ofan í Reykjavík, því nú voru lömbin flest búin að gefa frá sér af hungri og þreytu. Komum við nú loks til Reykjavikur síðla dags, og aldrei mun eg gleyma Jóhannesi Nordal, sem kom á móti okkur meö þessu hlýja brosi og þakkaði okkur með mörgum fögrum orðum fyrir að vera nú þarna komnir með stór- an fjárrekstur, og hefði hann og fleiri af félagsmönnum Ishússins ekki búist við góðum heimtum. Lætur hann nú 2 menn telja féð inn í portið, sem hann trúði bezt til að telja rétt, og vantaði þá aðeins 1 lamb og höfðu Grímsnesingar fundið það í eftirleit um haustið inn á afrétt. Ekki get eg með orðum lýst þvi, hvað eg var nú lukkulegur að vera búinn að skila af mér þessum stóra fjárrekstri að mestu með tölu og vera nú laus við þá þungu ábyrgð, sem eg hafði tekið á mig. Daginn eftir vorum við um kyrt í Reykja- vík í góðu yfirlæti og var eins og fólk hefði heimt okkur úr helju. í Reykjavík sá eg, að í ísafold, sem út kom 17 okt., var sagt, að 4 menn úr Borgarfirði hefðu lagt á Kaldadal (Þann dag, sem við fór- um yfir Okið) með 600 fjár og væru menn milli vonar og ótta um. hvern enda það hefði haft í þvi veðri. Fór eg því til Björns rit- stjóra og tjáði honum, að hér væri um dálitla missögn að ræða. Sagði, að þessi ferð hefði tekist vonum framar vel, og skrifaði strax í ísa- fold, að við værum komnir heilir á húfi til Reykjavíkur með allan reksturinn. —'Lesbók 16. okt. 1938. Miðjarðarhafið er dýpst rétt hjá eyjunni Malta, þar sem Bretar hafa flotastöð sina. Hefir verið mælt þar 4300 metra dýpi. Day Dream My friend, you exclaim that I’m idle, That my hands are at leisurely pose ? Can’t you see I am building a dreain, friend, More precious than anyone knows? that soul Can’t you a-travel ‘Mid gardens all fragrant with bloom ? That I’m breathing the perfume of roses Though I sit in an undusted room ? Can’t you see in my eyes all my dreams, friend? They lighten the hours all day. I shall sing as I dust all the morning ’Cause I fashioned a dream by the way. Lenora A. Johannson. Með morgunkaffinu (Morgunbl. 8. okt.) Sennilega hafa hinar þrettán fegurðardrotningar, sem urðu undir í samkepninni, verið særðar í hjarta sinu eftir úrskurð dómnefndarinn- ar. En tvær þeirra, “ungfrú Ung- verjaland” og “ungfrú Frakkland” voru særðar í eiginlegri merkingu þess orðs. — Þannig stóð á þvi: Þær voru á Roskildevej á leið frá Korsör til Kaupmannahafnar í bifreið, er hestur, sem sloppið hafði yfir limgirðingu, kom í hendings- kasti á móti þeim og snaraðist á bílinn, svo að rúður brotnuðu i honum. “Ungfrú Ungverjaland” fekk blæðandi sár á enni, en hin fegurð- ardrotningin meiddist á öðru hnénu. Tvær konur voru í fylgd með þeim. Önnur, frænka “Ungfrú Ungverjalands,” fekk nokkrar skrámur, en hin konan, og bílstjór- inn, sluppu ómeidd. Elzta tré á jörðunni er á eyjunni Ceylon. Talið er að tré þetta sé frá árinu 288 fyrir Kristsburð, og ætti því nú að vera 2166 ára gam- alt. í mörg hundruð ár hafa inn- fæddir menn á Ceylon skoðað tréð sem heilagt tré og tilbeðið það. 4- Borgin Venedig á ítalíu er fræg fyrir það, að hún er bygð á 118 eyjum og í borginni eru 378 brýr. En það eru tvær aðrar borgir í Evrópu, sem einnig eru bygðar á mörgum smáeyjum, Amsterdam og belgiski bærinn Gent. í Amster- dam eru um 100 eyjar og 300 brýr og í Gent 26 eyjar og 270 brvr. 4- Franskur sérfræðingur hefir reiknað út hve listaverkin í Vati- kaninu, höll páfa, séu mikils virði, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að listaverkin væru 600 miljón króna virði. Ný stefnuskrá fyrir Winnipeg Ekki í von . . . heldur í vissu! Ef þér viljið fá . . . Lækkun skatta Lækkað kaup hækkað aftur Atvinnu fyrir pilta og stúlkur GREIÐIÐ 1 TRAVERS SWEATMAN fyrir B0RGARSTJ0RA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.