Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 3
3
LÖGrBERG, FIMTUDAGrlNN 8. DKSEMBEB 1938
Business and Professional Cards
Á Baulu um
sóiarupprás
Hallur í Hrauni
Vörubíllinn þýtur tneÖ flug-
hraða inn Norðurárdalinn. Það
er liðið að lágnætti og blundandi
bygðin er litið eitt óljósari á-
sýndum en við dagsbirtuna.
Norðansvalinn er napur, þótt um
miðsumar sé. Skröltandi billinn
og mórauður mökkurinn, sem
hann skilan aftur undan sér, er
í æpandi ósamræmi við kvöldið
og kyrláta sveitina.
En fjörið ríkir hjá okkur, sem
á bílnum erum. Við syngjum
og tröllum með gáska og glað-
værð þeirra í rómnum, sem vita
hvað þeir vilja og eiga ákveðið
takmark. — Og Baula er tak-
rnarkið.
—Þegar tjaldað hafði verið
við Hreðavatn urn kvöldið, datt
einhverjum það snjallraéði í hug,
að ganga á Baulu um nóttina.
Menn veltu þessu fyrir sér fram
og aftur nokkra stund, gerðu
qpp með sjálfum sér þreytu eftir
ferðalagið um daginn, góndu út í
napurleika næturinnar, skoðuðu
fætur og skó, athuguðu andlegt
og líkamlegt þrek. — Og eftir
þessar athuganir umhugsun og
heilabrot, ákváðum við að fara
sjö, fimm piltar og tvær stúlk-
ur. Við fengum svo vörubil-
inn til þess að skjótast með okk-
ur áleiðis.
Og nú brunum við inn dalinn,
kát og hress, og hlökkum til að
klífa fjallið. “Hæ; tröllum á
rneðan við tórum.” Og bíllinn
beygir inn á Dalaveginn, þýtur
frarn hjá Dalsmynni, upp Bjarn-
ardalinn. Þá er aksturinn senn á
enda. Við kveðjum bílstjórann,
biðjum að heilsa svefnpurkun-
um í tjöldunum og skundum svo
af stað.
“Frjálst er í fjallasal.”—Okk-
ur er nú orðið nægilega svalt, til
þess'að taka rösklega til fótanna
Fyrstu brekkurnar eru vaxnar
gróðri og lækirnir hjala ljúflega
á leið sinni niður hliðina.
Enginn |af okkur veit með
vissu, hvar ganga skal á fjallið,
en við verðum undir eins ásátt
um að klífa það að norðvestan-
verðu. Þar sýnist okkur upp-
gangan álitlegust. Brátt fer úr
okkur hrollurinn eftir bílferðina,
enda er glíman nú hafin. Við
höfum skilið fyrstu brekkurnar
að baki, og Baula sjálf tekur við.
Tilsýndar virðist fjallið ágætt
uppgöngu. En við finnum það
fljótt, er við þrömmum upp
fjallsrótina, að vegur er ógreiður
og torfær,.— aðeins stórgrýtis-
urð.
En þessi urð er skemtilegri en
aðrar urðir, vegna þess, að hún
er nær eingöngu samsett af
stuðlabergsströnglum. Þeir liggja
hér í óreglulegri kös, eins til
tveggja metra langir, mjóir og
sexstrendir, og sporðreisast þeg-
ar maður stígur á þá. Þetta er
ákaflega einkennilegt grjót, næst-
ENÐURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meðal
fyrir sjúkt og lasburBa fólk. Eftir
vikuttma, e8a svo, veróur batans
vart, og viS stöSuga notkun fæst
góS heilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæS I
sinni röt>. Miljónir manna og
kvenna hafa fengiS af því heilsu
þessi 45 ár, sem þa8 hefir verió í
notkun. NUGA-TONE fæst I lyfja-
búöum. KaupiÓ aóeins ekta NUGA-
TONE, þvi eítirllkingar eru árang-
urslausar.
KaupiS aóeins ekta NUGA-TONE
í ábyggilegum lyfjabúöum.
NotiS UGA-SOL viS stýflu. petta
úrvals hægSalyf. 50c.
um því æfintýralegt, og maður
fer að velta því fyrir sér, hvort
ekki mætti byggja úr því ramm-
gerða kastala, súlnagöng eða sig-
urlxjga.
En fjallgöngur eru ekki falln-
ar til heilabrota, og sizt þessi,
því að hún er erfið.
Við nemum staðar öðru hvoru,
lítum yfir farinn veg og njót-
um útsýnisins. Dökkblár og
svalur næturhimininn hvelfist
yfir og boðar bjartan dag að
morgni. Það þýtur og svarrar i
ám og giljum í norðangjólunni,
og hvín í tindum. Hljóðið berst
til okkar í hviðum og eykur á
einkennilegheit útsýnisins, því að
alt er næstum ónotalega líflaust
og íklætt annarlegum hjúp.
Nóttin er ríkjandi.
Því hærra sem dregur, því
brattara verður fjallið. Nú má
styðja sig með höndum, án þess
að beygja sig til muna. Urðin er
svo laus, að óvarlegt er að ganga
hvert á eftir öðru, svo við dreif-
um okkur nokkuð upp brattann.
Nú koma í ljós þau einkenni,
sem hvert okkar hefir fyrir sig
við fjallgönguna. Sumir taka
smáspretti og þjóðtal eins og ör-
skot upp veltandi steina og
skriðnandi urðina, og hvíla sig
svo á inilli. Aðrir lalla með
jafna hraða, gæta vel hvers fót-
máls og luigsa mest um hvildina
uppi.
En upp komumst við öll að
lokum.
I fyrstu gætum við einskis
nema, þess að njóta hvíldarinnar
og kasta mæðinni eftir síðasta
sprettinn, sem varð allharður,
því hver um sig vildi verða fyrst-
ur á leiðarenda.
En brátt þokar þessi sjálfsum-
önnun fyrir áhrifum að utan.
Það, sem fyrst gripur athygli
okkar hér uppi i 924 m. hæð,
þegar kl. er tvö að nóttu, er
eldrauð rák eða depill, sem við
eygjum yfir fjöllin i norðri. Það
er sólin að rísa. Hún er enn
of lág til þess að orka á liti um-
hverfisins, nema hvað hún roðar
dökt og dimmblátt loftið yfir
sér. Við horfurn, og sólin stíg-
ur. Brátt tekur rauðleitur bjarmi
hennar að lita land og loft. Og
um leið og geislar hennar má
af öllu kaldranalegan næturhjúp-
inn og íklæðir fjöll og dali, láð
og lög nýjum hjúpi, hjúpi dags
og hlýju, þá fylgjum við eftir
með augunum, hvernig þeir slá
ljósi sínu á tindana, sem tak-
marka sjónhringinn. Fannhvitir
jöklarnir fá á sig rauðgulan blæ;
og fjöllin standa i loga. — Og
sólin heldur áfram að rísa, hærra
og hærra, en um leið missir hún
sinn rauða möttul. Við horfuin;
það er altaf eitthvað hátignar-
legt við sólarupprásina.
Alt í einu veitum við því at-
hygli, að á suðurloftinu er all-
stórt fleygmyndað svæði, sem
sker sig úr vegna þess, að það
er dekkra en loftið í kring. Við
athugum þetta hvert fyrir sig og
reynum að gera okkur grein fyrir
þvi, hverju þetta sæti. Við
þessa athugun kemur í ljós, að
þetta keilumyndaða, dökka svæði
sker sig ekki aðeins úr á loft-
inu, heldur einnig á láði og legi.
Og Norðurárdalurinn, sem nú
liggur fyrir fótum okkar, er al-
veg í þessu dökka belti.
Eftir litla stund áttum við
okkur á dökka fleygnum. Það
er skugginn af fjallinu, þar sem
nú stöndum við, — skugginn af
Baulu sjálfri. Fjallið er keilu-
lagað, og þegar sólarljósið flæðir
fram með því beggja vegna,
myndast þessi mikli skuggi, sem
réttur sé risafingur á loft upp.
Útsýnið er hrifandi. Snjó-
hringurinn takmarkast af víð-
frægum tindum, sem eru ennþá
tilkomumeiri vegna sólarupp-
komunnar.—Aðeins örfáar stik-
ur: Mælifellshnjúkur, Eiríksjök-
ull, Botnssúlur, Hafnarfjall,
Snæfellsjökull. fjöllin á Barða-
strönd. En í suðvestri sér á
haf út, svo langt sem augað
eygir. Innan þessarar umgjarð-
ar liggur láglendið með ám og
vötnum, ásum og dælduni. Og
bygðin blundar í dölunum.
Þegar við höfurn fengið aug-
anu fró við fagurt útsýnið, setj-
umst við og leysum frá. malnum.
—Fjallgöngur heimta slíkt jafn-
an.
Baula er einkennilega topp-
myndað fja.ll. Hér uppi er að-
eins örlítið svæði, svo sem eins
og gott herbergi að flatarmáli, en
óreglulega þríhyrnt. — Og þó
hallar þessum litla toppfleti tölu-
vert til suðurs. Og þegar flet-
inum sleppir, tekur snarbrött
brekkan við, og sumstaðar hengi-
flug. Hér uppi eru tvær vörður,
og i annari töluvert af miðum
með nöfnurn og bætum við auð-
vitað einum við.
Við eruin kát og hress, þar
sem við stöndum hér uppi og
teygum að okkur tárhreint f jalla-
loftið. Eftir litla stund hljómar
söngurinn frá brjóstum okkar,
eins konar lofgjörð fyrir stund
og stað. Þessi næturferð hefir
hepnast með afbrigðum vel, og
aldrei er skapið eins gott og þá.
Eftir klukkutíma dvöl á Baulu
tindi leggjum við af stað aftur.
Við höfum ákveðið að fara nið-
ur að sunnan verðu, styztu leið.
Þar er forsæla, því að sólin skin
úr norðri. Hinn risafengni
skuggi fjallsins hefir nú styzt
nokkuð, Toppur hans er úti a
Borgarfirði.
Það er ógreitt að ganga niður;
urðin er svo laus. Manni finst,
að fjallið hljóti að vera að lækka,
þvi að sífelt hrynur úr brúnun-
um uppi, og skriður skríða nið-
ur. Gróður er hér enginn. Við
verðum að gjalda varhuga við að
láta ekki hrynja hvert á annað,
þvi að sumir eru kvikari að
skoppa í skriðunni en aðrir.
Alt gengur þó ágætlega, og
innan stundar komumst við nið-
ur í mosavaxnar hlíðar og gras-
DR. B. J. BRÁNDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kenned> Sts.
Phone 21 834—Office tímar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 28S
Winnipeg, Manltoba
DR. ROBERT BLACK
SérfrœCingur I eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum.
216-2 20 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstlmi — 11 tll 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi — 12 211
Heimili — 401 9»1
Dr. S. J. Johannesson
272 HOME ST.
STE. 4 THELMA APTS.
á fyrsta gðlfi
Talsími 30 877
Viðtalstími 3—5 e. h.
H. A. BERGMAN. K.C.
Menzkur lögfrœOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 95 062 og 39 043
LINDAL, BUHR
& STEFÁNSSON
Barristers, Solicitors,
Notaries, etc.
W. J. Iilndal, K.C., A. Buhi
Björn Stefánsson
Telephone 97 621
Offices:
325 MAIN STREET
A.S. BARDAL
84 8 SHERBROOICE ST
Selur llkkistur og annast um út-
farir Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonai
minnisvarða og legstetna.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talslmi: 501 66 2
brekkur endrum og eins. Rétt
síðar komumst við svo í sól-
skinið. Sólin hefir drjúgum
hækkað á lofti meðan við geng-
um niður fjallið.
Skugginn af fjallinu nær nú
aðeins út á hájendið hinum
megin Bjarnardjflsins, í suð-
vestri.
Um fimmleitið löbbum við
niður Norðurárdalinn. Morgun-
inn er hreinn og fagur, sveitin
hrífandi. Kyrðin er djúp, og
manni finst eins og öll náttúran
sé heillandi helgidómur. Niður-
inn frá Norðurá stingur fyrst
lítið eitt í stúf við kyrðina og
þögnina, en von bráðar verður
hann eins og seiðmagnaður sam-
hljómur, sem suðar ljúflega í
eyrum og við vanann hættir
maður að skynja hljóðið.
Ekkert kvik er á bæjum,
hvergi bíll á ferð. Nú er sann-
arlega næði til að njóta fegurð-
ar héraðsins. Við göngum þögul.
Alt i einu rís hundur upp af
bæjarvegg og geltir. Hann gón-
ir á okkur hálfilskulega, og gelt
hans er eins og merki um það,
hve alt er hverfult hér á okkar
jörð. Friðurinn er úti. Von
bráðar jarma kindur i hlíðum,
hanar gala og fuglarnir taka að
kvaka við hreiður sin. í raun
og veru finst okkur þetta frið-
rof, og þó er það aðeins fyrir-
boði dagsins, sem færir með sér
DR. B. H.OLSON
Phones: 3 5 076
906 047
Consultation by Appointment
Oniy
Heimili: 5 ST. JAMES PLACB
Winnipeg, Manitoba
Dr. P. H. T. Thorlakson
2 06 Medlca! Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 8ð6
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 6 2 200
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
PHONE 26 545 WINNIPHQ
DR. A. V. I0HNS0N
Dentist
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 36 888
J. T. THORSON, K.C.
ialenzkur lögfrœðingur
800 GREAT WEST PERM. BLJD
Phone 9 4 668
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningal&n og eldsftbyrgB «J
öllu tægl.
PHONE 94 221
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEQ
pœgilegur og rálegur búalaOur
mÁObiki borgarinnar
Herhergi 22.00 og Þar yflr: met
baCklefa $3.00 og þar yfir
Agætar m<iBir 4 0c—60c
Tree Parking for Queata
líf og starf. Maður kemur út úr
bæ einum, gáir til veðurs og
hverfur svo inn aftur, til þess
að vekja hjú sín til verka.
Skömmu síðar mætum við svo
fyrsta bilnum.
Og innan stundar komumst við
í grátt hraunið, og við þrömm-
um áfram þungum skrefum.
En að baki rís Baula og bíður
þeirra næstu.
—lAþýðubl. 6. nóv.
Frambjóðanda einum var borið
á brýn á fundi, að hann neyddi
konu sina til þess að hafa sömu
stjórnmálaskoðun og hann. Þessu
svaraði frambjóðandinn þannig:
“í fyrsta lagi hefi eg aldrei
reynt að hafa áhrif á skoðanir
konu minnar; í öðru lagi hefi
eg aldrei talað um stjórnmál við
lrana; í þriðja lagi hefir hún
ekkert vit á stjórnmálum og
minnist aldrei á þau; og í f jórða
lagi á eg alls enga konu.”
+ +
Frú A.: “Hvað á eg að gera
til þess að maðurinn minn sé
heima á nóttunni?”
Frú B.: “Koma sjálf ekki
heim fyr en undir morgun.”
kaupið avalt
LUMBER
hjft
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551