Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 7
LÖGrBERO, FIMTUDAGINN 8. OESEMBER 1938 Sigurlaug Sigurðardóttir Benediktsson (MinningarorÖ) Það gerast engir vábrestir og ekkert viðburÖarask á hinu ytra athafnasviði, þó aS háöldruð al- þýðukona gangi til hinnar hinztu hvílu,. enda hefði það ekki verið í samræmi við hið kyrláta og fábrotna líf þessarar yfirlætis lausu, góðu konu, en saknaðar- blandin tómleika tilfinning ríkir Sigurlaug Sigurðardóttir Benediktsson í hugum, eigi aðeins ástvina hennar, heldur og allra, er nokk- ur kynni höfðu af henni. Sigurlaug sál. lézt, eins og áður hefir verið getið um í ísl. blöðunum, io. nóv. að heimili dóttur sinnar, Ste. i Lorraine Apts. hér í borg, af afleiðingum af slagi, eftir fárra daga legu, nálega 85 ára að aldri. Hún var fædd að Blálandi i Hallár- dal í Húnavatnssýslu 11. marz 1854- Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Jónsson bóndi þar og Þor- gerður Guðmunddóttir kona hans. Eigi er mér frekar kunn- ugt um ætt hennar, en þess bar hún öll merki, að hún væri af rnerku og vönduðu fólki komin. Systkini mun hún hafa átt nokk- ur, er upp komust, en eigi kann eg að nafngreina þau, — munu þau öll löngu dáin. Sigurlaug sáluga mun hafa alist að mestu upp hjá foreldrum sínum til full- orðins ára, að hún giftist Jóni Benediktssyni frá Hamrakoti á Ásum. Bjuggu þau mest af sín- um samverutíma að Mánaskál í Laxárdal. Þeim varð 5 barna auðið; tveir sveinar létust í æsku, en þau sem lifðu og upp komust eru: Bene- dikt, ógiftur, er heima á á Sauð- árkróki. Hefir hann átt við heilsubrest að stríða rnestan hluta æfi sinnar. Ingibjörg, gift William Butler hér í borg. Sigurborg, gift Kenneth Miller til heimilis að Bird River, Man. Ennfremur lætur hún eftir sig 2 dóttursyni, báða á unga aldri. Árið 1896 misti Sigurlaug mann sinn. Stóð hún þá uppi ein, ekkja, með 3 börn, öll í ó- megð, og hið yngsta kornungt. Munu efnin hafa verið lítil og ástæðurnar hinar erfiðustu. Treystist hún þá ekki til að halda áfram búskap, en vistað- ist hjá öðrum með yngstu dótt- urina og reyndi þannig að vinna og bjargast og koma börnum sinum á framfæri. Geta þeir bezt getið því nærri, er slíkt hafa reynt, hve örðugt það hefir ver- ið. Dvaldi hún í Laxárdalnum um 17 ára skeið, eftir fráfall manns síns, lengst af á Skíðastöðum í Efri Laxárdal. Árið 1913 flutti Sigurlaug sál. til Canada, þá ná- lega sextug að aldri, með yngr; dóttur sinni, er ávalt hafði fylgt henni. Var það fyrir atbeina og tilstilli eklri dótturinnar, Ingi- bjargar, er vestur hafði fluzt á barnsaldri á vegum föðurfólks síns hér vestra, og átti heima þá hér í Winnipeg. Stofnuðu mæðg- urnar þrjár heimili hér og bjuggu saman hér nokkur ár, eða þar til báðar systurnar giftust, en eftir það dvaldi Sigurlaug alla tíð hjá eldri dóttur sinni, er ávah hefir átt heimili hér í borg, — (hin yngri mun ekki hafa átt heimili hér að staðaldri). Annaðist Ingibjörg móður sína á elliárunum með mikilli prýði. Er það með ágæturn tal- ið, hve hún og maður hennar sýnduj henni mikla ástúð og létu sér ant um að gera henni æfi- kveldið bjart og friðsælt — og það sjálfsagt oft af litlum efn- um og erfiðum ástæðum, sem hlutskifti hefir orðið svo margra á þessum harðinda- og kreppu- árum. Það lætur að likum að Sigur- laug sál. hafi ekki getað tekið mikinn þátt í félags- eða at- hafnalífi hér, svo hnigin að aldri sem hún var er hún kom hing- að, en vel mun hún hafa fylgst með öllum ísl. málum. Hún var gædd ágætri greind, og bókhneigð með afbrigðum Mun henni ekki hafa gefist mik- ill kostur á að lesa mikið eða nema í æsku og lengstum tima æfinnar mun meira hafa vcrið varið til margþáttaðra starfa sér og sínum til bjargar, en til lest- urs bóka. En eftir að hingað kom, og hægjast tók um, mun hún hafa bætt það upp, því það hygg eg að fáar hafi þær ísl. bækur ver- ið, sérstaklega sögulegs efnis, er hún reyndi ekki að komast yfir og lesa. Var það hennar mesta yndi og kunni hún góð skil á því sem hún las. Hún hafði verið myndarleg sýnum og þrekkona til lífs og sálar, og mun hún oft hafa þurft á því að halda á sinni erfiðu lifsleið, og svo veí bar hún ellina, og hélt svo óskertum líkatns- og sálarkröft- um svo að segja til æfiloka, að furðu sætti. Frekar hygg eg að hún hafi verið dul í skapi og fá- skiftin, en þó hin viðmótsþýð- asta — orðvör og brá aldrei vináttu, er hún hafði bundið. Svo’ heilsteypt og hrein var skap- gerð hennar. Hún fékk hægt og rólegt andlát — dó, eins og hún hafði lifað, í sátt og friði við Guð og menn. Hún varð jarðsungin af séra Valdimar J. Eylands að við- stöddum mörgum vinum og kunningjum frá Fyrstu lút. kirkju, en þá kirkju liafði hún sótt reglulega fram á síðustu stund. “Far þú í friði, friður Guðs þig blessi — Hafðu þökk fyrir alt og alt.’’ (Kveðja undir nafni fjarlægrar dóttur.). Mér finst eins og hjartnæmum huggunar óð sá hvíslað frá ókunnri strönd— Þú þerraðir votan vanga svo oft með vinnulúinni hönd — Og ást þin varpaði unaðsblæ yfir æskunnar draumalönd. Á auðnina’ í sál minni ylgeisla slær, þó ytra sé dapurt og hljótt------ Og öllum, sem eru jafn þreyttir og þú er þörf á að hvílast rótt. Með þakklæti blessa þig börnin þín öll og bjóða þér góða nótt. Ragnar Stefánsso.i. Ræða flutt í heiðurssa/msœti Magnúsar Markússonar 28. nóvember 1938 Mér er það sönn ánægja að vera hér staddur i þessu heiðurs- samsæti vinar mins, hr. Magn- úsar Markússonar, og fá tæki- færi til að þakka honum fyrir glaða og góða samfylkd á liðnu árunum og óska honum til ham- ingju og blessunar á komandi æfiárum, sem eg vona og óska, að enn verði mörg. Það er svo hugljúft að líta til baka yfir farna leið, þegar geð- feldar endurminningar, góðvild og drenglyndi samferðamannanna endurspegla sig í minningu vorri; og það eru margar slikar endur- minningar frá hinni löngu kynn- ingu minni við heiðursgestinn, sem fylla hug minn glaðværðar og þakklæti fyrir þá kynningu, við þetta tækifæri. Það er búið að minnast svo rækilega hér í kvöld, lífsstarfs, átthaga og ættar, ásamt hinna andlegu hæfileika heiðursgests- ins, af okkar snjöllustú ræðu- mönnum, sem öllum er kunnugt um, að gera hverju þvi málefni er þeir ræða um, góð skil, svo eg býst ekki við að eg hafi miklu við að bæta. Til þess að kom- ast út úr þessum vandræðum, liefir mér dottið i hug í þessu sambandi nokkuð, sem mér var kent i æsku, að maðurinn saman- standi af tveimur aðal pörtum, sem sé likami og sál. Hvernig svo sem þeirri samsetningu er varið, þá kýs eg fremur við þetta tækifæri að fara fáeinum orðum um hina líkamlegu hæfi- leika heiðursgestsins sem iþrótta- manns. Alt frá söguöld þjóðar vorrar eru margar sagnir um afburða fþróttamenn, enda var hin lik- arnlega íþrótt og hreysti mikils metin og þótti oft sem ytra merki snildar og andlegra hæfi leika enda fylgdist það oft að. Þessi skilningur forfeðra vorra hefir varðveizt með þjóð vorri, og er nú hafinn mjög til vegs á ættlandi ,voru. 1 sumum héruð- um á íslandi varðveittist íþrótta- hneigðin betur en í öðrum og bar ýmislegt til þess, sem saga þjóðar vorrar ber ljósan vott um. Meðal þeirra hluta lands- ins er íþróttahneigðin varðveitt- ist hvað bezt, var Norðurland, og þá ekki hvað sizt Skagaf jarðar- hérað, hvaðan heiðursgesturinn er ættaður; hérað, sem hann ann hugástum og hefir lýst svo fag- urlega í einu sínu þróttmesta kvæði, er hefst á þessa Ieið: “Skagaf jörður bygðin bjarta, bernskufoldin kær. Þar sem létt að logar hjarta, líða vötnin skær,” o. s. frv. Heiðursgesturinn hefir að erfðum hlotið mörg éinkenni átt- haga sinna, og verndað þau. Skagfirðingar voru gleðitnenn miklir, fjörmenn og fimir, bæði sem giímumenn og hlaupagarpar, og þóttu með afbrigðum slingir reiðmenn, svo heiðursgesturinn á sannarlega til þeirra að telja er ekki stóðu öðrum að baki, að lik- amlegri hreysti, fremur en and- legu atgjörvi. Heiðursgesturinn okkar kom til þessa lands á því skeiði æf- innar, er vorólga lífsins svellur með mestum þrótti í æðum, og kraftar og fjör i mestum blóma. Þá voru íslendingar lítt þektir í þessu landi, og hérlendum mönn- um hætti oft til á þeirri tíð, að líta smáum augum á landann. Áræði, framsókn og traust á líf- ið og landið fylti hug fólksins og rnenn veigruðu sér ekki við á- reynslu og hörðum átökum. Það var því ekki ósjaldan að hérlend- ir menn hugðu að hinir ný- komnu, og lítt þektu íslendingar mundu vart hlutgengir við sig. Mörgum landanum svall hugur í geði við slíkt að heyra, og hugðu, eins og þeim hefir líka svo sómasamlega hepnast, að troða slíka fávíslega fjarstæðu hérlendra manná undir hæli sér. Heiðursgesturinn átti þann heilbrigða metnað i huga, sem allir góðir íslendingar fyr og síðar hafa átt og eiga enn, að 5ora að sýna það í verkinu, að >eir séu hverjum manni jafn- snjallir, er drenglyndi þraut og Jolgæði skal reyna. Það var meðvitundin um þessa eiginleika sér í merg og bein runna, sem knúði landana fram til dáða, nýkomna til þessa lands og hefir ætíð verið þeirra háttreista markmið, bæði hér í landi og annarsstaðar, sem þeir hafa komið, að vera ekki horn- reka fyrir öðrum. Það var þessi heilbrigða metn- aðarvitund fyrir sóma sinnar þjóðar, sem ólgaði svo i æðum heiðursgestsins, að honum fanst með öllu sjálfsagt að sýna hreysti og manndáð landans, til þess að hnekkja röngum ímynd- unum hérlendra manna úm manndóm íslendinga og öðru því er kastað gæti skugga á nafn þeirra. Vorið 1888 var stofnað til 25 m'ilna kapphlaupfs í Victoria-garð- inum hér í Winnipeg. Margir naf nkendir hlaupagarpar tóku þátt í því, mönnum var metnað- armál að sýna iþrótt sína og hreysti. Heiðursgesturinn, Mr. Magnús Markússon, sá, að þar. var gott tækifæri til að sýna hérlendum mönnum, hvað í íslendinginn væri spunnið og hvað hann gæti, svo öllum yrði ljóst að þar væri mönnum að mæta, sem Islend- ingar væru. Með brennandi þjóðernislegan metnað í hug sér réðist hann í að taka þátt í kapp- hlaupinu sem háð var 22. júlí 1888, i Victoria garðinum, og út- koman varð sú, að hann bar af öllum þátttakendum og vann með heiðri fyrstu verðlaun, sem voru 150 dollarar. Eg vil geta þess, svo það valdi engum misskilningi, að í kapp- göngu, sem háð var fyr sama vorið, vann Mr. Jón Hörgdai fyrstu verðlaun; að því undan- skildu, mun þessi sigur heiðurs- gestsins hafa verið hinn fyrsti glæsilegi sigur, sem íslendingúr vann í íþróttasamkepni í þessu landi. Margir góðir landar styrktu eftir megni þátttöku heiðurs- gestsins í íþróttasamkepni þess- ari, og skoðuðu sigur hans sem sinn og allrar íslenzku þjóðar- innar beggja megin hafsins. Með sigri þessum opnuðust augu hér- lendra manna fyrir þolgæði og snilli íslendinga og jókst virðing' og viðurkenning hérlendra manna á þessum lítt þektu emgígröntum norðan frá Ishafsbaug. Heiðursgesturinn okkar á ó- skift þakklæti allra sannra Is- lendinga fyrir hinn göfuga skerf er hann með þátttöku sinni i íþróttasamkepni og sigrum, hef- ir lagt til viðurkenningar Is- lendinga hér í landi, og sem hafði dýpri þýðingu á þeirri tíð, en vér getum gert oss grein fyrir nú. Þetta sama sumar tók heiðursgesturinn þátt í þremur kappgöngum, er stóðu yfir í 24 klukkutíma hver, og hlaut að verðlaunum fyrir þátttöku sína i þeim 180 dollara. Árið eftir (1889) fór fram IO mílna kapphlaup i Victoria-garð- inum, og var heiðurgesturinn eini íslenzki þátttakandi í því, og hei>naðist honutn sem áður, að varpa frægðarljóma á nafn sitt og þjóðar sinnar, með því að vinna fyrstu verðlaun með sæmd, sem voru 150 dollarar. Þess utan vann hann 100 dollara af 500 dollara veðfé er sett var upp og veðjað var um á kapp- hlaupsmennina. Hlaut heiðurs- gesturinn þannig flest verðlaun allra þeirra, sem tóku þátt i téðum kappgöngutn og kapp- hlaupum,. er háð voru í Winni- peg árin 1888-89, sem námu alls 580 dollurum. Frægðarorð í- óróttamannsins barst út meðal hérlendra manna, og varpaði ljóma á þjóð hans og ættland. Þar sem vér erum hér saman komnir í kvöld til að heiðra skáldið og iþróttamanninn Mr. Magnús Markússon, er oss ljúft og skylt að tjá honum þakklæti vort fyrir þann göfuga skerf, sem hann hefir með íþrótt sinni og snilli andlegri og líkamlegri, lagt til þess vegs og virðingar, sem þjóðarbrotið íslenzka hefir náð og notið í þessu kjörlandi sínu. Lengi lifi skáldið og íþrótta- maðurinn Magnús Markússon! G. E. Eyford. Embættismenn Fyráta lúterska safnaðar Dr, B. J. Brandson, Hon. President G. F. Jonasson, President S. Wl Melsted, Vice-President Grettir L. Johannson, Secretary Fred Thordarson, Treasurer Lincoln G. Johnson, Asst. Treasurer Th. Stone, Church Warden Dr. A. Blondal, Choir Warden Wm. Fridfinnson, Publicity Jim Snidal, House Com. J. S. Gillies, House Com.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.