Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. DESEMBER 1938
---GUÐSDÓMUR----1
“GuÖ hjálpi mér!” kallaÖi munkurinn. “Hvað
kemurðu þarna með?”
“Villistúlku!” svaraði Jörgen mjög hátiðlega, “en
þó er ekkert að óttast, því að tamin er hún.”
Munkurinn virti ungu stúlkuna forðviða fyrir sér.
Hún var enn lítt komin af bernskuskeiði, grann-
vaxin, liðleg, feimin og barnaleg, dökk á brún og
brá og óvanalega litilf jörlega til fara.
“Hérna er nú hún Jovíka!” mælti Jörgen eins og
þar með væri alt sagt sem segja þyrfti.
Munkurinn lét sér þó eigi þessa skýringu nægja,
en vikli fá að vita, hvað manna Jovíka þessi væri, og
hvaðan komin svo að Jörgen varí^ að gefa lengri
skýrslu.
“Fyrir tveim dögum réðum vér á nokkra moldar-
og grjótkofa, sem menn kalla hér þorp, og var barist
af mestu ákefð, unz íbúarnir lögðu á flótta og fann
eg þá þessa vesalings télpu, sem faldist þar í skúma-
skoti, dauðsvöng og skjálfandi af hræðslu.”
“Ilún hefir óefað vænst þess, að eg myndi þegar
reka spjótið gegnum hana, því að hún skalf og titr-
aði,” mælti Jörgen ennfremur. “En nú hefir hún
fengið betra álit á hermönnunum frá Tyrol—er ekki
svo, Jovika?”
Unga stúlkan skildi auðsjáanlega ekki eitt orð af
því, sem Jörgen sagði, en horfði stórum augum á
munkinn, og þrýsti sér sem fastast að Jörgen, er hélt
áfram máli sínu á þessa leið:
“Gerald skilur ögn í slavnesku, og urðum vér
þess því vísari, að hún átti alls ekki heima í þorpi
þessu, en var nýkomin þangað ásamt ýmsum flótta-
mönnum og vissi sjálf ógjörla hvar hún átti heima,
en gat aðeins gjört mér skiljanlegt að foreldrar henn-
ar væru báðir dánir og varð eg þvi að ganga henni
i foreldra stað.”
Þetta sagði Jörgen svo hreinskilnislega og blátt
áfram, að Eeonhard gat ekk.i stilt sig um að brosa, en
sag.ði þó engu að síður:
“Eg hygg, Jörgen, að réttast sé að þú biðjir mig
fyrir hana.”
“Gerald var sömu skoðunar,” svaraði Jörgen,
“og því er eg hingað kominn með hana. — En það
verður gamanlaust fyrir yður, þvi að hún er voða-
legur heiðingi, sem þekkir hvorki krossmark né
kirkju og kallar guð Allah.”
"Þá er hún að öllurn líkindum múhameðstrúar,”
mælti munkurinn, “og sé það satt sem hún segir, að
hún sé foreldralaus einstæðingur, verðum vér auðvitað
að annast hana; en vandræði eru hvað við hana á
að gera.”
"Skíra hana,” svaraði Jörgen, mjög hátiðlega.
“Það má gera það hér í kastalanum; en skírnarvottur
vil eg vera.”
“Það getur ekki gjörst svo fljótlega,” svaraði
munkurinn. “Fyrst er að kenna henni kristindóminn.”
Það var auðséð, að Jörgen féll þetta illa. en
svaraði þá:
“Jæja, þér vitið það bezt; >en heiðið má þó vesl-
ings barnið ekki vera.”
“Fyrst um sinn verður hún hér og stundar sjúkl-
ingana mína,” mælti munkurinn, “og með því að ein
hjúkrunarkonan talar mæta vel slavnesku, getur hún
verið túlkur og sjáum svo hverriig gengur.”
Að svo mæltu tók munkurinn í hendina á Jovíku,
og ætlaði að leiða hana burt, en hún stritaðist á móti.
eins og hún gat, og fór þegar að gráta og mælti eitt-
hvað við Jörgen í bænarrómi, sem hann auðvitað ekki
skildi.
Jörgen gekk þá til hennar, tók í hönd henni og
mælti mjög alvarlega;
“Það verður að fara öðruvisi að henni, svo að
hún fari ekki að gráta, því að það er mér mjög illa
við. — Veslings barnið er feimið og hrædd við alla,
nema mig. — Maður verður að tala við hana eins
og faðir talar við barn sitt, og það getur enginn nema
eg-”
Jörgen klappaði því næst með hendinni á hrafn-
svarta hárið hennar og fór að halda áminningarræðu.
sem var býsna skrítin, þar sem hann skaut hér og
hvar inn í hana stöku slavneskum orðum, er hann
hafði numið af tilviljun.
Engu að síður virtist þó ræða þessi hafa tilætluð
áhrif á Jovíku, því að hún stritaðist eigi á móti. er
Jöreen leiddi Jiana aftur til munksins og revndi með
mörgum orðum að gera henni skiljanlegt hvílíkur
ágætismaður hann væri.
Munkurinn beið þá eigi lengur boðanna, en
leiddi Joviku burt, enda þótt tárin glitruðu enn í
augum hennar.
Jörgen horfði ánægjulega á eftir þeim og ætlaði
að fara að ganga brott, er félagi hans, Bertel að
nafni, kom þan inn með skilaboð til Geralds.
"Nú, hvernig gengur, Jörgen?” mælti hann hæðn-
islega. “Hefirðu komið uppeldisbarninu þínu fyrir?”
“Hvað segir séra Leonhard um trúna hennar og
því um líkt?” mælti hann enn frernur. “Ætlar hann
að skíra hana?”
“Gáðu að þér, Bertel,” mælti Jörgen. “Þú ert
vinur minn og landi minn, en látirðu ekki mig og
Jovíku í friði, þá fer illa fyrir þér.”
Bertel lét sér þó eigi áminningu þessa að kenn-
ingu verða, en hélt áfram ertni sinni á þessa leið:
“Hún er annars laglegasta tökubarn! Hund-
heiðin galdranorn, kolbrún í framan eins og flökku-
kind og alveg eins ræflalega til fara eins og—”
Meira fékk hann eigi mælt, því að Jörgen hand-
langaði honum svo duglegt högg, að hann hrökk upp
að veggnum og greip báðum höndum um höfuð sér,
til þess að jafna sig aftur.
“Svona fer sérhverjum er illa talar um Joviku!”
mælti Jörgen ofurrólega. “Reyndu að muna eftir
þvi, og segðu lagsbræðrum okkar frá því að eg lú-
berji hvern, sem ekki heldur sér í skefjum.”
Að svo mæltu gekk Jörgen brott, í meira lagi
rogginn, með nefið upp í loftið.—
Eins og Gerald hafði ráðgjört fór hann þegar á
fund Leonhards munks, er hann fékk tíma til þess.
Það var ekki á honum að sjá, að ófriðurinn og
örðugleikarnir sem honum voru samfara hefðu fengið
á hann nema hvað hann var sólbrendur í andliti.
Leonhard munkur veitti því og eftirtekt, að Ger-
ald virtist nú öllu fjörlegri en áður og það þótti
honum furða, að hann mintist ekki einu orði á unn-
ustuna og enda eigi á borgina Cattaro, þó að margt
bæri á góma.
Gerald og munkurinn höfðu báðir numið staðar
við gluggann og voru að skoða sólarlagið, sem fagur-
roðaði skýbólstrana á kvöldhimninum.
"Eg er að virða himininn fyrir mér,” mælti
Gerald, er hann sá að munkurinn leit á sig. “Maður
venst því smátt og smátt að geta ráðið í það af
farinu i loftinu hvernig veðrið muni verða, og nú
þykist eg sjá, að hann fari að hvessa, svo að eg er
því feginn að menn mínir geta hvílst hér í kastal-
anum nokkra daga.”
“Hvíldar þarfnist þér óefað allir, svaraði munk-
urinn, “og ekki sízt þér, sem eigi hafið unt yður
neinnar hvíldar seinustu vikurnar.”
“Það er óhjákvæmilegt,” svaraði Gerald. “Upp-
reisnarmennirnir gefa oss ærinn starfa, — Það er
sonur I. Obrevics, sem nú er örðugastur viðureignar,
eins og þér hafið óefað heyrt.”
“Já, hann þykist eiga föður síns að hefna, þar
sem þú ert annars vegar,” mælti Leonhard, “og þvi
hefi eg oft verið mjög áhyggjufullur þín vegna,
Gerald, enda hafa félagar yðar sagt mér, þótt eigi
hafið þér sjálfur minst neitt á það, að það hafi oft
verið stærsta furða, hvernig þér hafið komist lífs
af.”
Gerald ypti öxlum.
“Alt er í æðri hendi,” mælti hann, “og — það er
hverju orði sannara — eg hefi í seinni tíð aftur og
aftur frelsast úr svo bersýnilegum lifsháska, að eg
hefi lært að treysta vernd forsjónarinnar.”
“En sá, sem býður hættunni byrginn, eins og eg
heyri hina liðsforingjana segja að þér gerið, hann
freistar og guðs,” mælti Leonhard, “og megið þér
ekki gleyma að lif yðar er eigi aðeins yðar, heldur
eiga og aðrir kröfu, til þess.”
“Móðir mín — já!” mælti Gerald dræmt. “Eg
gleymi því stundum, hve hrædd hún er um mig.”
“En unnustan ?” mælti Leonhard.
Gerald þagði og leit niður.
“Þér hafið óefað frétt af henni?” mælti Leon-
hard, “þar sem bréfin berast hingað nokkurn veginn
reglulega frá Cattaro.”
Gerald leit upp og hefir þá að líkindum þózt
ráða það af augnaráði munksins að hann væri kunn-
ugri en hann þóttist vera, því að hann spurði nú fljót-
lega:
“Hefir Arlow ofursti ritað yður?”
“Nei,” svaraði Leonhard, “en hitt er það, að eg
hefi úr annari átt komist eftir því, sem þér hafið
leynt mig.”
“Gerald svaraði engu en sneri sér út að gluggan-
um, eins og liann vildi hætta þessari samræðu.
Munkurinnf gekk þá til hans, lagði hendina á öxl
honurn og mælt.:
“Gerald! Þér hafið að vísu verið sjaldan heima
seinni árin, en vitið þó óefað að eg er enginn gestur
á heimili móður yðar. — Viljið þér nú eigi trúa mér
sem tryggum vin foreldra yður og sálusorgara, fyrir
leyndarmál^ yðar?”
Þetta mælti munkurinn svo þýðlega, en þó jafn
framt svo alvarlega, að ekki gat hjá þvi farið, að
það hefði áhrif á Gerald, enda. strauk hann nú hend-
inni um ennið og mælti:
“Hvað á eg að segja yður; Eg veit naumast
sjálfur hvað að mér amar. — En satt er það, að hjá
mér ríkir efablendni, að því er vilja sjálfs mín
snertir. llefði Edith og faðir hennar treyst orð-
heldni nrinni, myndi þau eigi hafa iðrað þess.”
“Ung unnusta, treystir eigi aðeins orðheldni unn-
usta síns, og telur hana vísa, heldur þykist hún eiga
heimtingu á ást hans,” mælti Leonhard alvarlega,
“enda hefir fourstinn sagt yður, að alt standi við
sama, ef þér óskið þess einlæglega. — Hafið þér
ritað unnustu yðar?”
“Nei,” mælti Gerald, og var allþungt niðri fyrir.
"Hefir yður fundist að þér gætuð það ekki?”
“Mér hefir eigi fundist eg geta það,” svaraði
Gerald.
“Óhugsandi, Gerald!” mælti Leonhard. Þetta
hvorki má né getur verið.”
“Óhugsandi ?” tók Gerald upp aftur og var
beiskja i röddinni. “Er það eigi alkunnugt, að þegar
sá sem í svefni gengur er vakinn snögglega, svo að
hann sér djúpið fyrir fótum sér, þá svimar hann?
En hefði hann eigi verið vakinn, hefði hann gengið
leið sína óhikað.
Svipað fór mér að eg taldi það ómögulegt að
tilfinning gæti vikunum saman dulist í djúpi sálar
minnar, án þess eg vissi af henni, unz eldingunni
laust niður, er breytti öllu tilfinninga- og hugsanalífi
mínu.
Hefði eg dvalið í Cattaro, hefði eg ef til vill
getað sigrast á tilfinningum mínum, en nú er eg hefi
verið einn með hugsanir minar, viku eftir viku, finn
eg, að mér er það ómögulegt, og því fæ eg eigi séð,
að það sé rétt af yður að áfellast mig fyrir það þó
að eg leiti hættunnar og óski helzt að eiga ekki heim-
kvæmt, en þrái kúluna, er bundið gæti enda á sálar-
kvalir rnínar.”
Meðan Gerald mælti þetta, varð hann æ æstari
og ákafari, svo að munkinum var nieira en nóg boðið.
“Eg hefði aldrei vænst þess að sjá þig í svona
skapi, Gerald,” mælti hann. “Það er þá svo komið,
að þú leitar dauðans, pg—”
“Hermenn hafa jafnan dauðann fyrir augunum,”
svaraði Gerald, “og munurinn er eigi annar en sá, að
eg er hættur að óttast hann.”
“En við ættuin annars að sleppa þessu tali,” mælti
Gerald enn fremur, “ekki sízt þar sem eg ætlaði að
minnast á annað málefni við þig. — Eg heyri sagt
að Jörgen hafi beðið þig fyrir tökubarnið sitt. —
Hann var ekki ánægður fyr en eg leyfði honum að
koma með stúlkuna hingað; en nú er eftir að vita
hvað af henni á að gjöra.”
Gerald sýndi á þenna hátt ljóslega, að hann vildi
eigi tala meira um fyrra umtalsefnið, enda mintist
Leonhard eigi aftur á það, heldur spjölluðu þeir um
Jovíku í nokkrar minútur, unz Gerald sætti færi og
kvaddi.
"Hvernig skyldi þetta enda,” tautaði munkurinn
við sjálfan sig, er Gerald var farinn. “Engu líkara
en að hann hafi orðið fyrir gjörningum1, eins og
Jörgen sagði.”
Nóttina eftir samræður þessar gjörðist ekkert
sögulegt í kastalanum, unz menn, er fyrst tók að roða
fyrir degi, vöknuðu við það, að blásinn var herlúður.
Leonhard munkur, er sint hafði sjúklingum sín-
um framan af nóttinni, hrökk upp eins og aðrir, og
var að koma út úr herberginu, er Jörgen kom i
flasið á honum.
“Liðsforinginn sendi mig til að segja yður, að
vér verðum þegar að fara af stað,” mælti Jörgen.
“Átti eg ekki kollgátuna, að þessir bannsettir þrjótar
myndu fara að ónáða oss, þegar vér ætluðum einu
sinni aðl sofa í næði?”
"Hvað er þá um að vera?” spurði munkurinn.
Hafa uppreisnarmennirnir ráðist á kastalann?”
“Nei,” svaraði Jörgen, “en þeir hafa í nótt ráðist
á einn liðsforingja vorn, er berst við þá, i hér um
bil tveggja milna fjarlægð frá kastalanum og hefir
liann beðið, að senda sér lið til hjálpar og því vérðum
vér þegar að fara. — En annars var líka erindið að
biðja yður að annast Jovíku vel, því að nú fer hún að
gráta, veslings barnið, er hún sér nrig ekki i dag, þar
sem eg geng henni í föðurstað.”
“Vertu óhræddur um það,” svaraði Leonhard:
“en hvar er bardaginn?”
Jörgen er eigi hafði hugann á 'öðru en föður-
skyldum sínum, svaraði spurningu þessari alls eigi,
en mælti ofur óðamála: