Lögberg - 08.12.1938, Síða 4

Lögberg - 08.12.1938, Síða 4
4 LÖCrBER/Gr, FIMTUDAGrlNN 8. DESEMBER 1938 I---------------- Högberg ------------------------------ Gefið út hvern fimtudag af THE COLiIIMBIA PRES8, IjIMITIOI) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfrain The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Avarpsorð Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra til Vestwr-íslendinga 1. desember, 1938, er endurvarpað var í Winnipeg frá CJRC útvarpsstöðinni á eftir kveðjimum að vestan. Islendingar í Vesturheimi: Fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar og hinnar íslenzku þjóðar, þakka eg ykkur, bræður og systur í Vesturheimi fyrir þessa hlýju kveðju, sem þið hafið sent okkur í dag á öldum ljósvakans, austur yfir hafið. Þið getið verið þess fullviss, að þessi kveðja, og sú ástúð. sem þar kemur fram til okkar sameiginlega feðralands, Islands, og íslenzku þjóðarinnar, hefir hlýjað mörgum okkar um hjartarætur og sett sinn svip á þennan hátíðisdag. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þið réttið ykkar sterku hönd yfir hafið; altaf þegar Island hefir þurft þess mest með, höfum við fundið hjá ykkur hinn rétta skilning; hinn reiðubúna vilja. Við gleymum því ekki heima hvernig þið brugðust við, er ráðist var í að eignast millilandaskip, og stofnað var Eimskipafélag Islands; þó þörfin væri mikil var fórnarlundin og trúin á sameiginlegt átak meiri. Við gleymum því ekki heldur, að þið ætíð stóðuð á okkar hlið í sjálfstæðisbaráttunni; og þó þið byggjuð í fjar- lægu landi, þá fögnuðuð þið, eins og við, yfir sigrinum, sem unninn var 1918. Hin mikla og hjartanlega þátttak^, sem þið sýnduð á þúsund ára afmælishátíð Alþingis var okkur mikið gleðiefni og sönnun þeirrar ástar, sem þið berið til þeirra minninga, sem okkur eru öllum helgar. Sjóður sá, sem þið þá stofnuðuð til þöss að Islendingar að heiman, gætu sótt mentun vestur um haf, ber vott um framsýni ykkar og manndóm, og er þegar farinn að bera árangur. Og ýmislegt fleira í sambandi við Alþingis- hátíðina sannar það, hve mikils þið megið ykkar í hinu nýja heimkvnni, og hversu þið notið hvert tækifæri til þess að efla heiður Islands. Og ekki skal heldur gleymt að'stoð ykkar og áhuga fyrir því að gera sýningardeild íslands á New York sýningunni bæði myndarlega og gagnlega fyrir Island, og til sóma íslendingum hvar sem þeir. búa. Þannig hafið þið komið fram gagnvart íslandi. Eg hefi rætt um það í dag, að okkur íslendingum heima beri með víðsýni og fórnarlund að hefja okkur yfir alla blinda baráttu um lítilfjörleg efni til þess að tryggja með sameinuðu átaki menningarlegt og fjárhags- legt sjálfstæði Islands. Og eg fullyrði, að engir hafi lýst okkur betur veginn til þessa takmarks en þið, með fordæmi ykkar og fórnarlund. Astæðurnar fyrir því, að skilningur á þessu hefir ekki ávalt verið nægilega mikill á Islandi er, að eg ætla, fólginn í því, að vesturferðirnar ollu sársauka. Og eg veit ekki hvort við fáum nokkru sinni að fullu lýst. hér tilfinningum þeirra, sem eftir sitja, og horfa á eftir þeim dætrum og sonum lands síns, sem láta frá landi fyrir fult og alt.’ En nú skiljum við að hjá þessu varð ekki komist; nú vitum við það, að þið fóruð í víking og settuð ykkur ]>að mark, að gera Is- lendingsheitið að heiðursnafni í hinni nýju álfu, og ykkur hefir tekist það. Við þekkjum baráttu vkkar; við erum stoltir af þreki vkkar. Þið eruð sannir Islendingar; synir og (Tætur íslands; við vitum að þið eruð borgarav annars ríkis; þar er ykkar heimilisarinn, og þar er ykkar lífsstarf. Við gleðjumst yfir því, að þið rækið sem bezt skyld- ur ykkar við hið nýja fósturland, en í heimi andans, upprunans og minninganna erum við ein ])jóð; þar fær ekkert úthaf aðskilið. Og það er fyrst og fremst ykkar verk, að það hefir ræzt, sem þjóðskáldið Einar Benediktsson segir: Að— Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim.— Brúnni slær á Atlantsál okkar feðramál, okkar fagra, sterka mál. Við skulum láta það verða verk okkar beggja, ís- lendinganna austan hafs og vestan, að verja þessa hrú og láta hana standa um ókomnar aldir. Lengi lifi Island! Verið þið sæl! A krossgötum Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar um smásöluverð í Reykjavík hefir orðið talsverð verðlækkun frá/ því á sama tíma í fyrra á kornvörum, kaffi, smjörlíki og feiti. Mun þetta stafa af verðlækkun erlendis. Á brauðvörum, garðávöxtum, kjöti, slátri og fiski, er verðið næstum óbreytt. Hinsvegar hafa mjólk, egg og ostur hækkað lítið eitt. Eldsneyti (kol) og ljósmeti hafa lækkað talsvert í verði, en fatn- aður hækkað. Húsaleiga mun vera óbreytt, þó Hagstofan telji hana hafa hækkað. Gefur út- reikningur Hagstofunnar tæpast rétta hugmynd um húsaleiguna, þar sem hann bygist á bygging- arkostnaðinum, en ekki upplýs- ingum um húsaleiguna eins og hún er. Samkvæmt þessum út- reikningum Hagstofunnár ætti að vera nokkru ódýrara að lifa í bænum nú, en var á sama tíma í fyrra. + Um síðastl. mánaðamót voru aflabirgðirnar í öllu landinu 9,884 smál. og er það 2,474 smál. minna en var á sama tíma i fyrra. Tölurnar eru miðaðar við þurfisk. Allur þessi afli, að frádregnum 1200—1500 smál. af smáfiski, hefir verið seldur til Spánar. Verður sá hluti fiskj- arins, sem seldur er til Spánar, fluttur út fyrir áramót, en fisk- urinn, sem fer til Suður-Ame- ríku, verður ekki sendur héðan fyr en eftir áramót. 'I' Jóhann Albertsson bóndi á Klukkufelli í Reykhólahreppi er á ferð hér í bænum þessa dag- ana. Hann hefir sagt Tíman- um ýms tíðindi þaðan að vestan. Nokkur undanfarin ár hefir verið unnið að leggja veg úr Gilsf jarðarbotni vestur Barða- strandasýsluna. Var í vor gert fært bifreiðum að Kinnarstöð- um við Þorskafjörð. Siðastliðið haust var reist brú á Bæjará, sem heita mátti ófær bifreiðum áður. I sumar hefir verið unn- ið þar við brúna að upphleðslu, og er því verki ekki enn lokið að öllu. + Miklar umbætur í húsbygging- nm og jarðrækt hafa átt sér stað í Reykhólahreppnum hin síðari ár. Einkum hefir verið bygt mikið af peningshúsum og hey- hlöðum, en sumir hafa reist sér vönduð íbúðarhús. Fyrir átta árum keypti búnaðarfél. hrepps- ins dráttarvél og hefir verið unnið mikið með henni á hverju ári, venjulega frá því í maí til miðs júlímánaðar, og stundum einnig að haustlaginu. 29 jarðir eru í hreppnum, sem munu flest- ar eða allar hafa notað dráttar- vélina og sumir jafnvel flest ár- in, en auk þess hefir hún tví- vegis verið lánuð til jarðvinslu inn í Geiradal. Mikil umbreyt- ing hefir orðið á búnaðarháttum síðan dráttarvélin kom og hafa t. a. m. verið keyptar fjórar sláttuvélar í sveitina, sem senni- lega hefði ekkí orðið af, ef hin- ar nýju sáðsléttur hefðu ekki komið til sögunnar. Mikið hefir verið sléttað af því, sem þýft var í gömlu túnunum, en þó öllu meira sint nýrækt. + Frá Stykkishólmi stunduðu tvö skip sildveiðar í sumar, vél- skipið Olivette og línuveiðarinn Aldan. Munu hlutir sjómann- anna hafa orðið í meðallagi. I haust hafa dragnótabátar stund- að veiðar, en afli verið tregur. Tíðin hefir einnig verið um- hleypingasöm og gæftir nokkuð misbrestasamar. Hraðfrystihús kaupfélagsins var starfrækt í hálfan fjórða mánuð í sumar og unnu þar þá oft um þrjátíu manns að fiskflökun og fryst- ingu. Fiskitregðan hefir hins- vegar hamlað hauststarfræksl- unni. + Síðastl. mánudagskvöld varð eldur laus að Strönd í Reyðar- firi og brann íbúarhúsið til kaldra kola, ásamt heyskúr með 100 hestburðum heys i. Innan- stokksmunum tókst að miklu leyti að bjarga. Að Strönd bjó ekkja, Aðalbjörg Kristjánsdóttir með tveimur sonum sínum. —Tíminn 10. nóv. V erzlunarjöfnuður Tölur liggja nú fyrir frá Hag- stofunni um heildar inn- og út- flutning til loka októbermánað- ar, og eru þær þessar, talið í þús. króna: Innflutt .......412,072 Útflutt ........45,224 Og er því verziunarjöínuðurinn hagstæður um 3.2 milj. kr., en mikið vantar enn til þess, að greiðslujöfnuður sé fenginn. Á sama tíma í fyrra nam inn- flutningurinn 44,060 þús. kr., en útflutningurinn 45,519 þús. og verzlunarjöfnuðurinn hagstæður um 1,5 milj. kr. Er útkoman því lítið eitt betri nú. Októbermánuður hefir verið hár í útflutningnum að þessu sinni. Nam útflutningurinn alls í mánuðinum 8,226 þús. kr., en innflutningurinn var 3,548 þús. kr. Þetta eru stærstu útflutnings- liðirnir: Saltfiskur, verkaður og óverkaður um 1 milj. kr., ísfisk- ur um 900, þús., sild 1,874 þús., síldarolia 318 þús., síldarmjö! 63o þús., freðkjöt 555 þús., salt- kjöt 602 þús., gærur 858 þús., ull 242 þús. og Esja 450 þús. kr. Nokkrar hvalafurðir hafa ver- ið fluttar út, svo sem: HvaloHa 30 þús., hvalkjöt 40 þús. og hvalmjöl 7 þús. kr. Flutt voru út 5 tonn a^ karfa- lýsi, sem er verðlagt 20 þús. kr.; þetta er dýr vara. Athygli vekur einn liðurinn, sem er reykt síld, 15 tonn og er hún verðlögð 10 þús. kr. Fiskaflinn. Hann er talinn á öllu landinu ti). loka októbermánaðar 36,335 tonn, en var 27,356 tonn á sama tima i fyrra. Er fiskaflinn þvi nú um 9 þús. tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Fiskbirgðir. Samkvæmt talningu yfirfiski- matsmanna voru fyrirliggjandi i andinu 1. nóv. 9,884 tonn af saltfiski, miðað við fullverkaðan fisk. Birgðirnar skiftast þannig á umdæmlf!: tonn Reykjavíkurumdæmi ... .4,148 safjarðarumdæmi ........1,510 AAureyrarumdæmi .*... .2,257 Seyðisfjarðarumdæmi .... 1,348 Vestmannaeyjaumdæmi .. 621 Af birgðunum sem fyrir eru er mest af stórfiski, eða 5,602 tonn, þá labri 2,731 tonn, ufsi um 1,000 tonn og millifiskur 380 tonn.—Morgunbl. 10. nóv. ÞAKKLÆTI Mér er bæði ljúft' og skylt að votta rnitt hjartfólgið þakklæti til allra þeirra mörgu vina og kunningja minna, sem heiðruðu mig með fjölmennu samsæti í Embassy Háll þann 28. nóvem- ber síðastl. Ennfremur þakka eg innilega öllum þeim, sem þar tóku til máls og beindu orðum til mín. Einnig þakka eg skáld- unum dr. Richard Beck og Mr. Þ. Þ. Þorsteinson fyrir þeirra góðu kvæði til mín við áminst tækifæri, sem eg geymi í þökk og kærri minning. M. Markússon. « Næturátaður (Nils Ferlin) Magnús Ás.geirsson Er brend til ösku eru andi og sál í ofni holdsins vamma, og morfín, rjól og mjaðarskál ei metta hinn gamla leir, í auðmýkt, bróðir, er þér mál í eilífðina að þramma. —Þaq umskifti eru fjölda fólks hrein formsök, að það deyr. Svo gakk þú rór móti endi alls, og enn þótt fætur reiki við Dauðans gráa gamalvals sem gnýr við eyrun þreytt. I miðjum ljóma lífsins sals hann Ijós þitt blæs af kveiki . . . Það gerist fyrir formsins sök, þér finst það ekki neitt. Svo tekur við þér tomið eitt. Þín torfa er græn og fögur, og gleymskulíknar lín er breitt á lífsins hermdargjöf. Þín hönd með gamla hringnuni skreytt, hún hvítnar, verður mögur, en ekki neins þú verður var í værri, djúpri gröf. Þú þráir enga árdagsbrún, en eins og Þyrnirósa þú sefur — ekkj í öld sem hún, en ennþá meira en það. Þú litur enga ársdagsbrún, og auðnu máttu hrósa. því nógu þungt var þá um gang í þemjan næturstað. —Dvöl. SEALED TENDERS addressed to the undersigned and endorsed “Tender for Breakwater-Wharf Improvements, Vic- toria Beach, Man." will be received until 12 o’dock noon, ThurHday, December 22, 1Í>88, for the construction of breakwatef- wharf improvements at Victoria Beach, Manitoba. Plans, forms of contract and speci- fication can be seen and forms of ten- der obta-ined at the office of the Chief Engineer, Department of Public Works, Ottawa, at the office of the District Engineer, Customs Building, Winnipeg, Man.; also at the Post Office at Vlc- toria Beach, Man. Tenders will not be considered unless made on printed forms supplied by the Department and in accordance with conditions set forth therein. ^ Each tender must be accompanied by a certified cheque on a chartered bank in Canada, payable to the order of the Honourable the Minister of Public Works, equdl to 10 per cent. of the amount of the tender, or Bearer Bonds of the Do- minion of Canada or of the Canadian National Railway Companv and its con- stituent companies, unconditionally guar- anteed as to principal and interest by the Dominion of Canada, or the afore- mentioned bonds and a certified cheque if required to make up an odd amount. Note—The Department will supply blue-prints and specification of the work on deposit of a sum of $10.00, in the form of a certified bank cheque payable to the order of t,he Minister of Pubilc Works. The deposit will be released on the return of the blue-prints and speci- ficatlon within a month from the date of reception of tenders. If not returned within that period the deposit will be forfeited. By order, J. M. SOMERVILLE, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, December 1, 1938.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.