Lögberg - 08.12.1938, Qupperneq 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 8. ])ESEMBEB 1938
5
Ávarp til íslenzku
þjóðarinnar
flutt yfir CJRC útvarps-
stöðina í Winnipeg,
1. desember 1938
Eftir Dr. B. J. Brandson
Fyrsti desember er söguríkur
dagur hjá hinni íslenzku þjóð.
Á þeim degi fyrir 20 árum síð-
an má segja að sjálfstjórnar-
barátta þjóðarinnar væri leidd til
happasælla lykta eftir nær 100
ára ötula sókn. Það á þess-
vegna vel við að allir Islands
vinir, fjær og nær, og þá sér-
staklega þeir, sem af íslenzku
bergi eru brotnir, færi fram hug-
heilar hamingjuóskir þjóðinni til
handa á þessum merkisdegi henn-
ar.
Glæsilegasta tímabilið í sögu
íslands er hin fyrri sjálfstjórnar
öld, sem endaði þegar þjóðin
gekk Noregskonungi á hönd árið
1262. Fáar þjóðir geta bent á
jafn glæsilega öld í sögu sinni.
Saga þeirrar aldar hefir vakið
aðdáun hjá öllum menningar-
þjóðum veráldarinnar. Séx
hundruð ár af alls kyns harð-
stjórn, hörmungum og volæði
gat ekki eyðilagt það frækorn
sem þar var sáð. Sjálfstæðis-
þráin dó aldrei alveg, heldur
braust áfram með nýjum krafti
við fyrsta tækifæri, þar til nú aö
öllum sjálfstjórnar kröfum er
fullnægt. Við uppfylling frels-
isvona sinna er sem þjóðin hafi
vaknað af svefni. Hún kennir
þess undra krafts sem býr í
henni sjálfri og trúir á þann
kraft. Þessi óbilandi trú á
þjóðinni sjálfri, tækifærum henn-
ar og framtíð er eitt gleðirík-
asta táknið í nútima þjóðlífi
íslands.
Annað tákn hefir komið fram
á síðustu árum, sem er gleði-
efni, sérstaklega fyrir Vestur-
íslendinga, um leið og það spáir
góðu fyrir alla íslendinga hvar
svo sem þeir kunna að vera bú-
settir, en það er sú meðvitund,
sem er að ryðja sér til rúms á
íslandi, að það sé gróði fvrir
þjóðina að eiga gróðrarreiti Þ-
lenzkrar menningar í fjarlægri
heimsálfu, einkanlega þar sem
þessir gróðrarreitir eru hjá stór-
um menningarþjóðum heimsins.
Það íslenzka þjóðarbrot, sem hér
er búsett skoðast ekki lengur sem
glatað, heldur sem grein af hinni
íslenzku þjóð sem gróðursett
hefir verið á útlendan stofn og
mönnum finst það sé beinlínis
þjóðernisleg skylda að hlynna að
þessari grein og leitast við að
varðveita hjá henni sem lengst
hið íslenzka eðli, hugsjónir og
erfikenningar.
Ný sjálfstæðis og sjálfstjórnar
öld er runnin upp yfir hina ís-
lenzku þjóð. Allir Islands vinir
óska þess af heilum hug að þetta
nýja tímabil verði svo glæsilegt
að sagnaritarar komandi alda
skipi því sæti við hlið hinnar
fyrri gullaldar þjóðarinnar.
Hvort þessi hugsjón verður
virkileiki er undir þjóðinni sjálfri
komið, þvi hún á í eigu sinni
þau skilyrði sem nauðsynleg eru.
Ef samtök og samúð en ekki
sundrung skipa öndvegi, ef
þjóðin er trygg sínu eigift eðli,
þá getur maður lifað í þeirri
öruggu von, að þjóðina bresti
aldrei það þrek er hún þarf til
að yfirstíga þær torfærur, sem
framtíðin kann að setja á leið
hennar.
Fullveldisdagsins
minst í Grand
Forks, N.D.
í tilefni af Fullveldisdegi Is-
lands flutti dr. Richard Beck,
prófessor i norrænum fræðum
við rikisháskólann í Norður
Dakota, 15 mínútna útvarps-
erindi á fimtudagskvöldið þ. 1.
desember, frá stöðinni KFJM i
Grand Forks. Samdægurs birt-
ist eftir hann í Grand Forks
Herald, öðru stærsta blaði ríkis-
ins, ritgerð um Island, sjálf-
stæðisbaráttu þess og menningu.
Noska vikublaðið Grand Forks
Skandinav þessa vikuna verður
sérstaklega helgað Islandi; ritar
dr. Beck aðalgreinina á norsku
og verður bláðið prýtt mörgum
myndum frá íslandi. f tilefni
af fullveldisafmælinu birtist
einnig þessa viku í mörgum öðr-
um helztu blöðum Norðmanna í
Bandaríkjunum itarleg ritgerð
eftir dr. Beck um ísland að
fornu og nýju (“Island för og
nu”). 1
Eiginmaðurinn: “Þú ert víst
orðin leið á mér. Þú segir aldrei
“góði minn” við mig, eins og
konur annara manna gera.”
Eiginkonan: “Segja þær það?”
F ull veldisdagurinn
Útvarpserindi 1. desember
1938
Eftir dr. Rögnv. Pétursson
Það er gömul trú að gæfa
fylgi nafni, að nafnið stýri ör-
lögum og athöfnum æfinnar.
Eg er þessarar göm’u trúar.
Mörg fögur heiti eru til á
tungu vorri að ótöldum manna-
nöfnunum. Með fegurstu nöfn-
unum er heiti þessa dags —
fuUveldisdagur íslands. Nokkru
veldur, að oss þykir þetta nafn
fagurt, að það snertir hinar
dýpstu tilfinningar þeirra er
unna og metnað bera fyrir föð-
urlandi sínu. Nafn þetta gefur
margt til kynna og vísar bæði
fram og aftur til sögu þjóðar-
innar.
Eg þarf ekki að rekja þá sögu.
Árið 1263 gengu Islendingar á
hönd Hákoni enum gamla, Nor-
egs konungi, til þess meðal ann-
ars að binda enda á innanlands
ófrið, er staðið hafði yfir þá um
langa hríð. En þegar konungs
ættin i Noregi var aldauða,
gengu þeir, árið 1397, í ríkja-
samband Norðurlanda, sem kent
var við bæinn Kalmar í Svíþjóð.
Með sambandi þessu féllu þeir
undir Danmörku \og hafa í þvi
bandalagi liðið bæði súrt og sætt
fram til siðitstu ára.
Á síðasta ári ófriðarins mikla,
nú fyrir rúmum 20 árum, var
loks samband þetta rofið og
bundinn endi á stjórnmála á-
greiningjnn milli ríkjanna. Skip-
aði Danakonungur nefnd, 4
menn fyrir hönd hvorrar þjóð-
ar, til þess að gera út um ágrein-
ingsatriðin. Nefnd þessi kom
saman í Reykjavík 1. júlí, og
lauk starfi sínu 18. s. m. Sátt-
málinn, sem nefndin gerði er í
20 greinum ogi er nefndur Sam-
bandslög, Hann byrjar á orðun-
um: “Danmörk og Island eru
frjáls og fullvalda riki,” og á-
kveður svo stöðu ríkjarjna hvors
gagnvart öðru. Aðal sambands-
liðurinn er, sameiginlegur kon-
ungur.
Sáttmáli þessi var samþyktur
á Alþingi 10. sept. sama ár og
með almennri atkvæðagreiðslu
19. okt. Var hann siðar lagður
fyrir ríkisþing Dana 13. nóv. og
samþyktur þar. Loks var hann
•staðfestur af konungi 30. nóv. og
lýstur alþjóðalög, er í gildi gengu
1. desember.
Þannig hófst hið síðara íi.11-
veldi íslands, og þetta er upphaf
fullveldisdagsins. Rúm 650 ár
voru liðin frá því þjóðin tapaði
frelsi sinu, 650 baráttu og
reynslu ár.
Heiti dagsins ber með sér
hvað þjóðin hefir öðlast, hvers
hennj ber að gæta, og setur henni
ævarandi markmið að keppa að,
á yfirstandandi og komandi tíð.
Mér koma í hug orð séra
Hannesar á Ytra Hólmi á Þing-
vallafundinum, 1851:
“Hann er þá runninn upp
þessi dagur er vér megum hugsa
um oss sjálfa . . . Sæll veri þessi
dagur og allir slíkir dagar eftir-
leiðis.”
Fullveldisdagurinn, eins og
jóladagurinn, fellur inn á þá árs-
tíðina sem mest er ljósvana, þeg-
ar sól er síðrisul og næturmyrkr-
in megn.
Lýsi ljós hans upp allar slíkar
myrkar og ókomnar árstiðir í
æfi þjóðarinnar. Lifi ísland!
Símskeyti að heiman
og heim
á fullveldisdaginn
1. desember 1938
Reykjavík 2. des.
Grettir Johannsson,
Ste. 7 Cavell Apts.
Winnipeg transmission great
sucress. Heartily appreciated.
—Útvarp.
4. +
Reykjavík 3. des.
Ásm. P. Johannsson,
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg, Man.
Þakka heillaóskir ykkar feðga
fullveldisdeginum.
—Hermann Jónasson.
4. +
Winnipeg 1. des.
Primeminister
Hermann Jónasson
Reykj avik (Iceland).
Sameiginleg hrifning. Heyrð-
ist vel. Hljómplata verður send.
—Ásmundur, Grettir.
+ +
Reykjavík 1. des. 19V8
Pétursson,.
45 Home St.
Winnipeg, Man.
Fullveldiskveðj ur.
—Agústs fjölskyldan
(Dr. Ágúst Bjarnason!
+ +
Reykjavik 1. des. 1938
R. Pétursson,'
45 Home Street,
Winnipeg, Man.
Hugheilar þakkir til þín og
Þjóðræknisfélagsins og allra,
sem sendu ástríkar kveðjur heim
í óag.
—Ragnar Kvaran.
+ +
Winnpieg, Man. 1. des. 1938
Forsætisráðherra,
Reykjavik.
Lifi fullveldið!
“Pétursson,
Þjóðræknisfélagið
+ +
Reykjavík 3. des. 1938
Pétursson,
45 Home Street,
Winnipeg, Man.
Þakka heillaóskir Þjóðræknis-
félagsins fullveldisdeginum.
—Hermann Jónasson.
Inngangsorð
'að útvarpinu til Islands
1. desember 1$38
Eftir scra Valdimar J. Eylands
ísland og Islendingar!
Þjóðbræður yðar í vesturálfu
heilsa yður og óska yður bless-
unar Guðs á þessum tuttugasta
afmælisdegi fullveldis yðar. Að
vér íslendingar vestan Atlantsála
teljum ekkert það, er Island
snertir oss óviðkomandi, að vér
erum og viljum teljast Islend-
ingar, þótt útfluttir séum, sézt
Ijósast af þeirri athöfn, setn hér
er efnt til. Hér eru saman-
komnir fjörutíu og firntn menn
og konur, ræðumenn, skáld og
söngflokkur til þess eins,/ef tak-
ast mætti að tjá íslandi og þjóð-
bræðrum vorum austan hafs ást
vora og virðingu, og senda þess-
ar árnaðaróskir yorar á dldum
ljósvakans yfir ómælisvídd hafs
og hauðurs — alla leið heim.
Ávarp til íslenzku
þjóðarinnar
flutt yfir CJRC útvarps-
stöðina i Winnipeg
1. desember 1938
Eftir Grettir L,eo Jóhannsson
Kæru íslendingar:
Á hinúm tuttugasta fullveldis-
degi- íslenzku þjóðarinnar fögn-
um við, synir og dætur íslenzkra
landnámsmanna vestan hafs yfir
því hye risavyxnum framförum,
andlegum og. efnislegum, þjóðin
hefir tekið síðan hún öðlaðist
fullveldi sitt; síðan hún varð
myndug með krossfána sinn
blaktandi við hún á heimshöfun-
utn. Eins og siglingafloti þjóð-
arinnar - tengir land við land og
þjóð við þjóð í viðskiftalegu til-
liti, þannig tengir nú útvarpið
órjúfandi böndum þjóðflokka og
þjóðflokkabrot, þó bústaðir
þeirra liggi i tvennum heimsálf-
um. Og þó við, mörg hver, sem
fædd erum vestanhafs af ís-
lenzkum stofni, höfum ísland
aldrei augum litið, þá stefna þó
hugir okkar þangað oft, vegna
sögu- og minningabjarmans, sem
um það leikur frá samtali og frá-
sögn foreldra okkar. Og þó að-
stæður séu vitaskuld með öðrum
hætti og líf okkar að vissu leyti
fastmótað í nýju umhverfi, og
Canada sé föðurland okkar, þá
fögnum við yfir hinum sameig-
inlega stofni, og viljum því veg
hans í öllu. Vernd og viðhald
íslenzkrar tungu er okkur brenn-
andi áhugamál, þó á því sviði sé
óneitanlega við ramman reip að
draga. Sé hallað á málstað ís-
lands finst okkur sem með því
sé jafnframt hallað á okkar eigin
málstað; blóðið rennur þar ört til
skyldunnar. Og þessvegna er
okkur, afkomendum íslenzkra
frumherja það kapps- og metn-
aðarmál, að íslenzk menningar-
einkenni megi hljóta sem allra
víðtækasta viðurkenningu hjá
öðrum þjóðum, og berast eins
víða og vorgeislar ná. Við vilj-
um vera sendiboðar góðViljans
fyrir hönd ísland út á við; sendi-
herrar gagnkvæms skilnings og
gagnkvæmrar samúðar.
Á þessum sögulega hátíðisdegi
islenzku þjóðarinnar þráum vér
að vera meðborgarar þess and-
lega, íslenzka rikis, sem okkur
hefir öll dreymt um; þéss rikis,
sem eitt fær brúað hin breiðu
höf, þar sem hver einasti þegn
nýtur lífsins við hjartslátt sam-
eiginlegs uppruna og sameigin-
legra ættarerfða án tillits til bú-
setu.
Guð blessi ísland!
Kveðjuorð
í lok útvarpsins til fslands
1. desember 1938
Eftir séra Valdimar J. Eylands
Þannig lýkur þá þessari dag-
skrá vorri, íslenzkra Vestmanna.
Vonum vér að vel hafi tekist
þessi hin fyrsta tilraun til að ná
beinu útvarpssambandi við ætt-
landið og stofnþjóðina. Vér von-
utn ennfremur að þessi viðleitni
vor sé yður vottur þess að vér
höfum ei glatað tungu vorri, né
tryðg við íslenzka arfleifð.
“Fjalladrotning móðir mín”
“Drjúpi hana blessun Drottins á
um daga heimsins alla!”
HUDSON’SBAY
C/vtrc/ H B C utó
Thls advertisement is not inserted by the Government Liquor Cotitrol Com-
mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality or
products advertised.