Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.12.1938, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. PKSKMBKjR 1938 5 Islenzkt samkvæmi í Vancouver Félagsskapur íslenzkra kvenna í Vancouver, sem heitir “Sól- skin’’ hefir nú í síðastliðin sex ár stofnaÖ til kveldmáltíðar og samkomu í hverjum nóvember- mánuði. Lika var samskonar há- tíð haldin í nóvember 1927, i til- efni af þvi, að þá var “Sólskin’’ 10 ára gamalt. Eg ætla aS skýra frá hvað fram fór á þessari árlegu hátíð, sem haldin var 18. nóvember þetta ár: Hátíðahaldið byrjaði klukkan hálf-sjö með kveldverðinum. Var 'þar mikið á borðum og margir íislenzkir réttir svo sem harð- fiskur, hangikjöt, rúllupylsa, lifrarpylsa, kæfa og skyr. og svo náttúrlega þetta indæla kaffi, sem svo snildarlega auðkennir fs- lendinga hvar sem' maður hittir þá. Máltíðin var svo rausnar- lega fram borin að þó að þarna sætu yfir tvö hundruð manns að borðum fékk samt hver og einn eins mikið og honum auðn- aðist í sig að láta. Og þegar tekið er til greina hvað maður borðar mikið þegar um svona góðan mat er aði ræða, þá gefur að skilja að konurnar hafa látið hendur standa fram úr ermum við að tilreiða þessa máltíð., Að máltíðinni lokinni og þegar búið var að taka alla diska af borðunum, byrjaði prógrammið. Ávarpaði Mrs. Le Messurier, forseti kvenfélagsins gestina og bauð þá velkomna og bað alla að standa upp og syngja “Hvað er svo glatt,” og kallaði síðan á Frank Fredrickson, hockey-leik ara, til að stýra prógramminu. Mætti hér geta þess, að Mrs. Le Messurier er uppeldisdóttir þeirra hjóna J. Magnúsar Bjarnasonar skálds og konu hans, sem heima eiga í Elfros, Sask. Næst á prógramminu höfðu Thelma Davis og Kathleen Nes bitt step-dance. Síðan var solo sungin af Mr. Christianson, sem er af norskum ættum. Næst á prógramminu var Frank Fredrickson með vocal og violin solo og lék Mrs. Fred- rickson undir á piano. Svo var ræða frutt af Bjarna Lyngholt 'ffá Point Roberts Wash. Minti hann gestina á, i vel völdum orðum, að nú væri þetta kvenfélag orðið myndugt, og sagði ennfremur í ræðu sinni að ef maður ætti að dæma gjörðir og afreksverk kvenfólks- ins eftir því hvað því hefði tek- ist dásamlega að tilreiða kveld- verðinn, þá væri ekki mikil hætta að fela kvenfólkinu vandamál á hendur. Komst ræðumaður að þeirri niðurstöðu að, ef kven- fólkinu væri falin stjórnmálin á hendur, þá mundu þær bjarga þjóðunu'tn1 úr þeim vandræðum. sem allar þjóðir eru nú í, eftir að karlmennirnir hafa starfað margar aldir á stjórnmálasvið- inu. Síðasti þátturinn á prógramm- inu var íslenzki söngflokkurinn okkar hér í Vancouver með þrjá gamla og góða íslenzka söngva: “ísland, vér elskum þig,” “Ólaf- ur reið með björgum fram,” og “Malakoff.” Eg mætti geta þess, að þessi sami .söngflokkur útvarpaði ís- lenzkum1 söng frá CBR stöðinni í Vancouver 26. nóvember. Eg ætla mér ekki að skraut- tnála þetta prógramm, en í fáum orðum sagt var það ágætt. Þegar prógramminu var lokið byrjaði dansinn, sem entist til klukkan 12, og við eins góðan og fjörugan hljóðfæraslátt og þar var má geta nærri að fólkið skemti sér vel. Og þeir, sem ekki dönsuðu spjölluðu saman um tíðarfar, trúmál, skáldskap, stjórnmál og fleira og var samtalið sannarlega fróðlegt og skemtilegt, því þarna var samankomið fólk úr flestum íslenzkum plássum í Ameríku. Þarna var fólk austan úr Mani- toba, norðan úr Peace River héraðinu og sunnan úr Banda- ríkjum. Eftir að dansleiknum var lok- ið fór fólk að búast til heim ferðar og skildi fólk við sam komusalinn í glöðum hug eftir svona ágæta kveldskemtun og mun endurminningin um þessa kveldstund lengi lifa í huga þeirra, sem voru svo hepnir að vera þarna viðstaddir. Vancouver, B.C., 3. desember, 1938 Magnús Elíason. THE EIFE STORY OF A VVORLD DICTATOR— // /7THE HOLY TERROR By II. G. WEIjTjS Author of “The War of The Worlds,’’ “The Outline of History,” “The Time Machines,” Etc., HIS IvATEST XOVI’.Tj—NEVER PTJBLISHED BEFORE A story about the dictators and the greatest one of them all— the one yet to arrive—-the world dictator! APPEARS EXCLUSIVELY AS A DAILY SERIAL IN 'TJIE WINNIPEG TRIBUNE COMMENCING DEC. 10TH Order from the Carrier — By Mail — or Phone 24 331 Ur borg og bygð Aðfaranótt síðastliðiss mið- vikudags lézt á sjúkrahúsi í Morris, Man, Mr. Arthur Gisla- son, sonur þeirra Mr. og Mrs. Sveinbjörn Gislason, 706 Home Street hér í borginni, liðlega þrí- tugur að aldri, nýtur maður og vinsæll; hann lézt af völdum botnlangabólgu á fyrgreindu sj úkrahúsi; var skorins þar upp. ♦ -f TILVALIN JÓLAGJÖF “Guðsriki,” 7 prédikanir eftir dr. Björn B. Jónsson, sem Prestafélag fslands gaf út, er tilvalin jólagjöf. Aðeins fá ein- tök af þessari fallegu bók eru enn óseld, og fást hjá séra Valdimar J. Eylands, 776 Victor Street, Winnipeg. Bók þessi með mynd höfundarins í ágætu bandi kostar aðeins $r.oo. -f f Bændaöldungurinn Egill And- erson frá Bakka í Borgarfirði eystra, lézt að heimili Stefáns sonar síns i grend við Leslie. Sask. á mánudaginn var. Hantr var 94 ára að aldri; annálaður atorkumaður. Útfór hans fer fram frá Sambandskirkjunni i Winnipeg á föstudaginn kemur, kl. 2 e. h. f f Séra Jóhann Bjarnason, skrif- ari kirkjufélagsins, hefir fengið tilkynning um, frá Mrs. Jos. B. Parker, ráðsmanni Canadian Passenger Association, 320 Union Station hér í borg, að bækur þær, fyrir næsta ár, 1939, er heimila þjónandi prestum hálft far á járnbrautum 'i Can- ada, séu nú albúnar. Þurfa prestar aðeins að fylla inn form, er til þess er ætlað, í þessa árs bók, og senda, ásamt tveggja dollara gjaldi, til Can. Pass. Assn., 320 Union Station, Win- nipeg, og verður þá næsta árs bók þeim send tafarlaust. — Prestar búsettir í Bandaríkjum njóta i þessu efni sömu réttinda og þeir, sem búa norðan við landamærin Mr. Arnór Johannson frá Elfros, Sask., kom til borgar- innar um helgina til þess að vera við útför móðurbróður síns, Friðriks Stefánssonar. f- f- Sigriður Laxdal Swanson kona Friðriks Swanson, 626 Alver- stone St., andaðist á Grace spítala sunnudagsmorguninn 11. desember, 79 ára, af afleiðingum af heilablóðfalli, er hún kendi til 21. ágúst s.l. Hún var jarð- sungin frá Sambandskirkjunni í gær (14. des.) af sóknarpresti og Dr. Rögnvaldur * Pétursson flutti kveðju. Greftrunin fór fram undir umsjón Bardals. f f Þau Mr. og Mrs. Barney Freeman í Selkirk, urðu fyrir þeirri sorg að missa nýfædda dóttur sína, Margaret Fern, þ. 21. nóv. s.l. — Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Gilbarts, í Selkirk, þ. 23. nóv. Séra Jó- hann Bjarnason jarðsöng.— f- f- Norska blaðið Grand Forks Skandinav, sem út kom í fyrstu viku yfirstandandi mánaðar, er að miklu leyti helgað 20. full- veldisdegi íslands; f lytur það meðal annars langa og ítarlega ritgerð um stjórnarfar íslands og Fullveldisdag íslenzku þjóðarinn- ar eftir Dr. Richard Beck og greinarkorn eftir Dr. Rögnvald Pétursson í tilefni af Fullveldis- deginum, er Dr. Beck hefir þýtt á norsku. f- f •Gefin saman í hjónaband þ. 9. des. s.l. voru þau Mr. Percy Alexander Stanley Howard og Miss Sigrún Ólöf Björg Maxon, bæði til heimilis í Selkirk. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan fram að heimili móður búðarinnar. Mrs. Rakel Maxon.—Á eftir fór fram veg- legt samsæti, er þátt tóku í nán- ustu vinir og ættingjar brúð- hjónanna. — Heimili hinna ungu hjóna verður í Selkirk. f- f HLJÓMBOÐAR I. og II. Nýkomið er heiman af íslandi II. hefti af sönglögum Þórarins Jónssonar. Bókin er af sömu stærð og blaðsíðuf jölda og fyrsta heftið. í þessu hefti eru 26 lög — sum að mun lengri en í fyrra heftinu. öll eru lögin frumleg og hljómþýð, óg standa framar flestu, sem nú er út gef- ið á íslenzku af sama tæi. Bæði heftin hafa hlotið einróma lof heima á föðurlandinu. Aðeins örfá eintök hafa bor- ist hingað vestur. Þeir, sem keyptu fyrra heftið, geta fengið það síðara fyrir $1. En þeir, sem vildu eignast bæði heftin í in i einu, fá þau fyrir $3.00 — alls 66 lög. (I lausasölu kostar hvort hefti um sig $2.00). Er það innan við 5C lagið — sjálf- sagti ódýrasta fyrsta útgáfa, setn nokkursstaðar hefir verið gefin út. Söluna hafa með höndum: E. P. Jónsson, ritstjóri .Lög- bergs og Gísli Johnson, 906 Banning) St., Winnipeg. -f ♦ Noted British Author Traces ‘Pfirsecwtor of Christianity’ from the Cradle to the Grave The new novel “The Holy Terror” which is being publish- ed daily in the Winnipeg Tribune commenced last Saturday. Our readers will find that it deals with the career of a world dict- ator, frmo the cradle to the mausoleum. It will discuss vividly every aspeet of the dictator-democratic issue. It will be irreverent, and in one or to places slightly im- proper. But it will be strongly provocative réading throughout —topical and saturated with humor. It will have eome ex- cellent fights, riots, murders and other encounters — the story of a world-shaker, a persecutor of Christianity.” C. INGJALDSON Watchmaker 625 SARGENT AVE. WATCHES 6- CLOCKS at reasonable prices Mail orders pramptly attended to GIVE SOMETHING • ELECIRICAL Veljið úr þessum .sérstöku jólasýningarmunum í Citv Hydro’s sýningarbúðunum og þér getiðverið viss um að gjafir yðar veita varanlega ánægju. Hér er úrvalið— SANDWICH TOASTERS ÍO QC Coniplete wlth eor<l. Froni. íPUi w w IRONS <!*•( CC Chroiniuni iinisli. From........ ÍP liwU TOASTERS tí*1 Q C Turnover inodels. Froni ... lP I ■ wU WAFFLE ÍRONS (í>11 QC Twin Waffle Tvpe. From....<P I liUJ LAMPS (Bondoir and d?1 Q C Radio models). From ......... iP liOU GLASS COFFEE MAKERS 7-cup eapacity. Complete ý A QC with stove. From ............ (Pt< wU CTTRLING IRONS (1> C C A f?ood selection. From...... ÍP iUU EGG COOKERS (l?Q QK Cook 4 at a time. Special.... iJJfc 1UU Iiátið ekki hjá líða að setja inn Rafstó, Kæliskáp og Þvottavél fyrir jólin. Sérstakir auðveldir borgunarskilmálar I*lionc 848 131 For Prompt Serviee CíÍl| I4í|cIpo boyd BUILDING Skoðið úrval af ljósaskrauti á jólatré

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.