Lögberg - 15.12.1938, Qupperneq 6
6
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1938
---------GUÐSDOMUR---------------------------;
!_____________________•_____________________J
“Komi eg ekki aftur, þá má Jovíka ekki vera
heiðingi, en verður að láta skírast. — Þér lofið mér
því, prestur minn! — En nú er herlúðurinn aftur
blásinn og stormurinn hvín úti! En hvað um það, á
stað verðum vér að fara! Eg vildi óska, að eg gæti
snúið alla þessa þrjóta úr hálsliðunum! Verið þér
sælir! Guð geymi yður og lítið vel eftir Jovíku!”
Að svo mæltu þaut Jörgen út til félaga sinna.
Leonhard munkur gekk út á eftir honum og var
hersveitin þá að ganga af stað frá kastalanum.
Gerald bandaði ögn hendinni, svo sem til þess að
kveðja munkinn.
Það hafði verið ofsa hvassviðri allan daginn, en
þó þurt og heiðskírt.
f hvylft einni i fjalllendinu var þorp, eða öllu
heldur nokkrir grjót- og moldarkofar, sem naumast
gátu mannabústaðir kallast.
Fremst í hvylftinni var stórhýsi út steini, með
dyrum og gluggum, er skift var með skilrúmum í
mörg stærri og minni herbergi.
f stærsta herberginu, sem oftast virtist vera notað,
logaði bál á arni og glampaði ljósbirtan þvi á veggj-
unum, sem voru berir og svartir áf reyk.
Á veggnum hékk krossmark og dýrðlingamynd,
er benti á,. að íbúarnir væru kristnir, og þó að innan-
stokksmuninir væru fremur klunnalegir, voru þeir þó
skárri en alment tíðkaðist um þær slóðir og mátti ráða
af því, að eigandi hússins væri einn í tölu efnuð-
ustu og mest metnu manna í þjóðflokk'i sínum.
Allir vopnfærir menn, er heima áttu í þorpi þessu
voru við ófriðinn riðnir, og komu ekki heim nema
þegar þeir leyndust þangað stöku sinnum.
Á stóru tréborði, sem stóð i herberginu, voru
matarleifar eftir fátæklega máltíð, og var þar inni •
ung stúlka, sem var önnum kafin að þvo upp matar-
ílát, og lagði ekkert orð í sanræðu tvfcggja manna,
sem einnig voru þar inni.
Menn þessir voru báðir unglegir, fimlegir og sól-
brendir, en fötin og alt útlit þeirra virtist bera þess
auðsæ merki, að þeir hefðu tekið þátt í ófriðinum
mánuðum saman.
Sá sem eldri var, hafði hnyklað brýrnar og horfði
á eldinn, er logaði á arninum. — Hann var skarp-
leitur og andlitsdrættirnir harðir sem fjöllin í ættlandi
hans.
Félagi hans, sem var mörgum árurfi yngri var
sömuleiðis alvarlegur á svipinn, en engan veginn eins
hörkulegur.
Hvorugur þeirra hafði lagt vopnin frá sér; þeir
höfðu rýting við hlið og sverð í belti og byssurnar
stóðu svo nálægt þeim, upp við vegginn, að þeir gátu
þegar gripið til þeirra.
“Eg bjóst við að þú flyttir mér betri fregnir,”
mælti eldri maðurinn. “Ósigur að nýju! Voruð þér
þó ekki fleiri?”
“Aðeirls i byrjuninni,” svaraði hinn, “en svo kom
nýtt lið þeim til hjálpar og menn mínir eru farnir
að verða hugdeigari. Sérðu það annars ekki, Marco,
að einatt kreppir meira og meira að okkur. Við erum
nú þeir einu, sem enn veitum viðnám; en — hvað
lengi verður það ?”
“Viltu þá biðjast vægðar?” æpti Marco. “Ætl-
arðu að rétta þim hendina, sem drepið hafa feður
okkar beggja; Þó að þú gleymir því, að þú ert sonur
Hersovac s — þá heiti eg Obrevic! Og enn gengur
sá maður frí og frjáls sem drap föður minn, og sem
eg hefi svárið að koma fram hefndum á.”
Það er hann sem í dag veitti fjandmönnum vor-
um lið,” mælti Hersovac. “Eg þekti hann í fjarska,
og hann fellirðu ekki, því að honum fylgir sá töfra-
kraftur að hann verður aldrei sár.”
“Það er engu líkara,” svaraði Marco, “Ragur er
hann ekki, einatt fremstur í bardaganum, — En
hversu oft sem eg hefi miðað á hann og hversu oft
sem eg hefi reynt að ginna hann á mitt vald, með
ýmiskonar brögðum, hefir hann þó einatt komist
undan.”
“En eigi er dagur enn að kvöldi, og eg hefi
bruggað ótal vélráð,” mælti Marco ennfremur. “Tak-
ist einhvern tíma að ginna hann frá mönnum sínum.
þá er hann á minu valdi.”
Að svo mæltu greip hann trédrumb, kastaði hon-
um á eldinn, svo að gneistarnir flugu í allár áttir, og
spurði stuttaralega, og í hörðum róm:
“Hvar er Daníra? Veit hún ekki að eg er hér?”
“Jú, en hún vill ekki koma.”
“Neyddu hana þá til þess,” mælti Marco.
“Neyða Daniru? Þú þekkir ekki systur mína.”
Eg skal kenna henni að lifa þegar hún er orðin
mín,” svaraði Marco. Reiddu þig á það, og láttu
hana nú kotna.”
Enda þótt þetta væri ekki b'ein skipun, hlýddi
Stefán Hersovar, því að hann var ungur, og því eigi
enn fyllilega stöðu þeirri vaxinn, er atvikin höfðu
sett hann í.
Marco og Stefán höfðu alist upp saman á heimili
I. Gbrevics er hafði náð syni vinar sins og frænda til
sín, er faðir hans var dáinn og hafði Marco jafnan
haft ráð fyrir þeim á uppvaxtarárunum.
Stefán var því vanur að Iáta undan og hlýða, og
gerði það nú sem fyr.
Eftir nokkrar mínútur kom Daníra. — Hún var
i þjóðbúningi, og leyndi sér þó eigi, að yfir hennt
hvíldi alt annar blær en yfir þarlendu kvenfólki, sem
auðmýktin og undirgefnin skein út úr.
Hún hneigði sig ögn, er hún kom inn og virtist
fremur kuldaleg og drembin í fasi.
Geturðu, eða viltu ekki heilsa gesti þeim, er
kemur til arins bróður þíns ?” spurði Obrevic, og var
harka og kuldi j röddinni, enda þótt það dyldist eigi,
að ástarþráin bálaði í augum hans.
"Hefirðu saknað mín?” spurði hún aftur. “Þú
komst hingað til að ráðgast um eitthvað við Stefán,
og fyrir mat handá ykkur vaf hugsað.”
Sama um það! ’ mælti Obrevic, “það fer betur á
því, að þú sért vingjarnleg við mann, sem þú veizt
fyrir löngu að þú ert heitin af bróður þínum.”
“En þú veizt að eg viðurkenni ekki þetta loforð,”
svaraði Daníra. "Eg hefi aldrei ^samsint því.”
‘Hjá oss skiftir engu um vilja konunnar,” mælti
Mraco drembilega, “bróðir þinn er höfuð ættar þinn-
ar, og ræður því yfir þér og getur þröngvað þér til
hlýðni — hann, eða eg.”
"Reynið það!” •
Þetta sagði hún svo stillilega en þó svo ákveðið
að Marco varð fokvondur og stappaði í gólfið.
“Þessa þvermóðsku hefirðu lært i Catara,” mælti
Marco, “en hér tjáir engin slík heimska.”
Þér skjátlast, svaraði Daníra og skalf í henni
íöddin. “Eg hefst eigi undan að starfa sem mér er
boðið, en eins krefst eg — að vera frjáls! En það
er eg ekki, ef eg bind mig karlmanni, — og eg flýði
ekki til þess að gjörast þræll, eiris og giftu konurnar
eru hjá yður.”
Lm leið og hún mælti þetta, leit hún hálf-aumkv-
unarlega og hálf-fyrirlitningarlega á konu bróður síns,
er sat á hækjum sínum við verk sitt þar á gólfinu.—
Hún var tæplega eins gömul eins og Daníra, en var
þó orðin bogin af erfiði, er eingöngu hvildi á hennar
herðunr.
H ún hafði matreitt fyrir mennina, án þess þeir
virtust skifta sér neitt af henni og horfðu nú forviða
á Daníru, ei1 dirfðist að ávarpa karlnrann slíkum orð-
um, enda bar alt útlit hennar þess augljós merki, að
Daníra hafði rétt að mæla, og þess vegna varð Obrevic
enn reiðari en ella.
■Etlarðu að fara að kenna okkur nýja siði,"
mælti hann. "Hjá oss ræður karlmaðurinn öllu, og
eins og staða kvenfólksins lrefir verið, skal hún halda
áfrarn að vera."
Daníra teygði úr sér og var sem eldur leiftraði
í augum hennar, er hún svaraði:
“En eg er ekki eins og kvenfólkið ykkar og ætla
mér aldrei að verða það, og því binzt eg engum yðar.”
Marco gramdist þetta svar hennar, sem vænta
mátti, en gat þó ekki að sér gert að dást að henni, og
hafði eigi augun af henni.
“Já, þú ert öðru vísi en aðrir — og einmitt þess
vegna get eg ekki slept þér,” mælti hann.
Það varð riú nokkur þögn.
Daníra fór að kasta trédrumbum í eldinn, til þess
að lífga hann og var auðséð á höndum hennar, að
hún hafði unnið og alls ekki hlift sér.
Marco fylgdi henni eftir með augunum unz hann
spratt upp, greip í handlegginn á herini og spurði á-
kaft:
“Hversvegna fyrirlítur þú bónorð mitt? Eg er
auðugasti og mest metni maðurinn í ætt minni, jafn-
vel ríkari en bróðir þinn. Þú skalt ekki þurfa að
\ inna eins og aðrar konur; þú skalt ekki vera þræl!
á heimili mínu — ekki þú, Daníra — því lofa eg þér!"
Það var undarlegt sambland af ógnum, þrá og
cnda bæn, er fólgið var í þessum orðum.
Það leyndi sér eigi að tilfinning, sem þessi fífl-
djarfi fjallabúi eigi hafði þekt áður. bugaði dramb
hans og karlmensku, þar sem hann fór nú bónarveg.
i stað þess er hann þóttist hafa rétt til þess að heimta.
Daníra losaði handlegginn á sér ofur-stillilega og
mælti:
=*=
“Hve feginn sem þú vilt, geturðu eigi afneitað
eðli þínu, Marco. Þú ert ráðrikur og drotnunargjarn.
og getur ekki stjórnað þér er þú reiðist. Jafnvel
bróðir minn verðu að lúta vilja þínum, og hvert myndi I
þá hlutskifti konunnar? — En er annars tími til þess
núna, að vera að hugsa um brúðkaup, þar sem Stefán
var að enda við að segja þér frá ósigri sínum?”
“Það er þriðji ósigurinn hans!” svaraði Marco.
“Hamingjan veit að mig skyldu þeir aldrei hafa sigr-
að. En hann er enginn foringi og hefir aldrei verið.”
“Bróðir minn er enn mjög ungur,” mælti Daníra,
bróður sínum til afsökunar. “Hann skortri reynslu,
en eigi hugrekki, enda eigi að vænta þess að honum
takist það, sem ekki getur tekist, — þú ert sá eini,
sem enn veitir viðnám, og — hvort sem þú vilt kann-
ast við það eður eigi, — tekst þér heldur eigi það.
sem ómögulegt er.”
"Þey!" æpti Obrevic, afarreiður. “Hvað veizt
i’ú um það ? Hefir raggeitarhátturinn í Stefáni sýkt
þig ? Hann er þegar farinn að tala um að gefast upp,
og þú—”
"Ekki eg!” greip Daníra fram í. “Mér skilst að
þér verðið að sigra eða falla, og vildi eg óska að eg
gæti dáið með yður, þegar þar að kemur. — Það er
engin skömm að því, heldur að hinu, að gefast upp.”
“Þú hefðir átt að vera karlmaður, en Stefán
kvenmaðrir,” mælti Obrevic. “Þú sverð þig í ættina.
en h.xnn ekki.”
Að svq mæltu tók hann í hönd hennar og þrýsti
hana fast, svo sem lenzka var.
I>aníra hafði neytt hann til að viðurkenna, að
hún scæði honum jafnfætis og handtak hans áttí að
sýna c’.ð hann viðurkendi það.
“Þú hefir i raun og veru rétt að mæla,” mælti
Obrevic. "Það er ekki tími til þess að hugsa um
brúðkaup núna. — En þegar sá tími kemur — og
hann kemur — þá skalt þú verða mín, Daníra. — Eg
hefi heitstrengt þess og svík ekki orð mín.”'
Daníra svaraði engu, því að Stefán kom inn í
þessum svifum og þeir fóru að týgja sig af stað.
Lin leið og þeir gengu burt, sneri Obrevic sér
við og spurði Daníru:
“Voru ekki hermenn hér í þorpinu í morgun?”
"Jú," svaraði Daníra, “en þeir stóðu stutt við,
og voru farnir innan klukkutíma.”
“Að líkindum koma einhverjir í nótt, eða í fyrra-
niálið og spyrji þeir eftir okkur, þá vísaðu þeim i
ranga átt.”
Þú veizt að eg get ekki logið!” mælti hún. “Þeir
vita einnig að vér segjum ekki til vorra manna, og
spyrja oss því ekki. — Verður pkki Stefán og hans
menn með þér ?”
"Jú," svaraði Obrevic. “Við ráðum á þá báðir
í senn. Vertu sæl Daníra.”
Mennirnir gengu út og voru horfnir innan lítils
tíma.
í þorpinu varð og alt kyrt og hljótt sem fyr.
í húsi Stefáns Hersovacs var alt einnig orðið
lrijótt.
Daníra sat þar að vísu enn við arininn og kastaði
við og við spýtum á eldinn, eins og hún væri hrædd
við mvrkrið og svefninn; en tengdasystir hennar var
-ofnuð.
Daníra hafði lokað hurðinni, því að hún vildi
vera ein, og sat nú hreyfingarlaus og starði inn i
eldinn.
Stormurinn buldi á húsinu og það snarkaði í eld-
inum; en Daníra virtist hvorugt heyra eða sjá.
Hana dreymdi, dreymdi með opin augun, og út '
úr reyknum sem þyrlaðist upp öðru hvoru, stigu
myndir, nýjar og nýjar.
Hún sá héraðið, þar sem hún og Gerald höfðu
talast við síðast og útsýnið þaðan sólbjart og fagurt..
Og nú sá hún andlit, sem varð æ skýrara og
skýrara. Það starði á hana, alvarlegt og ásakandi,
unz harkan fór smátt og smátt að hverfa. Og loks
sá hún aðeins tvö skær augu, augu Geralds Stein-
achs, sem alls eigi lýstu neinu hatri eða óvináttu,
heldur aðeins þessari einu tilfinningu, sem þá hafði
lifnað, og síðan aldrei dáið.
Ln nú snarkaði enn meira í eldinum en áður, svo
að Danira hrökk við og leit hálf-ringluð kringum sig.
Draumurinn hafði hrifið hana svo, að það liðu
nokkrar sekúndur áður en hún áttaði sig og sá hvar
hún var.
Þetta dirrima, þrönga herbergi, með sótuga veggi,
-éleg húsgögn, fult af reykjarsvælu — það var heim-
kynnið, sem hún hafði þráð síðan hún var barn.
f>g þessi tilvera, sífelt slit og erfiði, án allra
andlegra nautna, það var frelsiðj sem hana hafði
dreymt um.