Lögberg - 12.01.1939, Síða 6

Lögberg - 12.01.1939, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1939 E -GUÐSDOMUR- I J Jörgen hafÖi nú aÖ vísu eigi beinlinis átt viÖ þaÖ, og setti þv^ upp svip, eins og hann væri viö jarðar- för, er hann mælti: “Mig hefir nú aÖ visu lengi grunaÖ þetta, og i fyrradag sagÖi eg viÖ Leonhard munk, að eg þyröi aÖ ábyrgjast, aÖ ógæfa myndi yfir vofa, er þess yröi valdandi aÖ alt stæÖi á hausnum í höllinni í Steinach.1' “Standi það þá á hausnum sem vill,” svaraÖi Gerald. "En móður yðar verður þetta reiðar-slagið þung- bærast,” hélt Jörgen áfram máli sinu. “MóÖir mín!” mælti Gerald alvarlega. “Já; það verður örðugur bardagi; en hann verður að vinnast.— En nú ekki eitt orð frekar um þetta efni, Jörgen! Eg fyrirgef þér margt; en þegar um rnínar eigin sakir ræðir, þá missi eg fljótt þolinmæðina. — Frá þessari stundu ber þér að skoða Daniru Herovac sem konuna mina tilvonandi. Taktu eftir því og hegðaðu þér þar eftir.” “Nú, ef til vill verðum við báðir drepnir, áður en svo langt er komið,” mælti Jörgen, svo sem honum fyndist það þó huggun. Fyrir mitt leyti hefði eg litla trú á því, að friðhelgi þessa staðar verði okkur ag liöi. — Og drepi f jandmennirnir okkur ekki, þá sjá klettarnir, sem 'slúta hér yfir höfðurn okkar eins og í lausu lofti óefað fyrir því, að við verðum ekki ýkja langlífir. — Eg sá ekki betur en að kletturinn hneigði sig áðan, þegar sem verst lét i veðri, eins og hann vildi segja: BíÖið ögn og svo skal eg merja t ykkur hvert bein.” Um leið og Jörgen mælti þetta, benti hann á klettinn, sem hékk út yfir gjáar-opið og gat Gerald þá eigi stilt sig um að renna þangað einnig augum. Það var eigi fjarri því, að honuim virtist klettur- inn hafa svignað ögn fyrir óveðrinu, en engu aÖ síður hristi hann þó höfuðið og mælti: “Vitleysa, Jörgen! Þú hefir heyrt, að klettur- inn hefir hangið svona öldum saman, og aldrei hagg- ast af neinu óveðri. — Að minsta kosti erum við hvergi betur settir, þar sem við sjáum þegar ef ein- hver kemur ofan í gjána og höfum kletta-vígið að baki okkar.” “En þey!” mælti Gerald enn fremur. “HvaÖ var þetta? HeyrirÖu ekkert?” Þeir lögðu nú báðir nákvæmlega hlustir við. Jörgen hafði einnig heyrt eitthvert hljóð, og hafði því sprottið á fætur. — En nú heyrðist ekkert, sakir veðursins. Eftir nokkrar mínútur slotaði veðrinu ögn í svip og heyrðist þá glöggt fótatak og mannaimál í fjarska. Það var auðheyrt að fjöldi manna var á ferðinni. “Þarna eru þeir!” mælti Gerald, og var nú hinn rólegasti, þó að hættan vofði yfir. Stattu til hliðar mér, Jörgen! Við skulum halda okkur hvor hjá öðrum meðan við stöndum á fótunum. — Þeir skulu að minsta kosti sjá, að þeir eiga við menn, er eigi láta slátra sér sem búpeningi.” Jörgen gjörði svo sent Gerald skipaði; en þó að hvert augnablikið gæti orðið hið síðasta, gat hann þó eigi stilt sig urn að gefa sér tíma til þess að gjöra bæn sína. “Sankti Georg!” mælti hann. “Eg hefi eigi )>reytt þig með bænum, heldur reynt að hjálpa mét sjálfur, ef auðið var; en nú hygg eg að mér takist það naumast. — Vondur hefi eg aldrei verið, þó að eg hafi haft gaman af handalögmáli, eins og þú, sankti Georg, er þú barðir á drekanum. — Hjálpa okkur þvi, svo að við getum barið duglega frá okkur, og gakk í lið með okkur, því að einir megnum við nú ekkert.” “En viljirðu hvorugt gjöra,” mælti hann enn- fremur, “þá gef okkur góða endalykt, og annastu uni hana Jovíku, veslings heiðna tökubarnið mitt, svo að hún verði skírð og komist i kristinna manna tölu, og fái síðar inngöngu til okkar í himnaríki — amen!” “Ertu til?” spurði Gerald, sem eigi hafði haft augun af gjáaropinu, og heyrt þó alt bænaruglið i Jörgen. “Bænin er á enda,” svaraði Jörgen, “og þurfi nú að berjast, væntir mig, að verndari minn, sankti Georg, fái eigi ástæðu til þess að verða óánægður yfir minni framgöngu.’V Þeir biðu nú báðir, hvor við annars hlið, með vopn í höndum, albúnir til varnar, og töldu sér dauð- ann vísan, en voru þó einráðnir í því, að selja líf sitt dýru verði. En svo leið hver mínútan eftir aðra, að eigi var á þá ráðið, og voru fjandmenn þeirra þó alveg við gjáaropið, og mátti glögt heyra mál þeirra í hvért skifti er veðrinu slotaði ögn í svip. Svona leið frekur fjórðungur stundar. — Öðru hvoru sáust stöku menn ganga fram á gjáar-barminn, og voru þeir auðsjáanlega að gægjast ofan í gjána; en enda þótt byssur þeirra sæjust blika í tunglsljósinu, heyrðist þó ekkert skot. Loks hurfu þeir, og var háreystin þá enn meiri. “Kynlegt er þetta!” imælti Gerald í hálfurn hljóð- um. “Engu líkara en að þeir þori eigi að nálgast þenna helga stað! Danira hefir haft rétt að mæja. Þessu hefði eg aldrei trúað!” “Leiðist mér þóf þetta,” mælti Jörgen. “ViÖ höfum nú beðið hér í hálf-tíma, og verið þess al- búnir, að láta drepa okkur — auðvitað eftir að hafa drepið svo marga sem kostur er á —, en svo ber ekki vitund til tíðinda. — Það hljóta að vera galdrar þetta, því aÖ ekki eru þeir þó vanir því aÖ vera hikandi, þar sem þeir hræðast hvorki dauðann né djöfulinn.” “Það er sennilega rétt, sme þú segir,” mælti Ger- ald, “og verðum við því að gæta þess, að þoka ekki eitt fet héðan, hvað sem á dynur, heldur bíða þess, að hjálpin komi — ef hún ketmur þá nokkuru sinni.” Það var auðheyrt á siðustu orðunum, að Gerald var í miklum vafa um það, hvort Daníru tækist að komast alla leið, enda gat margt faranda hindrað. Jörgen svaraði á hinn bóginn og var hinn von- bezti: “Félagar okkar bregðast okkur ekki, og það gerir Sankti Georg ekki heldur, enda liggur mér ekkert á að fara aðl deyja fyr en eftir hálfa öld. — Það væri líka synd og skömm, ef bóndabýlið foreldra minna í Tyrol gengi til ein'hverra útarfanna.” Meðan Jörgen lét þessa dælú ganga, hallaði hann sér ofur makindalega upp að klettinum, og fór að hugsa um, hve einkar skamtileg þessi hálfa öld niyndi verða, og hve fegin Jovíka myndi verða, er hann kæmi aftur heill á hófi til kastalans. Komst hann að lokum að þeirri niðurstöðu að skemtilegra myndi verða, að hittast þar en í himna- ríki, enda vafasamt, hvað um samfundina yrði hinu megin, þar sem annar ntálsaðilanna væri heiðingi. — Svona leið nú hver kl.timinn eftir annan, unz nóttin tók að þoka fyrir deginum og stjörnurnar gjörðust daufari og fölari á himinhvelfingunni. Köld og grá morgun-þokan sveipaði jörðina og vindinn var farið að lægja enda þótt stöku sinnum skelti í rok í svip. Fjandmennirnir, Krívossingar, höfðu nú beðið tímunum saman við Willaquell-gjána, enda hafði Daníra, er þekti ianda sína vel, og ekki sízt Marco Obrevic, spáð þvi, að þeir myndu ekki hverfa brott, enda þótt þeir þyrðu ekki að traðka friðhelgi staðarins. Marco hafði til þessa haldið sér í skefjum, eri viðbúið var, að hann myndi naumast halda þvi strykinu til lengdar, slíkur ákafa- og ofsa-maður sem hann var. Það var auðsætt að Krívossingar voru orðnir ó-i sáttir, því að háreystin var æ meiri og meiri og var hávaðinn mestur í Marco. Stefán Hersovac reyndi auðsjaanlega að stilla til friðar. ‘Látið hann sjálfráðan!” mælti hann. “Hann tramkvæmir ekki hótun sína! Er það ekki satt, Marco? Þú traðkar ekki friðhelgi Wilaquells?” “Þessir tveir, sem í gjánni eru,” mælti hann enn- fremur, “sleppa ekki en vér verðum að bíða, unz—” “Bíða!” greip Marco fram í, og skalf i honum röddin. “Höfum vér eigi þegar beðið siðan um mið- nætti? Þó að það sé fjandinn sjálfur, sem hefir skýrt þeim frá friðhelgi staðarins, þá er það víst, að þeim er hún kunn ! Þeir hreyfa sig ekki, hvort sem beiti er kænsku eða hótunum. Eigum vér að bíða hér dög- unum saman, unz sulturinn sverfur að þeim, svo þeir haldist þar ekki lengur við? Eða eiguim vér að bíða þess, að menn sakni þeirra í kastalanum, og sendi þeim hjálp? Ef svo færi, hvernig fer þá?” “Þá hefir Wilaquell frelsað þá, og ber þér að sætta þig við það,” mælti öldungur, hvítur af hærum, er var einn í hópnum. “Það skal aldrei verða!” æpti Marco. “Fyr skyldi eg sjálfur sækja þá, þó að eg vissi, að það yrði mér til glötunar. Eg hefi leitað hans mánuðum saman, en hann hefir jafnan komist undan. Nú er hann loks á minu valdi, og dettur mér ekki i hug að sleppa hend- inni af honum, fyr en eg hefi roðið hana í blóði hans. —Þessa hefi eg unnið dýran eið, og þann eið skal eg halda. — Mig varðar ekkert um neina friðhelgi, þegar «á maður á hlut að máli, er drap föður mínn, sem jafnframt var foringi yðar.” “Friðhelgi staðarins nær jafnt til allra!” mælti öldungurinn, og lagði áherzluna á orðin. Burt, Marco, burt með þig, vitstola maður! Ógæfa og glötun er oss ölíum vís, ef þú dirfist að raska friðhelgi þessa stað- ar.” “Haldið þér að eg þori ekki einn móti þeim?” mælti Obrevic hæðnislega. “Verið hér kyrrir, þar sem þér eruð! Eg skal ábyrgjast. — Burt Stefán! Lofaðu mér að komast!” Enda þótt allir, ungir og gamlir hefðu veitt Marco ótrauða fylgd gegn fjandmönnunum, til þess að hefna föður hans og foringja þeirra, æptu þeir nú að honum, er hann sýndi sig líklegan til þess að raska friðhelgi þessa staðar frá ómunatíð. Þeir slógu hring umhverfis hann, til þess að aftra honum með valdi, og það var eigi annað sýnilegt en að tilvandræða og blóðsúthellinga leiddi, er Stefán Hersovac gekk aftur á milli. “Kyrrir” mælti hann, er hann ruddist fram, og nam staðar við ‘hlið vinar síns. “Þér ætlið þó, vænti eg ekki að úthella blóði vorra eigin manna, sakir útlendingsins, fjandmanns vors? Stattu kyr, Marco, því að þú veizt ekki hvað þú gerir.” Að svo mæltu lækkaði Hersovac röddina og hvislaði að Marco, svo lágt að hinir heyrðu ekki: “Ef þú úthellir blóði á þessum helga stað, hvílir bölvun yfir þér svo að enginn vorra manna fylgir þér framar, en ella verðurðu foringi vor gegn fjandmönnunum sem verið hefir!” Þetta hreif. — Marco beit á vörina og hætti allri mótspyrnu. En rétt í þessari svipan. kont ungur maður gang- andi úr þeirri átt, er sneri að þorpinu. Það var sami smalinn, sem hafði verið sendur til að flytja Gerald kviksöguna, og seim siðan hafði fylgt honum og Jörgen, unz hann hvarf sýnum til þess að segja Marco hvar komið var. Hann kom hlaupandi til þeirra og rnælti: "Varaðu þig Marco Obrevic! Það eru hermenn á ferðinni — óefað helmingi fleiri en þér eruð —, og eru þeir að leita að yður og að ókunna liðsforingj- anum.” Allir hrukku við, er þeint bárqst þessi óvæntu tíðindi, nema Marco, er æpti eins hátt og hann gat: “Þú lýgur! Það er óhugsandi að þeirn hafi kom- ið nokkur fregn. — Þeir telja víst að þorpið sé á valdi þeirra manna. — Er ekki svo?” “Nei, þeir fóru fram hjá þorpinu, án þess að nema þar staðar, og án þess að spyrja nokkurn mann nokkurs,” mælti smalinn. “Eg heyrði, að bæði her- menn og liðsforingjar nefndu nafnið Wilaquell.” “Þá eru svik í tafli,” mælti Marco, “eða hvernig ættu þeir ella að vita, að þeir eru hér? Hver hefir getað sagt þeim þetta?” “Sleppum því sem stendur,” mælti Stefán. “En þú hefir heyrt, að þeir eru langtum fleiri en vér, og ef vér eigi kornurn oss burt, meðan tími er til, þá er oss öllum dauðinn vís.” “Ætti hann, sam er þarna niðri í gjánni þá að sleppa úr greipum mér?” æpti Marco. “Nei; fyr skal nú gjöra upp reikninginn við hann, en vér flýjum og komast eftir því hver svikarinn er.” “Talaðu, þorparinn þinn!” mælti Marco enn fremur og sneri sér að smalanum. %“Ert það þú. Hef- irðu látið fjandmennina múta þér? Svaraðu, eða þú ert dauðans matur.” Um leið og Marco mælti þetta, þreif hann í hnakkann á smalanum og hristi hann allan, eins og væri hann þess albúinn að gera alvöru úr hótun sinni. Strákurinn féll á kné og mælti: “Eg hefi aðeins gjört það, sem þér skipuðuð mér, hr. minn, og ekkert annað. — Eg beið unz eg sá þá fara inn í hús Stefáns Hersovacs, og þar var þá enginn, nerna kona hans og Daníra.” “Daníra!” tók Marco upp eftir -honum. “Hún var horfin, er vér komurn þangað. Hvað getur verið orðið af henni?” “Taktu nú einhverja ákvörðun, Marco,” mælti Stefán. “Herliðið getur verið hér innan hálftíma. — Vér ættum þegar að fara héðan.” Obrevic stóð grafkyr og hlustaði alls ekki á það, sem hann sagði. Afbrýðissamin var vöknuð hjá honum og beindi brátt huga lians í rétta átt. “Nú veit eg hver svikarinn er!” mælti hann af mikilli ákefð. “Það er hún, en enginn annar. Þess vegna bliknaði hún og titraði er eg sór þess eið, að koma hefndum fram gegn Steinach liðsforingja. Hún hefir ætlað að frelsa hann á þann hátt, að gerast sjálf föðurladssvikari, en þa?5 skal ekki takast. Hann skal hníga fyrir mér, og síðan skal hún sjálf fara sörnu leiðina, þar sem hún ‘hefir vísað fjandmönnunum á oss. — Dirfist nú enginn að minnast á flótta eða undanhald. — Vér verðum hér og bíðum fjandlmann- anna.” Það var óðs manns æði og vís ósigur, að ætla sér að leggja i bardaga við slíkt ofurefli liðs, enda duldist mönnunt þetta eigi, og gjörðust því all-óþolin- móðir, neituðu að hlýða og kröfðust þess að þokað væri undan.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.