Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR, 1939 -—GUÐSDÓMUR---------------------------------1 “Gaztu búist viÖ öðru er þú mintist þess, hversu Stefán tók bónorði mínu?” mælti Gerald. “Hann virtist helzt telja þaÖ móÖgun viÖ sig, og gerÖi alt, sem hann gat, til aÖ aftra því að við næÖum saman. — Þú getur ekki ímyndað þér, hve sárt mér þótti þaÖ, að vita þig hjá mönnum, er gerðu alt til að aftra hjúskap okkar.” “En var ekki sama reynt, aÖ því er þig snertir?” mælti Daníra. “HeldurÖu að mér hafi eigi einnig sviðið það, ekki sizt þar sem sú mótspyrnan kom úr þeirri áttinni sem þú myndir sízt kosið hafa? Móðir þin hefir enn eigi lýst blessuninni yfir hjúskap okkar.” “Ekki er það mér að kenna,” svaraði Gerald. “Eg hefi gjört alt, sem auðið var, til þess að öðlast sam- þykki hennar. — MánuÖ eftir mánuð hefi eg beÖið og grátbænt hana í bréfum minum, en' því miður — árangurslaust. — Alt af var sama gallharða nei-ið, og sama blábera bannið, svo að eg gat eigi annað en minst þess að lokum, að eg var eigi neinn krakki, heldur fullorðinn maður, sem sjálfur vill ráÖa gæfu sinni, hvað sem öllum hleypidómum líður.” "Já, þaÖ er satt sem þú segir,” mælti Gerald enn- freniur, "að við höfum orðið að kaupa gæfu okkar dýru verði, orðið að afsala okkur fyrri heimilum okk- ar, og sjá á bak ást ættingjanna, en — finst þér þó það verðið of hátt?” Tillit ungu frúarinnar svaraði þessar spurningu Geralds, sem hann vænti. Eftir nokkra þögn, mælti Daníra síðan, ofur- stillilega: “Ætlarðu þá eigi að koma aftur inn fyrir dyr í gamla heimkynninu þínu? Ætlarðu ekki að reyna að iiafa sjálfur áhrif á móður þína?” “Nei, greip Gerald fram í. “Hún vill ekki sjá þig, °g þá kem eg þar eigi heldur inn fyrir húsdyr. Eg veit hvaða skyldur hvíla á mér gagnvart konu minni, og annað hvort verður tekið á móti þér í höll- inni Steinach sem stöðu þinni sæmir, eða hvorugt okkar kemur þar.” “Annars veit eg að þetta er alt Arlow ofursta að kenna,” mælti Gerald enn fremur. “Eins og þér er kunnugt, ritaði eg honum hreinskilnislega hvernig komiði væri, jafn skjótt er við trúlofuðumst, en hann lét ekki svo lítið að svara bréfi mínu einu orði, en skrifaði í þess stað móður minni og skýrði málið fyrir henni, frá sínu sjónarmiði. — Þetta bréf barst henni áður en hún fékk bréf mitt, og af svari hennar get eg ráðið, hvernig það hefir verið. — Síðan hefir ] Arlow sjálfur átt tal við móður mína, svo að við I mæðginin erum að lokum orðin algjörlega ósátt.” "Hatur hans get eg þolað,” mælti Daníra, sem enn hafði augun stöðugt á húsi setuliðsstjórans. “Það var mér ósjálfrátt, að eg varð þröskuldur í vegi þess- arar fyrirætlunar hans, og hann hefir einatt haft óbeit á mér. — En hitt fellur mér illa, og það þótti mér í fyrstu óbærilegt, að Edith skuli vera ósátt og reið við mig. — Eg skrifaði henni hvar og hvernig við hefðum kynst og þagði yfir engu, en beiddi hana innilega, sem systir og vinu, að fyrirgefa mér, að eg hefði gjört henni ilt, og þó hefir hún enn eigi svaraði bréfi mínu einu orði.” “Að líkindum hefir faðir hennar aftrað henni,” svaraði Gerald, “og banni hans liefir hún eigi þorað að óhlýðnast.” “Edith lét ekki banna sér neitt,” mælti Daníra.” “Hún var alin upp í eftirlæti og hafði algjörlega vald yfir föður sínum. Hefði hún viljað skrifa mér, hefði enginn getað aftrað henni frá því. — En hún getur eigi fyrirgefið, að eg hefi svift hana ást þinni, og — það get eg vel skilið.” Gerald svaraði engu. Hann vildi eigi játa, hve þungt honum féll ónáð móður sinnar, og reiði Edithar, og hve mjög þctta varpaði skugga á gæfu hans. Meðan þau Gerald og Daníra töluðust við, svo sem nú hefir verið skýrt frá, voru hinir liðsforingj- arnir komnir út í hrókaræðu, og fórust þá Salter liðsforingja orð á þessa leið: “Gerald var hyggnari en vér og hefir langskemti- legastar endurminningar úr herförinni. — Það sann- ast, að það verður tekið eftir honum, er hann kemur heim með þetta fagra herfang, ekki sízt er menn heyra söguna um það hvernig hann hrepti það.” “En þú varst víst einnig eitthvað við þá sögu riðinn,” greip einn hinna liðsforingjanna fram í. “Að minsta kosti kemur bréfaveskið, sem stolið var frá þér töluvert við söguna.” “Já, þrælmennið, sem þóttist ætla að gera mér greiða stal veskinu frá mér, og notaði það svo í }?ví skyni, að ginna Gerald í gildruna; en ráðabruggið tókst þó eigi sem ætlað var, enda hefðurn vér þá átt góðum lagsbróður á bak að sjá I” “En þarna koma þá ungu hjónin,” mælti Salter enn fremur. “Það er svei mér lítandi á frúna núna, er morgunsólin vermir hana, og því segi eg það, að Gerald fer heim með bezta herfangið.” Hinir liðsforingjarnir virtust vena sömu skoðunar, og keptust við, að gera sig sem stimamjúkasta við frú Steinach, er þau hjónin komu í hópinn og tóku þátt í samtalinu. Af Jörgen er það á hinn bóginn að segja, að honum hafði loks tekist að ná i Jovíku, og gekk nú með henni fram eftir þilfarinu og gætti þess þó, að vera í nokkrum fjarska frá lagsbræðrum sínum, enda gættu þeir þess, að yrða ekki á hann, því að þeir gátu vænst þess, að h&nn léti brátt hendur skera úr málum, ef þeir færu að stríða honum. Jörgen var mjög alvarlegur og hátíðlegur á svip- inn, rétt eins og séra Leonhard sjálfur, og mælti hann nú við Jovíku. “Líttu á heimkynni þitt, Jovíka, því þú sérð það í síðasta skifti. — Satt er það að vísu, að ljótt er landið, og lof sé öllum helgum mönnum, að við slupp- um þaðan. — En föðurland þitt er það þó, og það verður ntaður að virða.” Jovíka starði á fjöllin, af því að hún sá, að Jörgen benti í þá áttina, en hvað hann sagði, skyldi hún víst naumast. — Á hinn bóginn var eigi neinn saknaðar-né sorgarsvip að sjá á henni, því að hún virtist vera mjög ánægð, enda þótt hún vissi, að skipið ætti að flytja hana til ókunnugs lands. “Við erum nú á leiðinni til Tyrol,” hélt Jörgen áfram máli sínu, “og það er nú dálítið fallegra en grjóteyðimörkin yðar. Þar eru skógar, ár, vínviðir og hallir, og bóndabýlið hans föður míns á sér naumast líka í víðri veröld, — Eg eignast nú einhverntíma bæ- inn þann. Skilurðu það, Jovíka? Eg er enginn fá- tæklings-aumingi, heldur er.eg einkason 'og erfingi gamla Moos, og það hefir nú dálítið að segja.” Jovík hlustaði á lesturinn í Jörgen með stakasta athygli, en var enn eigi svo fær í málinu, að hún skildi helminginn af allri lofdýrðar-prédikuninni. Jörgen duldist eigi þetta skilningsleysi hennar og greip því báðar hendurnar á henni, og dró hana að sér, sennilega til að skerpa ögn skilningsgáfu hennar. En rétt í sömu andránni rak séra Leonhard höfuðið út úr káetudyrunum og stóð á sama augnabliki hjá þeim.” “Hvað hefir þú hér að gera, Jovíka?” spurði hann, og var röddin óvanalega hvöss. “Þú veizt, að þú átt að vera hjá frú Steinach.” “Rólegur séra minn!” greip Jörgen fram í. “Eg var hérna hjá henni, og þá var henni óhætt.” Séra Leonhardi lét samt sem hann veitti því enga eftirtekt, er Jörgen sagði, en sneri sér að Joviku og mælti. “Farið nú til frú Steinach!” Að svo mæltu sneri hann sér að Jörgen og sagði: “Hvað á þetta að þýða? Hefi eg ekki bannað þér að vera svona alúðlegur við ungu stúlkuna? Það sér ekki á að þú metir bann mitt mikils, og því er eg mjög óánægður með þig.” “Það liggur ekki heldur við að eg sé ánægður, klerkur góður,” svaraði Jörgen. “Það var eg, sem fann hana, og tók hana að mér, sem mitt barn; en svo er að sjá, sem enginn vilji viðurkenna mig sem föður hennar. Líti eg á telpuna, þá dynur óðar yfir mig refsiræða frá yður, eða Gerald kemur og fer með hana til konu sinnar. — Eg er ekki spurður, og fæ engu að ráða; en — slíkar aðfarir læt eg nú eigi bjóða mér lengur.” “Hefi eg eigi sagt þér það margsinnis, að þú ert alt of ungur, til þess að geta talizt fósturfaðir?” mælti séra Leonhard. “Þetta hátterni þitt má ekki þolast.” “Þér hafið rétt að mæla, prestur minn,” mælti Jörgen, og lagði svo mikla áherzlu á orðin, að séra Leonhard horfði alveg forviða á hann. “Eg hefi löngu séð, að þettta á ekki svo að vera, og hafði því ásett mér að spjalla um þetta við yður. Eg er farinn að hugsa um að breyta ögn til, og svo að eg ekki orðlengi þetta frekar, ætla eg mér að ganga að eiga Jovíku.” Það var auðséð að sé.ra Leonhard kom þessi saga eigi á óvænt, en engu að síður hnyklaði hann þó brýrnar og mælti mjög alvarlega: “Þú lætur það vera. Hún má enn heita krakki, og þið skiljið naumast hvort annað.” “Satt er það nú að vísu,” svaraði Jörgen í mestu einlægni, “en okkur þykir fjarska vænt hvoru um annað, og þvi er það óefað réttast að við giftumst.” “En foreldrar þínir?” mælti síra Leonhard. “Hefir þér eigi komið til hugar hvernig þau myndu taka þessu?”- “Eg efa ekki að þau setji alt á annan endann, og þessvegna hefi eg ásett mér að fara að dæmi Geralds að vera kvongaður áður en eg kem heim,” mælti Jörgen. "Vér eigum að dvelja átta daga í borginni, og þá fáið þér tíma til að pússa okkur; en fyrst verður auðvitað að skíra Jovíku, því að heiðin má hún eigi vera, eigi hún að verða heiðvirðs, kristins manns kona.” "En jafnskjótt er skírnin er urn garð gengin,” mælti Jörgen enn fremur, “þá verður giftingin að fara fram, svo að henni sé lokið áður en eg kem heim, og geta þá foreldrar minir sagt, hvað þeiin sýnist.” Það var auðheyrt að Jörgen hafði lengi hugsað málið og staðráðið hvað gera skyldi. Séra Leonhard virtist á hinn bóginn eigi mjög hrifinn af tillögu þessari, þvi að hann svaraði alvar- kga: “Sleptu þessari heimsku úr höfðinu á þér, því þetta kemur ekki til neinna mála.” “Eg fer aðeins að dæmi Geralds,” svaraði Jörgen all-ýtinn! “Hann kærði sig kolaðan þó að móðir hans, Arlow ofursti og móðurinn, risu öndverð gegn giftingunni, og þó að alt klerkavaldið í Dalmatíu ætlaði alveg af göflunum að ganga.” “Hér er óliku saman að jafna,” svaraði séra Leonhard. “Hann er löngu fullveðja og hafði gjört alt sem auðið var til að öðlast samþykki móður sinnar, áður en hann framkvæmdi áform sitt. — Mér var það eigi ljúft að lýsa blessun yfir hjónabandi, sem stot'nað var án samþykkis móðurinnar, og það voru aðeins atvikin, sem knúðu mig til þess.” “Stefán Hersovac reis mjög öndverður gegn giftingunni,” mælti séra Leonhard enn fremur, “svo að í hans húsum gat Daníra ekki verið og það átti ekki við, að hún fylgdi unnusta sínum fyr en hjóna- vigslan liafði farið fram. Þetta var aðal-orsökin til þess, að eg framkvæmdi hjónavígsluna, og gerði eg það jafnframt í því trausti, að mér tækist siðar að telja móður hans hughvarf. ’En að því er þig snertir, þá er þér óheimilt að kvongast, nema með samþykki foreldra þinna, og að þú ekki færð það, veiztu alveg eins vel og eg. — Þau munu blátt áfram ætla, að þú sért genginn frá vitinu.” "Það hugði eg einnig sjálfur í fyrstu,” svaraði Jörgen ofur-rólega, “en nú dettur mér það alls ekki í hug. — En eins og eg hefi áður minst á við yður, séra minn, þá kunna þeir margt fyrir sér í Dalmatíu, ekki sízt kvenþjóðin. Svona fór Dan ... — nei, frú Steinach, með Gerald, og síðán Jovíka með mig. —En kynlegt er, að manni verður alls ekker# meint við þessa töfra, en líður ofurvel, enda sízt neins ills að vænta, þegar prestsleg blessun er lögð yfir eftir á, eins og við sáum, að gjört var í kirkjunni í gær.” "En þar var alt öðru máli að gegna,” tók séra Leonhard upp aftur. — “Kona Geralds er af beztu ættutn í Dalmatíu og mentun hennar og persónulegir eiginleikar gerir hana að öllu leyti vel hæfa í stöðu hennar í lífinu. — Jovíka er á hinn bóginn bláfátæk smala-telpa, sem enn er ókristnuð, og skilur hvorki mál vort né menningu, og fellir sig ef til vill aldrei við Tana, enda hlýturðu að sjá, hve illa færi á því að gera hana að maddömu á gamla bændasetrinu i Tyrol.” “Það sé eg alls ekki” svaraði Jörgen. “En það veit eg, að konan mín verður hún að verða, og eg er ekkert hræddur um að það fari út um þúfur.” “En ef foreldrar þínir koma sér þá saman um að gera óhlýðna soninn sinn arflausan?” mælti séra Leonhard. “'Gerald Steinach hefir þegar erft föður- leifð sína, en þig getur faðir þinn svift búinu, ef honum þóknast, og þekki eg hann rétt, þá gerir hann það ef þú óhlýðnast honuim í þessu efni. — Og hvað gerirðu þá?” “Þá hirði eg ekkert um það,” svaraði Jörgen blátt áfram. “1 mínum augum er Jovíka dýrmætari en öll bændabýlin í Tyrol. — Gerald er það og ekkert óljúft, að eg sé hjá honum, og kona hans hefir þá samlendan kvenmann á heimilinu. Mér er það þvi full alvara, að afsala mér arfinum, sé uni hann og Jovíku að velja.” Séra Leonhard íéll þetta mjög illa, en vissi á hinn bóginn, að ekki var til neins að ætla sér að telja Jörgen hughvarf. Samræðurnar urðu og eigi lengri að þessu sinni, því að i þessum sVifum kallaði einn liðsforinginn á séra Leonhard, svo að klerkurinn gekk brott með honum, en kallaði þó fyrst til Jörgens: “Við tölumst betur við seinna.” Meðan þetta fór fram, var Jovíka að tala við Daníru á þilfarinu, og var nú send niður í káettuna, til að sækja eitthvað, og stökk Jörgen þangað þá jafnharðan á eftir henni. Það kom gleðiblær á andlitið á Jovíku, er hún sá hann, en leit þó jafn framt all-áhyggjufullur upp í stigann, og mælti: “Séra Leonhard!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.