Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANCrtJR Frú Sif Guðjohnsen ♦ ♦ Fölnuð er liljan og fölnuð er rós. ♦ -f ViÖ sól í hádegisstaÖ bíÖur myrkvængjuÖ sorg þráfaldlega á næsta leiti, og gerbreytir á svip- stundu, martnlegu viÖhorfi til þessa jarÖneska lífs; þannig var þafi á mánudaginn : ung og yndis leg kona kveÖur fyrirvaralaust ástvini sína og hverfur út yfir móÖuna niiklu; mörgum verÖur oröfall við minna en það. Frú Sif Guðjohnsen, eigin- hona Ásgeirs GuÖjohnsen, yfir- prentara hjá Columbia Press, lézt á Grace sjúkráhúsinu laust fyrir hádegi á mánudaginn; hún yar flutt þangaÖ snemma um morguninn og ól þar dóttur; gekk fæðigin vel; alt sýndist brosa við; örskömmum tíma seinna sló móðurhjartað við- kvæma i hinsta sinn; konan unga og ástrika hafði safnast til feðra sinna; heimilið svift sál hússins. Frú Sif Guðjohnsen var í heijji þenna borin á Haga i Aðal- Keykjadal í Suður-þingeyjar- þ'ngi þann 15. dag júní tnánaðar árið 1913; foreldrar hennar voru þau gáfu og merkishjónin, séra Adam Þorgrímsson prestur ís- •enzku safnaðanna við Manitoba Vatn, látinn fyrir allmörgum ár- um, og eftirlifandi ekkja hans frú Sigrain Jónsdóttir, er býr 1 Lundarbæ ásamt ýngstu börn- um þeirra hjóna; hún fluttist vestur um haf með móður sinni °g systkinum árið 1919; faðir hennar kom til Vesturheims 1913 lauk guðfræðisprófi í þessari alfu. Hinn 4. febrúar árið 1932 g'ftist Sif eftirlifandi manni sin- U'm Ásgeiri Guðjohnsen, syni ^tefáns kaupmanns á Húsavík °g tókst með þeim ástriki mikið; varð þeini þriggja barna auðið; elzta barnið er Stefán; dóttur ninan við ársgamla, Kristínu Sigrúnu, hið mesta efnisbarn, nnstu þau hjón, og svo er dótt- lr'u, er fyrst leit dagsljósið við dánarbeð móður sinnar; auk hinnar syrgjandi móður, lætur Sif heitin eftir sig sex systkini með þungan liarm í hjarta, Geinii, Hrund, Frey, Þór, Tíraga PHONE 86 311 Soven Unes w 4T X\>T Better Dry Clenning and Laundry LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR, 1939 SIGURÐUR SIGURÐSSON KAUPMAÐUB OG FRÚ Þessi mvnd er tekin af þeim Sigurði Sigurðssyni kaup- manni í Calgary og frú hans, er þau voru á brúðkaups ferð sinni vestur á Kyrrahafsströnd íihaust er leið. og Sigrúnu; öll hin mannvæn- legustu. Sambúð þeirra Ásgeirs og Sifjar var fyrirmynd, þar sem ást og eining skipuðu jafnan andvegi; þannig er það ávalt þar sem gáfað mannkostafólk á í hlut. Aldrei hefir það verýð skil- greint til fullnustu svo vitað sé. hvernig háttað er vinnubrögðum mannlegrar samúðar; aðferðir nar margar og imismunandi; en þess þykist eg engu að síður fullvís, að sú samstilling hlý* streymis sem um þessar mundir stefnir til Ásgeirs Guðjohnsen, blessaðra litlu barnanna, móður og systkyna hinnar hugljúfu burtsofnunðu eiginkonu, feli i sér éitthvað það af heilögum styrk er dragi úr bitrasta sárs- aukanum; eigi aðeins til bráða- birgða heldur um ókomin ár. Útför frú Sifjar Guðjohnsen fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn. Samverk- amenn Ásgeirs við Lögberg og Colmnbia Press Limited votta honum heilhuga samúð i hans leita harmi. Einar P. Jónsson Fréttir frá Vancouver, B.C. Hér i Vanvouver var tíðin meÖ lang þurrasta móti síðast liðið haust, og fram yfir miðjan Des- ember. Siðan hafa verið miklar vætur—má heita að sé úrfelli á hverjum einasta degi. Á annan og þriðja í jólum féllu um tólf þumlungar af snjó, þar á eftir tók að húðrigna og var allur snjór farin innan fárra daga. Þrátt fyrir dynjandi rigningu á gamlárs kveld hópaðist saman aragrúi af fólki á aðalgötum borgarinnar til að kveðja gainla árið og sjá um að annað nýtt og betra kæmi ií staðin—með miklum gleðiópum oð hávaða. #>að þarf meira en, svolitlia rign- ingu til að hamla Vancouver bú- urn frá að fara ferða sinna þó minna stæði til. Mr. John Johnson frá War- man, Sask. kom 'hingað um Jól- in. Hann var að heimsækja systur sína, Miss Johönnu John- son, sem einu sinni átti heima i Winnipeg. (Framh. á 4. bls.) AUKA NEÐANSJAVAR- FLOTA. Þýzka stjórnin hefir fonmlega tilkyna ráðaneyti Breta að hún hafi ákveðið að auka' neðansjáv- arflota sinn til jafns við flota hinnar brezku stjórnar, sömu tegundar; ðetta er talið ský- laust brot á samningi milli Þjóð- verja og Breta í þessu efni af hálfu hinna fyrnefndu; þessu jafnframt hafa Þjóðverjar tekið sér fyrir herður að smíða fintm beitiskip 10,000 smálestir að stærð hvert um sig. Úr borg og bygð A tobogganning party was held at River Park, Friday, Jan- uary 20th, 1939 under the ausp- ices of the “Young lcelanders”. Miss Fanpey Magnusson and Harold Johnson were in charge of the arrangements. The party then went to the Jón Bjarnason Academy where a social hour; was spent, and refreshments served. A hike has been ar- ranged for February i7th, 1939. -f ♦ Hinn 15. þessa mánaðar andað ist í Baldur Man. Halldóra kona Ólafs Andersonar. Banamein hennar var heilablóðfall, afleið- ing langvarandi vanheilsu. Hún var dóttir Eyjólfs og Karólínu Snædal, sem voru meðal frum- byggja Argylebygðar. Eyjólfur er láfinn fyrir mörgum árum en Karólina lifir enn í Baldur. Auk eiginmanns, lætur Mrs. Ander- son eftir sig tvö börn: son, Ey- jólf, og Eleanore fósturdóttur, bæði heima í Baldur, og bróðir, Jón i Winnipeg. Halldóra var atkvæðakona um margt, og lét kirkju og bygðarmál sig miklu skifta, er því stórt skarð höggvið í íslenzkan hóp, við lát hennar. Jarðiarför hennar fór fram, mið- vikudaginn 18. Janúar frá heim- ili og kirkju hennar í Baldur að viðstöddu fjölmenni ættingja og vina. Séra E. H. Fáfnis jarð- söng. ♦ ♦ FRÓNSFUNDUR Síðastliðið mánudagskveld, hélt deildin “Frón” skemtifund í Góðtemplara húsinu. Er það fyrsti skemtifundur deildarinnar á starfs-árinu. Forseti deildarinnar, S. Thor- kelsson, setti fundinn og stjórn- aði honum, skipulega og vel. Skemtiskráin hófst með því að Sigursteinn Þorsteinsson söng einsöng, þrjú lög. 1. Svalan—La Golondrina, Italst lag. 2. Ástadraumurinn —Dream of Love, eftir Liszt. 3. Deep River — Ameriskt þjóðlag. Að söngur hans hreif áheyr- endurna mótti marka á því hvað fólkið ,klappaði kröftuglega fyrir honum. Ragnar H. Ragnar var við ]>íanóið. Hjálmar Gíslason las þáttinn af Brandi hinum örfa, og var gerður að þvi góður rómur. Þá söng Miss Lóa Davíðsson tvö lög með aðstoð R. H. Rag- nar. Var annað lagið Enskt, við frumsamið, fallegt kvæði eftir Pál S. Pálsson. Hitt lagið var “Danny Boy” i íslenzkri þýÖ- ingu eftir Ragnar Stefánsson. Létu allir óspart ánægju sína í ljós með lóaklappi. Og þá var nú komið að þeim lið skemtiskráinnar sem fóiki virtist muna mest í, og það var erindi Mrs. E. P. Jónsson. Var það um kvenskörungana, Berg- þóru á Bergþórshvoli og Hall- gerði á Hliðarenda. Það er ó- | hætt að fullyrða að það varð enginn, sem þarna var, fyrir vonbrigðum af að hlusta á Mrs. Jónsson, því erindið var ekki einungis vel valið heldur og mjög fallega og skipulega samið, fróð- Tegt, skemtilegt og prýðilega flutt. Mrs. Jónsson hefði átt það skilið að hvert sæti hefði verið setið í salnum. Skemtiskráin var ekki löng, en hún var vel valin og hin ánæg- julegast að öllu leyti. Deildin Frón þakkar öllum sem skemtu þetta kveld og hjálpuðust að því að gera þessa kveldstund svo ánægjulega. Davíð Björnsson “Curling” það er kallað hér: að kasta grjóti. Hringhenda sú, oft þó er: Helzt, upp á móti! Jón Kernested NÚMER 4 VIKIÐ FRA BANKASTJÓRN Siðastliðin föstudag gerðust >au tíðindi að Adolf Hitler vék Dr. Hjálmari Schacht frá for- stjórn þjóðbankans Þýzka; hafði hann haft þá sýslan alllengi nieð höndum, og er alment talin einn allra hæfasti fésýslumaður þýzku þjóðarinnar; hann hefir alla jafna þátt næsta varfærinn í fjármálum og vildi að þýzka þjóðin héldi í lengstn lög ósker- tu lánstrausti sínu. l>r. Schacht hefir ávalt notið góðs álits hjá brezkum f jánmálamönnum og er mikill vinur Sir Montague Normans forstjóra við Bank of England; mun Hitler hafa þótt hann varfærinn um of. Eftir- maður hans, Dr. Walter Funk, er mjög handgenginn Hitler og verður honum vafalaust auð- sveipari en títt var um Dr. Schacht ef mikið stóð til í hinn nýji bankastjóri sem jafnframt skal gegna f jármálaráðherra em- bætti, gaf sig lengi vel við blaðamensku pg þótti mikill fyrir sér á þvi sviði. Brezk blöð og amerísk láta illa yfir þessari nýju breytingu á fjármálastjórn hinnar þýzku þjóðar. HLYNTUR HLUTLEYSI Senator A. K. Hugessen flutti ræðu í Montreal þann 12. þ.m. þar sem hann taldi það sizt að undra þó margir canadiskir menn spyrðu sjálfa sig að þvi um þessar inundir, hvort ekki væri rétbast að hin Canadiska þjóð lýsti ufir hlutleysi sínu þó Bretar yrðu flæktir inn i Norðurálfu stríð; nú væri liðin rúmlega 20 ár frá heimsstyrjöld- inni sem átt hefði að binda enda á öll strið, og þó væri horfurnar nú jafnvel drjúgum ískyggjilegri en nokkru sinni fyr; fyrstu skyldur Canadískra manna hlyti að vera við hina Ganadísku þ.ióð. TVEIR NÝIR RAÐHERRAR TAKA EMBÆTTISEIÐ I OTTAWA Forsætisráðherra Mr. Mac- Kenzie King, tilkynti það í þing- inu á mánudaginn, að tveir ráð- lierrar hefði tekið sæti i ráðu- neytinu; eru það þeir A. Mc- I-arty, iþingmaður West Essex kjördæmisins, sem tekur við pósbmólaráðherra embættti í stað J. C. Elliotts, er láta varð af embætti sakir heilsubrests, og James A. MacKinnon, þing- maður frá Edmonton, er tekst á hendur ráðherratign án þess að veita nokkurri ákveðinni stjórn- ardeild forsæti; var hann eini frambjóðandi Liberal flokksins er kosningu náði i Alberta í al- mennu kosningunum 1935. FRA SPANI Samkvæmt síðustu fregnum er Barcelona i þann veginn að falla;; árásarherinn kominn til útjaðra borðarinnar og sækir að á þrjá vegu; stjórnin hefir flutt sig burt úr borginni og norður á bóginn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.