Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGHNN G. APRÍL, 1939 LÍTILL Eg var þarna nokkra stund enn, hreyfði mig ekki, og sagöi ekkert, en hélt skeytinu aÖ hjarta mér— þessu blaði, sem brendi mig. Eg fór aÖ reyna aÖ, hugsa, og þaÖ styrkti mig. Hvað vissi eg um inni- haldið. ÞaÖ væru ef til vill góðar fréttir. Máske honum sé batnað. En undirvitund mín virtist segja: Þessar getgátur eru rangar, )>ú ert að ljúga að sjálfum þér. SkeytiÖ sýnir það gagnstæða. Loksins tók eg það ráð, að fara inn í herbergi mitt, lesa skeytið og vita fyrir víst, hvað í því væri. Eg fór því út úr borðstofunni og inn í mitt eigið herbergi. Eg opnaði skeytiÖ með leifturhraða þegar eg hafði kveikt á lamtpanum. En hvernig hendur mínar skulfu þegar eg opnaði skjalið um dauðadóm bróður sins. Eg las það víst tuttugu sinnum, vonandi altaf að eg hefði lesið eitthvað vitlaust; en það varð árangurslaust að lesa það aftur og aftur og reyna að skilja það öðruvísi en á einn veg, eins og eg skildi það i fyrstunni. Eg fékk ekkert annað en þetta: “Hann er dáinn! Biðjið fyrir honum.’’ Hvað lengi eg stóÖ þarna hreyfingarlaus með símskeytið í hendinni veit eg ekki. Eg grét vist há- stöfum. Eg man að augun urðu sár og að áður en eg fór út baðaði eg þau lengi. Síðan fór eg aftur inn í borðstofuna, og hélt skeytinu samanbrotnu í hend- inni. Og hvað átti eg nú að gera? Hvernig átti eg nú að segja þessi hörmulegu tiðindi föður mínum? Hví- líkur barnaskapur að halda þessu skeyti fyrir mig einan. Hvaða 'munur var það, að vita þetta ögn fyr eða ögn seinna? Vitleysa! Þvi hafði eg ekki sýnt það strax svo við hefðum báðir getað lesið- það á sama tíma? En nú var of seint að fást um það. En svo á sama tima sem eg braut heilan um þetta, gekk eg að borðinu og settist hjá pabba, — fast hjá honum. Þegar eg horfði þarna hryggur í huga á skeytið í hendi minni, leit pabbi upp. Augu okkar mættust; eg veit ekki hvort hann hefir séð það í svip' mínum, en eg sá að hans svipur breyttist snögglega og þung hrygðarstuna brauzt frá hjartanu: “Hann er dáinn? Er það ekki,” Hvernig skeytið rann úr höndum mér, og hverng eg féll í faðm föður míns, man eg- ekki glögt; en þarna sátum við saman, svo lengi lengi og grétum/ eg falinn í faðmi föður míns. III. Það var liðið nokkuð langt frá þvi að bróðir minn, rektorinn, dó, þegar eitt kvöld, að við vorum að fara í rúmið, að Jack gerði mig forviða með því að fara fram að dyrum, tvílæsa hurðinní, byrgja allar rifur á hurðinni og koma svo beint til mín með mjög alvarlegum og leyndardómsfullum svip. Eg má geta þess að altaf síðan Jack kom til Suður-Frakklands hafði hann verið eitthvað skrítinn með ýmsu móti. Fyrst vah það, þó menn myndu sízt trúa þvi, að hann var hættur að skæla, svona nokkurn veginn hættur; og ástríða hans fyrir lími og bókbandi hafði minkað. Pottar og pönnur með lími voru enn við eldinn, en ekki eins þétt og fyrrumi. í húsinu sá enginn neiít á Jack; en eg sá hvað honum leið. Eg hafði hvað eftir annað komið að honum óvörum.í búð- inni, þar sem hann var að tala við sjálfan sig og lét fremur heimskulega. Á nóttunni gat hann ekki sofið. Eg heyrði hann gnista tönnum, svo stökk hann ofan á gólf og stiklaði fram og aftur. Þetta var ónáttúr- legt og eg hræddist það, þegar eg hugsaði um það. Eg sá ekki betur en að Jack væri á leiðinni að verða vitlaus. Þetta kvöld, þegar eg sá hann læsa dyrunum svona vandlega, datt mér rugl hans i hug, og eg varð bara hræddur. Vesalings Jack, hann sá ekki neitt rangt við atferli sitt, en kom beint til mín og tók 'með báðum hödum utan um hendina á mér. “Daniel,” sagði'hann; eg ætla að segja þér dálítið í trúnaði; en þú verður að sverja mér að segja engum frá því.” “Eg sver það, Jack,” svaraði eg óhikað. “Jæja, þú liefðir aldrei getað ímyndað þér það, en eg hefi ort kvæði, langt kvæði!” “Þú — kvæði — Jack!” sagði eg. “Þú — þú hefir ort kvæði ? Þú virkilega?’’ Sem svar dróg hann upp úr vasa sínum afarstóra rauða skrifbók límda og bundna af honum sjálfum, og framan á henni stóð með þessari fallegu hönd hans: % Trú! Trú! Kvæði í tólf deildum eftir Eyssette (Jack). Getið þið áttað ykkur á þessu, lesendur góðir? Jack bróðir minn, barn þrettán ára, Skælu-Jack, með potta og pönnur klínt af lími, hafði ort kvæði, trú- fræðilgt kvæði í tólf dildum. Það mátti ekki minna vera! * . \ Og það var ekki um það að villast, þótt engan hefði grunað slíkt og samt héldum við áfram að senda hann á markaðinn með körfu undir hendinni og pabbi kallaði alla jafna til hans: “Jack, þú ert asni!” Sannleikurinn var nú samt sá að kvæðið var aðeins byrjað en ekki búið. Eg þori að segja að hann var ekki búinn með nema fjögur fyrstu versin af fyrstu deildinni, en eins og allir skilja er byrjunin á svona söngvum altaf erfiðust. Eins og Jack sagði sjálfur og það er talsvert í því: “Nú þegar eg er búinn með fyrstu fjögur versin, þá er áframhaldið ekkert! Það bara tekur tíma.” Þetta, sem ekkert var nema tímaspursmál varð samt all-þvælið. Jáck lauk aldrei við þetta stórkost- lega kvæði. Pottar og pönnur og lim kom að eldinum aftur og rauða bókin hafði líka sína sögu. Einn dag sagði Jack við mig: “Eg ætla að gefa þér rauðu bókina. Gerðu við hana það sem þér sýn- ist.” Skiljið þið hvað þetta þýddi. Þetta var nú minn skáldskapur, eða eg átti að bæta, við. Skáld- skapargáfan átti að verða mín. Jack hafði að minsta kosti gefið mér það sem honum þótti vænst um. Maður gæti lika sagt: “Jack hafði gefið mér sjúk- dóm sinn.” Og svo, ef .lesaranum er sama, ætla eð ag hlaupa yfir næstu fimm ár æfi minnar. Eg flýti mér að komast að vorinu 18—; því vori gleymir Eyssette fjölskyldan ekki fljótlega. Lesarinn missir mjög litið þó hann heyri ekkert um mig á þessu tímabili. Það var alt^f sami söng- urinn, tár og eymd. Þessi barátta fyrir tilverunni, sem aldrei gekk neitt. Allra handa skortur og vand- ræði á hverjum degi; þessF eilífi jarmur: "Hvernig ætli það fari á morgun?” Þetta ár 18—, var Lítill í efsta bekk. Hann var, ef eg man rétt, ungur strákur, mikið rogginn, alvarlega sannfærður um að hann væri nú orðinn heimspekingur og skáld; ekki var grön sprottin þó, og ekki hár á höku. En einn morgun þegar Lítill ætlaði að fara i skólann kallaði pabbi hans til lians og sagði honum að koma inn í búðina, og strax þegar hann kom inn sagði M. Eyssette með ógnandi rödd: “Daníel! Hentu þessum bókum þinum, þú ferð ekki á College framar! Eg hefi illar fréttir að segja . . . ægilegar fréttir! Við erum öll neydd til að skilja.” Nú heyrðist heldur en ekki hávært snögt bak við hurðina, sem var í hálfa gátt. “Jack, þú ert asni!” hrópaði pabbi; svo hélt hann áfram: “Það eru átta ár síðan vfð komum til Lyon, eyðilögð af byltingunni. Eg vonaði að með því að vinna hart mundi eg geta rétt við fjárhaginn. í staðinn fyrir það hefi eg sökt okkur dýpra og dýpra í skuldasúpuna. Nú er það búið. Eg hefi siglt okkur í strand. Við erum sokkin. Eina leiðin fyrir okkur nú er a'ð skilja og reyna að bjargast hvert fyrir sig, án hjálpar frá öðrum.” Nú heyrðist aftur ein af þessumi velþektu hrygð- arstunum frá Jack; en pabbi var svo niðursokkinn í umtalsefnið að hann fékst ekki um Jack. Hann gaí Daniel merki um að ioka dyrunum og hélt svo áfram: "Eg hefi hugsað það svona, þetta eru nýju skip- anirnar: Mtfðir þin fer stiður til bróður síns Baptisti; Jack verður áfram hér að Lyon, hann hefir fengið vinnu; eg fer að vinna fyrir vínsölufélag; þú Lítill minn verðttr að vinna sent bezt þú getur fyrir þér. Eg ér nýbúinn að fá liréf frá rektor, setn býður að konta þér að sem aðstoðarkennara, hérna lestu.” Lítill tók við bréfinu: “Eftir því sent eg sé,” sagði hann, “þá held eg að eg miegi ekki missa rnikinn tíma.” Las bréfið á trtilli okkar. > “\’ið verðum að fara af stað á morgtln.” "Það er gott, eg fer.” Lítill braut nú saman bréfið og rétti pabba sín- um, sem tók við því með styrkri hendi. Þvi síðttr var óstyrkur á hönd Lítils. Hiann var nú orðinn hientspekilega hugsandi eins og þið sjáið. Að morgni þessa merkilega dags fylgdu allir 7,/77« manninum, mér, út á* skip. Fyrir einkennilega tilviljun var það sami báturinn, semi hafði flutt okk- tlr fil Lyon fyrir sex árum. Alt i einu hringdi bjallan. Við ttrðum að skilja. Lítill sleit sig úr faðmi vinanna og steig yfir borðstokkinn, mannalegur. “Vertu varkár,” sagði pabbi. “Vertu ekki veikur,” sagði mamma. Jack ætlaði að segja eitthvað, en hann grét svo mikið að hann gat ekktrt sagt. Lítill grét ekki neitt. Mér hefir veist sú virðing að segja vkkur, að hann var nú orðinn heiinspekingur, og það er fráleitt að heimspekingar geri sig seka í þeirri óhæfu að gráta. En það veit Guð að honum þótti vænt um þá, sem þarna stóðu eftir í þokunni. En gleðin yfir að yfirgefa Lyon og hreyfing bátsins yfirbugaði alt ann- að. Og svo var siglingin til hressingar og tilfinningin. umi að vera nú maður, frjáls maður, sjálfstæður, sterkur, gerði unga manninn rólegan. Alt þetta hjálp- aðist að þvi að herða og styrkja litla ferðamanninn, og að konia í veg fyrir að hann hugsaði of mikið — hugsaði eins og hann hefði átt að hugsa — um þessar þrjár verur, sem stóðu kjökrandi á bryggjunni við Rhone. Þessi þrjú á bryggjunni voru ekki heimspekingar. Með viðkvæmum vonarlaugum fylgdu þau blæstri skipsins og reykjarmekkirnir voru ekki til að sjá stærri en svölur, þegar þau enn hrópuðu: “Vertu blessaður og sæll! Vertu blessaður og sæll!” Og þau veifuðu í ákafa. En allan þann tíma stikaði heimspekingurinn fram og aftur mfeð hendur í vösum á dekkinu, eins og ekkert væri um að vera. Einu sinni þegar þessi heimspekingur var að stika þarna fram og aftur, rak hann fótinn í eitthvað nærri stóru bjöllunni; það var reipahrúgan, sem þarna var fyrir sex árum síðan, þar sem hann sat með fuglinn í búrinu á milli fóta sér. Nú var reipahrúgan talsvert lík því sem hún var áður, og hún kom spek- ingnum, sem rak löppina i hana til að hlæja og roðna dálítið. "Hvað eg hefi hlotið að vera bjálfalegur ?” hugs- aði hann, “að vera að draslast með þetta stóra, bláa búr ir.ieð þessum fáránlega páfagauk í búri.” Það fyrsta sem Lítill þurfti að gera í þessu fæð- ingarþorpi sínu, var að finna rektorinn í skólanum. Rektorinn, vinur Eyssette f jölskyldunmar, tók syninum mjög vinalega. Samt sem áður þegar þessi sonur kom inn, gat hann ekki að sér gert að segja: “Æ, Drottinn minn! Hvað hann er lítill!” Sannleikurinn var að Lítill var litill, svo unglegur og svo grannur. Þessi upphrópun rektorsins var ægilegt ávarp. hræðilegt. "Þeir taka mig ekki,” hugsaði hann, og hann skalf á beinunum. Til allrar luWku eins og rektorinn grunaði um lmgsanir sonarins, liélt hann áfram talinu og sagði: “Komdu hérna nær, drengur minn. Við ætlum að taka þig fyrir kennara. Á þessum aldri þinum, svona lítill og svona gramur, þá er öll önnur vinna þér of erfið. Við komumst að þeirri niðurtöðu, að úr þvi nauðyn krefur þess, að þú vinnir fyrir þér, kæri vinur, þá höfuin við gert okkar bezta þannig. Við ætlum ékki að þrengja þér til að ráðast í nein stórræði, neitt mjög erfitt. Eg ætla að senda þig á College nokkrar mílur héðan, til Sarland, uppi í fjöllum. Þar byrjar þú sem maður, þar vex þú. Þar sprettur þér gron og svo skulum við sjá.” Á sama tima sent hann var að talia við mig, hafði rektorinn skrifað yfirmanninum á háskólanum Sar- land, og mælt með mér við hann. Þegar hann hafði lokið við bréfið, rétti hann það að Litla manninum og sagði, að hann ætti að fara strax í dag af stað. Svo gaf hann honum ýmsar góðar bendingar og sagðist ekki skyldi missa sjónar á honum. Þarna var Lítill.ánægður. Hann stökk upp stig- ann og kom aðeins við hverja fjórðu tröppu af ákaf- anum að ná, í stöðuna að Sarland. Póstvagninn fór ekki fyr en eftir miðjan dag; það varð enn að bíða fjóra klukkutíma. Lítill fór því að ganga eftir strætunum og sýna sig löndum sínum. Það fyrsta sem hann þurfti að gera var að fá sér næringu, og hann fór því að leita að matsölu- húsi, sem ekki væri rnjög dýrt. Rétt á móti her- mannaíbúðunum var ljómandi falleg auglýsing á spjaldi: “Ferðamaður á Frakklandi!” “Þetta er einmitt staðurinn,” sagði hann. Og eftir að hafa hikað augnablik — það var i fyrsta sinn, sem Lítill fór inn í matsöluhús — opnaði hann dyrnar djarflega. Enginn var við á áugnablikinu. Veggirnir voru hvitþvegnir, nokkur eikarborð, borð til afhendingar og stór og stei'klegur maður svaf og hraut þar sem hann lá fram á borðið. “Heyrðu þarna!” sagði Lítill og rak hnefann sterklega niður í borðið. Digri maðurinn svaf. Hann vaknaði ekki við neinia smámuni. En á bak við sást húsmóðirin sjálf hlaupandi, þegar hún sá nýja við- skiftavininn rak hún upp hljóð: "Hamngjan góða! Monsier Daníel!” “Anna, Anna, garnlia vina!” svaraði Litill og þau föðmuðust. “Æ, Drottinn minn, já, það er Anna, gamla Anna, fyrrum í þjónustu Eyssette og nú gestgjafafrú, kona ^ean Peyrol, þrekna mannsins, sem liggur fram á borðið. Og hvað hún var glöð, þessi góða kona, Anna; hvað hún var glöð að sjá Monsier Daniel!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.