Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 1
I 52 . ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN (5. APRIL, 1939 NÚMER 14 Viðskiftasamningar við Bandaríkin afgreiddir á sambandsþingi BRETAR GEFA ÍSLANDI GÆTUR London,, 3. apríl. — Brezka stjórnin telur afstöðu-samband sitt til íslands harla mikilvægt, aÓ því er aðstoðar-utanrikisráð- Sjafi Breta, Richard Butler. skýrði neÖri málstofunni frá í gær( vegna þýzks áróðurs í Dan- ’nörku. (Það upplýstist i marz, a<5 stjórn íslands hefÖi synjað Ljóðverjum um leyfi til lend- 'ngarstöSva fyrir þýzk loftskip). Úpplýsing Mr. Butlers kom fram sem svar viÖ fyrirspurn Gá Major J. R. Macnamara, í- kaldsflokksþingmanni, um áróð- arsstarfsemi Nazista i Danmörku °g á íslandi. Mr. Butler kvaðst lýsa yfir því fyrir stjórnarinnar hönd, að hún skoðaði í sama ljósi sjálfstæði konungsríkisins ís- kinds, ogt sjálfstæði hins franska lýðveldis. MR. king gerir yfirlýsingu Við umræður í sambands- þinginu um utanríkismálin í lok fyrri viku, og þá einkum með hliðsjón af viðhorfinu á vett- vangi Norðurálfunnar, gerði King forsætisráðherra yfirlýs- >ngu þess efnij, að meðan nú- verandi sambandsstjórn færi með vóld, yrði herskylda ekki sett á í Canada. O.ÍNÆGJA VEGNA JlVEITIVERÐS Svo megnri mótspyrnu hefir uppástunga sambandsstjórn'ar um 60 centa lágmarksverð hveitis vakið vestanlands, að bændafé- og ýms fleiri samtök, hafa krafist þess að þingmenn leggi fremur niður umboð sín, en gengið verði að slíkum afarkost- Um'. dóllandi iieitið eullttngi Utanrikisráðherra Breta hefir iýst yfir því, að brezka stjórnin hafi fastákveðið, að koma til liðs við Pólland, ef stofnað yrði til fjörráða við sjálfstæði þess. i Hiðstæða yfirlýsingu þykir lík- iegt að stjórnin geri viðvíkjandi Ikúineníu innan skamms. ElNGKOSNINGAR 1 danmörku Þann 3. þ. m. fóru fram al- 'Uennar kosningar til danska þiugsins, og lauk þeim með á- kveðnum sigri fyrir samsteypu- stJÓrn Staunings. Social Demo- þtatar urðu hlutskarpastir og Kngu 65 þingsæti; næst gengu Uberalar með 30 þingsæti. Naz- !star komu að 3 þingmönnum; þingstyrkur róttækra vinstri 'uanná hélzt óbreyttur. Á miðvikudaginn þann 29. f. m,. afgreiddi sambandsþingið sem> lög viðskiftasamninga þá milli Canada og Bandarikjanna, er hlutaðeigandi stjórnarvöld undirskrifuðu þann 17. nóvem- ber síðastliðinn. Með tiliögunni um að samningarnir yrði af- greiddir sem lög, greiddu at- kvæði 158 þingmenn, en 32 á móti. Með stjórninni greiddu atkvæði allir viðstaddir þing- “Bœkur frá Islan<^i,, Með þessari fyrirsögn birtist grein á ritstjórnarsíðu blaðsins Tribune í Winnipeg 31. marz síðastliðinn. Hún er fyllilega þess virði að sem flestir íslerid- ingar sjá hana og því er hún þýdd i Lögberg: “Hin stóru bókasöfn í London (British Museum) og í Oxford (The Bodleian) eru bæði mikil og merkileg sökum þess að það er fyrirskipað með lögum að gefa þeim eintak af hverju ein- asta riti sem út kemur á Bret- landi. Að þvi er íslenzkar bækur snertir nýtur nú bókasafn Mani- tobafylkis sömu hlunninda; Al- þingi Islands hefir sýnt þann höfðingsskap að samþykkja lög, er ákveða að eintak af öllum ritum prentuðumi á íslandi verði sent ókeypis háskóla vorum. Manitoba háskóli er öfunds- verður af því hversu vel hann stendur að vígi sem miðstöð til kenslu íslenzkra bókmenta. Jafn- ótt og hinar nýju bækur koma verða þær lagðar við Ólsons safnið, sem gefið var árið 1936, var það safn þá talið annað bezta íslenzka bókasafn í Vest- urheimi. íslenzkir fræðimenn og nem- endur í samanburðar málfræði eiga hér kost á auðugri upp- sprettu yið nám sitt og störf, en á nokkrum öðru'rm stað. Þetta íslenzka bókasafn er þýðingar- mikill þáttur í framförum Mani- toba háskólans sem meginstöðvar í visindum og lærdómi. Þessi merkilegi atburður er auðvitað ekki nein tilviljun. Langt frá: hann er eðlileg af- leiðing hinnar staðföstu hollustu sem íslendingar hér i fylki hafa ávalt sýnt fósturlandi sínu jafn- framt rótgróinni ást á og virð- ingu • fyrir ættjörð sinni og heimaþjóðinni. En slíkar tilfinningar, þótt til séu í ríkum mæli, verða ekki æfinlega látnar í Ijós með tákn- rænum athöfnum og viðeigandi. íslendingum hér í fylki hefir þó tekist það svo greinilega að allir Manitobabúar eru í djúpri þakkarskuld við þá. Það gæti ef til vill vakið af- brýðissemi að nefa einstaka menn, er sérstaklega bæri að þakka í þessu sambandi, en hjá menn Liberal flokksins, ásamt Social Credit, C.C.F. og hinum óháðu þingmönnum. Þingmenn íhaldsflokksins greiddu atkvæði á móti samningunum. Hinir nýju viðskiftasamningar hafa í för með sér víðtækari lækkun verndartolla en áður mun hafa þekst í sögu hinnar canadisku þjóðar. Flestir þingmenn Vest- urlandsins telja samningana niiða til mikilvægra bóta. því verður þó tæplega komist að minnast A. B. Olsons, sem gaf háskólanum safn 2500 merki- legra og dýrmætra bóka; safn, sem háskólinn telur sér afar mikils virði. Annar maður, sem mikinn þátt hefir átt í þessu, er H. A. Biergman, varaformað- ur háskólans; enn fremur hefir Smith forstöðumaður háskólans einnig verið mikilsverður milli- liður í málinu. Jónas Jónsson frá Reykjavík, sem einnig er sannur vinur Manitoba, gaf það í skyn nýlega að kennaraembætti í íslenzkum 1 bókmetumi yrði sennilega stofn- að i Manitoba. Vonandi er að þetta háa takmark náist til þess að fræðimenn og nemendur hér megi njóta þeirra leiðbeininga, sem til þess þarf að geta full- komlega fært sér í nyt Olsons safnið og hinar nýju bækur, sem frá íslandi koma, og þetta geti þvi orðið sem sterkust hvöt og andleg lyftistöng í ríki rann- sókna og bókmenta.” Lauslega þýtt: S. J. J. Ur borg og bygð Tvö herbergi án húsgagna til leigu nú þegar með ágætum skil- málum. (2 Burner Electric Plate). Upplýsingar að 848 Home Street. -f Mr. Sveinn Pálsson, 48 ára að aldri, lézt að heimili sínu í Riverton þann 3. þ. m. Hann lætur eftir sig konu og börn. Útför Sveins fer fram frá kirkju Bræðrasafnaðar á föstudaginn kemur, -f -f' Gjáfir til Betel í marz 1939 Mr. Sveinbjörn Björnsson (Betel), $10.00; Vinkona, Moun- tain, N.D., $1.00. Kærar þakkir, J. J. Sivanson, féh. 308 Avenue Bldg., Wpg. -f -f A Pálmasunnudaginn lézt í Þingvallabygðinni í grénd við Churchbridge, Árni E. Johnson; hafði verið veikur nokkuð að undanförnu, en virtist með hress- ara móti þann dag er hann lézt. —Hann er syrgður af ekkju og ungum syni þeirra hjóna, af bræðrum tveimur og systur og öðrum skyldmennmu, og yfirleitt Tveir þættir úr lífi mannsins Eftir fl.jóðum flengdi sig og fætur þandi. Hann gekk út — og hengdi sig í hjónabandi. -f -f ♦ W ilson Sjá, smiðurinn hamrar hinn heita málm, Því liann er að gera sér plóg úr skálm. Við steðjann er kólfi klingt 'Sem klukku í smiðju hringt. Frá uppliafi heyrðist ei hamarsslag t heiminum snjallara’en það í dag, Hvert högg er af þrótti þyngt. Til vopnlauss öryggis ættarlands Er efnað og stuðlað af mætti lians, Sem málminn í arð liefir yngt Og unnið úr vopni slyngt. Þótt belgurinn mæðist, ei brestur þol Að blása hans lifandi anda í kol, Sem upp er á aflinn dyngt Og ofan í logann kingt.— Að hita í eilífum eldi stál Er ónóg, sem deytt hefir jafnvel sál Og heiminn með liörmum kringt; Og til þess að breyta því tjóni í gagn Er talið að náttúrlegt efni og magn Sé langt um of rýrt og ringt; En — ranglætið út er hringt. Og lengur ei verður liún skálmin skæð; Hún sker ekki framar í sundur æð, Því inn er hið unga klingt, En út er hið gamla hringt. Og fræum í far hans kingt. Sem upp hinu rétta og sanna snýr, Og færum í far hans kringt. Ei dauf er hún birtan, ei bleik né veik, Sem byrjar í smiðjunnar kolareyk. Uns liefir hún heiminn kringt, Eins heilagt liún vex og sýknt. Guttormur J. Giottormsson. af öllum, semi höfðu kynni af honum. -f -f Hr. Ragnar Ólafsson lögfræð- ingur frá Reykjavík, sem dvalið hefir við námi í New York und- anfarandi, er nýkominn til borg- arinnar og dvelur hér fram yfir páska; hann er bróðursonur Mrs. Finnur Johnson. í nýútkomnu hefti af American Scandinavian Review, birtist fróðleg ritgerð eftir Ragnar, er nefnist “Co- operative Iceland.” LA UGARDAGSSKÓLINN Flestum íslenzkum foreldrum er það áhugamál að veita börn- umi sínum aðgang að uppsprett- um íslenzkrar tungu og menn- ingar. Vestur-íslenzku þjóðfé- lagi er það og sennilega ljóst að ef það á að verða langlíft í þjóð- ernislegum skilningi, þá verður aðal þjóðræknis viðleitni þess að beinast að æskunni, því æsk- an Ú framtíðina. Þýðingarmesta starfsemin, sem rekin er fyrir íslenzkan æsku- lýð hér í borginni, er Laugar- dagsskóli Þjóðræknisfélagsins. Þar er gerð bein tilraun til þess að kenna börnum að skilja, tala og lesa íslenzku og læra íslenzk ljóð. Þótt timinn sé stuttur — aðeins 1 y2 klst. á viku, fá þó börnin nokkura undirstöðu í málinu. Æskilegt væri að nán- ari samvinna tækist milli for- eldra og kennara og myndi þá árangur starfsins ennþá betri. Forstööumönnum og kennurum skólans er það áhugamál, að kenslan komi að sem mestu liði. Allir, sem íslenzku unna geta og stutt skólann með því að láta í ljós velvilja sinn og áhuga fyrir starfi hans. Laugardagsskólinn heldur sina árlegu samkomu 22. þ. m. Arð- urinn af samkomunni er í raun og veru eini tekjustofninn, sem skólinn styðst við til þess að standa straum af árlegumi, óhjá- kvæmilegum starfrækslukostnaði. Styðjið þjóðræknis viðleitni islenzkrar æsku með því að f jöl- menna á samkomuna. Fyrir hönd Laugardagsskólans, Ingibjörg Jónsson. TEKJUAFGANGUR Fjármálaráðherra Bracken- stjórnarinnar, Hon. S. S. Gar- son, hefir lagt fram i fylkisþing- inu fjárhagsáætlan fyrir 1939— 1940, og gerir ráð fyrir tekjuaf- gangi, sem nemi $320,940.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.