Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.04.1939, Blaðsíða 4
4 Lö GrBERG, FIMTUDAGINN 6. APBÍL, 1939 --------------Högberg ---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, UIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDXTOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editör: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Frumvarp Mr. Thorsons Lögbei'g lét þess ný\’erið getið, að Mr. J. T. Thorson, K.C., þingmaður Selkirk kjördæmis, hefði borið fram í Sambandsþinginu frumvarp til laga, um sjálfsákvörðun- arrétt canadisku þjóðarinnar viðvíkjandi afstöðu hennar til stríðs og friðar; þetta töldu margir eigi aðeins æski- legt heldur og í rauninni sjálfsagt; meðal þeirra, er svipuðum augum litu á málið og Mr. Thorson, voru þeir lögfræðingarnir H. A. Bergman, K.C., og Mr. G. S. Thorvaldson, samanber áliteskjal það, er þeir undir- skrifuðu ásamt leiðandi mönnum úr hinum ýmsu stéttum innan vébanda hins canadiska) ]>jóðfélags; þetta áminsta skjal birtist í dagblaðinu Winnipeg Free Press, og gat Lögberg þegar að nokkru um innihald þess.— Frumvarp Mr. Thorsons kom til umræðu á föstu- daginn í vikunni sem leið, og var “talað í hel.” Fylgdi Mr. Thorson frumvarpi sínu úr hlaði með voldugri og rökhugsaðri ræðu, er örðugt var að hrófla við þó ítar- legar tilraunir af hálfu nokkurra þingmanna væri til þess gerðar, svo sem af Mr. Church, afturhaldsþing- manni fyrir eitt Toronto kjördæmið; taldi Mr. Church frumvarpið “móðgun við brezkfædda borgara hinnar canadisku þjóðar. ” Kvað hann Breta hafa fyrsta manna stofnað til nýbygða í Canada; þar á eftir liefðu aðrir þjóðflokkar komið, og orðið aðnjótandi þess frelsis, er brezkir menn hefðu lagt grundvöll að. 1 tilefni af stað- hæfingu Mr. Church, lét Mr. Thorson þannig ummælt: “Eg vildi mega geta þess, að eg hefi ekki veiít brezka veldinu varaþjónustu eina; eg var þrjú ár í heimsstyrjöldinni miklu, og þar af 18 mánuði í brezka hernum, og eg get fullvissað Mr. Church um það, að af mínum þjóðflokki gengu hlutfallslega fleiri menn í herinn en af hinum brezkfæddu í þessu landi. Enginn láti sér það til hugar koma, að mér ekki beri til þess full réttindi, að tala eins og canadiskur maður í sölum þessa þings.” Mr. Thorson sagðist ekki deila um það, livort Canada ætti að vera hlutlust í ófriði, heldur um rétt- indin til þess að taka slíka afstöðu, ef svo byði vdð að horfa. “Þó konungfurinn sé einn og ódeilanlegur, ” sagði Mr. Thorson, “þá er krúnan deilanleg.” “Og því ætti stjórn, sem ekki er vor eigin stjórn, að fá hrundið Canada út í stríð. 0g því ættum vér að fela jafn yfir- gripsmikið ákvæðisvald yfir lífi vors eigin fólks í hendur forsætisráðherra Breta, hvað mikið sem vér kunnum að dá hann og hversu mikill m^.ður sem liann kann að vera í þann og þann svipinn. Vér verðum að bera fulla ábyrgð á meðferð utanríkismála vorra með það fyrir augum, að sérhvert það spor, er vér stígum, verði í samræmi við frjálsan og yfirlýstan vilja vors eigin fólks. Það, sem fyrir mér vakir með frumvarpi mínu er, að vernda þjóð mína gegn þeim stefnum og straumum, er stofnað geti til fjörráða við einingu hennar. “Sé þjóðernisleg tilvera Bretlands hins mikla í hættu, horfir málið að sjálfsögðu öðruvísi við. En eg fvrir mitffeyti vildi ekki vita til þess að Canada færi í stríð, sem einungis snerist um metnað eða fjárhagsleg ldunnindi, né heldur í því augnamiði einu að veita ráðn- ingu forustumanni einhvers einræðisríkis. “Flestir af oss innan þessara þinghúsveggja eru orðnir of gamlir til þess að fara í stríð. En ef til ófrið- ar kæmi yrði æskan fyrir skakkafallinu; það er hún, sem yrði eyðilögð.. -En slíkt hlyti að varpa ósegjanlega þungri ábyrgð á herðar þeim canadiskum mönnum, er úrskurð feldu.” Ekki verður um það deilt, að frumvarp Mr. Thor- sons og afstaða hans til þessa mikilvæga máls, hvíli á drengilegum grundvelli; enda er flutningsmaður þess kunnur að því að vera maður “þéttur í lund.’ Og á þeim sama drengskapar grundvelli verður málinu alveg vafalaust ráðið að fullu til lykta áður en langt um líður. Islendingum er það mikill sæmdarauki, að eiga á þingi slíkan fulltrúa mannréttindastefnunnar sem Mr. Thorson er. háránleg flónska Lögbergi hefir borist í hendur j Aprílhefti tímarits nokkurs, er j ‘,Movie Digest” nefnist; er það 1 gefið út í bænum Pickering í Ontario fylki; kennir þar margra grasa, og það jafnvel alt annaS en góÖra grasa. Hefti þetta flytur greinarkorn, eða réttara sagt útdrátt úr grein, sem upprunalega var birt i enska ritinu “Men Only,” sem heitir “Going to the Movies in Iceland.” Höfundurinn er J. H. B. Peel; hann skrásetur Islend- inga afdráttarlaust sem Eskimóa- þjóÖ og fer um þá hinum auÖ- virðilegustu orÖum, og alt þetta afhroÖ sýnist vera spunnið út af því, aÖ maðurinn sækir tvö kvikmyndahús í Reykjavík, eÖa þykist hafa gert það, þó manni gæti jafnvel flogiö í hug við fljótan lestur aÖ hann hefði aldrei til íslands komið. Nokk- urri furðu gegnir þaÖ, að tuttug- ustu aldar timarit skuli skipa íslenzku þjóðinni á bekk með Skrælingjum. Framkvæmdarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins mun hafa tekið þessa, fáranlegu Islendingalýs- ingu til athugunar, og er það vel. Valdine Conde Hún hefir verið nefnd undra- barn, þessi hálf-íslenzka stúlka, Valdine Oonde, sem enn er ekki nema tiu ára gömul, og hún ber líka fyllilega nafn með rentu; hún var tæpra fjögra ára er hún fyrst vakti athygli á sér fyrir píanóspil; hún naut sinnar fyrstu tilsagnar hjá móðursystur sinni, frú Guðrúnu Helgason píanó- kennara hér í borginni. Nú hefir Valdine leikið með tveimur frægustu sympóníu-orkestrum á þessu meginlandi í New York og Toronto, og getið sér slíkan orðstír, að með fágætum telst; ljúka hljómlistardómendur upp einum munni um það, að Valdine sé hvorki meira né minna en verulegt afbrigði; hún er dóttur- dóttir hr. Sigvalda Nordals í Selkirk, sem er föðurbróðir Sig- urðar Nordals prófessors við háskóla íslands. Ef þér og meðlimir fjölskyldunnar þarfnist fjárhagslegs stuðn- ings í lifanda lífi S júkrahúsvistar ekknastyrks eða hjátpar til barnanna örorkutryggingu ellistyrk eða önnur hlunnindi sam- kvæmt félagslögum vorum, þá gangiS t félagsskapinn nú þegar. pér getiS skrifað eftir upp- lýsingum á tslenzku, ef þér æskið. Ihe Central Canada Benevolent Ass’n 325A MAIN STREET, WINNIPEG Hinn brákaði reyr Eftir Jónas Jónsson. Fyrir tuttugu árum kom fá- tækur sveitapiltur héðan vestur í bygðir íslendinga i Ameríku og byrjaði að vinna þar. Hann kunni ekki tungu landsmanna. Hann átti hvorki að frændur eða vini. En hann byrjaði að starfa að erfiðustu og minst borguðu vinnunni, sem völ var á, eins og venjulega verður hlut- skifti umkomuleysingjanna í framandi löndum. Eftir fáein ár kom þessi mað- ur heim til landsins aftur. MeÖ eljusemi og harðri vinnu hafði hann dregið saman um io þús. kr. En eftir eitt sumar hafði hann verið féflettur af manni nærri Reykjavík, svo að heita mátti að hann væri aftur orðinr. allslaus. Sá sem sveik af hon- um fék, fékk kunningja sinn til að klæðast dulbúningi og þykjast vera einn af bankastjórum Landsbankans. Þessi gervimað- ur ráðlagði síðan aðkomumann- inum að biðja svikarann að geyma og ávaxta féð, sem dreg- ið hafði verið saman með margra ára striti við erfið kjör í Vestur- heimi. Svikin komust upp og þeir sem þar voru að verki fengu hegningu eftir fyrirmælum lag- anna. En pilturinn, sem mist hafði aleigu sína kunni ekki við sig í gamla landinu og fór aftur til Vesturheims. Hann byrjaði að nýju að safna sér fé og dró ekki af sér í þeirri viðleitni. Hann var talinn tveggja manna maki við erfiðis- vinnu og var eftirsóttur að mörg- um gróðursælum húsbændum. | Hann átti hvorki konu eða börn og fáa vini. Hann bjó í fátæk- legu þakherbergi, eldaði mat sinn sjálfur og þvoði þvott sinn að sið einstæðinga i Atneríku. ^ Heimþráin var enn vakandi, og nú í haust var hann ráðinn til íslandsferðar. Hafði honuni í vesturförinni lánast að draga saman nokkur þúsund krónur. Þær voru með nokkrum hætti hans eini vinur. Fyrir þeim hafði hann barist með margra ára hörðu erfiði. Á heimleiðinni varð'hann að bíða nokkra daga eftir skipi i Edinborg. Þar virtist hann hafa kynst íslendingi, sem búsettur er í Englandi. Samtal þeirra verður til þess, að landinn að vestan fær þá Eugthynd að hann geti grætt nokkur hundruð krón- ; ur á því að skifta dollurum sín- j um i Edinborg og kaupa fyrir þá fjárhæð íslenzkar krónur. Og I þetta gerði hann. Það er vafa- | samt að honum liafi verið nema : að litlu leyti ljóst, að þessi at- [ höfn var brot á íslenzkum lög- ; um. Helzt er svo að sjá, að hann hafi með mikilli einfeldni talað um þetta gróðabrall sitt við hvern sem v,ar, og ekki farið | dult með. En þegar skipin !■ koma í nánd við ísland, eru gestunum sýnd eyðublöð, þar sem þeir eiga a*ð tilgreina hvað [ þeir hafi meðferðis af pening- um og í hvaða mynt. Þá fær landinn ótvírætt aðhald um að hann hafi fest fótinn i möskvurn [ laganna. Hann gefur ranga skýrslu um fjáreign sína og gerir viðvaningslega tilraun til að fela hina nýfengnu seðla í fötum sín- um. En þegar komið er til Reykjavíkur finna tollverðirnir penngana, og sjá hina röngu j *T. EATON C?,MITED “Warrendale” is our best regular Eaton value in a shirt. And very hard to beat from any other angle. The Spring showing of W|arrendales features a splendid variety of sturdy broadcloths in striking stripes and capti- vating checks. Likewise the popular plain shades. Now is the best time to select yours, when assortments are com- plete. All in collar-attached style, as Fashion dictates. Sizes 14 to 17 An Eaton Branded Line, at Men’s Furnishings Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor $1.00 "WARRENDALE" SHIRTS A Famous Dollar's Worth

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.