Lögberg - 27.04.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.04.1939, Blaðsíða 6
6 LÍTILL Bundinfóti vann vel og lærÖi betur eftir aÖ viÖ urÖum vinir. Eg held eg hefði á endanum kent hon- um eitthvað. En til allrar óhamingju urðum við að skilja. Kennari miðlungs-drengjanna fór frá skól- anum tða hætti. Þegar kom að næsta tímabili skólans vildi eklci yfirmaðurinn taka nýjan kennara. Mér var falið að taka við drengjum kennarans, sem burt fór. Það hefi eg altaf álitið slys. 1 fyrsta lagi hræddist eg þá. E'g hafði séð hvernig J>eir létu þegar við fór- um til Prairie og eg gat ekki hugsað til þess að þurfa aö vera með þeiim' alla daga. í öðru lagi þótti mér mikið fyrir að skil^a við litlu drengina mina sem mér þótti svo vænt um. Mér leið illa. Og drengjunum þótti líka fyrir að skilja við mig. Daginn sem við skildum þegar bjallan hringdi vildu þeir allir kyssa mig og margir höfðu ýmislegt vinalegt að segja við mig. Eg tók nú við miðdeildinni. Það voru fimtiu uppvöðslusamir þrjótar, sverir fjallabúar, tólf til fjórtán ára, synir rikra bænda, sem sendu þá til há- skólans til þess að gjöra þá að dugandi þegnum, fyrir hundrað og tuttugu franka fyrir þrjá mánuði. Þeir voru ókurteisir, ósvifnir, uppvöðslusamir og hötuðu mig frá því fyrsta, áður en þeir þektu mig. t þeirra augum var eg siðameistari, sýtingssamur, og frá þeim degi sem eg fyrst settist í stól aninn frammi fyrir þeim, var svarinn ófriður milli okkar, miskunn- arlaus, stöðugur, óstöðvandi. Ó, miskunnarlausu þrjótar! tlvað þeir píndu mig! Eg hefði viljað tala án kala; þetta var fyrir svo löngu síðan; en eg get það ekki. ,Á sama tíma sem 'eg rita þessar línur skelfur hendin; mér finst hendin skjálfa af veiki og einhvers konar ógnar til- finningu. Mér finst sem eg sé frammi fyrir þeiim enn. Það er svo hræðilegt að vera altaf umkringdur i!lvilja þeirra, sem nærri eru, — að vera altaf hrædd- ur, eiga altaf von á einhverju illu, sjálfur altaf vondur, altaf vopnaður, altaf í hefndarhug. Maður gerir órétt á móti vilja sinum, — svo voðalegt að vera i óvissu, að sjá alstaðar snörur; borða hræddur og geta ekki sofið fyrir ótta við eitthvað ósýnilegt, altaf skjálfandi, segjandi við sjálfan sig: “Ó, Guð minn góður, hvað ætla þeir nú að gjöra?” Nei, þó hann yrði hundrað ára, aðstoðarkennar- inn, þessi Lítilf, Daníel Eyssette, myndi hann aldrei gleyma því sem hann leið að Sarland frá þeim óláns- degi, þegar hann kom inn í kenslustofu “miðlunga.” Ekki imá ganga fram hjá neinu, samt. Eg græddi talsvert á herbergjaskiftunum; nú hefi eg á minni hlið ábótann þýzka, sem mér þykir svo vænt um. Þessi þýzki ábóti var álitinn frumlegur aí öllum og var kennari i heimspeki. Allir höfðu ótta af 'honum, yfirmaður skólans og jafnvel siðagæslu- maðurinn, Monsier Viot. Hann var fámáll og þegar hann talaði voru það fá orð í styttingi. Hann tók löng skref, hélt á lofti kjóllafinu og söng undir hælum hans á steinlögðu gólfi; skórnir voru þungir, lokáðir yfir ristina með hringjuim. Hann var stór og sterkur maður. Ábótinn dvaldi aleinn í litlu herbergi í enda bygg- ingarinnar, sem kallað var “gamli skólinn.” Enginn ónáðaði hann nema tveir bræður hans, ónytjungar óþægir, í minum bekk. Hann borgaði fyrir þá það sem uppfræðslu snerti. AÖ kvöldinu þegar maður fór upp í svefnklefana sá maður hátt uppi i gamla skólanum dauft ljós í rústum gömlu bygingarinnar; það var týran á laimpa ábótans. Jafnvel að morgnin- um þegar við fórum að læra, klukkan sex, sáum við þetta ljós i þoku. Ábótinn hafði ekki lagst fyrir Menn sögðu að hann væri að semja eitthvert afar- mikið rit um heimspeki. Áður en eg þekti þennan niann, fanst mér eg hafa einhverja meðlíðan með honum, þessum ein- kennilega manni^ senr var altaf sér. Andlitið og svip- urinn allur, sýndi framúrskaranfli vitsmuni. Augun slóu eins og nýju ljósi yfir alt. Það var lengi vel að eg þorði ekki að koma nærri honum. Strákarnir, sem eg átti yfir að ráða gerðu mig hræddan og rag- ann þar sem eg mátti altaf eiga von á hrekkjum og ýmsum ófagnaði frá þeim. Á endanum fór eg á hans fund og það mér til hamingju. Það vildi svona til: Eg verð að geta þess, að eg var níðursokkinn í að undirbúa ágrip í sögu og heim- speki fyrir drengina. Lítill var einmitt önnum kaf- inn. Það var einn dag að mér datt í hug að lesa Condilac,. verk eftir þann mann. Undir fjögur augu LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APBÍL, 1939 get eg ságt lesaranum að hans verk, Condilaes, er varla þess vert að lesa þau; en jxigar menn eru ungir dett- ur þeim ýms flónska í hug. Jæja; eg vildi endilega ná í Condillac. Eg þurfti endilega að lesa hans verk. Til allrar óhamingju átti bókasafnið að Sarland ekki eitt einasta biijdi af Condillac. Eg afréð því að hitta ábótann. En það var í mikið ráðist. Eg hræddist ofurmennið. Löng- unin eftir Condillac varð samt yfirsterkari. Þegar eg kom að dyrunum skalf eg á beinunum. Eg bankaði ofurhægt tvisvar. ‘Komdu inn!” sagði risarödd. Þessi tröllslegi þjóðverski ábóti sat þannig að hann hafði stólinn á milli fótanna og rétti þær út eins langt og hann náði. S.tóllinn sneri öfugt og hann lá fram á olnboga á stólbakinu og reykti i ákafa úr lítilli pípu, sem var einkennilega stutt og brún að lit og las í stórri bók með rauðum spjöldum. "Það ert þú,” sagði hann, og aðeins gægðist lítið eitt upp fyrir spjöldin á bókinni. “Góðan daginn! Hvað vantar þig?” Biturleikinn í rómnum og yglisvipur alls þess sem í herberginu var að sjá, svo sem bóka og dúka, og litla pípan, sem hann hélt milli tannanna, — alt þetta hræddi mig. Mér hepnaðist samt að skýra frá hvers vegna eg hefði komið, og bað um bókina Gondillac. “Condillac!” sagði hann; “þú vilt lesa Condillac,” svaraði hann og brosti. “Hvílík þó hugmynd. Er það mögulegt að þú viljir ekki heldur reykja með mér eina pipu? Taktu þarna niður fyrir þig fallegu pípuna, sem hangir á veggnum fyrir handan, og kveiktu í henni. Þú mátt trúa þvi, að það er betra en allar bækur Condillacs í heimi.” h?g afsakaði mig með bendingu en roðnaði um leið. “Þú vilt það ekki. Rétt eins og þú' vilt, Condillac þinn er þarna hátt uppi á þriðju hillunni til vinstri. Þú mátt taka hann. Eg lána þér hann með ánægju. Umfram alt skemdu hana ekki; því ef þú gerir það, þá sker eg af þér eyrun.” Eg náði í Condillac á þriðju hillu til vinstri, og gerði mig líklegan til að fara út; en ábótinn stöðvaði mig: “Svo þú lest heimspeki?” sagði hann og leit í augu mér. Trúir þú þvi öllu af tilviljun, þessum til- búnu sögum, minn kæri ? Skáldsögur! Og þeir vildu gera mig að kennara í heimspeki. Kenna mér hvað? “Ekkert, það sem er einskis virði. Hvílíkur ólánsmaður eg er! Hvílík óhamingja! Menn verða að sæta ýmsum kjörum að vinna fyrir sér. Þú veizt eitthvað um það sjálfur. Er það ekki svo? Ó, þú þarft ekki að roðna. Eg veit hvað þér líður illa og hvað strákarnir eru óþægir og gera þér alt svo erfitt.” Hann þagnaði um nokkur augnablik. Hann virt- ist hafa unnið sig upp í vonsku og hristi pípuna ofsa- lega á nöglinni á vísifingri. Eg hlustaði þegjandi á þetta stórmenni aumkvast yfir mig, og viknaði sjálfur. Eg bar bókina, Condillac, fyrir til að hylja tár, sem augun fyltust af. Eftir litla stund hélt hann áframi: “Meðal annara orða. Eg gleymdi að spyrja að því. Elskarðu Guð? Það verðurðu að gera, drengur minn og treysta honum og biðja án afláts. Annars kemst þú aldrei út úr vandræðunum Við öllum okkar vandræðum í lífinu þekki eg aðeins þrjú meðöl: Aö vbtna; aö biÖja til GuÖs og að reykja krítarpípu, stutta eins og þessa. Mundu þetta sem eg segi þér: Heimspekin hjálpar þér ekki; hún er einskis virði. Eg hefi farið í gegnum þá myllu. Þér er óhætt að trúa mér.” “Eg trúi þér, herra ábóti,” sagði eg. “Farðu nú,” sagði hann; “þú þreytir mig. Þegar þig vantar, þá komdu til min, þó eg sé ekki við, máttu taka þær. Lykillinn er altaf við dyrnar og heim- spekisbækurnar eru altaf á þriðju hyllu til vinstri handar. Ekki eitt orð frá þér. Farðu vel!” Á sama augnabliki þagnaði hann og lét mig fara, án þess að líta við mér. Frá þeim degi hafði eg allar þær bækur í heim- speki, sem eg vildi. Eg fór til hans og inn, hvort sem hann var við eða ekki, eins og eg væri heima hjá mér. Oft þegar eg komi var ábótinn í kenslustofu sinni og herbergið var autt. Upp til ársloka töluðum við ekki saman svo mikið sem tuttugu orð. Þrátt fyrir það var eitthvað sem gaf til kynna að við værum vinir, — miklir vinir. En nú nálgaðist fríið, Kvöldið fyrir síðasta kensludaginn voru púltin borin út, og litlu töflurnar, sem drengirnir höfðu krotað á: “Einum degi færra.” Garðarnir voru fullir af plönkum. Nú var öll vinna búin. Nú var öll stjórn upphafin. Ekkert var eftir nema hatrið á litla undirkennaranum, aðstoðaranum, : það sama til endaloka vertíðar, hatrið og»hinir óend- anlegu skrípaleikir gerðir að honum. Svo kom stór dagurinn. Það mátti ekki seinna vera. Eg hafði liðið meira en nóg. Nú var verðlaununum útdeilt í mínum garði, — garði miðlungsmanna. Eg sé garðinn enn í huganum, með sínum margbreyttu litum. Framan við var breið- ur pallur fyrir yfirmenn skólans, sem sátu í flauels- ruggustólum. Þýzki ábótinn var á pallinum með hinum og sýndist mjög rólegur. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði til hliðar og hlustaði á raddir drengjanna; en hann virtist annars hugar, og virtist fylgja blaðsiðum í bók sinni, og vera að lesa og reykja imyndaða pípu. Neðan við pallinn var söngliðið með áhöld sín, svo sem trumbur, fíólin og fleira. Hinar þrjár deildir skólans á bekkjunum, kennararnir utan með, fyrir aftan foreldrar og fjölmenni mikið, og i miðjum þessurn fjölda siðagæslumaðurinn, M. Viot, með lykl- ana á sleikifingri, sargandi, urgandi, skríkjandi, marr- andi, svo heyrðist alstaðar, til hægri, vinstri, alstaðar á sama tima. Nú byrjuðu viÖhafnarsiðir, í hitanum. Engin gola komst inn i tjaldið. Alt var blóðrautt: andlit, tjöld, skraut, dúkar og ruggustólar. Þrjár voru ræÖur fluttar, sem mikið var klappað fyrir; en eg hlustaði ekki á þær. | Þegar srðasta nafn siðasta bekkjar í síðustu deild , skólans hafði verið kallað upp, þá byrjaði sönglistin I sigrihrósandi og hver og einn fór .þangað sem honum sýndist. Kennararnir fóru niður af pallinum; dreng- ' irnir stukku upp á bekkina til foreldra sinna. Menn föðmuðust og kystust og alstaðar heyrðist hrópað: “Hérna, hérna eruirt við!” Hreyfingarlaus á bak við trén stóð Litill og horfði á fallegu dömurnar fara hjá, svo ósköp smár, feiminn, í fornum ræflum. Dreng- irnir stukku upp stigana nálega í einu stökki hvern, þeim leið svo vel. Þeir voru að fara í allar áttir heim svo lukkulegir! Ef eg hefði mátt fara líka, hvílíkur fogXiuður! VI. Nú var háskólinn tómur. Allir voru farnir. Frá einunt' enda til annars í svefnklefunum fylktu rotturnar sér. Nú réðu þær öllu. Blekbytturnar þornuðu upp. Meðal trjánna i görðunum héldu smáfuglarnir sér veizlu, þeir höfðu boðið öllum af sinni tegund úr bænutn. Þeir gerðu svo mikinn hávaða allan liðlangan daginn, að rnaður fékk loku fyrir eyrun. 1 herbergi sínu hlustaði Lítill á þá þar sem; hann var að vinna. Fólkið fæddi hánn þarna á staðnum i gustukaskyni um friið. Hann reyndi að færa sér það i nyt með því að lesa verk heimsiækinga meðal forn-Grikkja. Og Lítill hugsaði setn svo: “Þú verður að vinna, Daníel Eyssette; þú átt að endurreisa arinn afa þinna.” Lítill vann þar til stafirnir dönsuðu fyrir augum hans, svo hvarf bókin, svo borðið svo her- bergið. Til þess að losast við þetta mók, reis Lítill á fætur, tók nokkur skref, komst að dyrunum, riðaði og féll til jarðar eins og líflaus, yfirkominn af svefni. Nú dreymdi Litinn einkennilegan draum. Honum virtist bankað og kallað með skýrum rómi: “Daníel, Daniel!” Hanft þekti þessa rödd. Það var sama röddin, sem fyrrum hafði kallað: “Jack, þú ert asni!” Svo var barið ennþá fastara og hrópað: “Daníel Dantel minn! Það er pabbi, opnaðu fljótt!” Ó, þú hræðilega martröð. Lítill vildi fara og opna. Hann reis á olnboga, en höfuðið var of þungt, — hann féll niður meðvitundarlaus. Þegar Lítill raknaði við, varð hann alveg hisSa að vera í herbergi mjallhvítu, meðal hvítra voða með gluggatjöldum, skrautlegum, sem slóu skugga alt um kring. Ljósið var mjög viðfeldið og hljótt var í her- berginu. Litill vissi ekki hvar hann var; en honum fanst sér líða vel. Tjöldin opnuðust og faðir hans kom í áttina til hans, brosandi, — en með tár í augum. Lítill hélt sig væri að dreyma. “Ert það þú, pabbi? Er það virkilega þú?” “Já, Daniel minn, já, drengurinn minn, það er eg” “Hvar er eg þá?” “Þú ert á sjúkrahúsinu og ert búinn að vera þar átta daga. Nú er þér að batna; en þú hefir verið mjög veikur.” “En þú, pabbi, hvernig ert þú hér? Komdu og faðmaðu mig! Ó, bíddu. Eg sé þig en mér finst mig vera að dreyma altaf.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.