Lögberg - 04.05.1939, Síða 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 4. MAT, 1939
5
EATONIA
2-PANT SUITS
$25 00
Sparkling new weaves, new colors,
new rnodels in the Summer of Spring
1939—featuring that fine fit, thor-
oughness of tailoring and fabric ex-
eeilence that have made EATONIAS
the favorites of thousands of Can-
ada’s best dressed men! All wool
worsteds, rugged tweeds, navy blue
and grey serges.
Budget Plan Available
Men’s Clothing Secticn,
The Hargrave Shops for Men, Main Floor
T. EATON C?,
LIMITED
ekki einu sinni áfengur drykk-
kg&ja fyrir ríkisþingið, sem
frunmvarp til laga um uppfræðslu
unglinga í skólum ríkisins.
Nefndin lagði svo fram álit sitt
a tilteknum tíma, og mentamála-
^eild ríkisins lýsti því yfir að
skjaliís væri vísindalega ábyggi-
iegt og mjög lærdómsríkt. 1
skjali þessu er gerð nákvæm vís-
indaleg grein fyrir efnasambönd-
um þeim san fyrirfinnast í á-
fengum drykkjum, og áhrifun-
um sem þeir hafa á hina ýmsu
líkamshluta, undir mismunandi
krinumstæðum. Nefndarálit þetta
kont svo fyrir ríkisþingið á síð-
astliðnum vetri. Eftir miklar
umræður var ákveðið að vísa
frumvarpinu frá. Eitt stórblað-
ið þar suðurfrá hrópaði með sínu
feitasta letri: “Nærri þúsund
dollara virði af prentuðum skjöl-
um kastað í eldinn.’’ Hvers-
vegna féll löggjöfum ríkisins svo
illa nefndarálit þetta, sem gert
liafði verið að frumvarpi til
lagai' Vegna þess að niðurstaða
skýrslunnar var þessi: “Það er
vísindalega staðfest að hægt sé
að drekka áfenga drykki sér að
skaðlausu, ef hófs er gætt.
Þeir, sem mæltu á móti því, að
frumvarp þetta væri gert að lög-
um um kenslu barna, báru engar
ðrigður á að hér væri um vís-
indalegar niðurstöður að ræða.
Þó eru aðrir vísindamenn, jafn-
snjallir þeim, semi frumvarpið
sömdu, á öðru máli, eins og síð-
ar er komið fram. Jafnvel lækn-
um og vísindamönnum ber ekki
æfinlega saman. En andstæð-
ingar frumvarpsins á þingi ótt-
uðust að slíkar niðurstöður, birt-
ar í nafni og með innsigli vís-
Ljúffengt skozkt
Visky
Blandað og látið í flöskur
í Canada undir beinu
eftirliti eigendanna
ADAIR & COMPANY
GLASGOW
hjá
Goodeilham & Wlorts, Limited
•
25 oz. Flaskan $2.40
40 oz. Flaskan $3.75
Að viðbœttum söluskatti
ef nokkur er
thíai® a(lvertlsement ls not inserted by
Oovernment Llquor Control Com-
slhfS V1' The Commls»lon Is not respon-
* for statements made as to quallty
OI Pfoducts advertlsed.
indanna, væru blátt áfram hættu-
legar vegna þess að þær yrðu
misskildar af óþroskuðum ungl-
ingurn. Aðal andstæðingur
frumvarpsins á þingi þessu lét
svo um mælt: “Það kann að vera
vísindaleg staðreynd að hóf-
drykkja áfengis sé ekki skaðleg,
en eg vil ekki láta kenna tíu ára
gömlurn syni mínmn það.”
Eg hefi fjölyrt um frumvarp
þetta, vegna þess, að vér erum
hér að fjalla um kjarna þessa
máls, sem vér beruiim öll svo
mjög fyrir brjósti. Mér virðist
að framsögumaður andstæðinga
frumvarpsinsi hafi haft mikið til
síns máls. Það er vissulega
varasamt að kenna ungling það
í nafni vísindanna að það sé
alveg óhætt að drekka áfengi
hóflega. í þessu máli; ef til vill
öllum öðrum málum frennur er
svo vandratað meðalhófið. Sumt
fólk er þannig gjört að það get-
ur ekki drukkið í hófi. Einn
sopinn býður öðrum heim þang-
að til menn missa alt vald yfir
sjálfum sér, gleyma manndómi
sínuitn og guðlegri köllun til lífs-
ins.
Ennfremur eru margir meðal
vínsalanna og bjórstofustjóranna
í orði kveðnu talmenn hóf-
drykkjunnar. Þeir auglýsa mjög
kænlega. Þeir hengja hóf-
drykkjuauglýsingar á veggi búða
sinna og i bjórstofurnar. Fljótt)
á litið kemur þetta fyrir sem
hógvær siðferðisprédikun. í
insta eðli sínu er það aðeins slæ-
leg viðski fta-auglýsing. Vínsal-
arnir nota sálfræðilega aðferð
til að taka vopnin úr höndum
veikgeðja vesalinga sem eru að
berjast við sinn innra mann.
Þarna, sjá þeir sama boðskapinn
og þann sem til þeirra kom úr
herbúðum vísindanna á skóla-
bekkjuum uppeldisfræðinganna,
og í fordæmi og orðaræðu sumra
lærisveina kirkjunnar. “Af á-
vöxtunum skuluð þér þekkja
þá,” segir Kristur. Hverjir eru
þá ávextirnir af prédikunum og
dæmi postula hófdrykkjunnar?
Hvar fyrirfinnast þeir? Farið i
hegningarhúsin og þér sjáið þá
þar. Farið á vitfirringahælin, og
þér sjáið þá þar. Farið á fá-
tækraheimilin, munaðarleysingja-
stofnanir allskonar, á gamal-
mennahælin og þér munið finna
fjölda af fórnarlömbum hóf-
drykkjunnar þar, Hófdrykkj-
unnarf Já, og aftur já! Að
vísu eru ekki allir ávextir hóf-
drykkjunnar á þessum stöðum.
Margir eru nógu siðferðislega
sterkir til að vera hófsomdar-
menn í vínnautn alla æfi. En
hinir eru miklu fleiri, sem byrja
með hófdrykkju, en enda með
ofdrykkju, annæðu og ótímabær-
um dauða. Eitt af allra svaka-
iegustu sárum mannkynsins staf-
ar einmitt af áfengisbölinu — ai:
því að þeir sem œtluðu scr að
vcrða liófdrykkjumenn urðu of-
drykkjumenn. Þetta er því nið-
urstaða hugleiðinga vorra: Þó
það kunni að vera talið óvísinda-
legt, og harla gaimaldags, ber oss
heilög skylda til þess, vegna
sjálfra vor, og þeirra, sem oss
er trúað fyrir til uppeldis og
umsjónar að kenna þeim með
orðum og dœmi að halda sig frá
nautn áfengra drykkja.
Þessi niðurstaða er ekki að-
eins sprottin upp úr reynslu og
athugun á gangi þessara mála
með samtíð vorri, heldur er hún
ávöxtur af anda hinnar kristnu
trúar, og í samræmi við kenning
postulans um kristilega sjálfs-
afneitun. “Það er rétt að eta
hvorki kjöt né drekka vín, né
gjöra neitt sem bróðir þinn
steytir sig á.” Vér skiljum þessa
áminning aðeins í hinni sögulegu
umgjörð sem hún stendur í.
Postulinn er hér að tala um hið
nýja frelsi, seml kristnum mönn-
um er gefið. Þeir eru ekki leng-
ur þrælar lögmálsins, af þvi
Kristur hefir leyst þá undan því.
Sumir skilja þetta ekki enn til
fulls, eru harla blendnir i trúnni,
og vilja halda sig við hin fornu
ákvæði um mat og drykk. Hver
skyldi þá afstaða hinna, sem
sterkari voru og skilningsbetri ?
Var notkun hins nýfengna frels-
is einhverjum til ásteytingar? Ef
svo var, bar mönnuim skylda til
að neita sér um þá tegund frels-
is, sem hneykslinu olli. Jesús
lagði lífið í sölurnar fyrir sam-
ferðamenn sína til þess að frelsa
þá. Eiga þá ekki lærisveinar
hans að hafa siðferðilegt þor og
fúsleik hjartans til að neita sér
um neyzlu kjöts og víns, ef með
því móti er hægt að tryggja vel-
ferð einhvers hinna veikari
bræðra, og vinna þá til fylgis við
meistarann mikla? Afstaða post-
ulans er hógvær, öfgalaus, há-
göfug og kristileg. Hann veit
að ekkert er í sjálfu sér óhreint,
ur. Sjálfur getur hann borðað
með góðri samvizku það sent á
borð var liorið; sjálfur gat hann
einnig drukkið hóflega. En það
var ekki öllum gefið. En hann
er þess albúinn, ef nokkur
hneykslast á því sam' hann borð-
ar eða drekkur, að afsala sér
þeirn tegundum niatar og drykkja
sem hneykslaninni veldur. Þetta
er andi Krists að verki í hjarta
mannsins. Sá andi er enn starf-
andi vor á meðal. Hver sá, sent
lætur leiðast af anda Krists get-
ur ekki farið villur vega í þeim
málum sem áhræra bindindi eða
vínnautn, né nokkrum öðrum
máluim er varða tímanlega heill
mannsins og eilífa sáluhjálp.
s sir 1 couUln't <>» 1
“”S<1 * *
,„o(. MJ„trip9,oto«n. lor ducc,
fi,c. sldtnes8' * #n
“"mc Once » "’0"' cai, Mother «na
, ,hc telephone »»<> « i8 rfonc
o« i’&ssr