Lögberg - 18.05.1939, Page 8

Lögberg - 18.05.1939, Page 8
Það er betra 16 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 í 2-glasa flösku Ur ýmsum heimum Þórbergur Þórðarson: DRAUMUR HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR í Kotvogi í Höfnu'tni hefir verið útræði frá ómunatíS. Það- an var sjósókn mikil öll bú- skaparár Katlanna þriggja, Ketils elzta, Ketils sonar hans og Ketils Ketilssonar yngsta, er þar bjuggu hver fram af öðrum. Eftir dauða Ketils yngsta hélt ekkja hans, Hildur Jónsdóttir, út báti þaðan. Árið 1928 lét hún smiða inni i Reykjavík op- inn vélbát, svo nefndan trillubát, er hafa skyldi til róðra í Kot- vogi. Hét sá bátur Ketill. Hjá Hildi hafði í mörg ár verið ráðsmaður, Björn að nafni Lár- usson frá Keldulandi á Skaga- strönd, Fjögur síðustu ár sín i Kotvogi hafði hann þar að auki verið formaður á útvegi Hildar og stýrt vélbátnum Katli. Eina nótt haustið 1931 vill það til, að mig dreymir, að eg sé komin suðuf í Hafnir. Kann- ast eg að vonum þar vel við alla staðhætti frá æskuárunum, því að eg hafði verið á sumrin í Kot- vogi hjá Katli yngsta móður- bróður mínum, frá því að eg var sjö ára og þar til eg var kom- in nokkuð yfir fermingu. Þykir mér í draumnum, að eg standa hjá kirkjustaðnum Kirkjuvogi og horfa þaðan niður að Kotvogi, sem er niður á sjávarbakkanum, svo sem tveggja mínútna leið niður frá Kirkjuvogi. Sé eg þá, að þar er orðin nokkur breyting á útsýni frá því sem áður var því að nú liggur opið haf yfir Kotvogi og alla leið upp að Kirkjuvogi, þar sem' eg stend, og gengur sjórinn í þung- um þykkum og löngum öldum upp á ströndina við fætur mér. Mér þykir þetta í meira lagi kynleg breyting, og horfði eg um stund undrandi út á hafið. Sé eg þá fjórar smáþústir fljótandi á sjónum, sem svaraði skamt fyrir utan Kotvog. Líktust þær helzt tilsýndar ofurlitum stein- um. Þústir þessar þokast, hægt og hægt nær landi, og sé eg þá, að þetta eru engir steinar, heldur fjórir menn. Var einna likast seml þeir stæðu í sjónum, þannig, að efri hluti líkamans' var altaf upp úr. Lyftust þeir upp á hvern öldugarðinn á fætur öðr- um, er ýttu þeim nær og nær ströndinni og kirkjustaðnum. Þá sé eg, að á brjóstum þessará manna, hvers um sig er svartur kross með hvítu letri. Get eg ljóslega greint þar nöfn þeirra allra, en undir nöfnunum er letraður mánaðardagur og orðið “árið”, en sjálft ártalið, sem mér þykir einnig vera merkt á kross- ana, er hulið einhverskonar glýju eða móðu, svo að eg fæ með engu móti lesið það. Þessir menn eru allir naktir, og eru líkamir þeirra allir útþandir og uppblásnir og miklir fyrirferðar. Þykist eg vita, að það stafi af því, að þeir hafa hver sinn leg- stein í eftirdragi, og sé eg, að þeir eru f jötraðir um þá eða við þá með járnhlekkjum. Þrjá þessara manna þekki eg ekki en þegar þeir eru komnir í nám- unda við flæðarmálið, sé eg, að sá, sem er fremstur þeirra er Björn Lárusson ráðsmaður i Kotvigi. Þar með endaði draum- urinn. Þegar eg vaknaði um morgun- inn hafði eg gleymt nöfnunum og mánaðardeginum, sem letruð voru á krossana. En að öllu öðru leyti umndi eg drauminn býsna greinilega. Þykist eg þeg- ar viss um, að hann boði bátstapa i Kotvogi og að þar muni farast Björn Lárusson við þriðja mann. Eg sagði móður minni, Vigdísi Ketilsdóttur, undir eins draum- inn. Varð henni þá að orði: “Eg vona, að þú látir engan heyra þennan draum, svo að hann Sréttist ekki suður í Hafn- ir.” Þó sagði eg hann rétt á eftir Vilhjálmi Ketilssyni móð- urbróður mínum, en bað hann að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann. Fleirum sagði eg drauminn ekki, vegna þess að eg var sannfærð um, að hann væri ekki markleysa, heldur myndi hann rætast og það á næstu vertíð. Á vertíðinni var vélbáturinn Ketill gerður út frá Kotvogi Hringdi eg þá vertíð oft til kunningjafólks míns suður í Höfnum og grenslaðist eftir aflaföngum; þar syðra og líðan sjómanna. En vertíðin leið, án þess að nokkuð sögulegt bæri til tíðinda. Um vorið segir móðir mín við mig, að ekki hafi nú mikið verið að marka drauminn, því að, sem betur fari, hafi eng- inn mannskaði orðið þessa ver- tíð í Kotvogi. Næstu vertíð, á árinu 1933, er sami vélbáturinn gerður út í Kotvogi, og er Björn Lárusson formaður sem undanfarna vetur. Talaði eg þá sem fyr öðru hvoru suður og inti eftir líðan fólks- ins i Höfnum, því að draumur- inn var mér ennþá í fersku minni, og ennþá var mér það mjög rikt í huga, að hann ætti eftir að koma fram. Þá er það að morgni hins 22. marz, að faðir minn, Ólafur Ásbjarnar- son hringir heim til mín neðan úr bæ og spyr mig, hvort eg hafi frétt úr Höfnunum. Eg svara: “Nei. Hann hefir þó ekki farist hann Björn í Kot- vogi ?” “Af hverju heldurðu það?” spyr faðir minn. “Hefirðu frétt nokkuð?” Eg kvast ekkert hafa frétt, en sagðist altaf hafa búist við því af draumi, sem mig hafi dreymt að hann Björn myndi farast þá og þegar. Þá sagði faðir minn, að Björn hafi róið í fyrri nótt og sé enn ókominn að, hans hafi verið leitað, en ekkert til hans spurst. Aðfaranótt hins 21. marz höfðu bátar róið úr Höfnum og þar á meðal Ketill í Kotvogi. Var þá veður sæmilegt, en fór þó versnandi með austanvindi og dálitlum éljagangi. Komu þeir allir að um daginn nema Ketill. Var Ægir sendur til að leita hans að kvöldi hins 21. eða dag- inn eftir, en fann ekkert nema lóðarbelgi sem menn töldu að vera merkta Katli. Til Ketils spurðist aldrei síðan. Fórust með honum fjórir menn, allir á bezta aldri. Þeir voru Björn Lárusson formaður, 31 árs, Ólafur Lárusson bróðir hans, 29 ára, Páll Jónsson úr Höfnum, 33 ára og Karl Kristjánsson af Skagaströnd, 28 ára. Saga þessi er færð í letur 10. marz 1936 eftir frásögn Hall- dóru og draumurinn borinn undir móðir 'hennar og Vilhjálm Ket- ilsson, er bæði votta hann sagðan hér nákvæmlega eins og Hall- við komum inn í stofuna, því að á borðinu var nú aðeins annar stjakinn, en hinn sást hvergi, hvemig sem við aðgættum. Þór- dísi fanst þetta svo kynlegt, að hún fölnaði upp. Við gengum svo frarn í svefnherbergið, sem var milli eldhússins og stofunn- ar. Eftir á að giska fimm mín- útur fer eg aftur inn í stofuna til þess að líta enn eftir stjak- anum, því að mér fanst þetta svo undarlegt, að eg trúði varla okkar eigin augtun. Þegar eg kem inn í stofuna, stendur stjakinn á borðinu, þar sem hann var vanur að standa, og var hann þá allur drifinn þéttri og afarfínni dögg, eins og títt er um málm, sem borinn er úr kulda inn í hita. Þetta, fanst mér svo andstætt öllu eðlilegu, að eg tók að athuga hinn 9tjakann, hvort hann væri þá ekki lika dögg- votur. En á honumi fanst hvorki né sást nein væta. Eg er alveg viss um, að hér gat enginn venjulegur menskur máttur verið að verki, þvi að eins og áður segir, þá varð að fara gegnum eldhúsið og síðan svefnherbergið til þess að kom- ast inn í stofuna, en við vorum í eldhúsinu, þegar hringt var eftir stjakanum og eftir það ým- ist í eldhúsinu eða svefnher- berginu. (Skrásett 9. febrúar 1935 eftir stúlkunni, sem var hjá Þórdísi, Margréti Jóhannesdóttur hjúkr- unarkonu á Landspítalanum, og síðan lesið upp fyrir Þórdísi 19. febrúar 1936, og kvað hún rétt frá sagt. Af eigin reynd veit eg það um Margréti, að hún er skynsöm stúlka og að allra dómi sannorð og ráðvönd). —Fálkinn 7. apríl. ZICZAG 5 Orvals pappír í úrvals bók C s 2 Tegundir SVÖRT KAPA dóra hafði sagt þeim, þá þegar eftir að hana hafði dreymt drauminn. Halldóra er skýn- söm kona og merk til orða og verka og oft svo berdreymin, að til afbrigða hefir talist. + KFRTASTJAKINN Veturinn 1924 til 1925 var eg til heimilis hjá Þórdísi J. Carl- quist ljósmóður á Laugavegi 20. íbúðin, sem við bjuggum í, var stofa, svefnherbergi og eldhús. Eini inngangurinn í íbúðina var gegnum eldhúsið. Inn af því var svefmherbergið og þar inn af stofan. 1 nóvembermánuði 1924 bar það til að Jörgen J. Hansen framkvæmdarstjóri á Laufásvegi 6r misti piltbarn á fyrsta ári. Hét hann Axel Vilhelm eftir manni Þórdísar. Þá var það eitt kvöld milli klukkan átta og hálfníu, að Jörgen eða kona hans hringja til Þórdísar og bið- ur hana að ljá sér kertastjaka til þess að láta kerti loga á við húskveðjuna, sem halda skyldi yfir barninu. Þórdís segir það sjálfsagt 0g biður mig að skreppa með stjakann til Jörgens þá um kvöldið. Stjakinn var altaf lát- inn standa á litlu borði í stof- unni ásamt öðrum kertastjaka, og voru þeir aldrei hreyfðir þaðan, nema þegar borðið var gert hreint. Þetta voru koparstjakar. Rétt á eftir að hringt hafði verið til Þórdísar upp á stjak- ann, fórum við báðar inn í stof- una tií þess að sækja hann. En okkur brá dálítið í brún, þegar Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga papplr, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BitSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA "Egyptien’’ úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmiSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover Islenzkir byggingameistarar velja Ten/Test í allar sínar byggingar ÞESSI INSULATING BOARIJ SKARA FRAM ÚR AÐ GÆÐUM . . . SELD OG NOTUÐ UM ALLAN HEIM — Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða eða endurnýjunar fullnægir TEN/TEST svo mörgum kröfum, að til stórra hags- muna verður.. Notagildi þess og verð er ávalt eins og vera ber.Og vegna þess að það kemur í stað annara efna, er ávalt um auka-sparnað að ræða. TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating board. Það veitir vörn fyrir ofhita eða kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem1 viðrar. Þess auð- meðförnu plötur tryggja skjótan árang- ur og lækkað innsetningarverð. í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrif- stofum, f jölmennisíbúðum, kirkjum, skólum, bókasöfnum, útvarpsstöðvum, samkomusölulmi og hótelum, tryggir TEN/TEST lífstíðarþægindi, útilokun • hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingarlistar. Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viðurkenda viðskiftamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri, persónulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/ TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. Hlýjar Skreytir Endurnýjar ínsulating Wall Board Lækkar Kostnað Við Hitun INTERNATfÖNÁL FIBRE BOARP LIMITED, OTTAWA Western ‘Distributors: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.