Lögberg - 13.07.1939, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLf, 1939
-----------Högberg-----------------------
GefiS út hvern fimtudag af
THE COIiUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LöGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÖNSSON
Verð $3.00 um árið — Rorgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia'Press, Uimited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
RÆÐA
flutt í Fyrstu lútersku kirkju í Winipeg
3. júli 1939
Eftir THOIt THORS, Alþingismonn
Góðir íslendingar:
Það hljóta að verða mín fyrstu orð, er
mér nú gefst tækifæri til að ávarpa ykkur, að
láta í Ijósi mína innilegu ánægju yfir því að
eiga þess kost að dveljá iheðal ykkar, hrifningu
mína yfir þvi sem eg þegar hefi séð og heyrt
hér á Vestur-íslandi og tilhlökkun þess sem í
vændum er. Eg tel hlýða að skýra með örfáum
orðum aðdraganda að komu minni hingað í
bygðir ykkar Vestur-íslendinga. Það varð hlut-
skifti mitt að eiga sæti í nefnd þeirri heima á
íslands, sem fjallar um og hefir ráðið megin-
dráttum okkar litlu sýningar í hinni stórkost-
legu heimssýningu í New York. Það var talið
eðlilegt og æskilegt, að þar sem formenska sýn-
ingarráðsins hafði fallið í mínar hendur, þá
skyldi eg fara vestur um haf og vera viðstaddur
hátíðahöld okkar íslendinga í New York á ís-
landsdaginn, sem við höfðum valið okkur 17.
júní. Þetta erindi samrýmdist einnig vel erind-
um mínum á sviði markaðsleitar í Vesturheimi
fyrir íslenzkar sjávarafurðir. Þegar þessi för
mín hafði verið ráðgerð var það, að Jónas
Jónsson, alþingismaður, sem á síðastliðnu ári
heimsótti ykkur og síðan hefir unnið af mikilli
alúð og hugkvæmni að auknum tengslum milli
íslendinga beggja megin hafsins, bar fram til-
lögu í utanríkismálanefnd Alþingis, þess efnis
að mér skyldi falið að ferðast um nokkrar
helztu bygðir íslendinga og flytja þar erindi.
Ríkisstjórnin situr jafnan fundi utanríkismála-
nefndar og tjáði hún sig meðmælta þessari til-
lögu og var hún síðan samþykt í einu hljóði, en
í utanríkismálanefnd eiga sæti 7 alþingismenn
úr öllum lýðræðisflokkum Alþingis. Eg tel
óþarft að geta þess hversu ljúft mér var að
verða við þessum tilmælum. Eg er því hingað
kominn til þess fyrst og fremst að færa ykkur
hinar kærustu kveðjur og árnaðaróskir Alþingis
íslendinga og Ríkisstjórnar, og þar með vina
og bræðralags kveðjur íslenzku þjóðarinnar. Eg
hefi það veglega hlutverk með höndum að
flytja ykkar útvörðum og boðberum íslenzks
ætternis, menningar og manndóms í hinni
miklu fjarlægu heimsálfu, óminn og kveðjurnar
að heiman frá fögrum fósturjarðar ströndum,
kveðjurnar frá Fjallkonunni ungu til allra
hennar barna; þeirra, sem heim til hennar
seinna vitja og hinna, sem hún aldrei fær að
sjá.
Sem formaður sýningarráðsins er eg þó
hingað kominn fyrst og fremst til að þakka
ykkur fyrir ágæta og ötula liðveizlu ykkar með
ráðum og í dáð, að því að koma sýningu okþar
upp oð gera hana sómasamlega úr garði. Það
var mikil dirfska af okkur heima, að hugsa til
þess að skipa okkur á bekk með stórþjóðum
heimsins á þessum geysilega vettvangi alþjóð-
legrar tækni, skarts og íburðar. En hátt ber
að stefna og við heima erum þess nú alráðnir
að leita til hins ítrasta aukinna tengsla og smii-
vinnu við Vesturheim. Við vildum því ekki
láta þetta tækifæri ganga úr greipum okkar,
enda fanst okkur rétt að fyrsta þátttaka okkar
sem sjálfstæðrar þjóðar í alheimssýningu
skyldi fram fara í Vesturheimi. Veldur þar um
margt, en þó einkum þrent. í fyrsta lagi hinar
fornu sögulegu minningar, sem tengja ísland
að eilífu við hinn “nýja heim. Minningarnar um
Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar og landnám
Þorfinns Karlsefnis hér vestra. Minningarnar
um hina fornu og síungu íslenzku útþrá — um
djörfung, karlmensku og víkingslund forfeðr-
anna — um framaþrána, sem sigraði og Ieiddi
til frægðar, þvi að svo var oftsinnis vikinganna
saga. Þessar minnihgar voru okkur hjart-
fólgnar og dýrmætar, en alheimi lítt kunnar og
jafnvel véfengdar og hæddar, jafnframt þvi sem
ein frændþjóð vor reynir stöðugt að ræna þeim
frá okkur. Við vildum vekja athygli heimsins
á þessum okkar afrekanna arfi og leiða sann-
gildi þeirra órjúfanlega í ljós fyrir augliti allra
þjóða og knýja viðurkenning þeirra inn í vit-
und fólksns. Eg veit nú að með þátttöku okkar
í sýningunni hefir mjög mikið áunnist í þessu
efni. Hér má því vitna í nýort kvæði Guð-
mundar skálds Friðjónssonar og segja:
“1 launkofum varð Leifs hin merka sögn.
Um langan tíma fenti i hetju sporin.
En loksins eftir þúsund ára þögn
um þjóðmæring — er frægð hans endurborin.”
f öðru lagi var það hið nýja landnám fs-
lendinga í Vesturheimi — landnáin ykkar, sem
nú heyrið inál mitt. Þetta var okkur rík hvöt
til þess að leggja út á hina djörfu hraut og að
hinu leytinu vorum við þess fullvissir að vera
ykkar hér vestra færði okkur hjálp og úrræði
fram úr hinum mikla vanda. Svo hefir einnig
orðið í reyndinni.
í þriðja lagi viljum við neyta allra ráða og
nota hvert færi til að ná auknum viðskiftum
við Vesturheim. Reynsla stríðsáranna, þegar
samgöngur við Evrópu torvelduðust svo geysi-
lega og jafnvel féllu alveg niður, færði okkur
heim sanninn um hið óþrjótandi gnægta og
forðabúr, Ameríku. Og reynsla síðustu ára á
sviði viðskifta og afurðasölu, reynsla ianflutn-
ingshafta, óhagkvæmra verzlunarsamninga og
þrjótandi markaða, hefir sannað okkur nauðsyn
1 þess að svipast um i aðrar áttir og leita nýrra
landa. Eg tel nú líklegt að þáttaka okkar í sýn-
ingunni færi okkur nýja sigra á þessum svið-
um — ef þessum málum er fylgt fast eítir, og
það skal gjört.
Þegar eg færi ykkur þakkir fyrir aðstoð
ykkar í sýningarmálinu vil eg sérstaklega minn-
ast þess höfðingsskapar, sem þið sýnduð okkur
með því að ljá okkur veglegt og vandað líkneski
Leifs Eiríkssonar til túlkunar hinnar stoltu
. staðreyndar að fslendingur fann Ameríku. Eg
veit að margir lögðu þar sinn skerf og eg vil
þakka hvérjum einum. Eg nafngreini engan
einstakan en færi ykkur öllum hugheilar þakkir
sýningarráðsins og allra góðra íslendinga, því
að þeim var öllum hugðarefni að vel vandaðist
þessi hin fyrsta ganga.
Þegar maður hittir gamlan vin, sem lengi
hefir verið fjarvistum, þá finst manni það svo
óendanlega margt sem inaður vill rifja upp og
ræða um, að erfitt verður að finna upphaf eða
endir. Líkt er nú farið fyrir mér. Þótt eg sé
hér í fyrsta sinn meðal ykkar, þá finst mér þó
að eg sé í hópi fornra vina og eg veit ekki á
hverju eg á að byrja eða á hverju að enda í
viðræðum mínum við ykkur. Eg er þó ekki
koininn hingað til að flytja ykkur neina fræði-
lega fyrirlestra um íslenzkar fornhókmentir,
sögu þjóðarinnar gegnum aldanna raðir eða
liðna baráttu. Eg kom til að þakka ykkur. Eg
kom til að færa ykkur kveðjurnar að heiman
I— og eg er kominn til að ræða við ykkur um
nútíðina, um störf okkar og strit heima, at-
vinnulíf og afkomu þjóðarinnar, um lífið á
íslandi í dag — og í New York er nú svo mikið
talað um The Woulds of Tomorrow — og þess-
vegna langar mig að skygnast ofurlítið inn í
framtiðarheima fslands.
En fyrst við eg minnast nokkuð á sam-
bandið og sambúðina milli íslendinga vestan
hafs og austan, ykkar sem alið hafið aldur
ykkar í fjarlægum löndum, og okkar, sem
heima erum. Eg get ekki varist þeirri hugsun
að sambúðin hefir ekki verið eins mikil og
vakandi sem æskilegt er. Sinnuleysið og jafn-
vel ræktarleysið, hefir mjög einkent þessa sam-
búð af hendi okkar sem heima húum. Við
höfum heima í þessum efnum sem í ýmsum
öðrum, verið seinir til og aðgerðalitlir. En
þetta er nú stórum að breytast. Það er að
koma í ljós aukinn skilningur á þessu sviði -—■
ný vakning, og það er margt sem nú stuðlar
og hefir stuðlað að því. Bókmentir ykkar eru
mikill og vaxadi tengiliður. Allflestir fslend-
ingar þekkja og kunna hin snjöllu ljóð skáld-
jöfursins'Stefáns G. Stefánssonar, hlöðin ykkar
og tímarit fá vaxandi lesendafjölda heima og
bókmentasafn ykkar Vestan um haf, sem Menn-
ingarsjóður fslands gaf út 1930, en þeir Einar
H. Kvaran og Guðmundur Finnbogason höfðu
valið, hefir víða farið og fært okkur aukinn
skilning. Komur ykkar ýmsra heim til gamla
landsins hafa einnig opnað hugi okkar og
hjörtu. Svo var um komu Stefáns G. á sínum
tíma, um komu Guttorms J. Guttormssonar í
fyrra og svo er ætíð um komur þeirra Ásmund-
ar Jóhannssonar, Árna Eggertssonar og Jóns
Bíldfells, sem aðallega koma á fundi okkar
sameiginlega óskabarns — Eimskipafélags ís-
lands. Sama er um heimferðir Dr. Rögnvaldar
péturssonar, Guðmundar Grímssonar dómara,
og allra góðra íslendinga, sem okkur sækja
heim. Við viljum altaf óska heilla og heiðurs
hverjum landa, sem lieilsar afiur vorri fóstur-
jörð. Því var okkur allra kærkomnust hin
mikla heimför ykkar hátíðarárið 1930. Þá átti
margur fslendingur kost þess að hitta horfinn
frænda og vin handan yfir haf og það varð þeim
aðalhátíð ársins. Við viljum fleiri slíkar kom-
ur, við viljum fleiri sendiherra ykkar á öllum
sviðum ykkar þjóðlífs og starfa.
Eitt atriði langar mig að minnast á. Það
var útvarpið héðan heim til okkar 1. des. — á
20 ára afmæli fullveldisins. Eg vil fullvissa
ykkur uin það að þann dag vorum við heima
í hátíðaskapi og hvert fallegt orð fósturjörðinni
til handa okkiy kærkomið, hvaðan sem það
kom, en ekkert snerti eins hjörtu okkar eins og
kveðjurnar ykkar sem við gátum látið hljóma
um heimili okkar, smá og stór, heima í skraut-
legum híbýlum höfuðstaðarins og uppi í gamla
bænum langt upp til heiða, út með öllum
ströndum og inn í hverja sveit barst hið hlýja
og fagra mál ykkar. Raddir
ykkar urðu þá hið mikla tákn,
sem guðinn hafði dregið, sveifl-
að og fesfc með sólar afli sálu
fylt og guða-máli. Það var svo
dásamlegt að upplifa ykkur i
nærveru okkar — að heyra ís-
lenzku máli varpað yfir hafið —
þetta varð okkur hinn mikli við-
burður dagsins og ógleymanleg
endurminning. Getum við ekki
oftar talast við á þennan hátt?
Gætum við ekki gert það a. m. k.
einu sinni á ári, 1. des., eða á
einhverjum öðrum hátíðisdegi?
Þessir og þvílíkir atburðir
stuðla stórlega að því að tengja
bræðraböndin og fyrir þetta alt
er hugurinn heima mjög að
breytast — þjóðin finnur nú bet-
ur en áður að hún á bræður og
frændur úti í hinum stóra heimi
og við erum stoltir af þeirri
frændsemi. Ættarmetnaður og
frændræknin eru íslendingsins
einkenni. Frændræknin er e. t. v.
ekki mjög áberandi hversdags-
lega, en hún segir til sín hvenær
sem til hennar er kallað. En
ættarmetnaður hefir alla tíð ver-
ið hverjum sönnum íslending í
blóð borinn, enda eru íslendinga-
sögurnar fullar af slíkum frá-
sögnum. Hér Vestanheims er
vert að rifja upp frásögn Eiríks
sögu rauða um metnað Þor-
bjarnar bónda Vífilssonar að
Laugarbrekku á Snæfellsnesi.
Þorbjörn var göfugmenni mikið,
bóndi góður og hafði rausnar-
ráð. Guðrún hét dóttir hans,
hún var kvenna vænst og inn
inesti skörungur í öllu athæfi
sínu. En er lausafé Þorbjarnar
tók að vera heldur á förum, vildi
biðja Guðríðar Einar Þorgeirs-
son, auðigur maður að fé og vel
mannaður, en leysingjasonur.
Taldi hann Þorbirni vel hentar
þessar tengdir fyrir fjárkosta
sakir, því að Einar skorti hvorki
land né lausafé. En er Þorbjörn
heyrði bónorð þetta af vörum
Orms vinar síns og fóstra Guð-
ríðar varð honuin að orði: “Eigi
varð mig slíkra orða af þér, at
ek mynda gipta þrælssyni dóttur
mína, ok þat finnið þér nú, at
fé mitt þverr, er slík ráð gefið
mér, ok eigi skal hún með þér
vera lengur er þér þótti hún svá
lítils gjaforðs verð.” En at vári
hafði Þorbjörn vinaboð og kom
þar margt manna, og var hin
besta veizla. Og að veizlunni
krafði Þorbjörn sér hljóðs. og
mælti: “Hér hefi ek búit langa
ævi, ok hefi ek reynt góðvilja
manna við mik ok ástúð; kalla
eg vel farit hafa vár skipti. En
nú tekur hagur minn at óhægj-
ast fyrir lausafjár sakar, en hér
til hefir kallat verit heldur virð-
íngarráð. Nú vil ek fyrr búinu
bregða en sæmdinni týna. Ætla
ek fyrr af landi fara en ætt mína
svíyirða, ok vitja heita Eiríks ens
rauða, vinar míns, er hann hafði
þá er vit skildum á Breiðafirði.
Ætla ek nú at fara til Græn-
lands í sumar ef svá fer sem ek
vilda.” Fór Þorbjörn síðan til
Grænlands og Guðríður með hon-
um. Var hún síðar gefin Þor-
finni Karlsefni og dvaldi með
honum á Vínlandi. Ó1 hún þar
sveininn Snorra, og er Guðríður
því móðir fyrsta hvíta barnsins,
sem fæddist í Vesturheimi. Sag-
an sýnir okkur því glögglega að
ættarmetnaður hins islenzka
bónda varð orsök vesturfarar
Guðríðar og þar með að móðerni
hins fyrsta hvíta barns í Vestur-
heimi. Þau Guðríður og Karls-
efni fóru síðar heiin til fslands
og er margt manna frá þeim
koinið og góður ættbogi. Má
vera að margir áheyrenda minna
eigi þangað sett sína að rekja.
Ættarmetnaður okkar íslend-
inga lýsir sér sem þjóðarmetn-
aður okkar á erlendum vettvangi
og þann metnað viljum við öll
vernda og viðhalda. Eg gat þess
áðan að hugur okkar heima væri
nú að opnast fyrir auknu sam-
bandi við ykkur, frændurna
vestan hafs. Ein sönnun þess
er að nú hefir verið ákveðið, í
fyrsta sinn, að halda sérstakan
Þegar þér sendið
peninga í burtu
Gerum vér allar ráðstafanir til að senda pen-
inga yðar heim hvar þér eruð staddir, eða til
hvaða staðar sem er í Canada og Bandaríkjum.
Þetta kostar lítið og þér getið reitt vður á að
peningarnir komast til hins rétta hluaðeiganda.
•
THE ROYAL BANK
____,__Eignir yfir
hátíðisdag á íslandi þann 2. júli
og siðan, árlega fyrsta sunnudag
í júlí, til heiðurs ykkur Vestur-
fslendingum. Að þessu hafa
unnið menn af öllum stjórnmála-
flokkum, ekki sízt þeir, sem
hafa átt þess kost að dveljast
meðal ykkar. En meðal for-
göngumannanna má nefna Jónas
Jónsson, alþingismann, Valtý
Stefánsson, ritstjóra og Stein-
grím Arason, skólastjóra. Há-
tíðin fór fram á okkar helgasta
stað, Þingvöllum. Biskup lands-
ins flutti guðsþjónustu og eg veit
að þennan dag hafa landar ykk-
ar heima sameinast um að senda
ykkur hlýjar kveðjur og fagrar
hugsanir yfir höfin.
Það má margt gera til að
auka sambandið yfir höfin. Eitt
af því fyrsta er að þið sækið
okkur fleiri heim og við munum
fleiri vestur koma.
Þegar þið hafið hugsað heim
til íslands og fylgst með okkar
máluin og mönnuin, veit eg að
eitt af því fyrsta sem þið hafið
veitt athygli er ósamlyndið,
klofningurinn og stjórnmálaerj-
urnar. Og okkur finst eðlilegt
og mjög skiljanlegt að svo fari,
þvi að okkur hefir sjálfum á
stunduin fundist ol' langt vera
gengið. Einkum sjáum við
þetta ljóslega er við dveljum
langvistum erlendis og hugsum
heim úr fjarska. Þá getum við
glögglega skilið hugmyndir
ýmsra erlendra og ókunnra
manna, er halda að þessar 120,-
000 sálir i hinu ,erfiða landi
fjarst í eilifðar útsæ hljóti að
lifa í sátt og samlyndi. En bar-
áttan er eðli íslendingsins, hvar
sem hann fer, og eg veit að þið
Vestur-íslendingar eruð að því
leytinu einnig eins og við. En
fæð okkar veldur því, að við
verðum að berjast í návígi og
víkingslund og ofurkapp veldur
þar oft harðari atlögum en æski-
legt væri og oft er lengra seilst
og dýpra höggið en hófi gegnir.
En nú virðist vera að rofa til á
þessu sviði og grimd baráttunn-
ar fara rénandi. Það er okkur
öllum Ijóst að þegar mest ríður
á — þegar bíður þjóðarsómi —
þá verðum við að standa þétt
sainan og—þá á ísland eina sál.
Eg veit a/5 þið viljið að við
stöndum saman og vilduð biðja
okkur að gera það. Eg veit að
alt það gleður ykkur sem ís-
landi er til heilla. Þessvegna er
mér mikil ánægjá að skýra ykk-
ur frá nokkrum málum, þar sem
við allir höfum staðið saman.
Eg mintist áðan á sýningar-
málið. Alþingi vur einhuga uin
að leggja fram fé til sýningar-
innar, í framkvæmdarnefnd
hennar völdust menn úr þrem
aðalflokkunum og hafa þeir
starfað saman með ágætum
árangri. 1 sýningarráðinu hafa
starfað 15 menn, þar á meðal
suinir helztu stjórnmálamenn
okkar og þótt þá greini stórlega
á um stjórnmálin, hafa allir þar
unnið sem einn maður, án alls
ágreinings með það sjónarmið
eitt fyrir augum að leitast við
að gjöra sýninguna svo úr garði
að landinu verði til sóma.
Á öðru miklu stærra sviðif— á
sviði utanríkismála —■ höfum við
einnig skilið að okkur bar að
forðast flokkaríg og innanlands-
OFCANADA
$800,000,000_____________
erjur. Utanríkismálin eru hin
örlagaþrungnustu og viðkvæm-
ustu mál. Sjálfstæði þjóðarinn-
ar og afkoma veltur mjög á
þeim, enda er verzlun okkar og
afurðasala á síðustu tímum mjög
háð milliríkjasamningum. Fyrir
nokkrum árum var lögfest að
kjósa í sameinuðu Alþingi 7
manna nefnd til að fjalla um öll
utanríkismál í samráði við ríkis-
stjórnina. Nefndin sem eingöngu
er skipuð Alþingismönnum,
starfar á milli þinga og hefir
hina raunverulegu stjórn utan-
ríkismálanna. f fyrstu vildi
gleymast nauðsyn samheldninn-
ar og utanrikismálin soguðust
inn í iðu flokkadeilanna. En
nú er þessi barnasjúkdómur
læknaður, og einlæg, ábyrgðar-
full og markviss samvinna kom-
in á. Nefndin er vel á verði
gegn aðsteðjandi hættum. Allir
nefndarmenn og ríkisstjórnin
stóðu sem einn maður að því á
síðastliðnum vetri að neita einu
mesta herveldi heimsins um að-
stöðu til flugferða til íslands.
Vegna hins ófriðvænlega útlits í
Evrópu, var þetta af okkar hendi
óhjákvæmleg synjun, en óþægi-
leg og óljúf var hún hinu mikla
stórveldi. öðrum þjóðum þótti
þetta djarfmannlegt svar hins
litla varnarlausa ríkis. Utan-
ríkismálanefnd er einnig mjög
umhugað að greiða með samn-
ingum fyrir auknum viðskittum
íslendinga sem víðast um heim.
Er nú til athugunar á hvern hátt
er unt að greiða fyrir afurðasölu
okkar hér í Vesturheimi —• en
hér verðum við að nema ný lönd
á sviði viðskiftanna.
Þá höfum við og borið gæfu
til að standa saman um sjálft
sjálfstæðismál þjóðarinnar. Sjálf-
stæðismál okkar er auðvitað ofið
saman úr ýmsum efnum, en
venjulega teljum við það tákna
samband okkar við Dani. Eg
vil því víkja nokkuð að því máli.
Með sambandslögum frá 1918
viðurkendu Danir loks eftir
langa haráttu íslendinga að ís-
land væri frjálst og fullvalda
ríki. Sambandslögin fólu í sér
samning milli tveggja sjálfstæðra
ríkja, Danmerkur og íslands, um
meðferð ýmsra mála. Lögunum
var í öndverðu alment fagnað
af landsmönnum. Það voru þó
einkum tvær greinar þeirra, sem
saéttu talsverðri gagnrýni og
vöktu nokkurn ugg í hugum
margra. Það voru ákvæðin um
jafnrétti Dana á íslandi og um
meðferð Dana á utanríkismálum
fslendinga. Það þótti uggvæn-
legt að leyfa 30 sinnum fjöl-
mennarí þjóð ábúðarrétt á land-
inu. En þessi ótti reyndist ó-
þarfur, því að Danir hafa mjög
lítið notfært sér hann, en hins-
vegar hafa margir íslendingar
notfært sér þann rétt sem á móti
kom, til búsetu í Danmörku. En
vissulega geta slík réttindi til
handa jafn fjölmennri þjóð verið
mjög varhugaverð. Um hitt á-
kvæðið um ineðferð Dana á utan-
ríkismálum okkar er þess fyrst
að gæta að við vorum, árið 1918,
öldungis óundirbúin þess að
fara sjálfir með þau mál um
víða veröld og skorti einnig fjár-
hagslega getu til þess. Það er
einnig ljúft að viðurkenna að
Danir hafa yfirleitt gert sér far