Lögberg - 13.07.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLí, 1939
7
Þekkingarneistar
íslenzkað af
Jakobínu J. Stefánsson
(Framh.)
LíFEÐLISFRÆÐI
Eru vitsmunir komnir undir
taugakrafti? Að þeirri niður-
stöðu virðist lækning á stúlku
einni á stofnun fyrir taugaveikl-
aða á Englandi benda til.
Stúlka þessi hafði verið frá
uphafi sinna vega, heldur ein-
föld og daufgerð. Svo misti hún
heilsuna, fékk tauga- og hjarta-
bilun, varð við það bæði minnis-
laus og sinnulaus. Þá var henni
komið á áðurnefnda læknastofn-
un; þar var hún í heilt ár, og
fékk lækning á taugabilun þeirri,
er hún þjáðist af.
Þegar hún var heilbrigð orð-
inn, iþá —• eins og þar er vana-
lega gert til reynslu við þá af
sjúklingunum, sem búnir eru að
fá heilsuna aftur — var sett
próf á vitsinuni hennar. Þá
sýndi hún mikið meiri skilning
og greind en vinnustúlkur vana-
lega gera. Þetta vakti eftirtekt,
svo hún var látin ganga undir
þyngra próf. Það fór á sömu
leið; hún stóðst, það, og fórst á-
gætlega. Við enn nákvæmari
rannsókn komu í ljós hjá henni
framúrskarandi góðar gáfur.
Sögðu læknarnir engan er þar
hefði verið, hafa sýnt jafnmikla
hæfileika. Fólk, sem þar hafði
verið prófað, fékk vanalega 130
mörk; þeir, sem þar höfðu áður
gert bezt 150 mörk, en hún fékk
176 mörk. Þetta vakti þá undr-
un læknanna, því fremur sem
þeir voru búnir að fá vitneskju
um, að upprunalega hefði stúlka
þessi aldrei greind þótt, — að
þeir vilja konia henni til menta,
segja ótækt að hún fái ekki
stöðu, sem sé, í samræmi við þá
miklu hæfileika, sem hún nú
hefir öðlast. Fjármálahliðin er
örðugust, því stúlkan — eins og
flestar vinnustúlkur eru — er
bláfátæk.
-f ♦ ♦
DULVÍSINDI
Stjörnufræði er afarforn vis-
indagrein, sem mjög hefir verið
notuð til að þekkja og lýsa
lyndiseinkunnum manna, og þó
einkum til að spá fyrir um örlög
þeirra; af þeirri ástæðu, að upp-
lag og hæfileikar einstaklingsins
teljst að fara nálcvæmlega eftir
því á hvaða stundu hann eða
hún sé í þennan heim borið, og
forlögin einnig, eftir því undir
hvaða stjörnumerki einstakling-
urinn sé fæddur.
En með tímanum hafa ná-
kvæmari rannsóknir manna í
þeim efnum sýnt og sannað, að
það eru í raun og veru viss
grundvallarlög, en ekki sjálfar
stjörnurnar, sem með réttu geta
komið til greina í þessu efni.
Það er ekki nema hjátúrarfult
fólk sem bæði trúir því sjálft
og kemur öðrum til að trúa, að
stjörnurnar séu valdar að lynd-
iseinkunnum og gerðum manna.
Þó þær hafi nokkur áhrif, þá
eru ráðandi öflin í lífi hvers og
eins ekki frá þeim.
Þessvegna ættu þeir, sem við
stjörnuspádóma (um óorðna
hluti) fást, að kynna sér undir-
stöðuatriði þessarar afarfornu
vísindagreinar.
Sannleikurinn er sá, að þessi
fræði eiga nokkuð skylt við vis-
indi, en eru þó ekki, að grund-
vallaratriðum til, nógu reglu-
bundin eða Ijós og skiljanleg, til
að geta kallast vísindalegs efnis.
En þó er ekki þetta hið erfið-
asta í þessu sambandi, heldur
hitt, að skilningurinn, sem á að
fást, til spádóma, fyrir stjörnu-
fræðilegar athuganir hálfupp-
lýstra manna eða stúdenta, get-
ur orðið eins rangur, þegar á að
fara að gefa ályktanir þar af,
einum manni eða öðrum, að lítið
verður ábyggilegra en staðhæf-
ingar eftir getgátum einum.
Þegar á að gefa æfisjá (segja
einhverjum forlög hans fyrir) þá
þarf þar til afarþunga útreikn-
inga, ekki siður en mikla vinnu,
eftir margra ára undanfarnar
lærdómsiðkanir; þar við bætist,
að sá, sem það tekst á hendur,
þarf að hafa eðlisávísun eða
andlega hæfileika til innsjónar,
sem helzt nálgast spádóms- eða
skygnisgáfu, til að geta fullkom-
lega skilið eðlisfar einstaklings-
ins, til að geta dregið réttar á-
lyktanir af hinum þunga út-
rekningi, sem lagður er til
grundvallar í æfisjánni og komið
því svo í rétt sambönd.
Við þetta verða oftast vfir-
sjónir, svo heila verkið verður
ónýtt, enda er við því að búast,
þegar þess er gætt, að beztu
stjörnuspámenn hafa haft þá
gáfu að vöggugjöf. Því hversu
sem þeir hefðu setið við bók-
Iestur ár eftir ár, eða þreytt við
útreikninga í sífellu, þá hefði
jafnvel þeim ekki tekist að setja
saman ábyggilega æfisjá eftir
tómum útreikningum.
Það mun óhætt að fullyrða, að
ekki séu nú uppi nema örfáir
menn i Evrópu og Ameríku, sem
geta samið áreiðanlega æfisjá,
sem bæði hafa þær meðfæddu
gáfur og þyngsta stjörnufræðis-
lega þekkingu, sem til þeirra
hluta þarf.
Til þess að leysa af hendi það
verk svo vel sé, þyrfti margar
SPARiÐ 6 TIL 12 CENTS Á
UPPSKERUKOSTNAÐI I ÁR
MEÐ
Ársskýrsla forseta 1939
Á liðnu hausti fékk Selkirk söfnuður til sín séra Jó-
hann Bjarnason, til bráðabirgðar þjónustu. Mun séra Jó-
hann vegna aldurs ekki vera fús til að taka öðruvísi köllun.
Var þetta vel ráðið eins og á stóð. Söfnuðurinn hafði sent
séra Kolbeini Sæmundssyni í Seattle köllun, en fengið
afsvar. Einnig sendi söfnuðurinn séra S. O. Thorlaksson
trúboða köllun á liðum vetri, en hann einnig neitaði. Nú
mun söfnuðurinn hafa framlengt umsamið starfstímabil
séra Jóhanns um eitt ár frá 1. júlí þ. á. Er það kunnugt,
hve dyggur stasfsmaður séra Jóhann er, og mun þetta verða
Selkirk söfnuði til gæfu í að brúa erfitt timabil meðan ekki
fæst yngri prestur til fastrar þjónustu.
Aðrar breytingar hafa ekki orðið á skipun presta.
Prestlaust er frá vorri hálfu á Lundar, Langruth og bygð-
unum norður með Manitobavatni. Einnig í Vatnabygðun-
um í Saskatchewan. Horfir að ýmsu leyti til vandræða' i
sambandi við þessi prestsþjónustumál vor, því utan þessara
svæða er þannig ástatt á fleiri en einum stað að laun eru
svo lítil að ekki er sjáanlegt, að prestur geti til lengdar
haldist við. Er það því að kenna að söfnuðir eru svo fá-
mennir að þeir mega ekki meira nema að fleiri slái saman.
Það aftur reynist oft ókleift vegna þess að hver söfnuður
fyrir sig hefir sinn sérstaka smekk í því að velja kenni-
mann, sem ekki verður frá vikið, eða þá að samvinnu skil-
yrðið er að presturinn sé búsettur á ákveðnum stað. Að
þessu verður ekki gert undir okkar fyrirkomulagi, en það
sem er athugavert alment er að nema að prestar fái sóma-
‘ samleg laun til framfærslu, verður prestsstaðan óaðgengileg
hæfum mönnum. Líka leggur þetta freistingar á leið
prestsins, sem hann þyrfti að vera laus við. —1 Annar liður
i prestsþjónustuvandræðum vorum er sá, að nú eru engir
ungir menn úr voruin hópi að búa sig undir prestsstöðu.
En þó svo vani, er hæpið að þeir sæju sér fært eða mögu-
legt að taka að sér starf meðal íslendinga.
Þá eru starfsmál vor.
Heimatrúboð. Starfið hefir aðallega verið rekið af
forseta samkvæmt ráðstöfun framkvæmdarnefndar. Frá þvi
um kirkjuþing og fram í nóvember starfaði eg á helztu
prestlausu sviðunum (frá vorri hálfu) hér eystra, svo sem
bygðunum austanvert við Manitobavatn frá Lundar og
Norður, vestanvert við sama vatn handan við Narrows og
norður, í Vatnabygðunum i Saskatchewan og hjá Melank-
tonssöfnuði í Upham. Vitanlega náði þetta starf hvergi
nærri til að fullnægja þörfum, en það var vel þegið af þeim
er þess nutu. Yfir veturinn og nú svo að segja fram að
kirkjuþingi, hefi eg starfað vestur við Kyrrahaf hjá söfnuði
mínum í Seattle og víðar. Eg flutti mánaðarlega messur í
Pt. Roberts og Vancouver, nokkrar messur í Blaine meðan
þar var prestslaust og eina messu i Bellingham. Þó öll
þessi pláss væru sameinuð í eina heild sem prestakall, veitti
það laklega framfærslu fyrir einn prest eins og nú er, en
sem stendur skiftist það í þrent. Um þetta er getið hér til
uppfræðslu en ekki til aðlinslu. — Skýrslur féhirðis munu
bera með sér að nokkuð meira hafi komið inn frá söfnuð-
unum á árinu til heimatrúboðs en í fyrra, að um helmingi
minna hafi verið varið til starfs, og skuld sjóðsins færst
niður lítið eitt.
Erlent kristniboð. Trúboðinn séra S. O. Thorlaksson
hefir á árinu heimsótt inarga söfnuði kirkjufélags vors og
flutt hjá þeim trúboðserindi. Frú Thorlaksson hefir einnig
tekið þátt í þessu starfi. Er hann með oss einnig á þessu
þingi og mun flytja hér erindi um málið. Þau gera ráð
fyrir að hverfa aftur til starfsins í Japan á komandi hausti.
Fylgja þeim þakkir og heillaóskir fólks vors. Styrkur vor
vikur við vinnu, ótal vökunæt-
ur, við ljós og olíueyðslu, og
vrði því ekki gert íyrir minna
en frá sjötíu og fimm til hundrað
dollara.
■f -f
Endurgjaldslögmálið h e-f i r
fleiri en eina þýðingu; aðalein-
kenni þess er samt það, að ef
vér breytum illa og ranglega, ef
vér að ósekju völdum öðrum
sorgar eða kvalræðis, verðum
vér sjálfir að líða annað eins, á
þeim tíma sem það hefir mest
áhrif, og verður því lærdómsrikt
og minnisstætt. En samt er
þetta á alt annan hátt en þann,
að það verði heimtað “auga fyr-
ir auga” eða “líf fyrir líf,” því
enginn hefniglrni liggur til
grundvallar, enginn ásetningur
til að orsaka þjáningar.. Eini
tilgangurinn virðist vera sá, að
auka liekkingu vora á röngu og
réttu, svo vér komumst f skiln-
ing um að yíirsjón hafi átt sér
stað; þannig að þroska réttlætis-
meðvitund vora.
mkilu sem vér yrðum til að
svara að öðru leyti.
En hvenær verkanir endur-
gjalds fyrir gott og ilt koma í
ljós, er ekki hægt að segja, en
það er víst, að þegar vér líðum,
verðum vér þess ætíð um leið
fullkomlega meðvitandi að af
þess völdum erum vér að taka
út fyrir gerðir vorar. Það væri
út úr öllu samræmi við það lög-
mál, ef því væri ekki svo varið,
— þvi til þess er það, að betra
hvern og einn, og auka skilnings-
þroska.
By courtesy of the
Rosicrucian Order,
Amarc, San Jose, Cal.
Viðhorfið
(Framh. frá 3. bls.)
lags eða þrenslags, og skortur á
öllum efnum.
Framtíðin er dimm, “yfir
hverju sem hún býr.” Maður
minnist orða Matthiasar:
MASSEY-HARRIS
EINS MANNS REAPER -THRESHER
Sparnaður frá 6 til 12 centum
ó, mælinn á uppskerukostnaði
yðar er hagnaður, sem veru-
lega munar um.
Leiðin til þess að fá þenna
aukahagnað er fðlgin I þvi
að nota við uppskeruna hina
smáu eða stðru Massey-Harris
Combine.
Komið í veg fyrir mikinn
aukakostnað, sem mikill mann
afli við þreskingu hefir I föi
með sér. Fáið Massey-Harris
Reaper-Threshers og gerið
með þvl alt verkið sjálfir.
Sparið vinnu, tlma og há út-
gjöld, sem hinni gömlu aðferð
var samfara. Leitlð fulira
upplýsinga hjá næsta Massey.
Harris umboðsmanni.
mflSSCY- H RRRIS
COMPANY. LIMITED
TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON
REGINA SASKATOON SWIFT CURRENT YORKTON
CALGARY EDMONTON VANCOUVER
En vér álítum með öllu ó-
mögulegt, að vegna endurgjalds-
lögmálsins mundi framþroskun
nokkru sinni verða heft, eins og
sumir halda: að fyrir verkanir
endurgjaldslögmálsins yrði t. d.
mannssál fenginn dýrlíkami til
íbúðar, eða einhver önnur hroða
hegning, sízt betri, — það væri
í algerðu ósamræmi við hin önn-
ur grundvallarlög framþróunar,
sem sýna oss, að sérhvert þýð-
ingarmikið breytingarstig er til
framfara, og oss er engin voða-
leg eða vonlaus afturför ætluð,
hvorki að lenda í dýrslíkama,
eða öðru sizt betra, enda hversu
“Mér fanst sem eg stæði á eyði-ey,
einmana ráðlaus með brotið fley.”
Einnig:
“Og á lífsins eyktamörkum,
er oss gott að síaldra við.”
Það er oss holt að hætta öllum
draumum, og horfast í augu við
það, sem eri fram undan.
Um úrslit sameiningarmálsins
veit eg ekkert, og leiði engum
getum að því.
En inér er spurning: Ef kæmi
til sameiginlegrar starfsemi með
kirkjufélagi voru og öðrum fé-
lagsskap, i hverju inyndum vér
þá missa? c c r
til þessa máls er hverfandi, en þýðing hugsjónarinnar og
starfsins ómetanleg. Kristindómurinn er skertur ef akur-
inn er ekki veröldin.
Útgáfumál. Fleiri nýir kaupendur hafa bæzt “Samein-
ingunni,” á þessu ári en nokkurt nýliðið ár annað. Þó
munu tæpast allir hafa leyst af hedi það, sem þeir tóku að
sér í þvi efni á síðasta kirkjuþingi. Mun því fjárhagurinn
hafa fengið of litla viðreisn. Skýrsla féhirðis l'yrirtækisins
gefur nákvæma upplýsingu í því efni. Er þetta vandamál
hið mesta, sem krefst íturhugsaðrar meðferðar. — Gjörða-
bókin var gefin út eins og áður og víst með svipuðum halla.
— Nýtt upplag af sálmabókinni hefir verið gefið út á árjnu.
Var þetta óhjákvæmilegt, því upplagið fyrra var uppselt.
Krafðist þetta fjárútláta i bili, sem gera halla í reikning-
unum nú. Allmikið hefir þó selzt af bókinni undireins og
öll upphæðin er til útgáfunnar gekk verður endurgreidd að
fullu von bráðar. En þessa þarf að minnast til að líta rétt-
um augum á það, sem reikningarnir skýra frá.
Betcl. Þessu máli er ætíð vel borgið, en elliheimilið
þarf áfram að njóta kærleiksríkrar umhyggju fólks vors og
gjafa. Stjórnarnefndin gefur nákvæma skýrslu yfir starf-
ræksluna og fjárhag.
Ungmcnnastarfið. Nýafstaðið er ungmennaþing að
Mountain í Norður Dakota, rétt á undan þessu þingi. Mun
milliþinganefndin skýra frá því og öðru þessu mikilvæga
ináli viðvíkjandi. Þannig keinur það til þingsins í ljósum
dráttum.
Kristileg uppfræðsla. Sá merki viðburður er að gerast
að Bandalag lúterskra kvenna er að undirbúa námsskeið
fyrir sunnudagaskólakennara og aðra í leigðuin Summer
Camp nálægt Gimli. Verður námsskeiðið haldið í ágúst
mánuði og á að standa í tíu daga. Er þetta ein merkasta
l'ramtakssemi í vorum hópi á sviði kristilegra fræðslumála
í allri sögu vorri. Undirbúningur allur af hálfu Banda-
lagsins er hinn nákvæmasti og kjörin svo rýmileg sem mest
má vera. Þyrfti kirkjuþingið að gera sitt ítrasta til að
styðja að aðsókn og hlynna að málinu yfirleitt.
Mannfélagsmál og kirkjan. Engu sérstöku er að skýra
frá í þetta sinn hvað þetta mál snertir. Á þessu þingi verða
umræður um efnið “Kirkjan og áfengisnautnin” eða hvaða
ráð séu til þess fyrir kirkjuna að draga úr áfengisbölinu.
Það væri mjög þarft og uppbyggilegt ef félög í söfnuðum
vorum gengjust fyrir þvi að koma á umræðum heimafyrir
uni helztu mannfélagsmál í ljósi kristindómsins. Er það
mjög vel metin aðferð til að auka fræðslu og áhuga meðal
almennings í sambandi við velferðamál samtíðarinnar, sem
kirkjan gerir vel að færa sér í nyt. Að kirkjan sinni þess-
um málum færir hana nær mannlífinu og fólkinu, sem á
að jóta starfs hennar.
Útvarp á islenzkum messum. Þreinur stuttum guðs-
þjónustum hefir verið útvarpað þetta liðna ár á virkum
dögum undir umsjón kirkjufélagsins frá CJRC stöðinni í
Winnipeg. Forseti flutti eina þessa útvarpsræðu, þeir séra
Rúnólfur Marteinsson og séra Bjarni Bjarnason hinar.
Kostnaður við útvarp hækkaði á árinu úr $25.00 upp i
$35.00 fyrir hálftíma útvarp. Kostuðu því þrjár guðsþjón-
ustur nú sem næst því er fjórar kostuðu i fyrra. Tillög
fólks hafa haldið áfram svipað og áður og útvarpið notið
mikilla vinsældá. Mun vera í sjóði nú svipað og á þingi í
fyrra. Auk þessa útvarps kirkjufélagsins hefir Fyrsti lút-
erski söfnuður í Winnipeg einnig staðið fyrir vinsælu út-
varpi nokkrum sinnum á sunnudögum. Má því vel við
ua að þetta starf er svo rækt, og verður því haldið áfram
eftir getu.
Lagabreyting. Þetta mál er í höndum nefndar og bíð-
ur þess að hún leggi fyrir þingið álit sitt.
Innganga kirkjufélags vors í stærri heild. Þetta er
gamalt mál, sem ekki hefir verið fjallað um á þingum nú
í nokkur ár. Það hefir koinið til umræðu á ný í fram-
kvæmdanefnd kirkjufélagsins á þessu liðna ári og mun
hún leggja fyrir þingið ákveðna tillögu í þá átt að málinu
verði vísað til safnaða kirkjufélagsins til afgreiðslu á kom-
andi ári. Framkvæmdarnefndin er einhuga í málinu og
mælir með því að kirkjufélagið gangi sem heild inn í hið
virðulega kirkjulega samband, er nefnist “The United
Lutheran Church in America.” Þarf þetta að fá athugula
meðferð á þingum. öll sanngirni mælir með því að þessu
máli sé vísað til safnaðanna sem æðsta úrskurðarvald til-
heyrir í öllum málum. En á þeim hvilir sú skylda að líta á
allar ástæður með sanngirni og viðsýnni dómgreind á grund-
velli allrar fáanlegrar upplýsingar.
Minningarsjóður dr. Björns B. Jónssonar. Á síðasta
kirkjuþingi var þessi sjóður stofnaður til þess að heiðra
minningu þessa látna bróður, sem svo mikinn og góðan
þátt átti i sögu vorri. Tilgangurinn var að frjálsar kær-
leiksgjafir til kristilegra mála vorra mættu vera vottur um
tvent — annarsvegar þakklátar endurminningar og hins
vegar framrás þeirra í göfugri viðleitni. Það vakti fyrir
að þetta yrði ekki skoðað sem kvöð, heldur sem tækifæri.
Smá upphæð hefir safnast eins og skýrsla féhirðis skýrir
frá, en nokkur tilfinning mun vera fyrir því að ekki hafi
nógu vel verið gengið frá þessu á síðasta þingi. Að hepi-
legra hefði verði að ákveða sjóðinn til viss augnamiðs, en
að hann yrði notaður til almennra þarfa. Mætti ráða bót
á þessu nú og halda sjóðnum áfram annað ár, ákveða að
hann Sls.nli vera nokknrs konar varasjóður kirkjufélagsins,
sem heimilt sé að lána úr til ýmsra þarfa kirkjuíélagsins.
Séu lánin endurgreidd vaxtalaust, en sjálfstæði sjóðsins
haldist og nafn. Þessum ákvæðum verði ekki breytt; næstu
fimm ár nenia með samþykt í einu hljóði á þingi. Þar
á eftir einungis með tveim þrðiju greiddra atkvæða. Vil
eg hvetja þingið að íhuga þetta, og failist menn á eitthvað
í þessa átt skal framkvæmdarnefndin leggja fram tillögu
þessu viðvikjandi á þingi. Eg veit að allir vilja fara ineð
þetta þannig að það sé sem virðulegast og mest viðeigandi.
♦ ’♦ ♦
Þessi mál og önnur er þér sjáið ástæðu til að taka á
dagsskrá verða viðfangsefni þingsins. Mikið er undir kom-
ið meðferð þeirra. Hver þingmaður á að eiga hlut að máli,
eftir beztu getu og samvizku. auk þess að þrá og leita guð-
legrar leiðbeiningar við starfið í hvívetna. Þannig getur
mannleg og guðleg samvinna tekist og niðurstöður og fram-
kvæmdir veri, til sannra kristilegra heilla. Ef vér tökum
rétt tillit hver til annars, til málefnisins og þarfa starfsins,
og afklæðurnst öllum sérþótta i trausti til Guðs, getum vér
öruggir vænst þess að árangur verði hinn bezti. b:g fel
ykkur málin, og ykkur sjálfa og meðferð þeirra Guði. í
Jesú nafni. Amen. K. K. ólafsson.