Lögberg - 13.07.1939, Blaðsíða 6
I
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1939
Leyndarmálið í turninum
Eftir ANTHONY HOPE
3lllilllllllllllllilliilllllllll!ll!lllllllllllllll!ttllllllllllllllllllllllllll!ll!llllllllllllli!llllllllllllll!llllllillllll!lil!llll!lliilliliiil!llllll!IIIIIIIHil!ll!llllllilllllS
“Ó, nei! Hann er efnaður, eða jafnvel auð-
ugur, að eg hygg. Hann er því undir umsja
Dr. Irechester. Eg mæti honum þó oft á veg-
inum. í seinni tið er líka æfinlega í fylgd með
honum yngri maður, líklega félagi hans, ritari
eða eitthvað slíkt, heyri eg sagt.”
“Þarna koma tveir menn gangandi,” sagði
Cynthia.
“Já, það eru þeir, gainli maðurinn og vin-
ur hans. Hann er fremur ásjálegur maður.”
“Hvor þeirra?”
“Gamli maðurinn, auðvitað. Eg hefi ekki
veitt skrifaranum neina eftirtekt. — Eg held
þér sé farið að líða ögn betur, Cynthia!” sagði
Mary svo.
“ó, nei, eg held ekki! Eg er hrædd um að
mér líði eiginlega ekkert betur,” svaraði
Cynthia. Á andliti hennar hafði þó lýst sér
ofurlítið glaðlegt gletnisbros, sem hvarf óðara,
þegar eftir því var tekið.
Mennirnir tveir, sem eflaust voru á leið
til Turnhússins, nálguðust óðum. Gamli mað-
urinn náði naumast meðalvexti að hæð; en
hann gekk teinréttur og bar sig mjög herra-
mannslega. Á snjóhvítt, snoðklipt hár hans
sá niður undan gamaldags skygnishúfu. Hann
sveipaði um sig röndóttu sjali og faldi vinstri
hönd sína undir því, en hægri höndin hvíldi i
handarkrika félaga hans, sem var hærri en öld-
ungurinn. Hann var grannvaxinn og slána-
legur í göngulagi, klæddur í þvínær alhvít föt,
sem lítt virtust hentug á þeim tima árs, er hér
var um að hugsa, gerður úr einhverju heima-
unnu efni. Hann var yfirhafnarlaus og her-
höfðaður, en þykt, hrokkið hár (sem ekki varð
dæmt um litinn á í hálfröldírinu) veitti hon-
um alt það höfuðskjól, er nauðsynlegt þurfti.
Hann horfði niður á gamla manninn, sem leit
upp til hans, og voru þeir auðsjáanlega að tala
saman, en í svo lágum hljóðum, að ekkert orð
barst til þeirra Mary og Cynthiu þegar þær
gengu fram hjá þeim. Hvorugur sýndi þess
nokkur merki, að þeir hefði tekið eftir kven-
fólkinu.
“Mr. Saffron sagðir þú að hann væri kall-
aður. Það er fremur einkennilegt nafn; en
gamli maðurinn lítur myndarlega út, eins og
ættarhöfðingi, finst þér það ekki? En hvað
heitir hinn maðurinn?” bætti Cynthia við.
“Eg hefi nú heyrt það; einhver var að tala
um hann hjá Naylors um daginn — einhver,
sem hafði heyrt eitthvað um hann í Frakk-
landi. Hvað nafnið var, man eg ekki. En það
var eitthvað einkennilegt, held eg,” svaraði
Mary.
“Þeir hafa víst báðir einkennileg nöfn og
búa í skrítnu húsi,” mælti Cynthia og gat ekki
stilt sig um að brosa. — “En ætlar þú að vera
úti að ganga fram á nótt?” bætti hún við.
“Æ, auminginn. Eg var alveg búin að
gleyma þér! Þú ert vist orðin þreytt?” sagði
Mary. “Við skulum snúa heim á leið.”
“Þær gengu nú heimleiðis, fram hjá Turn-
húsinu, sem ferðamennirnir tveir höfðu sjálf-
sagt farið inn í, því þeir voru hvergi sjáanlegir.
“Nafnið háa mannsins er að veltast fyrir
fyrir mér,” sagði Mary. “Eg man það þegar
minst varir.”
Cynthia hafði nú aftur lent inn í hrygðar-
drungann en stamaði þó: “Það gerir ekkert
til hvert nafn mannsins er!”
“Hann heitir Beaumaroy,” sagði Mary þá
og þóttist hróðug af að hafa munað það.
“Mig furðar ekkert þó þú gætir ekki munað
slíkt nafn,” mælti Cynthia.
2. KAPÍTULL
Enda,rminningar herforingjans
Á meðal ýmsra ög óefað þarfra athafna,
sem Miss Delia Wall framkvæmdi fyrir Inks-
tonbúa var það, að vera aðal fréttaberi og
þvaðursrófa þorpsins. Fremur stórgerð í and-
liti, dökkbrýnd piparmey um fertugt, með reik-
andi, forvitnislegt, þó ekki óvingjarnlegt augna-
ráð, gekk hún — eða öllu heldur hjólaði — um
héraðíð og tók eftir öllu, sem þar skeði. Ef
grislingur eða hvolpur sá Ijós dagsins, var
henni það kunnugt; gárungarnir gáfu jafnvel
í skyn, að slíkt skeði með hennar samþykki.
Það var því auðvitað, að henni væri vel kunn-
ugt um það, sem fram fór í Turnhúsinu, jafn-
vel þótt einangrunin gerði nákvæma athugun
þess all-óaðgengilega. — Á fréttum sínum var
hún nú að gæða hópi fólks við te-drykkju í
Fornasetri, hinu prýðilega Naylors-húsi, er
stóð í útjaðri Sportsfield-bæjar, á fjarri hlið
heiðarinnar frá Inkston. Fólkið hlustaði á
sögu hennar með athygli, þó ef til vill, að henn-
ar dómi, ekki með þeirri virðing er skyldi.
Hún hafði ánægju af fréttaburði sínum, jafn-
vel þó henni geðjaðist ekki sem bezt að brosi
Mr. Naylors, sem ekki yirtist laust við hæðnis-
blæ. “Hann lítur við manni sem sýnsigrip,”
hafði einhver heyrt hana eitt sinn segja eins
og í kvörtunarróm, en þegar hún nefndi “sýnis-
grip,” þá var auðvitað að hún átti við skor-
kvikindi.
“Allir þekkja Mr. Saffron’gamla — í sjón,
meina ég — og gömlu konuna, sem sér um
húshaldið hjá honuin,” sagði Miss Wall. “Það
hefir aldrei verið neitt athyglisvert við þau.
Eins reglulega og klukkan tifar, tók hann sér
göngutúr á hverjum morgni; og hún keypti
altaf í hverri viku hið saina í búðinni; húshalds-
bók hennar hefir hlotið að sýna hér um bil
upp á cent jafnháan reikning mánaðarlega,
Mrs. Naylor! Það er eg viss uin! Og það var
áreiðanlegá mjög sjaldgæft að Mr. Saffron færi
til London — þó eg vissi til að hann hefði verið
að heiman einu sinni eða tvisvar. . En það var
mjög, mjög sjaldgæft.” Nú þagnaði hún and-
artak og bætti svo við með leikmensku ákafa:
“Fyr en eftir vopnahléð!”
“Vopnahléð hafði margskonar afleiðingar,
Miss Wall, jafnvel hvað mitt eigið starf á-
hrærir,” sagði Mr. Naylor. Þótt hann væri nú
hættur að taka verklegan þátt í starfrækslu
skipa þeirra, er félag hans hafði í förum og
fært hafði honum verulegan gróða, þá hafði
hann þó enn mikinn áhuga fyrir þessu.
Hún horfði tortryggnislega til Mr. Naylors,
þegar hann typti saman fingurgómunum á hin-
um hvítu höndum sínum, hallaði sér áfram til
að hlusta, með bros sitt á vörum og kýmnis-
glampa í augum. En söguefnið hamaðist í
heila hennar, svo hún mátti til að halda áfram
með að skýra frá því.
“Viku eftir vopnahléð fór Mr. Saffron til
London með lestinni kl. 9.50. Og hann tók
sér far á fyrsta plássi, Anna!”
“Gerði hann það, góða?” sagði Mrs. Nay-
lor, blátt áfram og rólega, því sagan liafði ekki
enn vakið hjá henni» neina hugaræsing.
“Hann kom aftur með lestinni kl. 4.11 og
tveir menn með honum. Og þeir hafa verið
þar altaf síðan!”
“Tveir menn, Delia! Eg hefi aðeins orðið
vör við einn mann þar.”
“ó-jú, þeir eru tveir! Hinn maðurinn, sem
nefndur er Hooper flokksforingi, er stuttur og
feitur, með svart yfirvararskegg. Hann kaupir
á hverri viku tvær flöskur af rommi.í Grænu-
búð. Og—bíðið þér við andartak, Mr. Naylor—”
“Eg ætlaði bara að segja, að það virðist
sem þessi Hooper sé, eða hafi verið, hermaður.
Haldið þér það ekki?”
“Kærðu þig ekkert um það, pabbi! Haldið
áfram, Miss Wall, eg hefi svo gaman af sög-
unni.” Þessi hvatning kom frá Gertie Naylor,
laglegri, seytján ára gamaili stúlku, sem gerði
sér drjúgum gott af tevatninu, með brauði og
hunangi, sem á borðum var.
“Og síðan hafa þeir, gamli maðurinn og
Mr. Beaumaroy, farið reglulega til bæjarins á
hverjum miðvikudegi! Jæja þá, hverjir eru þeir
annars, hvernig náði Mr. Saffron í þá, og hvað
eru þeir að gera hér? Það er meira en eg veit,
Anna.”
Þetta var auðsjáanlega of þung gáta fyrir
Deliu til úrlausnar. Og Mr. Naylor virtist ekki
bæta úr skák með því að spyrja, hvort Miss
Waíl hefði altaf vakandi auga á “hörmunga-
dálks” fréttunuin. Mrs. Naylor tók nú aftur til
prjóna sinna og braut upp á nýju umtalsefni.
“En hvað vinkona Dr. Arkroys er yndisleg
stúlka, Dfelia!”
“Vinkona! Anna? Eg vissi það ekki. Mér
hafði altaf skilist, að hún væri sem sjúklingur
hjá Dr. Mary. Hún er að taka Valentines-
kjötvökva. Auðvitað er hann notaður við of-
drykkju, en mér félli illa að halda—”
“Meðal, miklu fremur,” greip Mr. Naylor
þýðlega fram í. Svo stóð hann á fætur og fór
að ganga til og frá um hina löngu stofu sína
og athuga fallegu myndirnar, skinandi postulín-
ið, skrautlegu stólana og alla hina prýðilegu
húsmuni sína. Heimilisfólkið veitti þessu ráfi
hans enga athygli; þetta var siður hans, og á
það var litið sem þegjandi bending um að hann
hefði fengið nóg af samtalinu og sjálfs sín
spaugsyrðum, oft um sjálfan sig sem aðra.
“Eg hefi beðið Dr. Arkroyd að koma hing-
að yfir ineð hana, Miss Walford, ineina eg,
fyrsta daginn sem veður leyfir að hægt sé að
leika tennis,” sagði Mrs. Naylor nú aí'íur.
Það var harðvellis-garður þarna við Forna-
setur, svo að boltaleikurinn var aldrei alveg
lagður niður allan veturinn.
“En það líka nafn!”
“Walford? Það er fallegt nafn, Delia.”
“Nei, nei, Anna! Eg meinti Beaumaroy,
auðvitað,” sagði Miss Wall, til að komast altur
að upphaflega samtalinu.
“Þarna heyrist málrómur Alecs. Hann og
herforinginn eru að koma aftur frá golf-leik
sínum. Hringdu eftir öðrum tepotti, Gertie
mín,” sagði Mrs. Naýlor.
Dyrnar opnuðust og inn kom — ekki Alec,
heldur herforinginn, sem lét hurðina gætilega
aftur á eftir sér; gerði hann það auðsjáanlega
í varúðarskyni, en ekki aðcins vegna kurteis-
legrar framkomu. Svo gekk hann til húsmóð-
urinnar og sagði: “Það er ekki mín skuhl,
Anna. Alec gerði það, þótt eg hristi höfuðið
honum til viðvörunar, að baki förunauts okk-
ar.”
“Hvað eigið þér við, herforingi?” mælti
húsfreyjan. Og Mr. Naylor hætti nú reiki sínu,
eins og til áherzlu spurningar konu sinnar.
Þegar hurðin nú opnast aftur, kallar hús-
móðirin: “Komið þér inn, Mr. Beaumaroy —
teið er hér til reiðu.”
Gesturinn gengur svo inn í stofuna í fylgd
með Alex Naylor kafteini, sem þegar kynnir
hann inóður sinni og skýrir frá því, að Beauma-
roy hafi verið svo vænn að gerast fjórði maður
í boltaleik með herforingjanum, prestinum í
Sportsfield og sér. “Og þeir, presturinn og
hann, voru okkur of erfiðir, var það ekki,
herra?” bætti hann við og leit til herforingjans.
Auk þess að teljast af öllum sem snjall
fyrirliði og ágætur félagi, hafði Alec Naylor
og orð á sér fyrir að vera einn af ásjálegustu
mönnunum í kóngsins þjónustu; hann var sex
fet og þrjá þumlunga á hæð, þráðbeinn í
vexti, hetjulegur á velli, með blá augu og að-
laðandi svip í andliti. Ofurlitla helti frá striðs-
árunum mátti sjá í hreyfingum hans, en sem
vonast var eftir að brátt myndi hverfa. Jafn-
vel hans eigin ættingjar létu í ljós undrun sína
og aðdáun yfir því, hve fullkomna líkamsbygg-
ing hann bæri, sem, að þeirra dómi, skygði á
fegurð annara manna, er með honum voru.
Hjá Mr. Beaumaroy var, að ytri sýn, á
enga fegurð að skyggja, og fyrir Miss Wall var
hann jafn dularfullur sem áður. Þótt nú í ljós-
birtunni væri hægra að gera sér grein fyrir
útliti hans, en þegar Mary Arkroyd mætti hon-
um á heiðinni, var það honum, við nánara tillit,
ef til vill ekki til meðmæla. Hið fremur óreglu-
lega andlitsfall hans var hvórki ófritt né til-
komulítið, þótt á því lýstu sér nokkur reynslu-
merki; út frá munnvikjunum voru djúpar rák-
ir og hrukkur að myndast undir gráu augunum,
sem meiri varkárni eða jafnvel glettnis-glampi,
fremur) en hiti eða ákefð, lýsti sér í. En þegar
hann brosti, varð svipurinn á andliti hans eink-
ar þýður og aðlaðandi, og brosið sérstaklega
ætlað þeim, er hann þá ræddi við; rödd hans
var hrein og mjúk, sem manns af háúm stig-
um — en þó ekki beinlínis eins og mentaðs
Englendings. Málfæri hans bar ekki í sér út-
lendan hreim, að minsta kosti ekki neinnar sér-
stakrar þjóðar, þótt orðalag has og tungutak
virtist bera vott um áhrif annarlegs tungumáls.
Litblærinn á hinu mikla og hrokkna hári hans,
sem þær Mary og Cynthia höfðu ekki getað
greint er þær mættu honum í hálfrökkrinu,
sýndi sig nú að vera hvorki svartur eða rauður,
eða jarpur eða brúnn, eða gullinn, heldur, þó
undarlegt væri, beinlínis gulur, álíka og kúreki.
Hann virtist, þegar á alt var litið, fremur hjá-
kátlegur náungi. Það hafði Alec Naylor fyrst
haft á orði, þegar Sportsfield-klerkurinn benti
á hann sem líklegan fjórða mann við golfleik-
inn, og þessari óhefluðu lýsing varð naumast
með rökum mótmælt. Eins og Alec bar hann
• merki stríðsins; framan af litla fingri hans á
hægri hendi vantaði upp að hnúa.
En eftir alla þessa lýsing mannsins, sem
i einstökum atriðum, ef ekki á annan hátt, gæti
verið verk snjalls söguskálds, þá er þó eftir að
geta þess sem mest var áberandi. Hjá Hector
Beaumaroy lýsti sér aðdáanleg einlægni í fram-
komu og viðmóti. Spurningum svaraði hann
með barnslegri og gagnsærri hreinskilni. Það
hefði verið ómögulegt að hugsa sér hann sekan
um nokkura blekking eða ósannsögli, og bein-
línis ógöfugt að gruna hann um að dylja sann-
leikann í okkru því, sem um var að ræða.
Jafnvel Mr. Naylor gat, eftir þrjátíu og fimm
ára harða reynslu í því hvað sjómenn auðmjúk-
lega taka eið að í áreksturs-málum, ekki
annað en dáðst að einlægni þeirri og hrein-
skilni, er lýsti sér í framkomu Beaumaroys.
“Já, Miss Wall,” sagði hann, “þér hafið
rétt fyrir yður í þvi, að við förum til borgar-
innar á hverjum miðvikudegi. Engin sérstök
ástæða er þó til þess, hvers vegna það ætti endi-
lega að vera á miðvikudegi, en gömlum mönn-
um líður betur — haldið þér ekki? — geti þeir
fylgt föstum og ákveðnum venjum sínum.”
“Eg veit með vissu að yður er kunnugast
um hvað Mr. Saffron er fyrir beztu,” sagði
Delia. “Þið hafið lengi verið kunnugir, er ekki
svo?”
Mr. Naylor færði sig nú nær til að heyra
betur samræðuna. En herforinginn hafði sezt
út í yzta horn stofunnar og sat þar með aug-
sýnilegan ólundar- og reiðisvip á andliti.
“ó, nei, nei,” svaraði Beaumaroy. “Að-
eins nokkrár vikur. En gamla manninum virt-
ist geðjast allvel að mér, þegar við hittumst
fyrst. Það er eins og mér hepnist að gera einmitt
það, sem honum þóknast bezt.”
“Eg vona að vinur yðar sé ekki mjög veik-
ur, ekki hættulega?” Það var Mrs. Naylor, en
ekki Delia, sem hér talaði.
“Heilsa hans er eiginlega ekki mjög slæm,
en” — hann leit til alls fólksins í kringum sig,
eins og til að vekja eftirtekt og skilning þess
á líðan gamla mannsins — “hann fullyrðir að
heilsa sín sé allbágborin, og hann sé nú alt
annar maður en áður.”
“Fjarstæða!” mælti Mr. Naylor brosandi:
“Hann er víst á aldur við mig, er það ekki?”
“Rétt yfir sjötugt, að eg held. En þessi
skoðun hans er óbifanleg.”
“ímyndunarveiki!” hrópaði Delia.
“Ekki að öllu leyti. Eg er hræddur um að
hjartað sé ögn veilt. Dr. Irechester—"
“ó, Mr. Beaumaroy, undir umsjá Dr. Ire-
chesters er öllu óhætt!” ,
Aftur leit Beaumaroy eins og með beiðni
um að misskiljast ekki, til allra er í stoíunni
voru (nema herforingjans, sem of fjarri sat),
og lýsti sér áhyggju- og vandræða-svipur í
andliti hans.
“Hann er mikilhæfur maður auðsjáanlega,
og vinur yðar, auðvitað. En, — svona er það,
— líklega ímyndun ein, — gamla manninum
geðjast ekki að honum, finst hann of nær-
göngull í spurningum sínum. Það er embættis-
skylda læknisins, býst eg við, að —”
“Irechester er ágætur læknir og heilsteypt-
ur maður,” sagði Mr. Naylor. “Og, þegar alls
er gætt, getur maður spurt hvers sem honum
þóknast, sé það gert eins og við á, er ekki svo,
Miss Wall?”
“Sannleikurinn er. að hann hefir aðeins
tvisvar sinnum heimsótt Mr. Saffron — sem
hafði fegið snert af köldu. En framkoma hans
vakti, því miður, fremur óhug — eða ótta—”
f
Gertie Naylor benti nú með hreinskilni
unglingsins, á úrlausn málsins, og sagði: “Ef
yður geðjast ekki að Dr. Irechester—”
“ó, það er ekki eg, sem—”
“Því ekki að kalla Mary?” Gertie sagði
þetta með miklum áhuga. Henni þótti mjög
vænt um Mary, sem, þrátt íyrir aldurs mun.
lærdóm og embættislega hástöðu, hafði látið svo
lítið að bjóða stúlkunni vináttu sína, sem jafn-
ingi væri.
“Hún á við Dr. Mary Arkroyd,” sagði Mrs.
Naylor.
“Já. eg skil það. Mrs. Naylor, eg veit um
Dr. Arkroyd; þekki hana í sjón. En—”
“Þér treystið ef til vill ekki kvenlækni?”
sagði Alec.
“Hér er ekki um það að ræða. Eg hefi
enga hleypidóma í þeim efnum. Ábyrgðin ligg-
ur á mér, en eg veit injög lítið um Dr. Mary;
að skifta uin lækni, getur valdið misskilningi og
verið illa tekið upp fyrir manni.”
“ó, hvað það snertir, þá er Irechester skyn-
samur maður; hann hefir meira að gera en
hann kærir sig um. og meiri peninga lika. Hann
myndi ekki móðgast af dutlungum gamla
mannsins.”
“Jæja. mér hafði aldrei dottið þetta í hug,
en ef þið öll leggið til, að—og einhvern veg-
inn virtist það svo, sem allir, ekki aðeins
Gertie litla, Iegði það til. “Mér þætti þó betra
að kynnast Dr. Arkroyd fyrst.”
“Það er mjög einfalt mál; þér getið hitt
hana hér. Hún kemur oft hingað til boltaleiks
og tedrykkju. Við skulum vissulega gera yður
aðvart, þegar hennar er næst von.”
Beaumaroy þakkaði mjög vingjarnlega til-
löguna og heimboðið. “Hvern eftirmiðdag sem
er, væri mér ánægja í að mega koma hingað,—
nema á miðvikudag. Miðvikudagar hafa á sér
helgiblæ, er það ekki, Miss Wall? Þá er fyrir
okkur, Mr. Saffron o>g mig — með brúnu tösk-
una — sjálfsagt að fara til London.” sagði
Beaumaroy og brosti gletnislega. “Þessi gamla
taska hefir farið víða með mér og innihaldið
ýmsan -skrítinn flutning. Nú fer hún bara
héðan til bæjar og hingað aftur með bækur
frá Mundie. Bækur eru nauðsynlegar þeim,
sem svo injög á einangri dvelja. eins og við!”
Hann hafði staðið upp meðan hann talaði. og
nálgast Mrs. Náylor til að kveðja hana.
Hún rétti honum hönd sína og sagði mjög
alúðlega: “Eg geri ráð fyrir að Mr. Saffron
kæri sig lítt um að heimsækja fólk; en hvenær
sein þér hafið frístund, Mr. Beaumaroy, væri
okkur ánægja að heimsókn yðar.”
Beaumaroy hneigði, sig til þakklætis og
mælti að skilnaði: “Og eg hefi loforð um að
vera gerður Dr. Arkroyd kunnugur áður en
langt uin líður?”
Loforðið var endurtekið og gesturinn hélt
af stað heimleiðis, gangandi, eftir að aíþakka
tilboð Alecs um að “skjótast heim með hann”
í bílnum sínum. “Bílskröltið myndi ef til vill
valda mínum aldna vini ónæðis,” sagði Beau-
maroy sér til afsökunar í að neita boðinu.
Alec gekk út með honum, og þegar hann kom
aftur inn, stóð herforinginn, — sem hepnast
hafði að þurfa aðeins að beygja sig úr fjar-
lægð við kveðju Beaumaroys —■ á teppinu við
arininn, augsýnilega í all-æstu skapi.
Hin löngu liðnu og eftirsjárverðu aldurs-
ár Mjaor-General Punnits, C.B. — sem var fjar-
skyldur frændi, Mrs. Naylors — höfðu meinað
honum, aldurs vegna, þeirra hlunninda að þjóna
landi sínu í stríðinu mikla. Starfsannir hans
höfðu aðallega verið í Indlandi og honum að
mestu leyti að baki, þegar Suður-Afríku stríðið
stóð yfir, þar sem hann þó hinsvegar hafði lagt
til verðmæta þjónustu i einni aðflutningsdeild-
inni.