Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1939
Klettafjöll og
Kyrrahaf
ZIGZAG
5'
Orvals pappír í úrvals bók
5'
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þ u n n i
vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own”
nota. Bi8ji8 um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLA KÁPA
“Egyptien" úrvals, h v í t u r
vindlinga pappir — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafSir í verksmi8ju. Bi8ji8
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson
(Framh.)
I Blaine heimsóttum við
séra Halldór Johnson og konu
hans. Var hann kátur og
ræðinn eins og í gamla daga;
hefir hann sannarlega jekki
lagt niður þann sið að fylgj-
ast með veraldarviðburðunum,
hvort sem þeir gerast fjær eða
nær.
Eg minnist altaf greinar,
sem séra Halldór sendi “Vor-
öld” þegar friðarsamningarnir
svonefndu voru gerðir í Ver-
sölum að loknu stríðinu 1918.
Var þar svo greinilegt og
skilningsríkt álit um þá samn-
inga og svo glöggur spádómur
um það hvað af þeim hlyti
að| leiða, eins og nú er komið
á daginn. Var þetta þá talin
hin mesta heimska af öllu
leiðandi fólki; samningarnir
álitnir sanngirnin sjálf og ekk-
ert við þá að athuga. En nú
er komið annað hljóð í strokk-
inn — bezt að fara ekki lengra
út í þá sálma.
Séra Halldór misti fyrri
konu sína, Ííóru Jónsdóttur,
fyrir nokkrum árum, eftir
stutta sambúð; var hún dugn-
aðar og myndar kona, gáfuð
og bókhneigð mjög. Nú er
Hallc^ór kvæntur aftur; er
seinni kona hans Matthildur
dóttir Þórðar alþingismanns
frá Hattardal, sem var þjóð-
kunnur maður og merkur á
sinni tíð. Er þessi kona til-
komumikil, gáfuð og vel látin.
Þeir Strandarbúar halda
æfinlega fslendingadag á
tveimur stöðum: í Blaine og
Seattle. Er til þess valinn
sunnudagur á báðum slöðun-
um — seinasti sunnudagur í
júlí og fyrsti sunnudagur i
ágúst; er því vika á milli há-
tíðanna. Sunnudagur er val-
inn til þess að sem flestir geti
sótt án þess að tapa vinnu.
Þeir kalla þessar hátíðir 2.
ágúst, hver sem mánaðardag-
urinn er. Nú vildi svo til að
2. ágúst bar upp á 31. júlí í
Blaine; minti það mig á sög-
una um gamla manninn, sem
fullyrti að hann myndi eftir
því að jólin hefði borið upp
á páskadaginn.
I Blaine stóð lútherski söfn-
uðurinn fyrir hátíðinni og
hefir gert það um nokkur
undanfarin ár; en samt er það
almenrl hátíð hjá þeim Blaine
búum, með fullkominni sam-
vinnu allra.
Hátíðin var haldin í Lincoln
skemtigarðinum. Veðrið var
indælt, eins og það var allan
tímann, sem við dvöldum
vestra; heiðskírt loft og blíð-
viðri dag eftir dag. Hátíðin
var ágætlega undirbúin.
Andrew Danielsson var for-
maður nefndar þeirrar, sein
fyrir henni stóð og forseti
dagsins; en séra Valdimar
Eylands hafði séð um skemti-
skrána og gert það, prýðilega;
var það bók prentuð í þrem-
ur litum: svörtum, rauðum
og bláum, með fjórtán mynd-
um. Ellefu myndirnar voru
af fólki, sem þátt tóku í
skemtiskránni; þá var mynd
af íslenzkum fálka, mynd af
íslenzka flagginu í réttum lit-
um og dráttmynd af héruðun-
um umhverfis Blaine. Hafði
séra Eylands útbúið þetta all
og prentað það sjálfur með
svolitlum áhöldum, sem hann
á til þess. Eg vil geta þess
hér að einmitt á íslendinga-
daginn voru þau Eylands-
hjónin að leggja af stað aust-
ur til Winnipeg; hafði hann
þjónað söfnuðinum og þau
tekið mikinn þátt í félagsmál-
um þar vestra í síðastliðin 8
ár. Séra Eylands flutti sköru-
lega ræðu á hátíðinni um leið
og hann kvaddi. Ræðan var
sérstaklega. einkennileg: sum-
staðar lýsti sér klökkvi og
söknuður, sumstaðar dirfska
og óvenju einurð; allstaðar
drenglyndi og hreinskilni. —
Eg þekti séra Eylands ekkert
þá, en mér fanst og sýndist
eins og ský færast yfir ásjónu
manna og yfir alla hátíðina
þegar þau hjónin höfðu kvatt
og óku austur á bifreið sinni
með barnahópinn. Eg skildi
þetta ekki eins vel þá og eg
skil það nú — Eg hefi tals-
vert kynst séra Eylands síðan.
Hátíðin var fjölsótt; þang-
að komu margir frá Van-
couver, frá Point Roberts og
sumir miklu lengra að. Þar
mætti eg fornkunningja mín-
um Lúðvík Laxdal og konu
hans (systur ekkju Árna sál.
F’riðrikssonar). Þau eiga
heima í Portland, Oregon.
Lúðvík var glaður, kátur og
vingjarnlegur eins og hann
átti að sér í gamla daga. —
Þarna var staddur Dr. John
A. Johnson frá Tacoma, glæsi-
legur maður og mikill á velli.
Þótti mér gaman að mæta
honum, því hann er Borgfirð-
ingur, ættaður úr Andakýln-
um; eru þeir systkinasynir
Guðmundur Grímsson dómari
og hann. •— Þá mætti eg þar
Þórði Kr. Kristjánssyni skáldi,
gömlum félaga úr Hagyrðinga-
félaginu sæla. Hann flutti
kvæði á skemtiskránni og
annað kvæði til okkar hjón-
,anna. Kyrrahafsströndin hlýt-
ur að eiga betur við hann en
Manitoba; mér fanst hann
vera svo miklu glaðari og sæl-
legri en hann var hér eystra,
og gladdi það mig stórlega.
Á þessari hátið mætti eg
fornvini mínum Erlendi Gísla-
syni, skáldi frá New West-
minster, en hann var fyrsti
húsbóndi minn hér í landi
fyrir fjörutíu árum síðan.
Kona hans er systir þeirra Dr.
Valtýs Guðmundssonar og frú
Joseph Skaptason. Gleymi eg
því aldrei hversu nærgætin
þau voru á allan hátt. Þau
áttu þá heima á Ross hér í
borginni, eins og margir fleiri
góðir landar. Það eina, sem
eg sé eftir í sambandi við
þessa ferð var það, að geta
ekki heimsótt þau, því að
heimili þeirra hafði eg þó
sannarlega ætlað að koma á.
Hr. Sigurður Helgason
stjórnaði söngnum á hátíðinni
og fórst það myndarlega; er
hann sonur Helga og bróður-
sonur Jónasar, sem báðir voru
tánskáld og allir þekkja; hef-
ir hann erft af þeim gáfuna
og samið mörg falleg lög. Yfir
höfuð var skemtiskráin vönd-
uð og fór fram hið bezta.
I sambandi við þessa ferð
hafði eg verið beðinn að flytja
fyrirlestur á ensku um fsland
og fslendinga í bænurn Bel-
lingham; en sá bær er hér um
hil 30 mílur frá Blaine. Hét
sá bær áður New Whatcome
og rann saman við annan bæ,
er Fair Haven hét; vildi hvor-
ugur bærinn taka upp nafn
hins og komu sér saman 'um
nafnið Bellingham. Þar er
afarmikill og merkur kenn-
araskóli og stunda þar fram-
haldsnám 800 kennarar. Eg
flutti fyrirlesturinn í þessum
skója að morgni dags kl. 11.
Þar var aðeins einn íslenzkur
kennari við framhaldsnám;
var það Miss Grímsson frá
Alberta, gamall nágranni
Stephans G. .Fjöldi manns var
viðstaddur, þar á meðal skóla-
stjórinn, sem Fisher heitir.
Eg talaði hér um bil í klukku-
tíma og var áheyrn og eftir-
tekt hin allra bezta. Þegar
lokið var bauð eg þeim sem
viðstaddir voru, að bera fram
spurningar, ef þeir vildu, og
var það svo fúslega þegið að
spurningum rigndi yfir mig úr
öllum áttum; var fólkið auð-
sæilega áfram um að fræðast
viðvíkjandi íslandi og fslend-
ingum. Reyndi eg að svara
eftir föngum. Að því búnu
var eg beðinn að flytja sama
fyrirlesturinn aftur i skólan-
um síðari hluta sama dags; og
gerði eg það vitanlega. Að-
sóknin var þá ennþá meiri og
spurningarnar ennþá fleiri.
Mér þótti vænt um að fá
þess sönnun að þetta náms-
og mentafólk lét sér ant um
að fræðast um fsland og fs-
lendinga, og sérstaklega gladdi
það mig hversu skynsamlega
það spurði og með hversu
miklum áhuga það beið eftir
svörunum. — Þetta er heljar-
mikil mentastofnun með einu
st.ærsta bókasafni, sem eg hefi
séð. Forstöðumaðurinn sagði
mér að skólinn ætti að miklu
leyti tilveru sína að þakka
Mr. Andrew Danielsson; hann
hefði með frábærum dugnaði
útvegað stofnuninni svo mikið
fjárframlag þegar hann var
þingmaður.
(Framh.)
Til Islendinga
Sámkvæmt bréfi frá for-
sætis- og kirkjumálaráðherra
fslands hefir eg undirritaður
verið skipaður i nefnd til að
endurskoða sálmabók þá, sem
notuð er í kirkjum landsins.
Formaður þeirrar nefndar er
biskupinn yfir fslandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson.
Aðallega munu vera tvær
ástæður fyrir því, að prestur
vestan hafs er skipaður i
nefnd til að gefa út sálmabók
fyrir þjóðkirkju fslands. f
fyrsta lagi vakir það fyrir
kirkjustjórninni, að i hinni
nýju bók séu sálmar eftir
vestur-íslenzk skáld engu síð-
ur en þau, sem heima eiga
eða hafa átt á ættjörðinni. í
öðru lagi vill kirkjustjórnin
gera sálmabókina svo úr garði,
að hún verði nothæf við ís-
lenzkar guðsþjónustur í öðr-
um löndum, og þá fyrst og
fremst í kirkjum íslendinga
í Ameríku. .
Til þess að starf mitt í
nefndinni fái stefnt að þessum
tvöfalda tilgangi, þarfnast eg
stuðnings ,og samvinnu ]iresta,
skálda og alls almennings í
íslendingahygðum. Til nokk-
urra manna mun eg geta náð
bréflega, en eins og gefur að
skilja, veit eg ekki deili á öll-
um þeim körlum og konum,
se mkynnu a& geta veitt lið-
sinni. Vil eg því hér með
hera fram þá ósk mína til
allra lesenda íslenzku blað-
anna, að þeir veiti mér aðstoð
sína, t. d. á þann hátt, sem
hér segir:
1. Að senda mér fagra og
vel orta sálma eða andleg Ijóð
til athugunar, ásamt upplýs-
ingum um höfunda og þá, sem
hafa útgáfuréttinn.
2. Að benda mér á sálma
eða andleg ljóð, er þeir vita
af á prenti.
3. Að gefa mér upplýsingar
um aðra menn, sem kynnu að
geta veitt aðstoð.
4. Segja mér, hvaða sálma
þeir telja fegursta og tilkomu-
inesta í þeim bókum, sem not-
aðar erú við íslenzkar messur
í þeirra heimabygð.
5. Senda mér tillögur eða
bendingar um það, hvernig
hin nýja sálmabók eigi að
vera til þess að fullnægja sér-
staklega þörfum islenzkrar
kirkju i Vesturheimi.
Eg hlýt að taka það fram,
að enginn sálmur verður
prentaður án leyfis þeirra,
sem hafa útgáfuréttinn, né
heldur án þess að öll sálma-
bókarnefndin hafi athugað
hann og dæmt um hann.
Engu verður heldur lofað fyr-
irfram um það, hvort sálmar
eða ljóð, sem mér kunna nð
verða send, verði tekin i
sálmabókina. Hugmynd min
eða annara nefndarmanna
verður vitanlega aldrei sú, að
prenta alt, sem kann að vera
sæmilega ort, heldur að sjá
svo um, að tækifæri gefist til
að velja úr þeim sálmum og
andlegum Ijóðum, sem til
kunna að verá í fórum Vestur-
íslendinga.
Virðingarfylst,
Jakob Jónsson.
prestur í Wynyard.
LETTER TO THE EDITOR
Spanish Fork, Utah
July 10, 1939
Mr. Einar P. Jonsson,
Editor of Logberg,
Winnipeg, Can.
Dear Mr. Jonsson:
We would appreciate very much
if you would print the following
in your Newspaper:—•
“The Icelandic Association of
Spanish Fork, Utah, extend an
invitation to all Icelandic people
and friends to attend the Annual
Icelandic Reunion to be held at
the Arrowhead Resort near Span-
Lsh Fork, Aug. 2, 1939.
“We are especially desirous that
all Icelandic people vacationing
in the United States, visit the
Icelandic Monuprient, which was
dedicated Aug. lst, 1938.
“This Monument commemorates
the first permanent Icelandic set-
tlement in the United States,
which was made by a group of
PioneerS, who came to Spanish
Fork, from Iceland in the year
1885 to 1860.”
The Monument is located on
Hi-way 50 at Spanish Fork, Utah-
Thanking You,
I am,
Very Truly Yours
Mrs. Elmer Bearnson Jarvis,
Vice-Pres. of Icelandic Association
Spanish Fork, Utah.
Ljúffengt skozkt
Visky
Blandað og látið í flöskur
í Canada undir beinu
eftirliti eigendanna
ADAIR & COMPANY
GLASGOW
hjá
Goodeilham & Wbrts, Limited
•
25 oz. Flaskan $2.40
40 oz. Flaskan $3.75
Að viðbcettum söluskatti
ef nokkur er
Thls advertisement is not Jnsertod by the Government Liquor Control Com-
mission. The Commission is not regponfsih)e for statements made as to quality PÍ
products advertised.