Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JúLí, 1939 BEZTA HRESSINGIN ‘jssr 5c iSOood Anytimm v TESSLER BROS. tilkynna MIÐSUMARSÖLU á fötum, semi kosta venjulega $35 til $40 úr innfiuttu efni — fyrir aÖeins $29-50 Gildir frá 1. til 15. Júlí GangiÖ í fötum frá Tessler’s 326 Donald Street Simi 27 951 Cr borg og bygð Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 25. þessa mánaðar. ♦ ♦ We can arrange, at very reasonable rates, the financ- ing of automobiles being pur- chased. Consult us for par- ticulars. J. J. SWANSON & CO. LTD., 308 Avenue Build- ing, Phone 26 821. ♦ ♦ Til borgarinnar komu í fyrri viku sunnan frá Mountain, N. Dak., Mr. og Mrs. V. G. Guð- mundsson, systurnar Kathryn og Sylvia Arason, Lois Ara- son, Margrét Kristjánsson, Kristján Björnsson og Ragnar H. Ragnar söngstjóri. ♦ ♦ Mr. Magnús Eliasson kom vestan frá Vancouver í lok fyrri viku, þar sem hann hefir dvalið undanfarin ár; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Guðmundar Elíassonar við Arnes og fór þangað norður til sumardvalar. Magnús er prýðilega gefinn maður og á- gætlega máli farinn; hefir hann í hyggju að flytja i sum- ar erindi á ýmsum stöðum í Nýja íslandi um British Col- umbia fylki og hag fólks þar vestra. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. ÆTTARTÖLUR fyrir Islendinga semur Gunnar Þorsteinsson P. 0. Box 608 Beykjavík, Ioeland Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á mðti C.P.R. stöðinni) SlMI »1 079 Eina skandinaviska hótclid i borginni RICHAR LINDHOLM, eigandi Jakob F, Bjarnason TRANSFER Annast greiClega um alt, sem aO flutningum lýtur, smáum eða stðrum. Hvergl sanngjarnara verð. Heirftli: 591 SHERBURN ST. Simi 35 909 Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager • PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES Eftirfylgjandi nemendur O. Thorsteinssonar, Gimli, Man., tóku próf við*Toronto Con- servatory of Music: GRADE 6 PIANO First Class Honors— Maria Josephson 82 GRADE 4 PIANO Honors■*— Rija Greenberg 78 GRADE 2 PIANO First Class Honors— Emma Narfason 84 Jón Arason 84 Lillian Albertson 83 Sigurveig Arason 83 GRADE 1 PIANO First Class Honors—' Thelma Johnson 86 GRADE 2 VIOLIN First Class Honors— Gunnlaugur Helgason 81 GRADE 1 VIOLIN Honors— Burbank Kristjanson 77. Messuboð FYRSTA LÚT. KIRKJA Séra Valdimar .1. Eylands prestur Heimili: 776 Victor Street Sími 29 017 Morgunguðsþjónustur og sunnudagaskóli falla niður í júlí og ágúst. I s 1 e n z k a r guðsþjónustur verða fluttar á hverju sunnu- dagskveldi kl. 7 alt sumarið. Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. ♦ ♦ GIMLI PRESTAKALL 23. júlí — Betel, morgun- messa; Árnes, messa kl. 2 e.h.; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e.h.; —séra V. J. Eylands prédikar við messurnar á Betel og Gimli. 30. júli.— Betel, morgun- messa; Víðines, messa kl. 2 e. h.; Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ PRESTAÍALL NORÐUR NYJA ÍSLANDS Áætlaðar messur um næstu sunnudaga: 23. júlí—• Hnausa, kl. 11 árd. Viðir, kl. 8.30 síðd. 30. júlí—* 1 * * * * * 7 Árborg, kl. 11 árd. (ensk messa) Riverton, kl. 8 síðd. S. ólafsson. ♦ ♦ VATNABYGÐIR Sunnudaginn 23. júli Kl. 11 f. h., sunnudagaskóli i Wynyard. Kl. 7 e. h., ensk messa i Wyn- yard —• Ræðuefni: “Shall King Alcohol have the Right of Way.” Jakob Jónsson. Mr. Helgi Sigurgeirsson frá Hecla, Man., kom til borgar- innar á mánudaginn. ♦ ♦ Samskot V estur-islendinga Selkirk, Man.—Mrs. Davíð Jónsson, 50c; Laufey Jónsson, 25c; Helgi Jónsson, 25c. Alls ...............$1.00 Áður auglýst $2,608.65 Samtals $2,609.65 Winnipeg 17, júlí 1939. Rögnv. Pétursson forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir ♦ ♦ Hinn 15. júní s.I. fór fram gifting ungfrú Sigríðar Ben- son og Carl Fred Ott, bæði frá Upham, N. Dakota. Ung- frú Sigríður er dóttir Mr. og Mrs. B. T. Benson, sem búa nálægt Upham, og jafnan hafa staðið framarlega í öllum ís- lenzkumj félagsskap bygðar- innar frá fyrstu árum. Brúð- guminn er af svissneskum ættum og fæddur í Sviss, son- ur Rev. og Mrs. Frederick Ott, prests Reformeruðu kirkjunn- ar, sem nú dvelur sem prestur við kirkjuna þýzku í Upham, en var áður trúboði á vestur- strönd Afríku (The Gold Coast). Giftingin fór fram í kirkju Melanchton safnaðar að viðstöddum ættingjum, vinum og venzlafólki. Faðir Brúðgumans f r a m kvæmdi vígsluna en séra E. H. Fáfnis aðstoðaði. Það jók á hátíð- leik athafnarinnar að Mr. Rowland, prófessor í músik við University of North Dak- ota, söng sóló og dúett með dóttur sinni. Einsöng söng einnig séra E. H. Fáfnis. Að athöfninni lokinni, veittu for- eldrar brúðarinnar öllum með. risnu í samkomusal kirkjunn- ar. Ungu hjónin fóru síðan brúðkaupsför, fyrst til Black Hills, S. Dak., en svo á eftir til Californíu. Framtíðarheim- ili hinna ungu hjóna mun verða að Cando, N. Dak., þar sem Mr. Ott er skólastjóri. ♦ + Þriðjudaginn 13. jún( s.l. voru gefin saman í hjóna- band að Upham, N. Dak., þau ungfrú Caroline Pearl Good- man og Ewald Frederick Hasenwinkel. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs Árni Good- man, frumbyggja Mouse River bygðarinnar, sem nú búa í bæn- um Upham, en brúðguminn er af þýzkum ættum og búa foreldrar hans nálægt Gard- ena, N. Dak. Giftingin fór fram í kirkju Melanchton safnaðarins íslenzka að við- stöddú fjölmenni bygðarfólks- ins, og framkvæmdi séra E. H. Fáfnis hjónavigsluna. Að athöfninni lokinni buðu for- eldrar brúðarjnnar öllum nán- ustu ættingjum og vinum til veizlu á heimili sínu i Upham, þar sem undir laufguðum björkum voru borð sett og ríkulega veitt. Framtíðar- heimili hinna ungu hjóna verður nálægt Kramer, N. Dak. ♦ ♦ Þann 7. þ. m. urðu þau Magnús verkfræðingur Hjálm- arson og kona hans Elísabet (Elíasardóttir Thorwaldson) í Los Angeles, Calif., fyrir þeirri þungu sorg að missa einkason sinn, Kenneth Magnús, úr heilabólgu, eftirstöðvum misl- inga. Var faðir drengsins ekki heima þegar hann veiktist, þyí hann er sem stendur verk- stjóri við að grafa göng gegn- um fjall nálægt Roxburý, Pennsylvania, en mun hafa komið heim rétt áður en son- ur hans skildi við. Jarðarförin fór fram þann 11. þ. m. í Los Angeles. Kenneth var fæddur 7. febr. 1931, var því 8 ára og 5 mán- aða er hann andaðist. Hann var hið efnilegasta og hugljúf- asta barn og er því sárt sakn- að af hans fjölda mörgu 1 skyldmennum í báðar ættir. ♦ ♦ Þann 9. júli s.l. hélt barna- stúkan Gimli Temple No. 7 hina árlegu útiskemtun í Gimli Park, undir stjórn Mrs. Chiswell. Var margt manna þarna saman komið, og fór alt mjög ánægjulega fram. Auk barnastúkunnar var í boði þennan dag hjá Mrs. Chiswell framkvæmdarnefnd Stórstúku Manitoba, og tóku þátt í þessari skemtun; af þeirra hálfu töluðu við þetta tækifæri fyrverandi stórtempl- ar A. S. Bardal og stórtemplar Dr. Cooper. Var gerður hinn bezti rómur að ræðum þeirra. Þess á milli skemti Barna- stúkan með söng. Að lokinni skemtuninni í Gimli Park bauð Mrs. Chiswell allri Stór- stúkunefndinni fyrir “Chicken Dinner”; var þar veitt af mik- illi rausn, eins og vant er af hennar hálfu. ♦ ♦ Jón Sigurðsson, frá Rauða- nesi, í Boxgarhrepp, í Mýra- sýslu, andaðist nálega 72. ára gamall, að heimili sínu í Sel- kirk, þ. 6. júlí s.l. Mun hafa flutt vestur um haf 1894. Átti þá um nokkurra ára skeið heima í Breiðuvík, á vegum þeirra Mr. og Mrs. M. Magnús- sonar á Eyjólfsstöðum, en flutti síðan til Selkirk og bjó þar jafnan síðan. Var tvigift- ur. Hét fyrri kona hans Ásta, en siðari konan Oddný, systur, dætur Jóns bónd^ er bjó í Fossakoti í Andakýl. Báðar látnar fyrir allmörgum árum. —Jón Sigurðsson var starfs- maður mikill, bæði á sjó og landi. harðfylginn sér og for- maður góður. Var á yngri árum sínum lengi til heimilis i Rauðanesi, og var síðan oft- ast kendur við þann bæ. Þar bjuggu þá þau merku hjón Helgi Þórarinsson, séra Krist- jáns Eldjárns Þórarinssonar, og (Jórunn ljósmóðir Jóns- dóttir, systir Þorgerðar sál. móður Ingibjargar á Eyjólfs- stöðum í Breiðuvík og Gróu konu Sveins Pálmasonar hér í borg. Systkini Jórunnar eru tvö enn á lífi hér vestra: Jón, faðir Þorbjargar, ekkju Jó- hannesar heitins Sigurðsson- ar kaupmanns, og Valgerður ekkja Stefáns heitins Sigurðs- sonar á Hnausum. Um nokk- urra ára tímabil var Jón Sig- urðsson hjá þeim merku mönnum, séra Einari prófasti á Borg og Thor Jensen kaup-i manni í Borgarnesi. Var for- maður ,hjá þeim báðum. — Eitt sinn lánaðist Jóni mann- björgun á sjó með undarleg- um hætti. Kom hlmn þar að er skip var á hvolfi en enginni maður sjáanlegur. Var ilt| veður og myrkur. Datt Jóni þá í hug að kasta kaðli að skipinu og var hann gripinn af þeim eina skipverja, er eft- ir var á lífi og einhvern veg- inn hafði haldið sér uppi. — Jarðarför Jóns Sigurðssonar fór fram frá kirkju Selkirk- safnaðar þ. 11. júlí. Séra Jó- hann Bjarnason jarðsöng. BREEZEINN —^7 OIMLI ' Newly opened Icelandic Ciafe Ideal Meals Sérved t Board by the week at reasonable rates Operated by E. & M. SIGURDSON Cor. First Ave. & Fourth St. (East of .Park) Minniál BETEL í erfðaskrám yðar PETERSON BROS. ICE and WOOD ♦ BOX 46 GIMLI, MAN. ♦ Áreiðanleg viðskifti ábyrgst 4s$ (Himli 11‘obiu' EXCELLENT ACCOMMODATION ROOM AND MEALS, $1.50 A DAY Special Price per Week For Reservation Write . . . Mrs. S. J. SIGMAR, GIMLI L.ODGE GIMLI, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.