Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1939 5 KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 ferðast með nú, saman við farartækin fyrir 50 árum sið- an, þá er eg viss um þið verð- ið ekki óþarflega kröfuhörð við nefndina, sem reynir að gera sitt bezta. — Með komu hinna mörgu, góðu gesta að heiman, og ekki hvað sízt við komu Jónasar alþingismanns Jónssonar síð- astlðið sumar, og nú fyrir nokkrum dögum síðan, komu Thor Thors alþingismanns og frúar hans, hefir vaknað nýr áhugi til samtaka og sam- vinnu meðal okkar hér, og einnig einlæg löngun og áhugi til samvinnu við heimaþjóð- ina. — Treystum þau bönd. Og gleymum því ekki að sam- einaðir stöndum við, en sundr- aðir föllum við.—• Davíð Björnsson. Avarp dr. Richards Beck, forseta í samsæti því, er haldið var til heiðurs þeim Thor Thors alþing- ismanni og Ágústu frú hans, 5. júlí 1939. -M-f Heiðursgestir okkar frá íslandi! Háttvirta samkoma! Vegna veikinda íorseta Þjóð- ræknisfélagsins, dr. Rögnvaldar Péturssonar, hefir það fallið i hlut minn sem vara-forseta, að slýra þessu samsæti. Veit eg, að við hörmum öll fjarveru dr. Rögnvaldar við þetta tækifæri.— “En ef við sjáum sólskinsblett i heiði, að setjast allir þar og gleðja ,oss!” — Þannig kvað listaskáldið Jónas Hallgrímsson úti í Kaupmannahöfn fyrir meir en 100 árum síðan. Og þau orð hans hafa fundið bergmál í hjörtum íslendinga hérna megin hafsins eigi siður en heima! Oft söfnumst við landarnir sainan hérlendis til þess “að gleðjast með glöðum”; en ennþá hug- þekkari eru okkur þó þeir “sól- skins-blettir í heiði,” þegar við, eins og hér i kvöld, eigum glaða stund með kærkomnum, gestum heiman af ættjörðinni. Slíkir gestir færa okkur nær henni, nær frændunum og vinunum heima á “gamla landinu, góðra erfða”; heimsóknir þesskonar gesta glæða nýju lífi minning- arnar um heimalandið og gera okkur ljósari þá skuld, sem við eigum móðurjörðinni að gjalda. Djúpstæð ást á heimalandinu og heimaþjóðinni hefir verið einkenni hinna beztu íslendinga í landi hér frá því þeir fóru að flytjast hingað vestur um haf fyrir meir en 60 árum síðan. Sú ást var færð í meistaralegan orðabúning í hinni áhrifamiklu prédikun séra Jóns Bjarnason- ar, sem hann flutti við hina fyrstu íslenzku guðsþjónustu í Vesturheimi, á fyrsta þjóðminn- lögardegi íslendinga vestan hafs 1 Milwaukee-borg i Wisconsin 2. ágúst 1874: “Vér ættum ekki að vera komnir hingað til þess að skjóta oss undan skyldum vor- úni við þá þjóð, sem Drottinn hefir tengt oss við helgum og háleitum ættjarðarböndum. Hver, sem gleymir ættjörð sinni, 1 eða þykist yfir það hafinn, að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er og guðdómlegt, af þeirri ástæðu, að hann er stadd- ur i framandi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst þvi að hann gleymi Guði.” Þannig mælti sá hinn mikli maður og leiðtogi. Upp úr jarð- vegi þess hugsunarháttar, sem fram kemur í orðum hans, er sprottinn sá félagsskapur, Þjóð- ræknisfélag fslendinga i Vestur- heimi, sem stofnað hefir til þessa samsætis til heiðurs hin- um ágætu gestum okkar frá ís- landi. Þeir, sem ða þeim félags- skap standa, eru, eins og séra Jón, fasttrúaðir á það, að ís- lendingar leggi því aðeins mest- an og beztan skerf til hérlendrar menningar, að þeir varðveiti og ávaxti í lengstu lög margþættar erfðir sinar, sögu ættlands síns, tungu og bókmentir. Einhver komst einhverju sinni svo að orði, að aðalútfiutningur fslendinga væri: þorskur og skáld. Víst er um það, að ís- lendingar eru enn langsamlega mesta fiskiveiðaþjóð heimsins, miðað við mannfjölda; og skáld munu þeir einnig hafa aflögum. Alkunnugt er, að ýms íslenzk skáld hafa á síðari árum haslað sér djarfmannlega völl á al- þjóða vettvangi og getið sér mik- ið frægðarorð. Þó mun sá mað- urinn, sem viðhafði tilgreind orð um þorsk-útflutning og skálda- útflutning íslendinga, hafa haft i huga fornöldina, þegar íslenzk skáld voru hirðskáld allra Norð- urlanda og enn víðar um lönd. Hér kemur, með öðrum orðum, fram sú staðreynd, að mörgum, ekki sízt útlendingum, verður svo starsýn t á fornaldarfrægð íslands, að þeir hafa fengið of- birtu í áugun og blátt áfram ekki séð ísland hið unga og mjja. Fjarri sé það mér, að gera lítið úr íslenzkum fortíðarverð- mætum, sem dýrmætari eru gulli og gimsteinum, og við “höfum haft hitann úr” um aldaraðir. Jafnframt er eg minnugur þess, að það eru hinar fomu bók- mentir, sem fram á þennan dag hafa varpað mestum ljóma á ætt- land okkar. Engu að síður held eg, að okkur sé holt og frjósamt til aukins þroska, að festa sjónir við ísíland nútíðarinnar, “hið vaxandi, nýja.” Við erum þá einnig öll sér- staklega þakklát Thors alþingis- manni fyrir þær glöggu myndir af hinu unga fslandi, sem hann hefir bruglil upp í prýðilegum ræðum sínum. Við erum enn sannfærðari uin það heldur en áður, að ísland er land fram- fara og framsóknar, land mikilla möguleika og stórra framtíðar- drauma. Og við trúum því ein- læglega, að þeir draumar rætist. Margþættar framfarir heima- þjóðarinnar á síðari árum fylla hjörtu okkar fögnuði og ættu að auka kapp og metnað á hin- um alþjóðlega skeiðvelli hér vestan hafsins. Vil eg svo að lokum fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, jafn- framt því sem eg þakka þeim Thors alþingismanni og frú hans hjartanlega fyrir komuna, óska þeim fararheilla. Við biðjum þau fyrir hjartans kveðjur heim til frænda og vina og til ætt- jarðarinnar sjálfrar. Sem vara- forseti Þjóðræknisfélagsins vil eg einnig biðja Thors alþingis- mann, þar sem hann er fulltrúi landsstjórnarinnar á þslandi, að flytja Alþingi og stjórn íslands hugheilar kveðjur Þjóðræknis- félagsins og beztu óskir heima- þjóðinni til handa. Veit eg, að eg tala þar fyrir munn íslend- inga vestan hafs í heild sinni. Við segjum einhuga með skáld- inu: “ó, heilsið öllum heima rómi bliðum um hæð og sund i Drottins ást og friði.” Að svo mæltu býð eg ykkur öll velkomin á þetta gleðimót og segi það sett! Jón ívarsson þingmaður Auátur-Skaftfellinga Atkvæði voru talin í gær i Austur-Skaftafellssýslu frá auka- kosningunni á sunnudaginn. Alls voru greidd 618 atkvæði, af um 718 á kjörskrá. úrslit urðu þau, að kosinn var Jón ívarsson kaupfélagsstjóri i Höfn í Hornafirði, með 334 atkv. Páll Þorsteinsson, kennari Hofi, Öræfum, frambjóðandi Fram- sóknarflokksins hlaut 227 atkv. og Arnór Sigurjónsson, ' fram- bjóandi kommúnista hlaut 45 atkv.; 9 seðlar voru auðir og 3 ógildir. Jón ívarsson bauð sig fram utan flokka, en var studdur af Sjálfstæðis- og Bændaflokks- inönnum. • Við kosningar 1937 hlaut Þor- bergúr Þorleifsson (F.) 337 atkv., Brynleifur Tobiasson (B. og studdur af S.) 248 atkv. og séra Eiríkur Helgason (A.) 23 atkvæði.—Morgunbl. 23. júní. Rússneskur liðsforingi var nýlega dæmdur 1 herréttinum í Moskva í 6' ára fangelsi fyr- ir að hann hafði á einu ári kvænst og skilið við konur sínar 8 sinnum. Það þykir fullmikið jafnvel í Rússlandi. Leifur heppni finnur Vínland Landnemi djarfur lætur skipi úr höfn langt út í haf — i gæfu sinnar nafni Tefla vill hann við drungalega dröfn Dumbshafið mikla er fyrir skut og stafni. Einbeittum viking ögrar Grænlandshaf, úlfgrár á lit er hiinins röggvar feldur. Hamast við skut og hnykkir stafni i kaf. Hræsvelgur Þurs — er ofsaroki veldur. Skeiðin er eigi sköruleg að sýn, skelfur og nötrar fyrir bylgju gangi. Holskeflur snekkju henda milli sín, hrönnin er lituð blóðdrefjum úr þangi. f náhvalsdal, sem norðanbylur skóp lét nótt og dagur skipshöfn mannraun kanna Við hrap úr bylgjuhömrum gellur óp í hlustum þoligæddra úrvalsmanna. Hve örðugt móti stormi að reisa rönd og Rán, er saman þeirra hugir liggja. Stýrimann grunar að á hægri hönd Helluland sé, er jötnaættir byggja. Eigi þó fálma íturmenni hraust: undanhalt ramba fram um lyngbaks vaðla. Hafgúu að engu hafa kyngiraust —höndum er leikið rétt við stýri og kaðla. Vaskleika þó að virðist búin sæng í votri gryfju, nesti mjög sá þrotið, Leifur tók skipshöfn undir verndarvæng af völtu fleyi, er hafði stýri brotið. f minnum verður mannbjörg þessi æ þau metorð stafa af drenglund fremur en hepni. En þegnskap slíkum þeytir engi á glæ. Og þannig fékk hann viðurnefnið: hepni. Hafvillur drotna, hart er straumafall, háaustan rosar kveðjur ekki vanda, drepa þó ekki drengjahjörtu stall: dægur mörg þeir í byttu austri standa. Þar kemur loks að þrýtur storm og sjá, þungbrýndur Loftui; kastar tötrum skýja. Logn sær og kyrra lending skipi fá, Leifs fyrir augum hillir veröld nýja. Sjógarpar þarna; verða að leita lags landið að kanna i skini af dagsins eldi. Hneigir sig fyrr andvaranum ax, og árla gengur sól i Bláins veldi. / f þeirri álfu af þrúgnasafa er nóg, og þeim til bjóða, er eiga hlut að fulli. En sléttan mikla er furðulega frjó, í fjöllum drekar liggja á rauðagulli. Hepnin með Leifi á hafið austur snýr, sem hefir fundið Vínland það hið góða. Ep hamingjan eigi Furðustrandir flýr, er farsæld gædd og kann í veizlu að bjóða. Þó síðla rætist, samt er veizlan góð, og svinnir hugir tala fyrir minnum. Til skyldu rennur beztu mönnum blóð og bæti kostur veldur auknum kynnum. f launkofum varð Leifs hin merka sögn. Um langan tíma fenti í hetju sporin. En loksins eftir þúsund ára þögn um þjóðmæring — er frægð hans endurborin. & Guðmundur Friðjónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.