Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JúLí, 1939 -----------Högíjerg---------------------- Gefí?5 út hvern fimtudag af 'I-HK COIiUMBIA I’Riító, ULMLTKO BU5 Sargent Ave., Winnipeg, Maniteba Utanáskríft ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “L.ögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Aðsópsmikill mentafrömuður Sá inaðurinn, er í samtíð vorri ristir einna dýpst í mentamálum íslenzku þjóðarinnar, má vafa- laust teljast Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri; fer hjá honum saman hárnælnt, sálrænt innskygni í vitundarlíf æskunnar og eldlegur alvöru- þungi hins “algáða” alvörumanns; meðan slíkir menn sitja við stýri íslenzkra fræðslumála og Sig- urður skólameistari, er nokkur von haldgóðrar kjöl- festu um hríð. Og víst er um það, að á þingi and- legra aðalsmanna á íslenzkur stilþróttur fáa fulltrúa, er til jafns komast við Sigurð skólameistara. Lögbergi hefir fyrir sköminu borist í hendur Ársskýrsla Mentaskóians á Akureyri, 1937—1939; kennir þar margra grasa; margra lífrænna nytja- jurta. Ein ritgerðin nefnist “Stefnan og miðið.” Er innviðagildi hennar slíkt, að öllum þeim er í alvöru lesa, ætti að verða það til nokkurrar sálu- bótar. Niðurlag ritgerðarinnar er á þessa leið: “En vér verðum því aðeins í óeiginlegri merk- ingu, vel gáðir, að vér njótum nokkurs frelsis, meg- um sjálfir ráða ráðum vorum og ábyrgjast oss. Án persónufrelsis eg á hér eigi við takmarkalaust frelsi — fær mannlegur persónuleiki eigi þroskast. Þótt mikið skorti á, að alt sé unnitf með frelsinu einu, sem frumherjar þess meðal menningarþjóð- anna illu heilli héldu á síðustu öld, felast samt í þvi mikil gæði, í hinni heilbrigðustu merkingu þess. Því er það raunalegt, ef ungir mentamenn kunna eigi að meta þroskagildi þess né menningarnauðsyn, heldur trúa hinu, að kúgun og blóðöxar fái betrað líf vort og gróðursett réttlæti á jörðu. Slík æska er undarlega óraunsæ og skilur illa sjálfa sig, svo illa sem henni fellur það löngum, er jafnvel hin mýkstu bönd eða hið minsta bann eru, að einhverju leyti, bundin henni sjálfri um hönd eða fót. Eg ætla, að fáum sé kunnugra um þennan eðlisþátt æskunnar en gömlum skólamönnum. En mannlegt frelsi, fé- lagslegt frelsi og lýðræði fá ekki staðist, nema ábyrgðar-gáðir menn og víð-gáðir menn fari þar með völd og vandamál. Það er þjóðfrelsis og heilbrigðs lýðræðis skilyrði, að hinir æðstu ábyrgðarmenn skilji, hvers vegna landsmálafíllinn kemur andstæð- ingum þeirra öðruvísi fyrir sjónir en sjálfum þeim og hagi sér þegnsamlega eftir slíkum skilningi. Því- líkur skilningur er geðgróin mentun, sem örðugt er að eignast, enda öðlast fáir — enn sem komið er — slíka menning hugar og hjarta. En frelsi og lýðræði fá eigi til langframa þrifist nema með menningar- þjóð og mentaþjóð. Mentun er fólgin í þeirri hinni réttgáðu dæmigreind, sem i athöfn og breytni greinir aðalatriði frá aukaatriði, svikinn málm eða .sviknum, hégóma og hismi frá líffrjóum raunveruleik og alvar- leik. Mentun er fólgin i eðlisleikni í því, að greina hvað er staðreynd og hvað er hugarburður. Mentun er fólgin i virðingu á staðreyndum, inér liggur við að segja lotningu fyrir staðreyndum. Án slíkrar mentunar, virðingar og lotningar verða engar fram- farir haldgóðar í landinu. Því má eigi gleyma, að mentun, í skýrðum skilningi, er eigi fullkomin mentun, nema hún sí-seytli ofan í hugarrætur vorar, sígi ofan í hvatir vorar og geðsmuni, vökvi þar og frjóvgi. Án slíks verður mentunin eigi að þeirri eðlsmentun, sem temprar skaplyndi vort, rennir oss í hold og blóð hófsemi og gáleika í trú og skoðun, varnar oss að gleyma því, að jafnan getur oss yfir- sézt, óviljandi og óvitandi getum vér haft á röngii að standa. Slíku gleymdu þeir algerlega, blindu mennirnir, í kappræðum sínum um fílinn og sköpu- lag hans. Mentun í öllum þeim skilningi, sem eg hefi nú gert grein fyrir, er síðasta markmið skóla vors. Hann veit vel, að slíkt markmið er torsótt, og hann bíður margan ósigur i þeirri hinni miklu menn- ingarþraut. En hann vonar líka, að hann vinni nokkurn sigur. Skólinn bíður þess öll heilög ráð og regin, að honum auðnist á æviferli sínum að ala upp handa þjóð sinni sem flesta umburðarlynda áhugamenn, raunsæja hugsjónamenn, fullgáða menn og algáða menn.” Fimtíu ára hátíðin AÐ GIMLI ÞANN 7. ÁGÚST 1939 Eftir Davíð Björnsson -M-t- I. Nú eru aðeins rúmar þrjár vikur þar til fimtíu ára afmæli íslendingadagsins fer fram, og það má engirin gleyma því að koma á þá hátíð, því þetta er ein allra íslenzkasta hátíð árs- ins og eina tækifærið á árinu fyrir íslendinga að koma saman þar sem “Blómstrandi flötin er fögur að sjá ogi faðm-mjúk sem æskan í leik.—” Og þar sem, “að fegurst oss lítast hin ljós- hjörtu vé, og loft er sem heilnæmið tært, og skínandi vatn og skógar-hlé í skrautdaga klæði er fært—” En áður en eg fer fleiri orð- um í sambandi við hátíðahaldið í ár, langar mig að líta augna- blik um öxl. II. Það var fyrir fimtíu árum síð- an, að sú hreyfing ruddi sér til rúms meðal íslendinga, að koma saman einn vissan dag á árinu og minnast fslands, minnast átt- haganna og minnast frænda og vina, á ættjörðini. En eins og allir vita, var mest af landinu þá órutt. Þá voru engir vegir, engir bílar, engar járnbrautir eða önn- ur farartæki, sem nú tíðkast. Þá tók það marga daga, jafnvel vik- ur, að ferðast frá Nýja íslandi til Winnipeg. En íslendingar létu ekki slíka smámuni aftra sér frá að sækja íslendingadag- inn. Þá voru þeir i einlægum hátíðahug. Og svo var áhuginn mikill að sækja þessa hátíð, að þeir komu gangandi og keyrandi á hestum og uxum úr nýlend- unum, og þó þetta ferðalag tæki þá nokkra sólarhringa hvora leið, gerði ekkert til, þvi þeir voru í anda á leiðinni heim. Og það var heldur erignn ó- myndarbragur á þessum fyrsta fslendingadegi landanna. Þeir stofnuðu til skrúðgöngu og tóku þátt í henni um fimtán hundruð manns; vakti skrúðganga þessi svo almeiuia athygli og hrifning meðal hérlends fólks, að íslend- ingar hækkuðu mikið í tigninni frá þvi, sem áður var. Ensku blöðin höfðu orð á hve hátíðin hefði farið vel fram, og að skrúðgangan hefði verið sú fjöl- mennasta og athyglisverðasta, sem séðst hefði í Winnipeg. III. Þannig fóru fslendingar á stað með hið fyrsta íslendingadags hátíðahald sitt hér í Winnipeg. En síðan eru nú liðin fimtíu ár. íslendingadags-hátíðahaldið hef- ir ávalt verið vinsælt, það hefir dafnað ár frá ári og verið fagn- að af öllum sönnum íslending- um. Og út frá þessum Winnipeg íslendingadegi hafa aðrir mynd- ast víða út um bygðir íslendinga. En fjölmennasti og vinsælasti hátíðisdagur íslendinga, sérstak- lega á síðari árum, er íslendinga- dagur Winnipeg, Selkirk og Gimli manna, er síðan 1932, hef- ir verið haldinn að Gimli, og frá þeim tíma blómgast ár frá ári. IV. Að morgninum, þann 7. ágúst, kl. 10, byrjar fyrsti þáttur í- þróttanna með hlaupí fyrir börn og unglinga, drengi og stúlkur, á aldrinum sex og upp til fjórtán ára, og eru sem fyr, þrenn verð- laun gefin fyrir hverja ákveðna hlaupa vegalend, þrenn verðlaun fyrir drengi og þrenn fyrir stúlk- ur. Þá eru og hlaup fyrir ungar stúlkur og drengi, giftar konur og gifta menn, og er þessum flokkum einnig gefin þrenn verð- laun fyrir hverja ákveðna hlaupa vegalengd. Klukkan ellefu hefjast aðal í- þróttirnar á íþróttavellinum í skemtigarðinum, og af auglýs- ingum, sem dreift hefir verið út um bygðirnar, gétur fólk áttað sig á hverjar þær eru. Verðlaun verða gefin fyrir hverja íþrótt fyrir sig. Og auk þess verður kept um Skúla Hansons bikar- inn og Oddsons skjöldinn. Bik- arinn verður gefinn þeim til eins árs, er flesta vinninga fær, en skjöldurinn þeim íþróttaflokki til eins árs, er hefir flesta vinn- inga. Þar sem iþróttirnar fara fram í skemtigarðinum, er yndislegt að vera, því fólkið getur setið, staðið eða gengið í skjóli og skugga trjánna og varið sig fyr- ir hita og ofbirtu sólarinnar, sainhliða því, sem það getur drukkiðl í sig hina lifandi angan skógarins, og nýtur í bezta lagi alls, sem fram fer á íþróttavell- inum. Og þaðan er heldur ekki nema steinsnar til þess staðar í skemtigarðinum, sem aðal skemtiskrá dagsins fer fram. V. Eg hygg það sé ekki ofsagt, þó eg segi að skreyting staðarins verði óviðjafnanleg. Þeir, sem hafa áður verið á fslendinga- deginum að Gimli, hefir, hygg eg, flestum líkað skreyting skemti- staðarins vel, og hafa hin prýði- legu 4jöld af náttúru íslands, máluð af okkar vinsæla lista- manni, Friðrik Sveinsson, átt einna mestan þátt í að gera stað- inn svipmikinn og hrífandi. f þetta sinn bætast við tvö ný tjöld til sérbreytingar í skemti- garðinum, bæði eftir Friðrik Sveinsson. Sýnir annað tjaldið, sem er 12x18 fet að stærð, fyrstu lending landnemanna við Gimli, eins og staðurinn og umhverfið leit út þá, skógi þakið og vilt, með dulrænt, heillandi yfirlit. Hitt tjaldið, sem einnig er 12x18 feta stórt, sýnir hina nýju Þing- velli, eins og þeir líta út í dag, í þeirri mynd, sem hugvit manns og hönd hefir gróðursett og prýtt hinn fornhelga og fræga sögu- stað. Fer eg svo ekki lengra út i að lýsa skreyting skemtistaðarins að Gimli, eins og hann verður þann 7. ágúst næstkomandi, þvi það yrði of langt mál. En öll- um fslendingum vil eg ráðleggja að koma, sjá og sannfærast um það, sem mig skortir orð til að lýsa. VI. Um sjálfa skemtiskrána skal eg ekki verða fjölorður, sökum þess að hún verður birt lið fyrir lið í blöðunum. Ætlast er til að aðal skemtun- in byrji kl. 2 e. h. í “Parkinu” XI. 1.30 hefst skrúðganga út í jarðinn og leikur hljómsveit fyrir henni. Numið verður stað- ir við landnema minnisvarðann og lagður á hann blómsveigur if Fjallkonunni, Miss Sigurborg Davíðson, og sungið, “ó, Guð vors lands.” Þaðan verður hald- ið út í garðinn. Fjallkonan, Miss Canada og Miss Ameríka, ganga til sætis, og forseti, Jón J. Sam- son, setur hátíðina. Þá verða minni flutt í óbundnu máli. Séra V. J. Eylands flytur ræðu fyrir minni íslands, Friðrik Sveinsson fyrir minni landnemanna í sam- bandi við málverkið. Prófessor Richard Beck flytur kvæði fyrié minni íslands, V. J. Guttormsson á Lundar, flytur kvæði fyrir minni landnemanna. og E. P. Jónsson kvæðl fyrir minni Vest- urhéims. Fjörutíu manna hljómsveit spilar þar af og til allan daginri. Hinn vinsæli Karlakór fslendinga í Winnipeg, syngur þar einnig nokkur lög undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Sextán stúlkur frá Selkirk, allar klæddar einkennis- búning, sýna þar listdansa. Hafa þær ár eftir ár tekið fyrstu verð- laun í “Festival” í Selkirk, og munu stúlkurnar eflaust skemta áhorfendum vel. Að kvöldinu verða alþýðusöngvar sungnir undir stjórn Alderman Paul Bardal. Og að síðustu fá allir að skemta sér við dans, svo lengi sem þá langar til. VII. Sökum þess hve “Bus-in” reyndust óábyggileg í sumar sem leið, verður ekki leitað til þeirra sérstaklega til að flytja fólk fram og.til riaka frá Wi.mipeg og Girnli, en bæfu ‘ Train” ng “Bus” verða á ferðinni eftir föstum áætlunum fyrri hluta dagsins, og er fólk vinsamlega beðið að tryggja sér far með þeim. Síðasta “Train”-ið fer frá Gimli kl. 12 að kvöldi. F'argjald fram og til baka frá Winnipeg og Gimli, er $1.25. Að- gangur í garðinn 25c fyrir full- orðna og lOc fyrir börn innan tólf ára. Aðgangur að dansin- um að kveldinu 25c. VIII. íslendingar! Fjölmennið á þessa fimtíu ára hátíð fslend- ingadagsins. Og þó ykkur kunni að finnast einhverjir örðugleik- ar í sambandi við að komast á hátíðina, þá látið það ekki angra ^kkur eða hefta för ykkar. Munið eftir hvað frændur ykk- ar og vinir lögðu mikið á sig til að sækja íslendingadaginn fyrir fimtíu árurn síðan, og ber- ið farartækin, sem þið getið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.