Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1939 fi j Leyndarmálið í turninum j Eftir ANTHONY HOPE ........................................iiiiiliiiiimin.|f)ip Hann var lágur maður og þrekvaxinn, ráð- vandur og hreinskilinn, hugaður og hraustur, slægvitur og þrályndur, og þrunginn af fordóm- um um trúarbrögð, pólitik og einstaklinga. Allan þennan dag hafði hann smátt og smátt, með miklu hugarangri, verið að rifja upp fyrir sér það, sem hinn ungi vinur hans, Merman ofursti (sem var tiltölulega ungur fyrir þá hefðarstöðu) hafði sagt honum um Hector Beaumaroy. Nafnið hafði gripið um sig í huga hans um leið og klerkurinn bar það fram, en hann var þó all-lengi að koma því fyrir sig, hvar hann hefði áður heyrt það. Nú stóð það á hinn bóginn ljóst fyrir honum; samtalið í klúbbnum kom aftur skýrt fram í huga hans. Og nú gæddi hann fólkinu þarna í Fornasetri á þessum minningum sínum — í smáskömtum. —Þægilegur náungi, þessi Beaumaroy; mjög aðlaðandi í félagslifinu. Og hvað hug- rekki snertir og hreysti hinn ákjósanlegasti. Hefði jafnvel getað haft stafi aftan við nafnið sitt, ef ekki hefði verið fyrir það, að hann — ofurstinn — vildi aldrei mæla með manni nerna að heragi hans væri jafn-góður eins og leiðslan, og hegðun hans í herbúðunum jafn hrósverð eins og í fylkingarbrjósti á vígvelli. (Alec Naylor kinkaði fallega kollinum alvarlega til samþykk- is; en ofurstinn gretti sig, eins og hann væri að gleypa ramman — þó ágætan — sopa til heilsubótar). Aðal áhugi hans — Beaumaroys nefnilega — virtist vera á því að vernda mis- gerðamenn, láta þá sleppa undan réttlátri refs- ing, jafnvel að hughreysta þá og uppörva ó- hlýðnisathafnir þeirra. Engin regla eða agi, engin siðferðis tilfinning. Svo langt hafði ofurstinn gengið. Uppfærsla í foringjatign ó- hugsanleg eða meðmæli um viðurkenning fyrir hraustlega framkomu, og helzt ómögulegt að hafa hann í herdeildinni. Ef hann hefði sem 0 unglingur fengið strangan aga í hernaðarskól- anum, þá auðvitað hefði hann ef til vill verið alt annar. “Ef til vill,” endurtók ofurstinn með áherzlu, en hvaðan hann kom og hver lífs- ferill hans hafði verið, má hamingjan vita. “Og hann virtist hafa þetta á tilfinningunni,” hafð ofurstinn sagt hugsandi, og hrist portvíns staupið sitt. “í hvert sinn sem eg fann að við hann, bauðst hann til að fara; kvaðst kasta frá sér foringjastöðunni og gerast óbreyttur liðs- maður; sagðist kunna betur við sig í þeim fylkingum. En eg var meinlaus, og gat ekki fengið af mér að sleppa honum.” — Eftir að hafa upp þessi orð vinar síns, bætti herfor- inginn við: “Hann var vissulega meinlaus, óafsakanlega meinlaus, og eg sagði honum það.” “Ofurstinn het'ði auðvitað átt að losa sig við hann,” sagði Alec. “En þó er hér reyndar ekki um neina smán að ræða.” “Það er varla hægt að segja, að svo langt hafi athæfi hans gengið,” svaraði herforinginn, eins og ófús þó til að viðurkenna það. “Alt þetta mæiir fremur með honum í inín- um huga,” fullyrti Gertie með áherzlu. “Eg held þegar á alt er litið, að okkur sé óhætt að kynnast honum á friðartímum,” sagði Mr. Naylor. “Það er á þinni ábyrgð,” svaraði herfor- inginn. “Eg hefi varað þig við honum. Þú getur gert eins og þér þóknast.” Delia Wall hafði hlustað þegjandi á sögu herforingjans. En nú hóf hún aftur máls á því, sem fyrir henni var aðal þungamiðja máls- ins: “I öllu þessu er alls ekkert, sem skýrir það, hversvegna hann er nú hjá Mr. Saffron.” Herforinginn ypti öxluin uni leið og hann svaraði: “ó, það- gerir hvorki til eða frá með þennan Saffron! Um brezka herinn er alt öðru máli að gegna.” 3. KAPfTULI Herra Saffron heima hjá sér. Hreinskilnislega sagt, hafði Hooper flokks- foringi borið forustutitilinn aðeins einar þrjár vikur í herþjónustunni, en notaði nafnbótina í daglegu lífi allsstaðar þar sem hann gat örugg- lega komið því við, og það gat hann i Inkston — og Hooper flokksforingi var durgslegur ná- ungi, með tuddalegan svip. Beaumaroy, sem nýkominn var úr ánægjulegri heimsókn sinni í Fornasetri og ekkert vissi um það, hvernig herforinginn hafði tætt í sundur mannorð hans og athafnir, en hugsaði ánægjulega um áform sitt viðkomandi Dr. Mary, hafði aldrei fundið ljósar til þess hve ógeðslegur samverkamaður hans, flokksforinginn, var, en þegar hann mætti honum í dyrunum er heim kom. “Heyrðu, flokksforingi!” sagði Beaumaroy í spaugsrómi, “eg gæti ómögulega ímyndað mér nokkurn mann eins þrjótslegan eins og þú sýnist vera. Og sú trú mín ber mig uppi.” Flokksforinginn hjálpaði honum úr yfir- höfninni og svaraði um leið: “Sumt fók hefir lag á því, að sýnast betra en það er í raun og veru, herra.” “Herra” — orðið loddi við af eintómri hefð, en bar ekki, í hans munni, með sér neinn virðingarhreim. “Þú átb þar við mig!” sagði Beaumaroy hlæjandi. “Hvernig liður gamla manninum í kveld.” “Hann hefir mjög kyrt um sig; er þarna í Turninum — hefir verið þar/ meira en klukku- stund.” Dyr litla Turnhússins opnuðust inn að mjóum gangi, er stigi lá upp úr öðru megin, en á hina hliðina voru dyr að lítilli ferhyrndri stofu, laglega búinni og vel lýstri af olíulampa. Eldur logaði þar á arni og Beaumaroy kastaði sér með feginsstunu i þægilegan söðulbaks- bríkarstól, er við arininn stóð. Flokksforing- inn sveigði kollinn í áttina að öðrum dyrum, hægra megin við eldstæðið; en þær vissu að turninum. Beauinaroy leit nú og þangað. “Þú segir að hann sé búinn að vera þar meira en klukkustund. Hefir þá heyrt nokkuð til hans?” “Hann var að halda ræðu þar inni fyrir skemstu, síðan hefi eg ekkert til hans heyrt.” “Engar fleiri kvartanir og hjartveiluköst, eða neitt annað slíkt?” “Ekki svo eg hafi heyrt. En hann segir aldrei mikið við mig, Mrs. Wiles verður helzt vör við sjúkdómseinkennin hans.” “Þú ert ef til vill ekki næmur fyrir sjúk- dómseinkennunum.” Meðan á þessu samtali stóð, gekk Hooper yfir að skápnum og blandaði brennivín og sóda í glasi. Hann færði Beaumaroy þetta og setti á lítið borð við hlið hans. — Beaumaroy yfir- vegaði nú þessa lágu, vambvíðu inannsmynd, með rauða andlitið, litlu augun (rangeygða á öði u) og laukmyndaða nefið, með þolinmæði og góðlegu umburðarlyndi. “Þar eð inaður getur ekki vonast eftir því, Hooper, að hafa dómarann og kviðdóminn á sínu ináli strax og í vitnastúkuna kemur —” “Hvað eigið þér við, herra?” greip Hooper fram í. “Það er mest um það vert fyrir þig, að hafa það ávalt hugfast, að við erum að vinna í þágu mannúðarinnar, frelsisins og réttlætisins, nákvæmlega eins og sambandsþjóðirnar í strið- inu gerðu, eins og þú veizt, flokksforingi. Haltu þvi föstu i huga þínum! — Hann inun ekki hafa ætlað þér neitt sérstakt verk í kveld, og ekki spurt eftir mér?” “Nei, herra. Hann er ánægður við — við það sem þér nefnið leikföngin hans.” “Hvað er þetta annað en leiföng,” mælti Beaumaroy brosandi og gretti sig ögn góðlát- lega um leið og hann brá vínglasinu að vörum sér. “En eg vildi að þér væruð ekki að minnast á dómara og kviðdóm,” sagði flokksforinginn, eins og í kvörtunar skyni. “Eg veit sannast að segja ekki hvort þetta heyrir undir borgaralegan- eða glæpamála-dóm- stól, eða þá báða — eða hvorugan,” sagði Beaumaroy einlægnislega. “En það, vitum við, Hooper, að það veitir okkur ágætis verustað og matarskamt. Og auk þess mér það, sem þú vissulega metur lítils; það seður þrá mína eftir því, sem er leyndardómsfult.” “Eg vona að eitthvað meira en það sé upp úr þessu að hafa,” sagði flokksforinginn. “Það er að segja, herra, ef við vinnum trúlega saman að þvi!” “O, það gerum við! En, í einum skilningi ert þú mér ráðgáta, Hooper. Eg held eg hafi ekki minst á þáð við þig áður. Stundum talar þú næstum því eins og mentaður maður; á öðrum stundum er málfæri þitt líkast, ja, al- ómentaðs manns.” “Jæja, herra, það er einskonar blendingur frá móður minni, sem verið hafði í skóla; blindinginn, sem kom á eftir föður mínum, og fátækranefndarskólann—” “Auðvitað! Þetta er það sem kallað er mentunarstiginn, og er það góð skýring, hvað þig snertir,” — mælti Beaumaroy, og sagði svo: “En, meðal annara prða, eg er að hugsa um að breyta um, hvað snertir læknirinn okkar.” “Það er ágætt! Mér er ekkert um þennan Irechester. Hann starir á mann, sá kumpáni.” “Starir hann í augu þér?” spurði Beauma- roy alvarlega. “Eg veit nú ekki hvort hann starir sér- staklega á augu mín. Það er ekkert ahuga- vert við þau, eða hvað?” urraði Hooper frem- ur hryssingslega. “Kærðu þig ekkert um þetta; en eg var að gera mér í hugarlund, að hann kannske stari á Mr. Saffron. Og eg hefi lesið einhvers- staðar, í bók eða öðru riti, að' læknar gætu séð út, eða getið sér til um menn, gegnum augu þeirra. Jæja, en slíkt er nú aðeins hugmynd eða getgáta. Hvernig litist þér á að fá kven- lækni, Hooper?” “Eg mundi verða feiininn við hana,” sagði flokksforinginn og gretti sig. “Dónalegt! Dónalegt!” muldraði Beauma- roy. “Er Jiað þessi Dr. Mary Arkroyd?” “Mér hafði dottið hún í hug.” “Það ætti að verða mjög auðvelt að vinna með henni, þó þér hafið sérstæðar áhyggjur og skoðanir í ýmsu tilliti, herra.” Beaumaroy teigði þriflega fótleggi sína i áttina til hins seiðmagnaða varma af eikarkols- glóðinni í eldstæðinu. “Eg hefi í rauninni alls engar áhyggjur fyrir lífinu,” sagði hann. Svar flokksforingjans eða skýring hafði freinur sundurleitan hreim: “Og eruð viss um hiinnavistina? Það segir nú seki maðurinn æfinlega við böðulinn.” “Eg hefi aldrei ætlað mér að verða óbóta- inaður, Hooper,” svaraði Beaumaroy og ypti brúnum eins og til vægra mótmæla. “Þegar inaður er eitt sinn farinn að taka þátt í einhverjum verknaði, veit maður aldrei hvað verða kann,” sagði flokksforinginn drungalegur á svip. Beaumaroy hló og sagði: “ó, svei þér; en blandaðu mér annað staup af brennivíni og sóda.” f andliti hans brá þó fyrir óljósum kvíðasvip, er hann leit til tuddalega mannsins, sem var að handleika flöskuna í skápnum. Hann hreyfði óþolinmæðislega handleggina, eins og hann væri að gera tilraun til að losa þá úr læðingi. Svo stökk hann á sama augnabliki upp úr stólnum og vinsamlegt gleðibros Ijóm- aði á andliti hans; hann hneigði sig mjög kurteislega og hrópaði: “ó! hér komið þér þá, herra! Og eg vona* að yður liði nú vel!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.