Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST, 1939 l>ess að al'la sér tekna gerðist hann þessu næst farandsali fyrir canadisku ullarmyllurn- ar, og ferðaðist þá lengst í Montana ríkinu. Þessu næst lagði hann leið sína til Chi- cago og hóf nám á vinnu- stofu Lorando Tafts. Var hann þar aðstoðarmaður. en gekk um leið á listaskóla Chicagoborgar. Næsta ári, 1922-1923 varði hann að öllu leyti til náms við áðurnefnd- an skóla. Tók hann sér nú ferð á hendur til New York, gerðist aftur farandsali, og heimsdtti ýmsar af stórborg'- um austurstrandarinnar. Árið 1923 gekk hann að eiga Lelu Maish, unga skáld og lista-konu, sem hann hafði kynst hjá Taft. Þetta hjóna- hand hefir reynst mjög farsælt. Einkasonur þeirra, Edwárd Stefán, er nú 10 ára gamall. Á dvalartíð sinni í New York stundaði hann árlangt nám við Beaux Arts og vann uin leið fyrir Ordway Partridge tnyndhöggvara. Eftir stutta dvöl í ríkinu Indiana fór hann til Salt Lake City, þar sem hann veitti Gilbert Riswold myndhöggvara aðstoð við smíðið á hermanna minnis- varða Mormóna, sem þar stendur á þinghússhæðinni. Árið 1927 fékk hann hin svo nefndu Tiffany Foundation verðlaun, sein mjög eru eftir- sótt af faginönnum mynd- höggvaralistarinnar. Er náms- tími hans var útrunninn, hóf hann starf á eigin býti í New York borg. Mótaði hann þá í stein andlitsmyndir barna og nokkrar skopmyndir. Hann vann þá einnig fyrir Lee Lowrie, hinn frga ameríska listamann, sem hafði þá með höndum I inyndasmíði fyrir ríkishöllina í Lincoln, Ne- braska. Um vorið 1930 hvarf hann frá New York og fór til Chi- cagov Nú voru honum l'engiu þýðingarmikil hlutverk. Hann hjó myndir fyrir ráðhúsið í Racine County í Wisconsin, hann bjó til dyrasúlur fyrir Haskell Austurlandasafnhúsið í Chicago; er þar um frábært listaverk að ræða. Myndir hans skreyta gosbrunna í lysti- görðum, bæði í Frankfort og Richmond, Indiana. Síðast- liðið ár vígði Roosevelt for- seti hinn fræga George Rogers Clark minnisvarða i Vincen- nes, Indiana. Hr. Jónsson skar Út sjö gríðar stórar upphleypt- ar myndir fyrir minnisvarða þennan. Árið 1936 vann standmynd er hann nefnir “Móðir og barn” og mótuð var úr marmara frá Georgia, fyrstu verðlaun á Hooser Salon sýningunni í Marshall Fields, Chicago. Veturinn 1936-37 vann hr. Jónsson i California ríkinu, mest að inyndamótun úr leir, og hlaut verðlaun fyrir. Aðrar myndir hr. Jónssons, sem sérstaklega eru eftirtekt- arverðar eru mynd af konu hans, sem hann mótaði í ljós- rauðan marmara frá Tennes- see, forkunnarfögur mynd at' hincoln forseta, sem hann shar úr valhnotutré, sem var n*stum tvö fet að ummáli; hjórir Reiðmenn Opinberun- arbókarinnar” túlka l'riðarþrá hans og djúpsæja mannúð. “Betrothal” (Festar) er fögur steinmynd, sem sýnir ljósast hvernig marmarinn getur tal- að máli hugsjónanna. Þessi mynd snertir fjölskyldulífið, og helgi hjúskaparsáttmálans. Hr. Jónsson á nú heima í Frankfort, Indiana. Tillagan um kosning hans til heiðurs- félaga í Delta Phi Delta, var lögð fram af Kappa deildinni við Háskóla Norður Dakota ríkis.” V. J. E. Sigurgeir Sigurðsson (Framh. frá bls. 1) safnast saman. Þegar klukk- an í Dómkirkjunni sló 10, lagði fylkingin af stað. 80 hempuklæddir prestar með biskupana þrjá og biskupsefni í ofanverðri fylkingu, og gengu famuli fyrir þeim, þeir 2 prestar, sem yngstir eru að vígslu. Fylkingin gekk inn um and- dyri kirkjunnar og inn eftir miðju gólfi inn að kór, beygði siðan til hægri og inn í skrúð- hús. Kirkjan var fullskipuð og fram yfir það, hvett sæti og hver þumlungur gólfsins uppi og niðri. Viðstaddir voru m. a. forsætisráðherra og full- trúar erlendra ríkja. • - Nú hófst guðsþjónustan. séra Halldór Kolbeins las ba*n í kórdyrum og síðan var sung- inn lofsöngurinn “ó, syng þínum drotni Guðs safnaðar- hjörð.” Á meðan sungið var gengu fyrir altari séra Garðar Þorsteinsson og séra Jón pró- fastur Þorvarðarson og sungu messuupphaf vígslumessunn- ar. Þá söng söfnuðurinn sálminn “Víst ert þú, Jesú, kóngur klár,” en séra Friðrik prófastur Hallgrímsson steig í stól, lýsti vígslu og las upp “vita” (æfiágrip) biskupsefnis. Þá söng söfnuðurinn hinn fagra lofsöng “Lofið Guð, ó, lýðir göfgið hann.” Við upphaf hans gengu famuli, biskupar biskupsefni og vígsluvottar, en þeir voru prófastarnir fjór- ir, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Jósep Jónsson, séra ólafur Magnússon og séra Þorsteinn Briem, úr skrúðhúsi og inn í kór. Gengu vígsluveitandi, dr. Jón Helgason, og vígslubisk- upar fyrir altari, en vígsluþegi og vígsluvottar krupii við gráturnar. Hóf nú Jón biskup upp hinn fornhelga bænar- söng “Veni sancte spiritus,” en söngflokkur svaraði. Að söngnum loknum flutti biskup ræðu til biskupefnis og hafði að texta þessi orð: “En Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að von- inni í krafti heilags anda.” (Róm. 15, 13). Vígsluvottar lásu sinn ritningargaflann hver, en á eftir lestri hvers fyrir sig voru sungin vers úr sálminum “Andinn Guðs lif- andi af himnanna ,hæð.” Þá gaf biskupsefni vigsluheit sitt og var síðan vígður til biskups með handayfirlagningu vígslu- veitanda og vígsluvotta. Djúp og heilög þögn ríkti í kirkj- unni meðan þetta fór fram, mettuð af hljóðuin bænum. Það fanst að hvert hjarta, sem í kirkjunni sló, var með í þessari athöfn, með honum, sem við altarið kraup og yfir var lagður hinn helgi vandi. Nú var sunginn sálmurinn nr. 232 og gengu blskupar í skrúðhús ásamt vígsluvottum og afskrýddust. Þá steig hinn nývígði biskup í stólinn og flutti prédikpn út af guð- spjalli dagsins. Að lokinni prédikun biskups fór fram altarisganga. Þjónuðu þeir séra Friðrik Hallgríinsson og séra Friðrik Friðriksson við hana. Þá voru inessulok og gengu prestar út úr kirkju í skrúðgöngu. Sunnudaginn 25. júni var bjartur og heiður, einhver feg- ursti dagurinn, sem komið hefir á þessu fagra vori, sein mun vera eitthvert hið blíð- asta, sem yfir fsland hefir komið. Bjartur og heiður er og svipur hins nýja biskups, sem meðtók heilaga vígslu þennan dag, viðmót hans ljúft, lífsskoðun hans mild og björt. Mun ekki alt' þetta stuðla að því, að vonir manna verði ör- uggar um það, að biskups- dómur hans verði bjartur, að geislar falli af heiðum himni yfir störf hans og vordögg frjóvgi þau til farsældar fyrir börn þessa lands? Það er vor í vændum fyrir íslenzka kristni. öll þjóðin þráir það vor og bíður eftir því. Hún fagnar hinum nýjæbiskupi og biður þess, að hann verði í biskupsdómi gróandans og vorsins maður. Sb. —Morgunbl. 27. júní. Frændi: Svo þetta er barn- unginn, ha? Svona leit eg út á hans aldri. Af hverju er hann að skæla? Litil frænka: Æ, frændi, hann heyrði það, sem þú sagð- ir. are Yonr Plans for tlkis Kall? LILIA K. BJORNSON LOA EYRIKSON, G.C.T. B.E.A. Graduate With Success Business College for the past 12 years A Bnsmess EíliLacatioii ? Set yourself a definite aim. Make your standard higk. Then let us help you achieve your goal! THE WINNIPEG COMMERCIAL SCHOOL Invites you to enroll for the Fall Term, opening TUESDAY, SEPTEMBER 5 OUR SCHOOL Is located in the Sterling Securities Building on Portage Avenue at Vaughan St. ABOVE BRATHWAITES ACROSS FROM “THE BAY” UNDER THE WRIGLEY CLOCK Exceptionally Easy of Access by Bus and Car from All Parts of the City and Environs A College that specializes in stenographic subjects—where competent teachers give students INDIVIDUAL INSTRUCTION. Select your subject or subjects from the following: Applied Busdness English Qffice Practice Gregg Shorthand Pitman Shorthand Typewriting Penmanship Business Correspondence Calculator Dictaphone Office Experience Class Review students, as well as beginners, will receive every attention LANDAR VORIR! Gleymið ekki eina verzlunarskólanum í Winnipeg sem Islendingar eiga og átjórna Evening Classes are conducted Monday and Thursday of each week, from 7:30 to 9:45 PHONE US—24 680 WRITE US—203 Sterling Securities Building. ENROLLNOW Winnipeg Commerdal School 203 Sterling Securities Bldg., Portage Ave. at Vaughan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.