Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST, 1939 7 Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Siff. Júl. Jóhnnnesson (Framh.) Eftir skemtilega dvöl á Tanganum — í þessari fögru íslenzku hygö — lögðum við af stað til Vancouver; því þar áttum við að vera í samkvæmi næsta kvöld. Hinrik ók með okkur nokkuð af leiðinni; það, > sem eftir var fórum við á fólksflutningavagni. Eg gat þess, að við hefðum komið til Jónasar Pálssonar hljómfræðings og konu hans, þegar við komum fyrst vestur; en þau eiga heima í horginni New Westminster; er hún 12 milur frá Vancouver og þriðja stærsta borg í British Colum- bia. Victoria drotning skírði borgina og er hún oft kölluð konunglega borgin (the Royal City). Hún er afarmikil iðn- aðar- og verzlunarborg, og vcx hvorttveggja óðum. Fraser- áin er skipgeng of afarmikill vöruflutmngur eftir henni. Eru ósköpin öll flutt af hveiti og trjáviði frá New West- minster. Jónas Pálsson tók sig upp frá Winnipeg fyrir fáum árum, þaðan sem hann hafði lifað langan aldur og unnið sér álit og nafn fyrir frábæran dugnað sem kennari. Héldu margir að honum mundi erfitt á efri árnm að ryðja sér braut meðal fólks, sem honum var flest alókunn- ugt. En það fór á annan veg: hann hafði eftir örstuttan tíma náð sér niðri þar vestra og lifir nú eins og blóm i eggi — ekki þó seztur í helgan stein, heldur vinnur hann nú sem ákafast og hefir ágæta at- vinnu. Hafa þau hjón kevpt ljómandi gott hús á fögrum stað í bænum. Mér duttu í hug eftirfarandi vísur, þegar eg var að hugsa um Jónas Pálsson — hugsa um hann vestur frá þegar hann kom þangað fyrst alókunnugnr — svo að segja datt þar niður úr skýjunum, en festi fljótt ræt- ur, sem leiðandi borgari, þótt ókunnur væri: Far þú um lönd eftir lönd, leitaðu’ um óþekta strönd; hvar sem að bygð eru ból:— borg eða útkjálkaskjól. Ef þar finst einn eða tveir íslenzkir — hann eða þeir, bráðlega, ryðja sér braut, búnir í lífstíðar þraut. Sé hér af sannleika rætt sézt að hin snælenzka ætt viltist ei vestur um, haf Vonlaus að sníkja sér staf. Það er engin ímyndun, að •andinn unir sér illa annars- staðar en í bröddi fylkingar. Þegar við komum til Van- couver tók þar á móti okkur O- W. Johnson og fór með °kkur heim til sín. Hann er tcngdabróðir J. H. Johnsons, cr var nýlega kvæntur Mrs. t’innson, ekkju Jóns Finns- s°nar að Mozart. Vancouver er stór borg og cinkar falleg; þar býr há tjórða hundrað þús. ma tberinn stendur við stóra sem Burrard heitir og er hún Kér um bil tvær mílur á breidd. Langur bogamyndaður skagi liggur í norðvestur frá sjálfum bænum og á þeim skaga er hinn nafnkunni skemtigarður, Stanley Park, þar sem skáldkonan E. Pauline Johnson er grafin. Þessi skagi nálega lokar höfninni, svo boginn er hann. Að norð- anverðu við víkina er heljar- hár fjallgarður; langhæstir i þeim fjallgarði eru þó tveir tindar, sem gnæfa hátt og bera við himinn. Þeir sjást hvar sem maður er staddur í borginni. Eru þessir tindar einkennilega líkir liggjandi ljónum. Stanley skemtigarðurinn er talinn einn með allra skemti- legustu stöðum, sem til eru af því tagi; er þar stór skógur með risavöxnum trjám af ýmsum tegundum. Eru greni- og seldrustrén svo stór, að þeim sem elcki hefir séð þau, hlyti að virðast rétt lýsing á þeim eintóm skröksaga. Ann- ars er gróðurinn — bæði skóg- urinn, grasið og blómin á Kyrrahafsströndinni svo stór- vaxinn að undrum sætir. Eg man eftir því að Baldvin Bald- vinsson sagði heima á fslandi, að trén í Ameríku væru svo stór, að ef þau stærstu væru höggvin og stofninn skilinn eftir, þá mætti sem bezt hafa stofninn fyrir grunn undir heilt hús; eða ef skilið væri eftir nógu mikið af trénu, þá mætti hola það innan, höggva á það göt fyrir dyr og glugga og hafa það fyrir hús: “Bölv- aður lygari er maðurinn!” sögðum við þá heima. Við trúðum þessu ekki, en það er bókstaflega satt, hversu lygi- legt sem það kann að þykja. í Tacoma, Seattle og fleiri stöðum hafa verið til svona stór tré. Umhverfis Stanley skemti- garðinn er indælasti akvegur, og eru það níu mílur alls. í þessari jarðnesku paradis hvílir skáldkonan E. Pauline Johnson; er þar líkneski hennar; við þetta líkneski er það einkennilegast, að tært vatn streymir stöðugt undan hjartastað. Fanst mér sem það ætti að tákna þær hreiriu og tæru lindir háleitra hugs- ana, sem stöðugt streymdu frá henni í lifanda lífi iit um heim allan. Þau hjónin, O. W. Johnson og kona hans, óku með okkur víðsvegar um bæinn til helztu og merkustu staða; upp á há- ar hæðir, þar sem sjá mátti öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Skýrðu þau fyrir okkur vel og þolinmóðlega alt það, sem okkur langaði að fræðast um. f Vancouver er mikið um að vera; þar er reglulega stór- borgarbragður á öllu: Stærstvi hafskip daglegir gestir á höfn- inni og alt á fljúgandi ferð umhverfis hana. Skip ganga frá Vancouver yfir Kyrrahafið út um alla víða veröld. (Frainh.) —Stúlkan þarna verður að líða fyrir trú sina. —Hvernig þá? —Hún heldur að hún geti notað skó, sem eru tveimur númerum of litlir fyrir hana. Kínverjar að fjallabaki (Framh. frá bls. 3) rnikilla jarðræktar-möguleika, um stórkostlegan náma-auð að ræða, og hafa rannsóknar- sveitir fundið þar olíulindir meðal annars. Járn er nú unnið þar úr jörðu, sem alt til þessa varð að flytjast að á dýru verði. Og í Yunnan eru sögð meðal heimsins mestu tinlaga í jörðu. Efri hluti Yangtze-fljótsins hefir um margar aldir nefnst “Gull- sands áin.” Og á mörgum stöðum þar um kring kvað vera gnægð gulls i jörðu. Á milli Szechwan og Yunn- an er hið nýmyndaða Sikong- fylki, og var hin fyrsta stjórn þess sett á laggir 1. janúar 1939. Þótt þetta sé aðallega fjallaland, eru þar þó afar- víðfeðmar graslendur eins og til dæmis í Canada. Gull og aðrir máhnar eru þar víða i jörðu og timburlendur mikl- ar. Járnbraut frá Burma myndi veita auðvelda leið að auðsuppsprettum þessum í jörðu og á; en slík hraut yrði að leggjast um torfærur á borð við Klettafjöílin í Can- ada. Þar sem tveir-þriðju hlutar kínverskra verksmiðju-staða hafa verið eyðilagðir af Jap- ansmönnum, eða eru komnir í þeirra hendur, hefir orðið að flytja inn frá Japan jafnvel efni í klæðnað kínversku her- mannanna. Til þess að losast úr þeirri kyrkings-greíp hefir nú verið komið á fót nýjum verksmiðjum á ýmsum stöð- um. Meðal flóttafólksins að austan eru margir handverks- og iðnaðarmenn. Sumir hafa flutt með sér verkfæri sin og aðrir njóta góðs af þeirri fyr- irhyggju stjórnarinnar, að koma undan og flytja vestur sein mest af vélum og öðrum áhöldum úr verksmiðjum á stríðssvæðunuin. Það er al- gengt að sjá langar lestir af flutningsbílum og asnakerr- um, hlaðnar vélum og öðrum áliöldum, brjótast áfram eftir erfiðum leiðum yfir fjöíl og firnindi, og marga menn með þunga bagga á baki fylgja á eftir lestunum, ásamt konum og börmim. Gufuskip og alls konar flutningsbátar flytja einnig fullfermi af vélum upp eftir fljótinu, og kemur mest af flutningi þessum frá Han- kow. Frú Chiang Kai-shek sá einnig um það að 30,000 kon- ur og stúlkur, er unnið höfðu i myllunum eystra, voru flutt- ar vestur f nýja landnámið. Mönnum hefir komið saman um að haganlegast væri að kloma upp smá-verkstæðum víðsvegar um landið, og það einnig óhultast gegn loftfara- árásum. Peninga til þessara framkvæmda leggur stjórnin til að parti, er til þess og safnað gjafafé. Kínverjar bú- ast við að stofna um 30.000 samvinnufélög til þessa verk- smiðjustarfs og annara fram- taka. Mörg slikra eru þegar tekin til starfs. Þau súta leð- ur, byggja báta, vefa og spinna, grafa til kola, fram- leiða járn, búa til brenni- steinssýru, mala korn. Þetta eru alt gamlar athafnir, sem nýmóðins verkstæðin höfðu ZICZAG 5 Orvals pappír í úrvals bók G 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga páppír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA "Egyptien” flrvals, h v 11 u r vindlinga pappír -— brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmitSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover hrifsað til sín úr höndum al- mennings, eða smáfélaganna. í norðvestur hluta “nýlend- unnar” starfa og samvinnufé- lög að framleiðslu alkohols til eldsneytis, við að hyggja raf- ljósastöðvar í smábæjum, og starfrækja prjónavélar, auk annara áður nefndra athafna. f suðvestur hlutanum starfa samvinnufélögin að þurku- dúksvefnaði, sokkagjörð og “dry-cell” verlcstæður. Sykur- gerð, niðursuða matvæla og vindlingagerð er stunduð í suðaustur hluta landsins. Aðai þróttur Kínverja lá áður fyrri í hinum dreifðu framleiðslu- stöðvum þeirra. Nú eru þeir aftur að grípa til hins gamla fyrirkomulags, og það er þeirra bezta vörn — eða öllu heldur framsókn —• gegn á- gangi Japansmanna, sem hugðust að ná undir sig allri verzlun í Kína og náttúru- fríðindum landsins. Án þessa verður þeim tangarhaldið á hinum stóru og mörgu bæjum við austurströndina einskis virði. , Hinar víðfeðmu sveitir landsins, þar sem var hið upp- haflega heimkynni Kínverjans í miðju landi, og sem enn eru all-gamaldags að ýmsu leyti, eru nú að tæmast, fyrir burtflntning fólksins. Um all-langt skeið' hefir hin nýja menning verið að grafa um sig meðal fólks þessa, fyr- ir áhrif námsmanna er fengn- ir voru til að leiðbeina því menningarlega, bæði hvað snerti nýmóðins þægindi og skemtanalíf stórborganna, sem auðvitað vakti löngun þess eftir slíku. En nú neyðist unga kynslóðin til að hverfa aftur til frumstöðva þjóðar- innar í vestri. Við það mun gainla Ivína taka stakkaskift- um fyrir áhrif ungu kynslóð- arinnar, en gamla lagið mun einnig breyta viðhorfi inn- flytjendanna.” Gegn yfirburðum Japans- manna í nýmóðins vopnaburði og tækni, hafa Kinverjar einna helzt til Varnar hina miklu víðáttu lands síns og fólksmergðina, er með ónógum hernaðartækjum verst af á- huga fyrir heimili sínu og frelsi. Stjórn landsins, sem um langt skeið hefir vanist þvi að reiða sig á bankana og tekjurnar frá Sanghai, verð- ur nú að treysta á uppsveita- fólkið, vekja það til varnar, koma sklipulagi á athafnir þess, og fá því vopn í hönd, eigi stríðið að vinnast. Fólksmergð, sem fyrir slíkri vakning hefir orðið, mun láta til sín taka, ekki aðeins hvað stríðið áhrærir, heldur, að þvi loknu, einnig við þjóðernis- lega endurreisn og á stjórn- málasviðinu. Slíkar eru af- leiðingar og þýðing hinna miklu fóltosflutninga í Kina nú — ekki aðeins fyrir þá þjóð sjálfa, heldur og fyrir allan heiminn.— (Þýtt að mestu.—s.) Sænskur kennari, hr. Vimar Ahlström, hefir nýlega lokið við þýðingu á sögum frú Guð- rúnar heitinnar Lárusdóttur á sænsku. Áður hefir sami maður þýtt 11 íslenzk rit á sænsku, auk ýmsra smásagna. kÐÓMUR! No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 300—40 oz. $3.25 This advertieement is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. Tho Commission is not responsible for statements made as to quality of productsadvertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.