Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1939 3 Hafeteinn tófuskinn Eftir Forna Húlmgeirsson Á Stöng á Mývatnsheiði bjó eitt sinn maður, nefndur Hall- steinn tófuskinn. Viðurnefni sitt fekk hann af því, að hann hafði fundið dauða tófu, drag- úldna, fláði af henni skinnið, þurkaði það og bar í það krækiberjalyngslút, svo að rotnunarlyktin hvarf í bili. Síðan sveik hann það út í kaupmann á Húsavík fyrir okurverð og var búinn að eyða andvirðinu fyrir kaffi og brennivín, loks þegar kaup- maðurinn uppgötvaði að béað tófuskinnið var bráðónýtt. Hallsteinn tófuskinn var alla tíð ókvæntur. Gekk sú saga ljósum logum meðal manna, eins og draugur, að Hallsteinn hefði eitt sinn beð- ið sér konu og fengið afsvar. Bjó hann sig betri klæðnaði, labbaði á bæ, og gerði boð fyrir vinnukonu. Kom hún til dyra. Var þá Hallsteinn í vandræðum með bónorðið og stundi loks upp úr sér þessari setningu: “Eg elska þig af öllu minu hjarta!” “Það er ekki til neins fyrir þig,” svar- aði stúlkan. Fauk þá í Hall- stein. “Jæja, þú um það! Vertu sæl!” sagði hann og rauk burt í fússi. Hallsteinn ])óttist altaf vera að fljúgast á við drauga. “Og þegar eg kom inn í heytótt- ina,” sagði hann eitt sinn, “þá flaug 'á mig draugur. Eg rak hann undir mig og hefi ekki séð liann síðan!” öðru sinni sagðist hann hafa náð í “sperðilinn” á afturgöngu, “og við það hvarf hún!” Frægust er þó viðureign Hallsteins við nágranna sína fjóra, þá Hallgrím Valdimars- son og Jón Þorsteinsson á Víðum í Reykjadal, Boga Þor- leifsson á Bjarnastöðum í Mý- vatnssveit og Sigurð svonefnd- an “Longfellow” á Græna- vatni. Fóru þessir fimm menn lestaferð saman, til Húsavíkur. Fengu þeir sér þar sameiginlega brennivín í eitt kvartil. Skömmu áður en leggja átti af stað heimleiðis náði Hallsteinn í kvartilið, saup vel á því og nestaði sig. Síðan hökti hann af stað á undan félögum sinum. Þ e g a r fjórmenningarnir komu að tómu kvartilinu þótt- ust þeir heldur grátt leiknir vera. Einkum þótti Boga slæmt að missa vínið, sótti vatn, skolaði kvartilið innati og tók að þamba gutlið. Fanst “Longfellow” þetfa óþarfi og vildi taka kvartilið af Boga, en gat ekki, og fóru þeir að togast á. Náðu Hallgrímur og Jón þá kvartilinu og sett- ust klofvega á það, meðan var að renna úr þvi. Eftir það var hægt að komast af stað og elta Hallstein. En hann var þá kominn svo langt á undan með trússahest sinn, að hinir náðu honum ekki fyr en við Máskot, inn af Reykja- dal. Hallsteinn var reiðhests- laus og hljóp hann frá trússa- hestinum. Bogi var reiður og stökk þegar á eftir honum. Reiddist svo hver af öðrum er þeir sáu Hallstein og hlupu allir langan spöl á eftir hon- um, en á meðan veltu trússa- hestarnir sér og skemdu varn- inginn. Eltingaleiknum lauk þannig að Hallsteinn stökk út í Más- vatn, sem er þar á heiðinni og fór svo djúpt að honum lá við druknun, ósyndum mann- inum. Þótti fjórmenningun- um þá nóg komið og björguðu Hallsteini, á handfæri. Mikið hafði Hallsteinn síðan þessa sögu i flimtingum, en gerði þó aldrei grín að Más- vatni. —Lesbók. Greinarkorn öll leitum við gæfunnar, hvert á sinn hátt. Þ^gar menn hætta þeirri leit, er lifs- starfi þeirra í raun og veru lokið. En hvað er hamingja? Því mun mega svara á ýmsan hátt. I brezka stórblaðinu News Chronicle var nýlega gerð tilraun til að svara þessu sem hér segir: Hamingja er sálarástand, sem ekki verður gerð nánari grein fyrir en svo að segja, að það sé mitt á milli ánægju og hrifningar. Með þeirri skýrgreiningu vita a. m. k. flestir, hvað við er átt. Ánægður er sá maður, sein hefir tækifæri til að beita hæfileikum sínum eftir vild. Hrifning er dularfyllra ástand, en mannsandinn er líka dular- fullur. Sumir menn haga lífi sínu þannig, að þeir hafa það jafnan fyrir augum, að verða sem hamingjusamastir. Þeir reyna sífelt að sigla milli skers og háru. Þannig hög- uðu Forn-Kínverjar og Forn- Grikkir lífi sínu, og sama máli gegnir að nokkru leyti um Fralcka nú á tímum. En að leita gæfunnar á þann hátt, að lifa jafnan eftir setturn regl- um, mundi sennilega verða til þess, að flestir færu hamingj- unnar algerlega á mis. Hér er þá vitanlega átt við hina sönnu lífshamingju. Hún er í því fólgin, að menn gleyma sjálfum sér, en hún fær ekki sainrímst eintómri eigingirni og ríkri sjálfsmeðvitund. Aristóteles sagði: “Enginn lofar hamingjuna í jafnríkum mæli og menn lofa réttlætið. En menn nefna hana blessun, og slíkt er æðra og guðdóm- legra en þeir hlutir, sem við hrósum.” Lítum á Ameriku- menn nú á tímum. Þrátt fyrir kreppuna, mætti ætla að þeir gætu lifað hamingjusömu lífi, því að þeir lifa í mjög sæmi- legu öryggi, eiga sér mikinn auð, sem er tryggilega ráð- stafað, njóta lífsins í ríkum mæli. — En þeir eru alls elcki hamingjusamir. Þeir eru and- legir fátæklingar, og slíkt hungur fær auðlegð efnisins ekki mettað. Ef þeir væru jafnmiklir efnishyggjumenn og margir telja, mundi þeim ekki finnast eins tómlegt i heiminum og raun ber vitni. En þeir eru hugsjónamenn, sem farið hafa villur vegar. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir njóta ekki lífs- ins nema með þvi móti, að þeir fari á mis við ýms gæði þess. Þannig er t. d. hið fræga skáld, Aldous Huxley. Slíkir menn fyrirlíta alt það, sem hugur þeirra girnist, en þeir eru lílca of miklir sjálfshyggju menn til þess, að þeir geti nolckru sinni höndlað gæfuna. Meinlætamaðurinn huggar sig við það, að hann sé allra manna vammlausastur. Nei, gleðjumst yfir veraldlegum hlutum, en látum þá aldrei verða að takmarki voru í líf- inu. Kvenfólk kann þá list miklu betur en karlmenn, að finna hið rétta hlutfall milli efnis og anda. Vér lifum eklci á hamingju- samlegri öld. Vér lifum á öld hraðans, og hraðabrjálæðið er sérkenni aldarinnar. Fólk lif- ir í þeirri von, að ef það geys- ist nógu hart áfram, muni það hreppa eitthvað af gæðum lífs- ins. Hver veit nema slikt reynist rétt, en hitt er vist, að gæfuna höndlar það aldrel með því móti. “Hamingja mannsins er í því fólgin að lifa, og lifið er starf,” sagði Tolstoy. —Samtíðin. Dánarminning ’Guðjón Hermannsson frá Keewatin, Ont. lézt á sjúkra- húsinu í Kenora, þriðjudaginn, 22. ágúst. Hann veiktist hast- arlega föstudaginn næstan á undan. Guðjón var fæddur á Vatns- leysuströnd í Gullbringusýslu árið 1804, sonur hjónanna Hermanns Jónssonar og Gróu Bjarnadóttur. Hjá þeim ólst hann upp til fermingarnldurs. Árið 1880 fluttist hann til Seyðisfjarðar. Þar giftist hann Magðalenu Sigurðardótt- ur frá Reykjavík. Þau bjuggu noklcur ár á Fornasteklc skamt frá kaupstaðnum þar í firðin- um. Árið 1904 fluttu þau hjón ásamt börnum sínum til Canada og settust að í Kee- watin. Eftir nokkurra ára dvöl þar fluttu þau til Win- nipeg og þar misti Guðjón konu sina’og skömmu seinna einnig son sinn, Magdal, i veraldarstríðinu mikla. Nokkru seiniía flutti Guðjón með ungri dóttur sinni, Gróu, aftur til Keewatin. Hann var leystur frá því starfi með eftirlaunum þegar hann varð sjötugur, ár- ið 1934. Hann settist samt eklci í helgan stein. Alla æfi var hann ötull og hagur starfs- maður. Jafnvel í frístundum sínum bygði hann hús og seldi. Á þessum síðustu ár- um og áður smíðaði hann einnig báta. Hann var ein- staklega nýtinn og smekk- góður i öllu verki og hinn inesti hirðumaður. Hann var sann-kristinn maður í hjarta og liferni og með afbrigðum örlátur og drenglyndur. Af itrasta megni styrkti hann góð málefni, bæði islenzk og hérlend. íslenzkum verðmætum unni hann hug- ástum. Tiltrú og virðingu ineðborgara sinna í Keewatin átti hann i fylsta mæli. Börn hans á lífi eru: Mrs. Sigriður Christianson og Mrs. Gróa Conlon, báðar í Keewatin og Sveinn, verzlunarmaður, kvæntur, í Detroit í Michigan- ríki í Bandaríkjunum. Hann var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni og Rev. Shemilt föstudaginn 25. ág. Aðalathöfnin fór fram á heimili hins látna að við- stöddu margmenni. Jarðnesku leifarnar hvíla í hinum fagra grafreit utanvert við Kenora- bæ. Blessuð sé minning þessa hjálpfúsa, drenglynda kristin- dóms- og mannvinar. Á hinni norænu kynniviku i Viggbyholm hefir verið á- kveðið að setja á stofn nefnd, sem vinni að því að koma á sameiginlegri flóttamanna- hjálp innan allra Norðurland- anna. Á nautgripasýningu í Dan- mörku voru tveir tarfar meðal ^uðineöB sýningardýranna. Hét annar “Stauning,” en hinn “Kaos.” Sá siðarnefndi fekk 1. verð- laun, en Sauning varð að láta sér nægja fjórðu verðlaun. DR. B, J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLBY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACk| Sérfræðingur I eyrna, augna, nef ! og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. j Cor. Graham & Kennedy j Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 | Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 ! Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsími 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 THORVALDSON & EGGERTSON íslenzkir lögfræöingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. SÍMl 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talsími 501 562

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.