Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1939 7 Klauátrið á Sínaí (Framh.) Við kvöddumst með handa- bandi, svo hélt hann norður en við suður. Skömmu eftir miðjan dag fórum við i gegnum fjalla- helti, sem liggur í ótal krók- um meðfram brennheitum foksands farvegi. Þó þessi fjallgarður sé ljótur, bæði hlykkjóttur og skörðóttur, hefi eg aldrei séð aðra eins lita margbreytni í nokkrum fjöllum. Sumir tindarnir eru rósrauðir, sumir ljósbláir, sumir dimmbláir og sumir sem næst fjólubláir. Þessir marglitu klofnu tindar teygja sig eins og ægilegir risafingur upp úr tilbreytingarleysi þessa ömurlega umhverfis. Kl. 3 komum við að firði eða vík, sem skerst inn úr Suez-flóanum, og leit út sem breiður blár borði, sem lagðiu væri milli sandaldanna. Við botn þessa fjarðar komum við að litlu húsi, sem stóð hér um bil 20 yards frá sjávarmálinu. I kringum það voru sólskýli á alla vegu, og meðfram því steinlagðar gangstéttir. Inni í þessu húsi var stór setustofa og þrjú svefnherbergi, með uppbúnum rúmum og öðru nauðsynlegum húsgögnum. Mr. Villenis sagði mér að hús þetta hefði verið bygt fyrir Fuad konung, en væri nú notað sem sælu- eða gistihús fyrir embættismenn stjórnar- innar, er þeir þyrftu að fara til Sínaí. Þrátt fyrir það, þó eg hefði getað komist til St. Catherine klaustursins um kvöldið, þá vildi eg ekki missa af að dvelja það sem eftir var dags- ins á þessum einkennilega stað, sem er úmgirtur hinum bláa sjó, gulum söndum og marglitum fjöllum, sem eru eins og varnarmúr í baksýn; þessu algjörlega kyrra og ein- verulega umhverfis og undar- legu hyllingum i brunahita kvöldsólarinnar; svo eg afréð að dvelja í þessum álfheimum um nóttina. Yusurf, matreiðslumaðurinn okkar, tilreiddi ágætan kvöld- verð. Þann þakti borðið með allslags vistum, svo sem súpu, steiktum dúfum, sardínum, köldu niðursneiddu svinslæri, kalkúna- og nautkjöti, ásalnt hi num beztu idýfum, kartöfl- um og ávaxtamauki, Brie-osti, frönsku brauði, smjöri og ís- köldu Hamborgar-öli; og þetta var kvöldverður framreiddur inni í Sinaí-eyðimörkinni, þar sem ekkert er umhverfis nema dauði og allsleysi. Eg eyddi kvöldinu i að ganga meðfram víkinni og safna saman hinum fáséðu og fallegu skeljum, sem eru i fjörunni; þær eru með alls- lags litum og lögun, og sum- ar líkari skrautblómum en nokkru öðru, sumar eru perlu- mæður. Hér um bil hálfa milu frá sæluhúsinu er Manganese- náma, og kringum hana kop- arnáma mannanna, það er hið eina, sem teljast má til nú- tíma starfs, í allri suður- Sínaíeyðimörkinni. Eg sat á svölum hússins frain á nótt og horfði hug- fanginn á hinar tindrandi stjörnur, sem blikuðu á dimm- bláum næturhimninum yfir Sínaí, og endurspegluðust í hinum kyrra vatnsfleti flóans, eins langt og augað eygði. Mér fanst eg bókstaflega vera umvafinn þögninni og kyrð- inni eins og mjúku líni, og dimman lá yfir sem dúnmjúkt áklæði. Klukkan fjögur um morg- uninn vakti varðmaður sælu- hússins mig, og sagði mér að bílarnir væru að öllu tilbúnir, og alt í góðu lagi. Yusurf færði mér eins góðan og lyst- ugan morgunverð eins og bezt verður á kosið í dýrustu hótel- um í París eða New York. Um sólaruppkomuna vorum við tilbúnir að leggja á stað, áleiðis til St. Cartherine klaustursins. Vegurinn lá eins og áður, til s-uðurs gegnum óútyfirsjáan- legar auðnir eyðimerkurinnar, sumstaðar gegnum fjallaskörð eða eftir gljúfrum, sem nóg er af á sunnanverðri Sínaí- eyðimörkinni. Við fórum hægt og stönzuðum víða til að skoða það, sem okkur þætti markvert og fáséð, sem var ærið margt. Þegar kvölda tók og leið nær sólarlagi varð all-svalt, svo við þurftum að fara i yfirhafnir okkar. Þessi fjalla- skörð og dalir er við fórum éftir, eru nokkur þúsund fet yfir sjávarmál. Við höfðum eytt tímanum ógætilega um daginn, svo nú urðum við að hraða ferðinni alt hvað við gátum til að ná til klausturs- ins, áður en myrkrið félli yfir okkur. Eg var farinn að verða vondaufur um að það mundi lukkast, en alt í einu er við beygðum fyrir fjalls- öxl, blasti klaustrið við, inni í skuggalegum, þröngum dal, sein er umluktur hrilcalegum snarbröttum fjöllum, svo ekki sér nema upp í heiðan himin- inn. Kvöldskuggarnir, sem komnif voru langt upp eftir hlíðunum, gerðu þau ennþá drungalegri, en toppar og tindar, er upp úr stóðu, litu út sem fölnandi eldar í daufu skini kvöldsólarinnar. Klaustr- ið sjálft, með sínum ramgerða varnarmúr, sýndist vesallegt smásmíði, borið saman við hina stórkostlegu og hrikalegu fjallaumgerð, sem umkringir það. Utan við varnarmúrana, sem umgirða klaustrið, voru nokkur cyprus-tré, sem höfðu verið gróðursett þar fyrir æfa- löngu, og dálítill ræktaður blettur við fjallsrótina. Þegar við komum að klaustrinu var myrkrið að falla yfir, svo Mr. Villinis kveikti á framljósum bílsins, og rauf hina dauðu þögn, senv alt um vafði, með þvi að blása lúður bilsins eins .harkalega og hægt var, til að gera munk- unum aðvart um komu okkar, og áður en þetta skerandi hljóð hafði bergmálað frá einni hlið þessa stórkostlega gljúfurs’til annarar, sáum við svartklædda veru koma fram á virkisvegginn, svo komu fleiri. Þeir horfðu niður til okkar og gerðu allra handa bendingar, eins og þeir vildu gefa okkur einhverjar leið- beiningar, en Villinis gaf því engan gaum. Þeir voru allir í svörtum kuflum og báru á höfðum sér svarta uppmjóa pípuhatta, að sið grískra munka. Við sáum að þeir höfðu mikið svart skegg og langt hár. Þeir fóru því næst að smá tínast ofan til að opna hinar ramgjörðu dyr á virkis- veggnum. Meðan við biðum eftir að þeir opnuðu hurðina, sem tók þá æðilangan tima, féll myrkr- ið yfir eins og svört gríma, alt í einu og stjörnurnar blikuðu sem tindrandi rafljós yfir klaustrinu. Við gátum séð við skin stjarnanna, að þessi bygging, sem við vorum komn- ir að, var hin furðulegasta. Við vorum orðnir órólegir að biða eftir að mnnkarnir gætu opnað hliðið, það er eng- inn val'i á því, að því hefir verið lokað með öllum slám og slagbrönduqi sem til voru, eins og þeir byggjust við að Serkir mundu þá og þegar gera áhlaup á klaustrið. Þar til fyrir nokkrum árum, voru engar dyr á virkisveggn- um; allir sem komu til klaust- ursins voru teknir upp á virk- isvegginn í körfu, sem dregin var upp með vindu, sem 'stóð út af veggnum. Loksins opnuðust dyrnar og við ókum inn í forgarðinn. Þar skildum við eftir bílaiia. Þaðan var okkur vísað í gegn- um lágar dyr inn á svæði, sem var þéttsett hvitum, litlum steinhúsum; frá því sviði lágu margar og breiðar tröppur upp til klaustursins. Við fundum sterka reyk- elsislykt, þegar við fórum fram hjá klaustur-kirkjunni. Loksins eftir langa göngu komum við upp á breiðar svalir, sem eru á framhlið klausturbyggingarinnar. Það- an var mér fylgt inn í litið herbergi, skreytt að frönskum hætti, frá síðustu öld. Þar sátu sex aldraðir munkar við borð, og logaði ljós á afar- skrautlegum lampa yfir höfð- um þeirra. Virðulegur gráhærður munk- ur stóð upp frá borðinu og heilsaði mér vingjarnlega. Það var erkibiskupinn yfir St. Catherine klausturumdæminu. Eg hafði mætt honum áður í Cairo á Egyptalandi, er hann bauð mér að heimsækja klaustrið. Við sátum góða stund og töluðum um alla heima og geima. Hann var með af- brigðum fróður um alt merki- KAUPIÐ ÁVALT LUMBER i hj& . THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 ZIG-ZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5' 2 Tegundir SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunnl vindlinga pappir, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLÁ KÁPA “Egyptien’’ úrvals, h v 11 u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaf8ir I verksmiSju. Bi8ji8 um “ZIG-ZAG” Blue Cover legt, sem var að gerast í heim- inum, og hinn viðfeldnasti í samræðu. b)r við höfðum talast við um stund kom ungur munkur með bakka og glös ásamt vín- flösku, og skál með ávaxta- mauki. Vín þetta kölluðu þeir “Arak.” Þeir búa það til úr döðlum, og er það injög Ijúffengt, en á sama tima á- fengt. Við drukkum tvö glös af því og átum ávaxtamaukið með. Því næst var mér vísað til svefnherbergis. í því var stórt rúm, uppbúið með hin- um skrautlegasta og dýrasta rúmbúnaði sem eg hefi séð. Ábreiður og teppi útsaumuð með gulli og silfri, auk rúms- ins var: skrautlegur legubekk- ur úr íbenvið, yfirklæddur með gullofnu skarlats-áklæði, þar var og stóll og þvottaborð, hvorutveggja skrautgripir hin- ir mestu. Á herberginu er einn gluggi, og sézt útum hann ofan í garðinn, þar sem cyprus-trén eru, ásamt velhirtum rósa- runnum og margslags blóm- um. Eg sofnaði vært, þreyttur eftir eyðimerkurferðina. Eftir að eg hafði sofið góða stund vaknaði eg við dimt og hljóm- laust hljóð, sem kom frá á- haldi, sem slegið er á með viðarkólf, og er slík hljóm- laus klukka brúkuð í grísk- um klaustrum til þess að kalla munkana til bæna að nóttunni til. Eg leit upp, en það var koldimt í herberginu. Þessi hringing var eitthvað einkennilega óþægileg, hljóðið djúpt og dimt. Eg kveikti og leit á úrið mitt og það var á inínútunni þrjú. Eg fór á fætur og gekk út á svalirnar, og sá eg þaðan, þó dimt væri, hvar svartklæddar verur voru að paufast ofan tröppurnar, sem lágu niður að klaustur- kirkjunni. Það voru munk- arnir að fara til nætur-bæna. Eg lagði mig aftur til svefns og svaf vært þar til eg vaknaði klukkan sjö við silfurskæran klukknahljóm. Það var hring- ing til morgun-guðsþjónustu, sem byrjar kl. 7. Eg klæddi mig sem bráðast og gekk út á svalirnar að virða fyrir mér klaustrið að utan, og þetta afar einkennilega og stórkost- Iega umhverfi. Kl. 8 kom ungi munkurinn, sem bar okkur vínið kvöldið áður, og bar á borð hinn á- kjósanlegasta morgunverð. Eg settist einn að borði, því fé- lagar mínir voru einhversstað- ar í gestahúsunum út við múrinn, sem eg sá kvöldið áður. Er eg var seztur að snæðingi, veit eg ekki fyr til en inn kemur gríðarstór og illilegur fresköttur, hann sýndi enga hæversku, heldur hljóp upp á borðið og hrifsaði með klónni stórt fiskstykki og hljóp svo út. Eg spurði siðar um hvernig stæði á þessum grimma og ljóta ketti, en þeir sögðu mér að þeir hefðu nokkra slíka, til að veiða og drepa höggorma og anriað ill- þýði, sem skriði inn í klaustr- ið. Eg fann eins og ósjálfrátt til þess, að það var næstum furðulegt að vera staddur í þessu merkilega klaustri, ein- hverri elztu stofnun sinnaé tegundar í heiminum. Það var þegar á annari og þriðju öld, að helgir menn, sem voru orðnir leiðir að á siðleysi og spillingu sinnar aldar, flúðu út úr mannfélag- inu og leituðu sér næðis í ein- veru út á eyðimörkum, eyjum eða öðrum afskektum stöðum. Margir leituðu út á Sinaí-eyði- mörkina, sem var sérstaklega heilög i hugum þeirra, sökum sagnanna um flótta Gyðing- anna, og allra þeirra krafta- verka, er sagnirnar setja i samband við það, og þá var sá staður ekki sízt heilagur þar sem Guð talaði við Móses og gaf honum boðorðin. Þess- ir helgu menn lifðu fyrst framan af í hellum eða holum, eða jafnvel uppi á eyðifjalla- tindum. Sínaí-fjallið, eða Jebel Musa — Mósesfjallið — var þeirra helgasti staður—St. Catherine klaustrið stendur við rót þess. ■—- Annar helgur staður þar er kendur við hinn brennandi runn. Jivaðan Guð talaði til Móses. Rringum þann stað hafa munkarnir bygt sér kapellur. Á blómatíð Byzantiska rík- isins voru Arabar mjög upp- víðslusamir og gerðu þessum Sínaí munkum margar skrá- veifur; brutu og rændu þess- ar kapellur þeirra, skemdu sakramentið fyrir þeim, og oft og einatt myrtu þá sjálfa. Þegar Sínaí einsetumennirnir voru svo hart leiknir af Aröb- um, beiddu þeir Justinian keisara í Konstantinopel ásjár og sérstaklega að byggja þeim klaustur svo öflug að þeir gætu verið óhultir fyrir árás- um Araba. (Framh.) Nefnd hollenskra lækna, sem dvalið hefir í Austur Indíum, hefir gert merkilega uppgötvun. Á smáeyjunni Corontalo eru 90 af hverjum 100 íbúum örfhentir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.