Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1939 SALMON SANDWICH \ J.ax-smtirninjfar De I.uxe TakiS beinin úr og notiS litla könnu af laxi. BlandiS meS tveim matskeiSum af sterkri næpu-mayonnaise t e g u n d. SmyrJiS vel mllli brauSsnelS- anna, makiS smJSri aS utan ft bftSar hltSar, ng brúniS vlS hægan hlta; heillS síSan yfir smurningana bræddri ostsðsu. pað eru svo margar ljöffengar teg- undir af canadiskum FISKI ár inn og íi.r út, hvar sem þér eigið heima, að 6r nægu er ávalt að velja til þess að auka á fagnað fjölskyldu- máltlðarinnar. Og munis, aS fiskur er nærandi og auSmeltur. SpyrjiS matsalann um þær fisktegundir, sem hann hefir, og neytiS oft fiskjar meS fjölskyldu ySar. DEPARTMENT OF FISHERIES, OTTAWA Kartöflu og Fiskkökur FlaklS pund af niSUrsoBnum eSa soSnum fiskl og látiS 1 skaftpott. BræBiS hægt % pd. af ostl ! tvíseySara, og blandlS meS % bolla mjólk; heiliS þessu yfir fiskinn; mak- IS sfSan yflr þenna jafning kartöflumauki og fóSriS-skaft pottlnn aS ofan meB óbök- uSu smftkökuefnl. BaklS síS- an I 425° heitum ofni þar til kökurnar eru bakaSar. Department of Fisheries, Ottawa. Please send me your 52-page ---------. Booklet, “100 Tempting Fish Recipes’’. 155 | Name.................................. ■ (PLEASE PRINT LETTERS PLAINLY) ( Address.............................- I FL-16 | ■ I KONXJR . ■ . Skrifið eftir ókcypis bœklingi —Eg er altaf að tapa og senn verð eg eignalaus! —Hvernig víkur því við — þú ert þó einhleypur maður? —Ja — þú segir það! En gáðu að einu: Eg hefi legið í sífeldu trúlofana-braski síð- an í hitt eð fyrra. Og það tekur upp á budduna, lasm! G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) 12 oz....$1.00 25 oz. $2.15 40 oz....$3.25 GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta ftionifisgerö í Canada This atlvertiwement is not inserted by the Government Liiquor Control Com- mÍHHÍon. The Commlssion is not responflible for statements made as to quality of products advertised. Námskeið Bandalagsins Bandalag lúterskra kvenna var að vinna að því síðastliðið ár að koma á fót námsskeiði fyrir ungt fólk i ánægjulegu umhverfi meðan, sumarið réði rikjum. Konurnar unnu að þessu með iniklum áhuga, en einnig með nokkrum ótta að þetta kynni að mishepnast. Þær vissu að vísu að fcumar- dvalir stærri eða minni hópa fólks til líkamlegrar hressing- ar og andlegrar hvatningar tíðkuðust mjóg bæði í Banda- ríkjunum og Canada, og að þess háttar mót hafa farið mjög í vöxt á síðari árum; en þetta var nýtt meðal Vest- ur-íslendinga. Ekki var víst, að við næðum réttum tökum á þessu starfi, og ekki var heldur vist, að vestur-íslenzk æska hefði löngun til að sinna þessari viðleitni. Það hafði jafnvel fengið fremur daufar undirtektir á fundum ungs- fólks. Ennfremur var bent á að tíminn, sem valinn var í ágúst-mánuði, væri ekki hent- ugur fyrir hveitibygðirnar sökum anna, sem þá stæðu yfir. Við þetta varð ekki ráð- ið, þvi staðurinn, sem valinn var, fékst ekki annan tíma. Hvað um það, undirbúning- urinn hélt áfram. Konurnar kusu nefnd presta sér til að- stoðar í þessu máli. f henni voru: Valdimar Eylands, Egill Fáfnis, Haraldur Sigmar, Bjarni Bjarnason og Búnólf- ur Marteinsson. Þeir lögðu nokkuð til með umræðuefni og kennaraval. Nú er námsskeiðið liðið hjá, að þessu sinni, hófst um miðj- an dag laugardaginn 12. ág. og lauk starfi sinu á hádegi mánudaginn 21. ág. Hvernig hepnaðist þá þessi fyrsta tilraun? Fram yfir heztu vonir. Eg hygg reyndin hafi verið betri en nokkur þorði að vona. Fyrsta samkoma mótsins var haldin á laugardagskvöld, og hófst kl. 8. Samkomunni stýrði séra Sigurður ólafsson; flutti hann fagurt ávarp. Sami hlýi andinn kom fram i ræð- um hinna sem ávörpuðu ung- mennahópinn, en það voru þær Miss Kristín Skúlason, eftirlitskona stúlknanna, Mrs. H. F. Danielson skrásetjari og féhirðir fyrirtækisins og Mrs. Ingibjörg ólafsson, forseti Bandalags lúterskra kvenna. Næsta dag, sunnudaginn 13. ágúst fór fram guðsþjónusta og var séra Sigurður ólafsson prédikarinn. Um kvöldið var samkoma, sem ungmennin sjálf önnuðust að nokkru leyti. Eitt þeirra flutti erindi um Lúter. Ennfremur sýndi séra Egill H. Fáfnis myndir. Næsta dag hófst aðalstarfið, og var alla virka daga þeirrar viku fylgt sömu niðurröðun hlutverka. Var starfsskráin eitthvað á þessa leið: Kl. 7.30 f. h., klukku hringt til fótaferðar; kl. 8, morgun- verður; kl. 9, söngflokksæfing; kl. 9.30—-9.40, guðræknis- stund; kl. 9.40—10.20, kensla; kl. 10.20—10.40, frístund; kl. 10.40—11.20, kensla; kl. 11.20 —12, söngur; kl. 12—12.30 e. h., iniðdagsverður; kl. 12.30 —2, hvíld og skemtun; kl. 2— 2.45, fyrirlestur; kl. 2.45—5, sund og aðrar iþróttir; kl. 5— 5.30, kvöldverður; kl. 5.30—8, söngur og aðrar skemtanir; kl. 8—9.30, samkoma unga fólksins; kl. 9.30—10, kaffi- hressing og samtal; kl. 10.30, allir komnir til náða. Þannig liðu dagarnir frá mánudegi til laugardags. Nið- urröðun þessi hafði það sem aðal augnamið að láta hlut- fallið milli skemtunar og and- legrar fræðslu vera sem rétt- ast. Ef öllum deginum hefði verið varið til andlegra starfa er líklegt, að veran hefði verið þreytandi. Ef öllum tímanum hefði verið varið t illíkams- æfinga, hefði andlega gagnið orðið lítið, og jafnvel skemt- anirnar sjálfar hefðu mist eitt- hvað af eldi áhugans. En með þessari tilhögun gátu allar stundir dagsins orðið unaðs- legar. Þegar menn voru bún- ir að þreyta hugann við and- leg viðfangsefni, var það svo dásamlegt að fara út að leika sér. Lífið svall í æðum af unaði yfir því að vera lifandi. Frá skemtunum komu menn til kenslunnar hvíldir og hrestir með yndi af því að eiga kost á fræðslu um eitthvað guðlegt og gott. Skynsamleg niðurröðun á hlutverkum og viðfangsefnum í lífi manna á jörðunni gæti verið markverð- ur þáttur í því að gjöra æfi þeirra unaðsríka og nytsama. Mark Hopkins hét frægur kennari í Bandaríkjunum á síðastliðinni öld. Sú spurning var einu sinni lögð fyrir mann nokkurn: hvað er skóli? Svar- ið var: Skóli verður til hvar sem Mark Hopkins fær sér sæti ef lærisveinn situr við hlið hans. Beztu eiginleikar skóla koma stundum í ljós, þar sem útbúnaðurinn er hinn fátæklegasti. Það er kennar- inn sem mestu varðar, lifandi persóna sem vill fræða og þroska, og hefir náð í eldinn frá hinu helga altari guðlegrar og mannlegrar þekkingar og hefir mátt til að kveikja þann eld hjá öðrum. Ekkert skal hér sagt um hve mikil var glóðin hjá þeim, sem kendu og fluttu erindi á þessu sæludalsmóti; en eg hygg að þeir hafi allir gefið fúslega af þeim andans gæð- um, sem þeir höfðu eignast. Skal nú sagt frá því, hverjir þeir voru og um hvað þeir ræddu. Séra Sigurður ólafsson talaði um kristindóminn: (a) á heimilinu, (b) í fermingunni og uppvextinum, (c) hjá æskumanninum þegar hann fer út í heiminn. Séra Bjarni A. Bjarnason ræddi um Biblí- una: (a) hvernig hún varð til, (b) ljós það, sem gröftur í fornum rústum hefir varpað á hana (c) staða hennar í nú- tíðar menningunni. Séra Egill H. Fáfnis flutti erindi um sunnudagaskólakenslu og ung- mennafélög. Séra Rúnólfur Marteinsson tók til meðferðar örfá atriði úr kirkjusögunni: (a) Ágústínus kirkjuföður, (b) Franz frá Assissi, (c) brot úr kirkjusögu íslands sérstak- lega að því er snerti biskup- ana Jón ögmundsson og Guð- brand Þorláksson. Séra Har- aldur Sigmar talaði um áhrif og gildi safnaðarsöngs. Séra Carl Olson dró upp myndir af hinni örfandi, ögrandi hönd, sem lífið réttir að æskunni. Séra Jóhann Bjarnason sýndi fram á dýrð hins dýpra trú- arlífs og nauðsyn þess. Séra Valdimar Eylands ræddi um þau andlegu einkenni, sem fylgt hafa lúterskri kirkju á öllum tímum; sál lútersku kirkjunnar. Miss Sella John- son snerti hjarta tilheyrend- anna með glóðþrungnum orð- um um kristindóminn og hvöt hans til æskunnar. Að vaða eða synda í vatn- inu var dagleg skemtun. Mr. Oscar Sólmundson, kennari frá Gimli, kom einum tvisvar sinnum á staðinn og veitti á- gæta tilsögn í sundi. Á landi var stundum farið í boltaleik og á hverjum degi höfðu ung- lingarnir gaman af því að vega salt. Einn daginn var farin skemtiför til Camp Morton. Sá staður er við ströndina ein- um þremur mílum norðar, sumarbústaður fyrir börn, starfræktur af rómversk-ka- þólsku kirkjunni. Það sem merkilegast er við staðinn er hið dásamlega skraut sem kirkjan hefir þar bætt við fegurðina, sem þar var áður. Eitt kvöldið fór allur hópur- inn ofan í fjöru, kynti þar mikið bál, sat svo kringum eldinn, borðaði soðna langa, söng og sagði sögur. Á fðstudagskvöldið í þessari viku kom kvenfélagið á Gimli færandi hendi og hresti alla á kaffi og öðru góðgæti. Á sam- komunni það kvöld fóru prest- árnir úr alvöruskrúðanum og sögðu ýmislegt sem vakti hlát- ur og gleði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.