Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1939 5 stóla og voru fullstórir til þess. Tvö rifin voru sett upp hvort á móti öðru við inn- ganginn, og mynduðu boga svo háan að hann náði manni langt upp fyrir höfuð. Eg vil ráðleggja öllum fslendingum, sem til Seattle koma, að skoða þetta mikla, gamla og ein- -hennilega skip. Þegar maður gengur um það finst manni eins og því skapist lifandi sál, er hvísli að manni ótal sögum og æfintýrum, sumum hrif- andi og hryggjandi, öðrum gagntakandi og gleðjandi. Á meðan við vorum á skip- inu fór Hallgrímsson leiðsögu- maður minn afsíðis með manni, sem hann þekti, til þess að tala við hann. Á með- an hlustaði eg á þrjá menn, sem töluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir deildu um Roosevelt forseta. Einn var eindreginn fylgismaður hans, hinir einbeittir og ill- vígir andstæðingar. Þeir for- mæltu honum niður fyrir allar hellur í sambandi við stefr.u hans í fátækramálunum: “Hann dekrar við þetta hyski,” Sagði einn þeirra, “eins og það væru englar eða einhvers kon- ar dýrðlingar.” Roosevelts sinninn andæfði þessu eindreg- ið og skynsamlega og loksins hitnuðu umræðurnar svo að einn þeirra kvað iiiaklegt að taka allar þessar bölvaðar landeyður og skjóta þær. Eg hlustaði á þegjandi; dauðlangaði til þess að leggja orð í belg, en hélt að þögnin væri heppilegust í þetta skifti. En i sambandi við þann, er síðast talaði datt mér í hug sagan um hann Svaða gamla á Svaðastöðum. Jón Jónsson sagnfræðingur tekur þá sögu til dæmis um hörku og mis- kunnarleysi einstakra manna á íslandi í| gamla daga. Sagari er þannig: “Harðindi voru mikil í landi og menn féllu af hungri og harðrétti. Sveitafélögin voru hálfsliguð undir styrk- veitingabyrði til einstakra manna. Var það þá að sveit- arhöfðingi nokkur (Svaði á Svaðastöðum) taldi það einu úrlausnina að ráða af dögum alla fátæklinga; lét hann safna þeim saman á einn stað og skipaði þeim að grafa stóra og djúpa gröf. Þegar því var lokið ætlaði hann að dysja þá allá i gröfinni. Þegar gröfin var fullgerð, kom hann ríð- andi til þess að líta yfir verk- ið; en svo tókst til að stykki sprakk undan þunga hestsins úr grafarbarminum, féll bæði maðurinn og hesturinn i gröf- ina og fórust þar báðir.” Mér lá við að segja mann- inum þessa sögu, en af því hún var frá íslandi, þótti mér hún of ljót til þess að þýða haná á enska tungu. En mér dettur þessi saga oft í hug þegar eg heyri suma alda sauði jarma ónot i garð vesa- lings styrkþeganna sem mann- félags fyrirkomulagið hefir bannað allar sjálfstæðar bjarg- ir. Eg heyrði það annars víða á Ströndinni að menn voru and^tæðir Roosevelt sökum þess hversu ant honum væri um atvinnuleysingjana. Eg fyrir mitt leyti tel það einn hans stærsta kost og bezta, Þótt hann eigi þá marga stóra °S góða. (Framh.) Ur borg og bygð Gefin saman í hjónaband á prestsheimilinu í Árborg, Man. þann 9. sept., Sigurjón Kar- velsson, Árborg, Man. og Guð- rún Jónasson, Geysir, Man. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður i grend við Ár- borg. 4- 4- í verzlun Steindórs Jakobs- sonar geta íslendingar nú fengið bæði skyr og mysuost. Hvorttveggja eru íslenzkir réttir, sem flestum bragðast vel og eru heilnæmir. Veitið athygli auglýsing lá öðrum stað í blaðinu. 4- 4 Hin árlega hlutavelta Sam- bandssafnaðar, verður haldin mánudagskvöldið þann 16. október n.k., í samkomusal kirkjunnar. Margir góðir og eftirsóknarverðir drættir verða þar á boðstólum. Þessi hluta- velta verður ein sú stærsta og vandaðasta, sem haldin hefir verið. Komið öll, sem getið, bæði til að skemta ykkur og reyn'a lukkuna. — Takið eftir auglýsingum í næstu blöðum. 4- 4- Allir, sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjó Davíð Björnsson, 853 Sargent Ave. (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldur frimerki eða peninga. Hvert póstkort kostar lOc, og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveinsson listmálara, en hann var einn i þessum hóp, sem lenti við Gimli 21. október 1875. 4- 4- Þessar hjónavigslur voru framkvæmdar af séra K. K. ólafssyni í Seattle: 6. ágúst—Henry W. Evans frá San Francisco og M. Evangeline Johnson frá Seattle. Brúðurin er dóttir hinna látnu merkishjóna Mr. og Mrs. F. R. Johnson. Mr. Evans er verzlunarumboðsmaður. Verð- ur heimili þeirra í San Fran- cisco. 12. ágúst—James William Johnston og Victoria Joanne Pálmason, bæði til heimilis í Seattle. Bæði eru þau útskrif- uð af University of Washing- ton. Hann er lögfræðingur en hún kennir pianospil. Er hún dóttir Mr. og Mrs. Thorsteinn Pálmason. Heimili þeirra verður i Seattle. 4 4 Þann 29. ágúst lézt Þuriður Jónasdóttir að heimili sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Jón Magnússon I Seattle. Hún var ekkja Magnúsar Guð- mundssonar, er lézt í New York 1887 á fyrsta sólarhring eftir að þau lentu þar á leið frá íslandi. Varð Þuríður þá að hverfa heim til ættjarðar- innar aftur með tvo drengi sína, Jón og Guðmund. Henni fæddist einnig dóttir Ragn- heiður eftir lát föðursins. Eru börn hennar dáin nú nema Jón. Fluttist hún með honum til Ameríku á ný 1913. Hefir verið til heimilis í Seattle sið- an 1916. Hún var fædd að Fögruskógum í Kolbeinsstaða- hrepp í Hnappadalssýslu. Lengi til heimilis að Flóða- tanga i Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Vantaði aðeins fáa daga að hún fylti sitt áttugasta og áttunda aldursár (f. 12. sept. 1851). Var heilsu- biluð siðustu árin, en naut ástríkrar umönnunar. Táp og myndar kona i hvívetna. 4 4 GJAFIR TIL BETEL í júlí 1939 Mr. J. G. Johnson, Winni- peg, Candy; Mr. G. W. Arna- son, Gimli, Man., 48 Boxes Strawberries; “Einlægur vin- ur” Cavalier, N.D., $3.00; Mrs. Kristín Hinrikson, Church- bridge, Sask., í minningu um eiginmann hennar, Magnús Hinrikson, ep lézt 4. nóv. 1937, $50.00. i ágúst 1939 Mr. S. Sölvason, Winnipeg, $1.00;Vinkona í Selkirk, Man., $5.00; Vinur, Lundar, Man., $5.00; Mrs. Pálína G. Good- man (Wynyard, Sask.), i minningu um mann sinn, Guðmund Goodman, $3.00; Mrs. B. Currie, Winnipeg, 5 lbs. yarn and floor rug; Arn- grímúr Johnson, Minneota, Minn, $10.00; kvenfélag Mel- ankton safn., í minningu um þrjá frumherja Mouse River bygðar, sem látist hafa á þessu ári — Valmundur Sverrirson, Jón Sigurdson, Guðbjartur (Jónsson) Johnson, $10.00; Staff of Good Samaritan Hóspital, Rugb\^, N,D., per Miss Josephine Stennes, Supt., in memory of the late Mr. G. B. Johnson of Upham, N.D., $15.00. Nefndin vottar öllum gef- endum innilegar þakkir fyrir þessar gjafir. ./. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg. Winnipeg. ONE MONTH’S FREE TOITION to ttie first 3 Ments beginning s Business Course, enrolling Mnnday, Sept. 18, with the WINNIPEG COMMERCIAL SCHODL (tbove Brathwaites) Exceptionally easy of access by bus and car from all parts of the city and environs. Students receive INDIVIDUAL INSTRUCTION Bookeeping Pitman Shorthand Speedwriting Gregg Shorthand Typewriting Penmanship Business Correspondence and Punctuation Review students as well as beginners will receive every attention OUR SPECIALINTRODUCTORY OFFER To All Students Enrolling This Fall: Day School $ 15.00 per month Half Days 8.50 per month Evening Classes 4.00 per month EVENING CLASSES ARE THURSDAY OF EACH CONDUCTED MONDAY AND WEEK, FROM 7:30 TO 9:45 All our Typewriters are the New Master Underwood Typewriter We Invite You to Visit Our Exceptionally Bright, Clean, Airy Premises PHONE US—24 680 WRITE US—203 Sterling Securities Building. ENROLLNOW WINNIPEG COMMERCIAL SCHBBL 203 Sterling Securities Bldg. 4251/2 PORTACE AVENUE Office Routine Spelling Rapid Calculation Burroughs Calculator Comptometer Dictaphone

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.