Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1939 fi | ' iHJ E'llllllllllllllllllllllllllllliillllllllllilllllllllllllllllWIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIttlllllllllllllllllllllltlUlllllllillllllllllllllUIIIIUIIIHIIIIIIIIIUllllUIIIIIIUUIiy Leyndarmálið í turninum | Eftir ANTHONY HOPE aiiiuuuiuiiuiiuiiiiiiiiiuimiiiHiiuiuiiiiiimiiiiiiiiiiiniiiiininiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminuMiiihp Tveim mínútum síðar kom hár maður fram úr skugga að baki þétts og allstórs buska, er var beint á móti Turnhúsinu. Alec Naylor kafteinn hafði séð geislann af vasaljósi ókunna mannsins á götunni, og eftir fjögra ára æfing í Frakklandi var hann vel leikinn í að nálgast eitthvað hávaða- laust. En þessa stundina fann hann, að hugsunin var ekki eins, fjörug eins og fæturnir. Hann var þarna alt í einu, vegna ljósglampans, hrifinn út úr þægilegum hugsunum og athyglinni beint að alt öðru og ólíku efni. Pað höfðu verið skuggar þeirra, hans og Cynthiu Walford, sem flokksfor- inginn og ókunni maðurinn sáu á blæjunni hjá Dr. Mary. Eftir að hafa “gengið heim” með Cynthiu, hafði hann — jæja, verið kominn fast að því að biðja hennar, en ekki látið af því verða, íremur vegna eigin varkárni heldur en af því að hann yrði nokkurrar andúðar var hjá stúlkunni. Jafnvel eðlileg hæverska blindaði ekki hugarsjón hans fyrir þessu. Hann var þrunginn af með- aumkvun, af ástarþrá, af glaðværri sigurvissu ungs manns, og óskaði þess hálfgert að hann gerði það ekki, að eins vegna þess að hin skín- andi von, gat enn um stund glampað sem laðandi ljós í hug hans og hjarta. Hann var í sjöunda himni ástarsælunnar, sein hærra reis hjá honum flestum öðrum inönnum, því honum var í hjarta borið hærra sjónarsvið. Mitt í þessuin Ijúfu hugleiðingum sínum hirtist Alec Ijósglampinn á veginum, og af gam- alli stríðsreynslu skaust skyndilega upp i huga honum: “Hamingjan góða! Eg verð að fylgja þessu eftir — alveg eins og í gamla daga!” muldr- aði hann lágt með sjálfum sér og brosti. Og hara að gamni sínu gerði hann það, læddist eftir heiðardrögunum fram með veginum hávaðalaust og furðu liðlega innan um buska, lyng og burkna- flækjur. Geisli vasaljóssins skein nú óhindraður; ókunni maðurinn var við rannsókn sína. Eftir því stýrði Alec kafteinn för sinni, og komst á bak við buskann andspænis Turnhúsinu rétt í tíma til að heyra flokksforingjann segja: “Mrs. Will- nough þvottakona, Inkston,” og sjá félagana tvo fara sinn í hvora áttina. Á þessari vitneskju var lítið að græða. Hví skyldi maður ekki segja vininum heimilisfang sitt? En svo var yfirvegun Turnhússins! Um hana ætti Beaumaroy vissulega að vita! Ef til vildi þýddi hún ekkert, en, á hinn bóginn, var hún kannske í einhverju skýni gerð. Þó höfðu mennirnir sýnilega skilið að fullu þetta kvöld, og frá þessu mætti segja Beaumaroy næsta dag; nú gæti hann því sjálfur horfið aftur til fyrri ánægju- legra hugsjóna — og heimleiðis í glöðu sinni til hvílu sinnar. Eftir að komast að þessari skynsamlegu nið- urstöðu, var Alec í þann veginn að snúa burt frá garðshliðinu, þegar hann heyrði að húsdyrahurð- in var gætilega opnuð, og jafngætilega lokað aftur. Herþjónustan hafði vanið Alec kaftein við að stara inn í rökkurhúmið, og hann tók eftir háum líkama Beaumaroys, sem læddist gætilega niður eftir mjóa steinlagða stígnum frá húsinu. Á næsta augnabliki glampaði annað vasaljós út í myrkrið, ekki nú í fjarlægðinni, heldur beint framan í hann. “Hvað er þetta, þér, Naylor!” hrópaði Beau- maroy undrandi í lágum, hljóðum. “Eg — eg — nú, jæja, þetta er nokkuð seint—” Alec Naylor sá óðara hina broslegu afstöðu sína. Hann hafði verið að leika lögreglumann, en varð nú auðsjáanlega sá, er grunurinn lenti á! “Bíðið andartak, og eg skal skýra afstöðu mína að fullu,” sagði Alec kafteinn, meðan ljósið enn skein framan í hann. Beaumaroy leit snöggvast um öxl upp að hús- inu, kipraði varirnar ögn einkennilega eins og hann stundum leyfði sér að gera, og sagði um leið: “Jæja, gamli félagi, kómið þá inn og fáið yður eitt staup áður en þér skýrið þetta fyrir mér. Svei mér þá, ef eg fæ botnað nokkuð í því, hvers vegna þér standið glápandi hér inn í garðinn um miðja nótt! Með þeim tækifærum, sem yður eru opin, ættuð þér að hafa eitthvað betra fyrir stafni á jóladagskvöld.” “Er það alvara yðar að eg skuli koma inn?” Nú var það Alec kafteinn, sem lét í ljós undrun sina. “Hví í skollonum ekki?” spurði Beaumaroy vingjarnlega í óþolinmæðis-tón. Svo sneri hann við og gekk á undan heim að Turnhúsinu. Einhvern veginn fanst Alec kaf- teini að þetta tilhoð urn að koma inn, hefði sér síðast af öllu dottið í hug að fá, eins og á stóð. VIII. KAPÍTULI. Alec kafteinn brýnir röddina. Beaumaroy gekk á undan inn í stofuna, og Alec kafteinn á eftir honum. “Eg hélt reyndar að hinn gamli vinur yðar kærði sig ekki um að fá gesti,” sagði hann til áframhalds samræðunni. “Hann var þreyttur í kvöld og geðstirður, svo eg kom honum í rúmið og gaf honum sefandi drykk — eitt af því, sem vinur okkar Dr. Ark- royd sendi honum. Hann kyrðist fljótt og varð eins og lamb, aumingja gamli maðurinn. Ef við tölum ekki of hátt, gerum við honum ekkert önægði.” “Eg get á fáum mínútum skýrt fyrir yður komu mína hingað.” “Verið ekki að hraða yður,” svaraði Beau- maroy, og gekk að skápnum til að sækja hress- inguna, er hann hafði boðið gesti sínum. “Eg er eitthvað einmanalegur í kveld,” mælti hann bros- andi. “Svo eg lét það eftir sjálfum mér að bjóða yður að koma inn, Naylor. En látið mig nú í öllum bænum samt sem áður heyra sögu yðar.” Undrunin — eða, að því er jafnvel virðast mátti, óttinn — sem lýsti sér hjá Beaumaroy, við að hitta Alec þarna, hafði nú breyzt í þýðlegt og þreytulegt viðmót, sem varði meðan kafteinninn skýrði tilefnið að því að hann væri þarna staddur — hvernig kurteisi hans og göfuglyndi hafði leitt til þess, að hanrr var á ferð um heiðargötuna svona seint að kvöldi, og hvers hann hefði orðið þar var. “Þér höfðuð gætur á þeiin, eins og við átti,” sagði Beauinaroy með dauflegu brosi. “Maður lærði ýms kænskuhrögð í Frakklandi. Þér sáuð víst ekki framan í þá, býst eg við?” “Nei, það var of dimt til þess. Eg þorði ekki að bregða upp ljósi, þó eg hefði það. Þeir sneru líka baki við mér. Annar virtist hár og grannur, hinn stuttur og stumparalegur. En eg gæti ekki tekið eið að því, að eg þekti þá þótt eg sæi þá aftur.” “Og þér segið, að þeir hafi farið sinn í hvora áttina?” “Já, hái maðurinn áleiðis til Sportsfield, en hinn til Inkston.” “ó-já, stutti og stumparalegi maðurinn fór til Inkston?” Beaumaroy hafði tylt sér á þrífætta hnakkinn á móts við stóra stólinn, sem Alec sat í, reykti pípu sína og fléttaði hendur framan við hnéð. “Mér virðist ekki, að þetta hafa mikla þýðingu, en þakka yður þó mjög vel fyrir að hafa sagt mér frá þvi. Stutti náunginn er líklega heimamaður, hinn ókunnugur, en þorpsbúinn sennilega verið að fylgja þessum kunningja sín- um á leið og þá bent honum á eitt af hiríu ein- kennilega hér í nágrenninu. Það ganga ýmsar sögur um Turnhúsið, eins og þér vitið — gömul munnmæli. Er jafnvel sagt, að hér sé reiint, og eg veit ekki hvað annað!” “Þó einkennilegt sé, þá heyrðum við söguna um þetta við miðdegisverðarborðið í kvöld heima hjá mér,” sagði Alec. “Nú, einmitt það!” mælti Beaumaroy og leit upp. “Hvað þá, alt um—■” “Duggle kaftein, og djöfulinn, og gröfina, og alt það, sem þar gerðist.” “Hver sagði ykkur söguna?” Gamli Mr. Penrose. Þekkið þér hann, Hann á heima við Hástræti, nálægt Irechester heimil- inu.” Eg þekki hann vist í sjón. Svo hann var þá að skemta ykkur með þeirri gömlu sögn? Og þessi gömlu munnmæli hafa liklega verið orsök til þeirrar miðnætur yfirvegunar, er þér sáuð fara hér fram. Það var ofurlítil hugnun fyrir kurteisi yðar gagnvart Miss Walford.” Alec setti rjóðan, en svaraði hreinskilnislega: “Fyrir það átti eg engin laun skilið.” Tilfinn- ingarnar náðu nú mjög haldi á honum. Hann var afar viðkvæmur þetta kvöld og þarfnaðist samhygðar. “Beaumaroy, vitið þér um rauna- sögu þessarar stúlku?” Beaumaroy hristi höfuðið við því, og hlustaði svo á frásögn Alecs, sem hann lauk sinni vanalegu athugasemd um: “Að hugsa sér slíkan óþokka vera klæddan einkennis- búningi kóngsins hermanna, og gera sig sekan í öðru eins!” “Það er skammarlegt! En talið ekki mjög hátt!” svaraði Beaumaroy. Hann benti upp i stofuloftið brosandi, og sagði svo, án þess að minnast nokkuð frekar hinnar ljótu meðferðar á Cynthiu: “Eg geri ráð fyrir, Naylor, að þér a*tlið að halda áfram herþjónustunni?” “Já, auðvitað ætla eg að gera það.” “Eg fékk lausn úr hernufn. Eftir að eg kom út úr spitalanum, var mér veitt sjúkraleyfi, og það stöðugt framlengt; en þegár vopnahléð kom, var mér veitt fullkomin lausn. Veiklun mín var auðvitað talin sem ástæða, en — jæja, mér skild- ist að þeir vildi fremur losast við mig og teldi sér það lítinn skaða að eg færi.” Beaumaroy hafði nú lokið úr pípu sinni og brosti að eigin endurminningum. En Alec kafteini var ekki hlátur i huga. f andliti hans lýsti sér fremur sársauki, er hann mintist nú og frásagnar Punnits herforingja: her- þjónustulegt kæruleysi, eða jafnvel vanmáttur til þjónustunnar, var honum ekkert hlátursefni. En Beaumaroy virtist ekki taka eftir þessum van- þóknunarsvip á andliti Alecs kafteins. “Eg var því á lausum kjala. Verzlun mína á Spáni hafði eg selt; var þar í sex eða sjö ár, alveg eins og kafteinn — kafteinn — kafteinn—? ó, já, Cranster! — var i Bogota þegar eg innritað- ist, en hafði enga sérstaka ástæðu til að fara þangað aftur — og einnig, af tilviljun, enga pen- inga til slíkrar farar. Eg tók því þessari stöðu hér, sem bauðst mér plveg af hendingu. Eg gekk kvöld eitt inn í veitingastofu við Piccadilly, og rakst þar á gamla manninn minn, sem var þá í æstu skapi og rausaði með hávaða alls konar vaðal um stríðið, sein virtist nú ama hann. Þeir, sem þarna voru í stofunni, fóru svo að hæðast að honum, og eg held að einn eða tveir þeirra hafi ætlað sér að hrinda honum til og frá, til þess kannske að ná í peninga hans. Eg slóst í lið með honum, sem leiddi af sér nokkrar ryskingar. Að lokum kom eg honum upp í verustað hans — hann hafði herbergi í London, til gistingar þá nóttina — og til þess að stytta langa sögu, mætti segja, að okkur kom vel saman, og hann bað mig að koma, og vera hjá sér. Svo hér er eg nú, og með mér minn Sancho Panza, hinn heiðvirði fyrr- um flokksforingi Hooper. Mér er kannske fyrir- gefandi þótl eg óbeinlínis heri mig saman við Don Quixote, því sá herramaður er, auk annara sérkenna, alinent álitinn að hafa ekki verið með öllu viti.” “Þéssi Sancho Panza yðar hefir ekki af feg- urðinni að státa,” rnælti Alec þurlega. “Og hann er enginn engill heldur. Var rek- inn úr þjónustunni, og í haldi iftn tíma. Það er nú svona okkar á milli.” “Því í ósköpunum hafið þér þá þennan ná- unga í nálægð yðar?” “Beiningamenn geta ekki haft rétt til að kjósa. Auk þess hallast eg mjög að þeim, er óhæfir reynast.” “Það hafði Punnitt Iíka sagt, og Alec Naylor gat ekki dulið ógeð sitt á slíku. “Það er einmitt sá andi, sem við þurfum að berjast gegn!” hróp- aði hann með töluverðri áherzlu. “Fyrirgefið, en eg verð að biðja yður svo vel gera, að brýna ekki röddina.” Alec lægði róminn fáein augnablik, en hér var verið að brjóta í bága við aðal-atriðið í hugsjón- um hans sein fyrirliða i kóngsins þjónustu, og hann gat ekki á sér setið að segja með áherzlu: “Það er skaðvænt og er undirstaða allra okkar vandræða. Sé létt tekið á brotum einstaklinganna, þá leiðir slikt af sér almennan mótþróa og gerir ómögulegan allan heraga. Eg vil láta sýna strangt réttlæti, en enga iniskunn, ekki hina minstu.” “En þér sögðuð um daginn í Fornasetri, að stríðið hefði gert yður viðkvæman.” “Já, það sagði eg. Er það harka að vilja ekki leyfa hinum óstýrilátu að verða orsök í dauða góðra manna? Miklu hetra er að taka líf afbrotamannsins, sé annars hvors líf í veði.” “Þessi skoðun yðar hefir mikið til sins máls. En kæri Naylor, eg vildi heldur að þér töluðuð ekki svona hátt.” “Æ, skollinn hafi það!” sagði Alec ergilegur yfir því að vera mintur á þetta rétt þegar hann var að ná sér niðri með mótmælin. “Þér segið ýmislegt, sem eg hvorki get eða vil láta fara fram hjá mér, og—” “Eg hei’ði sannarlega ekki beðið yður að koma inn, hefði eg haldið að þér hrýnduð röddina svona mikið.” Alec áttaði s.ig nú. og mælti: “Fyrirgefið, kæri félagi! Eg gleymdi mér — gleymdi gamla manninum!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.