Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1939 -----------Högberg---------------------- GefitS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, LISDTKD 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave„ Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Eimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Aukaþing vegna átríðsins Canada hefir af frjálsum vilja, og á eigin ábyrgð í nafni þjóðréttinda sinna, sagt Þýzkalandi stríð á hendur; þetta gerðist á sunnudagsnóttina var; þingi hafði verið stefnt saman til aukafunda á fimtudaginn vegna Norðurálfustríðs- ins með það fyrir augum, að kveða á um afstöðu hinnar canadisku þjóðar til virkrar þátttöku í frelsisstríði lýðræðis- þjóða gegn kúgun og vitfirring Nazismans þýzka; og nú hefir Canada, einhuga og alráðin í orði jafnt sem athöfn, skipað sér í brjóstfylking þeirra máttarvalda, er af heitastri einlægni bera fyrir brjósti fæðingarrétt hins frjálsborna manns hvar sem honum er í sveit komið án tillits/til hnatt- stöðu og annara ytri ástæðna; hörð verður sú barátta, og lapgvinn getur hún orðið líka; þó verður í hvorugt horft, þar sem vitað er, að framtíðarfrelsi komandi kynslóða er í húfi; helgrímu Hitlerismans verður svift af ásjónu alls lýðs hvað sem það kostar, og hversu þungbærar, sem fórnirnar kunna að verða. Svo fagurlega endurspeglaðist canadisk þjóðeining í þinginu, er striðsyfirlýsingin fékk framgang, að til fyrir- myndar verður jafnan talið; í öldungadeildinni kom ekki fram ein einasta hjáróma rödd, og aðeins fjórir þingmenn neðri málstofunnar andæfðu þátttöku hinnar canadisku þjóðar í herferð hennar gegn Hitler og myrkravöldum hans. Leiðtogi C.C.F. flokksins, Mr. Woodsworth, mótmælti allri þátttöku í hverskonar mynd pem væri; hann kvaðst einungis mæla fyrir sinn eiginn munn; flokkurinn hefði með öllu óbundnar hendur. Mr. Coldwell, þingmaður flokksins fyrir Rosetown-Biggar kjördæmið í Saskatchewan, kvað flokkinn eindregið hlyntan virkri þátttöku á hlið Breta og Frakka, að herskyldu undantekinni. Social Credit þingmennirnir frá Alberta tjáðust meðmæltir herskyldu þegar í stað, þó þeir í meginatriðum aðvhyltust ráðstafanir stjórnarinnar; þrír þingmenn frá Quebec lýstu yfir andspyrnu við stjórn- ina vegna stríðsráðstafana hennar. Áhrifamiklar og íturhugsaðar voru ræður þeirra Kings forsætisráðherra og dómsmálaráðherrans Ernests Lapointe í sambandi við ábyrgð og afstöðu hinnar canadisku þjóðar gagnvart frelsismálum mannkynsins; lætur hinn víðkunni blaðamaður, Grant Dexter, fréttaritari Winnipeg Free Press þannig um mælt, að það hafi þeim, er á hlýddu borið saman um, að í þetta sinn hafi Mr. King flutt sína máttkustu og áhrifamestu ræðu. Foringi ihaldsflokksins, Dr. R. J. Manion, kvað stjórnina eiga vísan allan hugsanlegan stuðn- ing frá flokksbræðrum sínum þar til yfir lyki í þeim hildar- leik, er nú væri hafinn og canadiska þjóðin óhjákvæmilega yrði að taka þátt í. Hér fer á eftir stuttort inntak úr ræðu Kings forsætisráðherra: “Þjóðinni er afstaða mín að fullu kunn; eg hefi hvað ofan í annað lýst yfir því, að ráðuneyti það, er eg veiti forstöðu, væri með öllu ófáanlegt til þess að gera nokkrar skuldbindingar fyrir þjóðarinnar hönd viðvíkjandi stríði og friði; að á vettvangi hins canadiska þjóðþings yrði, ef nauðsyn krefði gert út um slíkt, og hvergi nema þar. Stjórnin leggur sínar eigin uppástungur fyrir þingið, og það er á valdi þess einvörðungu hverjar undirtektir þær fá; þessar ráðstafanir eru gerðar í nafni ábyrgrar, canadiskrar þjóðar, sem til einkis nýlendu vanmáttar finnur; þjóðar, sem finnur sig heima í þjóðkeðjunni brezku, sjálfstæð eins og Bretland er sjálfstætt. Engar þær ráðstafanir, sem stjórnin hefir gert, áttu eða máttu skiljast á þann veg, að henni væri það ljúft að mæla með því að þjóðin legði út i stríð, þó henni á hinn bóginn skildist að undir kringumstæðunum myndi vilji þjóðarinnar hallast á þá sveif. Fyrsta viðfangsefnið, og fyrsta skylda hinnar cana- disku þjóðar lýtur að því að tryggja þjóðaröryggið heima fyrir; um þetta efni fórust hermálaráðherra vorum þannig orð á sambandsþingi þann 15. febrúar 1937, og gildi þeirra stendur óhaggað þann dag í dag: “Sá liður fjárlaganna, sem til umræðu liggur að þessu sinni, og útgjöldin, sem áætluð eru í því sambandi, lýtur að óhjákvæmilegum öryggisráðstöfunum innanlands við- víkjandi strandvörnum, samgöngu og siglingaleiðum öllum þannig að adrættir hvorki teppist né útflutningur hindrist; að öryggi hafnarbæja við vötn og sjó sé ávalt og á öllum tímum trygt hvað sem í skerst.” Spurningin um það,” sagði Mr. King,” að senda her- afla til vígstöðva í Evrópu, krefst þeirrar alvarlegustu íhug- unar, er framast má auðið verða. Eg veitti því athygli, að KAUPIÐ AVAL.T LUMBER hja THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 á miðvikudaginn var lýsti utanríkisráðherra Ástralíu yfir þ\á í þingræðu, að stjórnin hefði enn sem komið væri engar ákveðnar ákvarðanir gert í þá átt að senda mann- afla til vígvalla handan um haf; enda væri varnirnar heima fyrir ákveðinn og sjálf- stæður þáttur í varnarathöfn- um brezka veldisins í heild; þetta fer að miklu leyti saman við skoðanir hinnar canadisku stjórnar, þó henni sé það jafn- framt ljóst, að ýms atriði hagsmunalegs éðlis, sem og náin samvinna á sviði flota- mála og loftvarna, þoli litla bið. Stjórnin hefir heitið því fyrir hönd hinnar canadisku þjóðar, að verja eins og fram- ast má verða Newfoundland og strendur Labrador; slíkt er óhjákvæmilegt vegna öryggis hinnar canadisku þjóðar; þá skoðast það og ófrávíkjanleg siðferðisskylda, að vér látum Bretlandi og samherjum vor- um, í té allan þann vistaforða og öll þau hergögn, er vér megum án vera, því á þessum sviðum verður þörfin mest.— Vér höfum tekið að erfðum frá Bretlandi heilagar mann- réttinda og lýðræðisstofnanir, sem oss ber að standa vörð um hvernig sem viðrar og hvernig sem móti blæs; at- burðir síðustu ára hafa fært oss heim sanninn um það, hve hætta sú, sem nú vofir yfir er grimmúðg, og þörf hins ítrasta átaks brýn til varnar landráni og kúgun. Oss er öllum í fersku minni útreið Ethiópíu, bræðravígin á Spáni, landráns-herför Japana gegn Kínverjum, innlimun AustuV- ríkis, Munich-vandræðin, of- beldis-innlimun Albaníu í ítalska veldið, hernám Þjóð- verja í Memel, og síðast en ekki sízt miskunnarlaus ráns- för Hitlers gegn Bohemiu og Moravíu, að ógleymdri hern- aðarlegri undirokun Slovakíu; i þessu efni má réttilega svo segja, að ein syndin hafi boð- ið annari heim; ein undirok- unin á fætur annari, eitt land- ránið á fætur öðru! Við svo búið má ekki lengur standa, eigi mannfrelsið ekki að verða þurkað út af jörðunni, og þessvegna hefir canadiska þjóðin tekið þá ákvörðun, sem nú er heimi kunn.” Áður en Mr. King lauk ræðu sinni, lýsti hann yfir því, að stjórnin hefði tekið allar hugs- anlegar ráðstafanir í þá átt, að útiloka okurgróða í sam- bandi við þátttöku Canada í núverandi styrjöld; máli sínu lauk forsætisráðherra á þessa leið: “Tvenn öfl hafa frá alda öðli verið að verki í mann- heimum; afl hins illa og afl þess góða; ef vér eigi tökum höndum saman og berjumst til þrautar til útrýmingar hinu illa afli, eigum vér það á sí- feldri hættu, að það góða verði grafið til fulls og alls.” Senator Meighen leiddi á laugardaginn athygli öldunga- deildar að því, að stjórnin ætlaði ekki að lögleiða her- skyldu; hann kvaðst sjálfur mótfallinn herskyldu; þjóðin væri samsett af óteljandi þjóð- ernisbrotum, og herskylda gæti skaðað þjóðeininguna. Klettafjöll og Kyrrahaf Efti-r Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Á heimilinu þar, sem við dvöldum var ungur maður, að mestu leyti alinn upp hjá Mrs. Thomson. Hann heitir Benedikt Hallgrímsson. Móð- ir hans var systir fyrri konu séra Sigurðar ólafssonar, en stjúpa hans (seinni kona föð- ur hans) dóttir Hinriks Ei- ríkssonar að Point Roberts. Þessi efnilegi piltur er að læra söng; virðist hann hafa mikla hæfileika í þá átt, og er yfir höfuð liið mesta glæsimenni. Hann fylgdi mér um ýmsa parta borgarinnar og sýndi mér margt mrekilegt og eftir- tektarvert; þar á meðal hinar miklu skipalokur, sem eg gat um siðast. Eitt var það samt, sem hann sýndi mér, er eg hafði meiri áhuga fyrir en nokkru öðru: það var æfagamalt hafskip (seglskip) geysistórt; lá það inni i hafnar-afkima hrörlegt og hnignandi, en þó með öllu tilheyrandi utan og innan — þegar eg flutti hingað vestur fyrir fjörutíu árum, kom eg yfir Atlantshafið á norsku seglskipi heljarmiklu og ekki ósvipuðu þessu skipi. Við lögðum af stað frá Preston á Englandi (tuttugu mílur frá Lundúnaborg) og lentum í Canada, þar sem heitir Beaver Point í Quebec; var skipið að sækja byggingarvið, en flutti aðeins sand til seglfestu vest- ur. Við fengum andbyri alla leið og var þv( siglt í nokkurs konar krákustíg — “krusað” sem kallað er á sjómannamáli. Vorum við þrjátíu og sex (36) sólarhringa á leiðinni, og fanst mér það langur timi, því eg var hálfdauður úr sjósótt alla leiðina, en varð samt altaf að vinna. Skipið hét “Inga” og var frá Bergen í Noregi. Þetta gamla skip í Seattle heitir St. Paul. Það er þar til sýnis — ekki einungis skipið sjálft, heldur einnig alt, sem því til- heyrir utan og innan: sigl- ingaáhöld, sjóklæði , veiðar- færi, björgunartæki, o. s. frv. Auk þess er í skipinu geysi- mikið safn af alls konar skelj- um, kuðungum, kröbbum, krossfiskum, igulkerjum o. f 1.; er þetta safn frá öllum heims- ins löndum og ótrúlega fjöl- breytt. Þar er einnig heljar- mikið sjóker með alls konar lifandi fiskum (Aquarium), sumum fáséðum eða jafnvel óþektum hér í álfu; eru þeir fluttir sunnan — og austan úr höfum. Það var skrítið að skoða þetta gamla skip: skoða borð- in, sem sjómennirnir höfðu setið við, skoða rúmin, þar sem þreyttir menn höfðu hvílst fyrir sjötíu (70) árum; skoða fötin þeirra og alt, sem eftir þá sást. Sumstaðar voru svolitlar hyllur úti í einu horninu á þessum svefnklefuin. Við þau borð hafa þeir setið, hugsað heim og skrifað hver til sinna átthaga. Mér fanst sem eg gæti skapað í huganum lif- andi menn og séð þá hallast skrifandi niður að þessum litlu hornborðum, og mér fanst eg nærri því geta “lesið úij penna” hjá þeim. Það var víða skuggsýnt niðri i skipinu og mér fanst eins og sálir þeirra, sem þar höfðu unnið og unað, væru þar á sveimi i hverjumj krók og kima. Á sterku tréborði, sem stóð á fjórum föstum fótum, lá opin bók; hún var stór og gömul; það var dagbók, sem skipstjórinn hafði haldið. Eg stóð talsvert lengi við þetta horð og fletti blaði eftir blað í bókinni. Var það bæði skrít- ið og skemtilegt að lesa þessa bók — og alls ekki ófróðlegt; hún skýrir sumstaðar greini- lega frá daglegum viðburðum. Á einum stað í skipinu var beinagrind af hval, sein hafði verið 91 fet á lengd; hryggj- arllðirnir voru hafðir fyrir RMHERST « «ta 25 - 2--> OZ‘ * - 0 OZ. — -rrr1?^ 40 oz. $2.00 O.ST.UUERS U.M.TtO AMHEBrjHEBSTBUBO. ONT. M I This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.